Dagur - 11.04.1963, Side 4

Dagur - 11.04.1963, Side 4
Misheppnuð árás FORSTÖÐUMAÐUR Fræðsludeildar S. í. S., Páll H. Jónsson, hefur sent blaðinu svargrein við skrifum Braga Sigurjóns- sonar í Alþýðumanninum á þriðjudag- inn, og fer hún hér á eftir: Bragi Sigurjónsson ritstjóri og fram- bjóðandi fer furðulegum orðum um starf- semi Sambands íslenzkra samvinnufélaga í blaði sínu, Alþýðumanninum, í gær. Fer þar saman fullkomið kæruleysi um heim ildir og óprúttni í málflutningi. Hann segir frá „lirörnandi lífsþrótti S. í. S.“, að „Sambandið þjáist af uppdrátt- arsýki umsetningartregðu‘‘, að heildsala þess standi langt að baki heildverzlunum einstaklinga, að kaupfélögin forðist við- skipti við það eftir megni og að lokum óttast hann ,að þetta allt geti orðið að „ólæknandi hrörnunarsjúkdómi“. Margt fleira segir hann í sama tón. Heildsala Sambandsins er heildsala 57 samvinnufélaga, og er um marga hluti harla fjarskyld öðrum heildsölum. Söluaukning innflutningsdeildar S. f. S. á árinu 1962 mun vera nálægt 45%, miðað við árið á undan, véladeildar nl. 65%, iðnaðardeildar nl. 25%. Heildar söluaukning þessara aðalsöludeilda Sam- bandsins mun vera nl. 200 millj. króna á síðastliðnu ári og sennilega aldrei verið meiri. Auk þess er stóraukning á sölu út- flutningsdeildar, bæði landbúnaðarvörum og sjávarafurðum. Bragi má því Játa huggast og ætti svo að vanda betur til heimilda næst, eða a. m. k. að gæta sín betur, ef hann býr til heimildimar sjálf- ur. Ef Bragi veit um eitthvert kaupfélag, sem er meðlimur í S. f. S., en verzlar þar ekki, er það góða félag að svíkja sjálft sig og sinn eigin félagsskap. Ef til vill er hann til með að nefna nafn þess. Þá sakar Bragi leiðtoga Sambandsins, og þá væntanlega kaupfélaganna Iíka, um að þeir láti „flokksnýta“ S. f. S. Vill Bragi segja frá dæmum þess, að mönnum sé neitað um félagsréttindi og verzlun í kaupfélögunum af pólitískum ástæðum? Hvemig stendur á því, að á sömu blað- síðu og hann birtir ósannindi sin um Sambandið, segir hann um flokksbróður sinn, að hann hafi „um mörg ár átt sæti í félagsráði K. E. A.“? Hvers vegna er ekki búið að henda honum þaðan út í yztu myrkur pólitískrar fordæmingar? Hvernig stóð á því, að fyrir tæpu ári síð- an lýsti einn af ástvinum Braga í Sjálf- stæðisflokknum yfir því á fjölmennum fundi, að hann flytti Framsóknarflokkn- um sínar beztu þakkir fyrir allan þann stuðning, fyrr og síðar, sem hann hefði veitt samvinnufélögunum í landinu? Það eru margar spumingar, sem Bragi þarf að svara, um leið og hann nefnir heimildarmann simi að upplýsingunum um S. f. S. Það er hins vegar fagnaðarefni fyrir kaupfélagsfólkið um allt land, að þrátt fyrir mjög vafasaman aðbúnað stjómar- valdanna, hefur leiðtogum Sambandsins auðnast að gera mun betur en halda í horfinu. Og á mörgum sviðum öðrum en beint í verzluninni er um grósku að ræða, sem Braga er vorkunnarlaust að vita um, ef hann vill. Efalaust er hann sjálfur kaupfélagsmaður og um leið fé- lagsmaður í Sambandi ísl. samvinnufé- laga. (Framh. á bls. 7). ALLA ÆVI Í TV í heimsókn til frú Láru miðils, meðal fjölda „ósýnilegra gesta“. Frúin svarar nokkrum spurningum blaðsins ÞÓTT ég hafi aldrei á miðils- fund eða skylda fundi komið, hafa umræður um dulræn efni fyrr og síðar vakið mér velvilj- aða forvitni. Og í vetur, þegar