Dagur - 28.04.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 28.04.1962, Blaðsíða 5
4 9 , .. \> ' /\v*ÍS» ®®SÍKSi' 'V NORÐLENZKT STÓRMÁL LOKS ER allur almenningur á Norður- landi búinn að öðlast fullan skilning á þeirri höfuðnauðsyn, að Jökulsá á Fjöll- um verði valin til fyrstu stórvirkjunar á fslandi. Valið stendur nú milli Þjórsár og Jökulsár. Fleira mun koma til en hag- fræðilegar niðurstöður, þegar þetta stór- mál verður ákveðið. Nýlega sendu Framsóknarfélögin á Ak- ureyri bæjarstjórninni bréf. Þar segir m. a.: „Nýlega voru gefnar þær upplýsingar á Alþingi, af Bjarna Benediktssyni, iðn- aðarmálaráðherra, að ríkisstjórnin stæði í Viðræðum við tvö erlend fyrirtæki, franskt og svissneskt, um stórvirkjun hér á landi og alumininum-stóriðju í sam- bandi við liana. Rannsóknir hafa sýnt, að tvö stór fall- vötn, Jökulsá á Fjöllum og Þjórsá, koma helzt til greina í þessu sambandi. Enn- fremur að Jökulsá stendur þar sízt að baki til framleiðslu á ódýrri raforku, sam kvæmt innlendum og erlendum útreikn- ingum. Ráðherra fór ekki út í samanburð á virkjunaraðstöðu Jökulsár og Þjórsár, en kvað hagfræðilegan samanburð hljóta að skera úr um það, hvort fallvatnið yrði virkjað fyrr. Ráðherrann sagði ennfremur, að ef að framkvæmd yrði, myndi erlendur aðili reisa iðjuverið sjálft og miða við a. m. k. 30 þús. tonna afköst, en skuldbinda sig hins vegar til að kaupa raforkuna af rík- inu frá væntanlegri virkjun. Virkjunin er áætluð að kosti 1200 milljónir króna en verksmiðjan 1300 milljónir króna, mið að við áðurnefnda stærð. Húsavík og Dagverðareyri eru taldir líklegir staðir fyrir sjálfa verksmiðjuna, cf Jökulsá verður fyrir valinu til fyrstu stórvirkj- unar á íslandi. Allir alþingismenn í Norðurlandskjör- dæmi eystra hafa sameinazt um tillögu til þingsályktunar, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að hraða fullnaðarrami- sókn við Jökulsá og að hún verði valin til stórvirkjunar að öðru jöfnu, til nokk- urs mótvægis þeirri háskalegu þróun, að höfuðborg landsins sogar til sín um of bæði fólk og fjármmii frá byggðum og bæjum landsins . Fjölmennir fundir á Austurlandi, í Þingeyjarsýslu og Skagafirði hafa sam- þykkt og scnt til yfirvaldanna skorinorð- ar áskoranir um virkjun Jökulsár á Fjöll um Áskoranir þessar eru meðal annars rökstuddar með eftirfarandi: Áframhaldandi fólksflutningar til bú- setu við Faxaflóa leiða til þjóðhagslegra erfiðleika. Þetta ber að hafa í huga við nýjar atvinnulífsframkvæmdir í landinu, sem hið opinbera styður eða stofnar til. Atvinnulíf á Norður- og Norðausturlandi vantar mótvægiskraft gegn aðdráttarafli Reykjavíkur og nágrennis. Virkjun Jök- ulsár á Fjöllum yrði hvarvetna fagnað í þessum landshlutum, sem heppilegri jafn vægisframkvæmd og margt er fleira til- fært. Við teljum samþykktir á fjölmenn- um fundum fyrir Þingeyjarsýslur og Austurland mikinn stuðning fyrir alþing- ismenn okkar í baráttu sinni fyrir virkj- un Jökulsár. Virkjunin er ckki flokkspólitísk, en virkjun Jökulsár svo