Dagur - 23.12.1961, Qupperneq 5

Dagur - 23.12.1961, Qupperneq 5
■ >—:----------------------------- Ðagub Mannréftinda- skráin HINN 10. DESEMBER sl. voru 13 ár liðin síðan mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á Allsherjarþingi samtakanna, sem haldið var í París 1948. Af þáverandi 58 aðildarríkjum greiddu 48 henni atkvæði, en 8 ríki sátu hjá og 2 voru fjarverandi. í tilefni afmælisins sagði forseti Alls- herjarþingsins, Mongi Slim, m. a. í ræðu í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna. „Þegar við í dag höldum hátíðlegt 13 ára afmæli mannrétindaskrárinnar hérna í Sameinuðu þjóðunum, þá hyllum við þessi samtök fyrir þolgæði þeirra og óbrigðula viðleitni við að fá þessi réttindi endanlega og almennt staðfest og viður- kennd í öllum heiminum. Verðmætasta eign mannsins er án efa sæmd hans og sjálfsvirðing ásamt þeim náttúrlcga rétti, sem hann á tilkall til frá fæðingu af því að hann er mennsk vera, án tillits til kynþáttai', kyns eða hörunds litar. Við getum fagnað því að hafa þegar komizt álitlegan spöl af leiðinni sem liggur í rétta átt, og á þessum vettvangi er mannkynið sífellt að ná nýjiun áföng- um á öllum breiddargráðum hnattarins. En þessi uppörvandi sigurganga er engan veginn komin að leiðarlokum. Án þess að sýna á okkur nokkur þreytu- merki verðum við að halda henni áfram, hvar svo sem þörfin kann að vera brýn- ust. Ekkert tillit til kynþáttar, hörunds- litar eða kyns má koma í veg fyrir það. Enginn siðgæðislega heilbrigður mað- ur, sem vill vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér, getur fyllilega gert sér grcin fyrir víðtæki eigin virðingar sem mann- eskja, fyrr en hann liefur lagt sinn per- sónulega skerf til þeirrar viðleitni, að koma á um gervallan heim þeim réttind- um til handa meðbræðrum hans, sem hann telur sjálfur sjálfsagðan hlut í lífi sínu. Þegar hin stórkostlegu og liáleitu markmið eru höfð í huga, er þetta verk- efni sannarlega þess vert, að við leggj- um af mörkum það sem við getum til að greiða fyrir og efla sanna hamingju mannkynsins. í dag get ég með stolti tilkyimt fyrir hönd Samcinuðu þjóðanna, að 16. þing þeirra hefur nú lokið við að ganga frá uppkasti að alþjóðlegum sáttmálum um mannréttuidi, þar scm öll aðildarríkin hafa í óþreytandi samvinnu fellt inn þau ómissandi réttindi, sem hver einstakling- ur á kröfu á og sem eru kjarninn í sið- ferðilegu og andlegu starfi mannsins. Það er von mín, að þannig verði hægt að flytja þessi réttindi frjálslega úr orð- um Mannréttindaskrárinnar yfir í dag- legt Iíf og starf veruleikans.“ Þau eru sannarlega þess virði ummæli forsetans, Mongi Slim, að þau séu hug- leidd í alvöru, og að forystumenn al- þjóðasamtaka njóti þess styrks frá öllum mönnum, að mannréttindin séu krafa allra siðaðra manna — mannréttindí öll- um til handa. N_______________________________- Á ÖRÆFUM í SEPTEMBERSÖL ÞETTA VAR laugardaginn 9. september sl. —- Eg vaknaði snemma og fann, áður en eg komst til fullrar vitundar, að eitthvað sérstakt lá í loftinu. Og svo mundi eg það allt í einu: Eg ætlaði í öræfaferð. Veðrið var gott, reglulegt blíð viðri, skýjað en þurrt veður og hlýtt. Nú þurfti margs að gæta. Upp úr hádeginu æluðum við að leggja af