Dagur - 20.09.1961, Side 4
4
................... ■■■■..—..""•%
Ðagur
„Friðarsprengjur"
TILRAUNIR með kjarnorkusprengjur
höfðu legið niðri um skeið. Stórveldin
í austri og vestri, sem hvort um sig hafa
á valdi sínu nægilegan eyðingarmátt í
kjarnorku- og vetnissprengjum til þess
að tortíma verulegum hluta mannkyns,
ræða um frið og afvopnun.
En um síðustu mánaðamót varð allur
hinn frjálsi heimur skelfingu lostinn er
Rússar tóku þá ákvörðun að hefja á ný
kjarnorkutilraunir. Krustjoff hafði þó
við mörg tækifæri lýst því yfir, að sá
væri böðull heimsfriðarins, sem á ný
hæfi tilraunir með mestu gjöreyðingar-
vopnum allra tíma. Rússar höfðu villt
öllum heimi sýn með friðartali sínu og
yfirlýsingum um að þeir myndu aldrei
verða fyrstir til að sprengja kjarnorku-
sprengjur í tilraunaskyni.
Hinn 28. ágúst 1959 gáfu Ráðstjórnar-
ríkin svohljóðandi yfirlýsingu: „Ríkis-
stjórn Ráðstjórnarríkjanna hefur ákveð-
ið að taka ekki aftur upp kjarnorkutil-
raunir, ef vesturveldin gera ekki heldur
slíkar tilraunir með kjarnorku- og vetn-
issprengjur. Aðeins af vesturveldin taka
kjarnorkutilraunir upp að nýju, skoða
Ráðstjórnarrikin sig laus frá skuldbind-
ingu, sem þau hafa tekið á sig.“
Nú í þessum mánuði hófu Rússar svo
kjarnorkutilraunir og sprengja hverja
sprengjuna af annarri, ganga þannig al-
gerlega bak orða sinna og ógna bæði
heimsfriði og heilsu manna, sem þola
aðeins takmarkaða geislavirkni loftsins.
Þessi fyrirlitning á eigin loforðum og
þessi kaldhæðni gegn friðarvilja allra
manna er alveg óskiljanleg. Venjulegir
íslenzkir konunúnistar urðu svo furðu
lostnir og sorgbitnir, að það var sem
skorin væri úr þeim tungan fyrst í stað.
Þeir höfðu ekki kjark til að bera sér
friðarhjal í munn eins og foringinn gerði
á meðan sprengjurnar sprungu.
í öllum lödum er framkoma Rússa
fordæmd, nema í leppríkjum þeirra.
Undantekning er þó til. Blaðið Þjóðvilj-
inn lýsir velþóknun sinni á atburðunum
og hefur þannig stimplað sig og íslenzka
kommúnista sem undirlægjur Rússa.
Lýðræðisinnað fólk, sem kosið hefur
Alþýðubandalagið í þeirri góðu trú, að
það væri að kjósa flokk, sem ekki Iyti
Rússum í einu og öllu, hefur orðið fyrir
herfilegum vonbrigðum. Ættu þau von-
brigði að vera hæfileg viðvörun. Eða
skyldi þetta sama fólk ekki vilja tileinka
sér hina afdráttarlausu stefnu hins fyrrv.
leiðtoga danskra kommúnista, sem nú
hefur opinberlega lýst megnustu óbeit
sinni á framferði Rússa?
Undanfarin misseri hafa menn vonað,
að friðvænlegar horfði í heiminum og að
ögn þokaðist til samkomulags um af-
vopnun. Rússar hafa gert þessar vonir
áð engu með því að ógna heiminum með
æðisgenginni meðferð á mestu dráps-
tækjum mannkynssögunnar. Þessar að-
farir ættu að þjappa frjálsum þjóðum
saman í varnarstöðu. Allir hljóta nú að
sjá, að einræðinu fylgir meiri voði fyrir
mannkyn allt en nokkru öðru stjómar-
fari, og að þar sem einræði er, er al-
menningur gjörsamlega vamarlaus.
