Dagur - 11.04.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 11.04.1962, Blaðsíða 4
4 MIKILL ER SÁ MUNUR STJÓRNARBLÖÐ hafa látið sér um munn fara, að Framsóknarmenn láti sér fátt finnast um nýleg lög um breytingu lausaskulda baenda í föst lán. Jafnframt hafa þau borið einstakt lof á landbúnað- arráðherra fyrir harða baráttu og sigur- sæla í þessu máli bændanna. En við hverja skyldi landbúnaðarráðherra hafa þurft að berjast? Ekki við Framsóknar- menn, því að þeir vildu ganga miklu lengra í aðstoð rikisvaldsins við bændur. Ekki stóð Alþýðubandalagið í vegi fyrir því, að landbúnaðurinn fengi svipaða lausn sinna mála og sjávarútvegurinn. Barátta landbúnaðarráðherra hlýtur því að hafa verið háð innan stjórnarflokk- anna tveggja og fyrir luktum dyrum, og vitnisburðir íhaldsblaðanna um baráttu Ingólfs á Hellu geta ekki átt við annað. Það íhaldsblaðið, sem einna minnst fylgist með opinberum málum, og er þar átt við „íslending“ á Akureyri, sagði á föstudaginn, að Framsóknarflokkurinn hefði jafnvel ráðið bændum frá að sækja um þá fyrirgreiðslu, sem hin nýju lög um lausaskuldirnar veita, svo óánægður væri hann yfir hinum nýju kreppa- eða „við- reisnarráðstöfunum“. Þetta lætur blaðið sér sæma að bera á borð, þótt fyrir liggi tillögur Framsóknarmanna um að fram- lengja umsóknarfrestinn til þess að þeim bændum, sem áður þótti vonlaus fyrir- greiðslan, eins og málið lá í fyrstu fyrir hjá ríkisstjórninni, gætu sótt um, eftir að stjórnarandstaðan hafði fengið nokkru á- orkað' í rétta átt og opnað möguleika fyr- ir fleiri bændur. En þessar tillögur voru felldar af stjórnarliðinu. Þá staðhæfa stjórnarblöðin nær jafn oft og þau koma út, hve stofnlánasjóðir Iandbúnaðarins hafi verið aumir í tíð vinstri stjórnarinnar og hvernig nú skal um bæta. í þingræðu ræddi Halldór E. Sigurðsson þessi mál nokkuð og gaf þá m.a. cftirfarandi upplýsingar: Á árunum 1934—1937 fór Framsóknar- flokkurinn með Iandbúnaðarmál í ríkis- stjórn. A þeim árum voru veitt úr Bygg- ingarsjóði sveitabæja 60 lán að meðal- tali á ári. Árið 1944—1946 fór íhaldið með Iand- búnaðarmálin. Þá voru aðeins veitt 33 lán á ári. Um Ræktunarsjóðinn er svip- áða sögu að segja. Úr Ræktunarsjóði voru veitt 127 lán að meðaltali árin 1934—1939. En á í- lialdsstjómarárunum 1944—1946 voru veitt 10y2 Ián á ári. Á árunum 1947—1958 fóru Framsókn- armenn með landbúnaðarmálin. Þá voru lánin ekki tíu og hálft, eins og hjá íhald- inu. Þá voru að meðaltali veitt 70 lán úr Hyggingasjóði og lánsupphæðin nam í heild 101 millj. kr. Úr Ræktunarsjóði sömu ár voru veitt hvorki fleiri eða færri en 600 lán á ári, og lánsupphæðin samtals 236 millj. kr., eða samtals úr þessum sjóðum um 340 millj. kr. Svo kemur íhaldið og segir áð Framsóknarmenn eigi að biðja afsökim- ar á málefnum stofnlánasjóða landbúnað- arins. Nú ætlar íhaldið að efla stofnlánasjóð- ina, en ekki með mikilvægri aðstoð, eins og áður, heldur með því að skatt- leggja bændur sjálfa og láta þá borga að meðaltali 1700 krónur hvern á ári, á móti smátt skömmtuðu framlagi af rík- inu. Búnaðarþing mótmælti þessu gjör- ræði mjög cindregið. L____________________________________; ur sá . . . SÍÐASTLIÐIÐ ár var dálítið viðburðaríkt í sögu áfengis- neyzlu á íslandi. Þau tíðindi