Dagur - 08.11.1961, Blaðsíða 2

Dagur - 08.11.1961, Blaðsíða 2
2 Bændaklúbbsfimdirnir á Akureyri NÝKOMIÐ: I-IVÍTT DAMASK, íallegt, kr. 54.00 LAKAEFNI (stót) kr. 54.50 LÉREFT, 00 sm, kr. 22,00 LÉREFT, 140 sm, kr. 29.20 FROTTI-DREGILL 90 cm, kr. 48.75 HANDKLÆÐI gott úrval FANGAMÖRK teiknuð í handklæði LÉREFTSPOPLIN, hvítt, frá kr. 31.00 SKYRTUPOPLIN kr. 26.60 Mynstruð LÉREFT frá kr. 16.50 KAKÍ, hvítt, rautt, brúnt FLÓNEL, hvítt, gult, blátt IJLÚNDUR, BENDLAR SKÁBÖND PIKKI og BLÚNDU- EFNI í kraga og PLAST- DÚKARNIR komnir GÓDUR TVINNI, nr. 36 og 40, kr. 3.50 Verzlun Ragnheiðar 0. Bjðrnsson NÝKOMIÐ úrval af GJAFAVÖRUM svo sem: Minjagripir, alls konar Skrautdiskar Krystal og glervörur Keramik Speglar Vegghillur Málverk og myndir í úrvali og margt fleira. VERZL. DRANGEY Brekkugötu 7 GRÁNA H. F. (Framhald af bls. 1) fóðrið getur áorkað. Þessi við- skipti eru mjög hagstæð. Mjólkin kostar um 12 krónur, ep fóðurbætirinn ekki nema kr. 4,40. En bændur flaska mjög oft á því að gefa kúnum of lítið kjarn fóður fyrsta skeiðið eftir burð, en óþarflega mikinn fóðurbæti þegar verulega fer að minnka í þeim mjólkin. Fóðurbætirinn er of dýr til að nota hann óskyn- samlega, Fóðurþörfin skiptist í þrennt. Ber þar fyrst að nefna viðhalds- fóðrið, þá undirbúningsfóðrið og loks afurðafóðrið. Viðhalds- fóðrið þarf að bæta töluvert fyrir burð, svo að kýrin geti þá safnað ýmsum efnum, sérstak- lega steinefnum, í líkama sinn, því að ekki er mögulegt að fóðra nýbornar kýr svo vel, að þær taki ekki töluvert frá sjálf- um sér, einkum steinefni. Viðhaldsfóður er talið 3,5 FE. eða 7 kg. af sæmilegri töðu. Kýr eta 13—14 kg. af töðu og eiga þær þá eftir, er þær hafa tekið sitt viðhaldsfóður, 3—3,5 FE. til að umbreyta í mjólk. Af hey- fóðri einu saman getur kýrin ekki skilað nema 8—10 kg. mjólkur á dag. Ef kýrin á að mjólka meira, þarf hún kjarn- fóður. Fyrstu tvö kg. kjarnfóð- ursins notast bezt og skila mest- um árangri. Kýr, sem mjólkar 20 kg. þarf, auk heysins, 4,5 kg. SNITTUBAUNIR GRÆNAR BAUNIR, sætar JARÐARBERJA- MARMELAÐI KIRSUBERJA- MARMELAÐI APPELSÍNU- MARMELAÐI J ARDARBERJASAFT KIRSUBERJASAFT RIBSBERJASAFT Afbragðs vara. KJÖTBÚÐ K.E.A. PEYSUR! PEYSUR á börn og fullorðna Stórlækkað verð. BÚTAR í drengjabuxur ULLARVETTLINGAR nýkomnir. Allar stærðir. KLÆÐAVERZLUN SIG. GUÐMUNDSSONAR H.F. af kjarnfóðri, miðað við dagnyt og dagþörf. Kvígur af fyrsta kálfi eru oft vanfóðraðar. Það bera skýrsl- urnar vott um. Þær eta naum- ast meira en 10 kg. af heyfóðri og geta því litlu skilað í afurð- um af því einu saman, þar eð þær þurfa einnig nokkuð til vaxtar. Eins og nú áraði í sumar, er hætt við, að bæði steinefni og bætiefni vanti í heyfóðrið. Þarf því að bæta það alveg sérstak- lega með lýsisgjöf og kjarn- fóðri. En lýsið þarf að vera gott og kjarnfóðrið að nokkru úr steinefnaauðugum fóðurtegund um. Þrátt fyrir góðar fóður- blöndur þarf sennilega að bæta við fóðursöltum sérstaklega. Áður var því haldið fram, að hiti væri á við hálfa gjöf, nú hef ur þessari kenningu verið varpað fyrir borð, að því er kýrnar