Dagur - 01.12.1962, Page 8

Dagur - 01.12.1962, Page 8
8 Fagrar bókmenntir Ingibjörg Sigurðardóttir: HEIMASÆTAN Á STÓRA- FELLI. Skáldsaga. Akureyri 1962. Ingibjörg Sigurðardóttir: HUGSAÐ HEIM. LJÓÐ. Akureyri 1962. BÓKAFORLAG Odds Björns- sonar hefur gefið út tvær bæk- ur eftir þesa skáldkonu, sem á vaxandi vinsældum að fagna með íslenzkri þjóð. Heimasæt- an á Stórafelli mun vera sjötta skáldsagan, sem prentuð er eft- ir hana á fám árum, og sýnir það, að bækur hennar eru mikið lesnar. Ber það vitni um heil- brigðan smekk alþýðu. Þessi saga er eins og hinar fyrri rómantísk sveitasaga, þar sem grafizt er eftir hinu góða í mannssálunum, trúað á það og hinn betri málstaður ávallt lát- inn vinna sigur að lokum. Sum- um kann nú að þykja þetta gam aldags skáldskapur og bjart- sýni skáldkonunnar vera full mikil í vondri veröld. En hvers vegna er veröldin vönd? Er það ekki vegna þess, að mennirnir hugsa sér hana þannig, en trúa ekki á hitt, sem betra er? Ýmsir halda að skáldsögur geti eki verið góðar, nema þær séu fullar af alls konar óhroða ,minnsta kosti klámi og helzt manndrápum. Þá eiga þær að vera barmafullar af ádeilum á guð og menn. Þykist enginn skáld með skáldum nema hann horfi reiður um öxl á öll fyrir- bæri lífsins og formæli þeim í hjarta sínu. Þessir ólundarpok- ar steyta hnefann á móti himn- inum og' láta aldrei sættast við guð og þykjast menn að meiri. Óþefur ér af galli því, sem þeir spýta. Gott er þess vegna að fá endrum og eins bókmenntir frá fólki, sem enn trúir á það, sem fagurt er og gott og kann að Ingibjörg Sigurðardottir: Fimm bækur frá Fróða ENN hafa blaðinu borizt 5 bæk- ur frá Bókaútgáfunni Fróða í Reykjavík. Pipp fer á flakk eftir Sid Roland er þriðja og síðasta bók- in um músina hans Pipps. Hún er miðuð við 5—10 ára aldur. Jónína Steinþórsdóttir íslenzk- aði. Nokkrar myndir prýða bók- ina, sem er 134 blaðsíður að stærð. Alltaf er gaman í Ólátagerði eftir Arstrid Lindgren er fram- hald af bókinni Börnin í Óláta- gerði og er fyrir börn innan 10 ára aldurs. Þýðinguna gerði Eiríkur Sigurðsson. Bók þessi er prýdd myndum, 180 blaðsíð- ur að stærð. Maggi, Mari og Matthías eft- ir Hans Peterson er einnig fyrir unga lesendur. Þýðingu gerðu Gunnar Guðmundsson og Kristj án J. Gunnarsson. Bókin er 164 blaðsíður og skreytt teikning- um. Upp á líf og dauða eftir Paul Emilie Victor í þýðingu Jóns Óskars er ein af hinum nýju bókum Fróða, er blaðinu hafa borizt. Jón Eyþórsson ritar for- mála og getur þess, að höfund- urinn hafi fetað í fótspor Vil- hjálms Stefánssonar og Nansens að því leyti, að hann lærði að fara með hundasleða og lifa sem Grænlendingur meðal Græn- lendinga. En vélknúin tæki hafði hann á ferðalögum um Grænlandsjökul. Paul Emelie Victor kom oft hingað til lands. Hann er náttúrufræðingur, verkfræðingur og bókmennta- fræðingur. Heimskautalöndin voru löngum dvalarstaðir hans, og um þau fjallar bókin einkum. Sonur minn og ég eftir Söru Lúdman í þýðingu Einars Braga Sigurðssonar er nál. 270 blað- síðna sögubók, tölvert eftirtekt- arverð, og fjallar um kynþátta- vandamál S.