Dagur - 05.01.1963, Síða 4
4
3
VEST-
RÆN
SAM-
VINNA
í ÁRAMÓTAGREIN Eysteins Jónssonar
formanns Framsóknarflokksins fórust
honum m. a. svo orð um vestræna sam-
vinnu:
„Framsóknarflokkurinn er hiklaust
fylgjandi samvinnu við vestrænar þjóðir
og þá báðum megin Atlantshafsins. Flokk
urinn er t. d. fylgjandi því, að ísland
taki þátt í varnarsamtökum þessara
þjóða, þótt hann jafnframt haldi fast á
því sjónarmiði, að fslendingar eigi að
hafa sjálfir úrslitaorð,, hvort vamarlið-
ið sé í landinu sjálfu og hvers konar vam
arbúnaður.
f samræmi við þessa stefnu vilja Fram
sóknarmenn áfram sem nánast samstarf
við þjóðir Vestur-Evrópu og það engu
síður þótt þær sameinist í bandalag, sem
þróaðist í Bandaríki Evrópu, og þá jafn-
framt við lýðræðisþjóðir N.-Ameríku.
Framsóknamienn vilja með öllu skyn-
samlegu móti tryggja sem mest samskipti
við Vestur-Evrópu og Efnahagsbandalag-
ið og telja að markmið íslendinga eigi
að vera að ná tolla- og viðskiptasamningi
við Efnahagsbandalagið. Þeir treysta á
velvild þessara þjóða og skilning þeirra
á algjörri sérstöðu íslendinga, sem veld
ur því að þeir geta ekki sameinast öðr-
um þjóðum í Efnahagsbandalaginu.
Það væri óskynsamlegt að gera sér
ekki grein fyrir því, að hættulegra öfga
gætir hér verulega varðandi utanríkis-
mál og stöðu landsins.
Á öðru leitinu eru kommúnistar. Þeir
telja sig vilja hlutleysi og samninga við
Efnahagsbandalagið. En raunvemlega
vilja kommúnistar samband við Sovét-
ríkin, hliðstætt því, sem þjóðum Austur-
Evrópu hefur verið þröngvað til, og
mundu þeir hiklaust ganga í Efnahags-
bandalag Austur-Evrópu, ef um slíkt
væri að ræða. Þá mundu þeir einnig
vilja sams konar hlutleysi og lönd Aust-
ur-Evrópu fylgja í framkvæmd á vegum
Sovétríkjanna.
Á hinu leitinu eru svo öfgamennirnir,
sem engin úrræði virðast sjá önnur en
þau, að fslendingar kasti sér í þjóðahaf
Vestur-Evrópu, en um þá og þeirra
hugsunarhátt hef ég lítillega rætt hér að
framan.
Framsóknarmenn vilja móta stefnu í
utanríkismálum og fullveldismálum
landsins, sem beint er afdráttarlaust
gegn þessum hættulegu öfgum, — sem
byggð er á vestrænni samvinnu fyrst og
fremst, en hafnar innlimun og fullveldis-
afsali í hvaða mynd sem er.
Að lokum þetta varðandi Efnahags-
bandalagsmálið:
Það hlýtur að hryggja menn, að ekki
einu sinni það mál skuli fást rætt með
stillingu og rökum. En engum dylst, að
það fæst ekki, þegar aðahnálgagn ríkis-
stjómarinnar hefur nú um hríð ekki haffr
að ráði annað til þess að leggja en brigzl
í garð Framsóknarmanna um, að þeir láti
kommúnista ráða afstöðu sinni, þegar
um er að tefla sjálfan grundvöllinn að
framtíð þjóðarinnar í landinu.
Þetta tal skaðar ekki Framsóknar-
ílokkinn. Þetta er of mikil fjarstæða til
að valda honum tjóni. En það dregur
þjóðina niður og torveldar mjög nauð-
synlegar rökræður, að útbreiddasta mál-
gagn landsins skuli telja sér sæma að
draga jafnvel þetta mál með þessu móti.
niður í svaðið.
