Dagur - 21.11.1962, Blaðsíða 1

Dagur - 21.11.1962, Blaðsíða 1
MÁI.<;agn Framsóknarmanna Riistjóri: Eruncur Davídsson Skrifstoi a í Hafnarstræti 90 SÍMI 1160. Sf.tmngf og I'RKNTUN annast Prentverk Odds Hjörnssonar h.f., Akijri.vri Dagur XLV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 21. nóvember 1962 — 59. tbl. Auglýsingastjóri Jón Sam- ÚF.LSSON . ArgANGURINN KOSTAR kr. 120.00. Gjalddaci i:r 1. júi.í BlADID KEMUR ÚT Á MIDVIKUDÖC- UM OC Á LAUGARDÖCUM, ÞEGÁR ÁS'iÆÐA ÞVKIR TII. SAMVINNUBANKIÍSLANDS H.F SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. er stofnaður samkvæmt lögum frá 21. apríl 1962, samkvæmt ósk Samvinnusparisjóðs- ins þar um, að hinn nýi banki yfirtekur rekstur sparisjóðs- ins. En samvinnusparisjóðurinn var stofnaður árið 1954 fyrir forgöngu Vilhjálms Þór, bankastjóra, og var fyrsti sparisjóðs- stjóri Ásgeir Magnússon en síðan 1957, Einar Ágústsson. Á laugardaginn var, var stofnfundur Samvinnubankans hald- inn í Reykjavík. í bankaráð voru kosnir: Hjörtur Hjartar, Vilhjálmur Jónsson og Erlendur Einarsson. Samvinnubankinn verður opnaður í Bankastræti 7, Reykja- ■ vík, þegar það húsnæði hefur verið lagfært. Hlutafé hans er 10 milljónir króna. □ Hvenær verður umferðavika hér? OFT hefur'verið á það bent hér í blaðinu hvilík nauðsyn væri á því að tileinka aukinni umferð- armenningu og fræðslu í því HVAÐ ER BYGGT MIKIÐ? ÞEGAR um það er rætt, hve mikið sé byggt af íbúðum á einhverjum stað, t. d. hér á Akureyri, er venjuleg við- miðun þessi: Hve hafin sé bygging margra íbúða, eða, hve lokið sé mörgum íbúða- byggingum á því tiltekna tímabili, sem um er rætt. Að sjálfsögðu eru jafnan fleiri íbúðir í smíðum hverju sinni vegna langs byggingartíma. Dagur hefur haldið því fram, að árið 1961 hafi aðeins ver- ið hafin smíði 9 íbúða á Ak- ureyri og nokkrum sinnum að því vikið. En þetta svarar til þess, að byrjað sé á einni íbúð fyrir hverja 1000 íbúa umrætt ár. Skýrslur byggingafulltrúa bera með sér, að þessi stað- liæfing er rétt, enda staðfest af byggingarfulltrúa Akur- eyrarkaupstaðar, Jóni Geir Ágústssyni. Er enn á þetta minnt af gefnu tilefni. □ sambandi, eina viku í höfuðstað Norðurlands. Þessa dagana stendur yfir „umferðarvika“ á Akranesi, vegna stóraukinnar umferðar þar og mikla fjölgun farar- tækja. Hvað mætti þá segja um Ak- ureyri? Hér þarf nauðsynlega að auka umferðarfræðsluna því aukning umferðarinnar er gíf- urleg. Lögregla og lögreglu- stjóri hafa haft góð orð um að gangast fyrir „umferðaviku“ hér, en lengra hafa fram- kvæmdir því miður ekki náð ennþá. í skólunum þarf að kynna um ferðamálin, á götunum þarf að kynna þau og í kvikmyndahús- unum þai’f að kynna þessi mál. Tryggingafélögin eiga hér vissulega beinna hagsmuna að gæta. Þau myndu án efa telja sér skylt, ásamt skólum, skát- um, félagi ökumanna, lögreglu og forráðamönnum bæjarfélags ins, að eiga beinan hlut að „um- ferðaviku", þegar til hennar verður stofnað. Þá er mjög á- ríðandi að út yrði gefin um- ferðarbók fyrir Akureyri. □ Nokkrir nemendur Samvinnuskólans skoða Heklu vélakost verksmiðjunnar og framleiðsluna. á Akureyri. Agnar Tómasson sýnir þeim (Ljósmynd: G. P. K.) '»£5 LÍTIL EIMNG Á ÞINGI A. S. í. Búizt er við miklum átökum um inngöngu Landssamb. ísl. verzlunarm. í ALÞYÐUSAMBANDSÞING í var sett á sunnudaginn. Til = þings voru mættir 330 fulltrúar. I Auk þeirra eru 33 fulltrúar frá Í Landssambandi íslenzkra verzl- j unarmanna, sem ekki mættu É við þingsetningu, þar eð þeim j hafði verið synjað um aðgöngu- I miða og hafa kjörbréf þeirra Í enn ekki verið samþykkt, eða j svo stóðu málin um fimm-leytið í gær. Kjörbréfum tveggja full- trúa frá Sandgerði og fjögurra fulltrúa prentara var vísað til kjörbréfanefndar til frekari at- hugunar og að undangenginni atkvæðagreiðslu þingsins um það mál. Hitamálið enn ekki komið á dagskrá. En það mál Alþýðusambands- Merkjasala fyrir vangefið fólk STYRKTARFÉLAG vangef- inna á Akureyri hafði merkja- sölu á Akureyri s. 1. sunnudag. 