Dagur - 11.10.1961, Blaðsíða 1
; M 'u.<;a<;n Framsóknarmanna
R riTjÓKi: -Erungur Davíðsnon
SKKIKsHÍI A i H At NAKSIUA ! I 90
StMi M(»G . Siri NiNco oo prextun
ANNAST i’RT.NTVEKK Od»S
BjÖKNSSONAR 11.1 , AKI RKVKI
Aum.ýmncastjóui: Jón Sam-
OETSSON . ÁRCANGfRJNN KOSIAR
kr. 100.00 . <; ÍAI.KVUU ;:r 1. |( cj
■■ BlaÐIS Kt.M' R' A MIDVIKUDOO
CM Oí. A I.ALCARDÓCUM
Í-EGAK ÁSTæÐA ÞYKIS TJl.
Bör Börsson og Sirompleikurinn
Finnski skátaforinginn, 4. frá vinstri, stjórnar kvöldvöku. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.)
BLAÐIÐ leitaði frétta af vænt-
anlegri starfsemi Leikfélags
Akureyrar í vetur, hjá for-
manni þess, Sigurði Kristjáns-
syni, nú um helgina.
Sigui'ður sagði, að nú í vik-
unni yrði Bláa kápan rifjuð
• iiiiiitiiinmiHiiiiiH ii 111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiui£
| Kartöflugras fallið !
KARTÖFLUR spruttu seint í
sumar og leit víða út fyrir lé-
lega uppskeru síðla sumars og
í haust. En þótt haustið væri
votviðrasamt og sólarlítið, féll
kartöflugrasið þó ekki að fullu
fyrr en í fyrrinótt og er það
óvenju seint.
Kartöflurnar höfðu því lengri
vaxtartíma en venja er og upp
skeran varð víðast mun meiri
hér norðanlands, en búizt var
við. □
•iiiiiiiiiiiiiiiHiiMiiimiiiiiiHiiiiimiiiHiiiiiiimiiiiiii*
)Dagub_I
kemur út á laugardaginn. ÖIl
handrit sendist sem fyrst.
Menntaskólinn á Akureyri var
settur þriðjudaginn 3. október
sl. í vetur verða þar um 450
nemendur, eða 50 fleiri en í
fyrra.
í heimavist eru 180 manns og
í mötuneyti skólans 220 og á
báðum stöðum yfirfullt. Tvær
kennslustofur bættust við í
gamla húsinu.
Breytingar á kennaraliði eru
þessar helztar: Jón Margeirsson
lætur af störfum, einnig Maja
Sigurðard., Björn O. Björnsson,
Halldór Blöndal og Aðalsteinn
upp og nokkrar sýningar hafðar
— sú fyrsta sennilega um næstu
helgi.
Formaðurinn sagði ennfrem-
ur, að næsta verkefni félagsins
væri leikrit, samið upp úr skáld
sögunni Bör Börsson eftir Jo-
han Falkberget, sem frægust
varð af öllum útvarpssögum í
meðferð Helga Hjörvar. Sig-
urður Kristjánsson gerði þýðing
una og leikstjóri verður Ragn-
hildur Steingrímsdóttir.
Leikendur eru 16 talsins, en
ennþá leyndarmál hversu raðað
er í hlutverkin. Þetta leikrit.hef
ur ekki áður verið sýnt hér-
lendis.
Ettir áramót hefur komið til
orða að setja Strompleik Kilj-
ans, sem nú eru að hefjast sýn-
ingar á í Þjóðleikhúsinu, á svið
á Akureyri. Auðvitað er þetta
enn á athugunarstigi, en þó
hefur höfundur tekið þessu
mjög vel fyrir sitt leyti. En
Strompleikurinn er enn hið
mesta leyndarmál, svo sem
kunnugt er. □
Jónsson. Nýir kennarar eru:
Hólmfríður Jónsdóttir, Friðrik
Þorvaldsson, sem var í orlofi
síðasta skólaár, Bjarni Sig-
björnsson, Helgi Hallgrímsson
og Ármann Dalmannsson.
Skólameistari er sem áður
Þórarinn Björnsson.
Gagnfræðaskólinn á Akureyri
var settur þriðjudaginn 3. okt.
Þar sem enginn samkomusalur í
bænum rúmar alla nemendur
skólans samtímis, varð að
kveðja nemendur til skólasetn-
ingárathafnar í tvennu lagi.
