Dagur - 01.12.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 01.12.1962, Blaðsíða 5
4 5 Hrafna Flóki vor LANDNÁMABK segir: „Flóki Vilgerðar- son hét maður, hann var víkingur mikill, hann bjóst af Rogalandi til að leita Snæ- lands. Þeir lágu á Smjörsandi. Hann gekk að blóti miklu og blótaði hrafna þrjá er honum skyldu leið vísa.“ Af því var Hrafna-Flóki nefndur. Land námabók greinir ennfremur þannig frá: „Þeir Flóki sigldu vestur yfir Breiða- fjörð og tóku þar land sem heitir Vatns- fjörður við Barðaströnd. Þá var fjörður- inn fullur af veiði og gáðu þeir eigi fyrir veiðum að fá heyjanna, og dó allt kvikfé þeirra um veturinn.“ Flóki lenti í margvíslegum hrakning- um eftir þetta, áður en hann komst til baka frá íslandi. Frásögn Landnámu af Hrafna-Flóka minnir um margt á ríkis- stjórn vora, Rogaland og Smjörsund falla prýðilega sem orð íslenzkrar merkingar inn í myndina af upplausn ríkisstjórnar- innar. Hvað blótáði stjórnin? Hverja réði hún til að vísa sér leið? Voru það ekki fyrst og fremst hinir gráðugu hrafnar þjóðfé- lagsins? Og hafa þeir ekki ráðið mestu um för hennar? Og hvað er um fyrir- hyggju og ráðdeild ríkisstjómarinnar? Fyrirhyggjan og ráðdeildin hafa reynzt líkar og hjá Hrafna-Flóka sáluga. Veiði gafst mikil, en ekki var hugsað fyrir vetrinum. Gengið var fellt á ný 1961 í fullkomnu andvaraleysi og dýr- tíðinni breytt í óðaverðbólgu, sem enn varir og vex og tærir þjóðarlíkamann, eins og langvarandi sótthiti. Afleiðingar þessa fyrirhyggjuleysis em meðal ann- ars: Síldveiðiverkfall sumarið 1962, síld- veiðiverkfall 1962, togaraverkfall lengi sumars 1962, uppsagnir lækna, stórkost- leg kröfugerð af hendi starfsmanna ríkis og bæja, uppsagnir verkalýðssamninga, hótanir kennara um að Ieggja niður vinnu, bændastéttin knúð til hótana um sölustöðvun á sinni framleiðslu. í tíð núverandi ríkisstjómar hefur vísi- talan hækkað um 41%, en það er sama og 82%, eftir gömlu vísitölunni, og býr sig til hærra stökks. Skilmesti maðurinn í ríkisstjóminni, Bjami Benediktsson, sagði á almennum flokksfundi Sjálfstæðismanna í Reykja- vik fyrir fáeinum dögum: „AÐALVAND- INN ER NÚ SEM FYRR AÐ REYNA AÐ STÖÐVA VERÐBÓLGUNA." Ríkisstjómin lagði í för sína frá Roga- landi til að stöðva verðbólguna, að því er hún sjálf sagði. Sá ásetningur varð að engu — féll gjörsamlega, eins og kvik- fénaðurinn hans Hrafna-FIóka. Það við- urkennir Bjami Benediktsson með til- greindum orðum liér að framan, enda vita það allir. Það er sem stjómin hafi alveg óvenju- legar ólánshendur, sem bezt kom í ljós þegar hún öðm sinni felldi gengið, sum- arið 1961 og blés með því að glæðum sundurlyndis í verkalýðs- og kaupgjalds- málum, og nýjum lífsanda í dýrtíðar- drauginn, sem síðan hefur dafnað vel. I vor verður það afráðið hve lengi okk- ar nýi Hrafna-Flóki dvelur. Um það er hann ekki einráður, heldur hinir al- mennu kjósendur í landinu. Við kjör- borðið verður ákveðið hvort Flóki verð- ur kyrr, eða hvenær hann siglir heim. Menn búast almennt við því, að breyting verði á, enda