Dagur - 28.04.1962, Blaðsíða 7

Dagur - 28.04.1962, Blaðsíða 7
7 - Landbúnaðurinn olnbogabarn ríkisstjórnarinnar (Framhald af bls. 5.) ið fram, að þetta frv. mun verða lengi í minnum haft fyrir rang- læti í garð bændastéttarinnar og neytenda í l.andinu, enda er þar farið út á varhugaverða braut. Hæstv. ríkisstjórn h.efur ekki séð aðra leið vænlegri en að leggja á nýja skatta til fjár- öflunar fyrir umrædda sjóði. Og í stað þess að afla fjárins með almennum skatti, þá hefur hún gripið til þess ráðs að skatt- leggja eina stétt landsmanna sérstaklega og leggja auk þ.ess álögur á almenning m.eð nýjum skatti á brýnustu lífsnauðsynj- ar. Þetta er að vísu ekki alveg ný aðferð hjá hæstv. ríkisstjórn. Þetta er í samræmi við stefnu hennar í skattamálum almennt, þar sem við það er miðað að létta álögum af hinum efna- meiri, en þyngja skattabyrðar og álögur á þeim, sem efna- minni éru. Þetta er ekkert ann- að en fre'kari útfærsla á þeirri' stefnu, sem hæstv. ríkisstjórn tók í upphafi, þegar hún hvarf frá beinu sköttunum og tók upp margfalda söluskatta,sem aldrei getur þýtt annað en versta ranglæti í skattamálum og bitn- ar á þeim efnaminnstu. Sérstak- lega mun þessi skattheimta koma hart niður á bændum og mun þaö sannmæli, að hún eigi sér enga hliðstæðu í annarri gjaldheimtu hér á landi. Hitt vegur þó meira, að bajndur eru ekki aflögufærir, allra sízt nú, eftir tveggja ára niðurdrep við- reisnarinnar á efnahag og af- komumöguleikum þeirra. Það verður því ekki hjá því komizt að breyta þessu ákvæði um skattaálagið á bændur og hækk- un á mikilvægum neyzluvörum almennings eins og frv. gerir ráð fyrir. Ef ekki eru önnur úr- ræði, verður ríkissjóður að taka á sig þessa byrði, a. m. k. er það óhæfa að taka upp þá stefnu að leggja sérskatta á þær starfs- stéttir, sem búa við örðugastan fjárhag og það af sömu mönn- um, sem kalla það ranglæti og jafnvel stjórnarskrárbrot að leggja á stóreignaska.tt. í þessu frv. er ekki gerð nein tilraun til að bæta úr fjárskorti veðdeild- ar Búnaðarbankans. Hefðu menn þó getað vænzt þess, að svo yrði eftir ailt tal hv.. Sjálf- stæðismanna um nauðsyn þess máls. Man ég ekki betur, en að þ.eir hafi fyrir fáum árum stað- ið að samþykkt þáltill., sem fór í þá átt, að nauðsynlegt væri að efla veðdeildina, og það hefur, að ég hygg, oftast verið svar þeirra við þeirri hugmynd Framsóknarmanna að stofna sérstaka bústofnslánadeild, að veðdeildin ætti að sinna slíku hlutverki. Vilja ekkert raunhæft. En hv. Sjálfstæðismenn sýna í verki, að þeir vilja í rauninni hvorugt. Þeir segjast vilja efla veðdeildina, en þeir gera það ekki, og þeir daufheyrast við hugmyndinni um bústofnlána- sjóð. Þeir koma ekki með neitt nýtt í landbúnaðarmálum annað en skattaálögur og aukinn kostnað. Af þessu einkennist öll stefna hæstv. ríkisstjórnar í landbúnaðarmálum. Það dugir ekki til, þó hæstv. landbúnaðar- málaráðherra vilji vel, hann virðist svo sáralitlu fá fram- gengt og ef eitthvað er, þá með slíkum erfiðismunum, a'S það tekur hann marga mánuði eða jafnvel ár, og er þó vitað, að hann liggur ekki á liði sínu. Þvert á móti. En svona er að eiga undir högg að sækja hjá öðrum. Það fær hæstv. ráðherra að reyna í sinni háu stöðu og vildi ég gjarnan óska honum betra hlutskiptis. Koma hart við landbúnaðinn. Efnahagsaðgerðir hæstv. rík- isstjórnar hafa komið hart við flestar atvinnugreinar lands- manna og haft gífurleg áhrif á afkomu almennings. Þó væri á- standið enn v.erra en það er, ef það tvennt hefði ekki skeð, að hæstv. ríkisstjórn hefur orðið að slá af st.efnu sinni í veiga- miklum atriðum og eins hitt, að aflafengur hefur sjaldan verið betri og