Dagur - 16.12.1961, Qupperneq 8
8
HvaS gengur aá Verkamanninum?
Fjárlögin hækka
EKKI ALLS fyrir löngu skrif-
aði ég mikið lof um Krusjeff i
blað eitt fyrir sunnan, þar sem
friðarhöfðingi þessi er uppmál-
aður í ljósengilsmynd, eins og
ég hugsa mér hann standa í trú-
arvitund kommúnista á því
herrans ári 1961. Hins vegar
lýsti ég álíka sterkum litum
mannvonzku Stalíns í stíl við
það, sem Krusjeff sjálfur hefur
upplýst á tveimur flokksþing-
um, og dró ég ekki í efa, að
þessi fyrrverandi náni sam-
starfsmaður hans kynni rétt frá
þessu að segja.
Ég skil ekki, hvers vegna Vm.
er að ónotast við mig út af
þessu.
Var ég ekki alveg á línunni?
Er Krusjeff kannske ekki treyst
andi til að segja satt og rétt um
þetta? Er Vm. genginn af
trúnni? Eða er hann enn hald-
inn Stalinsvillu, meðan verið er
að brjóta niður helgimyndir af
þessu skurðgoði í Rússlandi?
Hvað gengur að þessu orðprúða
og tilfinninganæma málgagni?
Það er einkum kvartað und-
an því, að orðbragð mitt um
Stalin, sem ég hef eftir Krús-
jeff, sé vont og strákslegt og sé
ekki presti sæmandi, og vitnar
Vm. grátklökkur í sálm þessu
til sönnunar, og telur, að menn
eigi ekki að dæma náungann
hart né temja sér hatursfullar
rúgsanir o. s.'frv. Þetta er nú út
af fyrir sig fallega hugsað, en þó
getur maður varla annað en
brosað að svona löguðum rök-
semdum, þegar þær koma frá
flokki, sem kunnur er að því,
bæði hér og um víða veröld, að
lifa og hræi-ast í fúkyrðum og
hatri, hvarvetna hefur ruðst til
valda með ofbeldi, trúir hvorki
á guð né kristindóm og kennir
það eftir sjálfum Lenin, að sjálf
sagt sé að nota lygi, svik og
blekkingar til áróðurs, ef trúa
má nafr.a mínum fyrir sunnan,
og stefnir að því opinbert að
hrifsa völdin með blóðugri bylt
ingu, hvenær sem hann sér tæki
færi til.
Það mundi vera í samræmi
við þessa kennisetningu Lenins,
sem 'hjá þessum flokki er arf-
taki kristindómsins, sem Vm.
talar um misferli Stalins með
silkimjúkum orðum, játar að
vísu, að hann hafi verið gagn-
rýndur fyrir harðdrægni við
andstæðinga, talar óljósum orð-
um um nokkra vafasama lífláts-
dóma, sem manni skilzt að
dæma skuli um með mildi, enda
finni enginn sárara til þessara
fáu yfirsjóna Stalins en einmitt
kommúnistar.
Hvað mundi nú Krusjeff segja
um þetta?
Hann hefur nýlega afhjúpað
það, að Stalin hafi ekki aðeins
drepið í stórurn stil pólitíska
andstæðinga sína, heldur hafi
hann pínt til dauðs milljónir
manna, saklausa bændur og
verkamenn, með þrælkunar-
vinnu í fangabúðum og meira að
segja hafi hann verið langt kom
inn að eyða sjálfum Bolshe-
víkaflokknum. Valdamenn hans
og höfðingjar hafi hver af öðr-
um verið píndir til fáránlegustu
játninga og síðan leiddir eins og
búfé til slátrunar. Svo að segja
allir, sem sóðu í broddi fyrir
byltingunni í öndvei’ðu, voru
brytjaðir niður í hinum miklu
hreinsunum, og Seinast stóð
Stalin einn uppi með nýja valda
klíku, sem hann hafði sjálfur
komið sér upp, en var þó ekki
öruggari um en það, að hann
var að smádrepa þá, og allir
þessir nánustu trúnaðarmenn
treystu honum ekki betur en
svo, að hver maður bjóst við því
að verða myrtur á hvaða augna
biiki sem var. En þannig voru
þessir menn sjálfir innrættir, að
þeir sátu á svikráðum hver við
annan, og lýsir Krusjeff því,
hvernig einn þeirra var myrtur
á ríkisráðsfundi, en honum
tókst smám saman með brögð-
um að skáka hinum valdaspekú
löntunum til hliðar, og er enn
ekki útséð um örlög þeirra.
í Rússlandi var enginn að
gagnrýna þetta stjórnarfar, því
að þar getur enginn maður átt
á hættu að hafa skoðun. Það
getur kostað lífið.