Það er í senn sorglegt og viðbjóðslegt, að
til skuli vera nokkrir menn á íslandi,
sem æfinlega hrópa í fögnuði yfir hverri
ákvörðun hhis rússneska einræðis. Eða
getur nokkur tekið undir það, að verið
sé að sprengja „friðarsprengjur?“ □
V__________________________________>
. .....iiiii...........................................mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi n»
I Nokkur orð um sfórvirkjun og sfóriðju á Norðurlandi
Á ALÞINGI 1959—60 fluttum
við Karl Kristjánsson og Garðar
heitinn Halldórsson tillögu til
þingsályktunar um að láta gera
fullnaðaráætlun um virkjun
Jökulsár á Fjöllum og að láta
athuga möguleika á því að
koma upp útflutningsfram-
leiðslu í sambandi við væntan-
lega virkjun. Tillagan hlaut
ekki afgreiðslu á því þingi, en
vakti athygli, einkum á Norð-
urlandi, svo sem fundarsam-
þykktir báru vitni um. Á síð-
asta þingi tókum við svo málið
upp á ný og fengum til liðs við
okkur nokkra aðra norðan-
menn á þingi. Var tillaga í mál-
inu samþykkt, án mótatkvæða,
sem ályktun Alþingis.
Sambandsþing Framsóknar-
félaganna í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, sem háð var á
Laugum í Reykjadal 18. júní sl.,
tók þetta mál til sérstakrar at-
hugunar og gerði um það ýtar-
lega ályktun, sem birt var í
Degi 15. júlí sl. og nokkru síðar
í Tímanum. Ingvar Gíslason al-
þingismaður ritaði um málið í
Tímanum frá sjónarmiði Noi'ð-
lendinga um leið og ályktunin
frá Laugum var birt þar. Þetta
er hið helzta, sem fram hefur
komið um málið opinbei'Iega nú
nýlega, svo að ég hafi orðið var
við, nema ef telja skyldi al-
mennar hugleiðingar um notk-
un erlends fjármagns til at-
vinnurekstrar hér á landi, sem
birzt hafa öðru hverju í sumar,
oftast í Reykjavíkurblöðum.
Varðandi framkvæmd þings-
ályktunarinnar er mér það
kunnugt, að íslenzkir verkfræð
ingar hafa í sumar unnið að
fullnaðaráætluninni um virkjun
Jökulsár. Jafnframt mun vera
unnið að samanburðaráætlun
um virkjun í Þjórsá. Þótt ekki
liggi fyrir sérstök ályktun Al-
þingis um það efni, er ekki
nema gott um það að segja, að
unnið sé að áætlun um Þjórsár-
virkjun, ef það verk verður því
ekki til tafar, að fyrirmæli Al-
þingis um Jökulsár-áætlun
verði framkvæmd á hæfilegum
tíma.
Um það leyti sem þingsálykt-
unartillagan var flutt í fyrra
sinn, var okkui' flutningsmönn-
um hennar það kunnugt, að
virkjun Dettifoss var af ýmsum,
sem skyn bera á þessi mál, talin
fjárhagslega hagkvæmasta virkj
un fallvatna hér á landi. Sú
mun og vera raunin á, þótt
reynt kunni að verða að
hnekkja þeirri staðreynd. Það
er því þjóðhagslega rétt að
stefna að því, að hún verði
næsta stórvirkjun á íslandi, og
ef annað yrði upp á teningnum
— sem að svo stöddu er ekki
ástæða til að ætla — yrði erfitt
fyrir Norðlendinga að una slíkri
málsmeðferð.
Meðan ég dvaldi norðanlands
í sumar, heyrði ég sögu um það
að sunnan, að hér hefðu verið á
ferð fulltrúar erlendra fyrir-
tækja, sem séu óðfús til að
leggja fé í virkjun íslenzkra
fallvatna og byggingu stóriðju-
vers. Ekki veit ég, hvað rætt
kann að hafa verið við stjórnar-
völd um þá hluti. Almenningur
á Norðurlandi skyldi samt var-
ast að leggja trúnað á sögusagn-
ir um það, að útlendingar
standi í biðröð til að sækja um
leyfi íslendinga til að virkja
fyrir okkar fossana og hagnýta
orkuna. Hitt er svo annað mál,
að unnt kann að vera að fá
hingað erlent fjármagn í þessu
skyni, sé eftir því leitað.
Framsýnir menn á Norður-
landi gera sér það fyllilega
Ijóst, hvílíkt stórmál hér er um
að ræða, að það getur ráðið alda
hvörfum í sögu Norðurlands,
hvort næsta stórvirkjunin verð-
ur þar eða ekki. Að það, sem í
þessu máli gerist, eða gerist
ekki, sker að líkindum úr um
það, hvort Norðurlandi tekst að
halda eðlilegri fólksfjölgun
Gísli Guðmundsson alþm.
sinni næstu áratugi, eða fólks-
straumurinn heldur áfram eins
og verið hefur. Ef svo tækist til,
að til næstu stórvirkjunar yrði
stofnað fyrir sunnan, í nágrenni
Reykjavíkur, myndi það enn
auka þennan straum.