hefur landsfólkið þegar fengið næga reynslu af honum og mun að því stuðla, að fýluför hans verði senn lokið. □ ------------------------------------- FRÁ BÓKAMARKAÐINUM - Enginn ræður . . . (Framhald af bls. 8.) árásir eru gerðar á hann af pólitískum ævintýramönnum, sem viðhöfðu bardagaaðferðir af öðru sauðahúsi en þekktast- ar voru um Þingeyjarþing. „Persónulegar ærumeiðingar og mannorðsspjöll héldu nú inn reið sína í opinber málefnavið- skipti, og hatursfullt hlífðar- leysi í vopnaviðskiptum var daglegt brauð um stundarsak- ir.“ Slíkt andrúmsloft átti ekki við þennan drenglynda íþrótta- mann og mun það hafa riðið baggamuninn, að hann kvaddi góðkunningja sína og æsku- stöðvar og fluttist til Borðeyr- ar við Hrútafjörð, og tók þar við stjórn Verzlunarfélags Hrútfirðinga, er hann annaðist í nokkur ár. Lýkur þar sögunni, þó að ýmislegt eigi eftir að ger- ast sögulegt á ævi hans. Ef til vill munu lesendur eitthvað frétta af því síðar? Ég veit ekki hvað höfundur var kominn langt að rita þá sögu er hann andaðist. Vildi svo einkenni- lega til, að hann lauk ævi sinni í fjarlægri heimsálfu, þar sem hann var á ferð, og mundi hann þó hafa ætlað sér að bera bein- in á íslandi. Þannir rætist einn- ig að síðustu það orðtak, sem hann hefur að meginviðkvæði í bók sinni: Enginn ræður sínum næturstað! Enginn hrekkur við örlögunum. Sveitalífslýsingar þær, sem höfundurinn vefur í bók sína, svo og lýsingar hans á íþrótta- og félagslífi hinnar nafntoguðu þingeysku menningar eru blæ- ríkár og hugðnæmar. Bókin er þannig skrifuð að maður lifir hana frekar en les og þarf allt- af listagáfu til að skrifa þannig. Mannlýsingar hans eru yfirleitt ágætar og ósjálfrátt fer manni að þykja vænt um höfundinn, sem hvergi vill vamm sitt vita og dæmir góðmannlega um alla hluti, en er þó opinskár og seg- ir meiningu sína afdráttarlaust. Þesa bók helgar hann minn- ingu foreldra sinna, sem áttu 100 ára afmæli, ef þau hefðu lif- að um það leyti sem hann lauk við að rita hana. Tveir bróður- synir Péturs, Aðalsteinn Jóns- son og Jón Bjarklind, rita fram- an við bókina minningargreinar um afa sinn og ömmu, og eru þær greinar af engum vanefn- um gerðar. Benjaniín Kristjánsson. - Fagrar bókmenntir (Framhald af bls. 8) Ljóð frúarinnar: Hugsað heim, eru af sömu rótum runn- in. Þau eru björt og hlý og and- ar frá þeim ást á sveitinni og ást á guði og mönnum. Þar kem ur lífsskoðun hennar geinilega í ljós, t. d. í kvæðinu Guðsríki: Hve fögur er jörðin, sem guð [okkur gaf með gnægtir af dýrasta auð, og umhverfis löndin hið auðuga [haf, því allsnægtir skaparinn bauð. En mennirnir lifa við hungur [og harm og harðstjórnar-ógnir og tál, með trega og vonbrigða-tárin [um hvarm og trúlausa, vanþroska sál. En lögmálið æðsta, sem lífinu [er veitt var letrað af skaparans hönd, að bræður og systkin vér öll [séum eitt og eigum að nema hér lönd. En þetta er brotið, og því er vor [jörð í þrengingu fjötrunum háð, blómlegu löndin að blóðvelli [gjörð og bræðralags-hugsjónin smáð. Margt af þessum ljóðum eru