Dagur


Dagur - 09.04.1960, Qupperneq 4

Dagur - 09.04.1960, Qupperneq 4
4 D A G U R Laugardaginn 9. apríl 1960 Skrifstofa í Haftiarsttæti !t(l — Sítiti IIOC RJTSTJÓRl; ERLÍNG U R I> A V í I> S S O X Atiglýstiigastjm i; J ÓX S A U V tL SSON Árgangttritin kostar kr. 75.00 HlaðiO ketnur út á tniðvikutlögum og laúgarcltigttm, [irgar efni standa til fijalddagi er 1. jiili PUr.NTVF.RK ()J)I)S HJCIRNSSONAR If.F. ÞEIR FÁTÆKU VERÐA SÆLIR ALLT FRÁ ÞVÍ að Alþýðuflokkurinn sveik vinstri stefnuna og gerðist handbendi ihaldsins í landinu, hefur það verið honum líkt og bögglað roð fyrir brjósti, að útskýra „stefnu“ sína fyrir hinum óbreyttu flokks- mönnum sínum. Það skal þó viðurkennt, að Alþýðuflokkurinn jók fylgi sitt við síðustu kosningar, en eingöngu á þeim fölsku for- sendum, að flokkurinn hefði sigrað verðbólg- una. En þetta kom óþægilega í bakseglin, eins og flestar blekkingar gera. Strax að kosningum loknum, lýstu núverandi stjóm- arflokkar því nefnilega yfir, að verðbólgan væri ekki stöðvuð, öðru nær, hér væri „óða- verðbólga“ skollin á, og nú sögðust þessir stjórnmálaflokkar segja alveg satt. Mönnum gekk ekki greiðlega að átta sig á þessum snöggu umskiptum, því að annað hvort höfðu stjórnarflokkarnir, íhald og kratar, hreinlega logið fyrir kosningar, eða þeir gerðu það nú. Aðalblað Alþýðuflokksins birti fyrr í vik- unni eins konar greinargerð fyrir afstöðu flokksins gagnvart skattafrumvörpum ríkis- stjórnarinnar. Þar segir meðal annars: „Það er augljóst, að hátekjumaðurinn fær meiri lækkun í krónum en lágtekjumaður- inn. En hvað gerir hátekjumaðurinn við kúf- inn af sínum tekjum? Kaupir hann ekki þær lúxusvömr, sem bera margfalda tolla og skatta á við nauðsynjar, kaupir hann ekki meira af einkasöluvömm, notar hann ekki háskattaða þjónustu, lendir hann ekki í margföldum söluskatti með sitt fé? Vissulega er ekki verið að sleppa hendinni af pening- um hátekjumannanna. Það liggja fyrir jreim fjölmargar gildrur og ríkið mun hafa sitt, nema menn hreinlega spari sitt fé — og þá em þeir að gera þjóðfélaginu greiða.“ Þama er hreinlega viðurkennt, hve auð- mönnum er ívilnað stórkostlega. En aum- ingja hátekjumennimir gera svo ekkert ann- að en eyða þessum peningum í lúxusvörur og þess háttar, að dómi Alþýðublaðsins, þeir em svo sem ekki öfundsverðir af því, þarna er verið að „plata“ af þeim peningana í ríkis- kassann. Svo geta þeir lent í alls konar gildr- um, sem ríkið leggur fyrir þá, segir Alþýðu- blaðið, hinir tekjuháu gætu náttúrlega lagt fé sitt á vöxtu, en þá eru þeir orðnir lífgjafar okkar litla og févana þjóðfélags. Það virðist ekki æskilegt, að dómi blaðsins, að hinir tekjurým, sem ríkið plokkar alveg miskunn- arlaost með hverri álögunni ofan á aðra, falli í þá gildru að vera að kaupa sér einhvem óþarfann, svo sem góð föt, heimilistæki, bíl, skemmtanir, fín hús eða dýran mat. Nei, það lendir á herðum hinna ríku. Ekkert skal um það sagt, hvemig efnalitlir menn, sem tmðu Alþýðuflokknum til for- ystu í kjarabaráttunni, líta á þá nýju kenn- ingu flokks síns, að það sé eins konar hefnd- argjöf til auðmanna og þeirn rétt mátulegt að hlífa þeim við opinberum gjöldum. Þó mætti ætla, að mörgum fyndist nú torvelt að fylgja flokki, sem heitir Alþýðuflokkur, en er það ekki. S. D. hefur margs að spyrja og óskar hann m. a. birtingar á eft- irfarandi spurningum: þjónustu sína, öðruvísi en í skiptivinnu milli allra Stefnis- manna?