gerðust víðs vegar um land á opinberum samkomustöðum um Verzlunarmannahelgina,að þeir menn, sem hvergi komu nærri áttu erfitt með að trúa frásög- um sjónarvotta, og aðrir, sem lásu frásagnir blaðanna af þess- um atburðum fleygðu þeim frá sér þungir á svip og gengu þegj- andi burt. Og eru menn þó um áratugi ýmsu vanir í þessum efnum. í öðru lagi höfðu ýmsir þeir atburðir gerzt á samkom- um hinna glæsilegu félagsheim- ila, sem upp hafa risið á siðustu áratugum, að ýmsir góðir og framsýnir menn töldu, að við svo búið mætti ekki lengur standa. Blaðið Dagur hefur lát- ið þessi mál nokkuð til sín taka. í 38. tbl. Dags 23. ágúst sl. er birt innrömmuð grein með fyr- irsögninni „Sálin varð eftir“, þar stendur meðal annars þetta: Kennarar, prestar, æskulýðs- leiðtogar og foreldrar urðu vitni að því um Verzlunarmannahelg- ina í sumar í Vaglaskógi, Atla- vík. Laugavatni og víðar, að sið- ferðisþroski hundruð drengja og telpna, sem unnu fermingarheit sitt síðastliðið vor, var skör lægra en dýranna. I nóvemibermánuði ræðir blað- ið mál þessi í annað sinn í grein- sem heitir Stærsta fórnin. En í 61. tbl. 13. des. sl. ræðir blaðið þessi vandamál í langri grein er nefnist „Félagsheimilin og borg- ararnir". í öllum þessum nefndu greinum Dags er mál þetta rætt af hreinskilni, einurð og hisþursleysi, víða komið við og engum hlíft. Við lestur þessara greina Dags hryggðust ýmsir en öðrum sárnaði mjög, en svo fer jafnan þegar viðkvæmustu vandamál almennings eru rædd í „krítísk- um“ viðvörunartón, djarft og opinskátt, því að fátt þola menn verr en vandlætingar og pré- dikunartón nú á dögum. Og er þó meir en lítill sannleikur í orðum Davíðs skálds: „Verst af öllu illu er að vera blauður, leita ei neins og látast lifa — en vera dauður.“ Enda má það öll- um augljóst vera, að raunveru- legasti vettvangur dagsins og lífsins er óumflýjanleg átök við eigin vandamál, sem skyldan bíður hverjum ærlegum manni að takast á við, hvort sem hon- um þykir það ljúft eða leitt. Fáir munu neita því að höf- undur áðurnefndra greina ræddi málið af djörfung og hreinskilni. Hitt er annað mál, að höfundur gerir enga tilraun til að flokka einstaklingana, draga þá í dilka eftir viðhorfum þeirra og viðbrögðum til of- drykkju-vandamálsins. — Hann fjallar um málið vítt og breytt. En vitaskuld er höfundi þessara áðurnefndu greina alveg ljóst, eigi síður en öðrum, að fjöldi manna hefur bæði hér ó Akur- eyri og annars staðar unnið stórmerkilegt starf gegn áfeng- isvoðanum og vinnur 'nn. En þrátt fyrir mikinn áhuga og margvísleg átök í viðureigninni við drykkjutízkuna, virðist Bakkus konungur í áberandi sókn. Við mannanna börn erum nú einu sinni þeim örlögum háð, að það sem tekið hefur fjöl- marga ágæta menn í áratugi að byggja upp, geta örfáir óaldar- seggir rifið niður á einum degi. „Blómin fölna á einni hélu nótt.