snertir, og hentar bezt að hafa ekki heitara í fjósum en 10—12 stig. Klippa þarf kýrnar að hausti og kemba þeim dag- lega. Sérstaklega gott reynist að láta þær út til að viðra sig öðru hvoru ajlan veturinn. Loftræst- ingu er víða ábótavant og er bezt og einfaldast að hafa að- eins einn -stromp á fjósinu og völtuglugga til að tempra að- streymið. Fjósin þarf að sótt- hreinsa á hverju hausti og mála eða kalka. Heyið þarf að blanda og hrista það sundur, svo að það étist jafnt og vel. Helzt þarf að hafa sérstök kjarnfóðurílát eða fóðurtrog. Jötur eða fóðurgang- ar vilja súrna ef fóðurbætir cr gefinn þar. Að síðustu lagði Ólafur Jóns- son áherzlu á góða, vingjarn- lega umgengni í fjósum og reglu semi og að menn skyldu hafa í huga vísu huldukonunnar, sem hljóðar svo: Ló, ló mín, Lappa, sára berð þú tappa. Það veldur því að konurnar kunna þér ekki að klappa. Talstöð á Vaðlahciði LANDSSÍMASTJÓRINN á Ak ureyri hefur tjáð blaðinu, vegna gagnrýni í síðasta tölublaði, að búið hafi verið að ákveða að taka upp talstöðvarþjónustu með byggingu slíkrar stöðvar á Vaðlaheiði. Vegna verkfalls verkfræðinga er stöð þessi ekki komin að not- um ennþá. □ A S KI A Af öræfunum undur mörg eg heyri, Askja leikur þar við hvern sinn fingur. Hún er orðin Heklu kraftameiri. Hún er nofnilega Þingeyingur. (Þingeysk vísa. Höf. ókunnur). Auglýsingar þurfa að berast íyrir liádegi dag- inn fyrir útkomudag. Aimæiisháiíi f gær fór fram að Völlum í Svarfaðardal hátíðarmessa í til- efni af hundruðustu ártíð kirkj- unnar þar. — Sóknarpresturinn, sr. Stefán V. Snævarr, þjónaði fyrir altari á undan predikun, en vígslubiskup, sr. Sigurður Stefánsson prófastur á Möðru- völTum, flutti stólræðu, og alt- arisþjónustu síðari hluta mess- unnar. Sameiginlegur kirkjukór úr Valla-, Urða- og Tjarnarsókn- um söng undir stjórn Ólafs Tryggvasonar, organleikara í Ytra-Hvarfi. Það var tákn- rænt að á söngskránni voru ein- ungis sálmar ortir af fjórum höfundum, sem allir voru tengdir Vallakirkju og Svarfað- ardal á einhvern hátt. En þeir voru þessir: Sr. Friðrik Friðriksson, fædd- ur að Hálsi í Vallasókn 25. maí 1868, og borinn til þessarar kirkju til staðfestingar á skírn, en hann var skírður skemmri skírn í heimahúsum. Séra Páll Jónsson sálmaskáld, síðast í Viðvík, þjónaði Valla- prestakalli í 20 ár, og undir hans forystu var kirkjan byggð. Hann var fæddur 27. ág. 1813. Þorsteinn Þorkelsson sálma- skáld á Syðra-Hvarfi, var fæddur og uppalinn í Svarfað- ardal, og átti lengst af hér heima. Hann einn þassara manna hvílir í Vallakirkjugarði. Mun hafa látizt á Hofi árið 1906. Loks var það Valdemar V. Snævarr, skólastjóri og sálma- skáld, sem átti heima á Völlum nær hálfan annan áratug. — (Framhald af bls. 1) an eldinn í hverri sprungu. —■ Undan einum þessara hóla fór allt í einu að renna hraunlækur. En um 2 klst. áður höfðu jarð- fræðingarnir verið að klöngrast þar við athuganir sínar. Við fórum, sögðu þeir Tómas og Guðmundur, á rússajeppa að suð-austurhorni hraunsins og nutum aðstoðar trukksins á nokkrum stöðum. Þaðan er tveggja