“ „Háttvirta blað, Dagur! Getur þú upplýst mig um, hvort til séu nokkrar bæjarráðs- samþykktir fyrir þvi athæfi að eyða fé bæjarsjóðs á þann hátt, sem tíðkast mjög hér í bæ, að hafa veghefil bæjarins helzt úti síðari hluta laugardags og á sunnudögum, í stað þess, að láta nægja að vinna þessi verk á virkum dögum? Getur þú einnig nokkuð upp- lýst um, hvers vegna bæjar- stjórn hefur ekki lagt til nógu mörg skýli fyrir verkamenn til að drekka kaffi í á vetrum, þar sem langt er á vinnustað, og bíl- stjórar ekki nenna að gera mönn- um þann greiða, að flytja þá inn og niður að höfn? Sömuleiðis um, hvers vegna bæjarstjórn neitaði öskubílstjór- anum um kaupgreiðslu til að þvo og hirða betur öskubílinn, — og hvers vegna menn eru fluttir á vinnustað í skítugri, smit- hættulegri öskuskúffu aftan á bílnum? Og án þess, að þeir líka hafi nokkuð til að halda sér í? Að lokum spyr eg: Finnst ekki blaðinu, að tími sé kominn fyrir bæjarráðsmenn, að hætta að ráða einkavörubílstjóra í I Blaðið hefur óskað eftir svör- um bæjarverkfræðings og eru þau á þessa leið: „Viðvíkjandi vegheflun er það að segja, að það fer alveg eftir veðri og ástandi gatnanna, hve- nær heflað er. Þótt ástand gatna sé mjög illt, fer það eftir bleytu o. fl., hvort skynsamlegt er að hefla eða ekki. Litlu munar í kostnaði við svona dýrt tæki, eins og veghefill er, hvort stjórnanda hans er greiddur hærri kauptaxi, þegar það er nauðsynlegt gatn- anna vegna og um það er að ræða, hvort verkið kemur að gagni eða ekki. Um skýli fyrir verkamenn má benda á, að fyrir þá verkamenn, sem vinna að gatnagerð og fleiru, sem er í minni umsjá, eru notaðir lausir, upphitaðir skúrar, sem fluttir eru á milli vinnustaða. Þriðja spurningin fjallar um öskubílinn. Bílstjóranum ber kaup fyrir aukavinnu, þar á með- al við hirðingu bílsins. Öskubíll- inn er vel hirtur og ástæðulaust að óttast um heilsu manna vegna vanhirðu á honum, fremur en af þeim óhreinindum yfirleitt, sem I leiða af starfinu sjálfu.“ Bílabraskið er mjög varhugavert Neytendasamtökin láta málið til sín taka Fyrrum var prangað með hesta.1 „Hestaprangarar“ er skammar- yrði. Nú er prangað með bíla og virðist sú atvinnugrein vera á góðri leið með að fá svipaða merkingu. — Miðstöð verzlunar með notaða bíla er í Reykjavík og hafa mjög mörg mál út af kaupum á slíkum bílum várpað skýru ljósi á þessa grein verzl- unar. „Bíllinn selzt í núverandi ástandi“, ,^em kaupandi hefur kynnt sér,“ segir þar. Þótt selj- andi hafi gefið upplýsingar um bíl, er þess venjulega ekki getið í afsali, og komið hefur fyrir að sölumaður hefur ekki einu sinni haft löglega söluheimild. Þá hafa seljendur átt það til að leypa skuldum, sem á bílnum hafa hvílt, þar sem veðbókarvottorð hafa ekki verið fyrir hendi. Nú er það hins vegar fullvel vitað, að mjög oft eiga unglingar í hlut, sem verðandi bílaeigend- ur, og eru sjaldnast lögfróðir. — Þótt reglulegir bílasalar annist söluna, eru kaupendur stundum litlu betur settir, enda þarf ekk- ert sérstakt leyfi til að stunda þá verzlun, sem aðhald veiti bílasöl- um. Nú hafa Neytendasamtökin í Reykjavík gefið út bækling með ýmsum leiðbeiningum í þessu efni og er hann gagnlegur það sem hann nær. Neytendasamtökin benda þeim, sem kaupa notaða bíla, sérstak- lega á eftirfarandi atriði: 1. Skoðið bílinn mjög vandlega áður en samningar eru gerðir og hafið helzt kunnáttumann með í ráðum. 2. Hyggið vel að samningsgerð- inni. Hafið samninga sem ýtar- legasta að því er snertir ástand bílsins og greiðslur. Neytendasamtökin telja eðli- legast, að löggjafinn geri svipað- ar kröfur til bílasala og fast- eignasala, og telja heppilegast, að lögin um fasteigansölu verði endurskoðuð í heild og látin taka til bílasala. VANTAR 13 PRESTA í síðasta tölublaði Lögbirtinga- blaðsins eru hvorki meira né minna en þrettán prestaköll aug- Iýst til umsóknar. Þar af eru tvö í Norður-Múlasýslu, tvö í Norð- ur-ísafjarðarsýslu, tvö í Húna- vatnssýslu og eitt í Suður-Múla- sýslu, Austur-Skaftafellssýslu, Barðastrandarsýslu, Eyjafjarðar- sýslu og Þingeyjarsýslu. Fjögur þessara prestakalla eru einnig kennsluprestaköll, þannig að sóknarprestum ber að taka að sér barnakennslu án nokkurs sér- staks aukagjalds, ef kirkjumála- ráðuneytið ákveður það, en fá þá Iaun úr næsta Iaunaflokki ofan við aðra sóknarpresta. Lögbrot barna og ungl- inga á Norðurlöndum í Noregi og Svíþjóð hafa fyrir skömmu verið skipaðar nefndir til að fjalla um skaðabótaskyldu barna og foreldra fyrir skemmd- arverk