Dagur - 05.01.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 05.01.1963, Blaðsíða 1
Málgagn Kramsóknarmanna RJítstjóki: Erungijr Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstkæti 90 Sími 1166. Sf.t.ningu og prf.ntun ANNAST PRENTVERK OllDS Björnssonar h.f., Akureyri V--------------------------- XLVI. árgangur — Akureyri, laugardaginn 5. janúar 1963 — 1. tbl. .... Auglýsingastjóri Jón Sam- úf.lsson . Argangurinn kostar kk. 120.00. Gjalddagi F.K 1. JÚLÍ BlaÐID KEMUR ÚT Á MIDVIKUDÖG- . UM OC Á I.AUGARDÖGl’M, ÞEGAK ÁSTÆÐA ÞYKIK TIL V__________:__:________________§ Nýr norðlenzkur söngvari Róleg jól og áramót á Akureyri Tuttimi brennur í bænum á gamlárskvöld MILLI jóla og nýjárs kvaddi ungur svaifdælskur tenorsöng- vari sér hljóðs á Akureyri með söngskemmun í Borgarbíói, og með aðstoð Guðrúnar Kristins- dóttur píanóleikara. Söngvar- inn heitin Gestur Guðmunds- son, frá Karlsá á Upsaströnd. Foreldrar hans eru Guðmund ur Guðmundsson og Sigurbjörg Hjörleifsdóttir, er lengi bjuggu í Gullbringu í Svarfaðardal, en búa nú á Karlsá og eiga þau 13 börn. Ekki mun auður hafa ver- ið í búi á meðan börnin voru BANASLYS URÐU Á AUSTURLANDI HINN 29. desember varð bana- slys á Vopnafirði. Agnar Ing- ólfsson loftskoytamaður á Arn- arfelli féll í sjóinn, milli skips og bryggju. Náðist hann strax, en var þá látinn. Annan jóladag lézt í fanga- klefa á Seyðisfirði ungur mað- ur að nafni Magnús Ólafsson. Kafnaði hann í reyk og hafði hann sjálfur kveikt í. Hann var settur í fangageymsluna vegna ölvunar. Þá týndist maður á Reyðar- firði. Sást síðast á nýjársdag, er hann fór fró borði úr Helgafelli, sem þá var á Reyðarfirði. Mað- ur þessi heitir Hreinn Ágústs- son. □ Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI FÓRUST 55 MENN Á LIÐNU ÁRI fórust 55 manns. 35 drukknuðu, 11 dóu í umferð- arslysuin. 20 skipum lilekktist á. 10 skip strönduðu, þar af tvö á Eyjafirði í björtu og góðu veðri, 8 hinna strönduðu skipa náðust út aftur. 4 skipum hvolfdi, eitt sökk í árckstri, al- varlegur Ieki kom að fjórum. Eldur varð laus í tveimur. Yfir 2500 bifreiðaárekstrar urðu í Reykjavík á árinu. □ ung, en listhneigð og hagleiks- hendur komu þar saman. Gestur er rafvirki að iðn og kunnur frjólsíþróttamaður hér norðanlands. Til Þýzkalands fór hann fyrir þrem árum til að nema raffræði, en tók jafn- framt söngtíma, þar til honum stóð opin leið til söngnáms ein- göngu, eftir söngkeppni er hann tók þátt í. Söngur Gests í Borgarbíói var mjög ánægjulegur, enda hefur söngnámið borið óvenju- legan árangur. Húsið var troð- fullt og söngvaranum fádæma vel tekið. Lokakafli söngskrár- innar voru fimm aríur eftir Massenet, Donizetti, Verdi og Puccini, flestar erfiðar og þeim skilaði hann bezt. Röddin er bjartur og þrótt- mikill tenór, einkum á hærri tónum, og raddsviðið er breitt. Um frábæran undirleik ungfrú Guðrúnar þarf naumast að fjöl- yrða. Með lengra söngnámi og áhuga munu hæfileikar Gests Guðmundssonar skila honum á bekk með beztu tenórsöngvur- um landsins. □ NORSK SKAKVÉL NORSKUR maður hefur fundið upp sjálfskakandi verkfæri, er á að geta annast 3—5 handfæri. Það gengur fyrir rafmagni og heitir „Autofisher.“ Vélin dreg- ur inn þegar eitthvað kemur á öngulinn og færir veiðina upp á yfirborðið, en þar verður mannshöndin að taka við. Ef vél þessi er eins góð og af er látið, er sennilegt, að færa- skak með gamla laginu sé þar með úr sögunni, einnig á íslands miðum. □ Nú er búið að vera logn og frost í hálfan mánuð. Snjór var ekki nærtækur eða skíðafæri, fyrr en komið var upp í fjöll og var raunar halilið skíðamót ofan við Skíðahótelið í Illíðarfjalli fyrir áramótin. En skautasvell liafa engin fyrirfundist á Ak- ureyri. En samkvæmt reynzlu undanfarinna ára hafa skauta- svellin á íþróttasvæðinu verið fjölsóttasli skenmitistaður bæj- arins, einnig sá ódýrasti og ef- laust só hollasti. Megn óánægja liefur ríkt út af þessu í bænum, ekki sízt