Dagur - 14.06.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 14.06.1962, Blaðsíða 5
4 5 BÆ J ARST JÓRN ARKOSNIN G ARN AR komu nokkru róti á liugi manna. Þær urðu mikið umtalsefni, einnig þrætuefni manna á milli, cfni spádóma og ágizkana og tími áróðurs. Svo rann um kosninga- dagurinn með hinu ótvíræða valdi kjós- endanna og þeir gerðu út um máiin á sinn hátt. Ný efnahagsstefna hefur verið innleidd í landinu, sem höfundar hennar nefndu „viðreisn“. Bæjarstjómarkosningamar hinn 27. maí voru nokkur prófsteinn á vinsældir hennar eða óvinsældir með al fólks í bæjum og kauptúnum lands- ins. Úrslit kosninganna efldu mjög fylg- ið hjá öflugasta andstæðingi stjórnar- flokkanna, Framsóknarflokknum, svo að hann er nú næststærsti stjórnmálaflokk- urinn í þétthýlinu. Úrslit kosninganna voru öflug mótmæli gegn „viðreisninni“ og höfundum liennar, og eflaust verða þau mótmæli skilin rétt á æðstu stöðum. En það er líka fróðlegt að líta sér nær og fara nokkrum orðum um kosningam- ar hér á Akureyri, því að margt má af þeim Iæra, og fleira en tölur sína. Menn minnast þess eflaust, hversu hlífðarlaust því var haldið fram, einkum rétt fyrir kosningarnar, hve vonlaust það væri fyrir Framsóknarmenn að ætla sér að vinna bæjarfulltrúasæti af Sjálfstæð- ismönnum, betra væri því fyrir stjórnar- andstæðinga að kjósa lista Alþýðubanda- lagsins. Þetta reyndist ekki á rökum reist. Sá gamli áróður Sjálfstæðismanna um „skattfríðindi KEA og SÍS“ og að þetta „skattfrelsi“ væri að sliga aðra skattgreiðendur bæjarins, lieyrðist ekki að þessu sinni. Flokksbræður þeirra í ríkisstjórn og á Alþingi liöfðu „stolið“ frá þeim þessum „glæp“ með því að breyta landslögum, sem segja fyrir um það, að samvinnufélög skuli jöfn gróðafélögum gagnvart sköttum. Einn maður af lista Sjálfstæðismanna var þó svo íhaldssam- ur, að taka upp baráttu af þessu tagi og talaði um nauðsyn á „pólitísku mótvægi“ gegn samvinnufélögunum. Kjósendumir svöruðu með því að fella hann frá kjöri. Þá var, af hendi stjómarflokkanna hér í bæ, því haldið fram, að Framsókn og Alþýðubandalagið hefðu þegar myndað með sér leynisamning um algert sam- starf eftir kosningar, ef úrslitin gerðu þeim það kleift. Þetta var algerlega til- hæfulaus áróður, svo sem öllum bæjar- búum er nú vel kunnugt (samanber fyrsta bæjarstjórnarfundinn og bréf þau er á milli fóru og birt hafa verið). Þá var því haldið fram bæði í blöðum, út- varpi um bæjarmál og í viðtölum, að sömu aðilar hefðu þegar ákveðið nýjan bæjarstjóra, ef styrkur þeirra í bæjar- stjórn eftir kosningar leyfði. Þessum þvættingi var jafnvel haldið fram eftir að því var yfir lýst liér í blaðinu, að ann- ar bæjarstjóri en Magnús E. Guðjóns- son hefði ekki komið til tals. Vera má, að einhverjir kjósendur hafi farið að dæmi hjónanna í gamansögunni, sem engu trúðu nema þeim ósannindum, sem fjarst sanni voru. Þeir, og aðrir, hafa komizt að raun um það nú, hverjir sögðu satt í þessu efni fyrir kosningar og hverj- ir ekki. „Á nú aS ginna Noreg inn í EEC?" Kalskemmdir óliugnanlegar ___ _____________________________ - Frá vinstri: Jóhann Konráðsson, Guðrún Kristinsdóttir, Ingihjörg Steingrímsdóttir og Jóhann Ó.Har- aldsson. (Ljósmynd: G. P. K.) Tónleikar í Borgarbíó TÓNLEIKARNIR í Borgarbíói föstudaginn 8. júní sl. voru að því leyti sérstæðir, að á efnis- skránni