stað. Klukkan mun hafa verið um þrjú þennan dag, þegar við ók- um úr hlaði, frá Vatnsenda. — Fyrsti viðkomustaðurinn var útibú Kaupfélags Svalbarðs- eyrar á Fosshóli. Þar bættum við ofurlítið við nestið og fengum góða fyrirgreiðslu, eins og venjulega, hjá Flosa útibús- stjóra. Svo lá leiðin yfir hina gróðursælu Fljótsheiði, niður í Reykjadalinn og þaðan, sem leið liggur fram eftir, yfir Mý- vatnsheiði. Fagurt er að líta yfir Mý- vatnssveit af Nónskarðsás. Fög- ur er sveitin alltaf og ekki sízt í haustklæðum sínum. Við kom- um í Álftagerði og fengum okkur mjólk í nesti hjá Kristínu, konu Gests bónda, og héldum svo áfram. Nú var farið rólega, því að margt var að sjá og skoða. Eg er þannig gerður, að fyrir mín- um sjónum eru gömul og að einhverju leyti gróin hraun, eitthvað hið fegursta, sem eg fæ augum litið. Og óvíða er meiri fjölbreytni eða litir fegurri en í Mývatnssveit. Þar er gróður líka fjölskrúðugur og haustlit- irnir allt frá ljósgulu til dökk- rauðs og allt þar á milli. Svanir og endur syntu á vatninu og hreyfðu sig ekki, þótt ekið væri á vatnsbakkanum rétt hjá. Á brúninni við Námaskarð námum við staðar og horfðum vestur yfir sveitina. Hugurinn stefndi þó meira í austurátt, því að þangað skyldi haldið, og ekki lengi staðið við á þessum víðsýna sjónai'hól. Þarna er brennisteinsverksmiðja, en hún er hljóð og' byggingarnar eru að hrörna. Neðan brekkunnar er hið náfnkunna Bjarnarflag, þar sem Mývetningar höfðu áð- ur kartöflurækt, þar til hnúð- ormurinn tók fyrir þá ræktun. Já, og þarna er gufubaðhúsið, sem Mývetningar byggðu yfir gufuholum í Jarðbaðshólum. Þar hefur margur gigtar- skrokkurinn fengið góða bót, að minnsta kosti um stundarsakir. Og þar hefur margur óhreinn og þreyttur maðurinn farið inn og komið út aftur hreinn á hör- und og hress á sál. En nú er nóg dvalið og nef- inu snúið í austurátt og ekið austur. Sunnan Námaskarðs heitir Námafjall, en Dalfjall norðan, og austan undir því er Hlíðardalur, norður með fjall- inu. Þar skammt norður með eru Dalhús, sem er eyðibýli. Austan Námafjalls heitir Hverarönd. Þar eru leirhver- irnir og borholurnar, sem kunnugt er. Næst stönzum við hjá Austara selslind. Þar tökum við vatn, því að kaffi skal hita í Péturs- kirkju, en litlar likur fyrir því, að það fáist þar, enda reynist svo, þegar þangað kemur, að vatnsbólið er þurrt. Kaffi er hitað og drukkið með beztu lyst og eftir það ekið aust ur Borgarmel og Skógarholt. Norðan við Hi-ossaborg beygj- um við til hægri, út af þjóðveg- inum, og höldum í átt til Herðubreiðarlinda. En þangað er ferðinni heitið. Leiðin er greiðfær, en við förum hægt. Nú fyrst eru öi'æfin að ná tök- um á okkur. Það veldur mér nokkrum kvíða að vera að leggja í svo langa fei’ð á einum jeppa, með kvenmann einan fai'þega. Eitt- hvað getur bilað, þótt jeppinn sé í góðu lagi. Og bilanir gera sjaldan boð á undan sér. Og það er langt úr Lindum í Gríms- staði, líklega um 70 km., og of langt fyrir lítt gangvana konu, en eg vona að allt gangi vel og reyni að njóta þess, sem fyrir Við fossinn í Grafarlandaá. augu ber og áhrifanna frá öræfa kyri-ðinni. Þegar við komum að Grafar- landaá, er tekið að bregða birtu og fer eg nú heldur að hi-aða föi'inni, því að betra