Sterk andúð almennings á þessari
vinnu aðferð gæti sennilega bætt hér
nokkur úr.“
V____________________________J
áramótin
ÁRIÐ 1962 var að mörgu leyti
hagstætt ár og mun gjafmildi
þess getið að verðleikum í eft-
irmælum. Framleiðsla til lands
og sjávar var mikill, markaðir
nægir fyrir allar útflutningsvör
ur okkar, fyrir flestar vörur
hagstæðari en áður, atvinna víð
ast sæmilega góð og sumsstaðar
mjög mikil, og ekki urðu tjón af
eldum, ísum eða öðrum tröll-
skap náttúrunnar.
Enn situr íhaldsstjórn að völd
um í landinu og er nú nokkur
reynzla fengin af hinni nýju
stefnu hennar í efnahagsmálum.
Af stjórnmálaviðburðum ársins
bar bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningarnar hæst. Þá gerðist
það einna markverðast að Fram
sóknarflokkurinn vann mikinn
sigur.
í menningarlífi þjóðarinnar
virðast ekki stórar hræringar
eða hressandi vindar úr neinni
átt. Helzt er sú breyting í bók-
lestri að bækur um dulræn efni
eru metsölubækur og innihald
þeirra og skyldra efna mjög á
dagskrá. Vonandi stafar þessi
geysilegi áhugi á dularfræðum
af sannleiksást og ætti því að
leiða til nokkurs árangurs, en
ef ekki, vérður að endurskoða
menningu okkar í alveg nýju
ljósi.
Ungt fólk fer ekki í kirkju og
ffíir hlusta á guðs orð. Æskan
hefur fundið sér presta í
skemmtanaiðnaðinum. Skólar
eru yfirfullir og hvarvetna er
keppt að ákveðnu marki minnis
atriða og margvíslegrar þekk-
ingar en almennt siðgæði og
mannkærleikur er ekki sá lýs-
andi viti skólanna, sem vera
ber.
Virðing almennings fyrir Al-
þin'gi virðist fara þverrandi og
er það illa farið. Valdabaráttan
þar og flokkabaráttan í landinu
einkennist meira af hörku en
frjálsum anda hins sanna lýð-
ræðis. Sýndarmennska og
skrum fer ekki saman við þá
reisn, sem hæfir hinni sögu-
frægu stofnun. - Sannleiksást
ráðherra og þingmanna er mjög
í efa dregin og nær engir fást
til að hlusta á mál þeirra á op-
inberum mannfundum, svo sem
kunnugt er. Hinsvegar eru
menn fúsir til að leggja við eyra
þegar leikarar herma eftir
stjórnmálamönnum og gjalda
þá gjarna fé fyrir. Þeir kjósa
fremur eftirlíkinguna en fyrir-
myndina og er það vissulega
efni til íhugunar.
MARGIR TÝNAST.
Enn virðist síga á ógæfuhlið
í áfengismálum þjóðarinnar,
einkum hvað snertir kornungt
fólk, bæði telpur og drengi.
Fjöldi manna treðst árlega
undir eða týnist í hretviðrum
lífsins, vegna ofneyzlu áfengis
og almennu siðgæði virðist frem
ur hraka. En hvert mannslíf er
íslendingum dýrmætara en öðr-
um þjóðum og siðferðisþrekið
mun öllu öðru fremur, að því
er landsmönnum er sjálfrátt,
aftra því að stjórnartaumarnir
verði dregnir úr okkar eigin
hendi.
í þessu sambandi er þó rétt að
taka fram, að í höfuðstað Norð-
urlands virðast nokkur bata-
merki sjáanleg í áfengismálum,
þótt enn hafi ekki verið ráðist
á garðinn þar sem hann er hæst
ur, hvað sem síðar verður.
MESTA AFLAÁR SÖGUNN-
AR.
íslenzk fiskimið voru svo
gjöful síðasta ár, að á fyrstu 9
mánuðum ársins hafði aflast
meira magn fiskjar en nokkru
sinni áður á heilu ári, eða 660
þúsund tonn. En samtals varð
veiðin 820 þúsund tonn, þar af
síld rúmlega helmingur. Sumar-
síldveiðin ein gaf yfir 1000 millj.
í gjaldeyristekjur. Er sá afli
mörgum sinnum meiri að magni
og verðmæti — eða allt að 10
sinnum meiri — en ársveiðin á
áratugnum fyrir 1958. Auk
þess hefur svo á síðustu árum
verið bætt nýjum þætti í hagnýt
ingu fiskimiðanna, en það eru
vetrarsíldveiðarnar við Suð-
Vesturland. Athugandi er að
hlutur togaraflotans í fyrrnefnd
um heildarafla fyrstu 9 mánuði
ársins 1962 er aðeins 4—5%.
