Dagur - 11.04.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 11.04.1962, Blaðsíða 8
s Þegar Pálmi var sigldur niður Áhöfnin bjargaðist, en báturinn sökk i botninn ÞEGAR Hekla var á leið til Ak- ureyrar síðdegis á föstudaginn var, varð það slys, að hún rakst á mótorbátinn Pálma frá Litla- Árskógssandi, sem sökk eftir nokkrar mínútur. Tildrög voru þessi: Hekla sigldi vestan Hrís- eyjar, en á sama tíma kom Pálmi úr fiskiróðri austan eyj- arinnar, með stefnu á Litla-Ár- skógssand. Árekstur varð, þar sem línurnar skárust saman. Þá var klukkan á níunda tímanum og veður hið bezta, logn og bjart. Stýrimaður á Heklu sá Pálma og bjóst við að hann mundi víkja á hverri stundu. En þegar Pálmi var að hverfa und- ir bakkahornið, beygði Hekla á stjórnborða og blés í skipsflaut- una. Stjórnborðsbógur Heklu snerti skut bátsins. Stýrimaður Heklu sá þegar, að báturinn hafði laskazt, lagði hart á bak- borða, fór hring og að bátnum aftur. Á meðan settu bátverjar út björgunarbát og voru tilbún- ir að fara í hann. Sjór streymdi inn í bátinn, sem auk þess var hlaðinn ágætum fiskafla. Hekla tók nú bátinn á hliðina. Festing bilaði og báturinn seig. Skip- verjar fóru í gúmmíbátinn og er báturinn var allur kominn í Svarfaðardal, 6. apr. 1982. Veðr- áttan síðastliðinn hálfan mánuð hefur verið næsta stirð. Látlaus- ar hríðar á hverjum degi nema aðeins tvo. Færð hefur spillzt mjög. Þó hafa mjólkurbílarnir þrúgast eftir mjólkinni annan hvorn dag, en stundum hefur ýta lag- að til erfiðustu kaflana. Heilsufar hefur verið sæmi- legt undanfarið, en nú mun in- flúenzan vera farin að stinga sér niður hér og þar. Leggst hún einkum á börn og yngra fólk. Fá sumir háan hita. Mánudaginn 2. apríl var aðal- fuhdur Svai'fdæladeildar Mjólk- ursamlags KEA haldinn í þing- húsinu að Grund. Á fundinum mættu, auk meiri hluta mjólk- urframleiðenda deildarinnar, þeir Jakob Frímannsson, fram- kvæmdastjóri KEA, og Jónas Kristjánsson, samlagsstjóri. Meðal annarra mála, sem um var rætt á fundinum, var bygg- P 18. Ármann Dahnannsson. kaf, en hékk að framan á vír, var ekki um annað að gera en sleppa. Pálmi liggur á botninum á 20—30 faðma dýpi. A Pálma voru þessir menn: Gunnlaugur Sigurðsson, form., Georg Vigfússon, Stefán Snæ- laugsson, Valentín Sölvason og Anton Gunnlaugsson. Pálmi var smíðaður 1930, en var síðar end- urbyggður. Hann er um 10 tonn að stærð og með nýlegri vél. Upplýsingar þessar eru frá Á SUNNUDAGINN sýndu hestamenn á Akureyri mikinn myndarskap, sem vert er um að geta. Meira en 20 hestamenn riðu í skrautklæðum um bæinn á góðhestum sínum. — Marg- ir hestarnir voru með fögr- um áklæðum. Þessi fylking fór hægt og mjög skipulega um bæ- inn og þótti hin bezta skemmt- un. Að þessu loknu slógu þeir svo „köttinn úr tunnunni" á Þórs- vellinum. Var þar múgur og margmenni saman komið, enda veður hið fegursta. ing á mjólkurstöð á Dalvík, er tekið gæti á móti þeirri mjólk, sem framleidd er hér í Svarfað- ardal. Ekki virtisf þó sú hugmynd hafa mikið fylgi meðal fundar- manna, því að flestir þeir, sem til máls tóku, töldu smáa mjólk- urstöð, eins og hér mundi verða, hafa mun lakari skilyrði til að ná viðunandi mjólkurverði en þær stærri. Var engin ályktun um byggingu gerð. Ennfremur var rætt um að verðjafna mjólkurflutninga til Mjólkursamlags KEA, og taldi fundurinn eðlilegt,að allir fram- leiðendur greiddu jafnan flutn- ingskostnað á mjólkinni til sam- lagsins, án tillits til búsetu. Mál þetta verður væntanlega lagt fyrir ársfund samlagsins t:l umræðu og ályktunar. Mun verðjöfnun á flutningskostnaði mjólkur mjög í samræmi við þá jöfnun á mjólkurverði, sem nú gildir hér á landi. 