Dagur


Dagur - 03.04.1963, Qupperneq 1

Dagur - 03.04.1963, Qupperneq 1
Málgacn Fr.\msóknarmanna Ritstjóri: Erljncur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 Sími 1166. Setnincu og frkntun annast Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akurevri v / ----------------------------—s AUCLÝS1NGA|TJÓRI Jón Sam- . ÚKLSSON . ÁkcÁNGURINN KOSTAR KR. 120.00. OjALDDÁCl KR 1. JÚI.Í Blaðid kemiir út á mtdvikudöc- UM OC Á LAUGARDÖCUM, , ÞKCAR ÁSTÆÐA ÞYKIR TIL > ........................... *ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ«ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ4ÍÍÍ5ÍÍÍÍ5ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ^^ UPPTÖK JARÐSKJÁLFTANNA ERU TAL- IN VERA í MYNNI SKAGAFJARÐAR HINIR niiklu jarðskjálftar, sem hófust að kvöldi hins 27. marz og finnast öðru hverju enn, eiga upptök sín í mynni Skagafjarðar, 250 km frá Reykjavík. Mestur varð jarðskjálft- inn næst upptökununi, t. d. á Skaga, Sauðárkróki og Siglu- firði. Mikil hræðsla greip fólk og munu margir ekki bíða þess bætur í lengri tíma. Eignatjón varð hins vegar mjög lítið. Sprungur komu þó í stöku hús. Þessir jarðskjálftar eru taldir þeir mestu á Norðurlandi síðan 1934. Jarðfræðingar telja ekki hættu á svo miklum jarðskjálft- um, að menn þurfi að óttast um hús sín, og er vonandi að það álit þeirra sé á þekkingu byggt. 1 Ólafsfirði og á Siglufirði rofnaði rafstraumurinn þegar jarðskálftarnir urðu. Jók myrkrið mjög á ótta fólks og öng- þveiti. Ótal sögusagnir hafa borizt um viðbrögð manna þegar fyrsti og stærsti jarðskjálftakippurinn reið yfir með dunum og langvarandi kippum. Flestar bera það með sér að þá hafi menn fundið mjög til smæðar sinnar og vanmáttar. □ gjg| K, ' l Yí ,53 - JBjjiS : m\ Fruramælendur Hélgi Bergs og Hjörtur á Tjörn FRAMSÓKNARMENN í Öng- ulsstaðahreppi efndu til stjórn- málafundar að Freyvangi s.l. fimmtudagskvöld. Aðalræðu- menn fundarins voru þeir Helgi SKEMMTIKVÖLD í NÝJA-BÍÓ Á fimmtudags- og föstudags-;; kvöld verða kvöldskemmtanir í Nýja Bíó á vegum FUF hér ;j í bæ. í; Þar syngur hinn kunni ten- órsöngvari Guðmundur Guð-1; jónsson, þar skemmtir Jón Gunnarsson með eftirhermum og gamanþætti og Jóhann Ög-1; mundsson fer með gamanvís- ur. Þá verður bingó spilað og eru vinningarnir til sýnis í glugga Jám- og glervörudeild- ar KEA og munu þeir vera á 16. þúsund kr. að verðmæti. Bergs ritari Framsóknarflokks- ins og Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn og fjórði maður framboðslista Framsóknarflokks ins í Norðurlandskjördæmi eystra. Formaður félagsins í Önguls- staðahreppi, Kristinn Sigmunds son bóndi á Arnarhóli, setti fundinn og stjórnaði honum. Að erindum frumælenda loknum voru veitingar fram bornar, en síðan hófust umræður og stóðu þær fram yfir miðnætti. Helgi Bergs talaði um stjórn- málaviðhorfið, en Hjörtur E. Þórarinsson um landbúnaðar- mál og sagðist báðum vel, sem vænta mátti. Blaðið væntir þess, að Hjört- ur riti hér í blaðið grein eða greinar um landbúnaðinn á næstu vikum og verður ræða hans því ekki endursögð hér. Á þessari mynd sést sú vél, sem fitusprengir „homogeniserar ‘ flöskumjólkina. (G. P. K. tók báðar myndimar.) Fundur