voru eingöngu ein- söngslög eftir Akureyring, Jó- hann Ó. Haraldsson. Flytjendur voru einnig Akureyringar, þau Ingibjörg Steingrímsdóttir og Jóhann Konráðsson, en undir- leikari Guðrún Kristinsdóttir. Það er vitað, að Jóhann Ó. Haraldsson hefur samið allmik- ið af sönglögum, en þau lög, sem birzt hafa á prenti eða heyrzt flutt, hafa yfirleitt verið samin fyrir kóra. Hitt hefur far- ið lægra, að Jóhann hefur einn- ig samið einsöngslög með píanó- undirleik og voru sextán þeirra kynnt á tónleikunum á föstu- daginn. Mörg þessara laga eru æskuverk höfundar, samin er hann var innan við tvítugt, en tveir lagaflokkar: Vísur Sigrún- ar og Til Svövu, eru samdir 1934, en ekkert af lögum söng- skrárinnar var samið eftir þann tíma, hvað sem veldur. Jóhann Ó. Haraldsson er að mestu sjálfmenntaður í list sinni og hefur haft tónlistina sem hjáverkastarf. Þess er því varla að vænta, að hann brjóti nýjar brautir í verkum sínum, enda er það ekki svo. En lögin eru söngræn og áferðargóð og vandvirknislega unnin. Undir- leikur er allfjölskrúðugur og sums staðar allt að því íburðar- mikill, en sumt orkar þar þó tvímælis. Við fyrstu heyrn fannst mér tvö beztu lögin Morgunsár og Litla lindin mín. Ymist sem þruma, sem höfundur tileinkaði föður sínum fimmtugum, er hressilegt lag. Allt eða ekkert er stærst í sniðum og samið í hefðbundnu þrískipti formi. — Þetta er „dramatiskt“ lag, og gefur söngvara góð tækifæri til túlkunar, en þó fannst mér vanta herzlumuninn til þess að þetta lag sé það, sem því er ætl- að vera. Flytjendur lögðu sig fram við flutning verkanna og skiluðu þeim með sóma. Ingibjörg Steingrímsdóttir hefur undanfarin ár starfað við kennslustörf og því haft minni tíma til æfinga, enda fannst mér mega merkja það í söng hennar að þessu sinni, þó að hann sé fágaður sem fyrr. En ég vona, að hún misvirði ekki, þó að ég láti í ljós þá ósk, að hún kenni ekki nemendum sínum þann tekstaframburð, sem hún sjálf notaði nú. Jóhann Konráðsson hef ég sjaldan eða aldrei heyrt í betra formi en í þetta sinn. Guðrún Kristinsdóttir er þekkt sem einn okkar snjallasti undirleikari og hlutverk hennar var líka í samræmi við þáð. í lok tónleikanna var tón- skáldið kallað fram á sviðið og hyllt með lófataki, og Stefán Ág. Kristjánsson flutti ávarp. Tónskáldi og flytjendum bár- ust margir blómvendir. Hafi tónskáld og flytjendur þökk fyrir tónleikana. Jakob Tryggvason. ÚTTRATTUR, sem Stefán Ág. Kristjánsson, formaður Tónlist- arfélags Akureyrar, flutti að af- loknum flutningi á verkum Jó- hanns í Borgarbíói föstudaginn 8. júní 1962: Mér er sönn ánægja að ávarpa tónskáldið á þessum merkisdegi í lífi þess og ég hygg, að ég geri það fyrir hönd allra þeirra, sem hér eru, samankomnir í kvöld, því að þessir tónleikar hafa sýnt okkur Jóhann Ólaf í nýju ljósi og ég geri ráð fyrir, að hann hafi komið ykkur mjög á óvart, með því sem hann hefur geymt um tugi ára á kistubotninum, því að flest þau lög, sem við heyrðum hér í kvöld eru ein- söngslög, sem aðeins örfáir nán- ustu vinir hans vissu að hann átti geymd í fórum sínum. Það má teljast einkennilegt, að þessi fallegu og stórfenglegu lög hans skuli hljóma svo fagurlega í eyrum nú, eftir svo langan tíma, því að þau eru samin snemma á þessari öld, sem byrjaði með eldlegum hugsjónum hins róm- antíska tímabils, og