að vísu tækifærisljóð, sem hrip- uð eru í flýti. En þarna eru líka ljómandi falleg ástarljóð eins og t. d. Minning, jóla- og páska- sálmar, sem vel mættu fara í sálmabók og fleira athyglisvert, sem allt einkennist af sömu hjartahlýjunni og annað, sem frúin skrifar. Konur eiga að skrifa meira af bókmenntum. Þær eru yfir- leitt jákvæðari í lífsviðhorfi sínu en karlar, trúaðri og sann- ari og ekki eins kaldrifjaðar og sundurslitnar af efasemdum og gagnrýni. Góður skáldskapur sprettur aldrei upp úr slíkum jarðvegi. Hafi skáldkonan þökk fyrir verk sín. Þau eru viðleytni til þeirrar áttar, að hefja þjóðina upp úr niðurlægingu efnis- hyggj u og auragirndar, sem nú sýnist vera að heltaka mann- kynið. En til þess að lækna þess konar mæðiveiki þarf mikinn skáldskap. Benjamín Kristjánsson. Islenzkar ljósmæður íslenzkar Ijósmæður, I. bindi. Kvöldvökuútgáfan, Akureyri. ÞRIÐJA bók Kvöldvökuútgáf- unnar á þessu ári er nú komin í bókaverzlanir. Er þetta I. bindi safnrits um íslenzkar ljósmæður, sem út kemur undir ritstjórn séra Sveins Víkings, 26 þættir, en aðeins þrír þeirra ritaðir af honum. Þessi bók er um 270 blaðsíður og fylgja myndir af Ijósmæðrunum. Titill bókarinnar gæti gefið tilefni til að menn álitu þetta fyrst og fremst æviskrár, eins og út hafa verið gefnar um lögfræðinga, kennara o. fl., þ. e. þurrar yfir- litsgreinar um líf og störf við- komandi einstaklinga, en hér er um allt annað að ræða. Allir þættirnir eru lifandi frásagnir af hinum sérstæðu, þýðingar- miklu og erfiðu störfum ljós- mæðranna, áður en nútímaþæg- indi og vísindaleg tækni kom til sögu, nema á takmarkaðan hátt. Nákunnugir menn Ijósmæðrun- um rita flesta þættina og suma eftir frásögn þeirra, en þrír þættir eru eftir ljósmæðurnar sjálfar. Það er vonum seinna, að ráð- izt er í útgáfu þessa rits, því að vitað var, að starfsferill ljós- mæðranna er gagnmerkur og að þær hafa jafnan skipað virðu legan sess í íslenzku þjóðlífi og voru, einkum fyrr á tímum, mjög mikils metnar, enda átti þjóðin ekki minna en líf fjölda kvenna og barna undir nær- færni þeirra, kunnáttu og dugn- aði. Séra Björn O. Björnsson hóf undirbúning þessa verks og flestar frásagnirnar í þessu fyrsta bindi úr safni hans. Á hann þakkir skildar fyrir það frumkvæði. Ef einhverjum skyldi koma til hugar við lestur þessarar bók- ar, að reynt sé með þessu að gera hlut ljósmæðranna meiri en verðugt er og ýkja frásagnir af þeim erfiðleikum, sem við var að etja, þá má mega full- yrða, að slíkt er ástæðulaust, enda bera þættirnir víða með sér, að nær væri sanni hið gagn stæða. Mér er minnisstætt margt, sem ég heyrði fyrir hálfri öld um þrjár Ijósmæður, sem koma fram í þessari bók (Jakobínu Sveinsdóttur, Þór- unni Hjörleifsdóttur og Sigur- fljóð Einarsdóttur) og störfuðu hér við Eyjafjörð. Þær voru beinlínis dáðar og sagðar af þeim hetjusögur, því mjög oft fór saman hjá Ijósmæðrunum andlegt og líkamlegt þrek, frá- bær fórnarlund og afburða- skyldurækni. Er athyglisvert fyrir íslendinga í dag, sem ein- kennast af kröfuhörku