Dagur - 20.12.1961, Síða 8

Dagur - 20.12.1961, Síða 8
8 I í Foryslusauðurinn bjargaði öllu lénu en var sjálfur orðinn mjög þrekaður SUMIR ÁLÍTA að sögur um vitsmuni og afrek forystukinda séu sjaldan byggðar á staðreynd um, séu að mestu ýkjur einar og tilheyri löngu liðinni tíð. En margir bændur vita betur, því að er.n eru itil þær úrvalskind- ur í þessari grein hins íslenzka fjárstofns, sem vert er að minn- ast. Enn er öllum í fersku minni fárviðrið, sem geisaði á Norð- urlandi frá 22.—25. nóvember sl. Þá stríddu mjög margir í ströngu og unnu hetjudáðir, 'bæði á sjó og landi. Hér verður sagt frá einni. Á Árskógsströnd gerðist sá atburður í áðurnefndu ofviðri, að Guðmundur Gíslason stóð yfir 40 kindum í meira en tvo sólai-hringa á roelhól einum í Þorvaldsdal og bjargaði þeim frá bráðum bana. Og ihann gerði' meira en standa yfir fénu. Hann hélt því í hnapp á berangri, þótt þar væri naumast stæt't vegna veðurofsans, og varnaði því að hörfa undan veðrinu í skjól- arnir þar ekki þurft að hafa áhyggjur af fénu í haga, því að sauðurinn hefur jafnan skilað því heim fyrir hret og hríðar, svo að ekki -hefur brugðizt fyrr en nú. Vanalega er hann þá síð- astur og rekur á eftir. Og oft er hann undarlegur í tiltektum sínum. Ei'tt sinn hugðu menn að hundar væru komnir í fjárhóp, hlupu til og ætluðu að segja nokkur vel -valin orð við hund- kvikindin. En þegar betur var að gætt, var þar enginn hundur, aðeins sauðurinn að reka féð úr girðingaihólfi og til fjalls. Þetta var á fögrum haustdegi og blíð- viðris kafli framundan. Víkjum svo aftur að ánum 40, sem ekki náðust í hús á mið- vikudagskvöldið, í hríðarbyrj- un. Þær fundust á laugar- dáginn gsgnt Grundarklifi í Þor valdsdal. Sauðu.rinn var þá kominn nokkru ofan í fjalls- hlíðina með nokkrar kindur með sér. Yfir eina þeirra hafði aðeins skeflt og stóð sauðurinn þar hjá. að segja, að þegar heim var komið, gefið var á garðann og ærnar ruddust á jötuna, stóð hann kyrr í krónni og leit ekki við heyi. Hann var svo þrekaður orðinn, að hann snerti varla stná fyrr en á þriðja degi. Ekki -hafði þó telja-ndi reynt á þrek hans í heimferðinni. Jón og Höskuldu.r Bjarnasyn- ir í Hátúni sögðu mér þessa sögu og líta svo á, að í þetta s-kipti, sem stundum áður, -hafi sauðurinn bjargað öllu fénu með alveg dæmafárri hreysti og viti. En 'hvernig stóð svo á því, að sauðurinn brá venju sinni og kom ekki heim með féð fyrir hríðina? Sennileg skýring er sú, að sama daginn og veðrið skall á, var rjúpnaskytta á ferðinni á þessum slóðum. Sást slóð hans liggja norðan við þann stað, sem fjárhópurinn hélt sig, þ. e. milli fjáihópsins og bæjar, og senni- lega hefur hann skotið eitthvað. „Að réttu lagi“ átti sauðurinn einmitt þennan dag að koma heim með féð, en truflaðist af mannaferð og skotum. □ sama lau.t, er þar var rétt hjá. Þeir, sem einhvern tíma hafa lent í stórhríðaiibyl með fjárhóp skilja það þrekvirki að vakta fjárhópinn í tvo sólarhringa í því veðri og á þann hátt hátt að láta engakind hrekjast í skjólið. En í skjólinu í Grundarskál hefði allan hópinn fennt að öðr- um kosti, því að þar var alft slétt yfir að líta þegar upp bii'ti og fönnin svo samanbarin