Dagur - 22.09.1962, Síða 1

Dagur - 22.09.1962, Síða 1
MÁI.GAGN Framsóknarmanna Ritstjóri: Erlingor Davíijsson Skrifstoi a í Hai narstræti 90 Sími 1166. Sf.tningo og prenton annast Prentverk Odos liJÖRNSSOfJAR H.F., AkOREYRI s___;______________í__________- ” --------------------------—' Auglýsingastjóri Jón Sam- ÓF.LSSON . ÁRGANGORINN KOSTAR KR. 120.00. GjALDDACl ER 1. JÚLÍ BlAÐID KEMUR ÚT Á MHJVIKUDÖG- OM OG Á LAOGARDÖGOM, ÞEGAR ÁSIXDA ÞYKIR TIL .______________________________> Á SUNNUDAGINN kemur er fj áröflunardagur Sj álfsbj argar- félaganna um land allt, hinn 5. í röðinni. Svo sem kunnugt er, i Fimm Akureyringar \ | keppa erlendis KNATTSPYRNUFÉL. ÞRÓTT- UR í Reykjavík er á förum til Skotlands í keppnisferð í knatt- spyrnu. Það styrkti lið sitt með góðum knattspyrnumönnum frá Akureyri. Akureyringarnir fóru héðan í fyrrakvöld og eru þeir þessir: Jón Stefánsson, Stein- grímur Björnsson, Skúli Ágústs- son, Jakob Jakobsson og Guðni Jónsson. Þeir hafa allir, nema Guðai, vertð valdir til að leika í lauislöikjum á undanförnum árum. Og einn þeirra, Stein- grímur, er markahæsti einstakl- ingurinn í fyrstu deildar keppn- inni í sumar. □ er tilgangur þeirra og markmið að vinna að framgangi hverra þeirra mála, er að því geta mið- að á einn eða annan hátt að létta fötluðu fólki lífsbaráttuna og gera því fært að nýta krafta sína, andlega sem líkamlega, til jafns við þá, sem heilir ganga til skógar. Hér í ■ bæ hefur Sjálfsbjörg lyft Grettistaki með byggingu myndarlegs félagsheimilis og er nú að reisa viðbyggingu við það, þar sem verða eiga vinnustofur, en knýjandi er, að hér verði komið á fót vinnuheimili, þar sem öryrkjum, er nokkra starfs- orku hafa, en þó ekki næga til að geta sótt hinn almenna vinnu- markað, geta fengið aðstöðu til vinnu og verðmætissköpunár. Á sunnudaginn verða merki Sjálfsbjargar boðin til kaups um allan bæ, og er þess að vænta, að bæjarbúar taki vel á móti sölufólkinu og styrki sem Framhald á bls. 7. íslendingar framleiða minka- fóður úr Ijúffengasta fiski Helmingur mannkynsins býr við fæðuskort ÞRÁTT fyrir allar framfarir og vísindi býr helmingur alls mannkyns við meiri og minni fæðuskort. Þúsundir og jafn- vel milljónir manna deyja árlega úr beinu hungri eða af fylgikvillum næringarskortsins. fslendingar eru miklir veiðimenn. Þeir veiddu í sumar milljónir mála og tunna af liafsíld, sem áreiðanlega er einn ljúffengasti og næringarefnaríkasti fiskur, er í söltu vatni veiðist. Aðeins nokkur liluti þessa afla er nýttur til mann- eldis. Síldinni er þá hrúgað niður í tunnur ásamt salti. Öll önnur síld, eða megnið af öllum síldarafla suinarvertíðarinn- ar, er látið úldna um horð í skipunum, síðan er síldin látin úldna ennbá meira í síldarþróm í landi, eftir það er hún unn- in í síldarverksmiðjunum og framleitt úr henni loðdýrafóð- ur, áburður og íirálýsi til iðnaðar. Þessi meðferð á óendanlega verðmætum afla er smánar- hlettur, sem síðari kynslóðir munu bera kinnroða fyrir. Nýja sláttu-þreskivélin við kornskurðinn á Öxarárökrum í Bárðardal. Kor ns kurá (Ljósm. E. D.) urourinn Byggið linþroskað, enda sumarið mjög kalt ÞÓTT heyönnum sé nú um það bil lokið á rúmlega 600 bænda- býlum landsins og hjá öðrum, er einhvern búskap stunda, er