fyrir sjálfa sig, hve miklu þessar kon ur fórnuðu fyrir illa launað starf og hörmuleg skilyrði. Bók ljósmæðranna er því í senn lær dómsrík og ánægjuleg aflestrar. Manni hitnar um hjartarætur við að kynnast baráttu þessara óeigingjörnu og kærleiksríku kvenna, sem lifðu fyrir þá hug- sjón að allar verðandi mæður kæmist klakklaust frá þjáning- um barnsburðarins og hinir nýju einstaklingar hlyti lífvæn- legar viðtökur í sinni nýju til- veru. Og eftirtektarvert er það, hve sameiginlegt það hefur ver- ið með þessum nærkonum, að treysta Guði og leita styrks í bæn til hans. Þessi bók, og væntanleg bindi hennar, mun verða ríflegt framlag til íslenzkrar persónu- sögu og njóta hylli almennings. Er því rík ástæða til að vanda til hennar vel, eins og segja má, að hér hafi gert verið, þó að nokkrar prentvillur hafi slæðzt inn í. — Álitamál er, hvort smá- leturskaflarnir til hliðar við myndirnar, ætti nokkrir að vera, því að oftast eru þeir að- eins endurtekning æviatriða, sem fram koma í þáttunum sjálfum. — En hvað sem því líður, er þetta merkisrit og vel við alþýðu hæfi. Jóhannes Óli Sæmundsson. FERÐAÞÆTTIR Richard Beck: Þættir úr minnisstæðri íslandsferð. Ferðaþætti þessa hefur dr. Beck ritað um íslandsför sína í fyrrahaust, er hann ásamt fjöl- mörgum háskólakennurum margra landa var gestur Há- skóla íslands á hálfrar aldar af- mæli hans, og þeir allir síðan kjörnir heiðursdoktorar Háskól ans við hátíðlega athöfn í hin- um nýja og glæsilega samkomu sal Háskóla íslands. Dr. Beck kemst þannig að orði í upphafi formálsorða sinna: „Ferðaþættir þessir komu upprunalega í vikublaðinu Lögbergi-Heimskringlu . Winni- peg á tímabilinu 23. nóvember 1961 til 15. febrúar 1962 og bera þess eðlilega nokkur merki. Fyr ir áeggjan úr ýmsum áttum hef ur okkur hjónunum komið sam an um að láta endurprenta þættina í bæklingsformi, og þó sérstaklega til frekari minning- ar um hina sögulegu og ógleym anlegu ferð til ættjarðarstranda, er þeir segja frá. Eigi mun þó nema tekmarkaður hluti upp- lagsins verða til sölu austan hafs og vestan, eins og síðar mun nánar auglýst.“ Og síðar segir höfundur: „ . . . . Þá hefir mér þótt sæma að láta verða samferða þáttun- um ávarp það, sem ég flutti af hálfu Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi á afmælis- hátíð Háskóla íslands 6. okt. 1961, en ávarpið kom í Lög- bergi-Heimskringlu 19. okt. 1961 . . . . “ Höfundur segir skemmtilega frá og glæsilega „um ferðina austur loftin blá“ Væri þar margs að minnast, en hér verð- ur aðeins drepið niður í víð og dreif. „í íslandsferð minni í fyrra flaug ég með „Leifi Eiríkssyni“ austur á bóginn, en nú í haust fórum við hjónin með „Þorfinni Karlsefni“. Af þessum nafngift- um er auðsætt, að Loftleiðir velja flugvélum sínum söguleg nöfn og sérstaklega vel við eig- andi á þessum flugleiðum yfir Atlantshaf. Af sömu rótum er það runnið, að enn önnur flug- vél þeirra heitir „Eiríkur Karls- efni“, og svo prýðilega féll okk- ur við þann silfurvængjaða far- kost, flugmenn og flugfreyjur, að mér