Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 4
4
Tln' .............. .........>
Bagub
FLÓTTAMENN
FYRIR nokkrum dögum kom hingað
til lands austur-ííýzkur flóttamaður
og bað um landvistarleyfi. Þetta þótti
mikil frétt og hefur hvert mannsharn
á landinu þegar séð eina eða fleiri
myndir af flóttamanninum.
Eki þessi atburður rifjar upp flótta-
mannavandamálið í hcild, sem s.’ðasta
styrjöld, og fleira orsakaði.
Árið 1S55 var tala flóttamanna í
Evrópu, sem ekki höfðu enn fengið
varanlegt hæli, 252.000 manns. En í
lok þessa árs, sem nú er að Iíða, verð-
ur þessi taía komin niður í 75.000. En
þess ber áð geta, að á sama tíma hafa
238.000 nýir flóttamenn bætzt við.
Samkvæmt áliti dr. Auguste Lindt,
en hann er yfirmaður flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna, er
vandamál ungverzka flóttafólksins
leyst. Hann hefur fært öllum þeim
þjóðum, sem veitt hafa aðstoð, bæði
fjáihagslega og menningarlcga, þakk-
ir fyrir.
Dr. Lindt sagði, að það væri beinn
árangur af „flóttamannaárinu“ hversu
vel hefði tekizt til í Evrópu á þessu
sviði. Safnazt hefði það mikið fé, að
nú væri hægt að vænta þess, að hægt
yrði að tæma flóttamannabúðirnar í
Austurríki og ítalíu 1961 og búðirnar
í Vestur-Þýzkalandi nokkrum mánuð-
um síðar.
AIIs hefðu safnazt 83 millj. dollara
og af því væru 57 millj. frjáls fram-
lög. Samtals 97 þjóðir hafa tekið þátt
í fjársöfnun „flóttamannaársins“ og
enn eru öll kurl ckki komin til grafar.
Norðurlöndin eru í fyrst'a, f jórða og
fimmta sæti í framlögum til lausnar
f'óttamannavandamálinu, þegar mið-
að er við fólksfjölda. Fremstur er
Noregur með 76,4 cent að meðaltali
á hvern íbúa. Nýja Sjáland er annað
í röðinni með 52,5 cent. Þá kemur
Stóra-Breíland með 41,7 cent, Svíþjóð
með 31,1 cent og Danmörk 26 cent á
íbúa. Bretar lögðu fram raunvcrulega
síærstu upphæðina, eða 21.660.150
dollara og Bandaríkin 18.125.996 doll-
ara.
Norðurlöndin hafa einnig tekið for-
ystuna um að veita sjúkum og fötluð-
um flóttamönnum þak yfir höfuðið.
Dr. Lindt sagði, að Evrópuríki hefðu
orðið fyrst til að taka við flóttafólki,
sem frekar væri byrði að en gagn. En
andi „flóttamannaársins“ hefur þegar
haft mikil áhrif annars staðar í heim-
inum, því núna, í fyrsta sinn, hafa
ríki utan Evrópu tekið við sjúku
flóttafólki, sem ekki á batavon.
Áður nefndur flóttamaður, sem
nú hefur hlotið landvistarleyfi á fs-
landi fyrst um sinn, á aðeins lítið
skylt við þau hundruð þúsunda flótta-
fólks, sem stríðið rak út á gaddinn.
Það fólk, flest, á ólýsanlegar hörm-
ungar að baki og erfiða framtíð í
framandi löndum. En gegnum myrk-
ur og tortímingu lýsir þó alþjóðlegt
bræðraþel, sem Sameinuðu þjóðirnar
hafa samhæft til hjálpar og lýst er
með nokkrum tölum hér að framan.
Þegar í huga er haft hve mörg ár eru
liðin frá lokum síðustu heimsstyrjald-
ar, og að enn hrekjast 75 þúsundir
manna, kvenna og barna eins og
nokkurs konar óskilafé á alþjóða vctt
vangði, verða hörmungar þessa þáttar
nokkuð Ijósar.
Sagan okkar
Ilöfundar: Vilbergur Júlíusson,
Olafur Þ. Kristjánsson skóla-
stjórar og Bjarni Jónsson, list-
málari. Útgefandi: Ríkisútgáfa
námsbóka.
