Dagur - 21.04.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 21.04.1960, Blaðsíða 1
T '"r"T.—..........1........... MÁUiAGN Fhamsóknarmanna Ri r.sTjóui: EauNGt'R DaVÍí>s.son Srrii\stofa í H Ai-N'AHSTa.vn 90 SÍM! 1 HHi , $ETNIN{»U OG PRENTUN ANN'AST PrENTVEHK OlHW B jÓKN.SSONAK H,l\ AKOáEVK! ...........................-.J . . .r.m . . . .....111^r' 'N AUGEÝStNT.ASTjdRi: jÓN SAM- ÚEUSSO.N . ÁRGANCÍURtNN KOSTAR KH. 100.00 . GjALDDAC.i EH 1. JÚI.Í El.AÐIS KEMUR ÚT Á MIÐVIKUDÖG- l-M 0<» Á f,AUGAKDdírUM ÞEOAK ÁST.LDA ÞVKIK TÍL MAR6IR FARFUGLAR KOMNIR Samkvæmt upplýsingum Snorra Péturssonar bónda á Skipalóni, sem er athugull fuglavinui’, eru margar tegund- ir farfugla komnar og sumar fyrir nokkru. Rauðhöfðaendur og tjaldar komu 30. marz, stokk- endur 2. apríl, grafendur 7. api’íl og sama dag vepja og álft- ir. Gæsir komu 9. apríl og lóan sama dag, stelkurinn 12. apríl, sefendur og xirtendur 17. apríl og hrossagaukurinn 18. apríl. Komudagar fuglanna eru að sjálfsögðu miðaðir við Skipalón. Hér í bænum eru þrestir og auðnutittlingar byrjaðir að verpa. Hverjum er hlífft í sköftunum? Margir hafa enn ekki áttað sig á hinum nýju skattalögum, sem boðuð hafa verið sem almenn kjarabót fyrir venjulegt launafólk. Sannleikiu-inn er ótvírætt sá, að breytingin á lögum um tekjuskatt og útsvör léttir ekki byrðar fólks með 50—60 þús. kr. árstekjur til neinna inuna, en léttir hins vegar verulegum gjöldum af há- tekjumönnum. Skal þetta sýnt með eftirfarandi dæmum samkvæmt upplýs- ingum skattstofunnar. Tekjuskattur hjóna með 3 börn og 60 þús. króna hreinar árs- tekjur, x ar, samkv. skattstiga 1959 kr. 974.00. Þessi skattur fellur íj nú niður af slíkum tekjum. Utsvar sama manns, samkv. útsvarsstiga 1959, hefði orðið kr. 5100.00. En samkv. frumvarpi því, sem nú liggur fyrir, yrði útsvar hans kr. 5374.00 á yfirstandandi ári. (Niðurjöfnimarnefndir hafa þó heimild til að breyta útsvarsstiganum um allt að 30% til hækk- unar eða lækkunar.) Nú geta menn athugað þessar tölur og gengið úr skugga um, hvort hin nýja skipan er gerð með hag hinna fátækari fyrir augum. Og með því að bregða upp öðru dæmi um tekjuháan mann, kemur '-‘í1 þetta þó enn gleggra í ljós. Maður með 150 þús. kr. hreinar árstekjur og sömu fjölskyldu- stærð hefði, samkv. skattst. 1959, þurft að greiða kr. 20018.00 í tekjuskatt, en greiðir nú 5500.00 krónur. Þessi tekjuhái maður hefði þurft að greiða bæjarsjóði 27 þús. kr. í útsvar. Hann á nú að greiða 25 þús. krónur. Samkvæmt þessu hagnast lágtekjumaðurinn um 700 krónur, en sá tekjuhái um nálægt 16.500.00 krónur. Sé dæmi tekið af tekjuhærri mönnum verður hlutur þeirra enn hagstæðari, svo að augljóst er, hverjum er hlíft í sköttum. Síðasta 250 tonna logskipið er komið r Það er eign Utgerðarfélags Dalvíkur og hlaut nafnið Björgúlfur - Skipið kom sL sunnudag Um klukkan 5, síðdegis á sunnudaginn, safnaðist margt fólk á hafnargarðinn á Dalvík og beið komu hins nýja 250 tonna skips. Og litlu síðar renndi það að hafnargarðinum. Valdimar Oskarsson, sveitar- stjóri, ávarpaði