varð ljóð á munni, og orti um það þesa vísu: Drekinn hetju heiti ber, hæfir vel, því fagur er. Hans er sigling sólarveg sigurbjört og glæsileg. Síðan rekur höfundur við- burðaríka söguna í glæsilegum þáttum, afar fróðlegum og skemmtilegum, svo að minnis- stæðir verða lesendum á marga vegu. Skyldustörf dr. Beck heima fyrir leyfðu honum að- eins vikudvöl á ættjörðinni að þessu sinni. En sú vika verður þeim hjónum ógleymanlega dýr mæt, þar sem atburðirnir, hver öðrum dásamlegri, tengjast í órofa hraðstreymna röð, sem að lokum rennur saman í eina heildarmynd: ísland í hátíðar- skrúði! Land og þjóð! — Úr þeim djúpfrjóa jarðvegi eru ferðaþættir þessir runnir. Þetta er falleg bók og skemmtileg, og prýðileg á allan hátt. Liðlega 50 bls. í allstóru broti. Prentun og pappír með ágætum, og allmargt mynda. Höfundur lýkur þannig þáttum sínum, sem hann tileinkar konu sinni, frú Margreti Beck, með hjartanlegri þökk fyrir sam- fylgdina: „Allir dagar eiga kvöld“, seg- ir hið fornkveðna. Þessir at- burðaríku og yndislegu dagar heima á ættjörðinni voru nú að kvöldi komnir .... Stuttu eftir miðnætti hóf silfurvængjuð flugvélin sig til flugs og tók stefnu í vesturátt, fyrir okkur heiman-heún að nýju. Áður en varði, var ættjörðin með öllu horfin í húm næturinnar . . . . “ Helgi Valtýsson. - Yfir 20 bækur gefnar út (Framhald af bls. 1). og Fortíð og fyrirburðir, fimmta bindi í bókaflokknum Svipir og sagnir. Kvöldvökuútgáfan gefur út þrjár bækur, og eru þær allar komnar á markaðinn. Þær eru: Lára miðill, íslenzkar ljósmæð- ur og Því gleymi ég aldrei, allt góðar bækur. Árni Bjarnason, bókaútgef- andi, sendir frá sér tvær bækur að þessu sinni. Heitir önnur Haugaeldur og er eftir Vestur- íslendinginn Gísla Jónsson, og er bókin á fimmta hundrað síð- ur. Hin heitir Ferðaþættir og er eftir Sigríði og Birgi Thorla- cius, þættirnir eru frá ýmsum heimshlutum. Þá hefur Prentsmiðja Björns Jónssonar gefið út bók Magnús- ar Hólm Árnasonar, Ljúfa vor, sem komin er út fyrir nokkru og hefur áður verið getið hér í blaðinu. Eins og sést á þessari upptaln ingu, er bókaútgáfa töluvert mikil á Akureyri og hefur svo verið um fjölda ára. Um heildarútgáfu bóka í land inu er talið, að hún hafi ekki aukizt síðustu 15 árin eða svo. íslendingar kaupa 3 bækur til jafnaðar á ári, og kosta þær samtals um 40 milljónir króna. Síðasta ár voru hér á landi frumsamdar 150 bækur, 100 þýddar og þar að auki um 100 barna- og unglingabækur, þar af 80 þýddar. Talið er, að bókaútgefendur prenti yfirleitt bækur sínar í minni upplögum en áður. Is- lenzk bókagerð hefur ekki fylgt tímanum undanfarin þróunarár. Ekki mun þó þjóðin frábitnari bókum en áður var. En ríkis- valdið hefur mjög hlynnt að því með tollaákvæðum ,að inn eru fluttar erlendar bækur og tíma- rit í mun stærri stíl en áður, og veldur það innlendum bókaút- gefendum erfiðleikum. Ýmsir molar eftir áradvöl meðal norskra Frú Auður Aðalsteinsdóttir segir frá BLAÐIÐ hitti nýlega að máli unga konu frá Akureyri, Auði Aðalsteinsdóttur, sem undanfar- in