Dagur - 19.12.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 19.12.1962, Blaðsíða 5
4 ......................................."" " 1 -------^ FALLGRYFJUR MENN hafa veitt dýr merkurinnar með nær óteljandi aðferðum. Meðal þeirra að- ferða voru fallgryf jumar. Þær voru þann ig gerðar, að grafin var djúp gröf á ein- hverri leið veiðidýra, til dæmis á leið þeirra að vatnsbóli, eða á leið þeirra til fanga. Yfir gröfina var þakið með grein- um og grænu laufi svo að hún sást ekki og dýrin féllu þar niður og urðu auðveld bráð. Og gryfjan var þakin á ný. En eins og menn veiddu dýr merkur- innar i fallgryfjur, oftast sér til matar, þannig grafa menn nú annarri bráð gröf á okkar dögum og mitt á meðal okkar. En það eru ekki hin villtu dýr, sem í gryfjunni hafna, heldur meðbræður okk- ar, hundruðum og jafnvel þúsundum saman. Talið er, að 6 manna fjölskylda á ís- landi neyti að meðaltali á ári vins fyrir allt að 7 þúsund krónum. Við skulum gera ráð fyrir því, að mikið af þessu víni „gleðji mannsins hjarta“. En dálitill hluti þessa áfengis færir einstaklingum og heimilum þeirra böl, mismunandi mikið. Þessi hluti er nægilega stór til þess að drepa marga tugi íslendinga á ári, alveg milliliðalaust, og er þá um hreinan áfengisdauða að ræða, og auk þess fjölda í margs konar slysum, sem ölvun veldur. Allir þessir menn gengu út á hið græna laufþak fallgryfjunnar og féllu niður. En eins og fyrrum, er gryfjan vandlega hul- in í hvert sinn að maður hverfur þar nið- ur. Hin „viðfeldnu“ dánarvottorð nefna ekki fallgryfjuna einu orði. En mönnum myndi bregða í brún, ef að læknamir sviptu laufþakinu af og lofuðu fólki að sjá hina föllnu. En hver vill Iáta sína sjást á svo hörmulegum stað? En ef raun- hæft er á málið litið, í stað þess að látast ekki sjá, getur hver og einn litið í eig- in barm. Fæstir þurfa að fara út fyrir eigin fjölskyldu eða lengra en í næsta hús, ef þeir vilja horfast í augu við drykkjubölið. Það mættu menn einnig hafa hugfast, að krabbinn, eins og hann er nú, holdsveikin, eins og hún var verst og berklamir — samanlagt — eru minni skaðvaldar en áfengisbölið er nú. í síðustu tölublöðum Dags ryfjar gáfað ur hugsjónamaður upp eina af fegurstu sögum, sem gerzt hafa við Eyjafjörð. En það var stofnun Kristnesshælis og hversu harðvítugustu andstæðingar í stjórnmál- um og atvinnumálum tóku höndum sam- an, með aðstoð alls þorra manna í bar- áttunni við hvíta dauðann. Sú barátta varð sigursæl, eins og allir þekkja. En hversu hefði farið um það mál, ef hinum mannskæða sjúkdómi hefði verið haldið leyndum og hann hefði í skjóli Ieyndar- innar fengið að grafa undan heilsu og hreysti þjóðarinnar, eins og ofnotkun áfengis á okkar dögum? Sigrar í baráttunni gegn holdsveiki og berklum unnust vegna þess að menn horfðu hiklaust á mannfallið og mynd- uðu fylkingu til nýrrar sóknar. Það er í sannleika alveg furðulegt, að ábyrgir Ieiðtogar í hvers konar félags-, menningar- og þjóðmálum skuli langflest ir sjálfir gera gælur við áfengisbölið og viðhalda með því drykkjutízkunni, í stað þess að snúast gegn henni. Væri það ekki verðugt áramótaheit, að bragða ekki vín árið 1963? Hver sá, er það gerði, myndi með fordæminu einu saman bjarga einhverjum, kannski mörg um, frá fallgryfju okkar tíma. .JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: ■■■■ Fjórða bréf til Jónasar G. Rafnars (Niðurl.). Jónas Rafnar, faðir þinn, varð nú berklalæknir í Kristnesi. Hann hafði til að bera gáfur, gervileik og farsæla starfshæfi- leika ættar sinnar. Með dyggi- legu starfi í aldarfjórðung tókst þessum manni með samherjum sínum að lama berklaveikina, þennan mikla vágest þjóðarinn- ar, svo að hann vekur ekki leng ur ógn og skelfingu. Þjóðin veit nú, að hún hefur tök og öll nauðsynleg úrræði til að halda þessum sjúkdómi niðri eða jafn vel uppræta hann með öllu. Inn an tíðar getur svo farið, að Kristnes þurfi að sinna nýjum vandamálum. Nú er þunglyndi og ýmis konar kröm sálarinnar orðinn hættulegri vágestur held ur en hvíti dauðinn í sinni nú- verandi mynd. En hvað sem líð ur störfum í Kristnesi á ókomn- um árum, mun aldrei gleymást hin glæsilega saga þessarar stofnunar. Þar þarf að starfa í anda stofnenda og brautryðjend anna og allra þeirra, sem unnu við að skapa Kristnes, hinn mikla lífgjafa-kastala Norðlend- inga. Ég vænti að þér þyki vel til fundið að minna á þann mikla menningar- og heilsubótarsigur Norðlendinga að reisa Kristnes- hæli til varnar berklaveikinni norðanlands. Starfsemi þessa heilsubótarvirkis er þér vel kunnug frá æskuárunum. Ég hef rifjað þá sögu upp við þetta tækifæri til að benda lesendum Dags, og ekki sízt Norðlending- um, á þessa fyrirmynd í félags- legum efnum, bæði stofnun sjálfs hælisins og starfsemi þess undir forustu Jónasar yngra frá Hrafnagili. Það mætti gjarnan verða getraun meðal greindra manna, hver eigi mestar þakkir fyrir þetta afrek. Eru það norð- lenzkar konur sem söfnuðu í kyrrþey og án auglýsinga, stór- fé í húsið. Eða er það hið þraut seiga samivnnublað Norðlend- inga og hinn stórsnjalli ritstjóri þess Jónas Þorbergsson, sem fór eldi um laridið með greinum sínum og hóf skapandi sókn í málinu, vakti trú á sigurinn og valdi síðan í hita baráttunnar þrjá höfuðleiðtoga í fram- kvæmdamálum Akureyrar til liðveizlu við sóknarnefnd kvenna. Þá má vissulega nefna hinn stórgáfaða landlækni Guð- mund Björnsson, sem lagði í mál þetta niðurstöður langrar reynslu í heilbrigðismálum landsins. Sízt skyldi gleymt húsameistara Guðjóni Samúels- syni, sem reisti Kristnes og fegr að hefur Akureyrarbæ með for- stöðu margra glæsilegra bygg- ingaframkvæmda í almanna þágu, og sýndi byggingalist sína ekki hvað sízt við að reisa þetta hús. Hér voru á ferð stuðnings- menn, sem skiptu mörgum þús- undum. Allir lögðu þeir fram andlega og líkamlega orku við starfið. Allir unnu saman í bróð urlegum hug. Allir stefndu að háu og göfugu lokatakmaijd. Enginn stuðningsmaður þessa máls vann fyrir launum eða hlunnindum. Saga Kristness- málsins er falleg, hressandi og göfgandi. Á hún að geymast bet ur en tískukjóll, sem er of gam all fyrir samkvæmislífið og tek- inn úr umferð. Viltu, nafni minn, leiða huga þinn að þess- ari áhrifamiklu fyrirmynd í bar áttunni við hvíta dauðann. Þar stóðu meðal annars hlið við hlið allur almenningur Norðurlands, ágætir sérfræðingar og hinir skörulegustu andstæðingar við- skiptamálanna norðanlands á þessum tímamótum, Ragnar Ól- afsson kaupmaður og Vilhjálm- ur Þór kaupfélagsstjóri. Þeir tóku höndum saman til að auka sæmd og giftu héraðsins. Sam- vinnan lánaðist svo vel, sem raun ber vitni, af því að hún var einlæg og þáttur í samfelldu á- taki, þar sem fjárhagsorka manna var misjöfn, en hugsjón- in jafn vakandi hjá öllum sem