tímar eru mjög breyttir í þessum efnum. Við Jóhann erum aldir upp hlið við hlið hér út með hinum fagra Eyjafirði, hann fæddur 19. ágúst 1902, en ég 5 árum eldri og yngstur Glæsibæjar- systkina.. Við vorum því leik- bræður fyrstu ár ævi hans, því að örskammt er á milli Dag- verðareyrar og Glæsibæjar. Á þessum fyrstu árum aldarinnar áttu þeir mjög nána samleið í söngmálum Haraldur Pálsson faðir Jóhanns og Kristján Jóns- son faðir minn og á þessumbæj- um hefur, að því er ég bezt veit, verið mest sungið við Eyjafjörð, enda þeir báðir annálaðir radd- menn. Út frá þessum heimilum breiddist svo sívaxandi sönglíf um þetta hérað. Það er því víst andrúmsloftið, sem Jóhann elst upp í, fagrir hljómar fylla eyru hans, enda skynjar hann snemma tónanna mál og það sagði mér faðir minn eitt sinn, að ársgamlan hefði hann heyrt hann syngja lagið: „Hlíðin mín fríða“ skýrt og rétt. — Þeir, sem komið hafa til Troldhaugen, bústaðar Griegs í Bergen, skilja enn betur en áður hans dásamlegu tónverk og annaðlivort hefur þetta um- hverfi orkað á hann til snilldar- verka, eða hann valið umhverf- ið samkvæmt viðhorfi sínu til hins fagra og heillandi. Ekki er vafi á því, að umhverfið, þar sem Jóhann mótaðist, hefur átt í'íkan og góðan þátt í tónsmíð- um hans. Hann hefur tjáð mér, að ekkert hafi þar haft eins mik- ilfengleg áhrif á barnshuga sinn og Grettishallið fyrir ofan bæ- inn Dagverðareyri, með stóra steininum með „fingraförum Grettis“. Þaðan er þrótturinn kominn í tónverkum Jóhanns og hin dulmagnaða skynjan. En að baki þessu halli rísa Möðru- vallafjöllin, sem virðast undur nærri bænum í mildum bláma vorsins, en á móti bæjardyrum rís hin vinagræna Vaðlaheiði og í norðri er Kaldbakur, sem kólgu hrindir, og hlýfir fyrir norðan kulda og válegum veðr- um. En þó hefur sjálfsagt haft mest að segja hin meðfædda tónlistargáfa Jóhanns, sem var óvenjuleg, enda átti hann til þeirra að telja í báðar ættir, sem voru miklir söngmenn og viðkvæmir í lund, því að auk þess sem áður er getið um föð- ur hans var afabróðir hans, sr. Árni, síðasti búandi prestur í Glæsibæ, söngmaður svo að af (Framhald á bls. 7.) KUNNUR norskur blaðamaður og óvenju skarpur rýnir ritar fyrir skömmu um væntanlega þátttöku Noregs í Efnahags- bandalagi Evrópu (EEC), sem nú er mjög rætt málefni og um- deilt í Noregi, og eru birt hér aðalatriði þessarar greinar hans í stuttu máli: „Tiltölulega algengt er það, að sá er selja vill ókunna vöru og fremur vafasama, ýtir undir framboð sitt með því, að vænt- anlegir viðskiptamenn verði að bregða skjótt við, annars verði þeir of seinir! „Stendur aðeins stutt til boða!“ Þessari viðskiptabrellu beita nú óspart allir þeir, sem eru að telja Noreg til þess að bregða nú skjótt við og taka þátt í sam- vinnu-samsteypunni, sem ítalía, Frakkland, Vestur-Þýzkaland, Belgía, Holland og Luxemburg hafa fitjað upp á og vilja nú stórauka prjónlesið! - En hvers vcgna liggur svona á? 011 þessi sex lönd hafa nú þegar, og enn frekar framvegis, meiri þörf fyrir okkar viðskipti en við fyrir þeirra Og skyldi svo ótrúlega fara ogósanngjarn- lega, að þjóðir þessar slitu öllu viðskiptasambandi við Noreg, gætum við stofnað til jafngóðra og jafnmikilla viðskipta við Sví- þjóð og allar Austur-Evrópu- þjóðir, alla Ameríku, Asíu, Af- ríku og Ástralíu! Æski sexmenningar þessir að loka fyrir allan stór-útflutning frá Noregi (en það myndu þeir ekki þola til langframa), þá stendur okkur samt allur heim- ur opinn sölumarkaður! (En undirbúningsfrest nokkurn þyrftum við auðvitað!) Skógin- um kæmi vel að fá vaxtarfrið um nokkurra ára skeið. Síldin staldrar við, áður en hún kemur aftur. Spurt verður eftir sem áður um málm fjallanna okkar“ o. s. frv.