ár hefur verið búsett í Noregi, og bað hana að segja lesendum Dags eitthvað frá dvöl sinni hjá hinum norsku frændum okkar og varð hún fúslega við þeim tilmælum. Auður er gift norskum hag- fræðingi og kennara að atvinnu, Roar Berge að nafni og eru þau búsett í Asker stutt frá Osló. Þú hefur stundað fleira ytra en húsmóðurstörfin, Auður? Já, ég hef unnið við verzlun- arstörf og verið í vistum. Mér líkaði vel við verzlunarstörf en vínnukonuhlutverkið féll mér ekki eins vel. Þú hefur ekki verið rekin úr vistinni, eða hvað? Ég réði mig fyrst í vist í fínu húsi í Holmenkollen hjá tveim mæðgum, mjög ríkum. Móðirin var ekkja en dóttirin fráskilin. Þær áttu víst óþarflega mikla peninga og höfðu ekki um aðra að hugsa. Skapið var hreint ekki gott, enda fóru þær alveg ofboðslega í taugarnar á mér. Mikið var að gera, t. d. voru 18 herbergi í húsinu að hirða, fyr- ir utan það að stjana við mæðg- urnar. Og á hverjum föstudegi var stóreflis veizla, dekkað upp með silfurborðbúnaði og postu- líni fyrir fjölda manns. Margt kom þarna frægra karla og kvenna, meðal annars fólk, sem umgekkst konungsfjölskylduna, svo að það var ekki vandalaust að gera þessum gestum til hæfis á þann veg, sem kerlingunum líkaði. Voru þær ekki þjófhræddar með postulínið sitt? Jú, það geturðu verið viss um og ég fékk að kenna á því. f kjallaranum var steinhvelfing, þar sem allt þetta fínasta var á Akureyri Nú, sem fyrr, koma flestar bækur út í desembermánuði og eru bækur fremur lítið keyptar á öðrum árstímum. Sennilega er megnið af öllum þeim bókum, sem lesnar verða um næstu jól, valdar af öðrum en þeim, sem eiga að njóta þeirra. Kemur þetta til af því, að bækur eru oftast valdar allra hluta til jóla gjafa. Útlit og nöfn bóka ráða á síðustu stundu mjög oft bóka- valinu, því að ritdómarnir hafa ekki reynzt eins haldgóðir og þeir þurfa að vera og fara auk þess mjög oft fram hjá lesend- um í önn dagsins. TIL ATHUGUNAR. Að sjálfsögðu á ekki að velja bækur eftir því hvar þær eru gefnar út. Þó má á það benda til athugunar, að mjög margir bókaunnendur munu að þessu sinni geta fundið bók við sitt hæfi frá bókaútgefendunum á Akureyri. Q vandlega geymt, bæði hinn dýr- mæti borðbúnaður og ýmislegt mjög verðmætt skraut og guð veit hvað. Fyrir hverja veizlu var búinn til langur listi yfir það, sem nota átti í það sinni. Þetta þurfti allt að skrifa upp og „kontrolera“. Svo voru þær svo hræddar um það blesaðar, að maður stæli af þessu. Eftir hverja einustu veizlu var leitað um herbergið mitt hátt og lágt, þegar ég var ekki við. Þetta fannst mér alveg óþolandi, kvartaði yfir því og vildi fá lyk- il að herberginu. Við þetta var Auður Aðalsteinsdóttir. ekki komandi og sú gamla lét þess getið að vinnukonur væru venjulega þjófóttar. Og svo hefur soðið upp úr? Nei, ekki fyrr en síðar. Það var á sunnudagsmorgni að ég ég var að færa þeirri gömlu te í rúmið. Ristaða brauðið var of mikið ristað hjá kokknum og hún hafði mörg orð um það. Þá hjifði ég ekki sett bakkann ná- kvæmlega í vinkil á magann á henni. Henni