ein af húsmæðrum bæjarins, sem jafnframt er talin einn af fremstu miðlum álfunnar, þeirra er nú lifa, varð fyrir verulegu aðkasti í blöðum og útvarpi, á- kvað ég að hitta hana að máli, bjóða henni að leggja orð í belg og kynnast um leið þeirri konu, sem alla æfi hefur lifað í tveim heimum. Og þessi kona er frú Lára Ágústsdóttir, Bjarmastíg 3 á Akureyri, eða Lára miðill, eins og hún er oftast nefnd og flest- ir landsmenn munu við kannast og fjöldi fólks af eigin reynslu. En heimsóknin dróst á lang- inn, m. a. vegna veikinda Láru, en einnig vegna þess, að ég taldi mig síður viðræðuhæfan á sviði dulrænna efna, er snerta hvers konar dulskyggni, miðilsstörf, skyggnilýsingar, andlegar lækn- ingar og hvað það nú heitir allt saman, en um flesta aðra hluti. Ég herti að síðustu upp hug- ann, fór heim til hinnar dul- skyggnu konu. Og þeir lesendur Dags, sem það vilja, geta komið með, hafandi það í huga, að frú- in er ekki eins og fólk er flest, hefur rúma sex tugi ára að baki og eitt hið ævintýralegasta líf og starf, sem um getur. Jafn- framt því að lifa hinu borgara- lega lífi meðal okkar hinna, sem eiginkona, húsfreyja og móðir, er hún með annan fótinn í öðr- um heimi eða annarri veröld, ef svo óskáldlega má að orði kom- ast. Hún hefur verið skyggn frá barnæsku og verið hrifin að nokkru frá venjulegu veraldar- vafstri yfir á önnur svið, okkur hulin, flestum. í því vafstri hef- ur veröldin stundum farið um hana köldum höndum. Frú Lára þekkir margar hinar mestu þján ingar af eigin raun. Henni hefur verið hent á götuna í höfuðborg- inni, hreinlega verið borin út og þurfti þá að biðjast gistingar á lögreglustöðinni. Hún hefur orð ið að þola mænustungur og raf- magnssturtur á Kleppi og heilan vetur þurft að búa í óinnréttuð- um bragga, með stóran koksofn á miðju gólfi og bert bárujárnið, þar sem allt gaddaði og fraus í köldum veðrum. Stundum varð hún að þýða kaffipokann, áður en hægt var að hella upp á könn una. Þá gerði kuldabólgan sig heimakomna og settist að á höndum og fótum. Og þar fædd ist fyrsta dótturbarnið hennar. Þetta var síðasti dvalarstaður frúarinnar í Reykjavík. Lára segir svo frá, að hún hafi oft fengið bendingu um að fara til Akureyrar. „Hér á Akureyri hef ég líka fyrst fundið, að ég ætti heima, fyrir utan mína fæðingar sveit“, sagði frú Lára eitt sinn. En þessir tímar og uppgjör við þjóðfélagið eru langt að baki. Langt síðan staðið var upp frá hr-einu borði og síðar skotið traustum rótum í nýjum jarð- vegi, í höfuðstað Norðurlands. En nú erum við komin að Bjarmastíg 3. Steingrímur, eig- inmaður Láru, Sigursteinsson, stendur í dyrum úti og opnar hurð upp á gátt og þar kemur húsfreyja, heilsar glaðlega og segir um leið: Þú ert ekki al- deilis einn á ferðinni. Það var búið að taka tvisvar í hurðar- húninn, áður en þú komst, og svo fer maður á undan þér hérna inn. Það er þá strax að byrja ballið, hugsa ég. Ég var leiddur til stofu. Þar var hlýtt og bjart, og þar vitnar margt um listfengan hagleik húsmóð- urinnar. Frú Lára er gjörfuleg kona, dökk á brún og brá, skiptir vel litum, hefur skær og opin augu, horfir beint á þann, sem hún tal ar við. Hún er eflaust skapheit kona og viðkvæm. Aðkenning af slagi hefur skilið eftir örlítil merki vinstra megin í andlit- inu og vinstri höndin er ekki fullkomlega