Er það mikil röskun frá þeim
tíma er togararnir skiluðu
miklum hluta alls afla á land.
Af heildarafla landsins má
sjá að mikið hlítur að koma til
skiptanna eftir svo mikla veiði.
Það er þá heldur ekki vandséð
hve gífurlegu tjóni allar stöðv-
anirnar hafa valdið til frádrátt-
ar fullnýtingu veiðiflotans. Má
þar fyrst nefna síldveiðideiluna
í vor, sem tafði veiði í hálfan
mánuð, síðan togaraverkfallið í
mest allt sumar og svo mánaðar
síldveiðistöðvun í haust. Hinar
miklu stöðvanir er sameiginleg
ur skaðvaldur útgerðarmanna
og sjómanna, svo og þjóðarinn-
ar allrar. Þótt svo ógæfusam-
lega væri að unnið af stjórnar-
völdum landsins, að vinnustöðv-
animar , á síðasta ári yllu
hundraða milljóna tjóni, liggur
orsökin í óleystu þjóðfélags-
vandamáli Alþingis og almanna
samtaka.
Hins vegar verður ekki fram
hjá því gengið, að liðið ár var
hið ófriðsamasta á vinnumark-
aðinum.
Hið mikla magn veidds fiskj-
ar og hinir góðu markaðir erl-
endis fyrir fiskafurðir er gleði-
efni og gaf þjóðarbúinu og ein-
staklingum miklar tekjur. Þess
ber þá einnig að geta, að út-
færzla landhelginnar 1958 er
talin eiga sinn þátt í aflasæld-
inni, bæði innan og utan fisk-
veiðimarkanna. Annars er það
svo um fiskveiðar, að sennilega
stöndum við ekki langt frá tak-
mörkun ofveiðinnar á okkar
eigin, dýrmætu fiskimiðum. En
við eigum enn langt í land að
hagnýta svo aflann að viðun-
andi sé og liggja þar eflaust
mestu möguleikarnir í sam-
bandi við sjávarútveginn.
LANDBÚNAÐUR.
Um landbúnaðinn er aðra
sögu að segja. Þar hafa engin
uppgrip orðið á liðnu ári og er
þess engin von. Hann byggist á
ræktun en sjávarútvegurinn á
veiðiskap og er það sitt hvað.
Þó mun hann hafa skilað í þjóð
arbúið verðmætum, sem nema
allt að 1200 milljónum króna.
Og reynzlan hefur sannarlega
sýnt, að íslenzkur landbúnaður
væri mjög lífvænleg atvinnnu-
grein hér á landi ef hann nyti
hliðstæðrar aðstöðu í þjóðfélag-
inu og tíðkast meðal nágranna-
þjóðanna. En svo er ekki.
Það er sorgarsaga, að frá
þeim tíma er landið byggðist í
öndverðu og stofnsett var hér
þjóðfélag norrænna manna, hef
ur ekkert landnám átt sér stað,
sem heitið getur því nafni.
Ræktað land er eins og lófastór-
ir blettir í víðáttum ræktanlegs
lands. En á þeim víðáttum er
mestur þjóðarauður fslendinga
fólginn. Það er gull í hverjum
hól, holti og mýrarsundi, jafn-
vel í svörtum sandi. Þótt rúml.
6 þúsund bændur kjöt- og
mjólkurfæði alla landsmenn og
vinni meira þrekvirki, sem ein-
staklingar og þjóðfélagsstétt en
aðrir, er nægilegt landrými fyr
ir aðra 6 þúsund bændur og
miklu fleiri. Alþingi fjallar um
kalskellur í túnum bænda,
væntanlega af skilningi, en svo
er þingheimur kalinn í hug og
hjarta, að ekki v.ill hann sjá
eða þykist vita um öll auðæfi
gróðurmoldarinnar og annnarra
náttúruauðæfa, sem enn bíður
landnámshanda.
Hér er ekkert rúm fyrir
skýrslugerðir um framleiðslu-
magn eða þessháttar, svo að
gagni verði. Á það má þó drepa
að í vetur munu vera á fóðrum
um 800 þúsund fjár, um 56 þús.
nautgripir og 31 þús. Irross og
hefur bústofninn aðeins dregist
saman, miðað við næsta ár á
undan, hvað sauðfé snertir. í
haust var lógað samtals 848520
fjár á sláturhúsum landsins og
kjötið varð samtals 12100 smál.