24 börn fóru um bæinn þessara erinda og fengu hvervetna mjög Landbúnaðurinn á Islandi i hætlu Verða gerða breytingar á lögum um Framleiðsluráð? FULLTRÚAR allra búnaðarsambanda landsins samþyktu eftirfarandi á fundi í Reykjavík, sem Búnaðarsamband S.-Þing- eyinga og Búnaðarsamband Austurlands boðuðu til: „Fulltrúafundur búnaðarsambands- stjóma, haldinn í Reykjavík 14 og 15. nóv. 1962, til þess að ræða hugsanlegar breyt- ingar á afurðasölulöggjöfinni, lýsir ánægju sinni yfir ákvörðun Stéttarsambands bænda um endurskoðun Framleiðsluráðs- laga og skorar á á stjórn Stéttarsambands- ins og nefnd þá, er síðasta búnaðarþing kaus til endurskoðunar laganna, að hraða störfum. Verði sá möguleiki kannaður til hlýtar, bvort frumvarp til nýrra Fram- leiðsluráðslaga fengist samþykkt á yfir- standandi Alþingi. Fundurinn bendir á eftirtalin atriði, sem m. a. byrfti að athuga: 1. Hvort fella beri niður ákvæði laganna um störf sexmannanefndar og yfirdóms og hvað geti komið í staðinn, sem bet- ur tryggir rétt bænda. 2. Hvort lögfesta þurfi rétt bænda til sölu- stöðvunar. 3. Á hvern hátt verðlagsgrundvöllurinn verði undirbyggður með raunhæfum niðurstöðum búreikninga og Búreikn- ingsskrifstofa ríkisins endurskipulögð í því skyni, eða sérstök hagdeild stofnuð. 4. Hvernig bændum verði tryggð hæfileg hlutdeild í framleiðsluaukningu og bættri framleiðni. 5. Hvort breyta þurfi timamörkuin verð- lagsársins. 6. Að fjölga beri fulltrúum í Framleiðslu- ráði um tvo með tilliti til þess að lands- hlutum verði tryggð réttlát hlutdcild í skipun ráðsins.“ Þá voru fundarmenn, sem fundinn sátu, og voru 30 talsins, sammála um, að land- búnaðurinn hér á landi væri í mjög mik- illi hættu staddur, m. a. vegna þess, að afurðasölulöggjöfin hefði ekki tryggt bændum þær tekjur, sem þeir ættu rétt á, samkvæmt henni. Þetta vilja búnaðarsam- tökin að leiðrétt sé. □ góðar viðtökur sem við hér með j þökkum innilega. Nú er vitað,l að einhverjir hafa ekki náð aði kaupa merkin, þótt þeir hefðul gjarnan viljað það. Sums staðari er fólk ekki heima, þegar sölu-j börnin koma og svo geta falliði úr margir á annan hátt. ÞeimJ sem ekki hafa náð til merkjasöl-i unnar, en vilja styðja þetta góðaj málefni, viljum við benda á, aðl skrifstofa vikubl. DAGS veitiri viðtöku gjöfum og áheitumj til félagsins. i Merkjasalan nam alls 11.713j kr., sem er mun meira enl nokkru sinni áður. Sölunnar íj sveitum verður getið síðar. þings sem mestan spenning vek ur, snýst um inntöku Landssam bands ísl. verzlunarmanna. Fé- lagsdómur hefur fellt þann úr- skurð, að þetta samband eigi að hljóta full réttindi nú þegar á þessu þingi. í miðstjórn Alþýðusambands- ins hafa tveir fulltrúar Fram- sóknar lagt til, að úrskurði Fé- lagsdóms verði hlýtt. Þingið enn óslarfhæft segir Sigurður Jóhannesson. Blaðið hafði, um kl. 5 e. h. í gær, tal af Sigurði Jóhannes- syni á Akureyri, fulltrúa frá Fé lagi verzlunar- og skrifstofu- fólks, en það félag er í Alþýðu- sambandinu. Hann sagði: Þing- ið er óstarfhæft þar til búið er að taka afstöðu til allra fulltrúa og samþykkja eða synja kjör- bréfum þeirra. Nú er verið að ræða um fulltrúa prentaranna og eru ennþá óafgreidd 7 kjör- bréf. Næsta mál verður eflaust inntaka Landssambands ísl. verzlunarmanna og má búast þar við miklum umræðum. Þeg ar það mál er leyst, hefjast þing störfin fyrir alvöru og er fyrsta málið að kjósa forseta þingsins, sagði Sigurður að lokum. Sumarbúðirnar í Aðaldal. Sjá grein á finimtu blaðsíðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.