Framsóknarmanna Við hina nýju áfyllingarvél stendur Ingólfur Ármannsson og hefur tæpast við að taka flöskur frá. NÝR ÁFANGI í MJÓLKUR- IÐNAÐINUM Á AK. Mjólkin fitusprengd og litaðar flöskur úr léttu en sterku gleri, teknar í notkun fyrir skömmu HINN 26. marz s.l. voru tekin í notkun hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri ný vélasam- stæða, sem fitusprengir mjólk- ina, gerilsneiðir og þvær mjólk- urflöskurnar, fyllir þær og lok- ar með málmhettu. Flöskurnar eru af nýrri gerð, áður óþekktri hér á landi. Glerið er litað, til þess að útiloka skemmdir af völdum ljósgeisla (þráabragð), og glerið er sterkara en venju- legt gler og ennfremur léttara. í Freyvangi Hins vegar verða nokkur atriði úr ræðu Helga Bergs rakin hér í blaðinu og fleiri blöðum. Hann sagði efnislega: (Framhald á blaðsíðu 5.) Helgi Bergs. Hinar nýju vélar eru sjálf- virkar og eru með 3 þús. flösku afköst á klst. Fitusprenging mjólkurinnar er nýjung hér, eykur geymsluþol og bætir bragð. Vélar þessar múnu hafa kostað hátt á aðra milljón kr. Fréttamönnum var boðið að skoða þær og var gaman að sjá, hve haganlega þær vinna. Hér er um einn áfanga að ræða í eyfirzkum mjólkuriðnaði, sem bar nokkurn veginn upp á 35 ára afmæli samlagsins. Mjólkuriðnaðurinn á Akur- eyri var lengi í fararbroddi og ruddi brautina. Og enn eru hvergi á landinu framleiddar betri mjólkurvörur. Menn þakka gjarna forstjórn fyrirtækja, þegar vel gengur. Sami maður hefur veitt Mjólk- ursamlagi KEA forstöðu frá fyrstu tíð, og er það Jónas Krist jánsson. Án þess að vanmeta störf hans, er einnig vert að minnast þess, að mjólkuriðnað- urinn á Akureyri er stofnaður og borinn uppi af samtökum fólksins í héraðinu, sem ein grein í fjölþættu samvinnustarfi. Akureyringar eru vanir ágæt- um mjólkurvörum og meta þær að verðleikum. Þeir fagna enn nýjum áfanga í farsælli þróun mjólkuriðnaðarins á Akureyri. SALÓMON SVARTI SALÓMON SVARTI, barnabók Hjartar Gíslasonar á Akureyri, er nú komin út á þýzku í stóru upplagi. Þýðandi er Sigrún Sveinsson, íslenzk kona, búsett í Júgóslavíu. Áður hafa barnabækur Hjart- ar, bæði Salómon svarti og Saló mon og Bjartur komið út á norsku og verið getið þar vin- samlega. Bókaforlag Odds Björnssonar hefur komið bókunum á fram- færi við hina erlendu aðila. □ í SAMBANDI við tækniskólafrumvarpið, sem leiðari blaðs- ins fjallar um í dag, liafa alþingismenn rætt allmikið um fyrirkomuiag iðnfræðslunnar hér á landi og hugsanlegar breytingar á því. Þeirri stefnu vex nú sýnilega fylgi, að opna ungu fólki leið til að fá nauðsynlega verklega tilsögn og æfingu á vegum iðnskólanna, en hingað til hefur eina leiðin verið sú, að ráða sig í vinnu hjá meisturum og er þetta raunar aldagamalt fyrirkomulag, og upp runnið í öðr- um löndum. En nefnd manna vinnur nú að því á vegum hins opinbera, að endurskoða iðnfræðsluna í heild. En Akureyringar og fleiri ættu þá að minnast þess, að ekki er ástæða til að láta Reykvíkinga eina um að ræða þau mál og gera tillögur um lausn þeirra. Rödd landsbyggðarinnar þarf að heyrast oftar en raun ber vitni, bæði á þessu sviði og öðrum. □ \

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.