studdu málið. Þegar þessar línur eru ritað- ar, sé ég í blöðunum að Síldar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði hefur árið sem leið grætt fyrir ríkissjóð á rekstrinum rúmlega 20 milljónir króna. Magnús ráð- herra Kristjánsson var ekki nefndur í Akureyrar annálum ykkar Gísla Svarfdælings. Hver vill nú gleyma átaki þessa þrek mikla og drenglynda Akureyr- arbúa, sem leiddi íslenzka síld- arútvegsmenn úr þrældómshúsi eymdarinnar, þar sem erlendir síldarspekúlantar fluttu millj- ónaverðmæti af íslenzkum af- urðum frá ströndum íslands til annarra landa, meðan íslenzku sjómennirnir biðu eftir af- greiðslu utan við landvarið. Mik il gifta hefur fylgt þessu afreki Magnúsar Kristjánssonar. — Tekjuaukning þjóðarinnar af þessari iðju nemur hundruðum milljóna. Dótturfyrirtæki Síldar verksmiðju ríkisins á Siglufirði fjölgar nú með ströndum lands- ins. Brautryðjandinn, Magnús Kristjánsson, lagði fram hina andlegu orku til að leysa málið, sjá hina réttu leið og standa að framkvæmdinni, sem dafnar því meir sem árin líða. Á yfirborð- uin mæla menn þvílíka sigra í peningatekjum, en það er grunn hæfni ein. Sigur í miklum fram kvæmdum er andlegs eðlis. Af- leiðinganna gætir í þúsundum heimila áratug eftir áratug og öld eftir öld með bættum efna- hag og fegurra lífi, ef rétt er á haldið um meðferð tekjubót- anna. Björn Árnason áffræður HINN 17. desember árið 1882 fæddist í Kaupangi við Eyja- fjörð drenghnokki, sem skírður var Árni. Foreldrar hans voru í vinnumennsku hjá Vilhjálmi Bjarnasyni, sem þá bjó þar, og hétu Árni Árnason frá Skarði í Dalsmynni og Sesselja Þor- móðsdóttir frá Borgargerði í sömu sveit. Bjöm ólst síðan upp með for- eldrum sínum í heimasveit þeirra. Árið 1908 hóf hann bú- skap í Pálsgerði, ásamt konu sinni, Guðrúnu Sumarrósu Sölvadóttur frá Þverá í Ólafs- firði og bjuggu þar til ársins 1933 en fluttust þá til Hríseyjar, voru þar í eitt ár en hafa síðan dvalið á Akureyri, hin síðari ár- in í skjóli barna sinna. Björn og Guðrún eiga fimm uppkomin börn, tvo syni og þrjár dætur, sem reynzt hafa foreldrum sín- um vel, meðal þeirra er Árni Bjarnarson bókaútgefandi. Síðan Björn hætti búskap í Pálsgerði hefur hann einkum stundað verzlunarstörf. Hann heldur léttleika sínum og glöðu geði óvenjulega vel, en kona hans hefur verið heilsuveil hin síðari árin. Björn Árnason er kappsfullur enn í dag, tæpitungumaður eng- inn, hreinskiptinn og drenglynd ur í öllum viðskiptum og hið mesta tryggðatröll. Blaðið þakkar honum löng og góð kynni og óskar honum til hamingju með áttræðisafmælið. WmmœM ÍBÚÐ ÓSKAST sem fyrst (3—4 herbergi). Uppl. í síma 1269. Marinó Viborg. NÝIR ÁVEXTIR: EPLI APPELSÍ N UR GRAPEFRUIT MELÓNUR VÍNBER SÍTRÓNUR BANANAR NÝJA-KJÖTBÚÐIN OG ÚTIBÚ ÍSLENDINGAÞÆTT IR HINIR NÝJU Jónas Jónsson: Aldamóta- menn I—III. Þættir úr hetju- sögu. Bókaforl. Odds Björns- sonar. Akureyri 1959—’62. SKÖMMU eftir aldamót komu út Fjörutíu íslendingaþættir í íslendingasagnaútgáfu Sigurðar Kristjánssonar. Voru þetta sögu þættir um einstaka menn frá þjóðveldistímanum, flestir tekn ir úr Noregskonungasögum. Fjölluðu þeir um ævi og örlög merkra og sérkennilegra manna, en sumir greindu aðeins frá einstökum, eftirminnilegum at- vikum úr lífi þeirra. Þessir ís- lendingaþættir urðu vinsæl les- bók unglinga fyrir rúmlega hálfri öld. Þeir voru ekki eins flóknir og viðamiklir