Nauðsynlegt er að gera sér
grein fyrir því, að jafnvel
óbreytt íbúatala á Norðurlandi
þýðir í raun og veru minnkandi
Jón Oddgeir Jónsson: Um-
ferðabókin. Útg. Ríkisút-
gáfa námsbóka.
Nýlega hefur Námsbókaútgáf
an sent frá sér hjálparbók
(kennslubók) til kennslu í um-
ferðarmálum. Heitir hún Um-
ferðarbókin og er hin prýðileg-
asta að allri gerð, litprentuð og
skreytt fjölda mynda, sem sýna
lesandanum á eftirminnilegan
hátt margvísleg atvik úr um-
ferðinni. Teknar eru upp úr um
ferðarlögunum margar hinna
þýðingarmestu greina, en auk
þeirra eru margir stuttorðir og
greinargóðir kaflar um alls kon
ar aðstöðu manna og tækja, og
skýrt frá því hvað gera beri.
Stundum er fjallað bæði um or
sakir og afleiðingar algen^ra
viðbragða, stöku sinnum minnzt
á alvarleg slys, en aðallega lagt
kapp á að kenna varúðarráðstaf
anir, sem öllum geta að haldi
komið. Öll er bókin, jafnt í
máli sem myndum, mótuð af á-
huga og viðleitni til að kenna
mönnum að haga sér rétt í um-
ferðinni, sýna hvorki frekju né
glannaskap, hugsa um öryggi
lífs og lima, jafnt annarra sem
sjálfra sín.
fólksfjölda miðað við það, að
þjóðin í heild stækkar — hlut-
fallslega minnkandi mátt Norð-
lendinga til þess að halda sín-
um hlut í þjóðarbúskapnnum
og áhrifum í þjóðfélaginu. Hafa
ber í huga, að fraamkvæmdir í
sambandi við Jökulsá komast
ekki í kring á svipstundu, þótt
að þeim væri horfið. Þær taka
sinn tíma. En byrjun slíks verks
— þótt ekki væri lengra komið
— skapar von og trú á framtíð
norðlenzki'a byggða.
Því kann að vera haldið fram,
að virkjun mikilla fallvatna og
stofnun stóriðju valdi óeðlilega
mikilli röskun í þjóðfélaginu,
og sé því hættulegt. Ekki er
þetta úr lausu lofti gripið. Svo
miklar gætu slíkar fram-
kvæmdir orðið og á svo
skömmum tíma að hætta staf-
aði af. Það væri óskynsamlegt
að ætla sér að virkja í einu öll
stærstu fallvötn íslands, þau,
sem óbeizluð eru. Fallvirkjun
Jökulsár og Þjórsár samtímis í
einum áfanga, væri líka óskyn-
samlegt, þótt hægt væri að fá
fjármagn til þess. En allt öðru
máli gegnir að virkja Jökulsá
eina eða nokkurn hluta hennar,
t. d. þrjú efstu föllin saman, en
það er sú framkvæmd, sem
ég hygg, að nú komi til greina.
Sú virkjun væri nál. helmingi
stærri en Sogsvirkjunin, og
myndi verða hlutfallslega ódýr-
ari miðað við orkumagn, eftir
því sem mér skilst á fróðum
mönnum. Og vera má, að hæfi-
legt væri að hagnýta ekki í
byrjun nema svo sem helming
þeirrar orku, sem þar er um að
ræða, eða ca. 100 þús. kw., eða
álíka orkumagn og í Soginu
fullvirkjuðu.
Þótt ekki væri lengra farið í
öndverðu, er hér um mjög
mikla orku að ræða. Sú orka
Þetta er hin þarfasta bók, og
hún hlýtur að verða vinsæl af
almenningi, sökum augljósrar
gagnsemi. En svo er hér um að
ræða mjög glæsilega útgáfu,
sem mun verða mörgum augna
yndi. Hefur ungur, hafnfirzkur
listamaður, Bjarni Jónsson, ann
azt gerð myndanna og gert það
af smekkvísi og næmum skiln-
ingi á verkefninu. Aðalhöfund-
ur ritsins er hinn þjóðkunni Jón
svarar til þess, að núverandi
Laxárvirkjun væri nífölduð.