Ríkisútgáfa námsbóka hefur
nýlega gefið út sérstæða bók
til notkunar við sögukennslu í
barnaskólum. Þetta eru „Mynd-
ir og frásagrijr úr íslandssögu“
eins og stendur á forsíðu bókar
innar, sem ber nafnið Sagan
okkar. Þetta er 80 bls. bók í all-
stóru broti, samin af þeim skóla
stjórunum Vilbergi Júlíussyni
og Olafi Þ. Ki^tjánssyni. Bók-
in er litprentuð, skreytt fjölcla
mynda og teikninga eftir ung-
an listamann, Bjarna Jónsson í
Hafnarfirði, og öll hin vandað-
asta. Fylla myridirnar bókina
meira en að hálfu leyti, en les-
kaflarnir eru í formi sjálfstæðra
teksta fyrir hverja blaðsíðu og
til skýringar á myndunum.
Ekki er hér um samfellt efni úr
þjóðarsögunni að ræða, heldur
stiklað á stórum viðburðum,
merkum mönnum og ýmsum
sérkennum þjóðlífsins fyrr og
nú. Eiginleg námsbók er þetta
ekki og liggur ekki fyrir hvern-
ig ætlazt er til að bókin verði
notuð, enda mun hér vera um
tilraun að ræða, og fer þá um
framhaldið eftir þeim viðtökum
sem bókin fær hjá almenningi.
Það, sem mesta athygli mun
vekja, er sá túlkunarháttur, að
láta niyndimar tala fyrst og
fremst, vekja athyglina þannig,
en hafa svo lesmálið til uppfyll-
ingar og nánari útskýringar á
efninu. Þegar svo háttar fram-
setningu bókarinnar veltur að
sjálfsögðu mikið á listamannin-
um, sem gerir myndirnar úr
garði. Fæ ég ekki betur séð, en
að þar hafi margt vel tekizt.
Um val efnisins í svona bók
kann að sýnast eitthvað sitt
hverjum, en mér virðist höfund
arnir hafa haldið sig skilvíslega
að höfuðdráttum. Einkum tel
ég til kosta, hve glögglega inn-
sýn bókin veitir í lifnaðarháttu
fólksins í landinu, samskipti
þess við dýrin og þróun ýmissa
framfara. Hinir afmörkuðu og
gagnorðu textakaflar gefa til-
efni til umræðna og nánari eft-
irsóknar fróðleiks úr stærri rit-
um, en sumar myndirnar
bregða lífrænum blæ á atburði
sögunnar miklu betur en orð
fá gert. Hér er auðsýnilega gerð
tilraun til að festa í minni ýmis
atriði sögulegs fróðleiks með
gagnstæðum hætti við það
kennsluform, sem lengst hefur
tíðkazt hér á landi, ítroðnings-
aðferðina. Eru höfundar bókar-
innar þar í góðu samræmi við
kröfur tímans og þá staðreynd,
að „sjón er sögu ríkari“.
Foreldrar! Gefið börnum ykk
ar þessa fallegu og ódýru bók
í jólagjöf. Með því veitið þið
þeim hagnýtan stuðning við
námið í átthagafræði og sögu,
gefið þeim fallega og fjölbreytta
myndabók, sem er alger nýjung
og mörgum sinnum meira virði
en þær fáu krónur, sem bókin
kostar.
Jóhannes Oli Sæmundsson.
Halldóra Bjarnadóttir
ÆVISAGA
Vilhj. S. Vilhjálmsson, skrásetti
Útgefandi: Setbcrg h.f.
HALLDÓRA BJARNADÓTT-
IR er þjóðkunnur norðlenzkur
kvenskörungur, fædd á Ási í
Vatnsdal, en dvelur nú á
- Blönduósi, 87 ára að aldri.
Hún dvaldist í Noregi nokkur
ár og bjó sig undir kennslu-
störf. Á Akureyri var hún frá
1908—1922 og lengst af skóla-
stjóri barnaskólans og segir hún
frá fjölskrúðugu bæjarlífi og
kynnum sínum við þjóðkunna
menn í bænum, svo sem Matt-
hías, Guðlaug sýslumann, Geir
Sæmundsson prest, Guðmund
Hannesson, Einar Hjörleifsson,
Ingimar Eydal, Jónas Þorbergs-
son, Odd Björnsson, Pál Árdal
o fl.
