Dagur


Dagur - 01.12.1962, Qupperneq 1

Dagur - 01.12.1962, Qupperneq 1
' *ÍSE3 Mái.oacn í'ramsóknarmanna Ritstjóri: Erlincur Davídsson SkRIFSTÓI A í HAl'NARSTR.f.TI 90 Sími 1166. Sf.t.ningu og prenton ANNAST PRENTVERK OdDS Björnssonar h.f., Akureyri Dagur X'LV. árg. — Akureyri, laugardaginn 1. desember 1962 — 61. tbl. Auclýsincastjóri Jón Sam- úfxsson . Arcancurinn kostar kr. 120.00. Gjalddaci KR 1. JÚI.Í BlADH) KEMUR ÚT Á MIDVIKUDÖC- UM OC Á l AUCARDÖCUM, ÞKCAR ÁSTÆÐA ÞYKIR TIL I síldarvertíðarlok á Húsavík. (Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík). Smyglvarningur á fombólu NÝLEGA samþykkti fjármála- ráðuneytið að Áfengis- og tó- baksverzlun ríkisins skyldi gefa Slysavarnafélagi íslands smygl- IWVW>/VWWW>/VVs/VWWs/WWWW^ Z. NÝR BÚNAÐAR- MÁLASTJÓRI DR. HALLDÓR PÁLSSON var nýlega kjörinn búnaðar- málastjóri í stað Steingríms Steinþórssonar, sem er að verða sjötugur og hefur gegnt búnaðarmálastjóra- starfi frá 1935. aðar sígarettur, ársbirgðir, rúm lega 70 þús. kr. að heildsöluverð mæti — til þess að selja á hluta veltu eða tombólu félagsins í dag. Ef að vanda lætur freista börnin hamingjunnar á tomból- unni og munu þá mörg þeirra verða tóbakinu ríkari að kveldi. Einhverjir hugsa eflaust með eftirvæntingu til þess, ef t. d. skógræktarfélögin eða önnur þjóðleg menningarfyrirtæki fengi að halda bögglauppboð á ársbirgðum af smygluðu víni. Q AÆTLUNARFLUG TIL NORÐFJARÐAR? FLU G V ALL ARGERÐ í Nes- kaupstað í Norðfirði er nú svo langt komið, að hægt er að hefja þangað áætlunarflug. Völlurinn er um 1000 m lang- ur og að verulegum hluta gerð- ur úr sandi, sem dælt var úr fjarðarbotninum. Aðflug og flug tök eru lítt reynd þar eystra og Austfjarðaþokurnar eru hvim- leiðar og geta haft sín áhrif á öryggi flugferða. En ekki breyt- ir það eða dregur úr þörf Norð- firðinga fyrir fastar ferðir, sem þeir vona fastlega að fylgi í kjöl farið. Q Flaskan spýlti tappanum BARÁTTULIÐ ríkisstjórnarinnar renibist yfirleitt ennþá við að halda því fram, að allar hagfræðilegar áætlanir hennar hafi prýðilega staðizt, enda hafi þær verið gerðar af snjöll- um hagfræðingum, sem treysta megi fullkomlega. Fyrir kemur það þó, að innibyrgð óánægja manna í bar- áttuliðinu verður svo mikil og ólgandi, að hún spýtir „þagnar tappanum“ úr „flösku hreinskilninnar'*, svo vitnað sé til kunnrar vísu eftir Guttorm Guttormsson skáld. Þetta kom fyrir með Eggert Þorsteinsson alþingismann á nýloknu Alþýðusambandsþingi í Reykjavík. Hannibal Valdi- marsson, forseti Alþýðusambandsins, fór hörðum orðum um áhrif stefnu ríkisstjórnarinnar á húsnæðismál fólksins í land- inu. Vitnaði hann í prentaðar heimildir, er sýndu, að mikill og óþolandi samdráttur hefði átt sér stað í íbúðarbyggingum á starfstíma núverandi ríkisstjórnar. Taldi liann, sem rétt er, að þessi samdráttur stafaði af hinni geysilegu dýrtíð, sem efnahagskerfi ríkisstjórnarinnar hefði skapað. Eggert Þorsteinsson, sem er formaður stjómar Húsnæðis- málastofnunar ríkisins, reyndi að malda í móinn. Hannibal skoraði þá á hann að lesa tölur, er upplýstu þetta og væm í ritinu „Ur þjóðarbúskapnum‘‘, sem gefið er út á vegum liins opinbera. Þá spýttist með hvelli „þagnartappinn“ úr „flösku hreinskilninnar“ hjá Eggert. Þingmaðurinn gaus blátt áfram innibyrgðri, freyðandi gremju við ástandið og hag- fræði þá, sem ríkisstjórnin hefur lagt til grundvallar efna- hagsmálaumturnun sinni. Hann sagði: „Og hvaða tölur eru það svo, sem forseti okkar heimtar að ég Iesi. Hann lieimtar að ég lesi hér tölur í „Úr þjóðarbúskapnum", sem saman er hnoðuð af hagfræðingum, sem hafa matreitt fyrir okkur hér ára- tugum saman þá mestu lygi, sem við höfum fengið.