eins og hinar stærri sögur, en frásagn- arlist þeirra var sérstæð, og þeir brugðu upp ógleymanleg- um myndum úr iífi löngu horf- inna kynslóða, greindu frá orð- snilli þeirra, manndómi og hetju skap. Þessi sagnritunaraðferð var algeng með miklum menningar þjóðum fornaldar. Frá Grikkj- um og Rómverjum hygg ég að komin sé fyrirmyndin að ritun íslendingasagna. Kunnugt er, að latínulærðir klerkar lásu hetjusögur þessara þjóða, og oft hefur mér dottið í hug, að Ævi- sögur Plutarchs kunni að hafa verið <■'fyrirmyndir hinna fornu rithöfunda. Voru íslendingar þó yfirleitt fáorðari í sagnritun sinni en hann og teygðu ekki lopann með íhugunum og bolla leggingum um söguhetjur sín- ar eins og Plutarch gerir stund um, heldur létu atburðina og tilsvörin lýsa innræti og skap- gerð persónanna. Þessir fornu þættir eru lík- lega ekki mikið lesnir nú. Spurt hef ég stóra hópa æskufólks milli fermingar og tvítugs, hvaða fornsögur þeir hafi lesið, og kemur þá iðulega upp úr kaf inu, að þeir þekkja ekki eina einustu, ekki einu sinni þær allra frægustu eins og Njálu og Egilssögu. Stafar þetta ef til vill af því, að lestrarefni unglinga er fjölbreyttara nú en áður, enda hefur lífið sjálft fleira að bjóða af skemmtunum og til- breytingu. En mundi ekki mál- far þeirrar kynslóðar verða svipminna, og skýr hugsun þeim óhægri, sem aldrei hafa bergt á svölum og tærum brunni fombókmenntanna? Mundu þeir verða eins þolnir í raun, sem aldrei hafa orðið snortnir af atorku og æðruleysi forfeðranna? Engin manndóms- hvatning er betri ungum mönn um en ævisögur merkilegra manna, sem afrek hafa Unnið í þjóðarsögunni. Sá sem ekki skil ur að hann á fortíðinni þakkar- skuld að gjalda verður áttavillt ur í nútíð. Hann veit ekki, hversu dýrmæt erfð honum er gefin, kann því síður að gieiða Viðreisnardýrfíðin... af höndum fósturlaunin né finn ur að honum beri sjálfum að leggja stein í grunninn. „Þín fornöld og sögur mér búa í barm“. Skáldið sem þetta sagði, St. G. Stephansson, bjó lengst ævi sinnar í fjarlægri heimsálfu, og leið þó naumast sá dagur, er hann starfaði ekki að því að á- vaxta gull feðratungunnar og fortíðararfsins. Hvað ætti þá að vera um hina, sem heima sitja? Mörgum kann nú að þykja forn öldin vera sér fjarlæg og fram- andi, þó að það sé á misskiln- ingi byggt. Hitt mætti samt vera hverjum manni ljóst, að nútíð- armenning íslendinga hefur ekki orðið til fyrirhafnarlaust. Hún er ávöxtur af hugsjónum og atorku margra ágætra manna og hefur kostað mann- dóm og erfiði. Eftir kyrrstöðu langra og myrkra alda einangr- unar og áþjánar, var átakið mikið að vekja þjóðina til menn ingar og dáða, og hafa margir ötulir og vaskir menn lagt hönd að því verki. Allir hljóta þó að skilja, að sú saga kemur öllum þeim, er nú lifa, við og hana þurfum vér að þekkja. Án henn ar verður samtíðin ekki skilin. Á undanfarandi árum hefur komið út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri eftir- tektarvert og skemmtilegt rit í þrem bindum eftir Jónas Jóns- son fyrrum ráðherra, sem hann kallar Aldamótamenn. Þetta eru um það bil 60 íslendinga- þættir, þar sem ekki er seilzt til fornaldarinnar, heldur lýst ýmsum höfuðskörungum og á- gætismönnum, sem gerðu garð inn frægan í þjóðlífi voru í upp hafi þessarar aldar og á fyrstu áratugum hennar. Þetta er þarft og nauðsynlegt rit. Enda þótt segja megi, að til séu