Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 21.12.1960, Blaðsíða 8
8 Kári Jónsson í hlutverki Galilra-Loíts. (Ljósm. S. B. Pedersen.) Geldra-Loftur sýndur á Saudárkr. Sauðárkróki 15. desember 1980. Leikfélag Sauðárkróks frum- sýndi sjónleikinn Galdra-Loft, eftir Jóhann Sigurjónsson, í Bif í'öst á þriðjudagskvöldið. Leik- stjóri er Eyþór Stefánsson, en aðalhlutverk eru þannig skip- uð: Biskupinn á Hólum: Sigurð- ur Kári Jóhannesson, biskups- frúin á Hólum: Jóhanna Blön- dal, ráðsmaðurinn á Hólum: Guðjón Sigurðsson, Loftur, son- ur ráðsmannsins: Kári Jónsson, Ólafur, hægri hönd ráðsmanns- ins: Kristján SkarphéÖinsson, Steinunn, frændkona Ólafs: Hclga Hannesdóttir, blindur ölmusumaður: Eyþór Stefáns- son, dótturdóttir hans: Anna Kristín Gunnarsdóttir, vinnu- kona: Margrét Guðmundsdótt- ir, Gottskálk biskup grimmi: Eyþór Síefánsson. Sýningin hóíst með því, að Eyþór Stefánsson lék frumsam- inn forleik að Galdra-Lofti, sem hann hafði samið í tilefni þess- arar sýningar. Er þetta allmikið verk, sem virðist falla vel að efni leiksins. Því næst flutti Björn Daníels- son, skólastjóri, snjalit erindi um skáldið Jóhann Sigurjóns- son, skáldverk hans og lífsvið- horf. Að erindinu loknu hófst svo sýning þessa meistaraverks, sem er þó e. t. v. ekki sniðið •svo fyrir leiksvið, að það njóti sín þar fullkomlega. Var það mál frumsýningar- gesta, að sýning þessi hefði tek- izt með ágætum og verið leik- félaginu, leikstjóra og leikend- um til sóma. Yfir leiksýning- unni í heild og leiksviði hvíldi blær þeirrar vandvirkni, sem einkennir að jafnaði leikstjórn •IIIIIIMIIIIII111111111111111111III lllllllllllllwMIIIII IIIIIIHI* JDaguk ! Síðasta tölublað Dags á þessu ári kemiir út föstudaginn 23. desember. Eyþórs Stefánssonar. Það fer vart hjá því að í bæ, sem ekki er fjölmennari en Sauðárkrók- ur- verði að skipa í hlutverk lítt vönum leikendum, en segja má að öll aðalhlutverkin hafi verið vel af hendi leyst og sum ágætlega. Meðferð Kára Jónssonar á titiihutverkinu vakti þó mesta athygli. Gerði hann þessu vanda verki hin ágætustu skil. Þeim, er fylgzt hafa með leik- starfsemi hér í bæ undanfarin ár kemur það raunar ekki á ó- vart. Hann hefur í hverju hlut- verkinu af öðru sýnt ótvíræða leiichæfileika og mikla getu á þessu sviði og gæti vafalaust sómt sér vel á stærra leiksviði, ef honum veittust ástæðuf til þess. Það ber að þakka leikfélag- inu þá djörfung, að ráðast í flutning þessa vandasama verks Næsta sýning á Galdra-Lofti verður væntanlega á annan dag jóla. Stjórn Leikfélags Sauðár- króks skipa þeir ICári Jónsson, form., Kristján Skarphéðinsson, gjaldkeri og Jónas Þór Péturs- son, ritari, en framkvæmdastj. er Eyþór Stefánsson. Guðjón Ingim. ÞEGAR séra Hákon Loftsson, kaþólskur prestur á Akureyri, bað fyrir messu-tilkynningu til birtingar, bað blaðið hann um upplýsingar um, hvernig ka- þólsk jólamessa færi fram. En um þær munu flestir lítið fróð- ir hér um slóðir, en hafa þó e. t. v. heyrt að kaþólskir hafi messu á miðnætti, eins og hér var í fornum sið. Séra Hákon svaranði á þessa leið: í kaþólskum löndum og yfir- leitt þar, sem kaþólska kirkjan EINSDÆMI HINN 13. des. var unnið að því að steypa fjós í Leyningi í Eyja- firði. Er það talið einsdæmi. Ekki var heitt vatn notað né yfirbreiðsla og ekki var mölin frosin. Tveir menn hafa gengið til rjúpna nokkrum sinnum í Saur- bæjarhreppi, en svo er lítið um rjúpu, að dagsveiðin hefur ekki komist hærra en í 6 rjúpur á mann. □ „LITLU JÓLIN“ Á ,LITLU JÓLUNUM1 í Barna- skóla Akureyrar s. 1. laugardag var kveikt á stóru jólatré á leikvelli skólans, sem skipstjóri og skipverjar á Hvassafelli gáfu skólanum. Þetta er í þriðja skipti, sem Hvassafell, vinaskip skólans, gefur honum jólatré, og er þetta það stærsta, sem hann hefur fengið. Einnig bár- ust skólanum, frá sama aðila, 7 kassar af eplum, sem útbýtt var á ,Litlu jólunum1. Hinsveg- ar sendu svo skólabörn, og hafa gert undanfarin ár, skipverjum nokkrar bækur í bókasafn þeirra. □ GÓÐ JÓLAMYND í BOEGARBÍÓI BORGARBÍÓ á Akureyri sýnir Flugið yfir Atlantshafið um jólin. Það er mynd um hið fræga Lindbergs-flug. En það var árið 1927, sem Ameríkumað