að naumast markaði í spori. En hver var þá þessi Guð- mundur Gíslason. Ja, trúlega enginn væskill, gæti maður haldið og hvers vegna ekki að birta mynd af þessu karlmenni? Skýringin er sú, að sá, sem hjarðarinnar gætti með slíkum skörungsskap, var ekki maður, heldur fjögurra vetra gamall, mórauður forystusauður frá Hátúni á Árskógssti'önd. Afrek sauðsins myndi á fárra manna færi. Nánari tildrbg eru í stuttu máli þessi: Á Hátúni á Árskógsströnd vantaði allt féð, um 40 fjár, þeg- ar stórviðrið skall á. Þar býr Emilía Jónsdóttir með börnum sínum. Undanfarin ár hafa pilt- Leitai-menn undruðust að enga aðra á hafði fennt og réðu ekki gátuna fyrr en þeir sáu traðkið í melhólnum við Grund arskál og öll merki þess, að þar hafði féð verið í stórhríðinni í tvo sólarhringa eða meira. O-g þó var gátan ekki leyst fyrr en skýring fékkst á því, hver hefði aftrað fénu að leita skjóls, sem var að finna rétt hjá og undan veðri að fara ef þangað var haldið. Það var talið útilokað að fé hefði, að sjálfráðu, staðið áveðurs allan tímann og gagn- stætt allri venju. Heimferðin gekk ágætlega, enda ekki mjög langt að fara. Það er af Guðmundi Gíslasyni Nýr amtsbókavörður SIGLAUGUR BRYNLEIFS- SON lætur af starfi við Amts- bókasafnið á Akureyri um næstu áramót. Bókasafnsnefnd hefur falið Árna Jónssyni kennara að veita safninu forstöðu frá sama tíma til fyrsta júni, eða þar til nýr safnvörðup hefur verið ráð- inn. □ | Húsvíkingar mótmæla þeirri hugmynd að | I togurum verði hleypt inn í landhelgina j j Á FUNDI BÆJARSTJÓRNAR Húsvíkur flutti Þórir Frið- \ \ geirsson bæjarfulltrúi svohljóðandi ályktun, sem var sam- = 1 þykkt samhljóða: i 1 „Fundur bæjarstjórnar Húsavíkur, haldinn 18. desember \ i 1961, mótmælir eindregið þeirri hugmynd, sem fram hefur i i komið, að leysa vandamál togaraútgerðar íslendinga með því i H að leyfa togurunum að veiða innan hinnar nýju landlielgis- i i línu. Bæjarstjórnin lítur svo á, að slík ráðstöfun væri ekkert i | bjargráð fyrir togaraútgerðina, en mundi hins vegar eyði- i i leggja bátaútveginn, sem blómgast hefur síðustu missirin i \ vegna friðunar þeirrár, sem unnist hefur vegna útfærslu i i landhclginnar.“ 1 GJALDSKRÁ HÆKKI irnabækur BÆJARRÁD Akureyrar hefur lagt til við bæjarsjórn, að hún samþykki nokkra hækkun á gjaldskrá Sundlaugar Akureyr- ar, en hún er nú lægri en gjald- skrá flestra sambærilegra sund lauga á landinu. □ HÆTTULEGUR LEIKUR FYRIR nokkrum dögum voru telpui' tvær á gangi hér í bæ og •urðu þá fyrir því að einhvers konar sprengja sprakk við fætur þeirra. Kviknaði þá í sokk ann- arrar þeirra og brenndi stórt gat á hann aftan á kálfanum og hljóp þar upp mikil 'blaðra. Hér er frá þessu sagt til við- vörunar, og að mörg önnur barnagull erU heppilegri dægra dvöl en sprengjur, hverju nafni sem nefnast. □ „Salómon svarti' í fyrra kom út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar unglingabók- in „Salómon svarti“ eftir Hjört Gíslason, vei'kamann á Akur- eyri, og hlaut þá einróma lof þeirra, er lásu. Nú hefur Fonna-Forlag í Noregi gefið bókina út þar í landi. Áður hefur sama forlag gefið út Árna-bækur Ármanns Kr. Einarssonar. í haust kom út hjá