Dagur - 05.01.1963, Blaðsíða 2

Dagur - 05.01.1963, Blaðsíða 2
2 Á ALÞINGI var fyrir jól rætt um fjármál ríkisins og þau af- grcidd fyrir jól. Þingmenn verða þcss greinilega varir að „viðreisn“ hefur átt sér stað í landinu. Fyrir „viðreisn“ voru útgjöíd ríkissjóðs talin í millj- ónum og þar nieð álögur á þjóð ina. Nú er hvort tveggja talið í milljörðum. Fjárlögin urðu 2 milljarðar, og nokkru heíur. Sagt er að á stjómmálanám- skeiði hjá Sjálfstæðisflokknum nýlaga liafi fróðleiksfús ungling ur staðið upp og spurt: Hvaða gagn er að viðreisninni? Þessi unglingur var bam fyrir þrem árum og ekki orðinn „pólitísk- ur“ í þeirri tíð. Nú spurði liann í einlægni, því að hann gerði ráð fyrir, að svarið hlyti að vera til, en fannst það ekki liggja í augum uppi. Heíur sennilega verið búinn að heyra fullorðna fólkið tala misjafnlega um „við- reisnina.“ Hann fékk loðin svör. * En það eru fleiri en þessi ung lingur, sem nú spyr; fólk á öll- um aldri, sem fyrir þrem árum fylgdi síjórnarflokkunum að málum, um það leyti, sem þessir ílokkar ætluðu að halda dýrtíð- iimi niðri og leggja „veginn til bættra lífskjara“. Flestir sjá það nú og skiíja, hvemig dýrtíðin hefur vaxið jafnt og þétt af voldum „viðreisnarinnar“ og heldur áfram að vaxa. Þessu er ekki hægt að neiía, en þá er mönnum sogt, aö hún haf'i auk- ið atvinnu og bæít lífskjörin að því Ieyti. En margir gerast van- írúaðir á ])á kenningu. Þeir segja að það sé síldin en ekki „viðreisnin“ sem hafi aukið at- vinnuna, og aö það hefði síldin gert, þó að cngin „viðreisn“ liefði verið. Og þeir, seiii áttu sparifjárinnstæður árið 1980, þeir hafa komizt að raun um, að þeir hafa tapað á „viðreisn- inni“ því að rýrnun liöfuðstóls- ins er miklu melri en vaxta- hækkunin, enda mátti alltaf bú ast við, að svo færi. * # Lánveitingar úr stofnlána- deild landbúnaðarins áttu að hefjast um miðjan desember. Má það ekki seinna vera, en hinsvegar er þess þá að vænta, að þeir, sem lagt hafa inn nauðsynleg skjöl, fái lánin í tæka tíð, þótt þau verði síð- búin eins og verða vill, þegar unnið er að framkvæmdum að haustinu meðan tíð leyflr. Sjálf- stæðismenn gumuðu mjög af því í sumar, að þeir hefðu end- urreist stofnlánasjóðina og tryggt starfsgrundvöll þeirra með fjármagni á komandi tím- um. Því miður er liér að miklu leyíi um skrum að ræða. Trygg ingin er sem sé einltum í því fóígin að hækka vexti þá, er bændur greiða, um rúml. þriðj- ung og lcggja ca. 2% lánsfjár- skatt á „kaup bóndans“ í verð- lagsgrundvellinum. Olíklegt að hvorttveggja þetta lialdist til frambúðar. Vitað er, að lánveit- ingamar liafa af) þessu sinni — eins og raunar fyrr — dregizt Gegnum haustsins lauffok liggur = leiðin min á sjónarfjöll. i Borg er skýja byggð á þaki, i brotnar aldrei smíðin snjöll. i Kofi smár í kotungs landi i hallast á við skáldsins höll. \ Um fylking sýna fjúka neistar funabáls í hugarsal. . tt _ ..... | Öldurfölva æviminning ' - / " v • .\ | yngja nyjum vejgum skal. f ** ■ , W = Kasta gráum héluhjúpum i hausts og lcvelds, af sólskinsdal. | Lék um heiminn ljósið bjarta leiks og draums, er ungur sveinn hófst á legg í heiðarfaðmi, hvítra svana jafni einn. Ennþá man þau sælusumur sólskinsdalsins fjallahreinn. Lífsins fjöll í litum glóðu, lyftu hug um klungrin þver. En hamingjan á hraun að vegi og hennar þræði sorgin sker. Leynistigu trega og tára töfrahilling bUrtu fer. Langt í fjarskann leið hún frá mér ljóðadapra þráin mín. Lindir söngsins hljóðar hnigu hægt og þungt í klakans lín. Út við sjcnhring vetrarvinda vorsól