vegna þess, að ótrygg- ur ís á pollinum hefur freistað skautamanna og barna svo mjög, að óttast hefur verið að SÍÐAN á Þorláksdag og allt til þessa er veður stillt og bjart á Norðurlandi, snjó- laust með öllu í byggðum og vegir góðir sem um sumardag. Akureyringar lifðu kyrrlátu lífi um þessi jól og áramót, venju fremur, sóttu vel kirkju sína, einnig skemmtistaði, skreyttu bæ sinn meira en áð- ur, verzluðu að sögn mikið fyr- ir jólin, svo fáir munu hafa þurft að klæða jólaköttinn og mikil atvinna stuðlaði að ánægjulegum jólum þeirra, er heilbrigðir voru. Annar jóladagur og gamlárs- kvöld hafa löngum verið mestu drykkjudagar Akureyringa og oft svo, að til stórra vandræða liefur horft. Að þessu sinni var slys gætu af hlotist, því vakir eru margar og ísinn ekki alls staðar svo traustur sem skyldi og að sjálfsögðu ekki hægt að koma eftirliti við gagnvart þeim skautastað. Ástæðan fyrir vöntun skauta- svells á íþróttasvæðinu er sú, að ekki reyndist unnt að fá þau tæki hjá bænum, sem þurfti til þess að hægt væri að slétta mishæðir og hemja vatnið. En þar er lítilsháttar halli allt að 15 cm og þarf 100 tonn af vatni við fyrstu gerð. í gær voru verkfæri frá Vega gerðinni fengin til að gera það, sem gera þurfti og var þá þegar hafist handa um, að koma þang- einstaklega rólegt þessa daga báða, að sögn lögreglunnar, sem gerst má um þau mál vita, og til marks um það brá nú svo við, að engan mann þurfti að setja í fangageymslu, enginn maður slasaðist, ekki þurfti að leita aðstoðar slökkviliðs. Þetta er bæjarbúum til mikils sóma. Þá ber þess að geta, að aldrei þessu vant reyndu unglingar ekki að trufla umferðina í mið- bænum. Að sjálfsögðu voru dansleikir haldnir umrædda daga og lögreglan þurfti að að- stoða nokkra drukkna menn, er ofurölfi voru. En til hennar þurfti minna að leita en búizt var við. Tuttugu brennur voru í út- hverfum bæjarins á gamlárs- að vatni til svellmyndunar. Nátt úran var skjót að frysta það, enda 12 stiga frost. Átti því verki að vera lokið í gærkvöldi. Er þá væntanlega hægt að skauta þarna í dag. Er vonandi að fólk noti sér aðstöðuna þá loksins hún kemur. íþróttaráðið sér um þessi mál og Baldur Sigurðsson sér um skautasvellið sérstaklega. Raf- veitan hefur lýst staðinn og hljómlist verður þar til að auka ánægjuna. Aðgangseyrir er 5 krónur fyrir fullorðna en 2 kr. fyrir börn. Nú þegar liafa börn verið hætt komin á ísnum á Pollinum. Fólk verður að sameinast um, að forðast þær hættur, sem þar eru, svo að ekki hljótist slys af. □ kvöld, sumar stórar og myndar- legar. Þangað safnaðist fjöldi manna. FLUGELDAR f ÁRSLOK. Flugeldum var skotið á loft kl. 12 á miðnætti. Var þá sunn- an andvari og munu flestir Ak- ureyringar þá hafa komið út undir bert loft. Þá blasti við ár- talið 1963 vestan í Vaðlaheiði, letrað logandi kyndlum. Var þar enn að verki Guðvarður Jónsson málarameistari og hafi hann margfalda þökk fyrir svo og bæjarbúar almennt, sem sýndu meiri menningarbrag en oftast áður um jól og áramót. Q imiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiHj | FJÁRHAGSÁÆTLUN | BÆJARINS I | FRAMSKÓNARMENN halda \ 1 fund á skrifstofu flokksins, = § Hafnarstræti 95, mánudag 7. i í jan., kl. 8,30 e. h. i Fundarefnið er fjárhags- i | áætlun bæjarins. | Í Frummælendur verða bæj- i i arfulltrúar flokksins. □ § ?iimmimmmimmmiimmimimmimmmmmuiii» FIMM KINDUR Á GARÐSÁRDAL Á MIÐVIKUDAGINN, 2. jan. fundust 5 kindur fram við Gönguskarð í Garðsárdal, úti- gengnar. Höfðu kindur þessar, sem héldu hópinn, áður sézt úr leitarflugvél en ekki fundist er síðar átti til að taka. Þrjár kindurnar, eða ær með tvo dilka, frá Sigtúnum og dilkar frá Klauf og Uppsölum. Allar voru kindur þessar vel útlítandi og í góðum holdum og ekki heimfúsar. Q Skautasvell búið til á Iþróttavellinum Isinn á Pollinum mjtig varasamur og hefur leg- ið þar við slysum á börnum undanfarna daga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.