Bókafor- lagi Odds Björnssonar fram- hald af „Salómon svarta" og heitir sú bók „Salómon svarti og Bjartur11. Það hefur verið lítið um það, að íslenzkar unglingabækur hafi verið þýddar á erlend ÆVINTÝRI í BORGINNI er ný barnasaga, sem Rókolfirlag Odds Björnssonar gefur út ei'tir hinn vinsæla barnabókaliöfund Ar- mann Kr. Einarsson kennara. Ég hef, því miður, ekki kynnt mér cnn senr skyldi Irarnabækur þessa höfundar, en hef gott eitt um þær að segja, sent ég hef lesið. Fyrri bókina í þessum flokki, /l’.vintýri i sveitinni, lief ég ekki lesið, en þessar tvær munu mega teljast sjálfstæðar siigur að nokkru og notast að fullu hvor fyrir sig. Ævintýri í borginni er mjög skemmtileg aflestrar, lull af gam- ansemi og hraðfleygtim atburðum, sem allir eru við barna hæfi. Flest- ir þeirra gætu verið sannsöguleg- ir, enda mun svo til ætlazt, þó að bókin beri nafn „ævintýrsins". Greindir krakkar munu þó tæpast trúa því, að Snati litli hefði eirr svo'lengi. sem sagati telur, í lok- aðri skólatösku, og stundum virð- ist mér Stína irænka og afi gamli svoh'tið (ifgakcnnd. En þetta verð- ur vinsæl barnalesbók, ekki síður I norskri útgáfu lljörtur Gieiason. tungumál. Það er því ástæða til þess að flytja Hirti Gíslasyni heillaóskir af þessu tilefni. □ en aðrar bækur Armanns. Hiif- undur er glöggskyggn á ýmsa þætti barneðlisins, fundvís á. skemmtilega atburði við barna hæfi, ritar snoturt mál, sviðsetur siigupersónurnar oft á eftirminni legan hátt. Teikningar Halldórs Péturssonar listnrálara eru að venju rhjög lifandi og mikil bók- arprýði. Útgáfan er öll hin snyrti- legasta. Þessi bók hentar vel 8—10 ára börnum, sem orðin eru dável sjálfbjarga í lestri. Sama útgáfufyrirtæki sendir nú frá sér aðra barnabók eftir þennan höftind (Arm. Kr. Ein.). Er það uppliaf í bókarflokki um ellefu ára dreng, sem er fullur orðinn af frekju, og hættulega smitaður af hraðaæsingi og kröfu- hörku, sem áreiðanlega er hið liáskalega tímanna tákn. Þessi lyrsta Óla-Uók lofar góðu. I hetini, er strax alvarlegur undir- straumur, en þó er hún með ,ó- sviknum ævintýrablæ. Mér finnst þessi frásögti bráðsnjöll, og það er rnjög mikill htaði í hciini, en efnið þó vel bundið ákveðnum fyrirætlunum með hinn óstýriláta dreng. — Jói gamli frændi með „teygjuskeggið" og „teygjumunn- inn“ setur lika nú þegar nokkurn svip á þetinan fyrsta kafla rit- verksins, og mann grunar að hanit eigi eftir að hafa mikla þýðingu fyrir uppeldi Óla litla. Eitt þykir mér að þessum bók- um báðum. Hvers vegna er verið að sniðganga lögskiþaða merkja- setningu á samtölunum? Engin rilvitnunarmerki (gæsaláppir). Þetta kann ég ekki við, og það er ekki heppilegt íyrir íslenzkunám lesendanna í skólunúm, að uppá- haldsbækurnar séu með undan- brögð í stafsetningu og notkun greinarmerkja. Þá þykir mér höf- undur nota of mikið sérnafn sögu- hetjunnar, t. d. á fyrstu blaðsíð- unum. — En þetta er annars mjög álitleg bók lyrir unga lesendur, eins og hin fyrri, sem cg gat um. Ealleg bók hið ytra og' mynd- skreytt sæmilega. Eg hlakka til að sjá, hvernig Ármann prjónar þennan sokk. Hann fer vcl af stað.. — J. Ú. Sœm.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.