Dagur - 31.01.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 31.01.1962, Blaðsíða 5
4 5 i"........—> BAGUK Samanburður HEILDSALABLAÐIÐ VÍSIR lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna í tilefni aí Dagsbrúnarkosningunum: „Nú vita þeir verkamenn, sem vilja, að hagur verkalýðsstéttanna er miklu jafn- ari og betri hin síðustu tvö ár, eftir að viðreisnin er komin til framkvæmda. Hin mikla dýrtíð, sem skar burtu stóran hluta launa þeirra áðiu: fyrr, er stöðvuð. Nú vita þeir, að kaupmáttur hverrar krónunnar, sem upp úr launauinslagi þeirra kemur, er tryggður . . .“ Þótt hér sé talað sérstaklega til verka- manna hljóta aðrar launastéttir að veita þessum orðum verðskuldaða athygli. Hér er um svo hyldjúpar blekkingar að ræða, að þær cru hrein móðgun við sæmilegt fólk. En til þess að gera einhvern saman- burð á verðlagi verður að byggja á opin- berum tölum, sem ekki verða véfengdar. „Hin mikla dýrtíð, sem skar burtu stóran- hluta launa þeirra áður fyrr . . .“ er horfin, eða hvað? Um þetta vitna Hag- tíðindin. Á síðustu tveim árum FYRIR SÍÐUSTU GEN GISFELLIN GU hafði verð kjötvara hækkað um 18%, mjólk og feitmeti hækkað um 22%, fiskmeti um' 30%, mjölvara um 66%, brauð 35%, hiti og rafmagn hafði hækkað um 34% og þannig mætti halda áfram að telja verðhækkanir á nálega ölliun vör- um. Og síðan þetta var, skcllti svo ríkis- stjómin á síðari gengisfellingunni og hækkuðu vörur þá enn í verði. Þegar svo við bættist hækkuð húsaleiga Qg byggingarkostnaður, hækkað verð á húsaolíu og stórhækkað verð á allri þjónustu, sem póstur og sími er gott dæmi um, er sýnt, að eitthvað töluvert þurfa vcrkamenn og aðrir launþegar að bcra úr býtum í krónutölu til að standast þessi stórkostlega auknu útgjöld vegna gífurlegrar dýrtíðar. Til þess að fá réttan samanburð á lífs- kjörunum þarf því að taka kaupið til samanburðar, eins og það var fyrir þess- ar hækkanir og eins og það er nú. Verkainannakaupið í árshyrjun 1959 var kr. 23,86 á klukkustund. Verka- mannakaupið er nú kr. 22,74. Til tekju- aukningar koma svo fjölskyldubætur fyrir barnafólk, en allir gcta séð það í hendi sinni hve skammt þær hrökkva í dýrtíðarhít „viðreisnarinnar“ og hve mikið öfugmæli það er hjá Vísi, að hagur verkamanna sé „miklu betri hin síðustu tvö árin, eftir að viðreisnin kom til fram kvæmda“, eins og þar segir. Sennilegt er, að kaup verkamanna þyrfti að vera 30—32 krónur á tímann til að mæta öllum verðhækkunum á vörum og þjónustu, ef bera á saman lífskjörin nú og 1958, áður en vinstri stjómin lét af völdum. Það kemur líka nokkurn veg- inn heim og saman við það, sem forsæt- isráðherra sagði í áramótaræðu sinni, er hann lýsti yfir vilja sínum til þess að 8 stunda vinnudagur gæfi verkamönnum yfir 70 þúsundir króna árstekjur, og hnuplaði hugmyndinni úr framréttri bróðurhönd kommúnista á Alþingi! En til þess þarf dagvinnukaupið að hækka um 50%. Það ætti ekki að þurfa að rökræða um jafn augljósa hluti og hér liggja fyrir, heldur tun leiðir til að bæta lífskjörin. □ V_________________________________^ Mennfaskólaleikurinn 1962: LÍFSGLEÐI NJOTIU Jóna E. Burgess, t. v., í hlutverki Denise Darvel skáldkonu og Arnar, Ragnheiður og Sigurður í hlutverkum barna hennar. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ frumsýndu nemendur Mennta- skólans á Akureyri gamanleik- inn Lífsgleði njóttu við almenna hrifningu. Höfundur leiksins er Alan Melville, en þýðandi er Jóna E. Burgess. Leikurinn gerist í París. — Leikstjóri er Jónas Jónasson. Þessi leiksýning var Mennta- skólanum til mikils sóma. Á undan sýningunni risu leikhúsgestir úr sætum og sungu skólasöng M. A. við und- irleik þeirra Magnúsar Kristins sonar og Jóhannesar Vigfús- sonar. Að sýningunni lokinni ávarp- aði Hreinn Pálsson, formaður Leikfélags M. A., viðstadda, en Jónas Jónasson leikstjói'i kall- aði skólameistara, Þórarin Björnsson, og Árna Kristjáns- son, kennara, upp á leiksviðið og var skólameistari hylltur, en hann þakkaði leikstjóra og nemendum sínum góða frammi stöðu og öðrum viðstöddum fyrir hlýhug í garð skólans. En Árni Kristjánsson, kennari, hefur jafnan verið stoð og stytta Leikfélags M. A., og farið með aðalhlutverkið í hverjum leik, utan leiksviðsir^s. í sjö vetur hafa nemendur M. A. æft og sýnt sjónleik, „án þess að lykkjufall hafi orðið“. Nem- endur hafa bætt þessum þætti við vinnu sína og nám með djöx-fung og fórnfýsi, og jafnan vaxið af. Þessi franski gamanleikur er dálítið sérstæður að efni og fullur af kátínu og léttri fyndni. Jónas Jónasson byrjaði að æfa leik þennan 11. janúar og er undravert hvaða tökum leik- endur hafa náð á verkefnum sínum á svo stuttum tíma, eða á 17 dögum. Hér hlýtur hvort tveggja að koma til, óvenjuleg hæfni leikstjóra og fi-amúr- skarandi námfúst og duglegt fólk. í leiknum er enginn veik- ur hlekkur og sýningin ein hin allra bezta, sem nem. M. A. hafa nokkru sinni sýnt hér. Hraðinn var hæfilegui-, sviðsetningar mjög frjálsar og snui-ðulausar og „enginn dragbítur eða dauð- ur maður til“. Þetta getur því aðeins orðið, ef leikstjórn er framúrskarandi. Jóna E. Burgess, sú er þýddi sjónleikinn, lék einnig aðal- hlútverkið, skáldkonuna og hina ógiftu þriggja barna móð- ur, Ðenise. En á heimili hennar gerist leikurinn. Það eru töggur í þessari Jónu Burgess, bæði dugnaður og hæfileikar. Svo mikið er víst, að hún skilaði hlutverki sínu af mikilli prýði, og var því líkara, að þar væri æfð leikkona á ferð inni en menntaskólanemi. Elinborg Björnsdóttir leikur ráðskonuna mjög hiklaust og skemmtilega. Einar Hafliðason leikur lækni og heimilisvin öfgalaust og þægilega, eins og til er ætlazt. Sigurður Brynjólfsson, Arnar Einarsson og Ragnheiður Heið- reksdóttir leika börn skáldkon- unnai-, og eru þau komin á gift- ingaraldurinn og koma mikið við sögu, einkum yngri sonur- inn, sem Arnar leikur mjög skoplega, en öll skila þau hlut- verkum sínum mjög sómasam- lega. Leikkonan var ekki við eina fjölina felld, og voru feður barnanna hennar þrír. Þá leika: Hreinn Pálsson, Sigurður H. Ólafsson og Baldur Árnason, Englending, Pólvei'ja og Frakka. Þeir eru mjög ólíkir, svo sem vera ber. Pólverjinn yfirspeimtur og hávaðasamur listamaðui’, sem Sigurjón gerir mjög góð skil, Englendingurinn einkar skemmtilegur í meðferð Hreins, og hinn vafasami „BINGO OG BRENNIVÍN“. Hjálmtýr Pétursson skrifar í Tímann smágrein um hinn kynlega faraldui', sem nú geng- ur yfir í Reykjavík og líklegt er að breiðist út um land. Greinin ber yfirski'iftina: Bingo og brennivín, og hljóðar svo: „Það má