klst. gangur að gos- stöðvunum. Annars má segja, að fyrir jeppa sé sæmilega greið fært að Herðubreiðartöglum. Hraun hafði runnið yfir bíla- slóðirnar frá því um helgina. Töluverð mannaferð er ennþá við Öskju. Þegar við komum austur, voru þar fyrir tveir bíl- ar Úlfars Jakobssonar. Tveir bílar frá Keflavík, með útlend- inga á heimleið, er við fórum austur, og nokkrum bílum mættum við á heimleið, bíl- um er voru á leið í Öskju. Ofan úr fjallinu áustan Öskju harfði runnið hraun úr enn ein- um gosstað og var þar ófært yf- irferðai’. Segja má að allt sé á hreyfingu. Og stór gos geta hvenær sem er tekið sig upp aftur. Askja er óútreiknanleg. Leiðangrar sem þessi eru dýrir og ávinningur hæpinn, ef ekki er dvalið við gosstöðvarn- Hann lézt 18. júlí sl. nær 78 ára gamall. Að lokinni messugerð, sem var í senn hátíðleg og virðuleg, flutti sóknarprestur ágrip af sögu kirkjunnar sl. 100 ár. Kirkjuathöfnin öll var tekin upp á segulband, og mun sú upptaka hafa tekizt mjög vel. Yfirsmiður við kirkjuna var Þorsteinn Þorsteinsson smiður, oftast kenndur við Ufsi. Hann flutti síðar til Ameríku og and- aðist þar árið 1912 hátt á ní- ræðisaldri. Kirkjan mun rúma í sæti um 130—140 manns, eða nálega allan söfnuðinn eins og hann er nú. Eftir manntalinu sl. ár töld- ust sóknarmenn 146. Er það heldur fleira en verið hefur næstu ár á undan. Árið 1860 var fólksfjöldi í sókninni 246, en laust fyrir aldamótin síðustu voru, þar 313 sálir. Síðustu 10 árin hafa embættisverk í Valla- kirkju vei’ið sem hér segir: Sungnar rösklega 100 messur, gift 56 hjón, 56 bai'naskírnh', fermt 31 bai'n og sungnir til grafar 24. Nú eiga sæti í sóknai-nefnd þessir menn: Þoi'leifur Bergs- son, Hofsá, Jón Gíslason, Hofi og Gunnlaugur Gíslason, Sökku. Söngstjói'inn, Ólafui’ Ti-yggvason, hefur verið oi'gan- isti við kii'kjuna urn 20 ára skeið, eða lengux en nokkur annar. Gísli Jónsson á Hofi var fjár- haldsmaður kirkjunnar í meir en hálfa öld og meðhjálpari yfir 20 ár. - - - □ ar. Beti’a væi'i að jarðfi'æðing- ar, einn eða fleiri, liefðu þar að- setui', og mætti e. t. v. búa um sig í snjóhúsi rétt hjá eldstöðv- unum, sögðu fei'ðamennirnir að lokum. Blaðið þakkar upplýs- ingarnar, NÝRKI FRÉTTIR. Tíu Boiigfirðinggr á þrein Rússajeppum komu úr Óskju í gær. Þeir töldu færið ágætt og fóru keðjulaust alla leið að nýja Öskjuhi-auni og gengu síðan upp að gígunum. Nýr hraunstraumur mætti þeim á slóðinni meðfram fjall- inu og þótti þeim rnikið til koma. Fjói-ir gígir voru „virkir“ og hæstu gosin 1—200 metra há. Borgfirðingai’nir kræktu í hraunleðju með krókstjaka og greyptu þar í eins og tveggja krónu, peninga og höfðu heim með sér til minja. Það voru þeir Ólafur Jónsson smiður á Kaðal- stöðum og Aðalsteinn Símonar- son garðyi'kjubóndi í Laufskál- um, sem blaðið hitti að rnáli. Ennfremur sögðu þeir, að Guðmundur Jónasson hefði vei'ið að koma í Öskju cr þeir fóru, og tveir jeppar þingeyskir voru á leið til gosstöðvanna. Borgfii'ðingarnir komu á gos- stöðvarnar á sunnudagsmorgun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.