urinn Charles A. Lindberg vann þessa hetjudáð, sem fram að þeim tíma var ekki talin á neins manns færi. Umsagnir kvikmyndagagn- rýnenda eru mjög á eina lund hvað mynd þessa snertir. Hún er spennandi og frððleg og fjall ar um sannsögulegt og minnis- stætt efni. Óhætt mun að mæla með myndinni og hvetja fólk til að sjá hana.. Lil Abner, heitir önnur jóla- mynd Borgarbíós, og er ætluð fyrir þá yngri, létt mynd og skemmtileg. □ hefur trúboðsstarfsemi, eru jóla messur sungnar (eða lesnar) á miðnætti. í jólamessunni, sem hér verð- ur lesin, er textinn úr hinni fyrstu jólamessu, en sá siður er, að presturinn lesi stundum þrjár messur á jólánótt. Hér er það þó ekki nú. Messu formið er óhætt að segja að sé hið sama og það var þann tíma, sem ísland var kaþólskt land, eða allt til 1550. Á þetta bæði við messutexta og helgisiði. Séra Hákon bætti við, að öllum væri heimilt að hlýða messu. □ í kaþólskum sið Slys varð á Ákureyrartogara ÞAÐ SLYS varð á laugardag- inn á Akureyrartogaranum Kaldbak, sem var að veiðum á Halamiðum, að krókur slóst í höfuð eins hásetans, Hreins Björnssonar, Brekku í Glerár- hverfi. Var það mikið högg og höfuðkúpubrotnaði Hreinn og TUNNUVERKSMIÐJAN TUNNUVERKSMIÐ JAN á Ak- ureyri mun taka til starfa eftir áramótin. Ncrskt efni kemur með Brúarfossi innan fárra daga, og mun það nægja í 35 kjálkabrotnaði á tveim stöðum. Togarinn hélt þegar til ísafjarð ar og liggur sjúklingurinn þar í sjúkrahúsi. í gærmorgun var líðan Hreins eftir atvikum góð og hafði hann bæði ráð og rænu. □ Á AK. STARFRÆKT þúsund tunnur. En því magni hefur verið tryggt húsnæði. Tunnurnar eiga ekki að geym- ast lengur undir berum himni. □ I Á mánudaginn var sérstæð athöfn í Akureyrarkirkju. Þar = | var sóknarnefnd saman komin, svo og sóknarprestarnir. Þar I I var einnig kominn Jóhannes Ólafsson, rafvirkjam. Hann af- 1 I henti kirkjunni liið fagra skip sitt, sem áður getur um hér i i í blaðinu, að gjöf. — Þessum nýja kirkjugrip var valinn \ i staður um miðja kirkju til vinstri og hvílir þar í fesíum. i = Vel fer á því, að skipsiíkan prýði Idrkjur. Skip, sem slík, I i eru tákn kirkjunnar og myndir þær, sem gerðar hafa verið i l af Ansgar, sem kallaður er postuli Norðurlanda, eru ávallt i i tengdar skipi. Sóknarnefndin hefur ákveðið að senda Jóhann \ | esi Óiafssyni áritað lieiðursskjal. Eins og áður er sagt, er i \ skipið til minningar um séra Friðrik J. Rafnar, vígslubisk- \ \ up, og Ásdísi konu hans, sem voru fósturforeldrar gefanda. i i — Myndina tók Eðvarð Sigurgeirsson og er séra Pétur Sig- = i urgeirsson til vinstri, þá Jóhannes Ólafsson, rafvirkjameist- i i ari, og séra Birgir Snæbjörnsson, en líkanið við fætur þeirra. i BLAÐINU hafa borizt bækurn- ar Oldin átjánda og íslenzkt mannhf, báðar cftir Jón Ileiga- son. Það eru góðar bækur. Oldin átjánda er eins konar framhald af hinum vinsælu og fróðlegu bókum Gils Guðm.son- ar, Öldin okkar og Oldin sem leið. Þessi nýja bók nær yfir tímabilið 1701—1760 og fjallar um minnisverð og merk tíðindi frá þeim tíma. Manni þykja næsta lygilegir atburðir í bók þessarri, svo sem galdraofsókn- ir og líflátsdómar, auk allra hörmunga af völdum náttúru- hamfara, drepsótta og kúgunar. Og þó er þessi tími ekki löngu liðirm. Síðan ráðgerir höfundur að gefa út minnisverð tíðindi yfir tímabilið 1760—1800. Er þá komin heildarsaga hálfrar þriðju aldar, eftir því, sem þess- ar heimildir ná. íslenzkt mannlíf, sem hér um getur, er þriðja bindi í sam- nefndu heildarsafni. Segir þar frá liðnum athurðum á listræn- an hátt og byggir höfundur frá- sagnir á sögulegum heimildum úr skjölum embættismanna og öðrum skráðum gögnum. Enginn nema mikið skáld get- ur glætt frásögn sína slíku lífi og þrótti, sem bók þessi ber með sér. □ j Bifreiðastöðvar | BLAÐIÐ hefur verið beðið að koma þeirri ósk á framfæri við fólksbifreiðastöðvar bæjarins, að þeim verði ekki lokað snemma á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld, svo sem verið hefur. Þykir það skortur á góðri þjónustu og kemur sér oft illa. Hvorki þyrfti að hafa háðar stöðvarnar opnar eða fulla tölu bifreiða. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.