Dagur


Dagur - 22.09.1962, Qupperneq 8

Dagur - 22.09.1962, Qupperneq 8
s Tunnur fluttar frá Akureyri siðastliöið sumar. Úfigöngufé á afréff Bárðdælinga Átta punda lax veiddist í Svartá SAMKVÆMT umsögn frétta- ritara Dags í Bárðardal, Þórólfs Jónssonar í Stórutungu, var sumarið óhagstætt. Tún spruttu bæði seint og illa og tilbúinn á- burður notaðist verr en vonir stóðu til. Súgþurrkun og annar vélakostur bjargaði bændum að nokkru. Fyrstu göngum er lokið og hrepptu menn kuldaveður. Ur Vestur-afrétt kom útigengin ær með dilk og var hún frá Ingj- aldsstöðum. Með henni var vet- urgamall hrútur frá Bólstað, einnig útigenginn. Kindurnar hafa í vor verið vel fram gengn- ar, að því bezt varð séð. En þó voru framtennur hrútsins mjög molnaðar, sennilega af því að skafa skófir og mosa af steinum. Ærin er tveggja vetra gömul. Hún kom ekki til rúning í fyrra- vor og er því í tveim reyfum. Veturgömul ær frá Bólstað, úti- gengin, heimtist einnig í þessum göngum. — Fé þetta mun hafa gengið af sunnan Kiðagils, en þær fundust í svokölluðu Vega- skarði. Þar tekur að styttast til Sprengisands. Og enn heimtist lamblaus tvævetla, útigengin, og var hún frá Stóruvöllum. Hún hvarf eft- ir göngur í fyrrahaust. Fulltrúar á Alþýðu- sambandsþing í sumar veiddist 8 punda lax í Svartá. Lax gengur upp í Skjálfandafljót, allt fram í Skipapoll. Þaðan kemst hann eftir Fossselskvisl, þegar vöxt- ur er í henni á þeim tíma er laxinn gengur. Vitað er um, að lax hafi veiðst framarlega í Skjálfandafljóti. Auðvelt er tal- ið að bæta laxaleið í Fosssels- kvísl. Ef það tækist, að fá lax- inn fram eftir Skjálfandafljóti, yrði Svartá álitleg veiðiá, fram að fossi þar. En þeirri hindrun mætti eflaust ryðja úr vegi og gera ána alla að góðri laxveiðiá. Byggingaframkvæmdir eru þessar helztar: íbúðarhús er byggt í Lundarbreklcu, nýbýli, stofnendur Baldur Sigurðsson og Amalía Jónsdóttir. Byggt er fjós á Rauðafelli, sem er nýbýli, fjós yfir 20 gripi á Stóruvöllum (Framhald á 2. síðu.) Úr Árnarneshreppi Arnarneshreppi, 19. sept. Verið er að byggja viðbót við íbúðar- húsið á Þrastarhóli. íbúðarhús er í byggingu á Hofteigi. — Á Syðri-Reistará er verið að hyggja 30 kúa fjós og hlöðu. — Þetta eru helztu byggingarfram- kvæmdir í hreppnum á þessu Utflutniiigsverðmæti sumar- síldarinnar 800 milljónir kr. Meðalaflinn á skip 10.600 mál og tn. Meðalhásetahlutur 60 þús. kr. SUMARSÍLDVEIÐIN fyrir norðan land og austan er lokið. Meiri afli barst á land en nokkru sinni áður. — íslendingar hafa tekið tæknina í þjónustu síldveiðanna meira en <t> nokkur önnur þjóð. Kraftblökkin er ljóst dæmi um það. Án fullkominnar leitartækja hefði síldaraflinn ekki orðið mjög mikill. Hér fer á eftir samandregið yfirlit um nokk- ur helztu atriði sumarsíldveiðanna: 1. Síldveiðiskipin voru 224 talsins. Þorri skipanna var með kraftblökk og talið er, að öll skipin liafi haft síldarleitartæki, mörg af þeim sjálfleitandi. — Fyrsta síldin veiddist 20. júní. 2. í bræðslu var landað úr veiðiskipum og flutningaskipum 1.955.515 málum af síld, þar af úr flutningaskipum a. ín. k. 200.000 málum. Auk þess má gizka á, að úrgangur frá síldar- söltunarstöðvum hafi verið um 160.000 mál. Til Suðurlands voru flutt 64.000 mál í bræðslu og tæp 50.000 mál til Hjalteyrar og Krossa- ness, með sérstökum sildarflutningaskipum. — Ennfremur nokkurt magn á þann hátt til Raufarhafnar og Siglufjarðar. 3. Saltaðar voru 375.429 tunnur, uppsalt- aðar. 4. Frystar voru 39.122 tunnur, einkum til heitu. 5. Landað var samtals 2.370.066 málum og tunnum. Síldarmál er talið fara í uppsaltaða tunnu. í fyrra var sildaraflinn 1.557.000 mál og tunnur. Saltaðar voru 364.000 tunnur. 6. Meðalafli á skip varð að þessu sinni 10.600 mál og tunnur. 53 veiðiskip öfluðu 10—15 þúsund mál og íunnur. 36 skip veiddu 15—20 þús. mál og tunnur. 22 skip veiddu 20—25 þús. mál og tunnur. 3 skip veiddu 25—30 þús. mál og tunnur. 3 skip veiddu yfir 30 þús. mál og tunnur. Aðeins 6 skip veiddu innan við 3000, þar af 2 undir 2000 og 1 undir 1000 mál og tunnur. 7. Síldarverðið til skipanna var sem hér scgir: Fyrir mál í bræðslu kr. 145.00. Fyrir mál í bræðslu í flutningaskip kr. 131.00. Fyrir uppsaltaða tunnu kr. 298.00. Fyrir uppmælda tunnu kr. 220.00 og sama verð fyrir uppmælda tunnu í frost. 