“ Við þekkjum kennara, presta, lækna, löggæzlumenn, templara og skáta, sem allt vilja fyrir börnin og unglingana gera og hafa veitt þeim mikla þjón- ustu af fyllstu einlægni og fórn- fýsi. Og augljóst hlýtur það að vera öllum skynsömum mönn- um, hvernig ástand og horfur væru nú í ríki Bakkusar, ef ekkert sérstakt hefði verið gert fyrir æskuna í þessum málum. En betur má ef duga skal. Auð- velt er illt að vinna. Það er öll- Eftir Ólaf Trygg vason FYRSTI HLUTI iiiiiniiim iiiiiiiiiiiiiiu um augljóst mál, að öfl þau, sem beita sér til bjargar og bóta til blessunar mönnum og þjóðum, eiga hundrað sinnum örðugra uppdráttar en spillingar- og glötunaröflin. Bryggja, sem kostaði þúsund vinnustundir, er brotin af ólagi á einni klukku- stund. Brú, sem kostaði hundr- uð þúsunda hverfur í jökul- hlaup eða í sandinn á auga- bragði. Skip, sem kostaði millj- ónir er molað við blindsker a örskotsstund, og borg, sem reist var á þúsund árum, er rústuð með helsprengju á einni nóttu. Öfl náttúrunnar og atorka mannanna virðist eiga hér furðu greiða samleið. Á svip- stundu má spilla og kollvarpa því, sem tugi ára hefur þurft til að hefja, rækta, byggja, prýða og græða. Hún er dálítið undar- leg þessi náttúra og torskilin lögmál hennar. Að illviljanum skuli vera gatan svo greið, en góðviljanum svo erfið og torsótt. Það er mörgum sinnum auð- veldara fyrir rónann að leiða nýjan, saklausan félaga út á hvers konar villigötur en sið- bótarmanninn að gæta hans og vernda hann fyrir spillingar öfl- unum, hvort heldur siðbótar- maðurinn er í flokki, presta, kennara, lækna, löggæzlumanna eða annarra. Baráttan framundan er þrí- þætt. Baráttan gegn innflutn- ingi sterkra drykkja, en þann þátt ræði ég hér ekki sérstak- lega, af ástæðum, sem ég vík að seinna, — læt hann að nokkru leyti falla inn í þriðj.a þáttinn. Baráttan við drykkju- hneigðina eins og hún kemur til dyranna í sínum hversdagslegu klæðum, og baráttan við mála- lið Bakkusar konungs, — milli- liðina, smyglarana, bruggarana og sprúttsalana og aðra dökk- klædda náunga, sem halda sig í skuggahverfum og húsasund- um, — allar þessar skjótráðu, fóthvötu liðssveitir Bakkusar, sem leita æskuna uppi í hjarð- arhögum samkvæmislífsins, þar sem veikir falla og saklausir eru sviknir. Hér er harmleikur háð- ur í skuggahverfum mannlegr- ar tilveru, lítt miskunnsamari þeim, sem fram fer á blóðvelli styrjaldanna. Og það er margt, sem myrkrið veit, og margra „hugur þungur“. Og oft verða þeir þá samferða niður í myrk- ur örvæntingarinnar neytand- inn og veitandinn. Það er mikil átætta að rétta ungri leitandi sál bikar með eitri og ólyfjan. Og á þessum vettvangi fást æði oft tveir sterkir við einn veik- an: Peningasjónarmiðið heimt- ar sinn „bissness", hinn harða gjaldeyri án miskunnar, og manndómsafsalið hrifsar Bakk- us til sín ófrjálsri hendi, hræði- lega oft óundirritað af ábyrgum aðila. Hér byggja báðir aðilar hús sitt á sandi, neytandinn og veitandinn, veitandinn ekki síð- ur. Hver trúir þeirri undirstöðu og byggir á þann grunn í fyllstu alvöru, að sjálf tilveran — for- sjónin sé svo fávís — orsaka- lögmálið svo óafgerandi, að menn geti byggt líf sitt upp á varanlegan hátt og til lang- frama, á þjáningum, hörmung- um, eyðileggingu og tortímingu annarra. Það er mikill ábyrgð- arhluti að stefna öðrum út í þjáningu og ógæfu vitandi vits, þá ábyrgð verður gjörandinn, hver sem hann er, að taka á herðar sínar áður en varir, sú stund er alltaf á næsta leiti. Börnin gráta og svelta í my rkr- inu, af því að pabbi þeirra var fylltur og veskið hans tæmt, og móðirin blekkt og hrakin. — Og hver verður svo saga og örlög þess- ara