Dagur - 20.06.1962, Page 4

Dagur - 20.06.1962, Page 4
4 5 «■-:-------—• Dagub ÞUNGUR STRAUMUR f NORÐURLANDSKJÖRDÆMI eystra voru 1. desember 1961 rúmlega 20 þús- und manns hebnilisfastir. Eftir því sem ég kemst næst, áttu, af þessum rúmlega 20 þús. manns, 11474 heima í kaupstöð- unum þrem, Akureyri, Húsavík og Ólafs- firði. Rúmlega 2800 í 12 kauptúnum við sjávarsíðuna, þeirra á meðal Hrísey, Grímsey og Flatey. Og rúmlega 5700 manns í sveitum. Að því er tölu kaup- túna varðar, er stuðst við tölur frá 1960. Eitthvað á þessa leið fórust Gísla Guð- mundssyni, alþingismanni, orð í ræðu sinni á Laugum á kjördæmisþinginu. Og hann heldur áfram: Gera má ráð fyrir rúmlega 2% árlegri fólksfjölgun, miðað við síðari ár. Það þýðir, að eftir 40 ár, eða um næstu alda- mót verður íbúatala í okkar kjördæmi komin í 44 þúsund. Á árinu, sem nú er að líða bætast við 400 manns og viðbótin á ári hverju fer hækkandi. Þessari aukn- ingu þarf að mæta með auknum atvinnu- skilyrðum, svo að hver geti haft Iífvæn- legt starf á heimaslóðum. Undanfarin 20 ár, einmitt þann tím- ann, sem fólkinu hefur fjölgað mest í landinu, hefur verið látlaus straumur fólks af landshyggðinni á það litla svæði við Faxaflóann, sem nú er farið að kalla Stór-Reykjavík. íbúum Stór-Reykjavík- ur hefur fjölgað um helming á árunum 1940—1960, eða fjölgunin um 90 þúsund- ir. Ef sama þróun helzt verða íbúar Stór- Reykjavíkur um 180 þúsund árið 1980 og 360 þús. um næstu aldamót, eða það ár, sem þeir verða sextugir, er í fyrsta sinn á þessu ári öðluðust kosningarétt. Þjóð- in mundi þá, með sömu fjölgun verða 390 þúsundir, þar af 30 þúsundir aðeins utan Stór-Reykjavíkur. Eða m.ö.o. færra fólk á landsbyggðinni en var eftir Móðu- harðindin — jafnvel færri en eftir Stóru- bólu 1707. Þegar efnahagslöggjöfin frá 1960 var til umræðu á Alþingi, sagði Karl Kristj- ánsson, alþingismaður, frá ummælum bónda eins úr Þingeyjarsýslu, sem hafði sagt, að það væri hart, ef það ætti fyrir þjóðinni að liggja að búa við Móðuharð- indi af mannavöldum. Andstæðingar Framsóknarflokksins hafa lineykslast mjög af þessum ummælum norðlenzka bóndans, og notað þau til árása á Karl Kristjánsson, sem gerði þau kunn. Hér er þó ekki sviðin jörð eins og í Móðuharðindunum, segja þeir, enginn fellir á mönnum eða skepnum eins og þá. Hér er framleiðsia og fólksfjölgun, og blöðin birta stundum fréttir af fram- kvæmdum hér og þar á Iandinu, segja þeir, og það er rétt. Við getum fallist á, að norðlenzki bóndinn hafi kveðið fast að orði, en þó ekki fastar en gengur og gerist þegar deilt er um stjómmál hér á landi. En í þessum orðum bóndans felst þó meiri og alvarlegri sannleikur en margan grunar. Þetta sama er framund- an, ef sama þróun helzt, og ef þjóðfélagið lætur sig það engu skipta, að í Iandinu í heild, utan Stór-Reykjavíkur, verði, ekki mannfellir — en mannfækkun, ekki um 12 þúsund eða 25%, eins og í móðu- harðindunum, heldur um 50 þúsund eða 60% — niður í 30 þúsundir á 40 árum. Og alveg sérstaklega er hætta á að svona fari, ef framhald verður á því tillitsleysi gagnvart landsbyggðinni, sem er ein- kcnnandi fyrir núverandi stjórnarstefnu, sagði