“ í þessari römmu gusu, sem fylgdi „þagnartappanum“, þeg- ar hann spýttist lir, er hreinskilni, sem um munar. Hvað mundi koma í ljós, ef sú flaska hellti öllu úr sér? Eða ef allar hinar flöskumar á þeirri hillu spýttu töppunum til þess að létta á sér? Q BUÐU KOMMUM DOMSMÁLIN! Dr. Halldór Pálsson er frá Guðlaugsstöðum í Húna- vatnssýslu og er rúmlega fimmtugur að aldri. Stúdent varð hann 1933, kandiat frá Endinborgarháskóla 1936 og við þann sama skóla varði hann doktorsritgerð sína tveimur árum síðar. Fjallaði hún um gæði kindakjöts. Hinn nýi búnaðarmála- stjóri er maður víðförull og talinn merkur búvísindamað ur og áhugasamur mjög. />AA/'/'/W</^^/>^/s/V'/«/>/s/s/V>AÞA/s/>WN/J KOMMÚNISTAR eru víðast taldir vondir, og meðal flestra lýðræðisþjóða er þeim skipað á bekk með landráðamönnum. En þeir eru þó ekki alls staðar lán- lausir menn. Hér á landi standa þeir t. d. í skugganum af Sjálf- stæðisflokknum og nærast bæði á afglöpum hans og einnig á vinfenginu við hann. Blöð Sjálfstæðisflokksins telja sér skylt að ausa kommúnista svívirðingum daglega og svara þeir rauðu í sama tón. En öfg- arnar eru þeim sameiginlegar — og hneigðin til valdbeitingar. Sjálfstæðisflokkurinn lagði of urkapp á að hafa hendur á stríðsgróðanum í lok styrjaldar- innar 1944. Hann biðlaði svo á- kaft til kommúnista að setjast með sér að þessum mikla auði, að þeir buðu jafnvel kommún- istum embætti dómsmálaráð- herra. Þetta glopraðist upp úr Áka Jakobssyni, fyrrum komm- únista, núverandi Alþýðuflokks- manni í viðtali við M.bl. UMMÆLIN STAÐFEST. Þjóðviljinn staðfestir ummæl in mjög afdráttarlaust 28. nóv. s.l. með þessum orðum: „Það er rétt, að Sósíalista- flokkurinn átti kost á að til- nefna dómsmálaráðherra í ný- sköpunarstjórnina, emhættið lá á borðinu í Hlaðbúð í nokkra daga, og var afþakkað. Hitt er misminni í herkerlingaskriftum Áka, að hann hafi ekki viljað verða dómsmálaráðherra vegna þess að embættið kynni að freista hans til að beita ofbeldi. Hitt er mála sannast, að Áki neitaði því að verða dómsmála- ráðherra 1944 nema hann mætti hefja feril sinn á því ofbeldis- verki að reka fyrirvaralaust og tilefnislaust úr emhætti liáttsett an emhættisinann. Enginn ann- ar þingmaður Sósíalistaflokks- ins vildi ljá máls á slíku, og dómsmálaráðlierraembættið var horið niður í flokksherbergi AI- þýðuflokksins, sem aldrei hefur hafnað emhætti svo vitað sé.“ JÓN KJARTANSSON forstjóri tók nýlega sæti á Alþingi í fjar- veru prófessors Ólafs Jóhannes- sonar. Jón er fyrsti varamaður Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra Yfir tuttugu bækur gefnar út á Akureyri BÓKAÚTGÁFA stendur á gömlum merg á Akureyri. Þar hafa lengi verið tvær kunnar prentsmiðjur og nýlega bættist sú þriðja í hópinn. Afkomendur Odds heitins Bjöi'nssonai' prent meistara og bókaútgefanda á Akureyri, sem markaði tíma- mót í íslenzki'i bókagerð á sinni tíð, eru meðal mestu bókaútgef- anda landsins og munu nú á þessu ári gefa út 15 af þeim rúmlega tuttugu bókum, sem þetta árið eru gefnar út í höfuð- Meðal þeirra bóka, sem Bóka- foi-lag Odds Björnssonar gefur út að þessu sinni er bókin Hnatt ferð í mynd og máli í þýðingu séra Björns O. Björnssonar, mun vera ein veglegasta og vandaðasta bók, sem íslenzkir bókakaupendur eiga völ á þessu sinni. í þessara bók eru 47 heil- síðu litmyndir, gerðar í Þýzka- landi, en alls eru myndirnar 261. Þessi bók kemur út einhvern næsta dag, og hún bér því vitni hve hægt er að gefa hér út vand aðar bækur að allri gerð. Bókaforlagið gefur aðeins út 3 þýddar bækur og 12 frum- samdar, íslenzkar. Af íslenzku bókunum eru 4 barnabækur og eru höfundar þeirra þriggja hér á Akureyri. Meðal þeirra bóka, sem eru að koma út og hvergi hefur verið getið, eru Aldamóta menn eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, þriðja og síðasta bindið, (Framhald á bls. 4)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.