Dagur - 28.03.1962, Síða 8

Dagur - 28.03.1962, Síða 8
SÍÐASTA mál búnaðarþings að þessu sinni var ályktun í átta liðum varðandi frumvarp til laga um stofnlánadeild landbún aðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum, sem land- búnaðardeild neðri deildar sendi 'þinginu til umsagnar. Fel ur ályktun þessi í sér mótmæli gegn 1% skattinum á laun bænda, sem kveðið er á um í frumvarpinu og sérstökum sölu skatti á allar landbúnaðarvörur. Þeir Einar Ólafsson og Egill Jónsson fluttu frávísunartillögu sem var felld að viðhöfðu nafna kalli með sautján atkvæðum gegn fjórum. Ályktunin fer hér á eftir. 1. Búnaðarþing telur réttmætt og gerir kröfu til, að ríkissjóður greiði þann halla, sem deildir Búnaþarbankans, Byggingarsjóð ur sveitabæja og Ræktunarsjóð- ur hafa orðið fyrir vegna geng- isfellingar, hliðstætt því, sem gert var skv. 5. gr. laga um efnahagsmál frá 19. febr. 1960 og skv. 1. gr. bráðabirgðalaga frá 3. ág. 1961. — Búnaðarþing gerir enn frémur kröfu til þess, að stofnlánadeildin þurfi ekki að taka á sig gengisáhættu af erlendum lánum, sem tekin kunna að verða skv. 12. gr. frumvarpsins. 2. Búnaðarþing telur, að land- búnaðurinn eigi fullan rétt á, sem einn af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar, að fá fjármagn til stofnlána landbúnaðarins af sameiginlegu fjármagni þjóðar- innar. Gerir þingið kröfu til þess, að auk árlegra fjárfram- laga úr ríkissjóði, fái stofnlána- deildin lán hjá Seðlabankanum, hliðstætt því, sem ákveðið er í lögum um stofnlánadeild sjávar útvegsins frá 29. apríl 1946. LAUSASKULDIR OG | GJALDEYRISSTAÐA j SEÐLABANKINN skrumaði [ nýlega af „bættri gjaldeyris- | stöðu“, setti dæihið upp í töl- i um, en tók ekki allar tölurnar [ með. Því var hrein gjaldeyris i eign bankanna um síðustu ára i mót 526 milljónir. Þetta er i nær 300 milljónum meiri gjald | eyriseign cn 1958 þegar vinstri i stjórnin fór frá. En ef það lít- [ ilræði er tekið með í reikn- \ inginn, að lausaskuldir ein- \ staklinga við útlönd námu i einnig um 300 milljónum kr. i um sl. áramót er augljóst, að j gjaldeyrisstaðan er óbreytt i frá árinu 1958, þegar íhaldið i taldi allt í rúst og kaldakoli. i En allt fram til ársins 1960 var [ einstakiingum neitað alger- j lega um að flytja inn vörur i gegn gjaldfresti og sambæri- i legar lausaskuldir einstaklinga j því ekki til við útlönd fyrir i þann tíma. j 3. Búnaðarþing mótmælir ein- dregið þeirri sérstöku skattlagn ingu á bændastéttina og gjaldi á útsöluverð landbúnaðarvara, sem kveðið er á um í 4. gr. frum varps um stofnlánadeild land- búnaðarins o. fl. sem nú liggur fyrir Alþingi. 4. Búnaðarþing lýsir yfir því, að landbúnaðinum er það mjög nauðsynlegt, að vextir af stofn- lánum séu lágir, vegna þess að stofnfé til bygginga í sv«itum og ræktunar skilar arði seinna en stofnfé annarra atvinnuvega. 5. Búnaðarþing telur að tryggja þurfi veðdeild Búnaðarbankans sérstakt fjárframlag, sbr. álykt- un Búnaðarþings 1961. 6. Verði framanskráð atriði tek- in til greina, vill Búnaðarþing mæla með samþykkt frumvarps til laga um stofnlánadeild land- búnaðarins o.fl. í meginatriðum. 7. Búnaðarþing gerir kröfu til þess, að landbúnaðurinn njóti jafnréttis við sjávarútveginn um ‘ lánveitingar vegna lausaskulda, og verði því ákvæðinu um vaxta kjör í frumvarpi til laga um lausaskuldir bænda breytt til s'amræmis við það, sem gildir um sams konar lán til sjávar- útvegsins. 