ræðumaður. □ V_________________________________J Söngíör Geysis HINN 18. f. m. fór karlakórinn Geysir á Akureyri í söngför til Suðurlands. Var ferð þessi far- in í tilefni af 40 ára afmæli kórs ins, sem er síðar á þessu ári, og í tilefni afmælisins var söng- skráin valin á þann veg, að tek- in voru til meðferðar mörg af eldri og vinsælustu viðfangsefn um kórsins á undanförnum ár- um og áratugum. Um 40 söngmenn tóku þátt í förinni. Stjórnandi var Árni Ingimundarson, einsöngvari Jó- hann Konráðsson og undirleik- ari Guðrún Kristinsdóttir. Sung ið var á eftirtöldum stöðum: Keflavík, Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum, Selfossi og Reyk- javík, hvarvetna við hinar beztu undirtektir og aðsókn var víð- ast mjög góð. Formaður kórsins og farar- stjóri var Kári Johansen. Víða að-.hafa kórnum borizt hlýjar kveðjur, og birtir blaðið hér eina umsögn um söng Geysis í þessari söngför. SÖNGFUGLARNIR í HÖFUÐSTAÐ Norðurlands, Akureyri, hefur um langan ald- ur ríkt grózkumikið og ríkt menningarlíf og hef ég einhvers staðar lesið, að það mundi að sumu leyti arfur frá dönsku sel- stöðukaupmönnunum, er þar dvöldu um langt skeið. Hvað sem um það verður sagt, og þótt Þorsteinn Erlingsson segi í einu kvæði sínu að fótt hafi íslend- jngum hlotnazt frá dönskum, sem aukið hafi gæfu þeirra og hvað sem segja má um fram- komu Dana við íslenzka þjóð á liðnum öldum, verður því ekki neitað, að dönsk menning og dönsk list, hefur ávalt staðið með miklum blóma. Sem dæmi um einn þátt menningar á Akureyri — söng- lífið — , má geta þess, að til skamms tíma hafa verið þar starfandi, fyrir utan ágætan kirkjukór, t v e i r karlakórar: Karlakór Akureyrar og Geysir, Kantötukór Akureyrar undir stjórn Björgvins heitins Guð- mundssonar tónskálds, að ó- gleymdum hinum v i n s æ 1 a og kunna Smárakvartett. Eitt þessara menningarfélaga, karlakórinn „Geysir“ á 40 ára afmæli á þessu ári og í tilefni þess er hann nú á söngferðalagi um suðvesturlandið, eins og kunnugt er. Við hér í Eyjum, þar sem svo lítið gerizt á hinu listræna sviði, urðum þeirrar óvæntu ánægju aðnjótandi að „Geysir“ heim- sótti okkur og söng í Samkomu- húsinu s. 1. sunnudag fyrir ná- lega fullu húsi, og hef ég sjald- an verið viðstaddur þar sem annar eins fögnuður og hrifning ríkti, enda ekki óverðskuldað, því flestum, sem þar voru, kem- ur áreiðanlega saman um að þar hafi drottningu listanna — „dóttur himinsins" — sönggyðj- unni — , verið þjónað af full- . kominni auðmýkt og siðfágun, eins og er aðalsmerki allra góðra og sannra listamanna. fil Suðurlands Þarna var enginn fyrirgangur, ekkert sýndist um að vera, þeir aðeins birtust á sviðinu, þessi fríði og glæsilegi hópur Norð- lendinga og sungu, sungu sig inn í sál og hjarta hvers manns, sem á þá hlustuðu. Það var yndisleg stund, sem aðeins leið alltof fljótt, að manni fannst. „Geysir“ hefur átt því láni að fagna, að um langt skeið naut hann stjórnar hins valinkunna söng- og músikmanns Ingimund ar Árnasonar og eftir að hann lét af stjóm hans, hefur sonur hans, Árni, haft hana með hönd- um og hefur hún tekizt með ágætum, eins og þeir heyrðu og sáu, sem' hlustuðu