barna, sem þannig alast upp? Sagan endurtekur sig. Þau leita út í ,,frelsið“ og „menn- inguna“. — Þjónar Bakkusar rétta þeim eiturbikarinn gegn vinnulaunum unglingsins. Fórn- arlambinu þykir gott að gleyma ömurlegri sögu eitt andartak, enda þótt hver sigurvinningur Bakkusar lengi þessa ömurlegu sögu um ofurlítinn kafla í senn. Hver einn einasti einstak- lingur er aðili þeirra átaka, sem fram fara milli ljóss og myrk- urs, lífs og dauða. Allt sem vinnst til blessunar á vettvangi einkalífs og þjóðfélags, hefur endalaust gildi, er eilífðai'brot. Þá er illa komið fámennri þjóð, þegar þegnarnir kjósa heldur að hjálpa ferðafélaga sín um til þess að detta á hallandi skörinni, þar sem leiðin er við- sjál og fótfestan hæpin, horfa á eftir honum út í myrkan álinn, þar sem björgun verður oft ekki við komið, heldur en leiða hann upp á staðfastan bakkann, þar sem gljáinn er minni en förin trygg. Við búum við mikla tækni- þróun, margþætt félagsform, slungið viðskiptalíf og viðsjált á mavgan hátt. En flestir g/eina þó muninn á þránni, sem bless- ar og bætir og horfir fram mót vaxandi gróðri og hækkandi sól — og græðginni, sem slöðugt bíður færis að hremma sál sína, í hvaða mynd sem er, og engu þyrmir. Þess vegna hafa menn spurt og spyrja enn: Hverjir selja hundruðum unglinga sterka drykki, sem gera þá frá- vita á svipstundu,svo að ómenn- ing fer vaxandi í lundum nýrra skóga. Pétur Sigurðsson, erindreki, segir frá því í blaði sínu Ein- ing, og hefur það eftir heims- kunnum stjórnmálamönnum, að áfengið hafi eyðilagt fleiri menn en allar styrjaldir og drep sóttir. En hér er fjöldinn ekki dekksti flötur málsins, við skul um aíhuga það. Það er ekki versta hlutskipti mannsins að falla á vígvelli með kúlu í hjarta. Það er lengi geisli yfir gröf óþekkta hermannsins. Hins vegar er lengi skuggi yfir lífi þess manns, sem bíður algeran ósigur í viðskiptum smum og viðureign við Bakkus konung. Það er ólíkt virðulegra frá sjón armiði sjálfsvirðingar og hinn- ar framsýnu lífsstefnu ao falla fyrir sprengju en drekka sig í hel — vita sjálfan sig lækka og smækka, falla lengra og lengra niður í svaðið, niður í mvrkrið, bregðast öllu og missa allt. Sá, sem reynir að upphefja sjálfan sig í einhverju formi, í einhverri mynd á þessum veikleika ná- unga síns, er grimmur vargur í véum. í svartasta myrkri áfeng isbölsins og áfengiseyðilegging- arinnar æpa og hljóða „dauða- djúpar sprungur" á þá, sem á- byrgðina bera. Ég hef ekki lent í mannraun- ir slíkar, sem hetjur hafsins, en það hafa verið mér miklar mann raunir að standa frammi fyrir þessum veruleika, þeirri ör- birgð og ábyrgð, sem hér er drepið á. Ekki eru allir drykkjusiðir eins. Meðferð áfengis kemur fram í margvíslegum gerfum, ýmis stigmunur á sér stað bæði ofan og neðan hinnar forsvaran legu hegðlunarreglu. Menn tala um vínmenningu og hóf- drykkju. Eitt staup á mann í vinahóp, á ekkert skylt við nei- kvætt lífsviðhorf og dæmi um (Framhald á bls. 7) j BÍLAR TIL SÖLU: Willy’s jeppar, árg. 1916 Ford Junior, árg. 1946 og nrargt fleira. Hef kaupendur að Volkswagen og Opel góðu n bílum. Höskuldur Helgason, sími 1191. Til sölu er bifreiðin A—320, POBEDA 1954 í góðu lagi. Hagkvæmt verð. Upplýsingar gefur Ragnar H. Bjarnason, Hríseyjargötu 