skipshöfn og flutti kvæði, er Haraldur Zophoniasson hafði gert. Skip- stjói’inn, Helgi Jakobsson þakk- aði, en karlakór, undir stjórn Gests Hjörleifssonar, söng. Að þessari athöfn lokinni, var við- Flughjorgunarsveiiin reisli bækistöð í Hlíðarfjðlli um páskana Þar voru tjöld reist, snjóhús byggð og hin margvíslegustu tæki sýnd mörgum gestum Tryggvi Þorsteinsson, skátaforingi, er fram- kvæmdastjóri Flugbjörg- unarsveitarinnar á Akur- eyri og leitarstjóri. Flugbjörgunai’sveitin á Ak- ureyri reisti bækistöð í Hlíðar- fjalli, skammt frá Skíðahótel- inu og bauð þangað á föstudag- inn var, fulltrúum þeirra fé- laga, er styrkt hafa starfsem- ina, ennfremur einstaklingum sem lagt hafa sveitinni fé, svo og fréttamönnum. Tryggvi Þorsteinsson, fram- kvæmda- og leitai’stjóri Flug- björgunarsveitai’innar sýndi gestunum bækistöðina og hin (Fi’amhald á 4. síðu.) stöddum boðið um borð til að skoða skipið. Nýja skipið heitir Björgúlfur og er síðast þeirx-a 12, 250 smá- lesta austur-þýzku togskipa, sem hafa smám saman verið að koma til landsins. Útgerðarfél- ag Dalvíkur á þetta skip og á einnig skipið Björgvin, af sömu stærð og gerð. Helgi Jakohsson sigldi skip- inu til landsins og verður með það á togveiðum fram að síld- arvertíð, en þá tekur hinn kunni aflakóngur Bjarni Jóhannesson við skípsstjórn, en hann var stýrimaður á uppsigl- Framhald á -f. siðu. Aðalfundur Framsóknarfél. Ák. Framsóknarfélag Akureyrar hélt aðalfund sinn 12. þ. m.. í upphafi fundarins var minnst tveggja látinna félagsmanna, Ingimai’s Eydals og Stefáns Randverssonar. Fimm menn gengu í félagið á fundinum. Formaður félagsins, Ingvar Gíslason flutti erindi um stjórn Vondar götur í bænum Götur eru víða í hinu versta ástandi í bænum og sumar ófærar bifreiðum. Mýrarvegur, Eyrarlandsvegur, og • jafnvel Hlíðargata eru illfærar og festast þar bílar öðru hvoru. Þar þarf að sjálfsögðu að gera við hið bráðasta, en loka þeim að öðrum kosti. málaviðhoi'fið. Guðmundur Blöndal, gjaldkeri félagsins, las upp reikningana og voru þeir samþykktir. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Ingvar Gíslason formaður, Guðmundur Blöndal gjaldkeri, Richard Þórólfsson, ritari. Meðstjórnendur: Arnþór Þorsteinsson og Ólafur Ólafs- son. Kosin var nefnd til að vinna að útbreiðslu Tímans á Akur- eyri. Tólf menn voru kosnir í fulltrúaráð. Afmæliskonsert Karlakór Akureyrar varð 30 ára í vetur og var þess áður get- ið. Á morgun kl. 9 og á sunnu- dag kl. 2 heldur kórinn sam- söngva í Nýja-Bíó af þessu til- efni. Söngstjóri er Áskell Jónsson, en Áskell Snorrason, sem er heiðursfélagi kórsins og söng- stjóri um fjölda ára, stjómar þarna þremur lögum eftir sjálf- an sig. Einsöngvarar verða þeir Jóhann og Jósteinn Konráðs- synir, en undirleikari Kristinn Gestsson. Á söngskránni er m. a. margt af hinum eldri og vinsælu lög- Flugbjörgunarsveitin á Akureyri. Bækistöðin skammt sunnan við skíðaliótelið og er það í baksýn. Heitt var þar efra (Ljósm.: E. D.). ura kórsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.