á „Geysi“ á sunnudaginn. Hinn kunni og ágæti píanó- leikari Guðrún Kristinsdóttir, annaðist undirleik af mikilli snilld og innlifun og nægir að benda á hinn hárfína, hnitmið- aða og glæsilega leik hennar í lögunum Svörtu skipin eftir Karl Runólfsson og La Danca (Tarantella Napolitana) eftir Rossini. Hinn góðkunni og vinsæli ten or Smárakvartettsins, Jóhann Konráðsson, var einsöngvari og eru sjálfsagt allir á einu máli um að hann hafi skilað hlut- verki sínu með sóma; enda auð- heyrt á tilheyrendum, að þeir kunnu að meta þetta allt, og varð kórinn að endurtaka mörg laganna og syngja tvö aukalög. Við lok söngskrárinnar ávarp aði séra Jóhann Hlíðar kórinn með vel völdum þakkarorðum og svaraði einn „Geysis“-manna með snjallri ræðu. Að síðustu var söngstjóra, undirleikara og einsöngvara færðir fagrir blómvendir upp á sviðið við mikinn fögnuð áheyr- enda. Það má vera, að eftir ströng- ustu listkröfum hafi eitthvað mátt finna að söng þeirra ,Geys- ismanna1, þó efa ég að það hafi verið mikið, en þessi fátæklegu orð áttu ekki að vera nein gagn- rýni á það, enda skortir mig að sjálfsögðu þekkingu til þess að fella dóm því við.víkjandi, en ég þykist þess fullviss að ég mæli fyrir munn allra þeirra, sem á þá félaga hlustuðu s. 1. sunnu- dag, er ég nú sendi söngmönn- unum norðlenzku innilegar þakkir okkar fyrir komuna hingað til Eyjanna og vonum að þeir hið fyrsta fái tækifæri til að koma hingað aftur og veiti okkur hlutdeild í hinni göfugu og goðbornu list — sönglistinni. Við Eyjamenn sendum Geysi hjartanlegar hamingjuóskir í til efni þessara merku tímamóta á starfsæfi hans, og óskum hon- um gæfu og gengis í framtíð- inni; megi hann sem lengst láta „móðurmálið hæða“ hljóma í eyrum allra, sem sönglistinni unna af heilu hjarta. Hafi þeir ,Geysis-‘menn þakk- ir fyrir komuna. Helgi Þorsteinsson frá Upsum ...........................................................................mmmmmmiiimmmmii n Söngskemmtun Ingibjargar Steingrímsdóttur og Jóhanns Konráðssonar Frá kjðrdæmisþingi Framsóknar- manna í Norðurl.kjördæmi eysfra LITIÐ I BÆJARBLÖÐIN FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 8.júní sl. fór fram í Borgarbíó á Akur- eyri mjög eftirtektarverð og á- nægjuleg söngskemmtun. Sungu þar einsöngvararnir Ingibjörg Steingrímsdóttir og Jóhann Konráðsson við undirleik Guð- rúnar Kristinsdóttur. — Fluttu þau þar eingöngu lög eftir Jó- hann Ó. Haraldsson, alls sextán einsöngslög, sem fá eða engin hafa heyrzt áður. Auk þess sungu þau í tvísöng hin góð- kunnu lög Jóhanns, Sumar í sveitum og Sigling inn Eyja- fjörð, og vorú það aukalög. Textar við einsöngslögin voru flest eftir Guðm. Guðmunds- son, en nokkrir eftir Pál J. Ár- dal, Kristján Jónsson og Ben. Gröndal, og einn var eftir ó- nafngreindan höfund (eign tón- skáldsins). Það er ætíð örðugt að kveða upp dóma um sönglög, sem mað- ur heyrir í fyrsta skipti. Þá get- ur margt farið fram hjá þeim, sem hlustar. En mér er óhætt að fullyrða það, að þessi lög eru öll fögur og áheyrileg. Þau falla mjög vel að ljóðunum og túlka svipmót þeirra og sál furðu vel. Flest eru þau leikandi, ljúf og þýð, en í sumum þeirra