varð mjög skap- fátt út af þvi. Jarðarberja- sultu vildi hún fá ofan á brauðið og fór ég til að sækja hana, og svo te handa þeirri yngri. En þegar ég kom upp áftur var teið orðið kalt hjá þeirri gömlu og hún hafði allt á hornum sér. Skapvonskan bitnaði öll á mér og braust út í ósviknum skömmum, þar til mér var alveg nóg boðið. Ég henti bakkanum í gólfið og kvaddi. Tók ég svo að pakka nið ur dótið mitt, er ekki var lengi gert og pantaði bíl. Dóttirin gerði upp við mig, eins og til stóð og innan örlítillar stundar hafði ég yfirgefið þetta ríka fólk fyrir fullt og allt. Um þriggja ára bil a. m. k. höfðu allar vinnustúlkurnar á þesum stað gengið úr vistinni eða verið reknar, flestar eftir mjög skamma dvöl. Ég var þó búin að þrauka í þrjá mánuði. Ég réði mig svo í aðra vist út í Sandvika. Þar var eins gott að vera og frekast varð á kosið. Hvemig gekk svo við verzl- unarstörfin? Ég var við þau í tvö ár og líkaði vel, enda ekki óvön af- greiðslustörfum. Ég vann í vand aðri kjörbúð, fékk gott kaup og vinnan var oftast skemmtileg. Þetta var í Hövik. Er það rétt, að margir séu linuplgjarnir þarna úti? Því miður er það svo, að það verður að hafa spegla um allt og „gægjugöt“ til að fylgjast með fólkinu í búðinni. Kjörbúð- irnar gefa fleiri tækifæri til að hnupla en aðrar verzlanir. Við áttum í mestum erfiðleikum með sumar fínu frúrnar, sem höfðu stærðar vasa saumaða innan í kápurnar eða tvöfalda botna í töskunum. Það kom fyr ir, að álegg, sígarettur, súkku- laði og fl. fannst á þessum stöð- um. Vilíu segja mér sérstakt dæmi? Ég hafði lengi haft frú eina, ríkmannlega búna og gifta manni í hárri stöðu grunaða um að stela í búðinni. En ég var aldrei alveg viss og gat þess végna ekki kært hana. Svo var ég eitt sinn sem oftar á „eftir- litsvakt“. Sá ég þá frúna og fylgdist vel með henni. Hún var búin að fylla körfuna og stóð við eitt borðið og raðaði niður hjá sér öllum mögulegum smá- vörum, stakk þeim inn á sig. Ég gerði verzlunarfulltrúanum þegar aðvart og hann fór til frú- arinnar og tók hana inn á kont ór. Innan í loðkápunni hennar voru saumaðir vasar eins og stærðar innkaupataska. í þeim voru í þetta skipti hinar marg- víslegustu vörur fyrir á fjórða hundrað krónur. Og það mun ekki hefa verið í fyrsta sinn, sem þessi kona var djarftæk í búðinni. Hún barmaði sér ákaf- lega, sagðist hafa byrjað að stela á stríðsárunum vegna skorts, en hefði svo haldið því áfram. Henni var hleypt út bak- dyramegin og ekki óskað meiri viðskipta við hana. Þesi frú var, eins og áður sagði, gift manni í hárri stöðu. Auðvitað er leið- inlegt að kæra fólk, en það verð ur að gefa, annars verður vöru rýrnunin allt of mikil og starfs- fólkinu þá eðlilega kennt um. Hvort þykir þér betra að búa í borginni eða í Asker? Mér þykir miklu skemmti- legra að búa utan borgarinnar, þótt ég sé ekki sveitakona og hafi ekki vanist neins konar sveitabúskap. Mikið um dýralíf? Á sumrin er allt fullt af lífi. Lóðin, eða landið sem fylgir húsinu okkar er stór og skógi- vaxin. Skógurinn er svo