Einhverju af þessari orku yrði
væntanlega veitt inn á orku-
kerfi Norður- og Austurlands
og myndi gerbreyta núverandi
ástandi í rafmagnsmálum. En til
þess að skapa virkjuninni fjár-
hagslegan grundvöll yrði þó að
koma upp iðjuveri eða iðjuver-
um til að hagnýta mestan hluta
orkunnar eins og sakir standa.
— Heyi-t hef ég fróða menn hafa
orð á því, að til greina kæmi að
veita norðlenzku orkunni suður
um Holtavörðuheiði, en það er
önnur saga.
Sú framleiðsla, sem rekin yrði
með orku frá Jökulsárvirkjun,
yrði stóriðja á íslenzkan mæli-
kvarða. Ef til vill myndu þar
vinna álíka margir og unnið
hafa á Keflavíkurflugvelli. Trú-
lega myndi þetta fljótlega skapa
norðlenzkt þéttbýli á borð við
Keflavíkurkaupstað eða vel það
að fjölmenni, hvort sem það
yrði austan Reykjaheiðar, vest-
an Eyjafjarðar eða einhvers
staðar þar á milli. M. a. myndi
rísa byggð á virkjunarstað. Að
sjálfsögðu myndi í slíku þétt-
býli verða hentugur markaður
fyrir landbúnaðarafurðir og
ýmsa aðra norðlenzka fram-
leiðslu. Vera má, að sú þéttbýl-
ismyndun hefði í för með sér í
svip einhvern „fólksstraum" að
sunnan. Ekki verður séð, að sá
fólksstraumur væri á neinn
hátt varhugaverðari en núver-
andi fólksstraumur að norðan.
Þeir, sem óttast röskun vegna
slíkrar framleiðsluaukningar á
Norðurlandi, vex'ða að gei'a sér
grein fyrir því, hve ör fólks-
fjölgunin er í landinu og verð-
ur væntanlega á þessari öld. ís-
lendingar voru 177 þús. í árslok
1960. Þeir vei'ða nál. 390 þús-
(Framhald á bls. 2)
Oddgeir Jónsson, sem um langt
skeið hefui' helgað sig því göf-
uga hlutverki, að kenna ungum
og gömlum að varast slysin, en
einnig mörg holl ráð til að mæta
þeim.
Þessi bók þai-f að komast inn
á hvert einasta heimili í land-
inu, og það sem allra fyrst. Höf
undarnir, Námsbókaútgáfan og
prentstofan Litbrá eiga í sam-
einingu miklar þakkir skyldar
fyrir gott og fallegt verk, —
jafn vandað að efni og útliti.
J. Ó. Sæm.
Ein hinna mörgu og ágætu mynda, sem xunferðarbókina prýða.
Omíerðabókin er hin þarfasfa
HÚSMÓÐIR SKRIFAR
EFTIRFAR ANDI:
„Eg þakka Jóhanni Valde-
marssyni fyrir orðsendingu
hans í síðasta „Degi“. Það er
auðséð að hann skilur, að yfir-
leitt hafa börn ekki þau aura-
ráð, að þau geti leyft sér að
kaupa þau mörgu barna- og
myndablöð, sem bókabúðir hafa
á boðstólum handa þeim. Og er
það þó nokkur raunabót, að fá
að líta í þau ókeypis, en auð-
vitað með sjálfsagðri kurteisi.
En þetta bann til barna, við að
skoða blöð í bókabúðum, er ef
til vill ill nauðsyn, en kemur þó
úr hörðustu átt, þar sem börn
eru stór hópur kaupenda, ein-
mitt í bókabúðum, a. m.
k. á veturna, alla sína skólatíð.
Og ekki eru skólavörur gefnar
og þær verður að kaupa. Þar að
auki kaupa mörg börn mynda-
og „hazarblöð", (eins og þau
kalla blöðin), að ógleymdri leik
araplágunni, sem var drjúgur
peningaþjófur á heimilunum í
fyrra vetur, en dágóð tekjulind
fyrir seljendur. Eflaust hafa
bókabúðir meiri tekjur en
skaða af komu barnanna.“ □
GÖMUL HÚS SEM NÝ.