og brot barna, og semja lagaákvæði á þeim vettvangi. Er ætlast til að samvinna verði haf- in með nefndum þessum. — Mun þetta vera afleiðing hraðvaxandi skemmdarstarfsemi og lögbrota barna og unglinga á Norðurlönd- um á síðustu árum. UM MÝVATN Dýraverndarinn hefur frétt, að bæði náttúiu- verndarráð og veiðimálastjóri hafa nú þungar áhyggjur af þ\u, að bæði silungsveiðinni í Mývatni og fuglalífinu í kringum það og á því sé hætta búin af hinum miklu netalögnum Mývetninga. En þar er allvandgert við að sporna, því að áætlað er, að Mývetningar hafi haft undanfarið hvorki meira né minna en einnar milljón króna tekjur á ári af veið- inni í vatninu og geti þeir alls ekki lifað mann- sæmandi lífi, nema þeir hafi miklar nytjar af sil- ungnum, svo fjölbýlt sem orðið er í sveitinni. Náttúru- og dýraverndarmenn vilja fá netaveiði bannaða með öllu yfir ungatímann — og þá einkum júlímánuð. En slíku banni verður ekki komið fram, samkv. lögum um veiði, nema til komi samþykkt tveggja þriðju allra þeirra bænda, sem eiga veiði- rétt í vatninu, en talið er, að tekjur af veiðinni séu að meðal tali 40—50 þúsund krónur á hvern slíkan bónda, og mest er veiðin um hásumarið. Annars er hún talsvert misjöfn ár frá ári, og er það skoðun fróðra manna, að mergð og magn mýgangna orki mjög á viðkomu og vöxt silungsins. Er til dæmis talið, að mikið tjón sé að því, að vormý bregðist. Dýraverndaranum er tjáð, að um veiði í Mývatni gildi nú raunverulega engar reglur, en veiðimála- stjóri vill beita sér fyrir, að eftirfarandi reglur verði settar: „1. Mývatn skal vera friðað fyrir allri veiði frá 27. september til 31. janúar ár hvert og auk þess 24 klukkustundir vikulega, frá miðvikudagskvöldi kl. 20 til fimmtudagskvölds kl. 20, á tímabilinu frá 1. apríl til 26. september. 2. Lengd möskva í lagnetum skal ekki vera styttri en 4,5 cm. og í dráttarnetum minnst 4 cm., þá net eru vot. Oheimilt er að hirða silung, sem er minni en 37 cm. á lengd (mældur frá trjónu í sporðvik). 3. Samanlögð lengd lagneta í vatninu skal aldrei fara fram úr 7000 metrum. 4. Dráttarveiði skal bönnuð á riðastöðvum frá 1. febrúar til 30. apríl ár hvert.“ 5. Reglur þessar gilda í 5 ár.“ Veiðimálastjóri hefur upplýst, að nú muni hefj- ast í Mývatni notkun neta úr girni, þar sem þræð- irnir eru bræddir saman. Þessi gerð neta er sögð hafa álíka yfirburði yfir nælonnetin um veiðni og mælonnet.yfir net úr baðmullarþræði, svo að ekki sé minnzt á netin úr ullarþræði, sem notuð voru endur fyrir löngu. Þá leggur Veiðimálastjóri áherzlu á þann háska, sem stafar af því, að nú gæt- ir ekki lengur fjarlægða á vatninu, þar eð hrað- skreiðir vélbátar hafa komið í stað árabáta, enda netin nú mest lögð utan netalagna lögbýla, þ. e. þar í vatnið, sem er almenningur. Enginn vafi er á, að til verndunar fiskistofninum í Mývatni væri mjög mikil bót að því, að tllögur veiðimálastjóra um veiðireglur næðu fram að ganga, og ungadrápið yrði stórum minna, er þær gengju í gildi. Nú er að því unnið að fá fé annað hvort úr vís- indasjóði eða beint úr ríkissjóði til þess að kosta náttúrufræðing til rannsókna á fuglalífi á Mývatni og fugladauða af völdum silunganeta. (Dýraverndarinn.) Félagsbréf AB Sjötta hefti af Félagsbréfi Almennabókafélagsins er komið út. Það hefst á ritstjórnargreininni Óskaskáld ís- lands, góðri en stuttri grein um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þá birtist viðtal við Hannes Péturs- son, Ijóð eftir Sigurð Einarsson, þýddar sögur eftir Stig Dagerman og Ivar Orgland, bókaþættir, þ. e. ritdómar, o. fl. Ný atvinnugrein! Eitt sunnanblaðanna, sem sjaldan er myrkt í máli, segir að nú sé risin upp ný alda barneigna. Enda virðist fólki það eina tekjuvonin. Þar segir ennfremur, að upp hafi gengið allar vitamintöflur í höfuðstaðnum, svo og egg, og að mjög sé nú leit- að til lækna um ráð til barneigna, ef tregt hefur gengið eða ekki. .

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.