-- „Gangi Bretland og Danmörk inn í Bandalagið, verður Nor- egur að fylgja með!“ (Þetta er gamla sagan um að hanga aft- an í!)“ „— Bretland þegir. Ekki ligg- ur á að hlaupa inn í EEC. Bret- land er kjarni og þungamiðja efnahagssambands, sem er þre- falt stærri en allt EEC, og stæði jafnbratt eftir sem áður, þótt öll hin löndin sex sykkju í sæ!“ — „EEC er aðcins smábýli í heimi“------Þar búa nú um 150 milljónir. Og nú er beðið eftir Bretlandi og Danmörku til að fylla 200 milljónirnar!-- EEC er um 1/10 af Evrópu, og Evi'ópa er um 1/10 af öllum löndum heims. Þ. e. a. s. EEC er 1% — einn hundraðasti í mann- heimum vorum. Aðeins örlítið smábýli! (Hvað liggur þá á að verða örlítill teigur í því kot- túni!) (Höfundur telur háskalegustu áróðursmennina á þessum vett- vangi vera spákaupmenn og braskara, sem fyrst og fremst hugsi um sinn eiginn hagnað, en láti skeika að sköpuðu um land og þjóð! o. s. frv.-Hér er einnig sleppt sterku ívafi norskra stjórnmála og söguleg- um staðreyndum norskum!) — „Spyr sá sem ekki veit: hvort þessi ríkjasambandshugmynd EEC muni ekki mest eiga rót sína að rekja til fransk-þýzkrar andúðar og ótta um það, að amerískt auðmagn nái fastari tökum á Vestur-Evrópu, og ef til vill hálfum heimi? En ef svo væri, myndi Noregi hollara og öruggara að vera sem eitt af bandaríkjum Ame- ríku (til verndar gegn sovét- ránveldinu). Eigi myndi Noregur geta treyst Þýzkalandi og Frakk- landi, ef vér drægjumst inn í þeirra styrjöld við Sovétveldin. Og heldur ekki treyst Bret- landi. (Þar höfum við reynsl- una frá 1940—45.) En Bandaríkin urðu þá stoð vor og styrkur.“ v. Ólafur Jónsson ráðunautur svarar spurningum VÍÐA norðanlands eru tún hræðilega kalin, svo að til vand- ræða horfir á sumum bæjum. — Á einstökum bæjum í Kinn, Fnjóskadal, Reykjadal,Árskógs- strönd, Svarfaðardal, Höfða- hverfi og Mývatnssveit skiptir dauðakal hekturum lands, og er af því auðsætt, hversu bændur eru hart leiknir, sem fyrir mest- um skemmdum hafa orðið á ræktarlöndum sínum. Kal í túnum ér ékki nýtt fyr- irbrigði, en sjaldgæft er að það valdi annarri eins eyðileggingu og nú, og við því mún fátt ein- hlýtra ráða. Þörf er- á, að rann- saka nú þegar hið gífurlega Dr. Richard Beck 65 ára DR. RICHARD BECK, prófess- or, varð 65 ára á laugardaginn, hinn 9. júní sl. Ævi þessa Aust- firðings, menntabraut og frami er öllum íslendingum kunnur, og er þjóðin stolt af þessum syni sínum vestra. Dr. Richard Beck er fæddur á Svínaskálastekk í Reyðarfirði og varð þegar á unglingsaldri harðduglegur sjómaður eystra, síðar atorku námsmaður hér F ermingarbarnamót í Laugaskóla MOT fermingarbarna var hald- ið að Laugum í Reykjadal um síðustu helgi og stóð í tvo daga. Um 230 börn úr Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu mættu á- samt 11 prestum, sem stjórnuðu mótinu. Mótsnefnd skipuðu prestarnir séra Pétur Sigurgeirsson, séra Sigurður Haukur Guðjónsson og séra Sigurður Guðmunds- son, en íþróttum stjórnaði Jón- as Jónsson, kennari. Mótsgestir færðu skólanum Heilaga ritningu að gjöf. □ e:.'