Dagur - 21.02.1962, Page 1
i \i í.acs FramsóknÁrmanna
H 15'rjóui: Fri íVí.í Davíh.ssox
&líll smi':\ i H U \ARsTK 1 i 1 90
SlMi 1 101) , Sl I.MM.l- OG i-Rl.M( N
ANNAST í’liKNTVTRK OlMl.S
B.1<")kn.ssóná« ii.i. Akuiœvri
s..............................
XLV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 21. febrúar 1962 — 8. tbl.
AlT.i.VMNCAsTJÓRl: ÍÓN Sam-
!’K1„sso\ . Aki.AM.Í'RINN JCöSTAR
ur. 100-00 . G ,'Ai.ií»A<a t.r !. n.TÍ
Bl.AÖIÐ UMIII; ;Vr Á Mœvnumöt,-
VVi OO Á ilAUtlAubÖGUM
: V: (•TOAR ÁSt.T.DA TYKIR Tli.
Stjórnahi geimfarinu Iprjú myrkurskeid ferharinnar
JOHN H. GLENN, ofursta var
í gær skotið í geimfari á braut
umhverfis jörðu úr Atlasflug-
skeyti frá Canaveral-höfða í
Bandaríkjunum. Klukkan var
aftan mig er rakettan úr flug-
skeytinu. Þá lýsir hann dásam-
legu útsýni og öðru, er hann
varð áskynja. Hver hringferð
tók um 88 mín. Fjarlægð frá
John H. Glenn. Hann var sæmdur herilinfðingjanafnbót í gær.
þá 13.47 eftir íslenzkum tíma.
Fáum mínútum síðar var
liann kominn á rétta braut. En
á fyrri hluta leiðarinnar upp frá
jörðu var loftþrýstingurinn 7%
sinniun meiri en aðdráttarafl
jarðar. En hlutfallið snerist
brátt við, er hann komst út í al
gert þyngdarleysi.
Ekkert tæki bilaði í geimfar-
inu og ofurstanum leið vel. í
fyrstu hringferðinni sagði hann,
þá staddur yfir Kanaríeyjm: Ég
er mjög vel upplagður. Klefinn
(geimfarið) snýst dálítið og
nokkur hundruð metrum fyrir
| Þorkell V. Ottesen, |
vélsetjari hjá Prentverki Odds
Björnssonar h.f., Akureyri, varð
bráðkvaddur á mánudagsmorg-
un, er hann var á leið í vinnu
sína. — Dagur niun minnast
hans síðar. □
jörðu var mest 256 km, en
minnst 160 km.
Útvarpað var bæði og sjón-
varpað frá geimferðinni urri öll
Bandaríkin og einnig í Moskvu-
útvarpi á rússnesku og ensku.
Svo vel tókst útvarpið, að ís-
lenzkir hlustendur gátu heyrt
hjartaslög geymfarans í gegn-
um Keflavíkurútvarp.
John H. Glenn gaf skýrslu á
hálftíma fresti. Hann stjórnaði
sjálfur geimfarinu yfir 3 myrk-
urskeið hinna þriggja hring-
ferða frá vestri til austurs.
Glenn ofursti er þrautþjálf-
aður flugmaður írá síðustu
heimsstyrjöld. Tók hann þátt í
50 loftárásum á Japan og 100
í Kóreu. Þá skaut hann niður 3
MIG orrustuþotur síðustu 9
dagana í þeim hildarleik og var
sæmdur a. m. k. 23 verðlaun-
um fyrir liugrekki og hetju-
skap.
Glenn er 40 ára, kvæntur og
á tvö börn.
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
Klukkan 6.43 lenti John H.
Glenn geimfari sínu undan Flor
idaströnd. Hafði þá allt geng-
ið samkvæmt áætlun að öðru
leyti en því, að einhverrar bil-
unar gætti í sambandi við sjálf-
virk stýristæki þegar hálfnuð
var önnur hringferðin.
Tók geimfarinn stjórnina al-
gerlega í sínar hendur og liafði
hana á leiðarenda.