kemur einnig fram svipmikil alvara og heitir skapsmunir. Eftirtektar- vert er það, að þessi einsöngs- lög eru samin á árunum 1919— ’34 og mega því kallast æsku- verk. Ekki verður um þau sagt, að þau séu samin af miklum lærdómi, en þau eru samin af þeim mun meiri innri þörf, og smekkvísi höfundar bregztekki. Hvergi verður vart við óþarfa tilfinningasemi eða væmni. Jóhanni Ó. Haraldssyni lætur mjög vel að semja einsöngslög, og leikni hans í því að gera und- irleik fyrir píanó kemur á ó- vart. Hann er óvenjulega söngv- inn maður, og hann hefur frá byrjun tekið tónlistina alvar- lega og auðsýnt henni lotningu, og árangurinn af einlægri við- leitni hans hefur ekki látið á sér standa. Mér kæmi ekki á óvart, að mörg af lögum hans yrðu langlíf í landinu. Það varð fljótt augljóst, að vel hafði verið vandað til undirbún- ings þessarar söngskemmunar. Ágæt söngrödd, kunnátta, skiln- ingur og túlkunargáfa Ingi- bjargar Steingrímsdóttur nutu sín í ríkum mæli, svo að yndi var á að hlýða. Vil ég einkum nefna lögin Mamma mín, Litla HEILSUVERND, þriðja hefti þessa árs, er komið út. Þar er 40 ára gamall fyrir- lestur Jónasar Kristjánssonar, læknis, um húsabyggingar og fatnað. Ekkert er einhlítt, eftir Grétar Fells, Reykingar og krabbamein, eftir William M. Bush, Hungurleysi og fáfræði, þýdd grein, Talað máli þeirra yngstu og margt fleira. lindin mín og Orðið. — Hin mikla og fagra söngrödd Jó- hanns Konráðssonar naut sín betur en ég hefi áður heyrt, en sérstaklega tók ég eftir því, að hann birti meiri tilþrif í list- túlkun, en ég hefi áður kynnzt hjá honum. Nefndi ég til dæmis lögin Minning og Morgunsár, en alveg sérstaklega lagið Lokkur- inn. Vafalaust hefur það stuðlað allmikið að ágætri túlkun lag- anna, að einsöngvurunum gafst kostur að æfa þau undir hand- leiðslu tónhöfundar sjálfs, sem auðvitað er sínum hnútum Á BIKINIEYJUM Skjaldbökur hafa lifað öldum saman á Bikinieyjaklasanum. Þar sprengdu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengju fyrir tæpum áratug síðan. Leiðangur kvikmyndatöku- manna var þarna nýlega á ferð- inni til að kynna sér breytingar á hinu fjölskrúðuga dýralífi, ef þær hefðu nokkrar orðið. Þeim gaf á að líta: Þarna var bókstaflega allt dýralíf úr skorðum gengið. Skjaldbökurnar, sem lifa í sjó en verpa eggjum sínum á landi og láta sólarhitann klekja þeim út, höfðu ruglazt í ríminu, hald- ið langt upp á land og drepizt í hrönnum — þúsundum saman. Fuglalíf var fjölskrúðugt á eyjum þessum. Á slóðum kvik- myndatökumannanna var urm- ull af fuglseggjum — ófrjóum. Fisktegundir höfðu leitað til lands og lágu hrannir þeirra í fjörunni. Talið er, að á þessum slóðum muni sumar dýrateg- undir vera að syngja sitt síð- asta vegna tilrauna manna með k j arnor ku vopn. Og enn er sprengt í austri og vestri. En það er fleira í hættu en sæskjaldbökur, fiskar og fuglar. Allt mannkynið er í hættu af helryki hinnar miklu orku, sem mönnunum hefur tekizt að leysa úr læðingi. □ LÝS OG FLÆR í VERÐI Norðlenzkur maður hefur lengi safnað ýmsum hlutum fyr- ir ýmis söfn um víða veröld og hagnazt vel á því. Um skeið keypti hann bæði lýs og flær háu verði. Hann