styrk. Að öðru leyti er frúin að öllu vel á sig komin og býður af sér góðan þokka. Hún leynir ekki geðbrigðum, hefur sína skoðun á hlutunum og lætur hana umbúðalaust í Ijósi. Leitar oft staðfestingar hjá „Steina“, eiginmanninum, um minnisatriði, svo sem nöfn og ártöl og lætur fara vel um blaða mann að þessu sinni, þótt hún hafi séð sig til neydda að vísa einum a. m. k. úr þeirri annars ágætu stétt á dyr. Mér líður strax vel og eftir örlitla stund kemur húsbóndinn með góðan kaffisopa. En ekki erum við fyrr byrjuð á kaffinu en frúin segir að hér sé komið fólk, sem vilji tala við mig. Margt fólk. Það var sannarlega gestkvæmt þetta kvöld, þótt ég sæi nú raunar engan nema þau hjónin þar í stofunni. Frú Lára horfir framhjá mér, stundum hvössum augum, lýsir þeim, sem koma og segir hvað þeir vilja. Ég spyr eftir einu og öðru og fæ greið svör. Einkum spyr ég um þá, sem ég hef þekkt vel og óska skýringar á sumu því, er þeir hafa að segja. Ég bið frúna að herma eftir pabba heitnum, sem þarna kom og hafði eitt og annað við mig að tala. Hún gerði það, líkti eftir málfari hans og kækjum, hvort tveggja svo, að ég undraðist. Pabbi vísaði á skjöl, sem ekki máttu glatast, minntist á fjöl- skyldumál, sem hér verða ekki rædd og margt fleira. Líka var ég beðinn fyrir nokkur skila- boð, sem ég ekki skildi nema að nokkru leyti o. s. frv. Allt svipað því, sem margir hafa vitn að í bókinni „Lára miðill." Og hvað veit nú frú Lára um allt þetta, hugsaði ég, eða eru hinir framliðnu virkilega hér að láta vita af sér og láta gott af sér leiða? En um þessi efni hafa margir brotið heilann, bæði fyrr og síðar. Tíminn leið fljótt þetta kvöld og ég hugsaði mér að ganga úr skugga um ýmislegt, sem ég átti að geta sannreynt. Ég tók mér ferð á hendur, nokkrum dögum síðar, til að leita skjal- anna. Þau voru þar, sem til var vísað, og svo nákvæmlega hafði verið til þeirra sagt, að ég hefði getað þreifað eftir þeim með bundið fyrir augun, eftir að ég var kominn á staðinn. Um þessi skjöl vissi enginn af mínu fólki hvar væru niður komin, né um tilvist þeirra yfirleitt. Þetta er nefnt sem dæmi. Mörg önnur mætti engu að síður nefna, er voru jafn glögg og reyndust sönn. Um sum veit ég ekki enn þá. Ég nefni þetta dæmi um skjölin hans pabba, vegna þess að þar voru vitni að, er þau fundust. Og í öðru lagi vegna þess að aldrei hefur Lára komið þar og þekkir ekki það fólk, sem þar á hlut að máli. En nú er bezt að gefa frú Láru orðið, því að hún hefur orðið við þeim tilmælum, að svara nokkrum spurningum blaðsins. Hvernig hefur þér liðið í vetur, frú Lára? — Því er fljótsvarað. Mér hef- ur oft liðið mjög illa síðan ég fékk þessa lömun í byrjun des- ember. Ég þreytist fljótt og á erfitt með svefn. Læknar telja, að ég hafi feng- ið snert af heilablæðingu, og hafi það orsakað þessa lömun í andliti og handlegg vinstra meg- in. Eins og gefur að skilja, hef ég ekki getað sinnt heimilisverk um og hefur maðurinn minn orðið að vera heima af þeim sök um og ekki getað stundað sína atvinnu nema að litlu leyti. Ein- hvers staðar munu jólin hafa verið skemmtilegri en hjá okk- ur. Sennilega hefur þeim, sem árásirnar gerðu á mig í útvarpi og blöðum um það leyti, fundizt það auka jólagleði sína — og er vel ef svo hefur orðið. Árásir þær komu frá mönnum, sem ég þekki ekki neitt og