Dagur - 24.01.1962, Síða 1
i' I Vm.A<,.\ Fra.MS0KNARMAN.NA
f:R l 1 KI Davídsson
SKiUKVIX)! A í H.M NARS rk.KTI '10
SÍM! t !<><> . SktNINCIO OG I'KKNTON
ANNAsT PliKiNrVI'.KK Ol)»S
B.iÓRNSSONAR H.l'. Akori.vri
Dagur
XLV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 24. janúar 1982. — 4. tbl.
Ai;r.iAsíni.asi jóhi: Jón Sam-
ÓEI„Ssa\ . AwiAM.I ItlKN M'M VI!
Kti. 100.00. Gjai.udaci i-.k ji ,.i
BLAÐrr/KtMOK ÓT Á MIDVIKHDÖK-
!■'. S)0 A . Ai í. vu:■( );. i * %.
W'.CAl! AST.TflA I.YKUI TII.
Nýtt talsímasamband
Sæsími frá íslandi til Skotlands, um Færeyjar,
var opnaður til afnota sl. mánudag, 22. janúar
Á MÁNUDAGINN var hinn nýi
sæsími milli íslands, Færeyja
og Skotlands opnaður til aínota.
i Hundur bitur barn \
Á AKUREYRI er stór hópur
óleyfilegra hunda, og eru
sumir grimmir svo að börn
hræðast þá.
Fyrir fáum dögum beit hund-
ur barn í hendi, svo illa, að
gera varð að sárum þess á
sjúkrahúsi. Kæra út af þessum
atburði var þegar send bæjar-
fógeta.
Með nokkrum heiðarlegum
undantekningum, eru hundarn-
ir í bænum öllum til leiðinda
og auk þess eru þeir ekki
hættulausir. Foreldrar hafa oft
kvartað yfir hundunum vegna
barna, en litla áheyrn fengið.
Nú er mál til komið að lóga
öllum óþarfa hundum, sem
lausir ganga og ekkert leyfi er
fyrir, og er rétt að gera þoð áð-
ur en fleiri börn eru hundbitin,
en sótthi'einsa þá, sem eftir
lifa. □
En mál þetta hefur verið 6 ár í
undirbúningi og jafn lengi var
símasambandið við útlönd óvið-
unandi og gamli sæsíminn frá
1918 mjög oft að bila.
Sæsíminn var 1300 km. lang-
ur, en framhaldssæsími til Ný-
fundnalands, sem lagður verður
á þessu ári, er 3000 km.
Nýi síminn til Skotlands hef-
ur 24 talsrásir, en hverja talrás
má nota fyrir 22 ritsímarásir
með sérstökum útbúnaði.
Mikla norræna ritsímafélagið
lagði fram 70% kostnaðar, póst-
og símamálastjórn Breta 20%
og danska póst- og símamála-
stjórnin um 10%. íslendingar
kostuðu aðeins sambandið milli
Vestmannaeyja og Reykjavíkur,
sem er radiófjölsími. Kostnaður
varð 170 milljónir ísl. króna.
Talsambönd við útlönd hafa
farið fram á stuttbylgjum og
verið ófullnægjandi. Hér eftir
verða símtöl afgreidd allan sól-
arhringinn, og er um gagngerða
breytingu að ræða, sem greiða
mun fyrir öllum viðskiptum um
langa framtíð.
Opnun sæsímans er því hinn
:§r
i:
i Stundum er eins og náttúran leggi sig fram við skreytingu bæjarins.
(Ljósmynd: E. D.).
ll•lllM••lll•mllll
IMMMMMMMMIMMMMMMMIMMMMMMMM
IMMMMMMMMMI
lllllllllllllll
Um byggingamálin á Akureyri
íbúðabyggingar hafa mjög dregizt saman og
byggingakostnaðnr hækkað verulega
merkasti viðburður.
□
BLAÐIÐ leitaði nýlega upp-
lýsinga um byggingafram-
kvæmdir hjá byggingafulltrúa
Akureyrarkaupstaðar, Jóni G.
Ágústssyni.
Næsta helgi helguð íþróttmmsn
Margs konar í|)róttakeppni á Akureyri í tilefni
fimmtíu ára afmælis í. S. í. á sunnudaginn
Á SUNNUDAGINN KEMUR er
50 ára afmæli Iþróttasamb. ís-
lands og verða af því tilefni
mikil hátíðahöld í höfuðstaðn-
um. En framkvæmdastjórn ÍSÍ
hefur mælzt til þess við íþrótta-
bandalag Akureyrar, að það
beiti sér fyrir íþróttadegi í höf-
uðstað Norðurlands í tilefni af-
mælisins og til almennrar vakn-
ingar meðal íþróttamanna.
Blaðið leitaði frétta af þessu
hjá ÍBA og fékk eftirfarandi
upplýsingar:
Hálfrar aldar afmælis ÍSf
verður minnzt um land allt.
Hér á Akureyri verður tilhögun
á þá leið, að efnt verður til mjög
fjöibreyttrar íþróttakeppni í
Bændaklúbbsfundur
verður að Hótel KEA mánu-
daginn 29. jan. n.k. og hefst kl.
9 síðdegis.
Umræðuefni: Framtíðarhorf-
ur landbúnaðarins. Frummæl-
andi Arnór Signrjónsson, rit-
stjóri Árbókar landbúnaðarins.
mörgum greinum, seld verða
afmælismerki og að lokum
verður afmælishóf. Ungmenna-
samband Eyjafjarðar tekur þátt
í íþróttakeppninni í félagi við
ÍBA.
Á laugardaginn verður
frjálsíþróttakeppni í íþrótta-
húsinu og keppt í hástökki með
og án atrennu og þrístökki án
atrennu. Þessi keppni hefst kl.
