Dagur - 27.02.1963, Blaðsíða 4

Dagur - 27.02.1963, Blaðsíða 4
4 5 Nýft viðhorf ALGERLEGA NÝTT VIÐHORF til land búnaðarins er að skapast í landinu á síð- ustu árum, einkum hjá helztu ráðamönn um þjóðarinnar, sem gefa tóninn og deila Hfsins gæðum að nokkru Ieyti. Eins og hver einstakur bóndi ákveður bústærð sína með tilliti til þess, hver bústærð gefi honum mestan arð, er nú á hærri stöðum talað um hvað bændur eigi að vera margir og bústórir til að mjólkur- og kjötfæða þjóðina. Allir kann ast við tillöguna um, að fækka bændum um helming, og annað í svipuðum dúr, sem hljómar mjög líkt og þegar bóndi ákveður hvað liann lógar mörgu og hvað hann setur á vetur. Það er skeggrætt um það, hvort betur muni nú borga sig að hafa bændur færri og búin stærri, færa bændur til, eftir Iandgæðum o. fl. Margir virðast búnir að gleyma því, að öll íslenzk menning er í sveitum upp runnin, og þar er óðal hennar ennþá. Svo hraklega er farið með bændastéttina — hana eina allra stétta á fslandi — að gerðardómur ákveður kaup bænda og framleiðsluvörum landbúnaðarins er haldið svo mjög niðri, að þrátt fyrir helm ings aukningu þeirra á síðustu 10 árum eða svo, sem færri hendur vinna þó að, bera bændur ekkert meira úr býtum en áður. Kaup þeirra er, samkv. lögum, mið að við lægst launuðu stéttirnar. Atorka bænda og framleiðsluaukning hefur hingað til öll komið neytendum til góða, en ekki bændunum sjálfum. Þessi smánarlega meðferð stjórnarflokkanna á þeim, sem rækta landið og búa í hinum dreifðu byggðum hefur að vísu þjappað bændum verulega saman, einkum í tíð núverandi stjórnar. Þó bera bændur ekkí ennþá gæfu til þess að sameina til fulls krafta sina í baráttunni fyrir rétt- látri viðurkenningu á störfum þeirra inn an þjóðfélagsins. Um þetta segir Bjöm Pálsson alþing- ismaður og bóndi á Löngumýri m a.: Framleiðsluaukningin hefur lækkað mjólkina til neytenda um tæp 30% og kjötið um 25%. Kaup bænda, eða netto- tekjur, hefði þurft að vera 30% hærra en þeim er nú reiknað til að vera í sam- ræmi við tekjur annarra vinnandi stétta. Hækkun vaxta, aukinn stofnkostnaður veldur því, að nær ógerlegt er að hefja búskap. Ágúst Þorvaldsson alþingismaður og bóndi í Birtingaholti svarar nýlega á- róðri íhaldsins um „ómetanlegt hagræði bænda“ af þeirri breytingu á framleiðslu ráðslögunum, að bændum sé tryggt fullt verð fyrir útfluttar búvörur. Hann bend- ir á, að árið 1960 liafi útflutningsuppbæt- umar verið 4,3 millj. kr. og árið 1961 21 millj. kr. En árið 1958 vom þessar upp- bætur 59 millj. kr. og 72 milljónir árið 1959. Fyrri árin vom krónumar einnig mun stærri en þær'eru nú. ísland er eitt bezta grasræktarland álf- uanar, grasið næringarauðugra en ann- ars staðar þekkist, og vel verkað hey full gildara fóður að efnasamsetningu og mclt anleik en það, sem sunnar vex á hnettin- um. Lanðrými er enn svo mikið, að lík- ast er ónumdu landi og möguleikar til landbúnaðar nær ótakmarkaðir. Jarðhiti, verðmæt jarðefni og óbeizluð orka fall- vatna, auk sjálírar gróðurmoldarinnar, eru hinar miklu gullkistur framtíðarinn- ar, sem þjóðinni allri er skylt að nýta. MiiiiimiimiiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiiiiiimimiiiiiiiiiMmiitiiiiiiiiiiimiiiiiiMiimimmiiiimiiiiiaMiimiiimiiiiiiii ( Náffúruauðæfi pólsvæðanna I LANGIR OG KALDIR vetur lokka okkur til suðurlanda. Samt er það staðreynd að æ fleira fólk tekur sér bólfestu á heimskautasvæðunum. Þessi þróun hefur orðið þess valdandi að Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin (WHO) hefur tekið sér fyrir hendur að rannsaka þau heilbrigðisvandamál sem líf í köldu loftslagi hefur í för með sér. I síðasta hefti af tímariti stofnunarinnar „World Health“, er sagt frá nokkrum óvæntum niðurstöðum allra þessara rann- sókna. Með flugvélum, námuvélum og þrýstiloftsborum er maður- inn á góðum vegi með að þurrka út fjærstu landamæri jarðarinnar á heimskautasvæð- unum. Þangað halda menn til að vinna kol, málma, eðalsteina, olíu, timbur og ódýran fisk. Gert er ráð fyrir að iðnvæðing Síberíu útheimti hálfa milljón nýbyggja árlega. Til þess liggja margar ástæð- ur að þéttbýli pólsvæðanna eykst: upprunafæðingartala er há þar og barnadauði minnk- andi. Alþ j óðaheilbrigðismálastof n- unin hélt nýlega fyrstu alþjóða- ráðstefnuna um heilbrigðis- vandamál heimskautanna. Það er fyrst og fremst hjá uppruna- legum íbúum þessara svæða sem sjúkdómar gera vart við sig. Á einum mannsaldri hafa þeir tekið stökkið frá hunda- sleða til flugvéla. Fólkið fær fasta atvinnu og kemur sér upp heimili til langframa án þess að gera frumstæðustu ráðstaf- anir í sambandi við heilbrigðis- mál. Á svæði einu í Alaska kom í ljós, að 76 af hverjum hundrað eskimóum höfðu útvarpstæki, 6,4 af hundraði kæliskápa, en aðeins 4 af hundraði rennandi Smátt og smátt var gert út af við hinar alþýðlegu hugmyndir um lífið á þessum svæðum á um ræddri ráðstefnu. Til dæmis virðist það vera hrein bábilja að fyllingar í tönnum losni vegna mikils kulda. Þessi al- kunna plága pólkönnúðanna átti eflaust rætur að rekja til auk- innar neyzlu sætinda. Það er ekki heldur rétt að miklir kuld- ar drepi gerla. Eins og kunnugt er varðveitir kuldi hluti frá skemmdum, og fundizt hafa lif- andi veirur í frosnum líkum af mönnum sem dóu fyrir mörgum öldum. Nú á dögum eru berkl- ar, lungnabólga og aðrar veilur í öndunarfærum mjög almenn- ar ásamt garnakvefi og ýmsum öðrum smitandi sjúkdómum. Ráðstefnan komst að þeirri niðurstöðu, að mönnum sá jafn- eðlilegt að búa á heimskauts- svæðunum eins og annars stað- ar í veröldinni. Sérstakt matar- æði er ekki nauðsynlegt. Menn þurfa hvorki að fá auka- skammta af feiti, jurtahvítu né kolvetni til að halda á sér hita. Það er nægilegt að vera vel fat- aður. Hættan á hungri er engin, en í Alaska eru slys, ofdrykkja, sjálfsmorð og morð algengar dánarorsakir — tölurnar éru hálfum þriðja sinnum hærri en í öðrum hlutum Bandaríkjanna. Ekki er vitað hvort til eru geð- sjúkdómar, sem eiga rætur að rekja til kalda loftlagsins. □ - Sjóvinnunefnd (Framhald af blaðsíðu 1) efni til sjómannasamtakanna og ýmsra stofnana um fyrirgreiðslu og var hvervetna vel tekið. Hina nýju sjóvinnunefnd skipa: Helgi Pálsson frá Fiskifé- lagi íslands, Jóhann Frímann Stjóm Knattspj;mufélags Akureyrar. Fremri röð frá vinstri: Níels Jónsson, Knútur Otterstedt for- maður, Halldór Ölafsson. Aftari röð frá vinstri: Leifur Tómasson, Halldór Helgason, Skjöldur Jóns- son, Haraldur M. Sigurðsson, Björgvin Júníusson og Jónas Einarsson. (Ljósm. Jón Stefánsson).