hef aldrei séð, mér vitandi. Segja má að ég hefði átt að þola þetta, en nú var líkamsþrek mitt svo bilað, að ég kiknaði. Árásin kom ó- vænt og úr hörðustu átt, m. a. frá hámenntuðum embættis- mönnum, sem töldu sér sæma að vega að heilsulítilli og varn- arvana konu hér norður í landi. Eitthvað frekar um útvarp og blöð í þessu sambandi? Frá 1. des. og fram yfir ára- mótin var ríkisútvarpið með sí- felld skrípalæti í ljóðum og leik á kostnað annarra. Þó tók út yf- ir allan þjófabálk á gamlárs- kvöld, eins og þér og fleirum mun eftirminnilegt. Svo komu á milli hátíðlegar hugvekjur um hve mikið af fróðleik þessi stofn un flytji landslýðnum. Það má vel vera, að sumum líki svívirð- ingar, sem það lætur frá sér fara í hinum svokölluðu skemmtiþáttum, en fæstir held ég þó að hafi óblandna ánægju af slíku. Eiga ekki að vera tak- mörk fyrir því, hvað útvarpið lætur frá sér fara af mann- skemmandi ummælum? Ég vildi, að á gamlárskvöld í vetur hefðu einhverjir af æðstu ráða- mönnum ríkisútvarpsins verið staddir hjá mér — og verið skyggnir — og séð hið sama og ég sá, er leikið var leikritið um morðið. Ég held að þeim hefði ofboðið og þeir ekki vilj- að eiga hlutdeild að slíkum leik- araskap. Hæfileikana áttu ennþá, frú Lára? Bæði blöð og útvarp hafa stundum fjallað um málefni, sem þau ekki bera mikið skyn- bragð á. En mér kom mjög á ó- vart, þegar blöð þess stjórnmála flokks, sem ég hef fylgt um tugi ára, birtu um mig verstu svívirðingarnar, sem hægt var að grafa upp. Mun ég vissulega endurskoða afstöðu mina til slíkra málgagna og manna. En eitt get ég sagt þeim, að ekki hefur tekizt að svipta mig hæfi- leikum mínum. Hæfileikana hlaut ég í vöggugjöf og það verð ur aldrei á valdi manna að svipta mig þeim. Þrátt fyrir all- ar þær þjáningar, sem ég hef lið ið, tel ég mig samt hafa lifað til einhvers. Þjáningarnar hafa þroskað mig. Sá sem aldrei líð- ur, skilur heldur ekki þjáning- ar annarra. Þegar bókin þín kom út? Ég átti raunar alltaf von á að kalt blési að mér frá suðri, eftir útkomu bókar minnar. Nokkru áður en óveðrið skall á, sá ég ým islegt af því, sem í vændum var, og sagði það bæði manninum mínum og nokkrum kunningj- um. Sumt af því sem ég sagði frá, skrifaði maðurinn minn niður þá strax. Þá höfðu öll Akureyrarblöðin farið vin- samlegum orðum um efni bókar minnar, og eins dagbl. Tíminn í Reykjavík. Þetta gladdi mig vissulega, og eins fékk ég mörg góð bréf víðsvegar að, frá mér óþekktu fólki. Fyrir þetta allt er ég mjög þakklát. Og þín hefur eitthvað verið get- ið í erlendum blöðum? Já, ég varð ekki lítið undr- andi, þegar ég las í dagbl. Vísi, 4. jan. sl. viðtal, sem Jónas Þor- bergsson hafði átt við amerískt stórblað. Þar fer Jónas um mig ærumeiðandi orðum, um leið og hann tilkynnir umheiminum að 5 Lára Ágústsdóttir. GÍSLI GUÐMUNDSSON, alþingismaður: LAND OG ÞJÓÐ hin fræga leikkona Marilyn Monroe hafi gert vart við sig gegnum miðilinn Hafstein Björnsson. En mér komu um- mæli Jónasar um mig á óvart og tel þau koma úr hörðustu átt. Jónas var nýlega búinn að skrifa bók um dulræn efni og hann skrifaði mér síðar bréf, þar sem hann segir m. a.: Bókin um þig sannar og sýnir þína stór kostlegu miðilshæfileika. Sjálf- ur hefur Jónas Þorberjsson komið inn á mitt heimili sem kunningi og hafði þá bænamál á vörum. Hann hefur