mikill að maður er alveg ótruflaður af öðrum þó stutt sé til nágrann- anna. Það eru öll ósköp af svörtum þröstum, maríerlum, skjórum, orrum o. fl. Svo eru hérarnir nágrannar okkar, íkornar, leðurblöðkur, höggorm ar, búormar, froskar og svo eru flugur og skorkvikindi alveg ómæld og til mikilla óþæinda. Berjarækt er mikil, en fuglarnir eru oft fljótastir að hirða uppskeruna. Leðurblökurnar eru mjög ógeðslegar þótt þær láti ekki mikið á sér bera. Þær halda kyrru fyrir á daginn. íkornarnir eru frábærlega skemmtilegir. Þeir leika sér all- an daginn, en þeir eru styggir og svo tortryggnir, að ekki er mögulegt að hæna þá að sér, t d. með matargjöfum. Frosk- arnir kvaka oft mikið, og þeir halda m. a. til í brunninum okk- ar og halda honum hreinum. Höggormarnir eru mjög hvim- leiðir og var ég afskaplega hrædd við þá fyrst í stað. En þeir eru ekki hættulegir nema kannski fyrir börn og ég veit að sumar húsmæður eiga jafn- an serum til varnar, ef einhver yrði fyrir höggormsbiti. Búorm- arnir eru litlir og þeir eru einn ig duglegir við að eyða músum og öðrum óþverra. Þarna mun vera mikil nátt- úrufeðurð? Já, fegurð sem borgarbúar vita naumast af og menn verða að lifa með þeirri fegurð til að njóta hennar fyllilega. Það er til dæmis ómaksins vert að að vakna með fuglunum stuttu eftir lágnættið og hlusta á morgunsönginn þeirra, er fyrst byrjar veikt en síðan bætast við nýjar raddir svo úr verður undursamleg hljómkviða. Vorið kemur snemma og oftast eru árstíðaskiptin gleggri og meiri en hér heima. Haustfegurðin er þó enn meiri, sérstaklega hvað litina snertir. í borginni eru þessi sterku áhrif náttúrunnar í raun og veru fjarlæg og að- eins andblær þeirra, sem mað- ur finnur þai'. Hvað hafið þið af húsdýrum? Við höfum ekki önnur hús- dýr en tvo ketti, sem hafa mik- ið að gera, sérstaklega á haust- in þegar kólnar í tíðinni, því að þá koma mýsnar í stórhóp- um. Þá er nú stundum darra- dans og mér þykir nóg um þeg- ar leikurinn berst inn í húsið. Og svo er það stóri, skozki hund urinn okkar, Lappi, sem hefur mannsvit. Þá er upptalið, því að kýr, kindur eða hesta höf- um við ekki. Hinsvegar hefi ég átt í ofurlitlum brösum við ná- grannakýrnar, sem hafa átt það til. að éta heimsend matyæli, sem skilin eru eftir við veginn. Ég hef nokkrum sinnum orðið að láta í minni pokann í þeim viðskiptum. Til hvers notið þið skógvið- inn? Hann notum við til upphit- unar. í húsinu er stór ofn og arinn. Þar brennum við skóg- viði, sem höggvinn er á sumr- in. Auðvitað vilja allir hafa mið stöð af því að það er þægilegra. En ég er nú svo gamaldags, að mér þykir þetta skemtilegra. það er dásamlegt að kveikja upp eld og sjá logana. Það er líka „huggulegt“ að sitja við arininn á kvöldin. En það er hægt að nota skóginn til fleiri hluta. Við eigum nógan skóg til að byggja nýtt hús og höfum við verið að hugleiða það, því að til borgarinnar langar okkur ekki, segir frú Auður Aðal- steinsdóttir að lokum og þakkar blaðið svör hennar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.