segja, að stór hópur manna hér í bæ lifi að mestu á Bingó og bx'ennivíni. Flest veit- ingahús boi'garinnar reka nú bingóspil sér til framdráttar, þegar áfengissalan hrekkur ekki til að halda í þeim lífinu. Og þó er okrið slíkt, að einn snaps kostar 60—80 krónur, eða svip- að og aðgöngumiði í beztu sæti á sýningu í Þjóðleikhúsinu. — Það er hörmulegt tímanna tákn, að stjói-narvöldin skuli leyfa þetta fjárhættuspil skattfrjálst, og þó er hitt ömurlegra, að stjórnmálaflokkarnir sjálfix', og auk þess íþróttafélög, eru farin að byggja fjáröflun sína á þess- um ósóma. Þegar unglingarnir eru búnir að eyða nokkur hundruð ki'ónum í bingóspjöld — tekur við þeim dillandi dans músik og áfengið með lága verðinu, og oftast fara gestirnir htim góðglaðir, eða ofurölvi Frakki, í látlausri meðferð Baldurs, eru allir gæddir sér- stæðum pei'sónuleika og koma manni notalega á óvart. Margrét Erlendsdóttir leikur frú Duchemin, sem á son og dóttur, og eru þau trúlofuð eldri böi'num skáldkonunnar. Jóhanna S. Stefánsdóttir leikur dótturina, en Guðni Stefánsson soninn. Þessi fjölskylda kemur ekki mikið við sögu og gefa hlut- verkin lítil tækifæri. Hér skal því einu við bætt, að leikurinn er sannarlega þess virði að sjá hann og hafi nem- endur M. A. þökk fyrir skemmtxmina. með tóma buddu og tapaðan svefn. Alþýðuflokkurinn hóf kósn- ingabaráttu sína fyrir vorið með því að auglýsa Bíla-bingó í stærsta samkomuhúsi landsins, Háskólabíói, sem tekur um 1000 manns í sæti. Ný bifreið átti að vera í boði, verðmæti kr. 110.000.00. Forsala var um allan bæ, eins og heimsfrægur leik- flokkur væri á ferð, eða sjálfir Krustjoff og Kennedy ætluðu að þi'eyta hnefaleik. — Allir vildu eignst nýjan bíl. Þessu bingóspili var svo Kratalega fyrir komið, að engir möguleikar voru á, að nokkur hlyti bílinn. Þessar 1000 sálir fóru sneyptar og bölvandi heim. Og höfðu menn í hótunum, að enginn skyldi krata kjósa, jafn- vel þótt bíll væri í boði. — Þetta er ekki ólík aðfei'ð og hjá kai'li einum úr Dölunum, sem fór á vori hverju fiskiferð undir Jökul. Hann hafði með sér peysu, sem hann bauð fyrir fisk. Er kaupin höfðu verið gerð, reif hann þeysuna af þeim sem seldi fiskinn, og þetta lék hann við marga, en að lokum lét hann síðasta viðskiptamanninn hafa E. D. Hlutíeysi útvarpsins brotið FYRIR SKÖMMU, eða 12. jan. sl., flutti Davíð Ólafsson fiski- málastjóri útvarpsþátt um afla- brögð á síðasta ári. En aldrei áður hefur meii'i afli eða jafn- mikill vei'ið dreginn úr djúpi af íslenzkum sjómönnum. Ekki eru hér í efa dregnar tölur þær, sem fiskimálastjóri ber sér í munn. En hitt er óvei'jandi með öllu, hvei'nig hann misnotaði ræðu- tíma sinn til flokkslegs áróðurs — án raka,- — svo að telja verð- ur hreint hneyksli og mjög al- vai'legt trúnaðai'bi'ot. Fiskimálastjói'i sagði t. d. að gengislækkunin í sumar hefði vei'ið óumflýjarileg vegna káup hækkananna, og að gengis- lækkunin hefði fyi'st og fremst verið gerð fyrir útveginn. Þetta er alrangt. Gengisfellingin var hefndarráðstöfun gegn fólkinu, sem ekki vildi • una 15—20% lífskjaráskerðingu og fékk 10— 12% kauphækkun. Og ekki var gengisfellingin gerð fyrir báta- útveginn. Hann hefur ekki fengið eina krónu, hvað þá rneira í tekjuaukningu, vegna þess að ríkisstjómin ,,tók“ þá vei'ðhækkun á birgðum, sem útvegurinn átti að sjálfsögðu að fá og stakk henni í rikissjóð. Mun upphæð þessi hafa verið um 120 milljónir króna. Hins vegar hefur allur íslenzki veiði- flotinn „notið“ gengisfellingar- innar ,í háekkúðu verði á er- lendum vörum til útgerðarinnar og er það enginn smápeningur. Það var ekki von að áðal- fundur LÍÚ vildi leggja blessun sína yfir gengisfellinguna, þótt um það væri beðið, bæði með góðu og illu. En eins og það er illt fyrir stjórnina að una við þessa neit- un — liggja undir ámæli sinna eigin flokksmanna — um veiga- mikið atriði fjármálanna, er það furðulegt að fiskimálastjóri skuli fullyrða hið gagnstæða til þjónustu við „viðreisnina“. Eða hvernig gat hann þakkað í nafni útgerðarinnar verknað, sem útgerðarmehn höfðu hafn- að opinberlega? Þá lagði ræðumaður blessun sína yfrr „lausn landhelgisdeil- unnar“. Þar má segja, að hvorki kann sá maður að skammast sín, eða getur falið sig á bak við það að vita ekki betur, því að hann var meðal íslenzkra, sem stóðu í mestum leynisamning- um við Breta í fyrravetur. Og það var þessi sami Davíð Ólafs- son, fiskimálastjóri og alþingis- maður, sem á Alþingi kvaddi sér hljóðs og benti á fiskimið við Afríkustrendur, sem líkleg fyrir íslendinga í staðinn fyrir íslenzka landgrunnið, sem ætl- að var Bretum. Og enn lagði fiskimálastjóri til í ræðu sinni, að íslendingar gengju þegar í Efnahagsbanda- lagið, og án nokkurra umsvifa, að því er virtist. Hinn íslenzki fiskimálastjóri er svo sem ekki hræddur við eða hikandi, þótt þing Efnahagsbandalagsins setji aðildarríkjunum eftirfarandi skilyrði (sem stjórnmálanefndin á þinginu varð sammála um): 1. Þau verði landfræðilega að vera í Evrópu, því að annað myndi veikja pólitíska ein- ingu bandalagsins. 2. Þau verða að hafa náð góðu þróunarstigi í iðnaði, eða að hafa skilyrði til að ná því á tiltölulega skömmum tíma. 3. Þau verði að hafa iryggt lýð- ræðisstjórn, og þau verði að vera áhangandi vesturveld- unum bæði pólitískt og hern- aðarlega. Þetta útilokar samt ekki þátttöku hlutlausra rikja. 4. Þau verða að samþykkja og virða Rómar-samninginn frá upphafi, þannig að samninga- viðræður komi ekki til.greina ef eitthvert aðildarríki vill reyna að losna undan einstök um lagagreinum sáttmálans. 5. Þau verða að gerast aðilar að öllum þrem stofnunum: Efna hagsbandalaginu, Kjamorku- málastofnun Evrópu (Eur- atom) og Kola- og stálsam- steypunni (Montan Union). 6. Þau verða að játast undir öll pólitísk markmið áður- greindra þriggja stofnana. 7. Þau verða að viðurkenna nú- verandi form og skipulag Efnahagsbandalagsins. □ Stjórn Verkamannafélagsins peysuna Þegar karlinn var kom inn í kör, sendi hann son sinn til fiskkaupa, notaði hann sömu aðferðina, en var það verri en faðir hans, að hann kom með peysuna heim aftur. Nú er spurningin, hvort Kratar ætla að líkjast föðumum eða synin- um, að þeir láti bílinn að lokum eða hirði hann sjálfir. Hér með er skorað á dóms- málaráðuneytið, sem veitir leyfi fyrir hvers konar happdrættum og veðlánastarfsemi, að það Setji bingóspil undir eftirlit og láti skattleggja það. — Það mundi margúr styðja þá tillögu að Landsspítalinn nýi hljóti þenn- an þingóskatt. Mætti þá' vera, að ekki liðu mörg ár, þar til smiði hans yrði lokið. Hefði þá bingóið gert nokkurt gagn.