auglýsti eftir höfuðlús og gaf 25 aura fyrir stykkið, sem var peningur á þeim tíma. En honum til mikill- ar furðu, gáfu seljendur sig ekki fram! Þetta var ekki að- eins á blómatíma krónunnar, heldur líka á þeim góðu og gömlu dögum, þegar lúsin hét og var á mörgum heimilum, en þótti þó orðin heldur til van- sæmdar. Flær af skotnum fuglum voru í háu verði, t. d. „lögðu fálka- flær sig álíka og haustlömb11, svo sem haft var eftir manni einum, er þessum viðskiptum kynntist. En þarna hefur þó ef- laust verið um ýkjur að ræða, þótt fálkaflær af íslandi séu eí- laust ekki oft á boðstólum! Nú í vor, var sá, er þessar kunnugastur, auk þess sem hann er mjög smekkvís á allan söng. Þá var það ekki lítill feng- ur, bæði fyrir tónskáldið og ein- söngvarana, að njóta aðstoðar jafn ágætrar menntaðrar lista- konu sem Guðrún Kristinsdótt- ir er. Með sínum næma skiln- ingi, óskeikulu tækni og skap- hita lyfti hún bæði söngvurun- um og lögunum upp í æðra veldi, ef svo mætti að orði kom- ast. Ég er þess fullviss, að á þess- um hljómleikum voru kynnt betri tónverk en menn vissu um áður, að Jóhann Ó. Haraldsson hefði samið ,og ég tel bæði hann og söngvarana hafa vaxið við kynningu þessara fögru laga. Á. S. línur ritar, dag einn við silungs- veiðar í Þingeyskri á. Maður einn í vöðlum var þar á gangi, óð út í árhólma, stundum upp undir hendur, og hugði að and- arhreiðrum. Það er haft fyrir satt, að fyrrnefndur safnari gefi 50 krónur fyrir straumandar- eggið. Það er því nokkur tekju- von, ef slík eggjaleit ber veru- legan árangur. □ KARFI OG SÖL Rosknir togarasjómenn muna vel þá tíma, þegar öllum karfa sem veiddist var mokað í sjó- inn, sem algerlega ónýtum. Nú gráta menn hörfin karfamið. Svipað má segja um margar aðrar fisktegundir, sem nú eru veiddar og seldar háu verði, en voru versti „ódráttur“ fyrir til- tölulega fáum árum. Svipaða sögu má raunar segja um ýmsan gróður jarðar, sem í raun og veru er lostæti, en fæstir íslendingar líta á sem mannamat, hvað þá uppáhalds- fæðu. Söl og fjallagrös björguðu þó mannslífum áður fyrr, enn- frernur skarfakál, en eru nú ekki í neinum metum. Enn geta þessar plöntur, og mjög margar aðrar, auðræktaðar á hverju heimili, komið að verulegu gagni, sem bætiefnagjafi í dag- legu viðurværi, ekkert síður en rándýrir, innfluttir ávextir. LAXVEIÐIN ER HAFIN Laxveiðin er hafin og hefur veiðzt með meira móti í þeim ám, sem til hefur spui-zt. í Laxá í Þingeyjarsýslu var byrjað að veiða á hvítasunnudag, og munu laxveiðimenn ekki hafa talið það syndsamlegt austur þar, eða andleg yfirvöld frjáls- lyndari en t. d. hér á Akureyri. En það er dýrt sport að veiða lax í hinum ýmsu veiðiám landsins. í fyrrasumar kostaði það upp í 800 krónur fyrir manninn að fá að veiða einn dag í góðri á og leigan hefur liækkað siðan. Þegar svo er komið um peningahlið málsins, er það venjulegum mönnum síð- asta hálmstráið til að friða sam- vizkú sína, að veiða fyrir kostn- aði. Veiðidagurinn verður að kapphlaupi um kílóatölu hins dýrmæta fisks. Veiðidagur án veiði er sorgardagur og dagur hinna mestu vonbrigða. Menn sjá ekkert aema lax og aftur lax, ef ekki raunverulegan, þá I. KJÖRDÆMISÞING Framsókn- arnianna í Norðurlandskjör- dæmi eysíra, haldið að Lauguin í Suður-Þingeyjarsýslu dagana 15.