| Mikiá félagsstarf KA AÐALFUNDUR Knattspyrnufé lags Akureyrar var haldinn ný- lega. Hermann Sigtryggsson, fráfarandi formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir sl. ár, og fer hér á eftir stuttur útdráttur úr henni. Handknattleikur: Handknatt- leiksflokkar félagsins léku 22 leiki á árinu. Þar af unnust 14 leikir, einn varð jafntefli og 7 töpuðust. K. A. vann Akureyrar mót í meistaraflokki í hand- knattleik. Farið var í keppnis- ferðir til Húsavíkur, Keflavík- ur, Kópavogs og Reykjavíkur með góðum árangri. Skíði: Sjö skíðamót voru hald in á Akureyri á sl. ári og tóku K. A.-félagar þátt í þeim öllum og sigruðu í þeim flestum. Ak- ureyrarmeistari í svigi varð Ottó Tulinius K. A. Magnús Ing ólfsson K. A. var íslandsmeist- ari í svigi unglinga. Áhugi fer nú aftur vaxandi fyrir skíða- íþróttinni og er ekki að efa, að bygging Skíðaskálans í Hlíðar- fjalli mun verða sú lyftistöng fyrir skíðaíþróttina er menn vonuðu. 5 af 9 greinum er keppt var í á Sveinamóti Akureyrar. og KA hlaut 2 Norðurlandsmeist- ara í frjálsíþróttum. Á Sveina- móti íslands sigraði Valgarður Stefánsson í stangarstökki og Einar Helgason í 800 m. hlaupi. Körfubolti: í körfubolta voru leiknir 13 leikir og sigraði KA í 9 leikjum. KA sigraði bæði í Akureyrarmóti og Norðurlands móti, en bæði þessi mót hefur KA unnið frá því að þau hófust. Hinn 8. jan. átti KA 35 ára af- mæli og verða af því tilefni haldin afmælismót í ýmsum greinum á næstu mánuðum. Fráfarandi formaður afhenti félaginu að gjöf bikar til keppni um í frjálsíþróttum innan fé- lagsins, einnig gaf Hermann Sig tryggsson og frú félaginu fagr- an félagsfána. Þá gaf Haraldur Sigurðsson gjaldkeri félaginu innrammaða mynd af Norður- landsmeisturum KA í knatt- spyrnu 1962. KA hefur ráðið Einar Helga- son íþróttakennara, hinn kunna markvörð félagsins, sem þjálf- ara félagsins á sumri komanda og má .vænta mikils árangurs af starfi hans. Mörg aðkallandi verkefni bíða hinnar nýju stjórnar félagsins, og má þar m. a. nefna æfinga- svæði fyrir félagið, sem nú er orðið mjög aðkallandi að fáist sem fyrst. í stjórn voru kjömir: Knútur Otterstedt form., Hall dór Ólafsson, Halldór Helgason, Skjöldur Jónsson, Níels Jóns- son, Haraldur M. Sigurðsson, Jónas Einarsson, Björgvin Júní usson og Leifur Tómasson. í fundarlok þakkaði fundar- stjóri Hermann Stefánsson Her- manni Sigtryggssyni, Haraldi Sigurðssyni gjaldk. og Jóhanni Helgasyni góð störf í þágu fé- lagsins, en þeir hafa verið í stjórn félagsins, en gáfu ekki kost á sér til stjórnarstarfa. Knattspyrna: Meistaraflokkur KA vann Norðurlandsmót í knattspyrnu með yfirburðum, unnu alla sína leiki og gerðu 42 mörk gegn 6 í fimm leikjum. Lið í. B. A. í 1. deildarmótinu stóð sig mjög vel í sumar og átti KA að venju marga leik- menn í því liði.'Skúli Ágústsson var valinn í B. landslið er lék við Færeyinga og sigraði. Þá voru þeir Skúli, Jón Stefánsson og Kári Árnason valdir í lands- lið gegn írum. Skúli, Jón og Jak ob Jakobsson fóru sem láns- menn með „Þrótti“ í keppnis- ferð til Skotlands. I yngri flokkunum voru leiknir allmarg ir leikir og farið í skemmri