hánorðlenzkt mál, að það sameinar allra flokka menn í eina (Framhald á bls. 7.) ___________________________________y iiiiiiMiiiui JONSSON FRA ffR tft ,T T * ■a|*|*|a|aa|aa>aaiaai|aBa|,aa||||a||i|||,||B,|||||,||aiBaa,*,|,*ai,a*|>ia,a,iisai,iiiiii,iitii,,,>i Mattliías í suéur-víkini MÖRGUM mönnum finnst Matthías þjóðskáld verða meir óg meir tengdur því héraði og bæ, þar sem hann átti heima síðustu áratugina. Þá var hann prestur Akureyrarbæjar. Þar er gröf hans. Þar er kirkja hans. Þar er Matthíasarsafnið og margt fleira, sem tengir skáldið við borg sína og byggð. Vitaskuld segir þjóðin öll, að hún eigi þjóðskáld sín og þá ekki sízt Matthías, hinn lang- lífa, lífsglaða og sístarfandi Breiðfirðing. Matthías var alla daga fús að koma með nýjungar í Iístmálefnum, trúmálum og margs konar mannlífs vísind- um„ en hann virðist enn svq á vegi staddur að hann sé fær í andlegar víkingaferðir og kem- ur þjóðinni á óvart. í vetur herj- aði hann á Reykjavík. Hann hlaut mikið og glæsilegt her- fang úr suðurátt og sótti fram á því ferðalagi. Nú í vetur er liðin ein öld frá því að Matthías Jochumsson reis .upp úr skólabekk sínum í Reykjavík frá fremur leiðinlegu þulunámi og gerði leikrit það, sem nú er kallað Skuggasveinn. í höfuðstaðnum voru þá furðu margir áhugamenn um andleg málefni. Þar var meir að segja til nafnfrægur gáfumannahring- ur, sem hélt uppi áhrifamiklum vakningarfundum, eftir því sem annir leyfðu. í þessum hring var Sigurður Guðmundsson, málari, æðsti prestur. Þangað kom Eiríkur Briem, Kristján Fjallaskáld, Valdimar Briem, Jón Bjarnason, síðar kirkju- höfðingi vestanhafs og síðast en ekki sízt Matthías Jochumsson, stór og sterkur skólapiltur vest- an af landi. Matthías hafði kom- ið nokkuð seint í skóla, enda var þá ekkert landspróf. Tvær miklar gáfukonur vestur í Flat- eý trúðu, að Matthías hefði gott af að læra dálítið grísku, latínu og ýmis önnur fræði suður í Reykjavík og þær komu Matt- híasi á þessa nýju slóð. Önnur konan var Þuríður, systir Bene- dikts Gröndals, skálds, og dóttir Sveinbjarnar Egilssonar á Bessastöðum. Hin stallsystirin var Herdís, kona Brynjólfs kaupmanns í Flatey, mikil kona, gáfuð og fríð. Hún gaf síðar eig- ur sínar til að stofna kvenna- skóla, sem nú er á Staðarfelli. Þegar Matthías kom í Latínu- skólann var hann fullþroskaður maður. Hann átti sérkennilega foreldra, móður, sem var gædd flestum þeim ágætum, sem prýða góða konu og föður, sem var fullur af viðkvæmri alúð og athugulli greind. Á unglingsár- um sínum var Matthías hjarð- sveinn heima og hjá fremur kaldlyndum frænda í Dölum. Þaðan lá leið hans út í Flatey. Sú eyja var þá mest menntaset- ur á íslandi, næst Álftanesi og Reykjavík. í þessari eyju vann Matthías að margháttuðum störfum: búskap, verzlun og sjómennsku, en allra mest að bóklestri. Auk þess hafði hann ! Flatey dagleg kynni við hring úrvalsmanna, karla og kvenna, gáfaðra og menntaðra ættjarð- arvina. Þegar Matthías kom til Reykjavíkur felldi hann sterk- asta skólapiltinn í glímu