aflaverðmæti óvenju- mikið. En mér er til efs, að nokkur atvinnugrein búi nú við verri og óvissari kjör en land- búnaðurinn, m. a. vegna þess, hversu bústofnun er orðin dýr og arðurinn seintekinn og hversu ófýsilegt það er fyrir unga menn ,að leggja fyrir sig búskap af þeim sökum, þegar svo hitt kemur líka til, að ill- kleift er að fá lán og aðstoð til nauðsynlegustu framkvæmda. Þetta frv., sem hér liggur fyr- ir, að svo miklu leyti sem það er nýtt, er engin lausn á þeim mikla vanda, sem steðjar að landbúnaðinum. Þvert á móti hefur frv. að geyma ýmis rang- lát ákvæði, sem munu skaða landbúnaðinn, eins og ég hef sagt, og sú tekjuöflun, sem gert er ráð fyrir í fjárfestingarsjóð- ina, er hvergi nærri nægjanleg til að treysta starfsemi þeirra út af fyrir sig, hvað þá að full- nægja annarri aðkallandi þörf landbúnaðarins fyrir lánsfé. Vandinn óleystur. Jafnvel þó að svo reynist, að þessi nýju ákvæði frv. stæðust þau fyrirheit, sem höfundar þeirra gefa, þá er enn óleystur mikill vandi í lánamálum land- búnaðarins og sem verður æ meir aðkallandi því lengra sem líður. Það vapter v|ð^to§/;yið frumbýlinga ti! ' kaupa á véÍþ^; og bústofiú, • þafS' skortii’ ■'íæisfé til kaupa á ræktuðum og hýst- um jörðum, sem eigendur þeirra yfirgefa s?jkir elli eða sjúkdóma. Hvað er brýnna en að finna lausn á því vandamáli? Það er sórt og veldur efnatjóni fyrir jarðeigendur að horfa á ævistaríið verða að engu, og það er óhagkvæmt fyrir þjóðfélagið, ef ræktuð og byggð ból fara í eyði af því að enginn hefur efni á að kaupa þau. Hæstv. ríkis- stjórn getur því fráleitt lagzt til hvíldar, þó að þetta frv. verði að lögum. Það eru mörg verk- e'fni óleyst eftir sem áður. Af- rekaslcrá hæstv. ríkisstjórnar í landbúnaðarmálum er eftir sem áður sáralítill að vöxtum og „HEKLU“-ofninn haíir verið fram- leiddur í 25 ár o°' hlotið viður- ' V»ÍÍEÍ!iLU“-Gfninn heTir 'fu'ílkb.txíría hitafrágjöf. „HEKLU“-ofninn er framlelddur í 5 hæöum og 2 þvkktum, tekur lítið veggrými og leysir því vandamálið um staðsetningu betur en aðrir ofnar. „HEKLU“-ofninn er afgreiddur frá verksmiðjunni í réttri stærð fyrir það herbergi, sem liann á að hita og er því ódýr í upsetningu. „HEKLU“-o£ninn er framleiddur úr bezta fáanlegu stáli og vandaður að öllum frágangi. Framleiðandi er Ofnasmiðjan „MEKLA“, Akureyri Söluumboð: KAUPFÉLAG EYFIRDINGA, Akureyri KVENFÉLAGIÐ ÞINGEV hef- ur félagsvist og dans aðBjargi laugardaginn28. apríl, kl. 8.30. — Félagskonur taki méð sér gesti, og Þingeyingum er heimill aðgangur meðao hús- rúm leyfir. Aðgangseýrir kr. 40.00. - Huiidrað ára afmæli (Framhald af 1. síðu.) hér iðnstefnur. Komið hefur verið á fót neínd til að annast sýninguna og skipa hana þessir menn: Ríkharð Þórólfsson, Vig- fús Þ. Jónsson og Hermann Stefánsson. Vöntun er á nægi- lega stóru húsrými, en sennilegt er að iðnsýningunni verði val- inn staður í Barnaskólanum. Hver verður þáttur íþrótta- hreyfingarinnar? Endanlega er ekki frá því gengið. Þó er þegar ákveðið, að 100 stúlkur sýni leikfimi undir stjórn Þórhöllu Þorsteinsdóttur. Ennfremur verða háðir kapp- leikir og e. t. v. fleira í samráði við íþróttabandalag Akureyrar. Bókaútgáfa? Steindór Steindórsson, hefúr tekið að sér umsjón með útgáfu myndabókar í tilefni afmælis- ins. Hún fj.allar um það, hvern- ig Akureyri er nú á þessu ári. Myndirnar verða uppistaða, en skýringartextar fylgja. Þá er Eðvarð Sigurgeirsson að vinna að gerð kvikmyodar af ýmsum atburðum úr lífi og starfi fólksios á Akureyri, eios og það er oú. Verður þetta heim- ildarmyod frá þessum tímamót- um í sögu bæjarios. En'ofremur má geta þess, að hátíðamerki verða gefin út. — Verða þau hin sömu og Tryggvi Magnússon teiknaði fyrir Akur- eyri í sambandi við Alþingishá- tíðina 1930. Koma erlendra gesta? Hingað verður bpðið full- trúum frá vinabæjum Akureyr- ar á Norðurlöndum. Hingað kemur líka 70 mánna finnskur karlakór, einn □ Rún.: 59824307 Kjörf.: UMKVÖRTUN. — „Tveir dag- drykkjumenn“, oft sjúklega haldnir, senda blaðinu «m- kvörtun yfir þeim „slettireku- skap“ að mæla gegn brenni- vínss.