er að hafa skímu yfir Lindaá, enda þótt botn sé góður og aðstaða öll hin bezta, miðað við óbrúað vatnsfall. Allt gengur vel þar til við komum nokkuð suður á eyr- arnai', austan Lindáx'. Þar þui'fti að nema staðar, en á meðan drap jeppinn á sér og var fyi-st í stað ófáanlegur til að vinna meira. Vatn hafði kornizt í kveikjuna; við nánai'i athugun, þótt það kæmi ekki að sök fyrr en vélin fór að ganga hægar. Var nú fljótt úr þessu bætt með tvisti og vasaklút. Klukkan var 21.30 þegar við komum að Þor- steinsskála í Herðubreiðai'lind- um. Þá var 10 stiga hiti, sunn- angola og alskýjað loft nema undir í suði'inu. Þar var heiður himinn, sem spáði góðu fyrir morgundaginn. Og nú var setzt að suðu og snæðingi. Eftir það var kaffi drukkið og að því búnu gengið t il hvílu. Klukkan 5.30 á sunnudags- rnorgun vaknaði eg hress og endui'nærður, leit út um glugg- ann og sá, að heiðskírt var og hið fegui'sta um að litast. Bjóst eg við því, að fi'ost væri komið og hugsaði til jeppans, en vatn var á kælinum en ekki frost- lögui'. Hljóp eg nú út fáklædd- ui', en ótti minn reyndist ástæðu laus, því að hitinn var ennþá 5 stig, stafalogn og skýlaus him- inn. Fór eg inn aftur, rór í skapi, og kveikti á prímus, setti vatn yfir til hitunar. Var svo kaffi drukkið með góðri lyst og að því búnu farið að litast um. Oft hef eg komið í Herðu- breiðarlindir, oftast í góðu veði’i, og ávallt unað þar vel. En aldi'ei hefur mér fundizt þar önnur eins töfi'afegurð, sem í þetta sinn. Loftið var svo tært, að maður sá næstum hverja ósléttu í Upptyppingum og til Kvei'kfjalla sýndist svo stutt, að þangað væri hæfileg moi’gun- ganga. Herðubreið gnæfði yfir, snjóug á kollinum og enn með þokunátthúfuna. Og umhverfis skálann hafði gróðui'inn tekið á sig haustlitina. Lindai'nar streymdu fram undan hrauninu, blátærar með hvítum smábun- um hér og þar. Austur á sönd- unum hillti Jökulsá upp, svo að hún sýndist ofar en umhvei'fið, svo að manni gæti sýnzt hún hlyti að flæða vestur yfir eyr- arnar þá og þegar. Þai-na dvöldum við við mynda tökui', alsæl í ríki hinna ís- lenzku öræfa, og í'öltum með- fram lindunum. f þeim var ara- grúi af smáum silungi, sérstak- lega í einum polli, sem hefur vei'ið 4—6 metrar á lengd og allt að 2 metrar á breidd. Mér gekk illa að telja, því að illa gekk að fá hjörðina til að vera kyrra. Gaman var að sjá þessa litlu fjallabúa. Þeir voru í önnum og ekki síður sundfimir en fi-ænd- ur þeirra í byggð. Heldur mun vera naumt um fæðu á þessum slóðum fyrir vatnabúa, enda voru þeir smávaxnii'. Nokkrir smáfuglar voru þai’na á sveimi og voru þeir glaðir í bragði og fögnuðu degi með því að syngja fullum hálsi. Og þarna var kominn gamall kunningi, fiskiflugan. Mér (Ljósmynd: K. S.). Herðubreið, (Ljósmynd: K. S.) fannst hún gei'a staðinn fi'ekar vistlegri, þótt hún sé annai's ekki vel þokkuð. Þegar við höfðum dvalið þai-na fram að hádegi, notið friðsældar og fegurðai', etið og drukkið, héldum við af stað í átt til byggða. Sama veðui'blíða hélzt og enn var næstum ský- laus himinn. Hitinn var 20 stig og svo kyrrt, að vai'la bærðist hár á höfði. Við brugðum okkur vestur í Gi-afai'lönd, norðan við hraunið, og síðan suður að Lindahorni, til þess að sjá Jöklu breiða úr