á skólablettinum og var tekinn í lærðra manna tölu. Matthías var bjartsýnn og djarfur og kunni vel skólastarfinu og líf- inu í Reykjavík. Þar var hann skjótt liðsmaður í hinum and- lega aðli bæjarins, þar sem Sig- urður Guðmundsson, fjörmesti og óeigingjarnasti hugsunar- skörungur þjóðarinnar, hafði alla forystu, eins og fyrr er frá sagt. Nú kemur þar að Matthías semur Utilegumennina, leikþátt um útilegumenn, sem nú heitir Skuggasveinn. Höfundurinn orti í jólaleyfinu og var nokkuð hroðvirkur. Hann bjó þar að miklum birgðum andlegs eðlis, reynslu og þroska úr foreldra- garði og markháttuðum áhrif- um úr Flatey. Þá hafði hann verið fylgdarmaður vel mennt- aðs útlendings um öræfi á ís- landi og dvalið nokkra mánuði í Kaupmannahöfn. Þar kynntist hann Steingrími Thorsteinssyni tilvonandi vini, vopnabróður og keppinaut. Matthías stundaði námið í skólanum með nægi- lega mikilli elju til að fullnægja kröfum til prófs og atvinnuskil- yrða, en jafnframt notaði hann tómstundir til að auðga anda sinn með fjölbreytilegum lestri ágætra rita. Ég vík nú aftur að Skugga- sveini. Leikritið vakti strax mikla eftirtekt og aðdáun. Skuggasveinn hefur verið leik- inn ótal sinnum víða á íslandi, bæði í stórum og litlum húsa- kynnum. Þetta er elzta, þjóð- . legasta og vinsælasta leikritið, sem íslendingar hafa eignazt. Það var æskuverk æskumanns í ungu þjóðfélagi. Aðdragandi þessarar leiksýn- ingar var eftirtektarverður. Það vantaði vinsælan og góðan skáldskap í fátæklegan sjóð leikhússins. Veturinn áður höfðu allmörg leikrit eftir snjalla höfunda, innlenda og er- lenda aukið skuldabyrði Þjóð- leikhússins, meir en góðu hófi gegndi. Vorið 1961 hafði Þjóð- leikhúsið orðið fyrir mjög veru- legu fjártjóni við að sýna há- tíðamynd í sambandi við komu erlendra stórmenna til landsins. í þessum kringumstæðum var ákveðið að leita til Matthíasar Jochumssonar með Skugga- svein, í von um að geta glatt Þjóðleikhúsgesti og bætt fjár- hag fátækrar en nauðsynlegrar menntastofnunar í höfuðstaðn- um. Sýning Skuggasveins var mjög vel undirbúin í Þjóðleik- húsinu. Sýningarleyfi fékkst hjá erfingjum skáldsins, því að þeir ráða yfir þessu leikriti, þar til liðin eru 50 ár frá andláti Matt- híasar. Beztu leikmenn í höfuð- staðnum voru valdir til starfa að þessari sýningu og leiktjalda- útbúnaður allur mjög fullkom- inn. Þannig byrjaði Matthías Joc- humsson herferð sína suður á land og mátti um hann segja, að hann kom, sá og sigraði. — Sýning Skuggasveins tókst með ágætum. Leikhúsgestir fylltu húsið kvöld eftir kvöld, viku eftir viku. Hvarvetna ríkti djúpur og hressilegur fögnuður yfir þessari leiksýningu. Leikdómarar eru jafnan harð- hentir við höfunda, en þeir gátu nú tæpast túlkað hrifningu sína nógu einlæglega og þakklæti sitt við skáldið og leikarana. — Aðsókn virtist óstöðvandi og nýir og nýir gestir vildu tryggja sér og sínum vinum sæti í beztu stofu leikmenntarinnar og hitta Skuggasvein. Enn er þetta leik- rit sýnt við mikla aðsókn. Einu sinni sagði Magnús Jóns- son, guðfræðiprófessor, við mig: „Það hefði verið gaman, ef Matthías hefði, meðan hann var á miðjum aldri, getað dvalið nokkra mánuði í Gyðingalandi og séð allt, sem sál hans þráði þar að finna.