Dagur - 07.11.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 07.11.1962, Blaðsíða 8
8 Nokkrir af Nóregsförum: F. v.: Marselína Hermannsdótíir, Karl J. Kristjánsson, Halldóra Egg- ertsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Stefán Kristjánsson, sr. Sig. H. Guðjónsson, Stefán Jónsson. Fnjóskdælir kepptu í Noregi í starfsíþróttum og stóðu sig með ágætum ÞANN 19. sept. s. 1. héldu 10 menn héðan að heiman út til Noregs til þess að taka þátt í starfsíþróttakeppni, sem haldin var að Hvam, landbúnaðarskóla Akerhusfylkis, dagana 21. til 23. sept. Stefán Ól. Jónsson, kennari úr Reykjavík, var fararstjóri hópsins, en hann hefur, eins og kunnugt er, manna mest unnið að kynningu þessarar íþrótta- greinar hérlendis, og undirbúið þau mót innlend, sem haldin hafa verið. Honum til aðstoðar og sem aðalleiðbeinandi stúlkn- anna var frk. Halldóra Eggerts- dóttir, námsstjóri. Þáttökuþjóð- ir senda sjálfar dómara í dóm- nefndir, sem starfa í hverri grein. Þeirra erinda fór utan Stefán Kristjánsson, Tungunesi, Fnjóskadal, og frú Kristín Gunnlaugsdóttir, Hálsi Fnjóska- dal. Stefán hefur þrisvar orðið íslandsmeistari í dráttarvélar- aksti i hér heima, og hann var keppandi á fyrsta mótinu, sem við tókum þátt í, í Svíþjóð 1956. Frú Kristín varð hlutskörpust í matartilbúningi á Laugamót- inu i fyrra og sannaði þar hæfni sína. Marsilína Hermannsdóttir, Kambsstöðum, Fnjóskadal, tók þátt í matargerð og skreytingu ostbakka, yngri aldursflokks- ins. Marsilína varð lilutskörpust í kvennagreinum yngra flokks á Laugamótinu, vann bæði sauma og matargei-ð. Birgir Jónasson, Þórðarstöð- um, Fnjóskadal, tók þátt í drátt arvélaakstri yngra aldursflokks ins Birgir er íslandsmeistari í þessari grein frá Laugamótinu í fyrra. Karl J. Kristjónsson, Víði- völlum, Fnjóskadal, tók þátt í dráttarvélarakstri eldra aldurs- flokks. Karl hefur tvisvar tekið VERKBANPi VERKBANN á síldveiðiflotann hefur verið ákveðið frá og með 11. þ. ni. hafi saniningar ekki tekizt. Það eru útvegsmannafé- lögin á í Eyjum, á Suðvestur- landi og á Akureyri, seni að banni þessu standa. □ þátt í slíkum keppnum hér heima, og staðið sig með prýði. Svo áttum við tvo fulltrúa í hópi áhorfenda, þá Hafstein Þorvaldsson, lögregluþjón frá Selfossi. Hann fór til þes sað kynna sér stafsemi 4H fyrir Héraðssambandið Skarphéðinn og Selfossbæ, og sr. Sig. Hauk Guðjónsson að Hálsi, Fnjóska- dal, sem fór á vegum þjóðkirkj- unnar til þess að kynna sér þá æskulýðsstarfsemi, sem að baki slíkri keppni stendur. Keppni sem þessi eru haldnar á norðurlöndunum til skiptis, og þá undirbúnar af æskulýðs- samtökum viðkomandi lands. Að þessu sinni voru það Norske 4H og Norges Bygdeungdoms- lag sem sáu um undirbúninginn í samvinnu við Hans Husum rpktor landbúnaðarskólans á Hvam. Hafði þeim farizt verk sitt mjög vel úr hendi og var allt fyrirkomulag og tilhögun frændum okkar til mikils sóma. Hafi einhver gaman af að vita, hvaða