Dagur - 22.06.1960, Blaðsíða 7

Dagur - 22.06.1960, Blaðsíða 7
V TILKYNNING frá hestamannafélaginu Þjálfa í S.-Þingeyjarsýslu: Eftirtaldir stóðlvestar eru til afnota á vegum félagsins á þessu sumri: ]. Þjálfi, eign Þorsteins Sigurðssonar, Víðirhóli. — Svaðastaðakyn. Er á Einarsstöðum í Reykjadal. 2. Mökkur Þjálfason, eign Jóns Stefánssonar, Stóru- Laugum. Svaðastaða- og Einarsstaðakyn. Er á Ingjalds- stöðum. Folatollur er 150.00 krónur og óskast greiddur um leið og hryssurnar eru leiddar til hestanna. i NÝJA-BÍÓ I Sími 1285 í É Aðgöngumiðas. opin frá 7-9 | | Myndir vikunnar. i i Miðvikudag: | Og sólin rennur upp j iAðalhlutverk: i i Tyrone Power, i i Ava Gardner, i Mel Ferrer, i Errol Flynn, i Eddie Albert. STJÓRNIN. SumarSeyfin eru byr Höfum allan viðleguútbímað svo sem: TJÖLD, 5 og 3 manna, fastur botn og rennilás TJÖLD, 4 og 2 manna, laus botn BAKPOKAR - SVEFNPOKAR MYNDAVÉLAR - FILMUR, venjulegar Enn fremui LITFILMUR ... 8 x 20 SJÓNAUKA VEIÐISTENGUR og SPÆNI REIÐHJÓL Gjörið svo vel að atbuga úrvalið. Póstsendum. JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD Löngumýri 34 § ■ V Ý >-'r Ollum þeim.sem minntust min n fimmtiu dra afmœl- j: inu 8. þ. m. d einn eða annan hdtl, sendi cg mínar hezlu þakkir og árna þeim allra heilla í nútíð og framtíð. Í ‘ f % HERMAXN VILHJALMSSON, f i & * § j Bezlu þakhir til ykkar allra, sem minntust min n 60 % g. dra afmœli mínu 11. juní sl. & | HLLGI DANÍELSSON, é Björk & ' | ± © ? j; Innilega þakka ég öllum, sem á margvislegan hátt, % g, glöddu mig d 75 ára afmcelisdegi miínum 14. júní. ^ Kœrar kveðjur. © 4 JUNIUS JONSSON G\ Alúðar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu samúð og vin- áttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, FJÓLU KATRÍNAR JÓNSDÓTTUR. Alfreð Steinþórsson, Sigurlína Sigurgeirsdóttir, börn, tcngdabörn og barnabörn. Þessi heimsfræga stórmynd, é tekin í litum og Cinema- i scope, var páskamynd Nýja-1 \ Bíós í Reykjavík og byggist É É á samnefndri sögu eftir Nó- \ \ belsverðlaunaskáldið Ernest 1 I Heminway, sem komið hefur É i út í íslenzkri þýðingu. é É Bönnuð börnum innan é i 12 ára. i Fimmtudag: I GLERSKÓRNIR | ÉAðalhlutverk: LESLIE CARON, i MICHAEL WILDING. \ i Gullfalleg og bráðskemmti- i É leg ævintýramynd í litum og É CINEMASCOP. | 5 Þetta er með betri myndum, § sem hér hafa sést. AUKAMYND: i NÝ FRÉTTAMYND. í • i ii iii n ii ii iii iiiii iii 1111111111111 iii iii if-inai ii ii iiiiiiiiiiii* NÝKOMIÐ: Kvensportbuxur í úrvali og fallegum litum. Ailir komnir á veiðar Dalvík, 21. júní. — Síðustu bátarnir fóru héðan á síld í nótt. Þeir eru þessir: Júlíus Björnsson, Hannes Hafstein, Baldvin Þorvaldsson, Bjarmi og togskipin Björgvin og Björg- úlfur. Mörg sunnanskip fara héðan á miðin. Þau hafa hér góða að- stöðu hvað snertir vélaverk- stæði, netaverkstæði og kost. Ennfremur er hér lítil síldar- verksmiðja og 3 söltunarstöðv- ar. Skipin fá því sæmilegustu afgreiðslu í mörgum þeim greinum, sem síldarskipum er mest nauðsyn. Sláttur er hafinn á einum bæ aðeins. Vatnavextir eru gífur- legir. •iiimiii4)iiiiiiMiiiiiiiitiiiiiiiiiiitiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiii» } Uppboð á skinmim j Seint í marz sl. var uppboð á minkaskinnum í Osló. Var að- sókn mikil og salan mjög ör. — 40.000 Pastell-skinn seldust óð- ara. Læðuskinn að meðaltali fyrir 94 kr. (norskar), og högna skinn 178 kr. Hæsta verð var 280 kr. 6000 safírminkaskinn seldust á ákvæðisverði. 10.000 hvít minkaskinn voru einnig seld, læðuskinnin fyrir 105 og högnaskinnin 199 kr. Hæsta verð 300 kr. Flest þessara skinna seldust á einum degi. □ Rún 59606247 — Frl.: Rós.: Kirkjan. Vegna prestastefn- unnar í Reykjavík verður ekki messað n.k. sunnudag. En næst verður messað í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 3. júlí og predikar séra Birgir Snæ- björnsson. Frá Ferðafélagi Akureyrar. Farið verður í Þeistareyki n.k. laugardag. Væntanlegir þátttak- endur snúi sér til Álfheiðar Jónsdóttir, Skóverzlun Lyng- dals, sími 2399, fyrir fimmtu- dagskvöld. Árbók F. í. 1960 verður afgreidd í skrifstofu fé- lagsins, Hafnarstræti 100, þessa viku kl. 20.30—21.30. Sjálfsbjörg á Akureyri heldur almennan fund miðvikudaginn 22. júní n.k. að félagsheimilinu Bjargi kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Sagt frá sambandsþingi. — Skemmtiferð. — Fleiri mál. — Stjórnin. Akureyringar og nærsveita- menn/ Sumarmót hvítasunnu- manna verður haldið í Akur- eyrarkirkju dagana 26. júní til 3. júlí. Biblíulestrar hvern dag kl. 4 e. h. og almennar samkom- ur hvert kvöld vikunnar kl. 8.30. Margir ræðumenn, kór- söngur, hljóðfæraleikur o. fl. — Ath.: Mótið verður sett sunnu- daginn 26. júní kl. 4 e. h. í Ak- ureyrarkirkju. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnumenn. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi dag- inn fyrir útkoxnudag. Hjónaefni. — Opinberað hafa heitbindingu sina ungfrú Guð- björg Sigurðardóttir, Patreks- firði, og Kristinn G. Jóhanns- son, listmálari, Akureyri. — Ennfremur ungfrú Guðlaug Jó- hannsdóttir og Sigþór Ingólfs- son, bæði á Akureyri. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Edda Þor- steinsdóttir, Ránargötu 1, Akur- eyri, og Steinn Þór Karlsson, Litla-Garði. Hjúskapur. — Þann 17. júní voru gefin saman í hjónaband brúðsjónin ungfrú Svava Dagný Svavarsdóttir og Garðar Pétur Ingjaldsson plötusmiður. Heim- ili þeirra er að Noi'ðurgötu 31, Akureyri. — Sama dag ungfrú Jóhanna Haildóra Steindórs- dóttir og ívar Baldvinsson rennismiður. Heimili þeirra er að Brekku 4, Akureyri. Fimmtugur verður á morg- un, 23. þ. m., Karl Magnússon járnsmíðameistari, Skipagötu 5, Akureyri. Jóhann Jónsson skósmíða- meistari á Akureyri verður 75 ára á föstudaginn, 24. þ. m. Slysavarnakonur, Akureyri! Lagt verður af stað í Siglu- fjarðarferðina kl. 1.30 á laugar- daginn þ. 25. þ. m. Sækið far- miðana sem fyrst í Kaupfélag Verkamanna — Kjörbúð. — Nefndin. :Syndið 200 metrana. Sund- laugin opin frá kl. 8 f. h. til kl. 10 e. h. Nonnahúsið er opið á sunnud. frá kl. 2.30 til 4 e. h. Öxndæiir héldu Bei nharSi Stefánss. og homi hans myndarlegt samsæti Laugardagskvöldið 11. júní sl. hélau Framsóknarfélögin í Skriðuhreppi, Öxnadalshreppi og á Þelamörk Bernharði Stef- ánssyni, fyrrverandi alþingis- manni og bankastjóra, samsæti í þinghúsi Skriðuhrepps. Sam- sætið var haldið í þakklætis- og virðingarskyni við Bernharð og Hrefnu Guðmundsdóttur hús- freyju hans, en hann hefur nú horfið að mestu leyti frá langri og farsælli þátttöku í opinber- um störfum. Samkvæmisgestir voru um níutíu að tölu, gamlir menn og ungir, karlar og kon- ur, þar á meðal nokkrir póli- tískir andstæðingar Bernharðs. Formenn Framsóknarfélag- anna önnuðust undirbúning samsætisins, en Einar Sigfús- son, bóndi í Staðartungu, for- maður Ffamsóknarfélags Skriðuhrepps, var veizlustjóri. Hélt hann og aðalræðuna fyrir minni heiðursgestsins, en Anna Sigurjónsdóttir, húsfreyja á Þverá, minntist Hrefnu Guð- mundsdóttur, konu Bernharðs. Auk þess fluttu ýmsir sam- kvæmisgestanna ávörp, þar á meðal var Ingólfur Guðmunds- son, bóndi í Foi-nhaga, sem vei'- ið hefur frambjóðandi Alþýðu- bandalagsins við nokkrar und- anfarnar alþingiskosningar. — Lauk hann sérstöku lofsorði á Bernharð fyrir drengilega fram komu í stjórnmálabaráttunni og heiðarlegan málflutning' fyrr og síðar. Nokkurra sárinda gætti hjá sumum ræðumanna yfir því að Bernharði hefði verið vikið til hliðar af stjórnmálasviðinu að ástæðulausu, en hann hefur enn krafta og heilsu til þess að vera þar hlutgengur eigi síð- ur en aðrir. Þórir Valgeirsson bóndi í Auðbrekku flutti kvæði. Milli ræðuhaldanna sungu sam- kvæmisgestirnir gamla, is- lenzka söngva undir stjórn Baldurs Guðmundssonar á Þúfnavöllum, tóku þá flestir undir, þeir er rödd höfðu. — Bernharð þakkaði með fynd- inni, bráðskemmtilegri ræðu, sem vakti góðan fögnuð meðal gestanna. Samkvæmissalurinn var blóm- um skrýddur á snyrtilegan og smekkvísan hátt. Hafði Anna Einarsdóttir, húsfreyja á Auð- brekku, haft veg og vanda þar af. Setið var undir borðum nærri fjórar klukkustundir við rausnarlegar veitingar. Vín var veitt eins og hver vildi hafa, og glösin fyllt jafnóðum og lækk- aði í þeim. Ölvun sá ekki á nokkrum manni, hvorki karli né konu, svo að of væri. Að lok- um var dansað um hríð. Sam- kvæmið fór fram hið bezta á allan hátt. Var það þeim, sem sáu um stjórn þess og skipulag, til sóma, og almenningi til óblandinnar ánægju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.