19. Guðmundur Guðlaugsson. skrifstofu bæjarfógeta og enn- fremur þær, að formaður á Pálma taldi sig hafa nægilegt svigrúm til að sigla óbreytta stefnu til heimahafnar, að ó- breyttum hraða og stecnu báts og skips. Hann heldur bví fram, að árekstur hefði ekki orðið, ef Hekla hefði ekki breytt stefnu. Gunnlaugur Sigurðsson sagði við blaðið í fyrradag, að hann hefði mestar áhyggjur aí mönn- um sínum, sem skyndilega urðu atvinnulausir, þegar afli var loks tekinn að glæðast verulega. „Kattarslagurinn11 byrjaði á tilsettum tíma og þó aðeins fyrr en auglýst var, ef einhverju munaði. Eðvarð Sigurgeirsson kvikmyndaði hópreiðina og „kattarslaginn". Mun kvikmyndin verða sýnd á 100 ára afmæli bæjarins ásamt öðrum sérstæðum þáttum bæj- lífsins. Búningur hestamannanna var mjög fjölbreyttur og vandaður. Áseta margra knapanna var á- berandi góð. Félagar „Léttis“ sýndu hina mestu háttvísi í hvívetna, og voru hinni gömlu og góðu íþrótt og sjálfum sér til sóma og bæj- arbúum til gleði. Formaður Hestamannafélags- ins Léttis er Guðm. Snorrason. — Listi 15. Ingvi Rafn Jóliannsson. 20. Gísli Konráðsson. MjóSkurstöð reist á Dalvíkl rr ógu ur ■Ff Skjalafals, fékkasvik og hótelsvik Ævintýri þriggja siinnanmanna á Akureyri FYRIR rúmri viku bar það við að næturlagi á Hótel Vík í Reykjavík, að hótelgestur einn leitaði eldspýtna í öðru her- ibergi. Hann fann þær og um leið tók hann ávísanahefti er þar var í herberginu. Daginn eftir seldi hann 14500 króna á- vísun úr hefti þessu, sem stimpl- uð var Rafveitu Reyðarfjarðar, eins og fleiri eyðublöð heftisins. Síðan keypti maður þessi sér góð föt og tók nú að skemmta sér í borginni og eignaðist þá tvo félaga yfir glasi af víni og sagði þeim hina auðveldu leið til að afla sér fjár. Þessir þrír félagar brugðu sér síðan til Akureyrar, leigðu her- bergi á Hótel KEA og Hótel Ak- ureyri, seldu ávísanir í bænum, keyptu vörur og skemmtu sér. Héldu m. a. dansleik í Alþýðu- húsinu. Þeir opnuðu hlaupa- reikning í einum bankanum. En brátt komust svikin upp og var lögreglunni tilkynnt um þau á föstudagsmorguninn. En þann sama morgun fóru Sunnlend- ingarnir áleiðis til Siglufjarðar með Drang og skildu eftir ó- greidda hótelreikninga. En nú urðu þáttaskil í ævin- týri þremenninganna. Lögregl- an beið þeirra á Siglufii'ði og sendi þá um hæl til Akureyrar með Heklu. Þar beið lögreglu- bíllinn þeirra á bryggjunni og síðan fangahúsið og þar dvelja þeir enn og var mál þeirra enn í rannsókn í gær. Þeir hafa játað brot sín. — Brot þeirra eru: Skjalafals, tékkasvik og hótel- svik. Falsaðar ávísanir voru samtals yfir 40 þús. krónur. Afbrotamenn þessir eru allir ungir: 32ja ára gamall Reykvík- ingui’ og með honum piltar, 21 árs og 26 ára, annar úr Hafnar- firði, en hinn frá Akranesi. □ Grundarkirkja fær góðar gjafir NÝLEGA bárust Grundar- kirkju veglegir munir, gefnir til minningar um látna ástvini. Munir þessir eru: Tveir þriggja arma silfurkertastjakar. Fjórar súlur undir blómapotta. Hverri súlu fylgir haglega gerður dúk- ur með handsaumaðri mynd af kaleik og krossi. Tveir kristalls- vasar með 11 rósum í hvorum. Gjöf þessi er gefin til minn- ingar um hjónin: Frú Þórunni Jóhannesdóttur, f. 17. nóv. 1876, d. 21. apríl 1949, og Kristján Kristjánsson, fyrrum hreppstj. að Eyrarhúsum í Tálknafirði, f. 8. apríl 1869, d. í Kristnesi 4. des. 1953. Þau eignuðust 11 börn, og tákna rósirnar í kristallsvösun- um tölu þeirra. Minningargjöfin er gefin af börnum hinna látnu heiðurshjóna, þeim: Olafi, Sig- (Framhald á bls. 5) Fr; ,k amsoKnarm. 16. Hjörtur Gislason. 22. Sigurður O. Björnsson. 21. Erlingur Davíðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.