. heima og í Bandaríkjunum. — Prófessorsembætti hans við rík- isháskólann í Grand Forks í N.- Dakota tók ekki starfskrafta hans alla, þótt þeir séu óvenju- miklir, það vita íslendingar austan hafs og vestan. Fyrir- lestrar, ljóð og ritgerðir pró- fessorsins myndi kallað ærið ævistarf. Félagsmálastörfin og fræðistöi'fin, um og fyrir hinn norræna kynstofn, eru ómetan- leg, auk aðalstarfsins sjálfs, kennslunnar í norrænum fræð- um við háskólann. Dagur sendir afmælisbarninu hinar innilegustu hamingjuósk- ir í tilefni af 65 ára afmælinu og þakkar ágæt kynni bæði fyrr og síðar. Gjörið svo vel. flytur í júníhefti sinu afmælis- grein um Steinþór Þórðarson, bónda á Hala í Suðursveit, sjö- tugan og forsíðumynd af hon- um. Greinina ritar Hjalti Jóns- son á Hólum, ljóð eftir Ásgrím í Brekku, bréf frá Vesturfara 1879 eftir Benedikt Arason, Endurminningar Björns Jó- hannssonar, fyrrv. skólastjóra, þáttur æskunnar, framhaldssög- ur og fleira. □ Olafur Jónsson, ráöunautur. tjón, sem kalið veldur að þessu sinni, og að reyna að komast fyrir orsakir þess, og gefa bændum ráð til að mæta því al- varlega viðhorfi, sem nú blasir við. Blaðið lagði nokkrar spurn- ingar fyrir Olaf Jónsson, ráðu- naut, um þessa hluti og fara svör hans hér á eftir. Fer kalið vaxandi í túnum? Já, svo mun það vera með auknum nýræktum,því að mjög víða hafa tún verið gerð á flat- lendi, þar sem mýrar hafa verið þurrkaðar til túnræktar, en á slíku landi er kalhættan meiri. Eru grastegundir erlendra fræbíandna viðkvæmari en inn- lendar? Ef til vill eru þær viðkvæm- ari, en það mál mun þó ekki að fullu rannsakað, en svo mun þó ekki vera um háliðagras og vallarfoxgras. Hvernig skilgreinirðu kal? Ég hef skipt kali í fjóra flokka. Algengasta kalið er það, sem orsakast af árennsli vatns á vorin, þegar snjóa leysir og vatnið frýs og þiðnar á víxl. — Rotkalið myndast helzt þegar jörð fer þíð undir snjó og snjór- inn liggur mjög lengi á. Sveppir valda rotkalinu. Klakakal er það kallað, þegar jörð frýs mik- ið og lyftist, svo sem oft vill verða í leirbornum jarðvegi og móajarðvegi. Þá slitna rætur plantnanna. Frostkal er sjald- gæfast og stafar af meira frosti en plönturnar þola. Hið stórfellda kal nú í vor? Kalið nú mun einkum orsak- ast af svellalögum fyrir og eftir áramótin, en þau svell héldust víða lengi. Hvaða ráð viltu gcfa bænd- um? Þar sem aðeins er um smá- kalskellur er að ræða eða gisn- un á gróðri, er helzta ráðið að slá mjög snemma, þótt eftir- tekjan verði lítil. Það flýtir fyr- ir því að jurtirnar grói út í skellurnar. Þar sem stór sam- felld svæði eru dauð, er ekki um annað að gera en vinna landið upp að nýju, plæja, lierfa og sá, og það er bezt að gera sem fyrst. Hagkvæmt getur ver- ið að sá bæði grasfræi og höfr- um saman. En þá verður að gæta þess af slá ekki af seint í haust. Minni kalbletti er hægt að herfa aðeins og sá grasfræi. Varanleg úrlausn er ekki til í þessu vandamáli, segir Ólafur Jónsson að lokum. En við rækt- un lands ber að hafa það í huga, að hafa skurði þvert á halla landsins töluvert þétta til að koma yfirborðsvatninu burtu. Blaðið þakkar Ólafi Jónssyni svör hans og vísar að öðru leyti til ritgerðar hans um þetta efni, sem sérprentuð