Féð var heldur rýrt til frálags,
sem sézt á því, að kjötþungi
dilkanna samanlagður var nú
minni en í fyrra, þrátt fyrir
1000 fleiri nú í haust. . Seldar
voru úr landi 3460 smálestir
kjöts og er það nokkru meira
magn en árið áður.
Mjólkin mun hafa orðið
7—8% meiri en í fyrra og er
heildarmagnið til hinna 15
mjólkurvinnslustöðva landsins
um 90 milljónir lítra. Bændur
hafa ennþá getað fullnægt inn-
lendri mjólkur- og kjötþörf þótt
þeim hafi fækkað mjög hlutfalls
lega og þeirra kostur um margt
þrengdur úr hófi fram, ennfrem
ur framleitt nokkurt magn fyrir
erlendan markað, bæði kjöt ull
og gærur.
Bændur landsins notuðu 8998
lestir af hreinu köfnunarefni á
árinu en Áburðarverksmiðjan í
Gufunesi framleiddi 20 þúsund
lestir af Kjarna.
Að þessu sinni varð uppskeru
brestur á kartöfluökrum og hef
ur sennilega ekki verið ræktað
meira en sem svarar helmings
ársneyzlu. Kornræktin brást að
verulegu leyti.
Bændum þykir verr að sér
búið en nokkru sinni áður. Og
ekki virðast tölulegir útreikn-
ingar geta gefið nýbýlingum
eða þeim , sem kaupa vilja jarð
ir, vonir um viðunandi afkomu.
Auk þess eru lánastofnanir
landsins ekki miðaðar við frum-
þarfir búskapar, sem nú eru,
hvað þá að þær þjóni landnámi
á íslandi, svo sem vera þyrfti.
IÐNAÐURINN.
Því miður hefi ég ekki við
hendina nýjar tölur yfir iðnað
landsmanna, hvorki magn, verð
mæti eða atvinnusköpun. En
vaxandi er hann og hefur bæði
sparað gjaldeyri í stórum stíl
og einnig gefið beinar gjaldeyr-
istekjur. Og hann hefur bjarg-
að efnalegri afkomu fjöldans,
sem við hann vinnur, einkum í
stærri bæjum.
Á Akureyri, sem er mesti
iðnaðarbær landsins, hlutfalls-
lega, liggur málið ljóst fyrir í
atvinnulegu tilliti. Þar er sjó-
mannastéttin ekki fjölmenn, eða
almennra uppgripa að vænta af
sjávarútveginum, svo sem á
mörgum öðrum stöðum. En í
stað þess kemur hinn trausti
iðnaður. Hin mikla vinnuþörf í
ýmsum helztu greinum hans
gefur hundruðum húsmæðra
tækifæri til að rétta hlut heim-
ilanna með því að bæta á sig
nokkurra klukkustunda dag-
legri verksmiðjuvinnu auk yfir-
vinnu húsbóndans.
HARÐUR DÓMUR.
Á stjórnmálasviðinu hafa ýms
ir eftirminnilegir atburðir gerzt
svo sem bæjar- og sveitarstjórn-
arkosningarnar síðast liðið vor.
Þar var kveðinn upp harður
dómur yfir stefnu núverandi
ríkisstjórnar en Framsóknar-
flokkurinn einn jók fylgi sitt
verulega og er nú orðinn mæst
stærsti flokkur þéttbýlisins.
Stjórnarflokkarnir standa fast
saman um stjórnarstefnuna og
nota þeir nauman meirihluta
sinn til hins ítrasta á Alþingi
til að framfylgja svokallaðri
„viðreisnarstefnu,“ sem þeir
boðuðu fyrir síðustu kosningar
og hafa komið á í verulegum
atriðum.
í herbúðum ríkisstjórnarinn-
ar hafa menn orðið fyrir mikl-
um óþægindum af vinstri stjórn
inni sælu, sem nú er reyndar
löngu dauð, en hefur víst geng-
ið aftur, ef marka má þau ósköp
af formælingum í ræðu og riti
núverandi stjórnarflokka um þá
ágætu stjórn. Þannig er það
mál vaxið, að í hvert sinn að
núverandi stjórn hefur verið
mjög fjarri settu marki, samkv.
loforðum sínum, sér hún vinstri
stjórnina fyrir sér og umhverf-
ist. Þetta hefur gerzt oftar en
einu sinni í viku síðustu átta
misserin, stundum daglega.