félög önnur en hin norsku og UMFÍ sendu þátttak- endur til mótsins, þá voru það frá Danmörku: Samarbeidsud- valget for Landökonomisk ung domsarbejde, Finnlandi: Fin- lands Svenska 4H og Maata- louskerholiitto, Svíþjóð: Riks- förbundet Sveriges 4H Næsta mót verður haldið í Finnlandi. Hvenær röðin komi (Framhald á 2. síðu.) TEKINN FYRIR ÖLVUN VIÐ AKSTUR UM SÍÐUSTU helgi handtók lögreglan bifreiðarstjóra fyrir meinta ölvun við akstur. Málið er í rannsókn, og í þetta sinn var víst ekki um nein „mis- grip“ að ræða, sem afsökunar þarf að biðja á. l in ill■1111111111111111111111111111 n Guðmundur Eiðsson (t. v.) og Iljörleifur Halldórsson. IIRAÐSKÁKMÓT UuM. S. E. MÓTIÐ fór fram á Akureyri 25. október s. 1. Alls tefldu 22 skákmenn úr héraðinu, þar af nær helmingur úr Skriðuhrepp. Gestur mótsins var Bragi Þorbergsson, Reykjavík. Úrslit urðu þessi: 1. Hjörleifur Halldórsson, Umf. Oxndæla, 19 v. 2.—3. Jóhann Helgason, Umf. Árroðinn I8V2 v. (+ 1 v. móti Braga). 2.-3. Guðmundur Eiðsson, Umf. Skriðuhrepps, I8V2 v. Bragi Þorbergsson hlaut 19+2 vinning. Það setti svip á mótið að 11 ára stúlka, Þorgerður Hall- dórsdóttir (systir Hjörleifs) er tók þátt í keppninn hlaut 4 vinninga og má það teljast gott þegar aldur henn- ar er hafður í huga. Mótstjóri var Albert Sigurðsson, Akureyri. Q „MIINDU ÞEIR ÞYKJA CÓÐIR KAUP- FÉLAGSMENN?“ „ALÞÝÐUMAÐURINN" \ virðist standa í þeirri mein- I ingu, að ríkisreksturinn hér i á landi og rekstur kaupfél- = aganna sé sambærilegur, og i hliðstæður hvað snertir fjár- \ öflunar- og rekstursgrund- É völl, semanber forystugrein \ hans í gær, og fráleitar = vangaveltur þar um. i Leitun mun vera á nokkr- É um fullorðnum manni, svo É fávísum um eðli og rekstur \ verzlana, hvort heldur sem É um kaupmanna- eða sam- E vinnuverzlanir er að ræða, = að hann leyfi sér að bera i saman fjáröflunarmöguleika É frjálsra verzlana og við- i skiptafyrirtækja, við mögu- É leika ríkisstjórnarinnar til É fjáröflunar með sköttum, i tollum eða öðrum lögskipuð- É um álögum á þjóðfélagsþegn- i ana. En svona lítið upplýstur \ maður virðist þó vera til á i meðal okkar í höfuðstað i Norðurlands, þ. e. ritstjóri É Alþýðumannsins, Bragi Sig- i urjónsson. Veit Bragi ekki, að það er 5 mjög algengt að deilt sé á i kaupfélagsstjóra á aðalfund- É um fyrir of háa álagningu? i Veit Bragi ekki, að þrátt = fyrir það, að það sé ekki i hlutverk kaupfélaga að hafa É útlán með höndum, eins og t. d. bankarnir eru beinlínis É stofnaðir til, er oft óskað = eftir að kaupfélögin veiti lán é til lengri eða skemmri tíma? i Veit Bragi ekki, að vextir = Innlánsdeilda eru ákveðnir É með lögum, og að aðalfundir | kaupfélaganna geta ekki | breytt landslögum, eins og i Alþingi gerir og hefur vald É til? | Veit Bragi ekki, að um \ lögboðna frystingu á Inn- jj lánsdeildarfé eða öðru lög- É boðnu rekstarfé félaganna = hefur aldrei verið um að É ræða innan þeirra? Allir = sjóðir