—16. júní 1962, lýsir yfir á- nægju sinni vegna hins mikla kosningasigurs, sem Framsókn- arflokkurinn vann í kaupstöð- um og kauptúnum í sveitar- stjórnarkosningunum 27. ma, sl. Telur þingið kosningaúrslitin bera þess vott, að vaxandi fjöldi kjósenda í kaupstöðum og kauptúnum, vilji efla Fram- sóknarflokkinn til pólitísks mót- vægis og forystu gegn Sjálf- stæðisflokknum og hinni rang- nefndu „viðreisnar-stefnu“, sem í huganum, en gleymo að njóta alls annars, sem veiðiferð hefur að bjóða. Hinir örvæntingar- fullu menn gefa sér ekki tíma til að njóta kyrrðarinnar, fugla söngsins, gróðursins eða töfra náttúrunnar yfirleitt. Þeir njóta þess varla að heyra ekki síma- hringingar eða útvarp og sjá naumast sólina eða finna angan sumarsins. Auðvitað þarf eng- inn að kaupa veiðileyfi, en reynslan sýnir, að æ fleiri vilja freista gæfunnar á þessu sviði, með hverju ári sem líður. Sjálf er íþróttin skemmtileg, sé hún stunduð sem íþrótt. Og komið gæti til athugunar, þar sem góð ar og eftirsóttar laxveiðiár eru leigðar út, að veiðimaðurinn fengi aðeins fyrsta laxinn til eig in afnota, en veiðin væri að öðru leyti lögmæt eign einhverr ar góðgerðastofnunar. Hvernig væri t. d. að láta gamalmenni njóta þessarar veiði, eða þá, sem misSt hafa sjónina, svo eitt- hvað sé til nefnt. Ef svo væri gert, mundi aðsókn í laxveiði- árnar sennilega verða í sam- ræmi við framboðið; veiðin sjálf ekki verða aðalatriði veiði- manna; veiðiferðirnar beinast inn á brautir skemmtilegrar í- þróttar, án ofurkapps. □ VEÐURHRÆÐSLA 17. JÚNÍ- NEFNDAR. Hátíðahöldin sl. sunnudag voru víða mjög fjölmenn og fóru vel fram, eftir því sem fregnir herma. Hér á Akureyri var þeim aflýst, en veður var gott og rík- ir að vonum almenn óánægja yfir oftrú hátíðanefndar á ill- viðri. Um kvöldið var þó safn- ast saman á Ráðhústorgi. — Þar fluttu ræður: Sr. Erlendur Sig- mundsson, prófastur á Seyðis- firði, Björn Teitsson, nýstúdent frá Brún í Reykjadal, og Ingi- björg Magnúsdóttir, yfirhjúkr- unarkona á Akureyri. Ennfrem- ur var söngur, hornablástur og gamanvísur. Ekki var dansað á Ráðhústorgi svo sem venja er 17. júní. Sautjánda-júní-nefnd hefur nú lokið störfum og án eftir- mæla, en ný nefnd er kosin í hennar stað.Vonandi verður hún starfi sínu vaxin. Væntir blað- ið góðrar samvinnu við hana, svo sem nauðsynlegt er, bæjar- búum til hagræðis. □ flokkurinn sá, ásamt fylgi- flokki sínuni, Alþýðuflokknum, beitir sér fyrir, og komið hefur hart niður á fjölda landsmanna undanfarin ár. Sérstaklega vill þingið lýsa á- nægju sinni yfir kosningasigr- um, er einstök Framsóknarfélög og frambjóðendur þeirra hafa unnið í Norðurlandskjördæmi eystra og þakkar ötula baráttu þeirra. Athyglisvert er, að nú munar litlu, að Framsóknar- flokkurinn sé orðinn fjölmenn- asti stjórnmálaflokkur í höfuð- stað Norðurlands, Akureyri, eins og hann lengi hefur verið í kjördæininu í heild, og er heit- ið á Framsóknarmenn, að stuðla af alefli að því, að þessu mikils- verða marki verði náð í næsta áfanga. II. Kjördæmisþing