4 e. h.
Sama dag fer fram sýningar-
keppni á vegum Skautafélags-
ins, ef veður leyfir og hefst hún
væntanlega kl. 6 e. h. á æfinga-
svæðinu við íþróttavöllinn.
Á sunnudaginn verður skiða-
keppni í HlíðarfjaÍli. Bifreiðar
frá Ferðaskrifstofunni leggja af
stað kl. 9.30. Keppt verður í
ýmsum greinar skiðaíþróttar-
innar.
Eftir hádegi á sunnudaginn
verður keppni í knattleikjum í
fimleikasal M. A. og íþrótta-
húsinu. Keppni hefst kl. 1.30.
Keppt verður í handknattleik
karla og kvenna og körfuknatt-
leik.
Eftir það fer fram sundkeppni
í Sundlauginni og hefst hún kl.
5.30. Keppt verður í 50 metra
bringusundi kvenna og 50 m.
bringusundi karla. Einnig verð-
ur keppt í 50 metra skriðsundi
karla og kvenna og í 4x50 metra
skriðboðsundi karla og 4x50
metra boðsundi, bringusundi
karla. Þá verður 4x25 m. boð-
sund kvenna á bringusundi og
skriðsundi.
Á sunnudagskvöldið verður
svo afmælishóf að Bjargi fyrir
íþróttafólk og hefst það kl. 8.30.
Þar verður m. a. úthlutað verð-
launum dagsins.
Samkvæmt þessari upptaln-
ingu er ljóst, að um næstu helgi
verður mjög fjölmenn íþrótta-
starfsemi hér í bænum, og fer
vel á því að heildarsamtakanna
sé minnzt á þann hátt á hálfrar
aldar afmælinu. □
UNNIÐ AF KAPPI
LÖGÐ ER ÁHERZLA á að inn-
rétta skíðahótelið í Hlíðarfjalli.
En þar mun skíðalandsmótið
haldið um páskana, og þá er
nauðsynlegt að byggingin verði
komin eins langt áleiðis og
auðið er.
□
Fara upplýsingar hans hér á
eftir.
Hafin var bygging fremur
fárra íbúða í kaupstaðnum á
árinu 1961, en hins vegar voru
mörg stórhýsi í smíðum.
íbúðir, sem fullgerðar voru á
árinu, voru samtals 59. Meðal-
stærðin var 438 rúmm. Auk
þess voru 33 íbúðir gerðar fok-
heldar og íbúðir skemmra á
veg komnar um síðustu áramót
9 talsins.
Samanburðartölur frá árinu
1960 eru þessar: Tala fullgerðra
íbúða 77. Fokheldar 70 íbúðir
og íbúðir skemmra á veg' komn-
ar 25. Meðalstærð 442 m". Af
ýmsum húsum, sem fullgerð
voru 1961 má nefna: Flugstöðin
á Akureyrarflugvelli, Súkku-
laðiverksmiðjan Linda og end-
urbygging fjóss á Galtalæk. Af
ýmsum húsum, sem gerð voru
fokheld árið 1961, má nefna
Elliheimilið, Fataverksmiðjuna
Heklu og byggingu Utvegs-
bankans. Svo er hafin bygging
samkomuhúss Akurs h.f. við
Geislagötu 7, Byggingavöru-
verzlunar KEA og annars
áfanga við Barnaskóla Oddeyr-
ar, sem steyptur var upp, og
unnið hefur verið við innrétt-
ingar við Skíðaskálann í Hlíðar-
fjalli. Ennfremur var unnið að
endurbótum og viðbyggingum
á eldri húsum. Þá má nefna
bráðabirgðahús og bifreiða-
geymslur.
íbúðirnar eru flestar á Syðri
brekkunni og i Glerárhverfi.
Nýungar í byggingaiðnaðin-
um eru helztar þær, að hafin
var notkun strengjasteypu í
bita í nýbyggingu Heklu, sem
er 2259 fermetra bygging, en
10828 rúmmetrar og stærsta
hús, sem nú er í byggingu á
Akureyri. Ennfremur eru þar
notaðar frauðsteinsþakplötur, í
stað timburklæðningar, sem
einnig er nýtt hér. En notkun
þess efnis var skilyrði frá bygg-
inganefnd. Plötur þessar' eru
erlendar og víða mjög út-
breiddar í byggingaiðnaðinum,
ibæði sem þak- og veggklæðn-
' ing. — Strengjasteypubitarnir
(Framhald á bls. 2)
IIIMMIIIMMIIIIMII
IIMMMMIMMI
| Einstaklingsframtak-
Í ið og íbúðabyggingar
j MEÐALÍBÚÐ, byggð á Ak-
I ureyri 1961, kostar 500 þús.
= krónur. Byggingarkostnaður
i hverrar meðalíbúðar hefur
= hækkað um meira en 100 þús.
: krónur frá 1959 vegna „við-
j reisnar“-ráðstafana.
i Húsbyggjendur hafa nokkur
I undanfarin ár fengið allt að
| 100 þús kr. lán í Veðdeild
| Landsbankans út á hverja
j.íbúð.
i Þetta lán hrekkur ekki einu
1 sinni til að mæta auknum
I byggingarkostnaði, hvað þá
| meira. Önnur lán er örðugt að
i fá, enda 300 millj. af spari-
| fénu „frystar“ í Seðlabank-
: anum.
| Já, svona fer íhaldið að því
i að efla „einstaklingsframtak-
j ið“ og svona vinnur það að
| þeirri Landsfundarsamþykkt
É sinni, að gera sem flestum
i fært að eignast eigið hús-
I næði! □
• •11111111111111IIMMMMMMMMIII MMMMMMIMMMMMMIIIIt