Dagur - 29.08.1962, Síða 1

Dagur - 29.08.1962, Síða 1
Málgagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Erlinclr Davíðsson Skrii stoi a í Hai narstræti 90 Sími 1166. Setnincu og trentun ANNAST PrENTVERK OdUS Björnssonar h.f., Akureyri Dagur XLV. árg. — Akureyri, miðvikudagur 29. ágúst 1962 — 43. tbl. ■ 1 1 " Auglýsingastjóri Jón Sam- ÚELSSON . ÁrGANGURÍNN KOSTAR KR. 120.00. CjALDDAGl ER 1. JÚLÍ BlADID KEMUR ÚT Á MIDVIKUDÖG- UM OG Á LAUGARDÖGl M, ÞEGAR ÁST.EDA ÞYKIR Tll. >____________________________/ Frá vinstri: Jón G. Sólnes, forseti bæjarstjórnar, opnar Ásgrímssýningu, bæjarstjóri og frú og fleiri sýningargestir virða fyrir sér listaverkin. (Ljósm. JL-Jvy V • Ul^Utl oSUlIf^ Akureyrarkaupstaáur 100 ara i Meðal gesta bæjarins verður forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi flytur hátíðaræðuna á íþróttavell- inum í dag. f DAG er þess minnzt á Akureyri, að 29. ágúst fyrir 100 árum lilaut bærinn kaupstaðarréttindi og varð sérstakt lögsagnarum- dæmi. Þá var Akureyri jafn fjölmenn og Hrísey er nú, eða 287 íbúar. En.Akureyri var fátækari af byggingum og atvinnutækjum. Akureyri og Öddeyri voru „tveir heimshlutar" og enginn vegur þar í milli. Danska var töluð í húsum „betri borgara“, en hálf- danska í hinum. Kaupmenn og síðar embættismenn réðu lögum og lofum. Almannasamtök voru lítil sem engin og lífskjör fólksins bág. Það, sem úrslitum réði um byggð Akureyrar frá upphafi, var staðsetning verzlunarinnar við hina sjálfgerðu og lygnu höfn og síðan löggilding kaupstaðarins. En vöxt sinn og viðgang í 100 ár á þó Akureyri mest að þakka víðlendum og frjósömum byggðum héraðsins. Vöxtur bæjarins var jafn en hægur, og svo er enn. Bærinn átti aldrei neitt gelgjuskeið. Akureyrarkaupstaður liefur aldrei verið ævintýrabær á sviði at- vinnumála eða fólksflutninga. Þróunin hefur verið kyrrlát, kannski of hæg, en örugg og farsæl. Kaupstaðurinn hefur ekki sogað til sín fólk eða fjármagn á horð við sum önnur þéttbýlissvæði landsins, og á mörgum sviðuin er hann veitandi. Bær og sveit haldast í hend- ur og flestir skilja, að gæfa þeirra fylgist að, og hvorugt má vaxa á kostnað hins. Litla verzlunarþorpið fyrir botni Eyjafjarðar frá 1862 er nú óum- deildur liöfuðstaður Norðurlands með um 9000 íbúa. Norðlenzki höfuðstaðurinn, sem sérstaklega er minnzt í dag, þykir bera formfastan hefðarsvip fremur en svipmót vaxtar og byltingakenndrar grósku. Það svipmót mun ættað úr dreifbýlinu, en hefur þroskazt í þéttbýlinu á sinn sérstæða hátt. Ilvergi munu lífskjör þegnanna, í bæjum þessa lands jafnari en á Akureyri, hvergi lilutfallslega eins mikið framleitt af viður- kenndum iðnvörum, hvergi hefur lýð opinbera viðskiptalíf orðið fyrir minni áföllum, og á Akureyri er enginn Arnarhólslýður eða vandræðastétt af neinu tagi. Ilinar fastmótuðu og virðulegu menntastofnanir hafa sett menn- ingarbrag á staðinn. Líklegt er að liin stórbrotnu og vitru þjóð- skáld, Matthías og Davíð, eigi verulegan þátt í andlegri reisn bæj- arbúa, en framfarir og félagshyggja er framhald á dáðríku starfi Tryggva Gunnarssonar. Forsjónin léði Akureyringum fegursta hæjarstæði landsins. Kjarval fór eitt sinn frá Akureyri, austur í Vaðlalieiði til að mála bæinn. Þegar þangað kom liorfði hann lengi þögull yfir kyrran sæinn, sem spcglaði umhverfið. Loks varð honum að orði: Þetta er of fagurt til að festa það á léreft. Og hann tók málaragrind sína og pensla og liélt leiðar sinnar. Já, Akureyri er fögur, og þó vinnur hún á við kynningu og verð- ur ástfólgin þeim, sem þar dvelja. (Framhald á bls. 5.) | AKUÍIEYRINGAR! | \ FJÖLMENNUM til hátíða- I 1 haldanna í dag, og látum þau i •5 •. = | verða sjálfum okkur og bæj- i 1 arfélaginu til sóma. Jón G. Sólnes setur útihátíðina á Iíáðhústorgi í dag. Ilermann Stefánsson er fram- kvæmdastjóri liátíðanefndar Ak- ureyrarkaupstaðar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.