Vinstri stjórnin dreifði fjár-
magninu verulega, á þann hátt
að bæta lífsafkomu fólksins í
byggðum og sjávarplássum úti
um land, með eflingu atvinnu-
tækja og nauðsynlegrar að-
stöðu. Fólkið öðlaðist á ný trú
á sínar heimabyggðir og fólks-
straumurinn til Reykjavíkur og
nágrennis stöðvaðist nær alveg.
Á sama tíma varð því langþráða
takmarki náð að hægt var að
lifa mannsæmandi lífi af 8 st.
vinnudegi. Þetta er nú hvort
tveggja breytt. Fólksstraumur-
inn er hafinn að nýju og 8 st.
vinnudagur er afnuminn.
„Leiðin til bættra lífskjara,“
sem voru kjörörð Sjálfstæðis-
flokksins við síðustu kosningar,
eru ærið hjáróma orðin og lítið
á þau minnst. Verkamaðurinn
þarf að vinna nokkrum klukku-
stundum lengur á dag til að
geta lifað sómasamlega, en hann
þurfti í tíð vinstri stjórnarinn-
ar. Það er ekkert undarlegt á
okkar andatrúartímum, þótt
íhaldið sjái draug þegar þetta
er borið saman. En atvinna hef-
ur verið bæði mikil og góð, svo
hinn langi vinnutími var mögu-
legur og tekjur manna munu
yfirleitt vera sæmilega góðar,
bæði þess vegna og hins óvenju
mikla sjávarafla. En hvergi er
að finna 8 stunda vinnudag, sem
grundvöll að mannsæmandi lífi.
Þann grundvöll hefur ríkis-
stjórnin óumdeilanlega brotið
niður.
VITNISBURÐUR.
Ef einhverjir vilja kynna
sér hvað annað aðalmálgagn
ríkisstjórnarinnar hefur um
þetta að segja, skal eftirfarandi
birt úr forystugréin Alþýðu-
blaðsins stuttu fyrir áramótin’
„Verkafólk verður að leggja
á sig óhóflega langan vinnudag.
Þessi þróun er geigvænleg. Því
eru takmörk sett, hve lengi
verkamaður getur unnið, án
þess að hann skaði heilsu sína,
eyðileggi getu sína til að hafa
nokkra teljandi ánægju af líf-
inu og jafnvel skemmi sitt eig-
ið heimilislíf, er hann dettur.
út af örmagna við heimkomuna
að kvöldi. Það hlítur að verða
næsta verkefni þjóðarinnnar að
bæta lífskjör sín með því að
koma á skaplegum vinnutíma,
sem eki gengur á höfuðstól
heilsunnar. Margar stéttir hafa
hvergi nærri viðunandi kaup
fyrir eðlilegan vinnudag.“
Svo mörg eru þau orð um þá
vinnuþrælkun, sem nú er for-
senda fyrir viðunandi vinnutekj
um.
ÞEIR ÆTLUÐU AÐ GERA
STÓRA HLUTI.
Núverandi stjórnarflokar lof-
uðu stöðvun verðbólgunnar og
fullyrtu að þeir gætu það, ef
þeir fengju til þess umboð þjóð-
arinnar í síðustu alþingiskosn-
ingum. Umboðið fengu þeir og
urðu harla glaðir. Alþýðuflokk-
urinn undirstrikaði sérstaklega,
að þáttaka hans í ríkisstjórn
væri ófrávíkjanlega við það
miðuð að verðbólgan yrði al-
gerlega stöðvuð. Þeta var fall-
ega mælt. Síðan hefur verðbólg-
an fært allt efnahagskerfið úr
skorðum og fiamfærsluvísitalan
hefur hækkað um 82% miðað
við gömlu vísitöluna. Alþýðu-
flokkurinn situr sem fastast. Er
það furða þótt sálarástand
stjórnarherranna gangi úr
skorðum og augu þeirra leiti yf-
ir landamærin. Þá taldi núver-
andi ríkisstjórn erlendu lánin
vera að færa þjóðarskútuna í
kaf og ætlaði hún sér að
bjarga henni frá því að sökkva
alveg. Fyrsta verk hennar varð
þó það, að taka stór erlend lán.