-Ameríku o. fl. En höfundur kemst sjálfur á forsíð ur blaðanna víða um heim, vegna þess að hann var tekinn fastur og mál hafið á hendur honum vegna of náins sam- bands við dökkt fólk. Sara Lid- man er ritfær í bezta lagi. □ lýsa bæði hjartagæzku og göf- uglyndi. Þær bækur má kalla fagrai' bókmenntir. Bókmenntirnar eru sterkasta aflið, sem unnt er að beita til að siða eða afsiða þjóðir. Eins og menn geta orðið fárveikir á líkamanum af vondum mat, þannig er unnt að eitra sálina með því að háma í sig vont les- mál, fullt af vonleysi, mannhatri og grimmd. Þegar þetta er bor- ið á borð fyrir óþroskaða ung- linga getur það skaðað þá varan lega, svo að þeir bíði þess aldrei bætur. Ýmislegt af því sem þýtt hefur verið úr undirdjúpum bókmenntanna og ausið er yfir æskuna nú í dag í gróðaskyni er af þessum toga. Avextirnir koma í ljós í aukinni glæpa- hneigð unglinga, kæruleysi og kaldlyndi. Það er óhætt að segja, að bækur Ingibjargar Sigurðar- dóttur spilla ekki nokkrum mánni. Þær hafa þann boðskap að flytja, líkt og t. d. skáldsög- ur Einars H. Kvarans, að innst inni sé maðurinn guðs barn, stundum að vísu glataður sonur en ávallt vansæll, þangað til að hann fer að lifa í samræmi við sitt æðsta eðli. Þetta er heil- brigð hugsun og mannbætandi, engar sálsýkislegar vangaveltur sem eiga að vera spekingslegar, heldur saga, sem getur gerzt hvenær sem er í mannheimi: hin óbrotna mannlega kærleik- ans saga. Enginn þarf að óttast að fá börnum og unglingum þessar bókmenntir í hendur. Þær eru einmitt miðaðar við sál arlíf unglinga, búa yfir hæfi- legri spennu, eru mátulega lang ar og lipurleag skrifaðar. Hverf um aftur til náttúrunnar, sagði nafnkunnur heimspekingur. Þeir sem villzt hafa í sorpræs- um stórborganna, hafa gott af að koma aftur heim í sveitina á ný. Sveitalífssögurnar anda frá sér ferskleik og friði og heiðríkju, sem hafa mikla og vaxandi þörf fyrir á efnishyggju öld. (Framhald á bls. 4) MÍMR MENN VERTIÐARSAGA STEFÁN JÓNSSON fréttamaður er landskunn- ur fyrir útvarpsþættina Uni fiskinn og fleiri þætti. Ilann er hugkvæmur maður og djarfur, sem í gegnum starf sitt við útvarpið hefur unn- ið þrekvirki í baráttunni fyrir bættri meðferð fiskjar. Ægisútgáfan í Reykjavík hefur sent frá sér bók eftir Stefán, og neínist hún Mínir menn — vertíðarsaga. Er hér um samfellda sögu að ræða, fulla af fyndni og segir þar frá sérstæðu fólki, landlegudögum, aflahrotum, fylliríi, kvennafari og heimspekilegum hugleiðingum, sem sögumað- ur leggur persónum sínum í munn. Stefán fréttamaður skrifaði í fyrra fyrstu bók sína Krossfiskar og hrúðurkarlar, sem seldist upp á örstuttum tíma. Kristinn Jóhannsson hefur gert nokkrar teikningar, er prýða hina nýju bók Stefáns, sem er 227 blaðsíður að stærð og flestum mun þykja ósvikinn skemmtilestur. □ Pétur Sigfússon: Enginn ræður sínum næturstað. Endurminningar. Bóka- forlag Odds Björnssonar. Akurfeyri 1962. ÞESSAR endurminningar eru bráðskemmtilegar. Það er ekki aðeins að höfundurinn sé glað- lyndur og líti björtum augum á lífið. Penninn leikur í höndum hans. Svona bók getur enginn skrifað nema fæddur