kaupfélaganna eru að é fullu notaðir í rekstri félag- É anna, vörubirgðum og öðr- é um eignum i Það eru ótal leiðir fyrir rit § stjóra „Alþýðumannsins“ að É kynna sér einföldustu atriði = verzlunai’reksturs, bæði hjá = kaupfélögum og kaupmanna- i verzlunum, og þess væri hon é um full þörf, ef hann er eins i fáfróður um þessi atriði og 1 forystugrein hans í blaði É hans í gær ber vott um — og = það ætti að vera hans fyrsta É verk að læra betur, áður en i hann skrifar næstu grein um é verzlunarrekstur og fjáx’- É málastefnu ríkisstjórnarinn- 1 ai\ É Bændafundurinn á Kópáskeri ÞRIÐJUDAGINN 23. okt. 1962 var að tilhlutun Búnaðarsam- bands Noi'ður-Þingeyinga hald- inn bændafundur á Kópaskeri. Á fundinum mættu bændur úr öllum hreppum sýslunnar nema Fjallahreppi. Þar voiu og mættir, sem gestir fundai'ins, foi'maður Búnaðai-sambands S,- Þingeyinga, Hermóður Guð- mundsson, Árnesi, og Páll Metú salemsson á Refsstað, er á sæti í stjórn Stéttai'samb. bænda. Fundurinn tók til meðferðar vei'ðlagningu landbúnaðarvara og þar á meðal núgildandi vei'ð lagsgrundvöll. Framsögu höfðu þeir Hermóður Guðmundsson og Eggert Ólafsson, Laxárdal. Að loknum mjög gi-einai'góðum framsöguræðum, urðu almenn- ar umræður um málin. Þar á meðal tók Páll Metúsalemsson til máls. Ræddi hann ýms ati'iði vei'ðlagsmála og viðhorf fram- leiðsluráðs til núgildandi vei'ð- lagsgrundvallar. Þrátt fyrir alla verðhækkun á mjólk og sauð- fjárafui'ðum taldi hann gi-und- völlinn hagstæðari sauðfjár- bændum, en verið hefur, þannig að meiri líkur væru nú fyrir að það verð fengist, er gei't væri ráð fyrir. Samstöðu bænda til sölustöðvunar nú í haust taldi hann tæplega hafa verið fyrir hendi. Eftii-farandi samþykktir voru gei'ðar á fundinum: Almennur fundur fyrir Norð- ur-Þingeyjarsýslu haldinn að Kópaskeri 23. okt. 1962 mótmæl ir harðlega verðlagningu sex- (Fi'amhald á bls. 7.) ..................... n» | MERK NÝJUNG I Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gæi'kveldi var samþykkt að veita Æskulðsráði og íþrótta- ráði heimild til að ráða í sam- einingu framkvæmdastjóra fyr- ir þau sameiginlega. Fram- kvæmdastjórinn tekur laun hjá bæjai'sjóði. Fi-estað var að taka ákvörðun um staðsetningu knattspyi-nuvallar, en íþrótta- ráð hafði lagt til að hann yrði noi'ðan Glerár á móts við Gefj- un. ÓÁNÆCJA MEÐ STRÆTISVAGNANA ÉG ER EIN af þeim fjölmöi-gu hér í bæ, sem ekki er ánægð með rekstur og fyi'irkomulag Strætisvagna Akureyrar. Þegar þessi þjónusta við bæjarbúa vai'ð að veruleika, var ég mjög ánægð, því gott var að gi'ípa til vagnanna, er komið var með klyfjar úr bænum. Fólki, sem stundar atvinnu sína langt frá heimilum sínum, þykir þægi- legt að taka vagninn að og fi'á vinnu. En hvernig er þá með vagnana núna? Þeir ganga bara alls ekki á kvöldin eftir kl. 9. Þær húsmæðui', sem vinna úti á kvöldin, t. d. á Heklu, vei'ða (Fi-amhald á bls. 7).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.