þetta endur- tekur yfirlýsingu kjördæmis- þingsins á árinu 1961, að Fram- sóknarfélagasambandið telur það í fyrstu röð hlutverka sinna og allra félagsmanna sinna svo og fulltrúa sinna á Alþingi, að vinna að eflingu atvinnulífs á sambandssvæðinu og stuðla þar með að jafnvægi í byggð lands- ins, jafnframt því, að það vill af heilum hug styðja sams konar viðleitni í öðrum landshlutum, sem eru þannig á vegi staddir, að hætta er þar á beinni eða hlutfallslegri fækkun fólks. í þessu sambandi fagnar þing- ið sérstaklega þcim samtökum, sem hafin eru nú á Norður- og Austurlandi um, að beita sér fyrir því, að virkjun Jökulsár á Fjöllum verði fyrsta stórvirkj- un fallvatna hér á landi með stóriðju fyrir augum og lýsir yfir ánægju yfir samstöðu allra alþingismanna í þessum lands- lilutum um boðun fulltrúafund- ar í þessu skyni. Skorar þingið á allan alrnenn- ing í Norðurlandskjördæmi eystra að fylkja sér sem skipu- legast og fastast undir því merki, sem liér cr hafið, enda getur í þessu máli átaka verið að vænta, þar sem úrslit kunna að velta á framgöngu þcirra, er hlut eiga hér að máli, ekki að- eins forystumanna, lieldur og alls ahnennings norðanlands og austan. □ Níutíu stiga frost á Suðurskautslandinu TILKYNNT hefur verið í Moskvu, að sovézkir vísinda- menn hafi mælt 90° C. frost á Suðurskautslandinu. Er það mesta frost, sem nokkru sinni hefur verið mælt á jörðinni. Rússar segja,' að svæði það, þar sem mæling - þessi fór fram á sl. ári, hafi ver- ið nokkur hundruð kílómetra frá pólnum og í 3660 metra hæð yfir sjávarmáli. □ ísland—Rússland „ÍSLENDINGUR" birti á föstu- daginn klausu úr Vísi um verð- hækkanir á ýmsum vörum um 25—30% í Rússlandi, til þess m, a. að draga úr neyzlu. Fjölda- fundir voru síðan látnir sam- þykkja velþóknun á þgssum hækkunum „og raunar þakk- læti fyrir hækkanirnar". „Það má mikið vera, ef verkamenn sæluríkisins biðja ekki um meira af slíku!“ *— Á þessum orðum Vísis smjattar íslending- ur og gerir að sínum, eins og 8. síða þess blaðs ber með sér. En ef litið er á forsíðuna, er þar birt önnur frétt og hún er inn- lend, og fjallar um verðhækk- anir á íslenzkum landbúnaðar- afurðum, sem gerðar eru m. a. vegna þess, að núverandi stjórn lét í vetur lögfesta nýjan skatt á neytendur (framleiðendur líka), þrátt fyrir mótmæli stj órnarandstöðunnar. Kannski má segja svipað um hinar nýju innlendu hækkanir, og íhaldsblöðin segja um þær rússnesku, að það megi mikið vera, ef stuðningsfölk stjórnar- valdanna á íslandi biðji ekki landsfeðurna um meira af slíku! - 'tV ’ Bjartmar enn SAMA stjórnarblað, er birti háðglósur um verðhækkanir í Sovét á 8. síðu' en íslenzka frétt af verðhækkun á kjöti og mjólk á íslandi, gerir Bjartmar á Sandi enn þann óleik, að minna á hann. Blaðið segir, að þegar Bjartmar hafi komizt á þing, sem uppbótarmaður, háfi þing- eyingar þurrkað hann úr kaup- félagsstjórninni „að undirlagi hinna heiftúðugu Framsóknar- brodda í héraðinu", eins og þar segir. „íslendingur“ gerir hin- um brottvikna flokksbróður sínum ekki mikinn greiða með því að rifja upp, hversu Bjart- mari þvarr fylgi í héraðinu, svo að hann náði ekki kosningu