21. AMERÍSKUR BÍLL TIL SÖLU, árgerð 1953. Selst ódýrt, ef samið er strax. Skipti á minni bíl koma til greina. Uppl. í símum 1650 og 1437. TIL SÖLU: BIFREIÐIN A—51 Volkswagen, árgerð 1961. Upplýsingar gefur Gunnlaugur Jóhannsson, sínri 1230, eftir kl. 6 1479. TIL SÖLU ER: Ford fólksbifreið, 5 manna. Enn frenrur: Standard fólksbifreið, 4 manna, með nýupp- gerðum mótor. Skipti á jeppa konra til greina. Jón B. Jóhannesson, Hlíðarfelli. Sími unr Saurbæ. OPEL CARAVAN í góðu lagi bil sölu. Skipti á.góðum vörubíl æskileg. Eiríkur Hreiðarsson, Laugarbrekku. 5 Um húsbyggingar og skipulag á Ak. Tryggvi á Hvarfi áffræSur Viðtal við Hauk Árnas BLAÐIÐ fór þess á leit við Hauk Árnason, byggingafræð- ing á Akureyri, að hann svaraði nokkrum spurningum um bygg- ingamál almennt, og varð hann fúslega við þeim óskum. En Haukur er framkvæmdastjóri byggingafélagsins Haga hf. hér í bæ, hefur nýlega lokið námi í Noregi og hefur á skömmum tíma unnið sér traust samborg- ara sinna í þessari grein. Hvað þarf að byggja margar í- búðir á Akureyri árlega? Láta mun næri'i, að hér þurfi að byggja 60 íbúðir á ári, mið- að við 2% fólksfjölgun. Það svarar til 40 íbúða, en auk þess um 20 íbúðir, vegna fyrninga á eldra húsnæði. Þá er miðað við, að íbúðir endist í 100 ár. Auk þess væri rétt að gera ráð fyrir auknu og bættu húsnæði vegna bætts efnahags. Fyrirfarandi ár hefur verið lokið við smiði 50— 70 íbúða. Það svarar fólksfjölg- uninni og gefur um leið fullgilt svar við því, hvers vegna ekki hefur rætzt úr íbúðavandræð- unum. En á síðasta ári var aðcins byrj- að á 9 íbúðarhúsum? Þessi samdráttur mun segja til sín í aukinni byggingaþörf á næstu árum. Þegar einstaklingar byggja? Þegar bjartsýnn einstakling- ur byggir hús, á það að verða betra og ódýrara en önnur hús, og svo finnst honum nauðsyn- legt,að það sé frábrugðið öðrum húsum, en sameini þó allt það bezta og frumlegasta, sem hann hefur séð hjá öðrum. Auk þess ætlar hann að byggja hús:ð að mestu í aukavinnu, en miki.5 af hans aukavinnu fer til þess að greiða vexti af fjármunum, sem liggja lengi fastir í ófullgerðu húsi. Húsbyggjandi hugsar sév að fá ódýra teikningu, þar sem hann telur sig sjálfan vera bú- inn að skipuleggja húsið. Venju- lega verður kunnáttuleysið á þessu sviði mjög dýrt. Teikning- in er skipulagning húsnæðisins, bæði hvað verð og gæði snertir og er því frumskilyrði þess, að vel takist til. Þess eru dæmi, að verðgildi hússins, fullfrágengins sé langt neðan við meðallag, þar sem ó'faglærður einstaklingur hefur unnið verk iðnaðarmanna. Er hægt að lækka byggingar- kosnaðinn? Já, það er hægt allverulega. í fyrsta lagi þarf að stytta bygg- ingatímann, skipuleggja og teikna áður en framkvæmd hefst, þannig að ekki komi til stöðvana vegna skorts á efni, á- kvörðun um tilhögun eða pen- ingavanclræði. Samræma þarf gerð nokkurra íbúða, sem byggðar eru samtímis, og koma sem flestum atriðum í framkv. undir ákvæðisvinnu. Heppileg- ast verður, að byggingafélög taki að sér að sjá um bygginga- framkvæmdir og selji síðan full- frágengnar íbúðir. Hér gildir hið sama og í húsgagnaiðnaðin- on, byggingafræðing um. Fyrir fáum árum var engin húsgagnaverzlun til í bænum, en fólk leitaði þá til húsgagna- verkstæðanna og lét smíða