Dagur - 20.06.1962, Síða 7

Dagur - 20.06.1962, Síða 7
Tveir kvenfulltrúar Kjördæmisþingsins frá Akureyri, þær frú Jóm- ína Steinþórsdóttir og Hólmfríður Jónsdóttir, menntaskólakennari. Laugum (Framhald af bls. 1) flytja alþingismenn eða aðrir flokksmenn fræðandi ræður um landsmál. Stjórn sambandsins ákvað að gefa út rit með margs konar greinum og' auglýsingum til tekjuöflunar. Lýsti þingið bless- un sinni yfir þá ráðagerð. Ráð- gert er að gefa rit þetta út í 1250 eintökum. Þótt útgáfustarf- semi flokksins sé of lítil og langt frá því nægileg, virðist svo, að efni þessa rits yrði víðlesnara, ef það birtist í Degi, sem hefur mörgum sinnum fleiri kaupend- ur en áætlaður eintakafjöldi ritsins. Þá hefur sambandið aflað sér ýmsra gagna, sem að liði geta orðið við undirbúning næstu kosninga. Má þar nefna kjör- skrár. Fjárhagur sambandsins er sæmilegur og ætti að fara mjög batnandi á yfirstandandi ári og þeim næstu, ef félagsstarfið gengur ekki lakara en það gekk síðasta ár. Reikningarnir voru einstaklega fábrotnir og tekju- hlið rekstrarreiknings hækkaði svo að segja á hverjum kiukku- tíma, því að gjaldkerar hinna ýmsu félaga inntu af hendi greiðslur til Kjördæmasam- bandsins. Alþingismennirnir Karl Kristj- ánsson, Ingvar Gíslason og Gísli Guðmundsson fluttu erindi á þinginu og voru þau öll hin fróðlegustu og fjölluðu um. landsmál, stjórnmálaviðhorfið og nokkur helztu mál síðasta Alþingis. Verður ef til vill vikið að ræðum þessum á öðrum stað nú og síðar. Síðari fundardag, laugardag- inn 16. júní, hófst fundur ár- degis. Þá voru nefndaálitin tek- in til umræðu og afgreiðslu. — Umhleðslustöð á síldarmiðunum (Framhald af bls. 1) Síldarverksmið j urnar við Eyjafjörð eru tilbúnar til mótJ töku bræðslusíldar og á báðum stöðum verður síld einnig sölt- uð. Miklar endurbætur er verið að gera í Krossanesi. Rekstur verksmiðjunnar hefur gengið mjög vel, og getur hún því byggt sig upp fyrir eigið fjár* magn, Um 50 ræður voru fluttar á þessu þriðja kjördæmisþingi Framsóknarmanna og voru um- ræður skemmtilegar, enda víða komið við. Og allar báru þær- þess vott, hve áhugasamn full- trúarnir eru um eflingu Fram- sóknarflokksins og að fylgja beri fast eftir þeim mikla sigri, sem náðist í sveitarstjórnakosn- ingunum 27. maí. sl., til þess að stöðva megi sem fyrst þá ó- heillaþróun, sem núverandi stjórnarstefna er öllum almenn- ingi. Vísast í því efni til þeirra samþykkta,: sem nú og síðar verða birtar hér í blaðinu. Síðdegis á laugardaginn mættu nýir gestir, þeirra á með- al Jón í Yztafelli, sem ávarpaði þingið hvatningarorðum. Þingfulltrúar nutu gestrisni og góðrar fyrirgreiðslu á Laug- um, en Oskar Ágústsson annast sumarrekstur staðarins eins og áður. í stjórn Kjördæmasambands- ins eru: Valtýr Kristjánsson, Jón. Jónsson, Baldur Halldórs- son, Hreinn Þormar, Ketill Guð- jónsson, Þórhallur Björnssonog Ingimundur Jónsson. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Gjafir til sumarbúða kirkjunnar í Aðaldal í BYGGIN GARS J ÓD sumar- þýða kirkj unnar við Véíitw^ms-. >óatnú.AðáídgL hafa Kcú'iát '"íáhr-’ ar 'og' góðár gjafir, eh bsfeði ríki og bæir og sýslunefndir á Norð- urlandi hafa stutt starfsemina með fjárframlögum. Og nú hef- ur fyrsta minningargjöfin bor- izt, kr. 2500.00. Er hún gefin til minningar um Sigurveigu Kristjánsdóttur, sem andaðist 5. maí 1958, en hefði orðið 100 ára 31. maí sl., ef hún hefði lifað. — Gefendur eru vinir hinnarlátnu konu. Menningarsjóðir kaupfélag- anna hafa einnig fært sumar- búðunum gjafir: Kaupfélag Ey- firðinga 15 þús., Kaupfél. Sval- barðseyrar 6 þús. og fleiri félög og stofnanir, sem síðar verður getið. — Þökk fyrir góðan hug, skilning og velvilja, sem hér kemur fram. Þessi stuðningur er sumarbúðunum mikils virði, og Guð blessi minninguna um Sigurveigu Kristjánsdóttur. *— Kærar þakkir. (Frá Æ. S. K. í Hólastifti.) ÁFENGISSALAN 1. janúar til 31. marz 1962. HEILDARSALA: Selt í og frá Reykjavík . . . kr. 37.098.628.00 Akureyri .... — 3.672.486.00 ísafirði ....-- 1.537.345.00 Seyðisfirði ... — 742.882.00 Siglufirði .... — 834.267.00 Samtals kr. 43.885.608.00 □ Rún 59626247 —Frl:. Rós:. MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnud. kl. 10 f.h. Sálmar nr.: 531 — 355 — 341 675. Athugið br’eyttan messu- tíma. Á sama tíma 1961 var salan eins og hér segir: Selt í og frá Reykjavík . . . kr. 32.489.312.00 Akureyri........— 3.266.519.00 ísafirði ..........— 1.096.243.00 Seyðisfirði . . . — 831.994.00 Siglufirði .... — 886.846.00 Samtals kr. 38.570.914.00 Áfengisvarnaráð. K.F.U.M. Drengir í Y.D. Farið verður í útilegu nk. laugard., 23. júní. Þátttöku ber að til- kynna Skúla Svavarssyni í síma 2174 eftir kl. 7 á mið- vikudags- eða fimmtudagskv. SKYGGNILÝSINGAR hefur Lára Ágústsdóttir í Alþýðu- húsinu nk. sunnudag kl. 4. — Aðeins þetta eina sinn, sum- arlangt. Dáiiin 11. raaí 1962 f ‘ljósi- Guðs er lífstíð þín, í ljósi Guðs er kveðjan mín. Þig kveð ég nú með klökkum .róm er kemur vor með fugla hljóm. Þú.varst mér Hjörtur hjarta kær nú hjúpar allt hinn mildi blær. Þú umvafinn ert engla her nú engar þrautir sækja að þér. O, Drottinn lyft þú ljóssins arm þú læknar alla sorg og harm. Og tak hann friðar faðminn í þá fagnar önd míns bróðurs hlý. Á þinni fögru þroskabraut er þér nú leiðbeint, Guðs í skaut. Þú Iætur aftur ljómann þann. lykja um vini og sérhvern mann. Þú áttir trúna um eilíft líf nú aldrei framar er neitt kíf. Þú svífur frjáls, um sólar-lönd þið signir milda Drottins hönd. Kristín Jóhannesdóttir frá Syðra-Hvarfi. .. ■ ■ ....... ■■■ -■■■ ■ J AÐALFUIVDIIR FEGRUNARFÉL. AKUREYRAR ÞÝaiOímÍdirua,jr JÚésstofú íslenzk- •' ' 'Í3&v*vár ‘áíjyeðið, gð þeir sem’ áttierísÉrat' tefá'esins vifc Géisia-- víídn notfæra séí málninsar* amerísfcá'' tefágsins vi<5 GéjsÍa' götu 30. maí sl. Formaður fé- lagsins, Jón Kristjánsson, gaf yfirlit um störf félagsins á liðna árinu, reikningar voru lesnir og samþykktir og stjórn kosin. Hana skipa nú: Jón Kristjáns- son formaður, Árni Jónsson rit- ari, Helgi Steinarr gjaldkeri, Eufemía Olafsdóttir, Halldór Jónsson, Kristján Rögnvaldsson og Friðgeir Sigurbjömsson