ævisögur flestra eða allra þessara manna, jafnvel miklu lengri og ýtarlegri, þá eru þær stundum svo ofhlaðnar alls kon ar fróðleik, að erfitt verður að sjá skóginn fyrir trjám. Ég á ekki við, að slíkur fróðleikur sé óæskilegur í sjálfum sér, held- ur liggur hættan í því, að hann er ekki alltaf lífrænn. Nútíma- maðurinn hefur svo margt að lesa og starfa, að hann gefur sér ekki tíma til að pæla í gegnum langar og erfiðar bækur. Og þó að hann gerði það, mundi hon- um stundum sjást yfir aðalatrið in vegna aukaatriðanna. Höfundinum er þetta ljóst, og því hefur hann gert sér far um að velja úr það, sem mesta þýð- ingu hefur fyrir þjóðarsöguna. Hann fer að eins og listamaður, sem málar mannamyndir eða landslag. Vegna skýrleikans og áhrifanna sleppir hann smákan- um, en málar svipmót manns eða lands í höfuðdráttum. Og svo gerfróður er hann í þjóðar- sögunni um þetta tímabil, að honum leikur þetta í hendi. Af þessum ástæðum og vegna sinn ar alkunnu ritsnilldar verða söguþættir þessir hvergi of lang ir né þreytandi lestur, heldur eins og heillandi ævintýri úr veruleikanum, ævintýri vits og dáða, sem eru mest allfa. Ég get ekki hugsað mér betri bók til að gefa unglingum á þroskaskeiði. Ef kvöldvökur væru ekki niðurlagðar í sveit- inni vegna mannfæðar og breyttra atvinnuhátta, væri þarna valin bók til kvöldlestra. En ef unglingar stunda nú flest- ir nám í héraðsskólum og gagn- fræðaskólum á vetrum, ætti þar ekki síður að gefast tími til að lesa slíkar bækur og ræða um efni þeirra. Með því móti mundu þessir unglingar heyja sér meiri og staðbetri þekkingu á nútímasögu þjóðar sinnar en flestum er tiltæk. Loks er þetta góð bók fyrir alla sanna íslendinga, sem eigi aðeins mæna til austurs eða vesturs eftir þjóðhagslegu hjálp ræði, heldur hafa til þess kjark og mannrænu að hafast eitthvað að sjálfir, sem stefnir til menn- ingar. Benjamín Kristjánssen. FORTÍÐ OG FYRIRBURÐIR Svipir og sagnir V. Bókafor- lag Odds Björnssonar. Akur- eyri 1962. SÖGUFÉLAG HÚNVETN- INGA hefur látið hendur standa fram úr ermum, síðan það gaf út Brandsstaða-annál 1941 í vandaðri útgáfu hins merka fræðimanns dr. Jóns Jó- hannessonar. Árið 1944 kom út: Búnaðarfélög Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppa. Aldar- minning, og síðan hefur hver bókin rekið aðra, alls fimm bindi í ritsafninu: Svipir og sagnir úr Húnavatnsþingi. í nánum tengslum við þessa út- gáfu má telja tvær bækur eftir Magnús Björnsson, fræðimann á Syðra-Hóli, Mannaferðir og fornar slóðir 1957 og Hrakhólar og höfuðból 1959, en Magnús hefur einnig verið einn af beztu styrktarmönnum og rithöfund- um þessa ritsafns, enda gerfróð- ur um ættir og slekti á þessum slóðum. í öllum þessum bókum er mikill fróðleikur saman dreg- inn um menn og atburði í Húna vatnsþingi, og sameina ritgerð- irnar yfirleitt hvort tveggja að vera skemmtilega skrifaðar og samvizkusamlega unnar. Ber það því mjög að harma, ef svo fer sem séra Gunnar Árnason lætur liggja að í formála, að ó- víst sé nú um framtíð Sögufé- lagsins. Hefur hann sjálfur ver- ið lífið og sálin í þessari útgáfu starfsemi, en eðlilegt, að hann hafi nú öðrum hnöppum að hneppa, eftir að hann gerðist sóknarprestur hjá fjölmennum söfnuði á öðru landshorni, og þar að auki ritstjóri höfuðmál- gagns þjóðkirkjunnar, Kirkju- ritsins. En maður verður að koma í manns stað, þó hinir eldri fræðaþulir