Dagur - 21.11.1962, Blaðsíða 8
8
?
I
•Frá vinstri: Ingimundur Árnason, Kristinn Sigmundsson, Pétur Axelsson útibússtjóri, Guðrún
ísaksdóttir, Björn Jóhannsson, Elísa Ingólfsdóttir, Gíslína Stefánsdóttir, Rósa Jóakimsdóttir, Jak-
ob Frímannsson, Brynjólfur Sveinsson og Sigurður O. Björnsson. (Ljósmynd: G P. K.)
MINNINGAR VIGFÚSAR, ÞROSKAÁRIN
NÝLEGA barst mér í hendur
enn ný bók Vigfúsar Guðmunds
sonar gestgjafa og ber hún nafn
ið Minningabók Vigfúsar,
þroskaárin, sem Bókaútgáfan
Einbúi gefur út. Ferða- og
minningabækur þessa höfundar
eru löngu landskunnar og hafa
notið mikilla vinsælda, enda
skrifaðar af framúrskarandi frá-
sagnargleði og að ýmsu leyti
óvenjulega mikilli yfirsýn, því
Vigfús mun vera mestur
fei-ðalangur allra íslendinga,
bæði fyrr og síðar. Áhugamál
Vigfúsar og hugsjónir hafa ver-
ið jafn sívakandi, hvort heldur
hann sat ær heima í Borgar-
firði, gætti stórra hjarða, vopn-
aður byssum í „vestrinu villta“
eða sprangaði um götur og
stræti þeirra borga heims, sem
fæstir íslendingar hafa lagt und
ir fót.
Nýja bókin hans Vigfúsar er
framhald „Æskudaga“ sem áður
var út komin. Hún er 256 blað-
síður, vönduð að frágangi og er
í 28 höfuðköflum. Þar af eru 5
fyrstu þættirnir frá Ameríku og
að mestu helgaðir íslendinga-
byggðunum þar. Næstu 20 kafl-
arnir eru frá samtíð og sam-
tíðarmönnum hér á landi. Síðast
eru greinar, kvæði og lausavís-
ur til höfundarins eftir 40 sam-
ferðamenn Vigfúsar.
Ýmislegt mun þykja orka tví-
mælis í bókinni, enda leynir
hann ekki skoðunum sínum á
mönnum og málefnum.
í þessari síðustu bók Vigfúsar
Guðmundssonar speglast enn
lífsreynsla hans, hugsjónir og
brennandi áhugi, sem ungum
og öldnum er hollt að kynnast.
Allar bækur hans eiga nokkurt
erindi við landsfólkið, enda hef-
ur þeim verið tekið líkt og þeim
ferðamönnum áður fyrr, sem
bæði voru langt að komnir og
kunnu bezt þá list að segja frá.
En þeir voru manna kærkomn-
astir. Hafi Vigfús þökk fyrir
bækur sínar allar. E. D.
NÝ STRÁIÍABÓK
BÓKAFORLAG Odds Björns-
sonar á Akureyri hefur nýlega
gefið út bókina STRÁRAR OG
HELJARMENNI eftir Gest
Hannsson. Þetta mun vera
fyrsta bók höfundar, er stafset-
ur höfundarnafn sitt svona
óíslenzkulega (Hannson). Ég
hef ekki lesið fyrri bækur hans,
en þær munu vera samhang-
andi að efni við hina nýju bók.
STRÁKAR OG HELJAR-
MENNI er snoturlega út gefin
bók, rúmlega hundrað lesmáls-
síður og prýdd teikningum eft-
ir „bróður höfundarins“.
Sagan gerist að mestu í „Æð-
ey“, þar sem strákarnir (Gáki
og bróðir hans) og Gísli, vinur
þeirra, dveljast sumarlangt,
ásamt þeim heiðursmönnum(I)
Slána kyndara, Orra glæp og
Matta heljarmenni, sem eru
heldur ófélegir náungar. Fleiri
aðkomumenn eru í eynni, flest-
ir við hafnarframkvæmdir stað-
arins. Gerist heldur sukksamt
á staðnum, enda drykkjuskapur
mikill, og kemur til átaka, svo
að nærri liggur misþyrmingum
og meiðingum. Það er barizt
með stólfótum, regnhlífum,
borðum og jafnvel öxi munduð.
Enginn er þó drepinn, en falleg
(Framhald á bls. 5)
SYNDIN ER LÆVÍS OG LIPUR
SVO HEITIR nýútkomin bók, skemmtileg, svo að það er dauð
sem Jónas Árnason hefur skráð, ur maður, sem ekki hefur gam-
og er efni hennar „stríðsminn- an af. Gildir einu hvort fjallað
ingar Jóns Kristófers". Segir er um guð og kýr í Fagurey,
þar frá undra viðburðarríku byltingu í Stykkishólmi, Hjálp-
æviskeiði Jóns Kristófers, sem ræðisherinn, baráttuna við
m. a. er þekktur af tveim vin- Bakkus, freistingar hafnarborga
sælum kvæðum Steins Steinars. hættusvæði stríðsáranna á haf-
Bókin er í mörgum köflum, 236 inu, hermennsku í liði Breta og
blaðsíður að stærð. Jónas Árna- liðhlaup, endurreisn eða önnur
son er kunnur og mjög vinsæll efni.
rithöfundur, og er frásögn hans, Syndin er lævís og lipur mun
og þeira félaga, einstaklega verða mikið keypt og lesin bók.