uppskeruvinnu ekki lokið, því að enn er megin hluti kartafln- anna í moldinni og kornskurð- urinn er rétt að hefjast. Korn- ræktin er gömul atvinnugrein á íslandi, en lagðist niður í marg- ar aldir, allt til þess er Klem- enz á Sámsstöðum hafði sýnt það í nokkra áratugi, að bygg og fleiri korntegundir geta þrifizt hér á landi nú, ekkert síður en til forna. Og nú á allra síðustu árum hafa fyrst verið fluttar inn sæmilegar korn- skurðar- og þreskivélar til að létta störfin við kornskurðinn, hina nýju grein ræktunarinnar, sem margir binda svo miklar vonir við allra síðustu árin. Síðasta ár var fyrsta raun- verulega kornræktarárið í sögu hinnar endurvöktu búgreinar hér á landi. Þá var bygg ræktað í um 500 hekturum lands sunn- anlands og austan. En sama ác stofnuðu þingeyskir bændur í Bárðardal, Reykjadal og Kinn kornræktarfélag, brutu land á Öxará og í Reykjadal, um 60 ha. samtals og sáðu þar byggi í vor. Þar er uppskeruvinna hafin. Fengin var ensk komskurðar- vél, sem bæði slær kornið og þreskir, og skilar því í korn- geymi, sem tekur um eitt tonn. Greiða sláttuvélarinnar er 6 fet og getur slátturinn því gengið greiðlega á góðu landi, þegar byggið stendur vel og er sæmi- lega þurrt. Sláttuþreskivélina dregur Fordson Major dráttar- (Framhald á bls. 7.) Kaupstaðaráðstefna ■'yrsta komið losað á vörubíl, er síðar flytur það til þurrkunar og mölunar. (Ljósm. E. D.) FULLTRÚ AFUNDUR kaup- staðanna á Norður-, Austur- og Vesturlandi var haldinn á Húsa- vík dagana 17.—19. sept. síðast- liðinn. Mættir voru 20 fulltrúar. Jóhann Hermannsson, forseti bæjarstjórnar Húsavíkur, var fundarstjóri. Gerðar voru marg- ar samþykktir um tekjustofna sveitarfélaga, m.a. að ríkið kost- aði viðhald á þjóðvegum gegn- um bæi. Ennfremur var lagt til, að 25% af benzín- og bifreiða- sköttum gengi til gatnagerðar í þorpum og bæjum, að stofnað verði bankaútibú í hverjum bæ, að Eimskipafélag íslands taki upp beinar siglingar á hafn- ir út um land, komið verði upp tunnuverksmiðjum á Norður- og Austurlandi. Samþykkt var ályktun þess efnis, að breyta raforkulögunum á þann veg, að einstökum bæjarfél. og byggð- arlögum sé heimilt að byggja virkjanir. Verksmið juhverf i ÞESSA daga er verið að mæla fyrir væntanlegum mannvirkj- um í sambandi við kísilgúrverk- smiðjuna í Mývatnssveit í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Q Bæjarstjórn Húsavíkur bauð fulltrúunum í skemmtiferð um héraðið að fundi loknum. Næstu stjórn samtakanna skipa: Ásgrímur Hartmannsson, Ólafsfirði, formaður, Bjarni Þórðarson, Neskaupstað, ritari, Gunnþór Björnsson, Seyðisfirði, gjaldkeri. Næsti fundur samtak- anna verður haldinn í Ólafsfirði árið 1964. □ | NÝJAR VÉLAR | I AUKIN ATVINNA I f VERIÐ er að setja upp nýjar ; I og afkastamiklar vélar í Ull- j j arverksmiðjunni Gefjunni. j Munu þær gera verksmiðj- I j unni kleift að mæta verulega j j hinni gífurlegu eftirspum — : j innlendri og erlendri — á j jj hinum eftirsóttu Gefjunar- : j vörum. j Hinar nýju vélar veita : j einnig mörgu fólki atvinnu : j til viðbótar. I Nánar verður sagt frá þess- : I um aukna vélakosti síðar, og j j þeim breytingum á fram- j j leiðslu verksmiðjunnar, sem j þær valda.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.