hús- gögnin eftir sínum hugmyndum. En síðar varð það óánægt vegna þess, að það gerði sér ekki grein fyrir því, hvernig hluturinn mundi líta út. Nú dettur fáum annað í hug en fara beint í hús- gagnaverzlanirnar til húsgagna- kaupa. Hið sama ætti að gilda um íbúðir. Hvernig geðjast þér að stórhýs- um til íbúða? Ég tel það fráleita lausn á í- búðabyggingum, og þessa gerð húsa tízkufyrirbrigði. Orsökin fyrir slíkum byggingum hefur verið það álit manna, að um sparnað í gatnagerð og öllum lögnum, svo sem fyrir vatn, raf- magn, skólp og síma, væri að ræða. En háhúsin þurfa litlu minni lóð fyx-ir hverja íbúð, en þarfnast mikils rýmis og dýrs útbúnaðar til þess að komast í milli íbúða. Allar lagnir innan- húss verða mikið dýrari, þegar kostnaður vegna rýtnis, sem þær taka í húsinu sjálfu, er með reiknaðui’. Það má leggja tölu- vei’ðan götustúf fyrir það fé, sem annai-s fer í lyftui', stiga og auka járnalögn vegna þyngd- ar hússins, vindálags og jarð- skjálftahættu. Auk þessa hefur í-eynslan sýnt, að þessi hús eru mjög ei'fið fyrir bai'nafjölskyld- ui'. Getur hver og einn gert sér í hugarlund, hve erfitt er að fylgjast með böi'nunum, sem daglega þurfa að vei’a úti. Þar að auki eru börn og fullorðnir alltaf á almenningssvæði, þegar komið er út fyrir dyr íbúðarinn- ar. Margir hafa ennfremur fund- ið til eins konar innilokunai’- kenndar í fjölbýlishúsunum. — íbúð í slíku húsi hefur verið líkt við skúffu í kommóðu. Það á illa við íslendingseðlið. En eru ekki íbúðirnar í stórhýs- unum ódýrari? Jú, í nokkrum þeii’ra hafa þær reynzt það, vegna þess að þá hafa öll skipulagsatriði verið fyrir hendi, og húsið byggt af einum aðila. Sambæi’ileg dæmi um byggingingu ein'býlishúsa höfum við ekki til að miða við. Ódýrustu og hentugustu íbúð- irnar tel ég munu vei’ða einbýl- ishús á einni hæð án kjallara, sem byggð eru inn í landslagið, þannig að ekki þurfi að gera nema mjög litlar tilfæi’slur á jarðvegi. Slík hús ætti helzt að byggja í hvei’fum, sem í væru misstór hús, þannig að fólk gæti skipt um húsnæði eftir hinni breytilegu stærð fjölskyldunn- ar, án þess að þui’fa að flytja í annan bæjai'hluta. Götur í slík- um hvei'fum geta vex’ið frekar óvandaðai', þar sem tiltölulega lítil umferð yrði um þær. En aftur á móti þyi-fti bi’eiðar og ti-austar götur, sem ætlaðar væru fyrir mikla umferð milli hinna einstöku bæjarhverfa. Aðstoð bæjarins við húsbyggj- endur? Eftir núverandi fyrirkomu- lagi ber bænum að leggja allar götur og nauðsynlegar lagnir í þæi’. Þetta er mikilsvei'ð þjón- usta, en því miður oftast fram- kvæmd á sama tíma og bygging- ar standa yfir, og hefur margur húseigandi orðið fyrir miklum töfum og kostnaði af þeim sök- um. Bærinn ætti að hafa lokið þessum framkvæmdum áður en leyfðar eru byggingar við göt- una og hafa þá lagt allar lagnir út úr götukanti, svo að ekki þui’fi að grafa sundur götuna á meðan á byggingum stendureða jafnvel síðar, eins og oft á sér stað. Bærinn þyi'fti að afla mik- ils fjármagns með lánum eða á annan hátt til þess að geta unn- ið upp það, sem hann er þegar orðinn á eftir með það, sem hon- um ber að gera fyrir húsbyggj- endur. Það ætti ekki að byggja eitt einasta hús án þess að bæx’- inn hafi fullnægt þeim skyldum, sem honum ber. Hvað á hús