keppnisferðalög. Frjálsar íþróttir: KA-félagar tóku þátt í 15 mótum með góð- ur árangri. KA vann Meistara- mót nú í 16. skipti í röð. Ingi Árnason varð nífaldur Akureyr armeistari. KA-piltar sigruðu í - „Eflum kirkjusókn - Styðjum sumarbúðir“ (Framh. af bls. 1). fiðlu, kórar bæjarins syngja og Lúðrasveit Akureyrar leikur. Þessa viku verða kvikmynda- sýningar fyrir börn í kirkjukap ellunni, kl. 5 síðdegis. Kjörorð vikunnar eru þessi: Eflum kirkjusóknina, Styðjið sumarbúðirnar. — Samskotum verður veitt móttaka við and- dyri kirkjunnar til styrktar sum arbúðunum. Kirkjuvikur hófust á Akur- eyri árið 1959 og hafa verið ann að hvert ár síðan. Er þessi kirkjuvika því hin þriðja í röð- inni. Framkvæmd kirkjuvikunnar nú skipa: Sóknarprestarnir á Akureyri, Jón Kristinsson, Rafn Hjaltalín, Jón Þorsteinsson og Jakob Tryggvason. □ AFMÆLIS-PLÁGAN BORGARI EINN á Akureyri átti um daginn tal við blaðið og var gramur mjög. Sagðist hann í vetur hafa heimsótt nafn greinda kunningja sína og vini í tilefni af afmælum þeirra. En þar hofðu drykkjusvolar — þeir sömu alls staðar — komið, drukkið fast og komið mjög leiðinlega fram. Þetta væri af- mælisplága, enda tækju margir þann kostinn að flýja heimili sín á afmælum, m. a. vegna þessa. Hinn grami borgari bað þess getið við þá, serh ekki kunna sér magamál í veizlum, að hugsa ráð sitt vel og jafnvel tvisvar, áður en þeir færu í næsta afmælisfagnað, óboðnir. Það væri hart að þurfa að loka húsum sínúm fyrir boð- flennum, sem aðeins kæmu til að drekka. Og hér með er þess- um ummælum komið á fram- færi. MISJAFNT VÖRUVERÐ MEÐ mjög aukinni peninga- veltu á stríðsárunum og lækk- andi gengi krónunnar, dofnaði áhugi fólks fyrir því að leita sér hagkvæmustu viðskipta í verzl- unum. í skjóli þessa viðhorfs hefur mjög óeðlileg verzlun þrifizt furðu vel og gerir raun- ar ennþá, þrátt fyrir verðlags- eftirlit. Otrúlegur verðmunur er á sams konar vörum hér í bæ, einkum ýmsum smávörum, en almenningur gætir þess ekki sem skildi, að haga viðskiptum sínum samkvæmt því. En full aðgát í þessu efni, að hálfu við- skiptamanna, er hið bezta verð- lagseftirlit, sem völ er á, þar sem á annað borð er hægt að velja á milli verzlana, eins og í höfuðstað Norðurlands. Á smá gönguferð um bæinn, er hægt að sjá furðulegan verð mismun á útstilltum vörum í verzlunargluggum — svo mik- inn að undrum sætir að þetta skuli látið viðgangast á menn- ingarlegum stað —. Án þess að nafngreina einn eða annan, en til þess að sýna, að hér er þó ekki talað út í loft- ið, skal lítið dæmi nefnt: Strákpattar komu inn í verzl- un eina og vildu skila pikkles- krukku og fá aura fyrir, sem þeir og fengu. En við nánari at- hugun kom í Ijós, að krukku- tetrið var úr annarri verzlun og kostaði þar rúmar 55 krón- ur, og þar höfðu strákarnir stol- ið henni. En í búðinni sem þeir seldu hana, kostaði samskonar pikkleskrukka 35 krónur. Mis- munurinn á margnefndri krukku var rúmar 20 krónur. En hér getum við þá vikið að kjörbúðunum og hnupli í þeim. í Reykjavík eru miðaldra konur taldar hættulegastar í kjörbúð- um, og hér á Akureyri er svip- aða sögu að segja. Er hér bent á þetta einkum til þess, þrátt fyrir áðurnefnd atvik, að það eru ekki börnin og