“ Magnús sagði, að Matthías mundí alla þá stund hafa verið gæddur himinborinni andagift. Hver nýr staður hefði vakið í hug hans myndir og minningar úr bók bókanna. — Þessi ferð var að vísu aldrei farin, en Matthías orti evigu að síður hrífandi ljóð um landið helga og atburði, sem þar höfðu gerzt, líkt og þegar hann orti lofsöng sin'n um Skagafjörð í stofu á Akureyri á skammdeg- iskvöldi, þegar stórhríðin lék um hús hans. Samt er ánægju- legt að leiða hugann að því, að ef Matthías hefði enn verið vor á meðal þá mundu skáldtekjur frá þakklátum samlöndum hafa streymt í sjóð hans úr vegleg- ustu höll íslendinga að launum fyrir æskuverk hans, sem ort var í jólaleyfi fyrir 100 árum. Sennilega hefði skáldið þá látið fylgja gamanyrði um, að nú væri hann eins konar land- námsmaður við að endurreisa Sigurhæðir á Akureyri í nýjum sið og enn gæfi skáldgáfan hon- um vængi til að bera hugsjónir sínar til fjarlægra staða, hvar sem íslenzkt mál er mælt og skilið. Ekki voru það Reykvíkingar einir sem komu að hylla Skugga svein í Þjóðleikhúsinu. Margir af leikhúsgestunum komu á bif- reiðum eða flugvélum frá fjar- lægum stöðum á landinu, að austan, norðan og vestan. Þá kom í ljós, ef áður hefur verið um það efazt, að flestir íslend- ingar eiga enn nokkurt erindi við Matthías Jochumsson. Leiksigur þjóðleikhússtjóra og samherja hans er mjög mik- ill. Sýning Skuggasveins í höll- inni við Hverfisgötu er ekki augnabliks fyrirbæri. Segja má að Matthías og Þjóðleikhúsið hafi ekki skort frægð eða við- urkenningu, en í þetta sinn hef ur samleikur margra aðila gert andlega lífið auðugra en það var áður. Nú vita allir íslendingar, að Breiðfirðingurinn Matthías Jochumsson gerðist þjóðskáld á skólabekk í litlum og fátækleg- um höfuðbæ ófrjálsrar þjóðar og skapaði þá skáldverk, sem hefur varanlegt gildi í bók- menntum Íslendinga. Skuggasveinn er leikþáttur, sem grípa má til, þegar þarf að stytta fólki stundir í leiðindum eða til að afla fjár í tekjuhalla- fyrirtæki. Skuggasveinn er sígilt leik- rit, þar sem kynslóð eftir kyn- slóð á íslandi les örlög sín og sögu. Skuggasveinn verður um ókomna framtíð þýðingarmikið, þjóðlegt listaverk. Nú eru hér á landi margir glæsilegir, greindir og vel vaxnir ungir menn og konur, sem vinna afrek á mörg- um vígstöðvum, en sennilega getur enginn skólasveinn á ís- landi ort Skuggasvein sinnar aldar í jólaleyfi eða önnur leik- rit jafn gild. Ef hér kann að hall ast á samtíðina, er- það ekki af því, að þá kynslóð, sem nú fæð- ist uþp í landinu skofti með- fædda greind og margháttaða þjálfun. En þegar mikil skáld- verk verða til, þarf að vera Ijóð rænt umhverfi, sem umlykur höfundinn. Matthías hafði sveitabýlið, trúhneigðina, dul- spaka foreldra, sem trúðu á huldufólk og álfa í klettum og tröll í fjöllum. í Flatey og