týni smám sam an tölunni. ■Þetta síðasta bindi af Svipum og sögnum stendur hinum fyrri ekki neitt að baki. Þarna eru ágætar ritgerðir eftir séra Gunn ar Árnason, Magnús Björnsson, Bjarna Jónasson, Bjöt-n H. Jóns son, Jónas B. Bjarnason og Rós berg Snædal, og setur það ekki sízt svip á þetta bindi, að í því er safn af dulsögum og Uyrir- burðum, sem skráð hefur séra Gunnar Árnason, og stórathygl isverður þáttur eftir Rósberg G. Snædal, Forspá og fyrirboðar, þar sem skýrt er frá furðulegu dæmi um draumspeki, sem eng in efnisvísindi megna að skýra, þar sem móður dreymir ná- kvæmlega fyrir feigð barns síns, er hún ber undir belti. Kemur draumurinn fram fjór- um árum seinna. Ritsafnið: Svipir og sagnir er nú orðið mikil fræðakista og var því harla gott og nauðsyn- legt að fá með þessu bindi vand aða nafnaskrá. Eykur það gildi ritsins fyrir aðra fræðimenn að miklum mun. Engum mun leiðast, sem blað ar í bók þessari fremur en öðr- um bókum þessa ritsafns. Hefur Sögufélag Húnvetninga unnið mikið starf og gott með útgáf- um sínum, og væri eftirsjá að því, ef nú yrði hlé á. Benjamín Kristjánsson. GETIÐ GÓÐRAR BÓKAR Eiríkur Sigurðsson, skóla- stjóri: Jólasögur frá ýmsum löndum. Bókaútgáfan Fróði, Reykjavík. 1961. EIRÍKUR SIGURÐSSON, skólastjóri, Akureyri, er snjall og mikilvirkur rithöfundur. Hef ég oft undrazt og dáðst að því í senn, hve hann og fleiri, sem erilsömum og þreytandi störf- um sinna, eru afkastamiklir höf- undar. Mun Eiríkur þegar hafa sent frá sér rétt um 20 bækur, sem ýmist eru frumsamdar eða þýddar, flestar fyrir börn og unglinga. Og nafn þessa kunna skólamanns er örugg trygging fyrir því, að lesefni það, sem hann sendir börnum og ungling um, er hollt og þroskavænlegt. Eiríkur sendi frá sér í fyrra- vetur einkar hugðnæmi bók, sem ég vildi leyfa mér að vekja athygli foreldra á. Þetta er bók in „Jólasögur frá ýmsum lönd- um“ — frumsamdar og þýddar jóla- og helgisögur, hver ann- arri fegurri og eftirtektarverð- ari. í síðari hluta bókarinnar eru auk þess barnasögur og ævintýri almenns efnis, og eyk- ur það að sjálfsögðu fjölbreytni hennar. Þar sem jólin eru nú að nálg- ast og margir foreldrar hyggja til bókakaupa fyrir börn sín, vildi ég benda þeim á, að vand- fundið mun fegurra og hollara lesefni þeim til handa en Jóla- sögur Eiríks. Fróði hefur gefið bókina út af mikilli smekkvísi. Teikning- ar eru eftir Ragnhildi Ólafsdótt ur. Sigurður Gunnarsson. (Framhald af blaðsíðu 1). israfveitum um 60—70%, dag- gjöld sjúkrahúsa um 60%. Sparnaðarráðagerðir núver- fjármálaráðherra og fulltrúa hans í fjárveitinganefnd, sem birtar voru sundurliðaðar í 59 töluliði samtals á árinu 1960— ’61, virðist engan eða sáralítinn árangur hafa borið. Hinsvegar hefur á undanförnum árum átt sér stað áberandi útþensla í rík- isbákninu á ýmsum sviðum. Nefndi Halldór E. Sigurðsson í framsöguræðu sinni fjölda dæma um slíka útþenslu (um 20), fyrir utan eðlilega fjölgun í einstökum starfsmannastétt- um. Aðalorsök hinnar miklu hækkunar á ríkisútgjöldum og ríkisálögum er þó hin mikla viðreisnardýrtíð, sem verið hef- ur í hröðum vexti og enn er ekki séð fyrir endann á, sbr. t. d. launahækun þá hjá opinber- um starfsmönnum, sem fyrir dyrum stendur næsta ár. Á þessu tímabili viðreisnar- dýrtíðarinnar hefur sú uggvæn- lega þróun átt sér stað, að ríkis- hinna verklegu framkvæmda frá því sem