í stjórn K. Þ. „íslendingur“ bætir því við, að þetta sé öðruvísi í Ólafsfirði, því að þar hafi Sjálfstæðismað- ur verið kosinn í stjórn kaupfé- lagsins, og meira að segja fyrir áeggjan Framsóknarmanna og með stuðningi þeirra. Ritstjóra „íslendings“ er al- gerlega fyrirmunað að átta sig á því, hvað Bjartmar snertir, að þar hafi annað ráðið en póli- tísk sjónarmið. Hann skilur heldur ekki, hvað snertir kosn- ingu í stjórn kaupfélagsins í Ól- afsfirði, að Framsóknarmenn skyldu styðja mann úr öðrum flokki við stjórnarkosningu. — Þetta verður sennilega eins og bögglað roð fyrir brjósti Jakobs Ó. Péturssonar, þar til það renn- ur upp fyrir honum, að sam- vinnumenn kjósa sér trúnaðar- menn eftir hæfni en ekki eftir pólitískum flokkslínum. Þetta sanna einmitt dæmin tvö, sem íslendingur minnist á í blaði sínu, en ritstjóra hans gengur illa að átta sig á. „Bjartara í löfti“ „ÍSLENDINGUR" segir bjart í lofti vegna „viðreisnarinnar". Þetta eru hin mestu öfugmæli. Aldrei hefur einstaklingum ver- ið gert eins erfitt fyrir og nú, og má segja, að „viðreisnin" hafi lamað allt einstaklingsfram- tak í landinu. Þessu til sönnun- ar má nefna ört minnkandi ný- ræktir, stöðvun í húsbygging- um, samdrátt í kaupum báta og' skipa, algera stöðvun togara- flotans, frystingu sparifjár, og stórkostlegar nýjar skattaálög- ur á allan almenning, ásamt skattafríðindum hinna ríku. „íslendingur“ ætti sem minnst að tala um birtu í lofti þegar svo er ástatt. Enda mun það mála sannast, að um þessár mundir séu heldur sólarlitlir dagar, hjá stjórnarflokkunum a. m. k. Þeir fengu harða áminn- ingu í bæjarstjórnarkosningun- um, sem e. t. v. gerir þá örlítið skynsamari. Hin harða áminn- ing er glöggur vottur þess, að ekki verður þolað til lengdar, að hin dauða hönd „viðreisnar- innar“ svæfi eðlilegar framfarir og framkvæmdaþrá þjóðarinn- ar. Ný framfarastefna verður að leysa núverandi stjórnarstefnu af hólmi, svo að eðlilegar fram- farir geti hafizt að nýju og rétt- látari skipting þjóðarteknanna teknar upp. □ NÝ FRÍMERKI S. Þ. EFTIR MEIRA en 10 ára hlé hefur nú verið ákveðið að frí- merkin lc, 3c og 5c, sem komu út fyrst árið 1951, verði gefin út í nýjum útgáfum. Er þetta í sarhræmi við venjur póst- stjórna flestra ríkja. Vegna breyttra póstgjalda verður sama dag, 25. maí, gefið út nýtt llc frímerki í sama flokki. □ - Menntaskólanum á Akureyri slitið (Framhald af bls. 1.) hent verðlaun fyrir góða frammistöðu við nám, umsjón- arstörf og félagsstörf. Sennilega verður fyrsti bekk- ur lagður niður næsta vetur. Kennaraskortur er áhyggjuefni skólans, en úr því getur rætzt. Erlendur Konráðsson, læknir, kvaddi sér hljóðs og færði skól- anum að gjöf frá 25 ára stúd- entum málverk af Björgvin Guðmundssyni, tónskáldi. Stefán Stefánsson, bæjar- verkfræðingur, flutti einnig á- varp og færði skólanum hljóm- plötusafn frá 10 ára stúdentum. Úr hópi foreldra mælti Egill Áskelsson þakkarorð til skóL ans og árnaði starfi hans heilla. Þórarinn Björnsson afhenti stúdentum prófskírteini sín. Og að lokum flutti hann ávarp til þeirra og sagði skólanum slitið. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.