FINNSKUR skátaforingi, ung-
frú Soili Saari, hefur dvalið hér
á landi að undanförnu og síð-
ast á Akureyri. Hún kom á veg-
um norrænna skáta og
hafði foringjanámskeið í skáta-
Skólastjóri, Jóhann Frímann,
flutti ræðu, skýrði frá væntan-
legri tilhögun skólastarfsins
næsta vetur og ávarpaði nem-
endur. Nemendafjöldi hefur
aldrei verið jafnmikill í skólan-
um, alls rúmlega 550, sem skipt
ast í 4 ársdeildir og 21 bekkjar-
deild. Húsrými skólans er nú
orðið langt um of lítið, svo að
taka varð á leigu tvær stofur
í húsi Húsmæðraskólans og þar
að auki fundarsal í íþróttahúsi
bæjarins. íþróttakennslan verð-
ur nú bæði í íþróttahúsi bæjar-
ins og í fimleikahúsi Mennta-
skólans. (Framh. á bls. 5)
skólanum á Úlfljótsvatni og
síðan hér á Akureyri meðal
kvenskáta, og bjó Ljósálfa og
Ylfinga, 12 að tölu, undir for-
ingjastarf.
Ungfrúin, sem er menntuð vel,
glæsileg og ákveðin, hafði einn-
ig fundi með foringjum kven-
skáta og eldri skátum á Akur-
eyri.
í stuttu viðtali, sem blaðið
átti við ungfrú Soili Saari, sagð
ist hún hafa mestan áhuga fyrir
því að fá hina eldri og foreldr-
ana til aðstoðar við skátahreyf-
inguna. Mikill áhuga og vax-
andi er á Norðurlöndum fyrir
skátafélagsskapnum, sem æski-
legri uppeldisaðferð. Foreldr-
arnir gætu stutt við bakið á
félagsstarfi skátanna með leið-
beiningum og hvers konar að-
stoð, auk beinna hvatninga fyr-
ir göfugu starfi. Þessi ábending
á vissulega erindi til okkar.
Á mjög fjölsóttri kvöldvöku í
Barnaskóla Akureyrar, sýndu
unglingar gamanþætti og hinn
finnski gestur sýndi litskugga-
myndir frá ættlandi sínu og
ýmsa handunna muni, fagurlega
gjörða og kom að síðustu sjálf
fram í fallegum þjóðbúningi
lands síns. Það var spilað á
hljóðfæri og sungið og glímt við
ýmis viðfangsefni. — Glaðværð
ríkti, en einnig hátíðleiki er
skátarnir að síðustu lásu sálm
(Framhald á bls. 5)
•lllHllllimillHIIIIIIIIIIHIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIH*
| Indriði G. heiðraður f
Stjórn Minningarsjóðs Björns
Jónssonar, Móðurmálssjóðsins,
samþykkti, á afmælisdegi
Björns, að veita á þessu ári hr.
Indriða G. Þorsteinssyni blaða-
manni verðlaun úr sjóðnum.
Verðlaun þessi eru veitt mönn-
um, sem hafa aðalstarf við blöð
eða tímarit, fyrir góðan stíl og
vandað mál og skal þeim að
jafnaði varið til utanfarar.
Veitt eru að þessu sinni kr.
12 þúsund. □
Allir skólar bæjarins yfirfullir
Á þriðja þúsund nemendur setja svip á bæinn
• iniiniiiiiniiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiitiiniiiiinHiinniinHninnniHiniiiiniiiiiHiiiiiiiHinHinniiiniiiHiniiiinnnniiHHnininiiiHiin iniiiiniHiiniiiiiiHiiiiiiiiiiiHiiiHHiiiiiiiiiHiiiiHiiiiiiiiiHiiiiiiiiiHiniiiiHiiHiiiiiiiiH niHiHiiiHiHiHiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHHHiiiHiiiiiiiii'ij
I Háskóli íslands minntist 50 ára aímælis síns við tkólasetningu fyrir helgina. Þá var vígt nýtt samkomuhús og kjörnir voru 24 heiðursdoktorar.
\ Af þeim voru þessir íslenzkir: Sigurbjörn Einarsson biskup, Lárus Einarsson prófessor í Arásum, Alexander Jóhannesson prófessor, Bjarni Bene-
| diktsson forsætisráðh., Finnur Sigmundsson landsbókav., Richard Beck prófcssor, Sigurður Þórarinsson jarðfr. og Stefán Einarsson próf. (Ljm. G. E.)
IIIIHIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIHIIIIIIIHIIIII................HHHHIIHHHHHHHIHHHHHI....................HIIHIIIIIIIIIIIHIIHIIHHI.........IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIHIIHIH......................................................IIHIIIIIHHHIH...............Hlll.........