sér, þar sem áður voru þurrar eyi'ai'. Þaðan héldum við, sem leið liggui', norður gi'jótin, að Fei'jufjalli. Þar sveigðum við út af slóðinni og upp á fjallið og alla leið austur undir ána. Það- an höfðum við dásamlegt útsýni til suðui's, austui's og vesturs, og þaðan sáum við gegnum skarð í Kjalfelli, heim í Möðrudal, eða milli Kjalfells og Húshólsfells. Þegar við höfðum hoi-ft vel og lengi á allt, sem fyrir auga bar á þessum stað, héldum við norð vestur af fjallinu og komum á veginn hjá Gi'afarlandaánni. Þar var farið í sólbað, myndir teknar af fossinum í ánni og hugað að silungi. Og þar voru nokki'ir sæmlega vænir. Við Fellnakofa borðuðum við það, sem eftir var af nestinu, drukkum mjólk og kalt kaffi, en héldum svo áfram norður að vegi. Þegar þangað kom fannst okkur of snemmt að halda heim, og beygðum því austur yfir Jökulsá og ókum alla leið að Möðrudal. Þar fundum við að máli Jón bónda, gengum með honum í kirkju, og hlýddum á oi'gelleik hjá gamla manninum. Margt var skrafað og að end- ingu gaf hann okkur málvei'k eftir sig, af Herðubreið og Kvei'kfjöllum. Fi'á Möðrudal héldum við að Grímsstöðum, fengum okkur kaffi, drukkum mikið af því, og borðuðum enn meira af bi-auði. Grímsstaða- bændur voi'u í óðaönn að hirða hey, og töldu þetta einhvern bezta þuri'kdaginn á sumrinu. Og nú var haldið heim á leið. Þegar við komum vestur undir Austaribrekku, komum við undir þokuna, sem ekki lá þó alveg niðri fyrr en vestur að Austaraselsheiði. Seinna frétt- um við, að í lægi'i sveitum hefði verið sólarlaust, þokuloft og vai'la þornað dögg á grasi. Þegar heim kom þökkuðum við guði fyi'ir vai'ðveizlu hans þessa dýi'ðardaga. Kjartaii Stefánsson. Gleðileg jól! Farsœlt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á árinu. Sanblástur og málmhúðun Sjávargötu 9, Akureyri. Síini 2760. SAUMLAUSIR net-nylonsokkar Nýja, lága verðið. Kr. 41.50. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson £■> I l v,c 1 I I I V.f & Aramót 1961—62 Upp skal hef ja áramótasöng. Af öllu hjarta þakka liðið ár. Þó að leiðin stundum væri ströng. Og stundum féllu af augum sorgartár. © <3 4* I t Munum líka marga glaða stund. Minnumst þess er sólin fögur skein. Við fuglasöng og blómum gróna grund. Hvar glitrar daggar perlan hrein — svo hrein. Glöð því fögnum ári nýju nú. I nafni hans sem fer með æðstu völd. Iðkum kærleik, ást og von og trú. Og uppskeran mun verða hundraðföíd. P. B. J. t | I t <3 4 t <3 t t <3 Draumur Sigurbjargar Björnsdótfur KLUKKAN er rúmlega 9 að morgni þess 15. júlí 1932. Akur- eyri skartar ekki sínu fegursta. Veði'ið er að vísu gott, en það er þoka niður í miðjaf hlíðar, og menn eru ekki sammála um það, hvort létta muni til um hádegið. Úti á höfninni liggur stórt lystiskip. Það er nýbúið að láta anker falla. Fáeinir menn eru á róli niðri á Torfunefs- bryggjur.ni, mest af forvitni eftir því, hvoi't þeir sjái nokkr- ar líkur til að ferðafólk komi í land fi'á skipnu. Utan hafnar- bakkann kemur ungur maður, léttur í spoi'i, með lífsfjör í aug- um. Hann teygar hið hi'essandi fjallaloft, sem bei'st með sunn- anblænum í móti horíum. Lífið ólgar í æðum hans á þessum há- sumardegi og óræðir fi'amtíðar- draumar líða fyrir sjónum hans. Ungi