Reykjavík gekk hann í gáfumanna hring, þar sem ljóð, list og hugsjónir voru í háu gengi. Vitaskuld er Matt- hías höfundur Skuggasveins, en hann á mikið að þakka um- hverfinu og listrænu lífi sinna samherja, en einna mest á hann þó að þakka Sigurði málara, hin um fífldjarfa, háfleyga og fórn- fúsa listaspámanni þeirrar ald- ar. Nútímakynslóðin á Akureyri hefur unnið þau afrek að reisa i höfuðstað Norðurlands minn- ingarheimili um tvö af frægustu skáldum þjóðarinnar, Jón Sveinsson og Matthías Jochums son. Þessi heimili geta orðið, ef nota má orðfæri stríðsfréttarit- ara, andleg víghreiður í bók- menntum íslands. Skáldin eru horfin, en lifa þó um ókomnar aldir. Ilvar sem íslendingar ferð ast, hitta þeir fyrir sér í fjarlæg um löndum fólk, sem þekkir Nonnabækur Jóns Sveinssonar og hefur við lestur þeirra öðl- azt hugljúfa kynningu af landi hans og þjóð. Vinsældir Skuggasveins á fjölum Þjóðleikhússins nú í vet ur eru landkynning fyrir börn Landbúnaðurimi olnbogabarn ríkisstjórnarinnar Nýr sérskattur á bændastéttma til viðbótar öðrum „viðreisnar44-byrðum Kaflar úr þingræðu Ingvars Gíslasonar alþm. landsins, hliðstætt því þegar Nonnabækur móta skoðanir fjarlægra þjóða um ísland og þá, sem þar búa. Á ókomnum árum mun Skuggasveinn verða alþjóðaeign líkt og álf- hóll. íslenzk börn, sem fæðast upp við malbik, rafljós, hita- veitu, flugvélar, bíla og geim- för, munu eiga nokkuð erfitt með að meta daglegt líf fyrri kynslóða, uppeldi, þjóðtrú og listir á undangengnum þúsund árum. í þeim efnum leiðir Matt hías með Skuggasveini sínum hverja nýja kynslóð á vegum leiksviðsins og nokkurra himin borinna ljóða inn í æskuhug og ásthyggju fyrri kynslóða, því að í þeim efnum breytist. mannfólk ið ekki á árum og öldum. Hér opnar leiklistin sýn í þjóðarsög una. Það var mikið verk og gott, en margþætt trúboðssaga Matthíasar er ekki fullsögð með því. Meginhluti andlegra afreka Matthíasar í Ijóðagerð og þýð- ingum er annars eðlis heldur en Skuggasveinn. Þar eru margir nýir heimar andlegrar auðlegð- ar. Onnur kafin nútímakynslóð er í helzt til litlum kynnum við Ijóð Matthíasar. Þar verða að takast ný og aukin kynni. Þar bíður mikið hlutverk eftir Matthíasarfélagi á Akureyri. Allt, sem gert er til að auka veg Matthíasarsafnsins á Sigur- LAUGARDAGINN fyrir páska var óvenjulega fjölmenn útför að Grund í Eyjafirði. Þar var til moldar borinn Ásbjörn Árnason, oftast kenndur við Torfur í Hrafnagilshreppi. Hann andaðist á Akureyri hinn 12. apríl sl. á níræðisaldri, fæddur 1. maí 1880. Foreldrar Ásbjarnar voru Árni bóndi Guðnason og kona hans Kristbjörg Benediktsdóttir. Þau bjuggu á Melum í Fnjóskadal er Ásbjörn fæddist, en fluttu með sveininn þriggja ára að Skugga- björgum í Dalsmynni og þar ólst hann upp fram undir tvítugs- aldur. Árið 1900 fluttist Ásbjörn að Hvassafelli í Eyjafirði með for- eldrum sínum, sem þá hófu bú- skap þar. Ásbjörn Árnason var þrí- kvæntur. Fyrsta kona hans var Hólmfríður Jóhannsdóttir, syst- ir Methúsalems smiðs á Akur- eyri. En