var á sínum tíma og ætti að vera í eigu flestra norðlenzkra bænda. □ VINNA OG VINNUAFKÖST. ÞÓTT víða megi sjá vel unnið á Akureyri, og vinnusiðgæði sé ekki lakara en almennt gengur og gerist - kannski jafnvel eitt- hvað skárra - þá eru þeir menn of margir, sem skila litlum dags- verkum. í norðlenzkum bæ bar það við fyrir skömmu, að hand- grafa þurfti skurð einn. Datt forráðamönnum þá það snjall- ræði í hug, að leita tilboða í verkið, enda stóð svo vel á, að fyrir lá hvað svipað verk kost- aði í sama bæ þá rétt áður, unnið í tímavinnu. Maður nokkur tók að sér verkið fyrir ákveðna þóknun er þótti lág, vann þar einn dag og reiknaði síðan út laun sín. Þau voru þreföld verkamannslaun og hélzt það til loka verksins. Eflaust væri oft hægt að gefa mönnum kost á ákvæðisvinnu, verkamönnum og atvmnuveit- endum til mikils ávinnings. En slíkt þarf rækilegan undirbún- ing og athugun á meðalafköst- um við hin ýmsu störf, til þess að fá staðgóðan grundvöll til að byggja á. Skeð gæti, að þarna gæti bæjarfélagið gengið á und- an, ef vilji væri fyrir hendi hjá báðum aðilum að taka upp á- þvæðisvinnu í einhverjum greinum. GEKK ÚT UM RÚÐUNA! Það bar við á föstudaginn var, að hár og samanrekinn vörubíl- stjóri, er var að bera vörur inn í búð eina á Akureyri, gekk út úr búðinni við hliðina á dyrun- um, er hann hafði lokið erindi sínu. Gler var þar fyrir, er mað- urinn gekk, hrökk það undan og í ótal mola. Bílstjórann sak- aði ekki, en hann varð lítið eitt undrandi á svip, er glerbrotin hrundu niður við fætur hans, þar sem hann hugði opnar dyr. EINAR RÉTT KOSINN. Á meðan hæst stóð sá áróður í Reykjavík, og víðar hér á landi, fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar, að „maddama Fram- sókn og Moskvukommar“ hefðu svarizt í fóstbræðralag, varð Sjálfstæðismönnumþað „óhapp“ í borgarstjórn Reykjavíkur, að kjósa Einar Olgeirsson í stjórn Sogsvirkjunar. Meiri hluti fulltrúa þess flokks í borgarstjórninni varð ó- kvæða við, handjárnað) sína menn og lét kjósa á ný — og ekki Einar Olgeirsson. Dómstólamir hafa nú ógilt síðari kosninguna og lýst Einar rétt kjörinn, en Sjálfstæðis- menn ná ekki óhreinindunum af höndum sér nú, fremur en þegar þeir komu sama manni í Norðurlandaráðið! KARTÖFLUR TIL BRET- LANDS. Á fimmtudaginn lestaði tog- arinn Narfi 5 þúsund sekki af kartöflum við Togarabryggjuna á Akureyri. Bretum líkar vel þessi viðskipti, en greiða gull- auga o.fl. þær tegupdir, sem hér eru taldar beztar til matar, lægra verði en aðrar kartöflur. Alþýðusamband íslands hugð- ist stöðva togarann, samkvæmt tilmælum Sjómannafélagsins, og sendi skrifstofu verkalýðsfé- laganna hér, skeyti þar um. En síðar var þessi ákvörðun aftur- kölluð og hinar eyfirzku kart- öflur hófu ferð sína um borð og munu hafna í munni hermanna brezku krúnunnar Þegar skipnlaginu er ábótavant . Þessi mynd sýnir glöggt, hve dýrt það er að „spara“ skipulagninguna. Hér sjáið þið nýlagða gangstétt á Akureyri að allstóru steinhúsi, Rósenborg, stefnir gangstéttin á mitt húsið. Nú er bærinn í vand- ræðum með þetta hús, sem leyft var á sínum tíma að byggja á þessum stað, en nú verður að víkja. Bærinn hefur keypt kjallarann og kannske setur hann jarðgöng langs eftir kjallaranum, sem mæti gangstéttinni hinum megin. (Ljósmynd: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.