Hitt gegnir meiri furðu, að
nokkur maður í nokkru landi
utan þesSa harðstjórnarríkis
skyldi geta fengið af sér að ger
ast verkfæri þessa illmennis.
Verður það naumast skýrt með
öðru en blindri trú eða frá-
bærri einfeldni þessa ólónssama
fólks, sem þannig lét ginnast,
nema valdagirnd hafi ráðið. En
erfitt er að fá sig til að trúa, að
nokkur maður, sem vissi um
glæpi hans, mundi kæra sig um
að gerast jarl hans og þjóna hon
um.
Þó er mannkynssagan nokkuð
óhrekjandi vitni um þetta. —
Meðan vestrænar þjóðir gáfu
40 nýlendum frelsi eftir síðustu
heimsstyrjöld, lögðu Rússar
undir sig hvert ríkið af öðru í
Evrópu, girtu íbúana inni í
gaddavírsgirðingum og skutu á
þá, ef þeir reyndu að flýja.
Hvernig gátu slík ósköp
gerzt?
Með áróðri og blekkingum
smeygðu kommúnistar sér inn í
stjórnir þessara landa og opn-
uðu síðan bakdyrnar fyrir Sov-
éthernum og tóku þannig völd-
in með ofbeldi. Svo var byrjað
samkvæmt fyrirmyndinni að
úrrýma andstæðingum komm-
únista í þessum löndum, kvelja
þá og pína. Þannig var sett upp
ógnastjórn á sama hátt og hjá
Stalin.
Hvað er nú hægt að kalla
þetta annað en landráð?
En þó að þessi andstyggilegu
fordæmi mættu vera lýðum ljós
og hverjum óbrjáluðum manni
til viðvörunar, héldu íslenzkir
kommúnistar áfram að trúa í
þaula eins og stungin hefðu
verið úr þeim bæði augu, trúa á
Stalin eins og guð, og ganga á
fund þessa glæpamanns ár eftir
ár, sitja á þingum hjá honum og
taka við fyrirskipunum.
Hvað gátu þeir verið annað
að gera en að undirbúa valda-
töku hans hér á líkan hátt og
gert hafði verið í öðrum lönd-
um? Er það ekki í stefnu-
skránni, að allir menn í veröld-
inni eigi að þjóna undir þetta
skipulag, sem á valdatíma Stal-
ins þýddi, að nauðsynlegt sé að
þjóna undir Rússa? Er senni-
legt, að það hafi verið göfug ráð
og holl íslendingum, sem brugg
uð voru hjá þessum stórglæpa-
manni, sem með lævísi dreymdi
um það eitt að kúga undir sig
allan heiminn? Er-ekki senni-
legt, að hinir staurblindu
broddar kommúnista hafi verið
'hafðir að ólíka viljalausum verk
færum þessa þokkamanns og
hinir, sem búnir voru að svíkja
frelsið af sínum ættlöndum?
Hvers vegna hafa handbendi
Rússa hér á landi hamast gegn
Atlantshafsbandalaginu og bar-
izt eins og ljón gegn því, að
hér væru nokkrar landvarnir,
nema til þess, að Rússar gætu
gleypt okkur eins og hinar þjóð
irnar, hvenær sem þeim þókn-
aðist, girt okkur inni í gadda-
vírsgirðingum, drepið þá, sem
kæra sig ekki um svona lagað
stjórnarfar og skotið þá á flótt-
anum, sem biðja um eitthvað
annað?
Það þarf ekki mikla skarp-
skyggni til að róða þessa gátu.
En svo iðinn hefur áróður
þessai'a manna verið, svo staur-
blind trú flokksmannanna á
þetta glæfraspil með fjöregg
þjóðarinnar, svo mikil auð-
mýktin gagnvart þessum ger-
spillta harðstjóra Slalin, að
vel gæti það minnt á ofsatrú
munkareglu nokkurrar, sem þó
var svo hreinskilin að kalla sig
domini canes — þ. e. varðhunda
drottins. Þeir stóðu fyrir trúar-
ofsóknum og galdrabrennum.
Hvenær hef ég mælt slíkri
kreddu bót? Hef ég ekki barizt
gegn henni alla ævi í kirkjunni
og verið illa liðinn fyrir? En ég
hef gert það vegna þess, að ég
er sannfærður um, að hvar
sem kreddublinda er, má búast
við illu. Og kreddublinda í
stjórnmálum, þar sem hvorki er
trúað á guð né sannleikann né
neitt annað en ofbeldi, er þaðan
af háskalegri. Og enn má þess
geta, að allar trúvillingabrenn-
ur, sem Vm. fjarskast yfir, eru
ekki nema hreinir smámunir í
samanburði við morðverk Sal-
ins.