sambúð þeirra varð stutt, því Hólmfríður andaðist árið 1902. Þau eignuðust eina dóttur: Magðalenu, húsfrú í Ár- gerði. Ásbjörn kvæntist öðru sinni árið 1905. Kona hans var Guðrún Jóhannesdóttir og eign- uðust þau þrjá syni: Árna, for- stjóra náttúrulækningahælisins í Hveragerði, Ingólf, bónda í Stóra-Dal og Ásbjörn, bónda á Stöð í Stöðvarfirði eystra. Þau Ásbjörn og Guðrún áttu ekki skap saman og skildu. Ásbjörn kvæntist svo í þriðja sinn árið 1912, eftirlifandi konu sinni, Gunnlaugu Gestsdóttur frá hæðum og skáldsins, sem þar bjó, er þýðingarmikið fyrir bók menntaþroska þjóðarinnar. Á þeim leiðum þarf að finna nýj- ar aðferðir til að bræða saman skáldin og hug fólksins, sem brýtur nú nýjar leiðir í fjár- hagslegum vandamálum. Menn hafa í þessu sambandi stundum minnzt á að vel færi á að halda Matthíasarviku á Akureyri á hverju sumri, og fá hina fær- ustu menn til að flytja eld ljóð- anna inn í daglegt líf heimil- anna. Ef til vill mætti halda bókmenntalegar vakningarræð- ur í kirkjunni, sem er kennd við skáldið. Vafalaust er til á Ak- ureyri og víða í landinu nóg af andlegum áhugamönnum, sem fúsir væru að taka þátt í víð- tækri og fjölbreytilegri menn- ingarsókn Matthíasarvikunnar. Þjóð, sem vanrækir andleg auð æfi en þrábindur hugann við auraveiðar og lágkúrulegt skemmtanalíf, getur átt á hættu að visna eins og rótslitinn vísir. En þjóð, sem gætir vel arfleifð- ar sinnar í bókmenntum, listum og öllu andlegu lífi líkt og for- feður okkar á fyrri öldum, lifir og blómgast eilíflega. Sigur Matthíasar í suðurvík- ing á liðnum vetri ber vott um, að íslendingar geta, ef þeir vilja, orðið mesta bókmenntaþjóð álf- unnar. □ Dvergsstöðum í Kr^Liagils- hreppi, Friðfinnssonar. Þau eignuðust 5 börn, fjórar dætur og einn son: Hólmfríði, Báru, Sigrúnu, Kristbjörgu og Valgeir. Öll eru börn Ásbjarnar myndar- Ásbjörn Árnason. leg, dugmikil og góðir þjóðfé- lagsþegnar. Ásbjörn byrjaði búskap í Hvassafelli í sambýli við mág sinn, Júlíus Gunnlaugsson. Síð- an bjó hann í Miðhúsum og Torfum í Grundarsókn, lengst í Torfum. En hann mun raunar hafa setið fleiri jarðir og skipt oftar um dvalarstaði en flestir aðrir. Meðal annars fluttist hann vestur í Þverárdal í Húnavatns- sýslu og bjó þar nokkur ár, en VH) fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis uni frumvarp til Iaga um Stofnlánadeild land- búnaðarins o. fl. flutti Ingvar Gíslason, 4. þingmaður Norður- landskjördæmis eystra, langa ræðu, þar sem hann gagnrýndi mörg ákvæði frumvarpsins, svo og landbúnaðarstefnu ríkis- stjórnarinnar almennt. I upphafi ræðu sinnar sýndi Ingvar Gíslason fram á, að land- búnaðarmálin hefðu vcrið oln- bogabarn ríkisstjórnarinnar allt frá því að hún tók við völdum og vafasamt væri, að nokkur annar atvinnuvegur hefði þolað þyngri búsifjar af völdum „við- reisnarinnar“ en landbúnaður- inn, enda væri það talsvert út- breidd skoðun meðal stuðnings- manna ríkisstjórnarinnar, að bændur væru of margir í land- inu og alltof núkið „styrktir“. síðan á