“ □ BOÐORÐIN TÍU. Benedikt Guðmundsson skrif- ar eftirfarandi: Síðastliðna viku hefur Borg- arbíó sýnt stórmyndina Boð- orðin tíu, og skal það hafa mikla þökk fyrir. Mynd þessi er orðin fræg fyrir löngu. Eg efast ekki um það, að höfundur myndar- (Framhald á bls. 7) AÐALFUNDUR Verkamanna- fél. Akureyrarkaupstaðar var nýlega haldinn í Alþýðuhúsinu. Fór þar fram kosning stjórnar og annarra trúnaðarmanna fé- lagsins, og voru tillögur upp- stillingarnefndar einróma sam- þykktar. Stjómarkjör. Samkvæmt því er stjórn fé- lagsins þetta ár þannig skipuð: Björn Jónsson formaður, Ingólfur Árnason, varaform., Árni Jónsson ritari, Ólafur Aðalsteinss. gjaldkeri, Aðalsteinn Halldórsson, vara gjaldkeri, Björn Gunnarsson og Loftur Meldal meðstjórnendur. í varastjórn éiga sæti: Adolf Davíðsson, Gunnar Sigtryggs- son og Bjöi-gvin Einarsson. Trúnaðamiannaráð: Sigurjón Jóhannesson, Haráldur Þorvaldsson, Björgvin Einarsson, Geir ívarsson, Adolf Davíðsson, Haraldur Skjóldal, Gunnar Sigtryggsson, Ólafur Þórðarson, Gunnar Konráðsson, Kristján Larsen, Sigtryggur Ólafsson og Jón Ólafsson, Oddagötu. Stjórn Verkalýðshússins: Steingrímur Eggertsson, Árni Jónsson og Adolf Davíðsson. Stjórn Vimiudeilusjóðs: Ólafur Aðalsteinsson, Árni Jónsson og Sigurður Bene- diktsson. Stjórn Sjúkrasjóðs: Stefán Eiríksson og Björgvin Einarsson, formaður er sam- kvæmt reglugerð sjóðsins einn- ig formaður sjóðstjórnar. Hagur félagsins. Félagatala Verkamannfélags- ins er nú 458 og hafði fækkað í félaginu um 8 menn frá síðasta aðalfundi. Rekstrarhagnaður varð hjá félagssjóði 12.500 kr. Eignir Vinnudeilusj. jukust um 5.400 kr. og eignir styrktarsjóðs fé- lagsins um 12.500 krónur. í sjúkrasjóðnum nýja voru um áramót til kr. 27.701.70. Sam- þykkt var að hækka árgjald fé- lagsmanna í kr. 300.00. □ KRÚNURAKAÐIR í LIBANON eru harðsvíraðir ökufantar krúnurakaðir í refs- ingar- eða uppeldisskyni. Og þessari aðferð er líka beitt við fótgangandi vegfarendur, sem ekki hlíta settum reglum. Kon- ur eru undanskildar þessari refsingu. Þessi aðferð þykir gefa góða raun og gæti e. t. v. leitt huga valdhafa að öðrum refsingum fyrir umferðabrot, en nú eru í tízku. Hins vegar hafa menn brotið heilann um hliðstæða refsingu kvenna, en ekki orðið á eitt sáttir. Ja, hvernig ætti að venja konurnar af umferðaafglöpum, svo að ekki hallist á? □ Skemmtileg ævisaga Guðmundur Gíslason Hagalíu: ÞAÐ ER ENGIN ÞÖRF AÐ KVARTA. Saga úr lífi merkrar konu í tveim- ur heimsálfum. Skráð að mestu eftir sögu hennar sjálfrar. Skugg- sjá 1961. Eg varð glaður á þeim degi, þegar eg frétti, að Guðmundur G. Hagalín, skáld, væri byrjað- ur að skrifa endurminningar frú Kristínar Kristjánsson. Áð- ur hefur komið út lítil bók urn Kristínu: Forspár og fyrirbæri, rituð af frú Elinborgu Lárus- dóttur. (Bókaútgáfan Norðri 1957.) Þar er mégináherzlan lögð á að skýra frá dulskynjun hennar, en ævisagan ekki nema lauslega rakin. Þessi bók var prýðileg og merkileg út af fyrir sig, og mun nú vera fyrir löngu uppgengin. En hún hafði ekki að flytja nema lítið brot af lífs- reynslu þessarar merkilegu konu. Munu því hinir mörgu vinir Kristínar fagna því að fá aðra og stærri bók um þessa sérkennilegu og framvísu völu, sem hverjum manni