maðurinn, sem heitir Bald ui', gengur hröðum ski'efum suður bakkann og beygir svo niður á bryggjuna, þar sem hann samlagast öðrum forvitn- um bæjai'búum. — Sunnan við enda bi'yggjunnar er maður kominn niður í bát, sem þar er bundinn við stólpa. Hann kallar til þeirra, sem standa á bryggj- unni, og spyr hvoi't einhver vilji koma með sér fram að lysti- skipinu. Enginn vei'ður til að sinna þessari beiðni, en einhver spyr, hvað hann ætli að gera fram að skipinu. Eg ætla að taka myndir af því, var svai'ið. Eng- inn gefur sig fram, og hann ítrekar aftur spurningu sína, og bætir því við, að þetta taki mjög stutta stund. Baldur gengur að tröppunni og segir um leið: Mér er svo sem sama þó að eg fari snöggvast með þér, en eg þai-f að vera kominn í vinnuna kl. 9.30. Þeir setjast svo báðir undir árar og róa rösklega beint í stefnu á skipið. Ferðin sækist greiðlega og hvorugur veitir því eftii'tekt að vélbátur kemur á fulli-i fei’ð fi'á skipinu. Hann í'ís hátt að framan og stjórnandi hans sér ekki litlu bátskelina, sem er komin nærri fast að skipinu. Þeii', sem í litla bátn- um voru, heyrðu ekki í mótoi'num og litu of seint við til að geta forðað árekstri. Vél- bátui'inn brunaði beint á litla bátinn með þeim afleiðingum að hann fór í kaf, og þegar þeir verða slyssins vax-ir, þá tekst þeim aðeins að ná í annan manninn, mikið meiddan, en það var ekki Baldui', hann sást aldi-ei koma upp og fannst ekki fyrr en viku síðar. Nú víkur sögunni til hús- bónda Baldurs: Baldur var í vinnu hjá Magnúsi Sigurðssyni skipasetningarmanni og segla- saumai-a. Hann átti heirna í Litlu-Reykjavík, og var með nokki-a menn í vinnu á Tang- anum. Kona Magnúsar hét Sig- unbjörg Bjöi'nsdóttir. Þau hjón eru búin að vera búsett á Ak- ui'eyi'i alla sína búskapartíð, eða um 40—50 ái'a skeið, og eru við- urkennd sæmdarhjón, og mjög vönduð til orðs og æðis. Þennan morgun, sem fyrr getui', dreymir Sigurbjörgu, að hún þykist koma út um kl. 8 að morgni og sjá þá að stórt skip er að koma inn sundið, neðan við Tangann. Henni finnst veð- ur sérlega drungalegt og skipið dökkt að lit. Hún horfir á eftir skipinu inn á Pollinn, þá snýr hún inn og ætlar að hefja sín morgunverk. Þegar hún kemur inn í eldhúsið, þá finnst henni eitthvað breytt þar. Þá gengur hún inn í s.vefnherbergið, og þar sér hún ekki nema helminginn af gólfinu, en hitt sýnist hpnni vera vatn. Allt * í einu birtist Baldur henni, það er eins og hann standi á vatninu. Hann er allur blau.tur og vatn rennur niður eftir honum. Hann talar ekki neitt til hennar, en byrjar að syngja sálminn: Allt eins og blómstrið eina, og syngur tvö fyrstu versin, með svo skærri og fallegri rödd, að Sigurbjörg verður snortin af. Að því búnu sér hún það að Baldur sígur smátt og smátt niður í vatnið, unz hann hverfur alveg, en yfir staðnum myndast eins og kross mark. Meðan hún stendur þarna agndofa og horfir á blett- inn, þar sem Baldur hvarf, þá þykist hún sjá 2 menn koma inn og þekkir hún að annar þeirra er bæjarfógetinn, en hinn þyk- ist hún sjá að sé útlendingur. í því stendur hjá henni kona og Sigurbjörg snýr sér að henni og spyr, hvað eigi að fara að gera hér. Konan svarar, að það eigi að hefja réttarhöld út af slysinu. Þá þykist Sigurbjörg