Frá barnaskólanum hvarf
Halldóra m. a. af þeim sökum,
að hún fékk ekki að koma á ný-
breytni í skólastarfi, sem síðar
var þó upp tekin. Halldóra hef-
ur verið ritstjóri Hlínar um 40
(Framh. á 7. síðu).
ELDRI DANSA
KLÚBBURINN
heldur dansleik í A1 Jiý
húsinu miðvikudagsl
28. des. kl. 9 e. h.
Stjórnin.
LAUGARBORG
Dansleikur annan jóla
kl. 9.30 e. li.
Asarnir leika.
Kvenfélagið Iðunn <
U. M. E. Eramtíð.
GLERAUGU
töpuðust á laugarda
Vinsamlegast skilist
afgr. Dags.
KVEN-
ARMBANDSÚR
(Aster)
tapaðist á mánudagi
(sennilega í miðbænu
Vinsamlegast skilist
afgr Dags.
EENINGAR FUNDÍ
Magnús Stefánssor
Sjöfn.
Oskura viðskiptavinum vorum
og öðrum landsmönnum
gleðilegra jóla, árs og friðar.
* * * * i
■#•••♦»•••♦••••••••*••••♦•<
♦♦*♦»♦♦♦•♦♦♦»♦♦•♦♦•«•♦••••
i •••••• • ••• t •••«••«• • •»«•«
♦•♦♦♦♦••♦♦♦♦♦♦**••♦•♦♦♦•♦♦•♦•••♦♦
«•••••••••♦••♦••♦•••••••*♦**•••••<
♦♦♦♦••••♦••*•••••♦••♦••♦••♦♦«•*♦•
<♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•*•«•♦♦♦♦*♦♦•••**<
♦♦*♦♦♦»•♦♦♦♦♦♦♦♦«•♦♦♦•♦•♦♦♦»♦♦•*•
••♦•♦•♦••♦♦•♦♦♦*«••♦♦•♦•*♦♦♦*♦♦♦♦<
♦♦♦♦♦••♦»•♦♦•♦♦♦♦*♦♦♦♦♦«♦•♦♦♦*•♦•
•♦••♦♦••♦♦♦♦♦♦••♦•♦••♦«•♦»*•♦•♦••<
♦♦♦♦♦•»♦•♦♦♦•♦♦♦♦•♦♦*♦♦•*«♦♦**♦♦*
»•♦•••••♦♦••♦♦♦*«•■•♦♦•♦•••••••*••<
♦*•*•♦♦•♦♦♦••♦♦♦•♦♦•♦••»•♦*«♦♦«♦•
•«♦♦♦•♦•♦♦•♦♦♦♦♦**•♦*♦•«♦»♦♦♦**»♦<
♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦*•♦•♦♦♦♦
»•♦••♦•♦••♦♦♦♦♦♦«♦♦•♦»♦***•♦♦•**♦<
*••♦•♦•♦♦♦♦*♦*♦•♦♦♦»••«♦•*♦♦♦*••♦
»•♦♦♦♦♦♦»«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«<♦»«•♦♦♦♦♦♦♦<
♦♦♦•*♦♦♦•*•♦♦♦♦«♦•**♦«♦*»♦♦•♦♦♦•*
•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦**»i .......
• •(♦♦I*t»HitH(U«llt**M*Mtm ♦.♦♦.♦.♦ ♦.♦.♦.♦.♦.♦.,
»*♦♦•♦»♦♦♦••♦•♦«•♦♦♦«♦♦»»♦«•♦♦♦•♦♦♦♦ ♦.♦.♦ «.♦.♦.♦.*.♦
♦ ♦♦••♦•♦«•♦»♦♦♦•*««••♦♦♦•♦•♦»♦•♦•*♦ *.♦.♦ -****•'
»♦«»♦♦♦*♦♦••*♦♦♦♦<♦♦♦♦♦♦♦*♦«•♦♦*♦♦» ♦.♦ * <
•♦♦♦♦•♦•♦•♦•♦•♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦**«««*«,
♦ ♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦t -
• ♦♦♦♦♦»•*♦♦♦•♦*♦♦«♦♦»♦•♦♦»«»»♦*♦♦♦♦♦.♦*»♦ *.♦•.•*♦♦♦•
MMtMtMtttMlMtMMMMtMMMMt* •*.♦.♦.♦ ♦ ♦ *.* .♦.♦.».♦.•. ♦.*.*.