8. Búnaðarþing leggur til, að rannsóknir þær, sem um ræðir í 71. gr. frumvarps til laga um Stofnlánasjóð landbúnaðarins o. fl. verði kostaðar af ríkissjóði. Árleg fjárveiting verði kr. 350 þúsund. Greidd voru atkvæði um hvern einstakan lið hennar. Fyrsti liður var samþykktur með 16 gegn 2, annar með 17 gegn 3, þriðji liður samþykkt- ur með 17 atkv., fjórir sátu hjá (nafnakall), fjórði liður r#bð 17 samhlj. atkv., fimmti liður með 19 samhlj. atkv., sjöundi með 17 atkv. og áttundi með 20 atkv. Ályktunin í heild var samþ. með seytján atkv. gegn fjórum. Myndin af þessum vísdómsfugli var tekin hér í bænum á mánu- daginn. (Ljósm. E. D.) ólfur RÍKISSTJÓRNIN leggur höf- uðáherzlu á að fólki sé gert kleift að byggja, segir Mogginn, og bætir því við, að árangurinn sé líka glæsilegur. Aldrei hafa sézt önnur eins öfugmæli á prenti. Sannleikur- inn er sá, að ríkisstjórnin hefur með sínum „viðreisnarráðstöf- unum“ komið í veg fyrir að venjulegt fólk eigi þess nokk- urn kost nú, að eignast þak yfir höfuðið, og er alveg furðulegt hvernig stjórnarblaðið snýr blygðunarlaust staðreyndunum alveg við. Eða hverjum skyldi vera ætlað að trúa slíkum öf- ugmælum, sem Mogginn ber á borð í þessu efni? Opinberar tölur sýna, að nær eitt þúsund færri íbúðir voru byggðar á síðasta ári í landinu en á vinstri stjórríarárunum og er það gleggsta sönnunin. Hér á Akureyri var byrjað á 9 hús- um með 12 íbúðum árið sem leið. Tveir hafa sótt um bygg- ingarlóðir það sem af er þessu ári. Stjórnarblöðin á Akureyri hafa reynt að breiða yfir þessa (Framhald á bls. 2) LANDBÚNAÐARRÁÐ - herra er kominn í ljóta klipu vegna Hólaskóla, og segja má, að úr honum sé nú mesti vindurinn. Hann neyddist til þess fyrir helg ina að láta Vísi viðurkenna, af- sögn eða uppsögn skólastjóra og sér svo enga leið út úr vandræð um sínum um hið eindæma upp lausnarástand Hólastaðar, aðra en að kenna Framsókn um ó- farirnar! Þrátt fyrir nýjustu loforð Ing ólfs á Hellu um endurreisn Hólaskóla(!) og að skólinn verði ekki lagður niður, verð- ur ekki annað séð, en að Hóla- skóli sé nú í raun og veru lagð- ur niður í bráð að minnsta kosti. Þá lofar Ingólfur því, að Gunnar Bjarnason verði látinn „starfa áfram að framfaramál- um landbúnaðaiáns í landinu". „Við, sem vinnum eldhússtörfm" FRUMSÝNING norska gaman- leiksins „Við, sem vinnum eld- hússtörfin", var í Samkomrihús- inu í gær. Leikstjóri er Jóhann Ögmundsson, en leikendur eru 14, flestir nýir leikendur. í gær var alþjóða leiklistar- dagurinn, og hvort sem Leik- félag Akureyrar hefur miðað frumsýninguna við hann eða að tilviljun ein hafi ráðið, er blað- inu ókunnugt. Leikfélagið mun hraða sýningum eftir föngum (Framh. á bls. 7). En ósagt skal það látið, hver huggun það er bændastéttinni, eftir þeim afrekum í „framfara málum landbúnaðarins", sem orðið hafa að undanförnu hjá þeim félögum, Gunnari Bjarna syni og Ingólfi frá Hellu, á Hól- um í Hjaltadal. „SLÁ KÖTTINN“ UM HELGINA ætla 20 hesta- menn á Akureyri að „slá kött- inn úr tunnunni“ á Þórsvellin- um. Allir verða þeir klæddir litsterkum skrautklæðum og verða kvikmyndaðir í þessum sérkennilega leik. Hestamenn munu áður ríða í fylkingu um bæinn á gæðingum sínum. „Kattarslagurinn" fer þannig fram, að trétunna er fest í gálga, innan í henni er dauður köttur, eða fugl. Knaparnir riða í einfaldri röð að gálganum, fá þar í hendur kylfu mikla og mega greiða með henni eitt högg hver af hestbaki. Tunnan lætur undan höggunum og brotnar að síðustu. í stað kylfu er nú notað sax, þar til köttur- inn, eða fuglinn, fellur til jarð- ar. . „Kattarkóngur“ er sá, sem síðasta höggið átti. „Tunnu- kóngur" sá, er tunnuna lemur að síðustu, svo að hún fellur. Sveit sú hin skrautklædda á gæðingum sínum, verður ef- laust fögur á að líta. Og von- andi brjálast hvorki menn né hestar svo vandræði hljótist af. KIPPTUST VIÐ Frá vinstri: Sigfríður Angantýsdóttir, Sigríður P. Jónsdóttir og Inga Sigurðardótlir í hlutverkum Ilelgu, Lárensu og Lottu. (Ljósm. E. Sigmgeirsson). ÞRJÚ íhaldsblöð kipptust við, þegar Dagur benti á hversu olíumálið svokallaða er notað í kosningunum til að sverta Fram sóknarflókkinn. Málið var sett á svið fyrir síðustu kosningar, aftur nú fyrir skemmstu, enda bæjarstjórnarkosningarnar fyr- ir dyrum og eflaust verður það notað í næstu alþingiskosning- um að ári. Svör íhaldsblaðanna eru mjög táknræn fyrir þau, og þau eru efnislega á þessa leið: Já, svona er siðgæði Framsóknarflokks- ins!!

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.