8. Saltað var á 21 stað í sumar. Siglufjörð- ur var hæsti söltunarstaðurinn með 116 þús. tunnur, Raufarhöfn nálega 78 þús., Seyðis- fjörður rúmlega 49 þús., Neskaupstaður nál. 25 þús., Dalvík rúinlega 15 þús., Ólafsfjörður rúnilega 13 þús., Vopnafjörður rúmlega 13 þús., Eskifjörður rúmlega 11 þús., Reyðar- fjörður nál. 11 þús. og Húsavík rúmlega 10 þúsund tunnur. 9. Brætt var á 16 stöðum, mest á Siglufirði, 664 þús. mál, á Raufarhöfn 333 þús., á Vopna- firði 217 þús., í Neskaupstað 202 þús., í Krossanesi og á Hjalteyri 189 þús., á Seyðis- firði 80 þús., á Fáskrúðsfirði 56 þús. og á Eskifirði 47 þúsund mál. 10. Hásetahlutur er að þessu sinni talinn vera, ef gert er ráð fyrir 35% af afla og 6% orlof, ekki langt frá 60.000.00 krónum. 11. Löndunarverðmæti aflans í heild er um það bil 400 milljónir króna. 12. Löndunarverðmæti á skip er liér um hil 1.750.000.00 krónur. 13. Útflutningsverðmæti aflans (nema freð- sildar) er talinn vera a. m. k. 800 milljónir króna miðað við núverandi gengi. Árið 1961 nam allur útflutningur landsins 3244.6 milljónum króna, miðað ,yið núverandi gengi. .......'.*K Ililllilll landi á Þelamörk. Yfirsmiður er Ingólfur Jónsson. Skólinn er byggður fyrir þrjá hreppa, og er áætlað að hann verði tekinn til notkunar að hausti. Frá Húsavík Húsavík, 20. sept. Slátrun hófst hér mánudaginn 17. september sl. hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Tala sláturfjár er áætluð 40 þús. og er það 3 þús. fleira en í fýrra. í Flatey og á Ófeigsstöð- um verður lógað 6 þúsund fjár. Hin áætlaða sláturfjártala gef- ur ekki til kynna, að bændur ætli að fækka á fóðrum að þessu sinni. Þó má búast við, að ein- hverjir bændur verði, vegna fóðurskorts, að lóga fleiru en ætlað var. Sjö bátar frá Húsavík stund- uðu síldveiðar í sumar. Mestan afla fékk Helgi Flóventsson, um 25.300 mál og tunnur. Náttfari fékk 17.500 mál og tunnur. Við veiði hans er það athyglisvert, að hann byrjaði ekki fyrr en Framhald á bls. 7. FRÁ Akureyri mæta þessir full- trúar á 28. þing Alþýðusam- bands íslands: Fyrir Verkamannafélag Ak- ureyrarkaupstaðar Björn Jóns- son, Haraldur Þorvaldsson, Loft- ur Meldal, Þórir Daníelsson og Björn Gunnlaugsson. Fyrir Verkakvennafél. Ein- ingu: Margrét Magnúsdóttir, Jónína Jónsdóttir og Freyja Ei- ríksdóttir. Fyrir Bílstjórafélag Akureyr- ar: Jón B. Rögnvaldsson. Fyrir Iðju, félag verksmiðju- fólks: Arnfinnur Arnfinnsson, Jón Ingimarsson, Hallgrímur Jónsson, Ingiberg Jóhannesson, Sigurður Karlsson, Hjörleifur Hafliðason og Kjartan Sumai'- liðason. Eftir er að kjósa í Sjómanna- félagi Akureyrar, Félagi járn- iðnaðrmanna og Félagi verzlun- ax'- og skrifstofufólks. □ ári. í Skriðuhreppi er haldið á- fram við byggingu íbúðarhúss að Lönguhlíð, sem hefur verið í eyði síðustu árin, og fjáx'hús á að byggja þar í haust. Heyskapur mun neðan við meðallag til jafnaðai'. Ræktun- arframkvæmdir eru með minna móti í ár. Ræktunai-samband Arnarnes- og Árskógshrepps fékk í sumar nýja enska jarð- ýtu, svipaða á stærð og TD 9. Með henni hefur verið unnið á Árskógsströnd seinni partinn í sumar. • Göngum var frestað í Skriðu- hreppi, Oxnadal og Glæsibæjar- hi-eppi, m. a. vegna þess, að heyskap váx- víða elcki alveg lokið. Kartöflquppskera er fiemur rýr. Stöðugt er unnið við heima- vistarbarnaskólann á Lauga- SÝNDIR voru á Akui'eyrai'há- tíðinni liátíðabúningar kvenna frá nokkrum tímabilum. Elztur er krókfaldurinn, 100 ára gamall — lengst til vinsti'i, þá er skautbúningur (kirtill), síðan nútímakjólar er tvær ung- ar konur bera, þar næst nýtt brúðarskart, þá samkvæmis- kjóll fi'á 1920, skautbúningur (samfella), nútímakjóll og peysuföt frá 1880. Konurnar, sem búningana bera, eru: Fi-á vinstri: Ragn- hildur Steingrímsdóttir, Rósa Jóhannesdóttir, Inga Lóa Har- aldsdóttir, Ragnheiður Heiðreks- dóttir, Laufey Þorbjarnardóttir (í brúðarkjólnum, sem hún gifti sig í tveim dögum áður), Hervör Ásgrímsdóttir, Anna Björnsdóttir, Friðrikka Jakobs- dóttir og Þóx-halla Þorsteins- dóttii'. — (Ljósm. G. P. K.)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.