ölu í Hlíðarf jalli á lands- móti skíð.amanna, og finnst ekki gáfulegt, enda skilningi •þeirra ofvaxið. — Umkvört- unin er ek'ki prenthæf og verður því ekki birt. En hér er á hana minnzt til að benda á, hve Bakkus er víða ágeng- ur og menn þeir, sem eru á valdi hans. Jafnvel í Hlíðar- fjalli vill hann koma ár sinni fyrir borð. - Morðlenzkt stórmál (Framhald af bls. 4) fylkingu til sóknar. Framsókn- arfélögin á Akureyri telja heppi legt til áhrifa að bæjarráð Ak- ureyrarkaupstaðar og bæjar- stjórn beiti sér fyrir stórum sam eiginlegum fundi, þar sem boð- aðar yrðu allar hreppsnefndir sýslunnar ásamt bæjarstjórn Akureyrarkaupstáðar og þing- mönnum kjördæmisins, til að fclla vilja sinn í ályktunarform í þessu stórmáli, og til þess með því að veita þingmönnum kjör- dæmisins þann stuðning, sem samstilltur fundur getur veitt. Þótt við bendum á þessa leið, er hún okkur ekki kærkomnar'i en aðrar, sem heppilegri þættu og stefndu að sama marki. Treystum við bæjarráði og hæj- arstjórn til að ráða þessum mál- um farsællega til lykta, ef hún ljær þeim stuðning sinn á annað borð. Ef við lítum í eigin barm, sjá- um við, að jafnvel hér í höfuð- stað Norðurlands vantar tölu- vert á hin síðustu árin, að orðið hafi eðlileg fólksfjölgun, svo sterkt er aðdráttaraflið að sunn an. Og ef við lítum á heildar- þróunina síðustu 20 árin, sjáum við, að Reykjavík og allra næsta nágrenni hennar hefur tvöfald- að íbúatölu sína á þeim tíma. Með sama áframhaldi verður i ss^l>b|^fojfjv{mhj,, Reýkjavík 360 þ\Ts. manna borg 1 IT PK T Úá S TJ „ m —. — 1 1 W 1 J n WI /\ 4- -Í .2. — _ _ ;Muntra>/miXsikahiér>;-Ifarin er skipaður sænskumæjandi Finn- um og verður í boði Fóstbræðra staddur hér á landi um þetta leyti og mun syngja hér hinn 30. ágúst. Hátalarakerfi verður sett upp í miðibænum, svo að menn geti heyrt það s^m fram fer á hátíðasvæðinu ' hvar sem er í miðbænum. En hátíðahöldin fara að mestu fram undir beru lofti, ef veður leyfir. Veizluhöld verða engin utan þeirrar risnu, sem nauðsynleg er vegna móttöku hinna erlendu gesta og annarra þeirra, er boðnir kunna að verða. Blaðið þakkar bæjarstjóran- um fyrir þessar upplýsingar. úm UEestU aldamót og ýmsum byggðum og þorpum á Norður- og Norðausturlandi þá blætt út. fbúar utan höfuðborgarinnar yrðu þá aðeins 30 þúsund og flestir þeirra sunnan fjalla. í trausti þess að bæjarráð og bæjarstjórn geti verið sammála um nauðsyn nýrra atvinnulífs- stöðva á Norðurlandi, og að all- ir Norðlendingar vilji vinna með þingmönnum okkar að norðlenzkri virkjun, biðjum við yður að taka málið á dagskrá, koma á áhrifamiklum fundi um það, gefa sjálfir yfirlýsingar um það, eða vinna að því á þann hátt annan, sem þér teljið væn- legastan til árangurs." í bæ og héi-aði, lítiö inn á skri£stofuna e£ þið eigið leið um. FRAMSÓKNARFÉLÖGIN. ekkert, sem bendir til, að hún hafi enn lagt gull í lófa framtíð- arinnar að því er snertir þessi mál. Flest bendir til, að varan- legustu merki núv. hæstv, ríkis- stjórnar á íslenzkan landbúnað verði kyrrstaða og afturför. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 29. apríl. — Lítið inn á skrifstofuna og atliugið hvort þið eruð á kjörskrá. FRAMSÓKNARFÉLÖGIN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.