• ♦♦♦♦«♦♦♦♦♦»♦♦»♦*♦«♦•♦♦♦♦♦*♦**«♦♦♦♦* • - • • • .......
M M »♦ * M M t I M • II M M M I M M t M M M t tl • 9 ♦ * • ♦ ♦•♦♦••♦*♦•••♦*
tMM*MMMM*MMtMM»ft"MM<*»MMMM *.».♦.*• .♦.*.♦.• •.♦.♦.*é*4<
♦ ♦♦♦♦••♦•♦•♦♦♦♦♦♦•♦♦(•♦♦♦•♦♦♦♦•♦♦•♦''♦♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦»***9** *.*.*.*.<
***********************************************************
♦♦♦♦♦♦••♦ • ♦ ♦•♦»♦♦•♦♦♦♦*» » f » ««♦♦♦♦♦»<♦♦ » »♦*•♦•♦.»♦ * *.» ♦*1*
« ♦ •••♦♦•♦♦♦»•*♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦**♦♦••*•♦«»»*♦»*•♦»•♦ **.***.♦ *.♦.*.♦.•.*.*.
♦ ♦ ♦ ♦♦♦•♦♦♦•♦«»♦••♦♦•♦♦♦«*♦♦«♦♦♦♦«♦»••♦*»•••••••♦♦•♦* *.**.*.*.*
»♦•*♦*♦«♦♦♦*••♦*♦*♦«•♦♦»*♦*♦.........
♦ ••♦•••♦•♦•(•••••••♦••••♦♦••I
••♦•♦•♦♦*•♦♦♦»♦••»♦*♦•♦♦«••••
• ♦♦♦•••«♦•••«•♦*♦♦♦••••»•♦♦•*
. ♦ • ♦ ♦;♦_♦ ♦ *.♦.♦.♦.*.♦/. . . . . . .............
11 '*•’••••
i ♦ « • • ♦
»'♦'»♦'♦ «•»*♦•♦♦•♦»»♦••*•♦•«•♦»••♦♦♦* ♦ * *
litMMMiMMtlMIMtMMtMMIMIM
♦ ♦♦»♦♦•*•♦♦♦♦•♦♦»*••••••♦•♦••••*•**•♦
l•••••••••••••••4•• »♦«♦•♦••♦•♦*♦♦•♦ ♦.♦.*.
t M • M M i t M »♦ • t • M M ♦ M t M M t M M t M • * • *.5 **.*.* **.*.*.*.*.*.*.*
. . ♦ • ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦•♦♦♦»**<»9«»»<*«í<J»«**f •*♦.♦.*.♦.*.♦.*
M M ♦ M « * ♦ 't M I t i ♦ M M M M M M M ♦ M M M • t * * ♦.♦.•.«.♦.*.•.*.*.*.*.♦.•.*
• ••♦<•«•••**••••*•*****♦••♦•«•***
. » » »»••••••♦•••««•••••••••••••*••
• ♦•♦«••♦»**»**••*************••«
• •♦»♦♦•♦♦♦♦*•»♦♦♦♦♦••♦♦**♦••♦♦•♦••
*♦♦♦»♦»•♦♦•♦•«•••••<«♦♦*•♦♦♦••♦•♦♦•
......... .........................••••♦•»•♦•••••»»♦•»«••••••••••••••
■•»♦« (♦♦••••••••••••••••♦•••♦••••••♦•••••♦•••••••••**»* ♦.*.♦.•.•.♦.♦ *.».«.'**'
,VmV«» * * • ******** ♦*♦ ♦•♦♦«»♦*«»♦*♦♦*♦•♦*•••*♦•♦*• ♦.•♦•• • • .♦ • • *f^
*********************************** **♦♦♦♦♦ * ••••••••.♦••
ÆAittáé&étáéétté****** tttt«tttttttttttttttttf4tMtM«MtiMMM............
VASV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.WAV/.V**#*^—
v»V«V*V«V.\v*ViVmV*V*Vmmmmm*V«V*NiV*V*!.!«!*!*!*!*!m!,!*!.!‘!*!,!‘!*!»!,!,.,.‘.*.*.*.*.*.*.*ú*^^