kvaddi börnin sín. (s. d.) vegna fjárskorts, þrátt fyrir nýju lögin. Sá fjárskortnr mun segja til sín eftirleiðis eins og hingað til, og verður þá að ráða þar bót á eins og unnt er á hverj um tíma. í Reykjavík gengur sá orð- rómur, að komið liafi til orða á hærri stöðum að fresta alþing- iskosningum til næsta hausts í því skyni að lengja líf stjórnar- innar um nokkra mánuði. Til þess þyrfti lagasetningin um kjördag á þeim tíma, ef það þá á annað horð teldist lieimilt sam kvæmt stjómarskránni. □ Ný tegund af fisksjá sett í brezkan togara VERIÐ er að setja nýja tegund fisksjár í einn af stærstu togur- unum, sem gerður er út frá Hull D. B. Finn. Þetta tæki, sem e. t. v. á eftir að valda byltingu í fiskileit, byggist á sama lög- máli og Asdictæki þau, sem not uð eru til að leita að kafbátum. Rafgeisli er sendur fram fyrir togarann og má beina honum til beggja hliða og þannig finna hvar fisktorfur liggja framund- an. Þær fisksjár sem nú eru í notkun sýna aðeins þann fisk, sem er undir skipinu, en þar sem „pokinn“ getur verið allt að 1% sjómílu fyrir aftan skíp- ið, getur fiskurinn verið farinn, þegar veiðarfærin loks ná þeim stað, sem fiskurinn sást á. úr Reykjada! VALTÝR KRISTJÁNSSON í Nesi í Fnjóskadal var fyrsti flutningsmaður á Alþingi að þeirri breytingartillögu Jarð- ræktarlaganna, að endurræktun vegna kalskemmda í túni njóti jarðræktarstyrks til jafns við vinnslu lands til akur- og tún- ræktar. — Landbúnaðarnefnd neðri deildar lagði eindregið til að breyting þessi yrði efnislega samþykkt. Eru því líkur til að málið nái fram að ganga. j Greinargerðin_ var svohljóð- andi: ■ . ■ • ', .; i, * .■ [[\ „Kal er einn mesti vágestur íslénzks landbúnaðar. Tjón af völdum þess er stórkostlegt í miklum kalárum. Erfitt mun að gera sér grein fyrir, hversu há- um upphæðum tjónið nemur, enda gætir áhrifanna mörg ár á eftir. Árið 1962 mun vera eitt af þremur verstu kalárum síðan 1918. Misjafnt er tjónið eftir landshlutum, þó gætir þess um land allt. í héruðum, sem harS- ast hafa orðið úti, fengu margir bændur hálfa uppskeru, miðað við meðalár, aðrir nokkru meira. Fyrníngar voru engar sl. vor. Fækkun búpenings var því óumflýjanleg í haust. Hey er hvergi fáanlegt og fóðurbætir dýr. Þó munu ýmsir bændur kaupa verulegt magn kjarnfóð- urs og reyna á þann hátt að drýgja lítil hey. Enginn veit, hvernig nýbyrj- aður vetur reynist. Svo getur (Framhald af blaðsíðu 8) liggur ekki fyrir, en 1. des. 1961 var hann 389, sami fjöldi og 1960. Víst má telja að fólksfjölg un hafi orðið nokkur í hreppn- um á árinu, því að tvær fjöl- skyldur fluttust inn á árinu, báð ar sunnan úr Kópavogi, en brott flutningur fólks lítill eða eng- inn. Af íbúum hreppsins létust á árinu Karl Árnason, fyrrum bóndi á Vaði og Lizzie Þórar- insson, húsfreyja áHalldórsstöð- um, Laxárdal. Unnur Árnadótt- ir, Vaði, systir Karls, lezt sein- ast á árinu 1961, og var hennar því ekki getið í fréttayfirliti þess árs. Félagslíf var í líku horfi og undanfarin ár og einkum á veg- um þriggja aðila: ungmennafél- aðs, kvenfélags og karlakórs hreppsins. Ungmennafélagið „Efling“ starfaði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Helzta nýmæli í starfi þess var þorra- blót, sem félagið gekkst fyrir. Nýbreytni í starfi kvenfél. var bastvinnunámskeið, sem félag- ið efndi til í nóvenmbermánuði síðastliðnum. Karlakór hélt uppi æfingum vetrarmánuðina og kom fram opinberlega á að- alíundi Kaupfélags Þingeyinga qg við fáein tækifæri innansveit ar. Heyfengur mun vera allmiklu minni 1962 en 