Fegrunarfélagið á Akureyri
beitti sér fyrir því í sumar, að
húseigendur fengju ódýra utan-
hússmálningu. Margir hafa not-
fært sér þetta, svo sem fjöldi
nýmálaðra húsa bera vitni.
Þetta er liður í þeirri við-
leitni félagsins að’fegra bæinn,
sem á næsta sumri minnist 100
ára kaupstaðarafmælis síns. Og
ekki verður á móti því mælt, að
þessi viðleitni hefur borið tölu-
verðan árangui'. □
ÓSAMBOÐIÐ GÓÐUM
MÁLSTAÐ.
Hákon Bjarnason skógrækt-
arstjóri lætúr hafa það eftir sér
í viðtali við Vísi 12. september
sl., -að á síðustu 5;árum hafi
verið gróðursettar 5 milljónir
tr jáplantna í 1000 hektara
lands. Þetta hefur verið gert á
vegum Skógræktar ríkisins og
skógræktarfélaganna. En ein-
staklingar hafa svo þar að auki
unnið mikil og góð störf á þess-
um vettvangi. Sjö uppeldis-
stöðvar fi-amleiða trjáplönturn-
ar.
AUt eru þetta góðar fréttir.
Skógræktarstörfin eru unnin
fyrir framtíðina og þessar trjá-
plöntur og aði'ai', sem gróður-
settar vei’ða á næstu árum, eiga
áreiðanlega eftir að veita
mörgum yndi.
En í sama viðtali eru um-
mæli, sem mjög eru óheppileg
og spilla því traustti, sem for-
ystumönnum er nauðsynlegt að
hafa. Þau ummæli sýna líka
sjúklega og næstum tortryggi-
lega viðkvæmni gagnvart opin-
berum umræðum um skóg-
ræktarmál.
Skógræktarstjóri segir, að til
séu menn, „sem ekki geta séð
trjáplöntu í friði öðruvísi en
vilja hana feiga“ og að menn
hafi „upphafið blaðaskrif um
þetta af algeru þekkingarleysi.
Þeir hafa ekki nennt að kynna
sér aðstæður, en ekki haft vit á
að þegja“. Svo bætir skógrækt-
arstjóri við: „Það er kunnara
en frá þurfi að segja, að þegar
hundur hleypur í ákveðna átt
og byrjar að gelta, hlaupa aði'ir
hundar á eftir og gelta líka, án
þess að þeir viti af hverju þeir
eru að þessu. Og það er svipað
með þá sem skrifað hafa undan-
farið um skógræktina".
Skógræktarstjórinn virðist
gleyma því, að götustrákaorð-
bragð hæfir ekki hans stöðu.
Hann gleymir því líka, að hann
er ekki einn um skógræktar-
þekkingu og ætti að telja rök-
studdar greinar um skógrækt-
armál mjög æskilegar.
Og ennfremur verður skóg-
í-æktarstjórinn að gera sér ljóst,
að hinn öfgafulli ái'óður um
framleiðslugildi skógræktar á
íslandi, sem rekinn hefur verið
í krafti þess að tilgangurinn
helgi meðalið, á engan hljóm-
grunn lengur og vekja útreikn-
ingar um það efni nánast að-
hlátui'. Það er tilgangslaúst
fyrir skógræktarmenn að halda
því fram, að það „sé tölulega
sannað að skógrækt er betri
nýting á landinu en nokkur
önnur“ og að hann sé „tölulega
sannaður“ gróðinn af hverjum
ha. lands, sem tekinn er undir
trjárækt.
En þrátt fyrir þetta á skóg-
ræktin fyllsta rétt á sér, bæði til
fegrunar, til að veita nytja-
gróðri og búpeningi skjól og
auk þess til margs konar ann-
arra nytja í timbursoltnu landi.
Hinir fáu og strjálu skógar-
blettir, sem til eru í landinu nú,
sýna allt þetta á ótvíræðan hátt.
Og þeir eru ólýgnastir vegvísar
í skógræktarmálum. Og fegurð-
arskyn landsfólksins mun halda
verndarhendi yfir öllum þeim
milljónum ungplantna, sem
gróðursettar hafa verið á síð-
ustu árum. f skjóli þess fyrst og
fremst, og einnig sem þáttur
mannræktar á íslandi, rnunu
skógar fi'amtíðarinnar vaxa. Z
ÚTIVIST SKÓLABARNA Á
KVÖLDIN
Nú er skólastax'fið hafið á ný.