Söguritarinn Jónas Árnason t. v. og sögumaðurinn Jón Kristófer.
Nýtt verzlunarhús útibús K.E.A.
á Grenivík opnað fyrir skömmu
HINN 14. þ. m. var nýtt verzl-
unarhús Utibús KEA á Greni-
vík opnað. Það stendur austar
en hið eldra útibú og við aðal-
veginn, austan við Hlaði. Húsið
er ein hæð, rúmgott mjög og vel
búið, m. a. eru þar góðir kæli-
klefar fyrir kjöt- og mjólkur-
vörur.
KEA opnaði fyrst útibú á
Grenivík árið 1941, en sláturhús
þess hefur starfað þar síðan
1916 og fiskmóttaka hófst þar
litlu síðar. Fyrsti útibússtjórinn
var Stefán Ingjaldsson bóndi í
Hvammi en við því starfi tók
af honum núverandi útibús-
stjóri Pétur Axelsson.
Verzlun við Útibú KEA á
Grenivík hefur farið mjög vax-
andi og með hinni nýju bygg-
ingu er mjög bætt verzlunarað-
staða þeirra, er þar og í grend-
inni búa. □
r-------------------------
Alkvæðin talin
SAMNINGANEFNDIR í síld-
veiðideilunni náðu samkomu-
lagi. Atkvæðagreiðslui' hafa þeg
ar farið fram í félögum útvegs-
manna og sjómanna. Verið var
áð telja atkvæðin hjá sáttasemj-
ara er blaðið fór í pressuna.
Frá vinstri: Jón Ingimarsson, Ámi Böðvarsson og Ingibjörg Rist.
LEIKFÉLAGAKUREYRAR:
RÁNIÐ I KRÁNNI
UM ÞESSAR mundir sýnir
Leikfélag Akureyrar banda-
ríska gamanleikinn, Ránið í
kránni, sem Ragnhildur Stein-
grímsdóttir hefur sett á svið.
Með sviðsetningu þessa leiks
hefur L. A. ekki færst mjög
mikið í fang við fyrsta verkefni
sitt á leikárinu, en þó býr leik-
urinn yfir nægri gamansemi til
að skemmta leikhúsgestum
sæmilega.
Já, það er framið rán í krá
en enginn drepinn, aðeins
brýndir hnífar og skammbyss-
um otað. Ungir elskendur eru
flæktir í málið og kyssast þegar
nokkurt hlé er á. En svo ber
óvæntan gest að garði í kránni,
áður en lögreglan kemur á vett-
vang. Það er sjálfur biskupinn
— og hann er svalur sá — og
tekur málið í sínar hendur og
leiðir það til lykta á sérstaeðan
hátt.
Leikstjóranum hefur ekki tek
ist að blása nægilegum þrótti
og hraða í leikinn, svo að mað-
ur hefur á tilfinningunni að
leikendunum hálf leiðist.
Kannski er of mikið sagt, en
það vantar líf og fjör í leikinn,
þótt margt sé gott um hann og
bæjarbúar geti átt góða stund
og glaða í leikhúsinu á meðan
sýningar standa.
Guðmundur Gunnarsson leik-
ur biskupinn svo vel og
skemmtilega, sem góðum leikur
um einum er fært. Biskups-
systurina leikur Frú Kristjana
Jónsdóttir af næmum skilningi
og á mjög viðfeldinn hátt.
Sæmundur Andersen leikur
biskupsritara. Höfundur leggur
þeim manni hvorki margt né
merkilegt í munn. En Sæmund-
ur hefur hlutverkið til vegs og
virðingar með góðu gerfi og
hnitmiðuðum leik.
Hörður Kristinsson leikur
ræningjaforingja. Mun hann
alger nýliði á leiksviði og nær
ekki þeirri kollsteypu, sem til
þess þarf að líkjast, þó ekki
væri nema agnar ögn, ræningja
með vopn í höndum.
Ungfrú Anna María Jóhanns-
dóttir leikur unnustu ræningj-
ans, og þótt hún sé ekki mjög
sannfærandi, hefur hún þann
þokka til að bera, ásamt þrótti
og léttleika, sem L. A. er vissu-
lega í þörf fyrir. (Frh. bls. 5.)
Margir árekstrar
undanfarna daga
SEYTJÁN BÍLAR lentu í
ákeyrslu síðustu 6 daga. Meiri
og minni skemmdir urðu á bif-
reiðunum en ekki slys á fólki.
Um helgina handtók lögregl-
an ökuþór einn fyrir meinta
ölvun við akstur. Q