Um kl. 7 í gærkveldi bárust
loks þær fréttir og allt benti til
að manni og geimfari yrði far-
sællega bjargað, annað hvort
manninum með þyrlu eða
manni og geimfari um borð í
eitthvert skip sem nærstatt var.
ALLRA SÍÐUSTU FRÉTTIR:
Glenn ofursti heill á húfi.
Geysilegur fögnuður í Banda-
ríkjunum. □
r
Attatíu ára afmæli samvinnu-
hreyfingarinnar á Islandi
Og sextíu ára afmæli Sambands íslenzkra samvinnufélaga var í gær
HIÍ7N 20. febrúar árið 1882 var
fyrsta kaupfélag landsins stofn-
að að Þverá í Laxárdal í Suður
Þingeyjarsýslu. Það var Kaup-
félag Þingeyinga, sem enn starf
ar og hefur á margan hátt verið
forystufélag hinn.a mörgu kaup-
félaga landsins, sem síðar voru
stofnuð.
Bændur þeir, sem félagið
stofnuðu, voru efnalitlir menn
en margir þeirra víðlesnir og
menntaðir. Og lífið hafði kennt
þeim í hörðum skóla, að í strjál
býli var ekki hægt að lifa ón
sámvinnu. Fjárleitir á víðáttu-
miklum afréttum og erfiðar að-
dráttarferðir á vetrum voru ó-
framkvæmanlegar án sam-
vinnu, svo dæmi séu nefnd.
En hinn nýi félagsskapur
beindist að stórum verkefnum.
Bændur undu ekki lengur ein-
okun í vérzlun og viðskiptum.
Félag þeirra var stofnað sem
sjálfsvörn á þessu sviði. Fram-
undan var ein harðasta barátta,
sem um getur, er lauk með full
um sigri bændanna og liðsveitir
samvinnumanna um land allt,
unnu, hvern stórsigurinn af öðr
um og leystu klafa verzlunar-
kúgunar af þjóðinni.
Tuttugu árum eftir stofnun
fyrsta kaupfélagsins í baðstof-
unni á Þverá, var Samband ísl.
samvinnufélaga stofnað að
Yztafelli í Köldukinn. Samband
ið á því sama afmælisdag, og
varð sextugt í gær.
í landinu eru nú 56 kaupfé-
lög, og innan þeirra yfir 30 þús-
und félagar. Verzlun er ennþá
aðalstarfsgrein kaupfélaganna.
En á síðari árum hafa samvinnu
menn komið á fót yfirgripsmikl
um iðnaði, siglingum á öflugum
og ört vaxandi flota góðra skipa
og hlutur þeirra í sjávarútvegi
vex stöðugt, bæði í útgerðinni
sjálfri og fiskverkun.
Kaupfélög landsins og Sam-
bandið eru mestu félagsmála-
hreyfingar, sem nokkru sinni
hafa borizt til þessa lands. Þau
flytja á skipum sínum meira en
þriðjung allrar vöru, sem til
landsins kemur, framleiða fyrir
tugi milljóna af viðurkenndri
iðnvöru úr íslenzku hráefni og
þau annast mikinn hluta allrai'
smásöluvei'zl. í landinu. Sam-
vinnuhugsjónin, sem Þingeying
ar færðu í félagslegt form, fyrst
ir manna á íslandi, í baráttunni
við harðdræga verzlunarstétt,
hefur reynzt öðrum félagsmála-
hreyfingum máttugri í baráttu
þjóðarinnar fyrir betri lífskjör-
um. Hið félagslega jafnrétti
(andstætt hlutafélögum) sann
virði vörunnar, hin opinberu
reikningsskil og stuðningur við
hvers konar menningar- og
framfaramál er öllum ljóst, og
einnig það, að eignir kaupfélag-
anna verða aldrei fluttar brott
(Framhald á bls. 7)
Hallgríniur Kristinsson, hinn eyfirzki samvinnufrömuður.