gert var ráð fyrir í framlag til ýmsra verklegra framkvæmda, sem landsbyggð- ina varða miklu, hafa lækkað mjög hlutfallslega miðað við fjárlögin í heild. Hefur áður verið að því efni vikið hér í blaðinu. Af hálfu Framsóknar- flokksins voru við 2. umræðu fjárlaganna fluttar nokkrar breytingartillögur, sem aðallega miða að því að rétta hlut hinna verklegu framkvæmda víðsveg- ar um land. í þessum tillögum fólst meðal annars: Að hækka framlag til bygg- inga nýrra þjóðvega upp í 34 V2 millj. kr. Það framlag var 16 millj. árið 1958. Að hækka framlag til brúa- gerða upp í 21.3 millj. kr. Var 9.8 millj. árið 1958. Að hækka framlag til hafna- gerða og lendingarbóta upp í 25 millj. kr. Það framlag var 10.8 millj. árið 1958. Allar þessar tillögur Fram- sóknarmanna voru felldar við 2. umræðu. Engin þeirra fór þó fram á 150% hækkun. En segja má, að umræður um þetta efni á Alþingi í blöðum hafi þó þeg- ar borið nokkurn árangur, því að stjórnin féllst á í lokin að hækka nokkuð framlögin til ný, falleg sending BLÚSSUR, ísaumaðar SKINNHANZKAR, fóðraðir og ófóðraðir NYLONHANZKAR, fóðraðir og ófóðraðir NYLONSTAKKAR o. m. fl. MARKAÐURINN Sími 1261 frumvarpinu. — Það skal tekið fram, að fulltrúar Framsóknar- flokksins í fjárveitinganefnd komust að þeirri niðurstöðu, við rannsókn, að tekjuvonir ríkissjóðs á næsta ári leyfðu þá hækkun á framkvæmdafé, sem flokkurinn beitti sér fyrir. Mikla athygli vöktu þær upp- lýsingar, sem fram komu frá fulltrúum Framsóknarflokksins, að ríkissjóður hefði nú ca. 320 milljónir króna á einu ári af umferðinni í landinu (benzin- skattur, innflutningsgjöld af bif reiðum og varahlutum o. s. frv.) en legði alls fram til samgangna á landi um 120 millj. kr. Benzin skattur til ríkissjóðs var 17 millj. kr. samkvæmt fjárlögum 1958 en er 63 millj. samkv. fjár- lagafrv. fyrir 1963. í ræðu, sem fjármálaráðherra flutti á fimmtudagskvöldið, lét hann á sér skilja, að þá teldi hann vel fyrir málum séð, ef ríkisframlög til verklegra fram- kvæmda hækkuðu álíka og kostnaðurinn við framkvæmd- irnar, t. d. vega- og hafnagerð. Sagði hann, að byggingakostnað ur hefði hækkað um 40% síðan 1958, en lét þó á sér skilja, að vegamálastjóri teldi hækkun á vega- og benzínkostnaði miklu meiri, og er það að vonum. Víst væri það bót frá því, sem verið hefur undanfarið, ef framlög til framkvæmdanna hækkuðu ekki minna en kostnaðurinn, þá væru árlegar framkvæmdir svipaðar og áður. En hér þarf meira til að koma. Þörfin fyrir margar þessara framkvæmda, og þá elveg sérstaklega akvegi og hafnir í öllum landshlutum, er orðin svo brýn og svo aðkall- andi nú, að þjóðfélagið verður að stórauka átak sitt á þeim sviðum, og njóta þess þá, að ís- lendingar þurfa ekki að bera herkostnað eins og aðrar þjóðir. Ult er til þess að vita, ef við- reisnardýrtíðin kemur í veg fyrir, að það átak verði hafið nú, þegar góðæri er í landi, a. m. k. við sjávarsíðuna, erlendir markaðir hagstæðir og tækni- þróun loks komin á það síig, sem slíku átaki hæfir. í □ ÞURRKUÐ BLÓM BLÓMAKORTIN komin ÞJÓÐSÖNGSKORTIN KORT í fallegu úrvali með þurrrkuðum blómum ÞJÓÐSÖNGSKORTIN GULLFOSSKORT eftir málverki JÓLAKORT alls konar GESTABÆKURNAR með þurrkuðum blóm- um og VEGGSPJÖLD með þurrkuðum blóm- um, skeljum og steinum. Allt smekklegar vörur. Verzlun Ragnheiðar 0. BJÖRNSSON

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.