einnig set- ið fundi hjá mér. Ég tel þá túlk- un á spíritismanum, sem fram kemur í viðtali Jónasar, vera landi og þjóð til vansæmdar. Heíur þú utanferð í huga? Ég hef verið beðin að koma bæði til Englands og Danmerk- ur, en ekki getað sinnt því heilsu minnar vegna og annarra ástæðna. En þegar ég var síðast í Englandi, hafði ég smá-skyggni lýsingar þar, og var skrifað um þær í enskt spiritistablað. Mér hafði tekizt að færa fram merki- legar sannanir á þessum litlu fundum, þrátt fyrir kunnáttu- leysi mitt í málinu. Þeir, sem birtust mér, töluðu ensku, og ég reyndi að hafa orðin upp eftir þeim, án þess að skilja nema hrafl í því, sem þeir sögðu. Um þetta allt má lesa í blaðinu Psychic News, í júlí 1957. Séra Jón Aúðuns dómprófast- ur hefur séð ástæðu til að senda mér eitraðar pillur á opinberum vettvangi. Honum ætla ég ekki að svara öðru en því, að ég hélt að framámenn Sálarrannsóknar félagsins ætluðu sér að leita sannleikans, hvar sem hann væri að finna, en færu ekki í manngreinarálit að óreyndu, með því að stimpla suma hvíta og aðra svarta, sem að dulræn- um málefnum vinna. „Sannleik- Urinn mun gera yður frjálsa11, sagði meistarinn frá Nazaret. Dómprófasturinn í Reykjavík mætti hugleiða þau orð með sjálfum sér, segir frú Lára, og það leynir sér ekki, að margend- urtekið aðkast úr ýmsum áttum hefur gert henni þungt í skapi. Ferðu með bænir áður en þú sofnar á kvöldin? Já, bænin er mikill bjargvætt- ur. Ég sofna aldrei svo á kvöld- in, að ég lesi ekki í hljóði góðu bænirnar, sem hún amma mín kenndi mér. En bezt finnst mér verka þær bænir, sem ég bið frá eigin brjósti fyrir sjúkum og sorgmæddum, er hafa beðið mig um liðveizlu. í þögninni á kvöld in finnur maður margt og lærir margt. Þá hvílist sál manns, en útgeislun bænarinnar tekur á sig margvíslegar myndir og mað ur kemst í snertingu við dulin öfl og æðri heima. Við myrkra- höfðingjann hef ég aldrei orðið vör, enda er mér illa við myrk- ur. Sýnir mínar sé ég yfirleitt í björtu, gjarnan í glaðasólskini, úti sem inni. Að þessu get ég ekkert gert og þetta tekur eng- inn mannlegur máttur frá mér. Ég er einu sinni svona — og verð að vera svona. Þú minntist á sjúka og sorg- mædda. Leggurðu stund á lækn- ingar? Margir þeir, sem til mín leita, telja sig hafa fengið bót meina sinna. En það er ekki ég, sem lækna fólk. Ég fer hjá mér, þeg- ar fólk er að þakka mér fyrir eitthvað af því tagi. En ég er þó þakklát, svo innilega þakklát og glöð. Ég veit ekkert dásamlegra. Mér verður svo hlýtt um hjart- að af góðum hug fólksins. Ég er víst mörgum næmari fyrir góðu og ekki góðu. En í sam- bandi við lækningarnar eru þrír framliðnir menn, allir læknar, tveir íslenzkir og einn persnesk- ur með stóran túrban. Þeir vitja mín reglulega á vissum tímum sólarhringsins og gera þá vart við sig, eins þótt ég sofi. Ég hef það þannig, að skrifa nöfn hinna sjúku og heimilisföng á miða, sem ég læt svo á vísan stað í herberginu. Staðirnir eru reynd ar tveir, og frúin sýnir mér þá. Það bregst ekki að læknarnir banka þegar þeir koma, og æfin lega er bankið á þeim stað, sem miðinn liggur. Læknarnir eiga það til að hafa hátt, ef ég sinni þeim ekki strax og heyra þá fleiri til þeirra en ég, segir Lára. Ég varð nú læknanna raunar var eftir kl. 12 á miðnætti þetta kvöld. A .m. k. heyrði ég bank- ið