Síðan hefur hún haldið áfram á
sömu braut, nú síðast með 240
milljón krónu lántöku, sem Al-
þingi á ekki um að fjalla, hvern-
ig nota skuli, og sumir hafa
nefnt „kosningasjóð.“
Þrátt fyrir erlendu lánin eru
engar þær stórframkvæmdir
gerðar í landinu, sem jafnast á
við þær, sem áður voru gerðar,
svo sem með byggingu sements-
verksmiðju og áburðarverk-
smiðju.
Þegar svo er rætt um hinar
auknu gjaldeyrisinnstæður þjóð
arinnar, sem eru verulegar og
að sjálfsögðu ber að viðurkenna,
og til eru orðnar vegna metafla
og góðra markaða, ber á það að
líta að aukning gjaldeyrisinn-
stæðna og skuldaaukningin við
útlönd munu nokkurn veginn
haldast í hendur.
Þá hafa spariinnlög aukizt
verulega í bönkum landsins.
Hafði forsætisráðherra um
þetta stór orð í útvarþi um
áramótin, og var svo að skilja,
að hann og stjórn hans hefði á
andartaki safnað álíka miklum
fjármunum og búið var að
nurla saman frá fyrstu tíð til
„viðreisnar." En hann gleymdi
að geta þess, að íslenzka krónan
er að verða verðlaus, m. a.
vegna stórkostlegrar gengisfell-
ingar og hinnar almennu óða-
verðbólgu, sem orðið hefur á
þessum „viðreisnarárum.“
Þá viðurkenndi forsætisráð-
herrann umbúðalaust, að stjórn-
inni hefði ekki tekist að lækna
verðbólguna, svo sem lofað var
af miklu yfirlæti og stjórnar-
blöðin hafa margsinnis lýst yf-
ir að þegar væri læknuð og
stöðugt verðlag komið.
Eins og áður segir og raunar
allir vita, hefur verið róstu-
samt á vettvangi launa- og
kaupgjaldsmála. í raun er nú
svo komið að naumast er um
neinn launagrundvöll að ræða.
Svo mikil upplausn ríkir að í
fullkomið óefni er komið. Verk-
fræðingar, læknar, kennarar og
starfsmenn ríkis og bæja hafa
átt í langvinnum launadeilum.
Tvær síldardeilur, togaradeila,
járnsmiðadeila og trésmiðadeila
hafa tafið og torveldað eðlilegar
framkvæmdir og framleiðslu.
Þá hafa verkamannafélögin
þurft að beita samtakamætti
sínum til leiðréttingar á kaupi
sínu. En þrátt fyrir lausn þess-
ara deilna, er aðeins um bráða-
byrgða lausn að ræða. Nær all-
ir kaupsamningar eru lausir
þrátt fyrir það, sem á undan er
gengið í þessum efnum. Þetta
blasir við um þessi áramót og
ríkisstjórnin horfir máttvana á,
hvernig hjól dýrtíðarinnar
snýst með vaxandi hraða.
AÆTLUNARGERÐIR
„LÆRÐRA MANNA.
Eitt af þeim málum, sem mest
voru rædd á síðasta ári á Norð-
urlandi var virkjun Jökulsár á
Fjöllum. Hefur náðst mikil sam
staða um ákveðnar óskir í sam
bandi við fyrstu væntanlegu
stórvirkjun á íslandi. í því
sambandi hefur Búrfellsvirkjun
og Dettifossvorkjun komið helzt
til greina.
í apríl 1962 héldu íslenzkir
verkfræðingar ráðstefnu í
Reykjavík, þar sem sprenglærð-
ustu menn gerðu m. a. saman-
burð á því hvað hver orkuein-
ing rafmagns myndi kosta á
þessum stöðum. Voru þær nið-
urstöður Búrfellsvirkjun í vil.
í júlí s. 1. sumar var svo hinn
frægi Dettifossfundur á Akur-
eyri, haldinn, þar sem raforku-
málastjóri og formaður stóriðju-
nefndar voru mættir. Þessir
sendimenn úr Reykjavík héldu
því fram í ræðu og löngum,
fræðilegum, prentuðum skýrsl-
um, að raforka frá væntanlegri
Búrfellsvirkjun yrði ódýrari en
raforka frá Dettifossi.