Yngstu nemendurnir eru byrj-
aðir. Hver kennari leitast þá
við að kynna þeim reglur skól-
ans, nokkrar, mikilsverðar, til
að byrja með, og jafnframt nauð
syn þess, að þeim sé fylgt í
skóla og heima. En í því efni
þurfa aðstandendur bamanna
einnig að vera á verði og hjálpa.
Bömum — og þeim yngri
hvað helzt — er lífsnauðsyn að
hafa nægan svefn, með allri
sinni skólavist. Lögreglusam-
þykkt bæjarins setur ákvæði
um útivist barna á kvöldin, og
bera forráðamenn barnanna á-
byrgð á því, að viðlögðum sekt-
um, að þeim ákvæðum sé fylgt.
Lögreglusamþykktin mun í
fárra höndum og foreldrum
mörgum of ókunn þessi ákvæði.
En úr því mun lögreglan bæta
eitthvað með fjölrituðum þætti
á næstunni.
Nokkuð — e. t. v. mikið — af
óreglu þeirri og siðspillingu sem
islenzkt æskufólk er nú ásakað
um, má áreiðanlega rekja til
þessi hirðuleysis sumra foreldra
að leyfa börnum sínum að þvæl
ast úti á kvöldin, þvert ofan í
fyrirmæli lögreglusamþykkta
bæjanna. Auk þess, sem börnin
af þessu finna og tileinka sér
lítilsvirðingu foreldranna fyrir
lögum og í’eglum, er tækifæi'ið
oft einkar líklegt til að temja
sér slæmar venjur, ósiði og
slark. Þyki samþ. gölluð eða úr
elt, er sjálfsagt að endurskoða
hana — og breyta —, en þess
verður að krefjast, að ákvæðum
hennar sé fylgt á hverjum tíma,
eftir því sem mögulegt er. T. d.
gæti komið til greina, að leyfa
útivist til kl. 9 yfir veturinn —
fyrir öll börn á barnaskóla-
aldri, — að mörgu leyti heppi-
legra, að það sama gildi fyrir all
an þann hóp (og þá samt æski-
legra að miðað væri við kl. 8.)
Flestir kennarar munu hafa
átt tal við foreldra, sem segjast
reyna að hafa börn sín inn
á kvöldin á tilskildum tíma, en
það sé bara svo erfitt, þar sem
jafnaldrar þeirra í næsta húsi
fái að leika sér úti fram eftir
öllu, að því er virðist, athuga-
semdalaust af foreldrum og lög
reglu. Hér verður að breyta um
háttalag. Foreldrar, sem láta
sér ekki á sama standa um fram
tíðarvelferð barna sinna, verða
að gera sér grein fyrir reglum
þessum, og hafa með sér samtök
til að framfylgja þeim. Við hina
á hiklaust að beita viðhlítandi
ákvæðum: áminningu og sekt-
um. Það þarf að vera öllum
ljóst, að það eru foreldrarnir,
uppalendurnir, sem ábyrgðina
bera, og til þeirra eiga eftirlits-
menn bæjai'ins, lögreglan, að
snúa sér fremur en barnanna,
ef til afskipta þarf að koma.
En ég hef þá trú, að flestum
foreldrum sé það ljóst og líka
áhugamál, að böi'n þeirra hlíti
settum reglum í þessu efni og
yrðu þakklátir hverjum stuðn-
ingi og samhjálp í því skyni. —
Reglurnar munu fljótlega kynnt
ar og síðan verða foreldrar,
kennarar og lögregla að vinna
saman að framkvæmd. Hér er
núkið í húfi.
Jónas Jónsson frá Brekknakoti.
FAGRIR GARÐAR.
Nýlega hlutu nokkrir borgar-
ar viðurkenningu fyrir fagra
skrúðgarða, samkvæmt hinni
árlegu yfirreið og tillögum dóm
nefndar Fegrunarfélagsins. —
Hvort sem dómnefnd þessi er
óskeikul eða ekki, hafa garðar
þeir, sem viðurkenningu hlutu,
til síns ágætis nokkuð. Og þess-
ir garðar og aðrir fallegir garð-
ar hér í bæ, eru mönnum
hvatning og húsbyggjendum
fyrirmynd. „Fallegir garðar eru
smitandi,“ sagði kona ein ný-
lega, og það er rétt. Við heilar
götur hér í bæ er hver garður-
inn öðrum fegurri, eigendum til
ánægju og bænum til sóma. □
HVAR MEGUM VIÐ LEIKA
OKKUR?