með- stjórnendur. Þá samþykkti fundurinn eft- irfarandi ályktanir: 1. Aðalfundur Fegrunarfélags Akureyrar 1962 beinir þeim til- mælum til stjórnarinnar, að hún — með auglýsingu í blöð- um og með bréfum til hlutað- eigandi — hvetji húseigendur til að ganga vel frá girðingum umhverfis lóðir sínar, svo sem með því að múrhúða stein- steyptar girðingar og lagfæra og mála trégirðingar. vildú notfæra- sét1 málningar* kjörin, skyldu hafa gefið sig. fram við Jón Kristjánsson eða Friðgeir Sigurbjörnsson fyrir 14. júní næstkomandi. 2. Aðalfundur Fegrunarfélags Akureyrar 1962 samþykkir að verja allt að kr. 20 þús. til ljósa- skreytingar í Lystigarði Akur- eyrar. Skal þegar hefja undir- búning verksins í samráði við Jón Rögnvaldsson garðyrkju- ráðunaut. 3. Fundurinn felur stjórn Fegrunarfélags Akureyrar að gefafélagsmönnum kost á.máln- ingu með svipuðum kjörum og á sl. sumri. KÖFLOTT EFNI í kjóla og dragtir. ANNA & FREYJA HJÓNABAND. Sunnudaginn 3. júní voru gefin saman á Grenjaðarstað af sóknarprest- inum þar, séra Sigurði Guð- mundssyni, brúðhjónin Aðal- björg Þorvaldsdóttir, Stafni, Reykjadal, og Njáll Hólm- geirsson, Hjalla, sömu sveit. Brúðhjónin setjast að í Víð- um í Reykjadal og hefja þar búskap á jörð, sem verið hef- ur í eyði nokkur undanfarin ár. — Þá voru gefin saman í hjónaband 17. júní ungfrú Fjóla Katrín Sigurðardóttir og Davíð Guðmundur Jóns- son, landbúnaðar-verkamaður. Heimih þeirra er að Naustum I, Akureyri. HJLJSKAPUR. Á hvítasunnu- dag voru gefin saman í hjóna- band á Möðruvöllum í Hörg- árdal ungfrú Bryndís Rósfríð- ur Ármannsdóttir, Myrká, og Árni Sverrir Jóhannsson, gjaldkeri, Blönduósi. MATTHf ASARSAFNIÐ er opið sunnudaga kl. 2—4 e.h. IÐJA, félag verksmiðjufóiks, efnir til skemmtiferðar í Húnavatnssýslur um mánaða- mótin. Gist verður á Blöndu- ósi. —Nánar auglýst síðar. SJALFSBJARGAR-FÉLAGAR, Akureyri og nágrenni. Ákveð- ið hefur verið að reka orlofs- heimili að Reykholti í Börg- arfirði frá 15. júlí til 15. ág., ef næg þátttaka fæst. Dvalar- kostnaður áætlaður 40 kr. á dag. Nánari upplýsingar gefa Aðólf Ingimarsson, sími 1933, Karl Friðriksson, sími 1288, og Herm. Larsen, sími 1460. Stjórnin. ÁHEIT á Akureyrarkirkju kr. 100.00 frá Steinunni Áma- dóttur. FRÁ FERÐAFÉLAGI AKUR- EYRAR. — Um næstu helgi verður farið á Þeistareyki á Reykjaheiði. Lagt verðúr af stað frá Akureyri kl. 1.30 e.h. á laugardag og ekið á Þeista- reyki og gist þar. Á sunnudag verður reynt að aka suður til Mývatns og heim. Þá verður einnig farið í Austurdal í Skagafirði á sunnudag. Ekið fram að Merkigili og að Skata- stöðum. — 28. júní til 1. júlí er ferð á Snæfellsnes. —Þá verður einnig farið um þá helgi í Öskju,.ef næg.þátttaka fæst. — Utanfélagsfólki heim- il þátttaka. — Uppl, í skrif- stofu félagsins, Skipagötu 12 (sími 2720), miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 8—10. — Ferðir, blað félagsins, eru komnar út. Verður ritið afgr. áðurnefnd kvöld. Crepenylonsokkar MJÖG ÓDÝRIR MARKAÐURINN Sími 1261

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.