unglingarn- ir, sem mestum áhyggjum valda í þessu efni, þótt ýmislegt sé að þeim fundið. Og ekki hefur Dagur ástæðu til að kvarta yfir viðskiptum sínum við fjölda barna, sem ber blaðið út um bæ inn. Þau reynast yfirleitt svo framúrskarandi vel, að það er mikil ánægja að samskiptunum við þau. Hagsæld bænda í Eyjafirði (Framhald af bls. 1) menn hefðu nýlega krafizt þess að eldri bændur stæðu upp fyr- ir þeim og gæfu þeim kost á að sýna hvað þeir gætu áorkað við nútíma landbúnað. Ræðumaður taldi afkomu bænda í Eyjafirði til jafnaðar betri en annars staðar, ef marka mætti hina almennu skoðun á því, og víst mundi hún í beztu röð. Og hina góðu afkomu ey- firzkra bænda taldi ræðumaður eiga rætur að rekja til félags- málastarfsins við Eyjafjörð, sem væri lyftistöng hinna almennu framfara í dag, svo sem hann rökstuddi mjög rækilega með glöggum dæmum Hann sagði: „Ég þekki hvergi á íslandi bet- ur félagslega samstillt átök, en við Eyjafjörð.“ Frummælandi benti á mjólk- ursamlagið, stórvirk tæki rækt- unarsambandanna og bygginga- félag, sem dæmi um þann grund völl, sem framfarir við Eyja- fjörð hefðu byggzt á. Þennan grundvöll yrði enn að treysta, því að á vettvangi félagsstarfs- ins væri hægt að gera stóra hluti og leysa mörg þau vanda- mál, sem úrlausnar biðu. Gísli Kristjánsson sagði, að íslenzkir bændur hefðu verið á undan mörgum stéttarbræðrum sínum í vélvæðingunni og hefðu fljótt skilið þýðingu þess að nota afl vélanna, sem væri 160 sinnum ódýrara en mannsaflið. En því væri ekki að neita, að stofnuð á Ák. frá Gagnfræðaskóla Akureyrar, Tryggvi Helgason frá Sjómanna félagi Akureyrar, Björn Bald- vinsson frá Skipstjórafélagi Norðlendinga, Gísli Konráðsson frá Útgerðarfélagi Akureyringa h.f., Bjarni Jóhannesson frá Út- gerðarmannafélagi Akureyringa og Hermann Sigtryggsson frá Æskulýðsráði Akureyrar. Fyrsta verkefni nefndarinnar er sjóvinnunámskeið, sem hefst þriðjudaginn 5. marz kl. 8 e. h. í húsakynnum Ú. A. í Gránufé- lagsgötu 4. Skrifstofa Æskulýðs- ráðs annast upplýsingar í sam- bandi við námskeið þetta. □ BÓNDINN OG LIÐS- FORINGINN HERMENNIRNIR hittu sjaldan skotmarkið á æfingunni og liðs- foringinn var mjög óánægður. Bóndi einn gekk þar framhjá, og í gremju sinni bað liðsforing- inn bóndann, sem var ekki sem bezt til fara, að reyna skotfimi sína. Bóndi tók við byssunni og hæfði í hverju skoti, viðstödd- um til hinnar mestu undrunar. Hvernig ferðu eiginlega að þessu, sagði liðsforinginn. Bóndi þagði. Þá sagði liðsforinginn lágt í eyra bónda: Þú ættir nú að segja mér leyndardóminn, því að ég hef líka verið bóndi. Bóndi svaraði: Og ég hef líka verið liðsforingi. □ skuldabaggi vegna vélakaupa væri mörgum bónda þungur á herðum, en léttist með fjöl- þættri notkun og betri nýtingu vélanna. Um byggingaframkvæmdir sagði ræðumaður, að vegna fá- mennis á sveitabæjum, væri úti- lokað að bændur gætu að nokkru ráði lagt hönd að bygg- ingaframkvæmdum. Félagslegt starf í þeim efnum væri því nauðsyn, og einnig við hin ýmsu bústörf, svo sem að verka vot- hey, tæma áburðarhús, dreifa tilbúnum áburði o. fl. Þar mætti taka nágrannaþjóðir til fyrir- myndar, sem hefðu vinnuflokka er færu á milli bændanna með vélar og verkfæri til að leysa af hendi