spyrja, hvort Baldur sé dáinn, og svar- ar konan því játandi. Mennirnir setjast nú við borðið og fara að skrifa í bækur, sem þeir höfðu meðferðis. Svo finnst henni sýslumaður segja: Svo er það hinn maðurinn sem eftir er. Þá tók útlendingurinn eitthvað upp úr vasa sínum og rétti sýslu- manni. Svo fóru þeir út, og í því vaknaði Sigurbjörg. Þegar Sigurbjörg hefur klætt SÆMUNDUR Fossdal Vigfús- son hefur verið vígður til prests í Páfagarði. Þrír Islendingar hafa áður tekið kaþólska prestsvígslu eft- ir siðaskipti og er Sæmundur sá fjórði og um leið fyrsti íslend- ingurinn, sem tekur vigslu sína í Páfagarði. Það var árið 1955, sem Sæ- mundur hélt til náms í Páfa- garði og hefur hann dvalið þar við nám síðan, nema hvað hann hefur tvisvar komið hingað heim i heimsókn. Hann var ekki vígður sérstakri reglu, heldur verður það, sem kallað er heims- prestur. Hinir þrír íslendingar, Náði í skordýraeitur í GÆR náði drenghnokki hér í bæ í skordýraeitur, sem þó var ekki á glámbekk. Yngri bróðir hans ætlaði að gera sér gott af, en veiktist hastarlega og var fluttur í sjúkrahús. Hann er talinn úr hættu. □ sig gengur hún út í dyrnar og sér þá stórt skemmtiferðaskip vera á leið inn sundið, fram hjá Tanganum, og finnst henni þetta vera sama skipið sem hún sá í draumnum. Nú fer Sigurbjörg að vinna sín morgunverk, og undirbúa miðdegismatinn. En hún var eitthvað undarleg og eins og í leiðslu allan morguninn, og draumurinn var mjög ofarlega í huga hennar. Svo líður tíminn fram að há- degi og enginn kemur til henn- ar og hún hefur ekki tal af neinum. Klukkan 12 kemur Magnús heim og með honum þeir menn, sem hjá henni borð- uðu. Þegar þeir eru nýbyrjaðir að borða, þá spyr Magnús, hvort hún hafi nokkuð séð Baldur, hann segist ekkert skilja í því, að hann hafi ekkert komið í vinnuna siðan hann fór í morg- unkaffið. Þá svarar Sigurbjörg: Hann Baldur er dáinn. Hvað ertu að segja kona, hver hefur tilkynnt þpð til þín? segir Magnús. Það hefur enginn gert, en eg veit að hann muni vera dáinn. Rétt í þessu er bankað á dyrnar og er þar kominn maður til að tilkynna Magnúsi um slysið, sem hafði orðið þá um morguninn á Pollinum, eins og fyrr er frá skýrt. Sigurbjörg Björnsdóttir er ættuð af Svalbarðseyri, fædd 1889. Hún giftist Magnúsi Sig- urðssyni árið 1916 og hafa þau hjón alltaf átt heima hér á Ak- ureyri síðan, lengst af á Odd- eyri, t. d. bjuggu þau í 25 ár í sama húsi, sem kallað er Litla- Reykjavík. Magnús hefur ætíð stundað sömu störf frá upp- hafi. Fyrst var hann lengi skipasetningarmaður, á meðan engin dráttarbraut var til. Jafn framt var hann seglasaumari, og við það vann hann meðan heils- an leyfði. Hann dó á síðastliðnu sumri 79 ára gamall. □ Skráð af B. Halldórssyní. sem áður hafa tekið kaþólska prestsvigslu á síðari tímum eru: Nonni (Jón Sveinsson), Jóhann- es Hólabiskup og séra Hákon Loftsson. - Blikið yfir kirkjunni (Framhald af bls. 1) lægra mannkyns. Menn kannast við íriðar- boga í náttúrunnar ríki og arfsögnina um, að þar geti einstaklingar fengið óskir sínar uppfylltar. En sá írið- arbogi, sem fulltrúar mann- kærleikans og lífsviljans uppbyggja í samfélagi við æðri öfl, er göfugri og mátt- ugri en hinn fyrrnefndi og efnir hip æðstu loforð. Minnumst