ýmsum stöðum í Eyja- firði, þar til hann fluttist til Ak- ureyrar á efri árum og dvaldi þar til dauðadags. Snyrtimennskan var Ásbimi í blóð borin, svo sem búskapur hans hvarvetna vitnaði um og marga afburðagóða gripi átti hann löngum, þótt ekki séu tald- ir gæðingar hans, sem hann átti frá barnsaldri til hárrar elli. Ásbjörn Árnason var hið mesta glæsimenni í sjón og var meðal annars oft til þess tekið hve höfðinglegur hann var á hestbaki, enda var hann þekkt- ur hestamaður. Ég kynntist Ásbirni á efri ár- um hans, á meðan hann þó enn stundaði búskap og er ég þakk- látur fyrir þá kynningu. Hann var hreinskilinn, glaður og á all- an hátt hinn drengilegasti mað- ur. Lifsreynsla hans var óvenju- leg og hún efldi þrótt hans og víðsýni á mörgum sviðum. Ævi- kveldi sínu og hrörnun tók hann með karlmennsku þar til yfir lauk og kveið ekki morgundeg- inum. Ásbjörn var einlægur sam- vinnumaður alla ævi, enda einn af vinum og samherjum Hall- gríms Kristinssonar frá fornu fari og naut þess að sjá hin öfl- ugu samtök fólksins færa byggð- inni aukna velmegun og alhliða framfarir. Ég kveð Ásbjörn Árnason með þökk og virðingu og sendi ást- vinum hans innilegar samúðar- kveðjur. E. D. Ekki cr rúm til þcss að birta ræðuna í heild, en í þcss stað flytur blaðið nú eftirfarandi kafla úr ræðunni: Hér er í dag til umræðu viða- mikið frumvarp um Stofnlána- deild landbúnaðarins o. fl., en þegar frumvarpinu er flett, kemur í ljós, að langmestur hluti þess eru núgildandi laga- ákvæði um landnám, ræktun og byggingar í sveitum. En það eru samt ýmis nýmæli í frumvarp- inu, sum þannig, að það er ekki ástæða til þess að amast við þeim, en önnur þess háttar, að þau geta ekki hlotið óskiptan stuðning, enda slík vandræða- lausn, að það er ekki við þau unandi fyrir þá ,sem frumvarps- ins eiga að njóta, ef að lögum verður. Hver cr bölvaldúririn? í athugasemdum frumvarps- ins er því haldið fram, að stofn- lánasjóðir landbúnáðarins séu í’ rauninni gjaldþrota og að meg- inorsök hinnar bágu fjárhags- afkomu megi rekja tilj þess, að á árunum 1952—1959 hafi sjóð- irnir vei’ið látriir taka erlend lán, sem síðan hafi verið endur- lánuð án gengistryggingar. Með þessu er fullyrt, að erlendu lán- in ,sem gengið hafa til úppbygg- ingar í landbúnaði, séu aðalböl- valdur stofnlánasjóðanna. En hið sanna er, að þessi erlendu lán hafa gert okkur kleift að auka stórlega framfarir í Jand- búnaði undanfarinn áratug, svd að óvíst er, að þær hafi áður orðið meiri á jafnskömmum tíma. Gengisfcllingastefnan. Bölvaldurinn í þessu íriáli er gengisfellingastefna hæstvirtrar ríkisstjórnar ,þar sem hver gengisfellingin hefur rekið aðra með fárra mánaða millibili. Með þeirri stefnu hefur tekizt að gera fjárfestingarsjóðina nær gjaldþrota og af henni erum við nú að súpa seyðið í þessu máli eins og fleirum. Það var því sannarlega happ fyrir bænda- stétt landsins og landbúnaðinn, að ekki var gengisákvæði í lán- veitingum sjóðanna, því að ef svo hefði verið er næsta líklegt, að meginþori’i