Þessari spurningu varpa
bömin fram og þessari spurn-
ingu þarf bærinn að svara í
vei'ki. í hverju bæjarhvei'fi þarf
að, vera nokkurt svæði, þar sem
börn og unglingar geta svalað
leikþrá sinni.
í þessui efni eru bæjaryfir-
völdin ekki nógu vakandi. Það
er líkt með bílana og börnin,
hvorugu er ætlaður staður fyrr
en búið er að troða niður hús-
um svo þétt, að næstum því er
hægt að takast í hendur milli
þeirra. □
SAUÐFÉ OG HESTAR
Aldrei er of oft á það minnt
fyrir göngur og réttir, hve mikil
vægt það er að fara vel og skyn
samlega með fé í rekstri, í rétt-
um og á flutningabílum bæði
af mannúðarástæðum og einnig
vegna þess hve mjög kjöt verð-
fellur við mai-bletti og léttist í
ógætilegum í'ekstri. Réttai'stjór
ar þurfa að hafa afskipti af
hrottalegri meðferð, ef hennar
verður vart hjá drukknum
mönnum eða öðrum óvitum, og
reyna að koma í veg fyrir hana.
Þá er einnig vandfarið með
hesta, sem notaðir eru í göngur
eð'a smalamennsku. Þeir eru
orðnir mjög feitir, svitna mikið
og þurfa nákvæma meðferð.
Möi'g eru þess dæmi, að hestar,
sem sleppt er sveittum að
kvöldi, ofkælast og bíða þess
aldrei bætur. Þurrt hús, ábreiða
ÓLAFUR TRYGGVIÓLAFS-
SON var fæddur að Borgarhóli
í Öngulsstaðahreppi 1. desem-
ber 1874, sonur Ólafs Ólafsson-
ar bónda þar, og konu hans, Jó-
hönnu Júlíönu Jóhannesdóttur.
Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum við algenga sveitavinnu,
fór síðan í Hólaskóla og útskrif-
aðist þaðan búfræðingur.
Að loknu búfræðinámi vann
Ólafur að jarðabótum fyrir
ýmsa næstu 3 árin, en réðst síð-
an til stórbóndans og kaup-
mannsins Magnúsar Sigurðs-
sonar á Grund, verkstjóri á
sumrin, en á veturna vann hann
við verzlun Magnúsar. Þar
kynntist Ólafur Hallgrími Krist
inssyni. Eftir þrjú ár hætti Ól-
afur störfum hjá Magnúsi, og
stóð nú hugur hans til búskapar
á eigin spýtur, en jarðnæði lá
ekki á lausu, og varð það úr, að
Ólafur fluttist til Akureyrar
rétt eftir aldamótin.
Á Akureyri vann Ólafur við
verzlunarstörf hjá ýmsum: Sig-
tryggi Jónssyni í 2 ár, við
verzlun Páls Þorkelssonar í 2
ár og í 2% ár við verzlun Otto
Tuliniusar. Hinn 1. jan. 1910
gerðist Ólafur starfsmaður
Kaupfélags Eyfirðinga og starf-
aði síðan óslitið hjá félaginu þar
til í september 1956, eða því nær
full 47 ár, og hafði þá starfað
lengst allra starfsmanna hjá fé-
laginu. í fyrstu vann hann við
skrifstofu- og afgreiðslustörf,
1913 var hann í'áðinn forstöðu-
rnaður kjötbúðar félagsins og
hafði það starf með höndum í 11
ár. Eftir það vann hann við
ýmsar deildir félagsins og síð-
ustu árin á aðalskrifstofu þess.
16. maí 1904 kvæntist Ólafur
Magneu Jakobínu Magnúsdótt-
ur, ættaðri úr Þingeyjarsýslu,
og eignuðust þau hjón 3 börn,
er upp komust:
Þóri, stýrimann á Goðafossi,
er fórst með skipi sínu, er Þjóð-
verjar skutu það niður undir
lok síðari heimsstyrjaldarinnar.
Kjartan, bæjarpóst á Akur-
eyri, og
Jóhönnu, húsfreyju á Akui’-
eyri.
Kona Ólafs andaðist hér á
Akureyri snemmá árs 1940.
Ólafur lézt 30. ágúst síðastl.
og var jarðsettur frá Akureyr-
ai'kirkju 7. september.