þess, að krafta verkin, sem við köllum svo, er athöfn allra þeirra, sem lifa fyrir hugsjón kristn- innar. Ólafur Tryggvason. Jólamynd Nýja-Bíós DAGBÓK ÖNNU FRANK. Myndin byggist á sönnum at- burðum, sem áttu sér stað í síð- asta stríði, eða með öðrum orðum á „Dagbók Önnu Frank". Ánna Frank var Gyðingastúlka, iædd í Ilollandi, og varð ásamt fjölskyldu sinni og flciri Gyðing- um að fara huldu liöfði vegna of- sókna nazista. Það gefur að skilja að ekki hali vcrið auðvelt að vaxa og þroskast við slík skilyrði, en Anna óx með hverri raun og varð ein sú bezta fyrirmynd, sem Iiægt licfur verið að benda unguin stúlkum á. Anna Frank dó í fangabúðum Þjóðverja, en tlagbók liennar fannst að stríðinu loknu og því hefur verið liægt að lýsa þessum átakanlegu atburðum eins og þeir raunverulega gerðust. Mynd þessi cr afbragsvel leikin og er ógleymanleg öllum, scm hana sjá. Jólamynd Borgarbíós verður TUNGLSKIN í FEN- F.YJUM. Þetta cr þýzk dans-, söngva- og gamanmynd í litum. I einu sunnanblaðanna er umsögn um hana á þessa leið: „Þýzk kvikmyndarómantík síð- •ari ára er oftast væmin og leiðin- leg, en í þessari mynd gætir hcnn- ar lítið setn ckkcrt. Myndiu er því skemmtileg, full af glettni og fjöri og góðum söng. Aðalefni myndarinnar, sem gerist í Fen- eyjum, er það að tveir gistihúsa- eigendur, vinirnir Kúffner, sem er auðugur maður og á gistihús í Feneyjum og Gústafsson, sem er gistihúsaeigandi í Kaupmanna- höfn, hafa ákveðið að sameina auð beggja ættanna, með því að Róbert sonur Kúlfners kvænist Nínu dóttur Gústafssons. En þetta l'er allt á annan veg. Friðrik, ung- ur söngvari frá Danmörku, og söngkonan Súsanna l’eters, sem eru bæði fríð og gædd góðri söng- rödd, grípa þarna óþægilega inn í rás viðburðanna. Nína elskar sem sé Friðrik og Róbert er yfir sig ástfanginn af Súsönnu. Þetta er vandamál, sem erfitt er að leysa, en það tekst þó á mjög skemmtilegan liátt, mest fyrir kænskubrögð Súsönnu. — Verður sú saga ekki rakin hér. Hinir frægu söngvarar, hjónin Nína og Friðrik, sem allir liér kannast við, leika hin samnefndu lilutverk í myndinni. — Leikur þeirra er ekkert afbragð, en söng- ur þcirra fágaður. Hins vegar er Christine Görner í lilutverki Sús- önnu mjög skemnitileg, og söng-, ur hennar prýðilegur... .". Nýársmynd Borgar- bíós Mynd þessi, sem er amerísk og tckin í litum, er byggð á sam- nefndri skáldsögu cftir bandaríska rithöfundinn Ednu Fcrber, en hún er þekktur skáldsagna- og leikritahöfundur. Kvikmyndin gerist að mestu í Texas, á hinum mikla búgarði óðalsbóndans Bick Benedic’s. Margs konar átök ger- ast í myndinni, ekki sízt innan fjölskyldu fficks, en liér er ekki rúm til að gera því nein skil, enda sjón sögu ríkari, og auk þess fylg- ir myndinni íslenzkur skýringar- texti og á öllum að vera auðvclt að fylgjast með gangi hennar. Hlutverkin í þessari mynd eru rúmlega þrjátíu auk „statista", en aðalhlutverkin þrjú lcika Eliza- beth Taylor, Rock Hudson og Ja- mes Dean. Er leikur þcirra allra afbragðsgóður, en James Dean ber þó a£. Er þctta síðasta kvikmynd- in, sem þessi ungi og snjalli leik- ari lék í, en hann fórst svo sem kunnugt er, árið 1955. PRESTUR VÍGÐUR í PÁFAGARÐI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.