rithöfund- ur. Það er furðulegt, að maður, sem þrælaði langa ævi við svo óskáldlegt verk að rukka inn kaupfélagsskuldir, skuli geta brugðið sér jafnfallega á leik undir ævilokin og skrifað eins og þaulæfður rithöfundur. Annars hefur ævi Péturs Sig- fússonar verið stórum fjölbreyti legri en margra annarra. Hann elzt upp í sveit við lík kjör og þorri íslenzkra sveitabarna kringum síðustu aldamót, þar sem hann situr yfir ám, fer í göngur og þeysir á góðhestum eftir dalnum, tekur mikinn þátt í félagslífi og íþróttalífi byggð- arinnar. En svo kemur ævintýr- ið til hans, strax á unglingsár- um. Átján ára gamall fer hann í flokki Jóhannesar Jósefssonar á Ólympisku leikina í London 1908. Varð hann þá þegar lands kunnur íþróttamaður einkum fyrir glímur. Nokkru seinna, 1910, ferðast hann árlangt með Jóhannesi Jósefssyni um marg- ar stórborgir Evrópu, þar sem Jóhannes og flokkur hans sýndi listir sínar við góðan orðstír. Ekki hef ég annars staðar séð gremilegri lýsingar á þessu ferðalagi og vantar ekkert á, að það hafi verið ævintýralegt. Þó Stefán Jónsson, fréttamaður. undi Pétur því ekki lengur og sneri heim á leið. „heim yfir svalar og saltar öldur — heim í hánorðui'. Því að heimkynni mitt er milli freðinna fjalla“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Hann ann sveitalífinu, trú- ir á landið og nennir ekki að ferðast um lengur meðal heimskra þjóða sem trúður. Heima bíður hans konan, sem hann ann, svfeitin hans og land- ið, vinirnir og allt, sem honum var dýrmætt. Fyrst byrjar hann búskap í Reykjadalnum, en leiðin liggur brátt til Húsavíkur, þar sem hann vinnur við Kaupfélag Þingeyinga með Sigurði Bjark- lind, bróður sínum. Það eru erfið ár, kreppa í landi og fólk berst í bökkum efnahagslega. Pétur hefur það óvinsæla starf með höndum að rukka inn skuldirnar og reyna að halda öllu á rétturn kili. Lúalegar (Framhald á bls. 5.) LÍF ER AÐ LOKNU ÞESSU. HEITIR hin nýja bók Jónasar Þorbergssonar fyrrum ritstjóra og útvarpsstjóra. Bók þessi selst mjög ört. Sjá grein um hana á bls. 2. SKÍÐAKAPINN BÓKAFORLAG Odds Björns- sonai' á Akureyri hefur sent frá sér enn eina bók, Skíðakapp ann, eftir Sverre D. Husebye í þýðingu Stefóns Jónssonar námsstjóra. Bókin, sem er 166 blaðsíður, segir frá veikbyggð- um dreng, sem með viljaþreki og aðstoð góðra félaga náði hreysti og frama á íþróttasvið- inu, allt til þess að hann varð Noregsmeistari í skíðastökki. Skíðakappinn er örfandi bók þeim unglingum, sem íþróttum unna og vilja sjálfir vera meira en áhorfendur. Hún mun eink- um ætluð unglingum 12—16 óra og mun þeim góður félagi.n BRETLAND ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér eina bók í bóka- flokknum Lönd og þjóðir og fjallar hún um Bretland eftir John Osborne í þýðingu Jóns Eyþórssonar, sem einnig fylgh' bókinni úr hlaði með formála. Yfir 100 myndir prýða þessa nýju bók, en hún er 176 bls. í stóru broti og vönduð að frá- gangi. Mörgum mun þykja forvitni- legt að lesa um þjóðhætti og daglegt líf hinnar voldugu ná- grannaþjóðar og sögu hennar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.