Þegar Ólafur hóf starf hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga, voru
starfsmenn aðeins 6. Öll verzlun
félagsins og skrifstofur voru til
húsa í Hafnarsti'æti 90, sem þá
var aðeins ein hæð og minna
um sig en nú. Þegar Ólafur
hætti störfum, var félagið orðið
voldugt fyrirtæki með marg-
víslegan atvinnurekstur, ekki
einungis í bænum sjálfum,
heldur einnig utan hans, og
hafði rúmlega 360 fastráðna
stai'fsmenn. Ólafur átti þannig
því láni að fagna að sjá félagið
vaxa og þróast langt fram úr
því, sem fyrstu forvígismenn
þess gat dreymt um. Honum
þótti mjög vænt um félagið sitt
og bar hag þess mjög fyrir
brjósti, og var viðhorf hans
stundum til þess líkara því, að
um væri að ræða persónu en
félagsheild.
Öll störf sín fyrir félagið
rækti Ólafur af stakri trú-
mennsku eins og honum var
lagið, og kveið hann því mest,
er hann nálgaðist sjötugsaldur-
inn, að hann yrði þá að hætta
störfum hjá félaginu. Forráða-
mönnum félagsins var kunnugt
um hug hans til þess, og
var því gerð sérstök stjórnar-
samþykkt, sem heimilaði Ólafi
að vinna áfram hjá félaginu,
eftir því sem heilsa og kraftar
leyfðu og hann óskaði sjálfur.
Hef ég sjaldan séð innilegri
fögnuð í andliti nokkurs manns,
en þegar Ólafi var færð þessi
fregn. Kraftarnir . entust enn
rúman áratug, en þá treysti
hann sér ekki til að stunda
starf sitt lengur og hætti. Þó
hélt hann sambandi við sam-
starfsmennina og heimsótti
okkur alltaf öðru hvoru á skrif-
stofuna, þar til nokkrum mán-
uðum áður en hann dó, að kraft
arnir tóku að bila fyrir alvöru.
Ólafur átti því láni að fagna
að alast upp á glaðværu heimili,
þar sem mikið var um söng.
Hann lærði snemma að leika á
orgel hjá Sigtryggi Benedikts-
syni á Möðruvöllum og var um
skeið oi'ganleikari í Grundar-
kirkju. Eftir að hann kom til
Akureyi'ar lærði hann að leika
á blásturshljóðfæri hjá Magnúsi
Einarssyni organista og lék síð-
an í lúðraveit, sem þá starfaði
um skeið. Síðar gekkst Ólafur,
ásamt fleirum, fyrir stoínun
lúðrasveitarinnar Heklu, en
hún lagðist niður eftir nokkur
ár. Undir 1930 stóð Ólafur enn
að því, að vakin var á ný starf-
semi lúðrasveitar á Akureyi'I,
og stjórnaði henni í nokkur ár
Karl Ó. Runólfsson tónskáld.
En starfsemi Lúðrasveitar Ak-
ureyrar féll niður með brottför
Karls úr bænum. En Ólafur
geymdi hljóðfærin og æfði sig
öðru hvoru, og 1940 gekkst
hann enn .fyrir því, að Lúðra-
sveit Akureyrar var endurvak-
in til lífsins undir stjórn Jakobs
Tryggvasonar, og starfar hún
enn. Má þannig segja, að Ólafur
hafi varðveitt sál lúðTasveitar-
innar og búið henni skilyrði til
að vakna til nýs lífs, hvenær
ssm færi gafst.
Þá var Ólafur meðal stofn-
enda Karlakórsins Geysis og
söng með kórnum um margra
ára skeið. Er óhætt að segja, að
þar sem söngur og hljóðfæra-
sláttur var annars vegar, var
Ólafur ævinlega boðinn og bú-
inn til starfa.
Ólafur Ti-yggvi var trúmaður
mikill og kirkjurækinn. Hann
var meðhjálpari við Akureyrar
kirkju liátt á annan áratug, og
þóttu meðhjálparastörfin fara
honum vel úr hendi.
Hann var félagslyndur og
í'æðinn, glaðlegur í viðmóti,
hafði gaman af græzkulausu
gamni og gat verið hnyttinn í
orðurn. Væri hallað á einhvern
í áheyrn Ólafs, þyngdist hann
á brún og vildi ekki taka þátt í
(Framhald á bls. 7)