Nú vil ég spyrja Verkamann-
inn: Finnst honum það stórum
ótilhlýðilegi'a að kalla glæpinn
glæp, mannvonzkuna mann-
vonzku, landráðin landráð, en
að framkvæma þessi ferlegu
verk í svo stórum stíl og gert
var á valdatíð Stalins? Á að
breiða yfir ósómann með blíð-
u,m orðum og halda svo áfram
sömu heimskunni og fyrr?
Kann það einmitt ekki að vera,
að hin herfilegu misferli í Sovét
ríkjunum, þar sem einn valda-
maðurinn drepur annan og
harðstjórn ríkir, þar sem þús-
undáraríki friðar og frelsis átti
að renna upp, stafi framar öllu
af því, að hlutirnir eru ekki
nefndir réttum nöfnum og
þannig séu hinir einföidu
ginntir til að trúa á niðurlæg-
ingu sína og berjast fyrir ófrelsi
sínu?
Hverjum gæti það þjónað að
gera ísland að öðru Ungverja-
landi? Ekki verkamönnum, sem
yrðu þrælkaðir meira en nú og
fengju ekki að gera verkfall.
Ekki þjóðinni, sem fengi ekki
framar að ráða sér sjálf. Jafn-
vel ekki þessum vesalings flón-
u.m, sem látið hafa Rússa segja
sér fyrir verkum til að tóldraga
sína eigin þjóð. Hvað varð um
höfuðið á Nagy og fleiri komm-
únistasprautum, sem Stalin
hafði notað til að opna fyrir sig
bakdyrnar? Þessi höfuð voru
hreinsuð burt, þegar ekki þurfti
lengur á þeim að halda. Þau
voru fyrirlitin, jafnvel af hús-
bændunum, sem notað höfðu
þau fyrir skóþurrku. Þannig er
það óvíst, að þessir höfðingjar
mundu nokkru sinni komast í
jarlsstöðuna, ef það er draumur
þeirra.
Nei, það er betra, Verkamað-
ur sæll, að nefna hlutina sínum
réttu nöfnum, skilja það, að
harðstjórnin er harðstjórn, með
hvaða nafni sem hún skreytir
sig, pyntingar og manndráp er
ekkert göfugra í Rússlandi en í
öðrum löndum, þrælslund
gagnvart Rússum er ekkert
betri en gagnvart öðrum þjóð-
um.
Og loks er sú itrúarregla, að
nota ósannindi, svik og blekk-
ingar til framdráttar málum
ekkert göfugri, þó að kommún-
istar beiti þeim en aðrir. í
Rússlandi voru í tíð Lenins
stofnuð guðleysingjafélög til að
berjast gegn kristindómi.
Ávextirnir af þeirri baráttu
koma meðal annars í ljós í
þeirri siðmenningu, sem stjórn-
arfar Stalins ber vitni um.
Benjamín Kristjánsson.
(Framhald af bls. 1)
Ríkisstjórnin ákvað að taka
gengisf.hagnaðinn af útfl.vörum
landsmanna og náði þannig til
ríkissjóðs 75,4 milljónum króna.
Þessi fjárheimta ríkissjóðs er
enn ein sönnun þess, að gengis-
breytingin frá í su,mar var ekki
gerð í þágu atvinnuveganna, né
vegna kauphækkunarinnar,
heldur til þess að þjóna sam-
dráttar og eyðslustefnu ríkis-
stjórnarinnar.
Atliugasemdir kenn^ra
(Framhald af bls. 1)
lúta lögmálum viðfangsefnisins
og að koma sæmilega fram, þótt
ekki séu ætlaðii' til þess sér-
stakir tímar, og það er áreiðan-
lega ókunnugleiki að halda því
fram að skólinn meti ekki mik-
ils gott innræti nemandans og
góða framkomu.
Að síðustu?
Það getur reynzt tvíeggjað
vopn, jafnvel til framdráttar
bindindisstarfinu, að taka und-
ir með þeim fjölmörgu foreldr-
um, sem sífellt kyrja þann söng,
að kennarinn sé ónytjungur,
sem engan veginn standi í stöðu
sinni, og nemandinn eigi ekk-
ert með hans orð að gera.
En hitt tel eg mun vænlegra
að auka skilning á starfi kenn-
ara og skóla og vekja með börn
unurn traust og virðingu á
stofnun þeirri, er þau eiga næst
'heimilunum, helzt athvarf hjá
að leita.
Og þó að kennarar, eins og
aðrir, þoli það persónulega að
vefa gagnrýndir, þá verður að
gera það, barna og unglinga
vegna, á þa'nn hátt að velvilji
þeirra og traust í okkar garð
sópist ekki burtu.