nauðsynleg störf. Þá vék frummælandi að hag bændanna og taldi „. .. . ekki út hlutað til ykkar, það sem þið þyrftuð að fá. Landbúnaðarvör- ur þurfa að gefa ykkur meira í aðra hönd. Bændastéttin á inni hjá þjóðfélaginu." Ræðu Gísla Kristjánssonar, sem hér hefur lauslega verið drepið á, var vel tekið og hóf- ust síðan umræður er stóðu fram á nótt. Margir tóku til máls og meðal fundargesta voru óvenjulega margir ungir bænd- ur og bændasynir hvaðanæfa úr héruðum. Til gamans má geta þess, að samkvæmt síðustu hagskýrsl- um munu eyfirzkir bændur einna hæstir í nettotekjum af sínum stéttarbræðrum. Meðal- nyt kúnna er hvergi á landinu eins há og í Eyjafirði. Hvort tveggja er árangur margþætts félagsstarfs og almennrar bú- menningar. □ - Áfengisvandamálið efst á baugi (Framhald af blaðsíðu 1). Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir flutti erindi um bind indismálin og vakti það óskipta athygli. Samþykkt var áskorun til allra aðila á sambandssvæð- inu, sem fyrir skemmtisam- komuhaldi standa, að vanda bet ur en verið hefur til eftirlits. Sýslumanni var einnig send á- skorun um, að auka eftirlit á skemmtistöðum og vinna ásamt öðrum aðilum að bættu skemmt anahaldi í héraðinu. Þá samþykkti þingið að efna til fræðsluviku um bindindis- mál i skólum héraðsins í sam- vinnu við aðra aðila. Og enn samþykkti þing UMSE, að sambandið og ung- mennafélögin tækju að sér út- gáfu bókar eða rits um örnefni. En um þau mál flutti Jóhannes ÓIi Sæmundsson gott erindi og hefur hann þegar unnið allmik- ið að örnefnasöfnun. Stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar skipa: Þóroddur Jó hannsson formaður, Sveinn Ein arsson varalormaður, Haukur Steindórsson ritari, Birgir Mari- nósson gjaldkeri og meðstjórn- andi Eggert Jónsson. SMÁTT OG STÓRT „ERU KOMMÚNISTAR MEÐ HORN?“ Svo spyr Þjóðviljinn í spaugi- legri forustugrein fyrra laugard. og beinir máli sínu til Morgun- blaðsins. Honum finnst skamm- arlegt af Morgunblaðinu að láta eins og Einar Olgeirsson og Lúð vik Jósefsson séú hættulegir menn í stjórnmálum. Blaðið segir, að þeir Mbl.- menn geti „lesið í ræðum Ólafs Thors sitthvað um ágæti þess verks“ sem kommúnistar hafi unnið í nýsköpunarstjórnihni. Ennfrem- ur geti Mbl.-menn „kynnt sér hvernig nýsköpunarstefnan var framlag Sósíalistaflokksins“, eins og það er orðað í nefndri grein. Ekki hafi kommúnistar verið með horn í þann tíð, að dómi Sjálfstæðisflokksins, og ólíklegt, að þeim hafi vaxið horn úr höfði síðan. SÍMAHRINGING FYRIR 20 ÁRUM. Yfirleitt er Þjóðviljinn nokk- uð skrítinn um þessar mundir og kennir þar margra grasa. f blaðinu sem út kom 13. þ. m. eru svohljóðandi ummæli við blaðamann eftir rússneskum hershöfðingja, sem stjórnaði vöminni við Stalingrad fyrir 20 árum: „Þér eruð ekki sá fyrsti sem spyr um hlutverk Stalíns í vörn Stalingrads. Ég verð að segja það af fullri hreinskilni, að ég, sem hafði verið falin stjórn 62. hersins í vörn Stolin- grads, fékk aldrei minnstu ábendingu frá Stalin. Hann tal- aði aldrei við mig né sendi mér skeyti og gaf mér aldrei nein ráð.‘ Hann kom ekki í eitt ein- asta skipti á vígstöðvarnar, hvað sem kann að standa í bókum óvandaðra rithöfunda . .. . “ „ . . . . En Nikita Sergeivitsj hringdi til mín ....