og Lára gekk þá strax inn í „miða“-herbergið, en engan mér sýnilegan gest bar að garði. Segja þeir þér þá frá árangri lækninganna? Stundum, en stundum komast þeir ekki að sjúklingnum. Það kemur oft fyrir að ég er látin flytja skilaboð um meðferð veikra manna. Og mér er oft „sýnt“ heim til sjúklinganna, þótt þeir séu á öðru la'ndshorni. Kemur nokkuð skemmtilegt fyr ir í því sambandi? Já, já, eins og gengur og ger- ist alls staðar, getur sitthvað skemmtilegt borið við. Hérna liggur t. d. bréf úr öðrum lands- fjórðungi, frá konu. Hún hafði áður beðið mig um aðstoð vegna sjúkrar dóttur sinnar. Mér var „sýnt‘‘ heim til dótturinnar og vinir mínir að handan sögðu hvað að væri og hversu með skildi farið. Meðal annars þurfti dóttirin að hafa sérstakt matar- æði, enda barnshafandi. Þetta allt skrifaði ég móðurinni. Og hérna er svo bréfið, segir frú Lára, þar sem hún er að þakka fyrir hjálpina. Hún var hissa á því að frétta það hjá mér, að dóttirin ætti von á barni. Það vissi hún alls ekki fyrr en, bréf- ið kom frá mér. Þetta reyndist rétt og nú líður stúlkunni ágæt- lega og kennir sér einkis annars meins en þess, sem alltaf tekur sína 9 mánuði. Oft er ég beðin að vísa sjúk- lingum til sérstakrá lækna og geri ég það að sjálfsögðu. Verður þú fyrir ónæði vegna hæfileika þinna, þegar þú ert að heiman? Já, oft. Hvernig ætti líka ann- að að vera. Ég fer aldrei í felur og fellur ekki pukur af neinu tagi. En fólkið er flest svo gott, að það veitir mér styrk og eyk- ur mér ánægjustundir. Og svo eiga margir við mig erindi, sem farnir eru héðan. Ég var t. d. einu sinni að horfa á kvikmynd hérna á Akureyri, var boðið þangað af vinum mínum. En fljótlega var mér sagt að fara heim og fannst mér talað við mig stundarhátt. Ég vildi heldur (Framhald á blaðsíðu 7). ÁRIÐ 965 var landinu skipt í landsfjórðunga. Um það segir Ari fróði í íslendingabók: „Þá taldi Þórður gellir tölu um að Lögbergi, hve illa mönn- um gegndi að fara í ókunn þing að sækja of víg eða harma sína og taldi, hvað lionum varð fyrir áður hann mætti því máli til laga koma, og kvað ýmissa vand ræði mundu verða, ef eigi réð- ist bætur á. Þá var landinu skipt í fjórðunga svo að þrjú urðu þing í hverjum fjórðungi — nema Norðlendingafjórðungi voru fjögur — en síðan voru sett íjórðungaþing. Svo sagði oss Úlfhéðinn Gunnarsson, lög- sögumaður.“ Þessi skipting landsins í f jórð- unga, sem kenna má við hinn málsnjalla Breiðfirðing, Þórð gelli, reyndist ekki neitt stund- arfyrirbrigði í stjórnmálum þjóð veldistímans. Landnám voru skráð eftir Iandsfjórðungum, Eftir að þjóðveldið leið undir lok á 13. öld, hélzt fjórðunga- skipunin áfram öld eftir öld, bæði í veraldlegum málum og kirkjumálum. Á 18. og 19. öld lifði hún af fall Alþingis og end- urreisn. Og enn í dag helzt hún ekki aðeins í vitund almenn- ings, heldur einnig við margvís- lega meðferð mála á ýmsum sviðum, þótt ekki sé nú lengur litið á fjórðungana sem stjómar- farslegar lieildir innan ríkisins. Árið 1874 héldu íslendingar hátiðlegt þúsund ára afmæli landsbyggðarinnar, og árið 1930 þúsund ára afmæli Alþingis á Þingvöllum við Öxará. Sú tízka hefur nú rutt sér til rúms, að minnast með hátíðahaldi og stundum einnig á annan hátt merkisafmæla ýmis konar fé- laga og þjóðstofnana eða mikilla viðburða í þjóðarsögunni, 25 ára