En í allt sumai' var svo unnið
að alls konar undirbúningsrann-
sóknum, einkum við Búrfell, og
enn hafa hafnarskilyrði á Norð-
urlandi ekki verið athuguð sér-
staklega með tilliti til norð-
lenzkrar hafskipahafnar, er full
nægt geti þörfum stóriðju í sam
bandi við virkjun Dettifoss.
Það er furðu djarft af embætt
ismönnum að gefa út slíkar á-
ætlanir upp á brot úr eyri, á
meðan enn er ekki lokið frum-
stæðustu undirbúningsrannsókn
um, hvorki á virkjunarstöðun-
um eða öðrum.
Víst er, að eftir útgáfur
„lærðra“ manna í apríl og síðan
í júlí, hafa óvæntir erfiðleikar
komið í ljós við Búrfell, eink-
um hvað snertir hin lausu jai'ð-
lög og ótraustu. Allar niður-
stöður, útgefnar af sendimönn-
unum að sunnan eru algerlega
óraunhæfar. Það sést æ betur,
að gildi þeirra felst í áróðri
gegn Dettifossvirkjun, en ekki
vísindum.
FJARLÖGIN HÆKKUÐU UM
150%
Lítið sýnishorn af síðasta fjár
lagafrumvarpi er það, að það
hækkaði á einu ári um 25% og
hækkun í tíð „viðreisnarinnar“
er um 150% á fjárlögum.
Stjórnin segist lækka skatta.
Hún hefur samþykkt að inn-
heimta skatta og tolla af þjóð-
inni á yfirstandandi ári að upp-
hæð 2200 milljónir króna. Rík-
isálögurnar á þjóðina eru þá
orðnar 1300 milljónum hærri en
1958. Það sem veldur er m. a.:
Tvær gengisfellingar, nýr inn-
flutningssöluskattur (8,8%), al
mennur söluskattur, innflutn-
ingsgjöld, hækkaður benzín-
skattur o. m. fl. Ríkissjóður hef
ur nú 320 millj. króna á einu
ári (benzínskattur, innflutnings
gjöld af varahl. o. fl.) En ríkis-
sjóður leggur þó ekki nema 120
millj. til samgangna á landi.
Hann græðir því drjúgan skild-
ing á hinum vondu vegum.
SKIPTING ÞJÓÐARTEKN-
ANNA.
Talið er, að þjóðartekjur ís-
lendinga hafi vaxið um fimmt-
ung síðan stríði lauk. Samkv.
því hefði kaupmáttur launa
einnig átt að aukast um fimmt-
ung. Fjarri fer því að svo sé.
Kaupmáttur launa hefur rýrn-
að en ekki vaxið. Þjóðmálabar-
áttan snýst að sjálfsögðu veru-
lega um skiptingu þjóðartekn-
anna. Skiptaregla sú, sem nú
er upp tekin, hefur rýrt hlut
þeirra fátækari en drýgt hlut
þeirra manna, sem betur eru
settir efnalega. Það er þess
vegna sem verkamaðurinn get-
ur alls ekki á síðustu mánuðum
og árum, látið laun sín endast
til brýnustu lífsnauðsynja, og
það er þess vegna, að bændum
þykir sinn hlutur verstur, og
það með réttu.
KOSNINGAR í VOR.
Ef marka má niðurstöður
bæja- og sveitastjórnakosning-
anna í vor og hve margir Sjálf-
stæðisbændur hafa beinlínis
gengið fram fyrir skjöldu sinnar
stéttar í kröfum um úrbætur af
hendi ríkisvaldsins, svo og hina
megnu óánægju hinna fjöl-
mennu launastétta landsins, má
gera ráð fyrir því, að núverandi
stjórnarflokkar tapi meirihluta-
aðstöðu sinni. Hversu sem þá
fer um stjórnarmyndun og völd
í landinu, er það víst, að efling
Framsóknarflokksins gerir hon-
um kleift að hafa meiri og heilla
vænlegri áhrif á stjórn landsins,
en verið hefur um sinn, en þess
munu margir óska. Að sjálf-
sögðu er ekki allur vandi leyst-
ur með stjórnarskiptum. II\7er
ríkisstjórn hefur til síns ágætis
nokkuð og gildir það einnig um
þá, er nú situr, þótt þorri lands-
manna muni fagna breytingu og
undirbúi hana.