að endast lengi? Þeir, sem nú eru að byggja, í-eikna með því að hús þeii’ra standi'150—200 ár og ætla sér þar af leiðandi að byggja yfir næstu 3—4 ættliði. En það mun vera mjög vafasamur gi-eiði við komandi kynslóðir. Háhúsin munu verða hinar mestu vand- ræðabyggingar er tímar líða vegna þess, hve lítið er hægt að breyta þeim eftir kröfum og tízku tímans. Ennfremur cr erf- itt að fjarlægja þau, vegna fólksfjöldans, sem í þeim býr. Aftur á móti er auðvelt að losa sig við einbýlishús. Fólk, sem er að byggja, vill gjai-nan veita sér nokkurn lúx- us, þar sem það byggir ekki í- búð nema einu sinni á ævinni, og i*áða gerð hennar. Æskilegt er, að allir fengju þetta tæki- færi. Þá ætti húsnæði að endast 50—60 ár, þar til gerðar eru á því verulegar breytingar. Hvar verða íbúðarhúsin einkum byggð í ár? Eftii’spurn eftir byggingalóð- mii er sem stendur nánast eng- in. Lóðir þær, sem auglýstar hafa verið lausar hjá bygginga- fulltrúa, eru í hverfum, sem áð- ur hefur verið byggt í. Eru nokkrar stórbreytingar í byggingaiðnaðinum í vændum? Að mínu áliti er ekki von á stói'kostlegum í'aunhæfum nýj- ungum. Vei'ksmiðjubyggðu hús- in, sem mikið er rætt um, virð- ast ekki eiga við, ne ua þar sem byggingaþörfin er mjög mikil og flutningar ódýrir og þægileg- ir. Aftur á móti virðist verk- smiðj ufi'amleiðsla lítilla hús- hluta, innréttinga og annarra smærri eininga í íbúðh-nar vera mjög hagkvæm. - Að síðustu tel ég hinu opin- bera skylt að sjá til þess, að hxis- byggjendur hafi aðgang að lána- stofnunum, er veiti allt að 85% byggingakostnaðar í hagkvæm- um lánum í stað 20—30% nú. Blaðið þakkar Hauki Árna- syni, byggingafræðingi, fyrir mjög eftirtektarverð svör. □ Á YTRA-HVARFI í Svarfaðar- dal hefur sama ættin búið í 115 ár. Nú búa þar feðgarnir Tryggvi Jóhannsson og Ólafur sonur hans. Tryggvi er elzti bóndinn af þeim, sem enn eru við bú í Svarfaðai'dal. Hefur búið á Hvai’fi í 57 ár eða nálega helm- inginn af þeim tíma, sem ættin hefur setið þann stað. Og nú er hann áttræður í dag. Fæddur á Yti’a-Hvai’fi 11. api’íl árið 1882 og hefur átt þar heima alla ævi. Fox-eldrar hans voru Jóhann, hreppstjói’i og bóndi á Ytra- Hvai’fi, Jónsson bónda sama stað Þói’ðarsonar og konu hans Sólveigar Jónsdóttur bónda í Dæli Sigurðssonar. Ti-yggvi gekk inn í Ilólaskóla haustið 1902 og lauk þar námi voi’ið 1904. Og áx’ið eftir tók hann við búi með móður sinni á Ytra-Hvai’fi, þá 23 ára gamall. Stuttu síðar kvæntist hann og gekk að eiga Guði’únu Soffíu Stefánsdóttui’, heimasætu frá Sandá. Hefur þeim oiðið fimm barna auðið, er tjl aldurs hafa komizt. En þau eru: 1. Friðrik Jakob, söngstjóri og skólastjói’i Tónlistai’skólans á Akureyri. Kvæntur Unni Tx-yggvadóttur. 2. Lilja, gift Anton Baldvins- syni. Búsett á Dalvík. 3. Jóhann, hljómsveitai'stjóri og músíkkennari í London. Kvæntur Klöru Símonsen. 4. Stefán, bókhaldai’i á Akui'- eyri. Kvæntur Þóru Aðalsteins- dóttur. 5. Olafur, bóndi og kii’kjuoi’g- anisti á Ytx-a-Hvai-fi. Kvæntur Friði’iku Haraldsdóttur. Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum tók við skóla- stjórn á Hólum sama haustið og Tr-yggvi hóf þar nám. Mun hann hafa verið einn þeirra nemenda Sigui’ðai’, sem hann mat mest, og vildi styðja til fi’amhalds- náms eða annai-s frama. En atvikin hög'uðu því svo, að hann varð að taka við búinu á Ytra-Hvarfi, eins og áður segir. Ég, heyrði Sigurð eitt sinn minnast Ti’yggva í í’æðu, og þótt hann vildi gjai’na, að nemendur sínir yi’ðu bændur, var auð- heyi’t, að honum fannst að hæfi- leikar Tryggva hefðu átt að leiða hann á aðra braut. Sigurð- ur sagði ennfremur þetta: „Það, sem einkenndi Tryggva mest var það, að hann vildi aldrei skiljast við neitt mál, fyrr en hann skildi það til fulh’ar hlítar.“ Ég held, að allir, sem þekkja Tx’yggva, hljóti að vera sammála um, að betur sé ekki hægt að lýsa honum, því að einmitt þetta að vilja sjálfur athuga málin, bi-jóta þau til mergjar og gera sér gi-ein fyrir þeim eftir eigin aðfex’ðum og leiðum, er það, sem hefur fylgt honum fram á þennan dag. Tryggvi hefur verið ágætur bóndi. Öll vei-k hans smá og stór einkennast af séi’stakri snyrti- mennsku. Listfengi er honum í blóð borin, og engan hef ég séð handleika pappírsörk með snyrtilegi’i og fallegi’i hand- brögðum en hann, nema ef vera kynni Jóhann heitinn bi’óður hans. Tryggvi hefur bætt ættaróðal sitt mikið að húsum, jai’ðabót- um, og heimilisi-afstöð byggðu þeir feðgar fyrir nokkrum ár- um. Ytra-Hvarf er nú eitt falleg- asta býlið í Svarfaðardal. En þess er þá líka rétt og skylt að geta, að Soffía kona Tryggva er hinn mesti skörungur til geðs og gerðai’, og hefur vafalaust átt sinn fulla þátt í afkomu og far- sæld búsins, og að Ólafur sonur þeix-ra hefur alltaf unnið heima og nú síðustu 12 árin búið þar í félagi við foreldra sína. Og virð- ist þar sízt hallast á um snyrti- mennskuna. Munu líka þau yngri hjónin nú orðið bei’a uppi búskapinn að mestu leyti. Eins og vænta má hefur Tryggvi gegnt ýmsum trúnað- ai’stöi’fum fyrir sveit sína og samtíð. Setið í hreppsnefnd og verið oddviti hennar um skeið. Starfsmaður Nautgriparæktar- félags og formaður þess nokkur ár. Síðan farið var að bruna- tryggja sveitabæi, hefur hann vei’ið vii’ðingamaður fyrir Brunabótafélagið. Einn af á- byi’gðai’mönnum Sparisjóðsins um áratugi, og form. rjóma- bús, sem hér starfaði nokkur ár. Fleira mætti telja, þótt ekki verði það gert nú. Ti’yggvi er enn léttur á fæti og beinn í baki. Alltaf glaður og reifur og hinn vörpulegasti. Sækir mannfundi og fylgist vel með því, sem er að gerast. Að lokum óska ég honum og fjölskyldu hans allra heilla á komandi tíð. G. V. - Grundarkirkja . . . (Framhald af bls. 8) ríði, Kristbjörgu, Kristínu, Helgu, Þóru, Guðrúnu og Har- aldi. Við, eigendur Gi’undarkirkju, þökkum innilega þessa góðu minningai’gjöf og hlýhugann til kii’kjunnar, sem birtist bak við gjöfina. Alfaðir blessi ykkur minning- una um ástríka foreldra. Þá hefur Gruncjai'kirkju einn- ig borizt peningagjafir til minn- ingar um organista og söng- stjóra við Gi’undai’kirkju um möi’g áx’, Jón Ki’istjánsson frá Espigi’und, f. 16. jan. 1876, d. 20. nóv. 1961. — Gjafir þessar eru frá Söngkór Grundai’kii’kju og þeim hjónum Eddu Eii’íksdóttur og Rafni Helgasyni á Stokka- hlöðum. Við þökkum innilega þessar gjafir, óskum að vilji gefend- anna um að hinn fómfúsi andi Jóns Kristjánssonar megi ávallt svífa yfir og glæða gott sönglíf við Grundarkii’kju. Eigendur Grundarkirkju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.