afmæla, 50 ára afmæli, aldaraf- mæla o. s. frv. Því þá ekki að minnast þess, þegar þar að kem- ur, að landsfjórðungamir eiga 1000 ára afmæli eftir rúmlega tvö ár, árið 1965? í þessu sambandi á þjóðin þess kost að halda afmælishátíð, sem lengi mundi verða minnzt, og til þess er nú ærið tilefni. Hún getur lialdið upp á þúsund ára afmæli landsfjórðunganna ár ið 1965, með því fyrst og fremst að endurreisa þá sem ríkishluta með takmörkuðu sjálfstæði í þeirri mynd, sem nú þætti við eiga eða a. m. k. með því að undirbúa slíka endurreisn. Af mörgum myndi því verða vel fagnað, að slík afmælisliátíð yrði' haldin. Hugmyndin um endurreisn Iandsfjórðunganna er ekki ný, þótt það kunni að vera nýmæli að tengja liana við þúsund ára afmæli þeirra. Fyrir einum ára- tug eða svo gerði fjórðungssam- band Austfirðinga tillögu um að skipta landinu í fylki, þann- ig að í hverju fylki væri fylkis- stjórn og fylkisþing, sem færu með ýmis mál, er fylkið varðaði sérstaklega, og var þá gert ráð fyrir, að sérmál fylkjanna og valdssvið fylkisþinga og fylkis- stjóma yrði ákveðið í stjórnar- skrá lýðveldisins. M. a. kom fram tillaga um, að efri deild Alþingis yrði skipuð fulltrúuin, sem kjörnir væru á fylkisþing- um. Sumir þeirra, sem að þess- um tillögum stóðu, voru einnig fylgjandi gleggri aðgreiningu framkvæmdavalds og löggjafar- valds en nú á sér stað, og er það raunar annað mál. Þess hefur orðið glögglega vart, að margir aðrir en Aust- firðingar hafa verið fylgjandi hugmyndinni um fylkin og sér- málastjórn þeirra. Hingað til hef ur hún þó átt nokkuð erfitt uppdráttar, og er það vel skilj- anlegt. Þótt landsfjórðungarnir sem slíkir eigi jafnan rík ítök í hugum manna, ekki sízt utan höfuðborgarinnar, er skipting þess valds, sem nú er í höndum Alþingis og ríkisstjórnarinnar ó- neitanlega mál af því tagi, að mikillar íhugunar þarf við. En síðan tillagan kom fyrst fram, hafa ýms þau tíðindi orðið í þjóðfélagsmálum, sem gera það aðkallandi, að málið verði sem íyrst tekið upp til ýtarlegrar meðferðar. Vegna liraðvaxtar Stór-Reykjavíkur og tilsvarandi fólksfækkunar, beinnar eða lilut fallslegrar, í ölluin landshlutum utan Kjalarnessþings, svo og ný lega gerðar breytingar á stjórn- arskránni, verður landsbyggðin, sem nú er í hættu, að leita sem fyrst hvers konar úrræða, sem duga mættu henni til þess að vernda tilveru sína og tryggja framtíð sína, enda þjóðarlieild- inni og sjálfstæði landsins fyrir beztu, að svo sé gert í tæka tíð. Með fólkinu, sem flytur bú- ferlum af landsbyggðinni til Stór-Reykjavíkur hverfur það- an vinnuafl og fjármagn. En fleira kemur hér til. Borgin með sínar mörgu valda- og menning- armiðstöðvar, dregur til sín í sí- vaxandi mæli, þann hluta liinn- ar yngri kynslóðar, sem sérstak- lega hefur lagt stund á að afla sér sérþekkingar á ýmsum svið- um eða gerir sér von um að hafa skilyrði til forystu af ein- hverju tagi. Það er mikilsvert fyrir framtíð landsbyggðarinn- ar, að hér geti orðið einhver breyting á. Miðstöðvunum og aðdráttarafli þeirra þarf að dreifa, og skapa með því jafn- framt betri skilning og nánari þekkingu á þörfum landsbyggð- arinnar og viðfangsefnum. Ef skiptmg landsins í fylki gæti haft álirif í þá átt, er hún þess verð, að barátta séð liáð til að (Framhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.