verður kær og minnisstæð, sem henni kynnist. Og frú Kristín Kristjánsson á marga vini hér á landi, bæði fra gamalli og nýrri tíð. Það er ekki eingöngu hin mikla dulskyggni hennar, sem því veldur, heldur jafnframt stórbrotinn persónu- leiki. Hún er kjarkmikil kona, sem vaðið hefur eld fjölbreyti- legrar og erfiðrar lifsreynslu, án þess nokkru sinni að láta bugast. Hún trúir á guð en grýlui' ei. Hjartað er gott og trútt. Hún hefur alla ævi lagt á sig ótrúlegasta erfiði til að hjálpa öðrum mönnum. Af fá- tæfct sinni hefur hún verið stórgjöful, og ekkert sézt fyrir. Gáfur sínar hefur hún ekki sparað til líknar bágstöddum og til að hughreysta sorgmædda, og aldrei ætlast til launa. Frá barnæsku hefur hún þekkt bæði hinar blíðu og stríðu hlið- ar lífsins. Skapferli hennar er þá um leið skemmtilegt sambland af frosti og funa. Hún er glöggur mannþekkjari, hnyttin í til- svörum og kannske ekki alltaf við allra skap, en mikill vinur vina sinna. Orðin, hrjúf eða mild, hrökkva af vörum hennar, fyrr en hún veit af. Minni hennar er furðulega sterkt og öruggt, þar sem hún lifir löng- um í fleiri heimum en einum. Ruglast þá sumir í ríminu, sem minni sálarkröftum ei'u gæddir. Frá því að eg sá Kristínu fyrst fannst mér hún vera eins og gengin beint út úr fornsögun- um, margslungin og furðuleg kona. Það er ekki ónýtt að fá eins mikilhæfan og magnaðan rit- höfund, sem Guðmundur Haga- lín er, til að skrifa sögu þessarar konu, enda hefur hann manna gleggst auga fyrir stórbrotnu og Helga Valtýsdóttir hefur þýtt sérkennilegu fólki. meginmál bókarinnar, en Krist- Guðmundur ber að vísu gott ján frá Djúpalæk Ijóðin. Mynd- skyn á dulramma atburði, en irnar og sönglögin eru eftir honum verður þá jafnframt eins höfund sögunnar, allt með og vænta mátti mikill matur úr ósviknu handbragði fjölkunn- ættarsögu Kristínar, þar sem ugs listamanns. margt er kynlegra kvista og Bókin er fallega útgefin og mikið af kjarnmiklu fólki. Ævi- mun verða vinsæl meðal ís- saga hennar er fjölskrúðug lenzkra bama. hetjusaga ur tveimur heimsalf- um, og því mikið söguefni, þó að ekki komi annað til. Héfur sumum fundizt, að Guðmumdur hirði ekki um að, geta um .allar furður ævi hennar, en bæði er, að allgott safn hefur kómið út um það efni áður, og; swo. .er. ekki öll sagan úti enn. þessi saga nær ekki nema til 1930, en einmitt eftir þann. tíma fór Kristín að gefa meiri gaum .að þessum hlutum en áður, meðajr lífsönnin, og umsjá bús og barna hvíldi þyngst á herður hennar. . Mest er um það vert, að bókin er víða skrifuð af’mikilli snilld; og má í því sapibandh.t.. d.. benda á kaflann um Björn:Jóns son ráðherra. En yfifleitt- er • bókin eins og væntá .mátti skemmtileg, safn óglcymanlegra lifandi mynda, eins og mikil ' : ' 1'/ ■ •' skáld geta ein skrifað. ! i Eg þakka báðum fyrir lestur- inn, Kristínu og Guðmui>di, og vona fastlega, að þau eigi eftir að hjala miklu meira sáman og ' koma út annarri bók. ' Benjamín Kristjáusson. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Torbjörn Egner. — Bókaforlag Odds Björns- sonar 1961. Kardemommubærinn e’ftir Norðmanninn Toi'björii Égner er nýkominn út á íslenzku hjá Bókforlagi Odds Björnssönar á Akureyri. Hér er á ferðirihi sér kennileg og bráðskemmtileg ■barnabók, sem einnig fullorðnir munu hafa gaman af að lesá. Hinar hálf-óraunverulegú per- sónur eru hver annarri .skringi- legri og skemmtilegri. Sumar þeirra minna kankvíslégá S sitt af hverju í daglegu lífi og framferði hinna æðri jafnt sein lægri, og virðist þar sumt koma býsna kunnuglegá fýi’ir, þó að í spéspegli sé, : Aðalpersónur sögunhaV' erfí’ ræningjarnir Kasper, Jesþer og Jónatan, góðlátlegir pþakkáráf og sakleysislegir innbrotsþjóf- ar, sem að lokum hafna sem lukkunnar pamfíl.ar inni 'i sjálf- um Kardemomriiubæ o'g táká stöður sem velmetnir bofgáfar á meðal óvina sipua og1 áksfer- enda. g Ýmsar aðrar sögupersónur eru eftirminnilegar, svö sem bæjarfógetinn og frú hans, Soffía frænka, veðurspámaður- inn Tobías og Sörensen rakari. Margar kostulegarmyndirprýða bókina og gera atburðina lif- andi, en smellnir söngvar grípa hér og þar fram í og slá öllu upp í dynjandi galsa. Aftast í bókinni eru lögin við »söngvana skráð á einföldum nótum, og er það vel til fundið. J. O. Sæm. FALLIÐ. Skáldsaga eftir Albert Camus. Bókaforlag Odds Björnssonar 1961. Fallið er skáldsaga eftir franska Nobelsverðlaunahöf. Albert Camus, sem látinn er fyrir fáum árum. Þetta er ein- kennileg saga og ekkert létt- meti. Vil eg ekki benda mönn- um á hana til skyndilesturs og skemmtunar, því að slíkt væri blekking. En þakkarvert er það, að út skuli gefnar fleiri tegundir frásagna, en þær, sem ekkert skilja eftir og gleymast samstundis, en því miður úir nú og grúir af slíkum bókum, að þeim ógleymdum, sem beinlínis eru siðspillandi. Fallið er í full- kominni andstöðu við slíkar bækur, — Mjög alvarlegs eðlis, en þó þannig fram sett, að hún grípur mann föstum tökum, verður á vissan hátt „spenn- andi“. Framsetningarhátturinn — viðtalsformið, sem er nánast eintal sögumannsins, mun sum- um kannske þykja tilbreyting- arlítill og þreytandi, en við nán- ari athugun finnur maður, að þetta er hið eina yiðeigandi form, og ekkert annað gæti fallið jafn vel að efninu. Sagan er skriftamál nútíma- manns, sem er lögfræðingur í heimsborginni París, vinsæll og vel metinn borgari, glæsilegur og eftirsóttm', — ekki aðeins af konum tízkuborgarinnar, held- ur einnig til vandasamra starfa. Hann tekur sér alveg sérstablega fyrir hendur að vera málsvari lítilmagnans og reynist mörgum hin mesta hjálparhella. Hann veitir sér allt, sem. hugurinn girnist, verð ur ákaflega hrifinn af sjálfum - sér, og kunningjar hans hlaða á* hann lofi fyrir allt, sem hann tekur sér fyrir hendur. En skyndilega uppgötvar hann, að allt er þetta eigingirni og sjálfs- elska, en umhyggjan fyrir öðr- um og góðvild hans til þeirra, tómur leikaraskapur, ömurleg- asta blekking. Einhver innri, óviðráðanleg þörf, knýr hann til að skoða sjáifan sig, störf sín og framferði, í nýju ljósi, taka það allt til endurskoðunar. Verður sú „krufning“ allharkaleg, því að allt virðist undantekningar- laust vera dregið fram í dags- ljósið. Árangur þessa umróts vill þó ekki verða jákvæður. Heimsmaðurinn reynir að halda sama strik á yfirborðinu og skinhelgin tekur völdin. í raun og veru er hér flett of- an af fjöldanum, en ekki aðeins einum lögfræðingi frá borg tízk unnar og hins ytra glæsileika. (Framhald á bls. 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.