íslenzkra bænda hefði komizt á vonarvöl og það hefði þýtt endalok sjálfstæðrar bændastéttar á íslandi. Gengis- ákvæði í sambandi við erlend lán, sem endurlánúð eru til uppbyggingar í landbúnaði, er óðs manns æði og má aldrei koma fyrir hjá þjóð, sem býr við jafn óstöðugt gengi og reynslan hefur sýnt, ekki sízt í höndum þeirrar hæstvirtrar rík- isstjórnar, sem nú fer með völd- in. Þess vegna tel ég það ranga og háskalega stefnu, sem fram kemur í 12. gr. frv., að stofn- lánadeildinni sé óheimilt að endurlán erlent lánsfé nema með gengisákvæði. Útreikningar. í athugasemdum frumvarps- ins kemur fram sú skoðun, að væntanlegir tekjustofnar tryggi framkvæmdargrundvöll stofn- lánasjóðanna. Þessu til sönnun- ar eru birtir útreikningar um vöxt og viðgang stofnlánasjóðs- ins næstu fjórtán árin. Reikn- ingsdæmið er vafalaust rétt, svo langt, sem það nær, en þar er líka gengið út frá forsendum, sem ekki er víst að standi ó- breyttar allan þann tíma, t. d. að því er tekur 'til vaxta. Og einnig ber á það að líta, að verð- lag er ákaflega óstöðugt og verðbreytingar tíðar. Það er ekkert, sem bendir til þess, að verðlag verði stöðugra næstu 15 ár, heldur en það hefur verið undanfarin ár, m. a. í tíð hæstv. núv. ríkisstjórnar, þegar hækk- anir á öllu, sem til framkvæmda þarf, hafa orðið geigvænlegri en nokkru sinni áður á svo stutt- um tíma og rýrnun gjaldmiðils- ins verið að sama skapi. Ekkert hefur því reynzt jafnóstöðugt og óútreiknanlegt sem vöxtur og viðgangur sjóða almennt héé á landi, það er ein afleiðing verðbólgu og óstöðugs peninga- gengis. Ef sú þróun heldur á- fram, sem nokkurn veginn má gera ráð fyrir, meðan svo horf- ir sem nú er, er hætt við að stofnlánasjóðurinn reynist getu- minni til átaka heldur en hæstv. ríkisstjórn gerir nú ráð fyrir. Ekki vil ég því treysta þessum útreikningum, þetta eru aðeins tölur og gildi þeirra kann að reynast afstætt. Það mun tím- inn leiða í ljós. En miðað við fyrri reynslu ættu menn að trúa slíkum útreikningum varlega. Hæstv. ráðherra sýndi þess líka merki í ræðu sinni áðan, að hann efaðist nokkuð um, að sjóðmyndun þessi væri trausij. Hann virtist gera sér ljóst, að utanaðkomandi áhrif gætu rugl- að þá útreikninga, sem fylgja frv. um vöxt sjóðsins, en reyndi að hugga sig við það, að ef nýjar gengislækkanir yrðu, svo og al- mennar verðhækkanir, þá hækkuðu búsafurðir í verði og þar með tekjustofnar stofnlána- deildarinnar. En ég vil spyrja, er nokkuð öruggt í því efni? Hefur reynzt svo undanfarin verðbólguár? Ég held ekki. Það stendur því óhaggað, að það er full ástæða til að efast um, að sú fullyrðing sé rétt, að með þessu frv. sé fundinn öruggur grund- völlur undir stofnlánastarfsemi landbúnaðarins. Nýjar álögur. Þá ætla ég að ræða hér svo- lítið um tekjustofnana, sem get- ur í 4. gr. og mestur ágreining- ur hefur orðið um. og veldur því, ásamt öðru, sem ég hef tek- (Framhald á bls. 7.) Ásbjörn Árnason frá Torfum NOKKUR MINNINGARORÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.