“. Einhverjum kann að finnast það skipta litlu fyrir íslendinga núna í ár, hvort það var Stalin eða Nikita Sergeivitsj (þ. e. Krusjeff), sem hringdi árið 1943. En fyrir hina stríðandi að- ila í Sosialistaflokknum hér, sem hrærast í andrúmslofti rússneskra stjórnmálaátaka, skiptir þessi símahringing fyrir 20 árum miklu máli. BREYTING Á SKÖTTUM OG GENGISFELLING? Frétzt hefur á skotspónum að sunnan, að ríkisstjórnin ætli að setja upp tollalækkunar-andlit næstu daga. Ætli svo að hækka skattana eftir kosningar, ef henni verði lífs auðið, og þá sennilega líka lækka gengi ís- lenzku krónunnar. Eins og stendur skiptir þó mestu máli fyrir þá, að komast af baki af Efnahagsbandalagsbykkjunni, og muni ekki víla fyrir sér að skera rassinn úr buxunum, ef með þarf, eins og pilturinn í Vogsósum. En ekki er víst að Blá Skjóna reynist betur, þótt dýr hafi verið á fóðrum og tamningamennirnir margir, út- lendir og innlendir. HIN ÞÖGLU SVIK. Arne Garborg (í þýðingu Bjarna frá Vogi) lætur sendi- boða úr Helheimi lýsa svo ógagni því, er hann gerði á jörðinni (og hlaut heiðursverð- laun fyrir): t „Ég kenndi mönnum hugarhik og helzt að sinna öngu því kunna margir hin þöglu [svik og þegja við öllu röngu.“ Þessar ljóðlínur ryfjar Helgi bóndi Haraldsson á Hrafnkels- stöðum upp nýlega í svari sínu til tveggja „Sjálfstæðisbænda“ í Flóanum. Honum finnst þeir taka linlega á móti, þegar geng- ið er á hlut landbúnaðarins. ALLSHERJAR RAFVÆÐING. Búnaðarþing samþykkti 9. þ. m. ályktun um rafmagnsmál. Var skorað á ríkisstjórnina að láta ljúka sem fyrst áætlun um allsherjar rafvæðingu á fimm árum. Jafnframt var samþykkt að fara fram á jöfnun raforku- verðs og að „leggja álierzlu á stórvirkjun á Norð-Austur- landi“. Ályktunin var samþykkt með 24 samhljóða atkvæðum, en einn búnaðarþingsfulltrúi var fjarstaddur og greiddi því ekki atkvæði. Drengileg samstaða fulltrúa úr öllum landshlutum, um jafnvægi í byggð landsins. Vinarbragð, sem Norðlending- um og Austfirðingum ber að muna. ÞINGSÆTIN FJÖGUR. Benedikt Gröndal segir í Al- þýðublaðinu sunnudaginn 17. febrúar, að búast megi við hörðum kosningaátökum um sjötta sætið á Suðurlandskjör- dæmi og fimmta sætið í Vest- fjarðakjördæmi og Vesturlands- kjördæmi, þar að auki geti orð- ið breytingar í Reykjavík. Með þessu gefur hann í skyn, sem sína skoðun, að svo geti farið, að Framsóknarflokkurinn vinni fjögur þingsæti. Eit$ þeirra er sæti hans sjálfs. Þeir, sem þetta lesa, minnast þess nú einnig, að hrollur var í Bjarna Benediktssyni þegar hann skrifaði áramótahugleið- inguna í Mbl. ÍSLENZK STJÓRNARVÖLD ÁLÍTA. .. . Mbl. 19 febrúar er mjög kampakátt yfir því, að Efna- hags- og framfarastofnun Evr- ópu, sem hafi á að skipa hinum „hæfustu sérfræðingum“ hafi í skýrslu um efnahagsþróun á ís- landi talið góðan árangur af „viðreisninni“. í skýrslu þessari segir m. a., samkv. frásögn Mbl., að „íslenzk stjómarvöld“ séu þeirrar skoðunar, að hagkerfið hér hafi betri aðstöðu til þess að standa undir kauphækkun- um frá 1962 en þeim, sem urðu á árinu 1961. Þetta minnir mig á skrýtluna: „Dýrleif í Parti sagði mér. En ég hafði áður sagt henni.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.