Dagur - 21.04.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 21.04.1960, Blaðsíða 8
8 Milljóna tjón Grindavíkurbáta af völdum ísl. togara Mál þetta hefur vakið þjóðargrenijii og var enn i rannsókn í Grindavík þegar síðast fréttist, áður en blaðið fór í prentun Hinir hraklegustu athurðir gerðust rétt fyrir páskana á Selvogsbanka, 8—11 mílur út af Krísuvíkurbergi. — Þar áttu Grindvíkingar net í sjó, er þeir höfð'u lagt á skírdag, en ætluðu að draga á laugardagsmorgun. För þeirra var hin söguleg- asta, svo sem nú skal greina. Tveir bátar reru. Á laugardag var illt veður og héldu aðeins tveir bátar á mið- in, þeir Arnfirðingur og Hrafn Sveinbjarnarson. Ljót aðkoma. Er þeir komu á netasvæðið,, brá mönnum heldur í brún. Þar voru íslenzkir togarar búnir að toga þvert og endilangt og eyði- leggja 40 netatrossur, miðað við 15 net í trossu. Hver trossa kost ar um 40 þús. krónur, og er hér því um milljónaskaða að ræða í fiski og veiðarfærum. Fimmtán bátar urðu fyrir tjóni þessu. Net í vörpuhlerum. Þegar Grindavíkurbátarnir kcmu fyrst á vettvang, voru Virðulegir gestir í Hiíðarf jalli ura páskana Ambassador Bandaríkjanna hér á landi, Tylor Thompson, og frú hans, dvöldu hér í páskaleyfinu og voru mikið á skíðum í Hlíðar- fjalli. Þvau eru þaulvön á skíðum og létu hið bezta af skíðalandinu þar efra, líktu því m. a. við frægan skíðastáð í Austurríki. — Myndin er tekin af þeim skammt frá skíðahótelinu. (Ljósm.: E. D.) togararnir ýmist farnir eða á förum, nema Egill Skallagríms- son og Gerpir. Arnfirðingur kom fyrst að Agli og voru menn í aðgerð. í vörpuhlerum togarans, sem hengu í gálga, var mikið af netatrossum með fiski í. Var gæzlu lofáð? Rétt í þessu kom Gerpir og fór að toga á netasvæðinu. Tóm- as Þorvaldsson útgerðarmaður í Grindavík hafði beðið landhelg- isgæzluna að líta eftir neta- svæðinu í umrætt skipti og tel- ur sig hafa fengið vilyrði fyrir því að svo yrði gert. Forstjóri Landhelgisgæzlunn- ar kannast við símtalið, en tel- ur sig engu hafa lofað í þessu efni. KEMUR EKKI Fræðslumálaskrifstofan hefir beðið fyrir eftirfarandi: Upplýsingadeild sendiráðs Bandaríkjanna hefur tilkynnt, að ekki geti orðið af fyrirhug- aðri komu hr. Magnúsar Krist- offersens bókavarðar hingað til lands að sinni, þar eð hann hafi forfallazt vegna veikinda, sem muni valda því, að hann verði ekki ferðafær í nokkra mánuði. Hins vegar er tilkynnt, að hann eða annar bókasafnafræð- ingur í hans stað, muni koma hingað undir haustið, halda námskeið í bókasafnafræðum og flytja fyrirlestra um skóla- bókasöfn. Togararnir mega veiða þarna inn að 8 mílum, miðað við grunnlínu. En net bátanna voru merkt með ijósbaujum, svo sem vera bar. Réttarhöldum í máli þessu var ekki lokið þegar blaðið frétti síðast. Þögn dómsmálaráðherra. Fyrirspurum um atburð þennan hefur verið beint til dómsmálaráðherra, en hann mun ekki hafa talið sig geta gefið neina skýrslu um atburð- inn að svo stöddu. Komu með netaslitur. Sjónarvottar hafa lýst því lyversu hörmulegt það var á að líta, þegar bátarnir komu í heimahöfn með netaslitrin. Hver borgar? Verður nú Landhelgisgæzlan sökuð um vanrækslu í starfi? munu margir spyrja. Og hver greiðir eigendum Grindavíkur- bátanna hið gífurlega tjón, sem þeir hafa orðið fyrir? Svör við þessum spurningum munu fást að málsransókn lok- Rætt um nýja gerð skipa Skipaskoðunarstjóri, Hjálmar Bárðarson, skýrði um daginn blaðamönnum frá því, að hann hefði teiknað fiskiskip, sem mjög vel myndi henta íslenzk- um aðstæðum. Skip þetta verð- ur um 240 lestir, frambyggt, og er ætlað til hér um bil alira veiða nema lax- og silungs- veiða. Blöð og útvarp hlóðu skipið lofi miklu, og töldu, að hér væri brotið blað í útgerð- arsögu landsmanna. Mikillar hógværðar gætti hjá teiknaran- um í útvarpsviðtali, er