Dagur - 15.07.1961, Síða 8

Dagur - 15.07.1961, Síða 8
8 Kom heim eflir fimmfiu ár STÓR KÖST hef ég komið í framkvæmd. Það er langt síðan ég ákvað að heim sækja gamlar slóðir. Nú hef ég gert það, og þetta er síðasta á- kvörðun mín, sem einhvers var verð, enda er lífsverki mínu að verða lokið. Heimkoman er ánægjuleg. Framfarirnar eru miklar, en þær koma mér ekkert á óvart og ekki heldur það, hve fólki líður hér vel. Þetta vissi ég allt Aflaskipið Víðir II. GK 275 undir löndunarkrana síldarverksmiðjunnar á Hjalteyri. (Ljósm.: E. D.) MIKIÐ SlLDARMAGN - Rætt við Eggert Gíslason skipstjóra á Víði II VÍÐIR II. er oftast nefndur í aflafréttum, þegar þær eru ein- hverjar, enda er hann aflahæst- ur á síldarvertíðinni fyrir Norð- urlandi, eins og nú er. Hann hef ur aflað 11000 mál og tunnur síldar, þar af um 6000 tunnur í salt. Skipstjóri er hinn kunni aflamaður Eggert Gíslason. í fyrradag kom hann með full fermi til Eyjafjarðarhafna, á þriðja hundrað tunnur í salt og frystingu á Ólafsfirði og afgang inn í bræðslu til Hjalteyrar. Alls hafði hann um 1500 tunnur í þetta sinn. Blaðið náði tali af skipstjór- anum á Hjalteyri og spurði hann frétta. En hann er víst fundvísari á síld en fréttaefni í blöðin. Hvernig er síldveiðiútlitið? Það er mikil síld núna á stóru svæði, allt frá Digranesflaki og suður úr. Suður á Tangaflaki fengu nokkur skip ágæt köst. Síldin óð þar töluvert og við fengum þetta þar. Virðist þér meira síldarmagn en í fyrra? Um það veit maður lítið, seg- ir skipstjórinn, en leitartækin gerast stöðugt fullkomnari og næturnar stærri. Af hverju einkennast veið- arnar einkum nú? í sumar nást góð köst. Torf- urnar eru mjög stórar. Hvers vegna komstu alla leið hingað með síldina? Á Austurlandi er nú víðast a. m. k. sólarhrings löndunarbið og því engu spillt að fara hing- að. Kannski eyði eg nokkrum klukkustundum í að athuga mið svæðið á austurleið. Hver er hásetahluturinn orð- inn? Um það verður ekkert haft eftir mér, en það má kannski segja að hann sé sæmilegur. Umfram allt, ekkert auglýsinga skrum um mig, það vil eg ekki, og enga mynd, segir skipstjór- inn, þegar myndavélin er stillt, Aflakóngurinn Eggert Gíslason. nema að Bjarni Jóhannesson standi hérna við hliðina á mér. Eg er hræddur um að maður sé lítið að hugsa um að halda sér til þessa dagana. Fingrunum rennir hann samt í gegnum hár- (Framhald á bls. 6) FYRIR RÉTTUM 50 árum fór 18 ára stúlka frá Neðri-Rauða- læk á Þelamörk út í heiminn í hamingjuleit. Nafn hennar var Sigrún Sigvaldadóttir — nú Nordal. Hún fór slóð hinna mörgu íslendinga í vesturátt og dvaldi fyrsta árið hjá frænku sinni í Klettafjöllum í Kanada. Jón Sigurðsson, sunnlenzkur piltur, 17 ára gamall, hafði líka farið vestur. Nokkru síðar lágu leiðir þeirra saman og þau stofn uðu heimili og eignuðust 12 börn, sem öll eru á lífi, hafa góða atvinnu og hafa fest ráð sitt nema yngsti sonurinn. Þau bjuggu skammt frá Gimli. Þegar Sigrún missti mann sinn, giftist hún öðru sinni. Maður hennar er Friðrik Nor- dal frá Akureyri. Hann var ak- uryrkjumaður í Selkirk og þar er heimili þeirra. Hvernig vegnar fslendingum vestra? Þeim vegnar vel. Mjög marg- ir íslendingar eru í ábyrgðar- stöðum. Þeir eru flestir nám- fúsir, og það gildir þar að hafa kunnáttu á einhverju sviði til að komast vel áfram. Elzta kynslóðin, sem vestur flutti, átti erfitt, eins og allir landnemar, og samlagaðist naumast landi og þjóð, lærði ekki einu sinni málið nema af skornum skammti. Þessi kyn- slóð er horfin. Næsti ættliður kann bæði íslenzku og ensku. En sá þriðji er kanadiskur. Mín börn skilja tæplega íslenzku, segir frú Sigrún. Ennþá höldum við þjóðræknisþing og þjóð- ræknisfélög starfa, við fylgj- umst með flestu, sem heima gerist og við stofnuðum emb- ætti við háskólann í Winnipeg með miklum peningaframlög- um. Rentur af þeim peningum nægja til að launa kennara við skólann í íslenzkum fræðum framvegis. Hvernig finnst þér heitnkoman? Flestu, sem ég hef ætlað mér, Frá