1961, ekki sizt Istam farið, að hann verði mörgum bóndanum þolraun, bæði efna- lega og andlega. En bændur hafa marga hildi hóð við óblíð náttúruöfl án þess að æðrast. Þegar vorið nálgast, vaknar athafnaþráin á ný, og bóndinn fer að hugleiða, hvern- ig hann eigi að græða þau kal- sár, sem tún hans hefur orðið fyrir sl. ár. í mörgum tilfellum verður ekki um annað að ræða en end- urvinna verstu kalslétturnar. í púgildandi jarðræktarlögum eru ekki nein ókvæði, sem heim ila, að greiddur sé styrkur út á slíka endurrækt. Frumvarp þetta til laga um breytingu á jarðræktarlögunum er borið fram í»því skyni að ráða bót á þessu. Nú kann einhver að slá því fram, að bændur geti oft eftir þessa lagabreytingu fengið styrk út á sömu sléttuna. Því er til að svara, að jarð- ræktarstyrkurinn er rúmar 1200 krónur á ha órið 1962, eða lið- lega helmingur af þeirri upp- hæð, er fræið kostar ó ha. Hjá Landnámi ríkisins reyndist kostnaður við ræktun 1962 8— 12 þús. kr. á ha eftir því, hvers konar land var um að ræða. Enginn bóndi mun því, nema af brýnni nauðsyn, endurvinna tún sitt vegna hins mikla kostn aðar, sem það hefur í för með sér. □ vegna kalskemmdanna og fyrn- ingar litlar sem engar eftir fóð- urfrekan vetur. Því fækkar bú- peningi á fóðrum í hreppnum, einkum sauðfé. Dilkar voru með rýrara móti til frálags, meðalfallþmigi á sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga vor 0,8 kg. minni síðast liðið haust en haustið 1961. Líkur benda því allar til þess, að fjárhagsleg af- koma hreppsbúa verði lakari 1962 en 1961. Að lokum skal þess getið, að fimm nýir landbúnaðarbílar, Land-Rover og Austin Gipsy, komu í hreppinn á þessu ári. Segir þar til sín, að innflutning- ur bíla var gefinn frjáls haustið 1961. □ Áfengisvarnaráð Finn- lands mótmælir UMRÆDUFUNDUR áfengis- varnanefnda í Finnlandi á veg- um félagsmálaráðuneytisins þar var haldinn í Helsingfors í nóv- ember s.l. Á fundinum mættu yfir 600 fulltrúar hvaðanæva að. .Þar voru samþykkt mótmæli gegn róðstöfunuin áfengisverzl- unarinnar, er gerir ráð fyrir að ölstofur séu staðsettar sem víð- ast út um landið. Fulltrúafundurinn telur það mjög áríðandi að þegar breyta skal áfengislöggjöfinni, sé ekki losað um neitt af þeim ströngu reglum er nú gilda, m. a. að ekki verði auðveldara að ná sér í öl og ófengismiðlun verði ekki aukin. Fundurinn lýsti sig andvígan ráðstöfunum áfengisverzlunar- innar um að dreifa ölstofum út um bæi og sveitir. Áfengisvarnirnar þurfa að vera mikilvirkari í öllum skól- um og öllum félagssamtökum með tilliti til þeirrar kröfu um bindindissemi, er þjóðfélagið gerir til allra ó þessum vélvæð- ingartímum. Fundurinn mælist til þess að íþróttafélögin geri félagsmönn- um sínum Ijóst hve þýðingar- mikið það er að lifa bindindis- sömu lífi við iðkun íþrótta. Útvarp, sjónvarp, kvikmynda- hús og aðrar stofnanir, er draga að sér athygli almennings, eiga að áliti fundarins, að hætta við þær dagskrár og dagskráratriði, er ekki styðja bindindissemi, en í staðinn keppa að því að veita sem bezta þjónustu siðgæðislega og þjóðhagslega. í öllum sveita- og bæjarfélög- um þarf að starfrækja tóm- stundaiðju með æskufólki, er þroski það og bæti. Fundurinn beinir því til allra ábyrgra borgara í öllum stéttum og hvar sem er, að vinna ötul- lega að almennri bindindissemi. Að lokum lýsa ófengisvarna- nefndirnar yfir því, að þær séu reiðubúnar að vinna með öllum þeim, er vilja stefna að þessu marki. (Frá Áfengisvarnaráði ríkis- ins-) . . u

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.