hann sagði, að þótt það væri auðvit- að óhætt að smíða strax mörg svona skip, þá væri nú kannski betra að smíða bara eitt eða tvö til að byrja með og sjá, hvernig þau reyndust. Varpaði margur maðurinn öndinni léttar við að m lieyra þetta, því að enn hafa ekki ailir gleymt því, að sömu aðilar teiknuðu fyrir nokkrum árum 250 tonna skip, sem átti sérstaklega vel að henta íslenzk um aðstæðum og leysa hráefnis- vandræði minni frystihúsanna. Það skip fékk líka lof í blöðum og útvarpi á meðan það var að- eins á pappírnum, og var talið, að þarna væri um miklar og margar nýjungar að ræða. Tólf slík skip voru smíðuð strax og eru dómar manna um þau mis- jafnir og verða ekki raktir hér. En gott er að sjá að sömu mis- tökin á ekki að drýgja í annað MÍBUMFÆÐING Síðastl. föstudag fæddust Kristínu Hjálmarsdóttur og Sigurbirni Sveinssyni, járnsmið, þríburar á Fjórðungssjúkrahús- inu hér í bæ, og er það fyrsta þríburafæðingin á þeirri stofn- Vekla uni liorð Dalvík 19. apríl. f dag er veizla um borð í nýja skipinu Björgúlfi. Annað kvöld verður sýndur hér sjónleikur undir stjórn Einars Kristjánssonar Freys og aftur á sumardaginn fyrsta. Feikna hrognkelsaveiði var hér í vikunni sem leið og enn er góð veiði, en þorskafli er nær enginn. — Karlakór söng undir stjórn Gests Hjörleifssonar í gær við góðar undirtektir. — Hvassafeliið er að losa hér áburð. Karlakórsaí mæl i Blönduósi 19. apríl. Þann 24. april minnist Karlakór Ból- staðarhlíðarhrepps 35 ára af- mælis síns að Húnaveri. Söng- stjóri er Jón Tryggvason, Ár- túnum, en formaður Guðmund- ur Halldórsson, Bergsstöðum. Fyrst skipuðu Bólstaðarhlíðung- ar einir kórinn, en á síðari árum eru Svínhreppingar einnig með. Vegir eru mjög blautir, enda búið að rigna mikið í 3 daga. Silungur er byrjaður að ganga í Blcndu. Fiskreyiingiir Raufarhöfn 19. apríl. Tveir 12—14 tonna dekkbátar róa og einnig nokkrar trillur og fá reytingsafla. Samgöngur eru sæmilegar og gott færi frá Kópaskeri alla leið til Húsa- víkur. en héðan til Kópaskers er aurbleyta á veginum og vart fært nema jeppum. Mest allt lýsi er farið héðan, en mikið eftir af mjöli og er sala á því treg. Fjölsótt ársskemmtun Svarfaðardal 18. apríl. Bezta veður er hér í dag, en undan- farið hefur verið heldur kald- ara en áður. Á skírdagsnótt hríðaði talsvert, en nú hefur nýsnævið horfið af láglendi og er þar orðið nokkuð autt. — Byrjaðar eru að sjást grænar nálar í skjóli við hús og víðar. Laugardaginn 9. þ. m. hafði Framsóknarfélag Svarfaðardals hina árlegu skemmtun sína. Fór hún fram að Höfða. — Skemmtiatriði voru: Söngur, kveðskapur, upplestur og dans. Fjölfeótt var og glatt á hjalla. — Stjóm Framsóknarfélags Svarf- dæla skipa nú: Júlíus Daníels- son, Syðra-Garðshorni, formað- ur, Júlíus Friðriksson, Gröf, ritari, og Þórarinn Jónsson, Bakka, féhirðir. Lokið er nú átta spilakvöld- um bæði Framsóknarfélaganna og Ungmennafélaganna. Var að- sókn góð og skemmti fólk sér prýðilega. * Þríburarnir fæddust allir lif- andi, en veikburða og aðeins G merkur hver um sig, 2 drengir og 1 stúlka. Móðurinni heilsast vel. SKIÐAHOTEUÐ I HLIÐARFJALLI ER HIN VEGLEGASTA BYGGING Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, er Skíðahótelið í HlíðarfjalK hin veglegasta bygging. En samt kemur það skíðaíþróttinni ekki ennþá að notum, því að byggingin er lítið meira en skrokkurinn. Til þess að fuhgera húsið, þarf mikið fjárnvagn. En það er líka dýrt, að láta þetta myndarlega hús, sem þegar hefur verið varið mikluin fjármunum í, slanda ónotað. Skíðabrekkurnar bíða og betra skíðaland er vandíundið. — Með skíðahóteli í Hlíðarfjalli liafa Akureyringar yfirburðaraðstöðu til skíðaiðkana. — Þar þarf líka að koma upp skíðalyfta eða skíðatogbraut til að bæta aðstöðuna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.