Eg held að traust barns á
ófullkomnum kennara sé betra
en ekkert traust, segir.Sigurður
Óli Brynjólfsson að lokum. —
Blaðið þakkar svörin og óskai'
honum og kennarastéttinni mik
ils og góðs árangurs í hinu
vandamikla ábyrgðarstarfi í
fræðslu- og uppeldismálum. □
Bjarni M. Jónsson: Ivóngs-
dóttirin fagra, Álfagull. —
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
19C1.
í þessum mánuði komu út í
þriðju útgáfu ævintýri Bjarna
M. Jónssonar námsstjóra,
Kóngsdóttirin fagra og Álfagull,
fallegar blarnabækur, prýddar
mörgum og vel gerður teikni-
myndum. Þessar bækur þóttu
mörgum góður fengur þegar
þær komu fyrst á prent fyrir 35
árum. Séra Jakob Kristinsson,
fyrrv. fræðslumálastjóri, sagði
um þær: „Þær eru ekki aðeins
góðar barnasögur, heldur og
góður skáldskapur, ssm margur
fulltíða maðurinn gæti lesið sér
til sálubóta og ánægju.“ Vil ég
taka undir þessi ummæli hins
merka gáfumanns og láta þakk-
Á árunum 1950—1958 á með-
an Eysteinn Jónsson var fjár-
málaráðherra, var varið 28,5%
af heildarútgjöldum fjárlaga til
uppbyggingar og til atvinnu-
veganna í landinu,.
Af útgjöldum fjárlaga fyrir
1962 munu um 17% fara til
þessa. Ef aðeins væri haldið í
'horfinu í brúa-, hafna- og vega
málum, þyrfti að hækka fjár-
veitingar til þessara mála um
a. m. k. 15 milljónir króna, þó
aðeins sé miðað við yfirstand-
andi ár. En þessi dæmi sýna
Ijóslega hvert stefnir.
Til hafnarmannvirkja er svo
litlu fé varið, samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu, að það mundi
ta'ka ríkissjóð tvö ár að greiða
þann kostnað, sem þegar er á
fallinn.
Sparnaðartal stjórnarliðanna
er öllum kunnugt. f fyrstu fjár-
lagaræðu Gunnars Thoroddsen
lagði hann áherzlu á 12 sparn-
aðarliði, sem hann hugðist fást
við og talaði skelegglega um. í
næstu fjárlagaræðu urðu sparn
aðarloforðin 24 talsins.
Þessu til viiðbótar gaf meiri
hluti fjárveitinganefndar út 23
sparnaðaratriði er stjórnin
'hafði til framkvæmda. Alls eru
þetta 59 sparnaðarloforð. f
haust kom fjármálaráðherrann
lítið inn á þennan þátt, mun
ekki hafa talið sér fært að nota
lengur þetta misheppnaða
áróðursbragð. Enda hefur sagan
um sparnaðinn thjá núverandi
ríkisstjórn orðið öll önnur en
látið var í veðri vaka. Sparnað-
urinrt hefur enginn orðið í fram
kvæmdinni. Hins vegar heefur
ríkisbáknið þanis út. Nýtt efna
hagsmálaráðuneyti var sett á
laggirnar með tilheyrandi skrif-
stofum, saaksóknaraembætti
með tilheyrandi skrifstofum,
sakadómurum fjölgað og fyrir-
'huguð er fjölgun borogardóm-
ara í Reykjavík. Árið 1958 vom
38 launaðar nefndir á 19. gr.
fjárlaga. Þeim átti auðvitað að
fækka, samkvæmt sparnaðar-
talinu. Þessar nefndir urðu þó
árið 1960 og kostnaður 2 millj.
króna. □
ir mínar í ljós til útgáfunnar
fyrir að hafa komið þeim á fram
færi enn á ný og gert þær vel
úr garði. Málfarið á þessum
bókum er mjög til eftirbreyni
fyrir barnabókahöfunda. Það er
ekkert tæpitungumál eða lang-
lokuyaðall, eins og — því miður
gerir víða vart við sig. Setning-
arnar eru stuttar og hnitmiðað-
ar við skýra hugsun í sem fæst-
'um orðum. frásögnin er þó létt
og áferðarfalleg, atburðarásin
hröð, en uppistaðan fögur og
heillandi.
Eg vil eindregið benda for-
eldrum á þessi hugljúfu ævin-
týri. Þau eru sígild að efni og
orðfæri, snotur álitum og seld á
mjög lágu verði. Og skólasöfnin
mega ekki án þeirra vera.
Jóhannes Óli Sæmundsson.
FRÁ BÓKAMARKAÐINUM