landsmótinu að Laugum Frú Sigrún Nordal frá Þelamörk áður. En það er þó gaman að sjá þetta allt með eigin augum. Breytingarnar eru miklar á ís- landi. Þær eru líka miklar vestra síðustu 40 árin. Þar geta allir komizt vel áfram, ef vilji er fyrir hendi. Það er ekki að sjá að 12 börn hafi orðið þér of erfitt hlut- skipti. Nei, nei, en nú er það að fara úr tízku að eiga mörg börn. Það breytist eins og svo margt ann- að, segir frú Sigrún Nordal og brosir, og sú breyting virðist einnig vera hér. Blaðið þakkar viðtalið og óskar hinni kjarklegu konu og örtvaxandi afkomendahópi hennar góðs gengis. . ............................................. HALÐSI | RÍKISSTJÓRNIN hugsar nú næsta leik sinn á taflborði 1 l stjórnmálanna. Sókn hennar rann út í sandinn eftir fáa í j misheppnaða leiki. Engar áætlanir stóðust, né loforð hennar j j um bættan hag, framþróun og heilbrigðara efnahagslíf. 1 í verkföllunum versnaði taflstaða stjórnarflokkanna enn 1 j að mun, einkum vegna þess, að bæði báru þeir ábyrgð á i i þeim, svo ekki verður um villzt og torvelduðu síðan lausn i | þeirra í margar vikur og bökuðu þjóðinni milljónatjón, sem j j þeir eru ekki megnugir að bæta fyrir. Þetta veit öll þjóðin i j og ber þyngri hug til núverandi ríkisstjórnar en svo, að = j hún geti við unað. j Nú er verið að hugsa út mótleikinn, því ósigurinn í vinnu- j i deilunum er stjórninni þungur áfellisdómur. Og ríkisstjórn- \ j in hugsar upphátt, svo hægt er að fylgjast með ráðagerðurp. j j Hún hefur fengið það á heilann, að það þurfi að hegna fólk- = j inu fyrir óþægðina, taka aftur af því kjarabæturnar með i i því t. d. að setja af stað nýja óðaverðbólgu með gengisfell- j j ingu íslenzku krónunnar. Þetta er þó mjög vanhugsað, og j j íhaldsættað. Með því eru lífskjörin enn rýrð hjá almenn- j i ingi, en verðbólgubx-.askarar og skuldakóngar græða. Menn bíða og sjá hverju fram vindur. Verði gengið fellt j i öðru sinni, hefur ríkisstjórnin tapað taflinu og þó brotið j j leikreglur áður en upp var staðið. □ NÆSTI LEIKUR Starfsíþróttirnar voru fyrst teknar upp sem keppnisgreinar á landsmótinu í Hvergerði 1952 HÉR FARA Á EFTIR úrslitin í starfsíþróttum á landsmóti U. M. F. í. að Laugum í Reykja- dal. Marselina Hermannsdóttir H. S. Þ. varð stigahæst. UMFÍ hefur haft á sínum veg um tvo kennara, Stefán Ólaf Jónsson og Vilborgu Björnsdótt ur, sem hafa ferðazt milli hér- aðssambandanna og kennt og þjálfað ungmennafélagana í hinum ýmsu starfsgreinum. Keppt var í eftirtöldum grein- um á Laugum: nautgripadóm- um, hestadómum, dráttarvéla- akstri, jurtagreiningu, gróður- setningu, trjáplöntun, mat- reiðslu, saumi og línstroki. Keppt var bæði í flokkum ung- linga og fullorðinna. Þeir sem keppa í þessu, verða að vera vel heima í greinunum, og má t. d. geta þess, að í jurta- greiningu, urðu unglingarnir að þekkja 24 tegundir jurta og full orðnir 40 tegundir. Stjórnendur keppninnar að Laugum voru Stefán Ólafur Jónsson og Steinunn Ingimund- ardóttir, ráðunautur, Akureyri. Urslit í einstökum greinum urðu þessi: NAUTGRIPADÓMAR; Unglingar: Stig 1. Ari Teitsson HSÞ 92.25 2. Davíð Herbertsson HSÞ 90.75 3. Árm. Gunnarss. UMSE 90.05 Fullorðnir: 1. Baldur Vagnsson HSÞ 93.00 2. Brynj. Guðm.sson HSK 92.75 3. Ævar Hjaltason UMSE 92.50 HESTADÓMAR; unglingar: 1. Ari Teitsson HSÞ 84.25 2. Aðalst. Steinþ.son HSK 80.25 3. Birgir Skúlason UMSE 79.50 Fullorðnir: 1. Jón G. Lúthersson HSÞ 90.00 2. Theodór Árnason HSÞ 84.25 3. Grímur Jónsson UNÞ 81.75 DRÁTTARVÉLAAKSTUR; Unglingar: 1. Birgir Jónsson HSÞ 130.5 2. Erlendur Jónsson HSK 127.0 3. Guðm. Steinþ.s. UMSE 115.0 FuIIorðnir: 1. Stefán Kristjánss. HSÞ 137.5 2. Steingr. Árnason UMSB 127.0 3. Kristján Jónsson HSÞ 125.0 JURTAGREINING; Unglingar: 1. Ari Teitsson HSÞ 24 rétt 2. Björn Teitsson HSÞ 23 rétt 3. Sigríður Sæland HSK 20 rétt Fullorðnir: 1. Guðm. Jónsson HSK 40 rétt 2. Hjörtur Eldjárn UMSE 39 rétt + 10 í aukakeppni. (Framhald á bls. 7)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.