Margar vonir eru bundnar
við hið nýbyrjaða ár og er ósk-
andi, að forsjónin líti á þær með
skilningi, bæði sú landsföður-
lega og einkum sú er við berum
meiri lotningu fyrir. Þótt okkur
sé oft tíðræddara um hluti, sem
þykja miður fara, en hina, get-
um við á margan hátt horft með
glöðum huga til framtíðarinnar,
þótt enginn viti hvað hún ber í
skauti sér.
Sár fátækt er naumast til í
landinu, lífskjörin eru, þrátt
fyrir allt, jafnari hér en víðast
annars staðar, persónufrelsi
mikið, tryggingar veita gömlum
og sjúkum mikla aðstoð, at-
vinnutæki eru öflug, þjóðar-
tekjurnar miklar, miðað við
íbúatölu. Fleiri íslendingar eiga
eigin íbúðir en íbúar nágranna-
landanna, hlutfallslega, og enn
eru ónotaðar auðlindir fallvatna
jarðhita og ræktanlegs lands í
mjög stórum mæli. Heilsufar
þjóðarinnar er mjög gott, æsk-
an þrekmeiri en foreldrarnir og
nýtur meiri menntunai'. Tung-
una eigum við og söguna, fag-
urt land og fengsæl mið. Hvergi
er loft og vatn tærara eða gras-
ið grænna en á okkar landi.
Megi hækkandi sól glæða dreng
lund og þrek allra íslendinga.
Gleðilegt ár.
2. janúar 1963,
Erlingur Davíðsson.
Ólafur Guðmundss. frá Eyrarlandi
Fæddur 23. sept. 1902
ÞEGAR samferðamaður hverf-
ur af sjónarsviðinu og við horf-
ur yfir farna ævislóð hans,
vakna í huganum margar spurn
ingar, sem okkur, er eftir stönd
um, reynist oft erfitt að fá svör
við. Þannig er þessu varið nú,
þegar Ólafur Guðmundsson,
fyrrv. stofufélagi minn á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
hverfur sjónum okkar.
Ég leita að svörum við áleitn-
um spurningum um tilgang lífs-
ins og tilverunnar yfirleitt. Gæð
um lífsins er misskipt meðal
manna, sumir lifa við auð og
velmegun, eru sólarmegin í líf-
inu, hvað veraldleg gæði snert-
ir, en aðrir hljóta það hlutskipti
að berjast ævilangt við fátækt,
sjúkdóma og þjáningar. Þrátt
fyrir það, eða e. t. v. þess vegna,
eiga þeir, sem þessi örlög hljóta,
oft mikið andans þrek og hetju-
lund er sýnir sig í allri þeirra
framkomu.
Þannig var ævi Óla frá Eyr-
arlandi, eins og hann var venju
lega nefndur me’ðal kunningj-
anna. Óli hafði þann mann að
geyrna að vart mun gleymast
vinum hans. Hann kynntist
- Dáinn 21. nóv. 1962
snemma skuggahlið lífsins, var
aðeins þriggja ára er hann
missti föður sinn og Varð þá
einnig að skilja við móður sína,
er honum var komið í fóstur.
Skömmu eftir fermingu tók að
bera á sjúkdómi hans, sem á-
gerðist svo, að síðustu tvo ára-
tugi hefur hann orðið að dvelja
á sjúkrahúsi og þreyta vonlausa
baráttu við veikindi sín. Á þeim
langa tíma sýndi Ólafur fá-
dæma sálarþrek og þolgæði. Af
veikum líkamsþrótti en með
hugprýði viljans bar hann sinn
þunga kross. Vissulega gátum
við samsjúklingarnir lært mikið
af honum í þeim efnum. Ég
hygg, að Ólafur hafi hlotið í
vöggugjöf hina léttu, glöðu
lund, er fylgdi honum til hinztu
stundar.
Ólafur Guðmundsson frá Eyr
arlandi! Vinir og félagar þakka
þér fyrir samfylgdina og fyrir
hið góða fordæmi er þú gafst
þeim. Þakka þér hetjulega bar-
áttu á örðugri ævibraut. Við,
sem eftir stöndum samgleðj-
umst þér með að vera kominn
í þá höfn er þú varst lengi bú-
(Framhald á blaðsíðu 7).