Dagur - 29.05.1963, Blaðsíða 5
4
m
SOt s. :;=:y
lollviA llC'l
ur o
rAiA
)
Æskan við
kjörborðin
ÞAÐ ERU ávallt merk tímamót í ævi
hvers æskumanns, er hann eða hún hafa
náð þeim aldri að geta með atkvæði sínu,
tekið þátt í kosningum til Alþingis, eða
sveita- og bæjarstjórna.
Æska dagsins í dag, sem þennan rétt
hlýtur, er fyrir margra hluta sakir, vel
undir það búin að taka afstöðu til flokka
og málefna þeirra. Æska dagsins í dag,
er yfirleitt, vel menntuð, hefur alizt upp
við lífsskilyrði, sem að mörgu leyti eru
betri en sú kynslóð ólst upp við, sem nú
er orðin miðaldra eða meira.
Æska dagsins í dag, þekkir af sögunni,
þá reynslu, sem fengizt hefur af öfga-
flokkunum til hægri og vinstri. Hún þekk
ir fall nazismans, sem endaði með siðustu
heimsstyrjöld, og öllum þeim hörmung-
um, sem henni fylgdu. — Hún þekkir
öfgadýrkun línukommúnista, sem sjá
þjóðarþarfir fslendinga, gegnum rússnesk
gleraugu. Hún þekkir Stalinsdýrkunar-
tímabilið, og hið mikla fall hans er hon-
um var hvarvetna í rauða Rússlandi,
hrundið af stalli, og nafn hans máð úr
sögunni. Hún þekkir einnig feril Alþýðu-
flokksins, sem nú má segja, að sé orðinn
deild í fyrrverandi andstöðuflokki. Hún
veit enn fremur að Alþýðuflokkurinn er
eigi lengur vörður alþýðunnar í kjara-
baráttumálum hennar. Nægir í því sam-
bandi að benda á togaradeiluna, sem stóð
um sex mánaða skeið sl. ár, og gengisfell-
inguna 1961, er svifti launþega þeirri
litlu kjarabót, er þeir höfðu náð með
frjálsum samningum.
Æska dagsins í dag, þekkir Sjálfstæðis-
flokkinn, sem öllu öðru fremur, er full-
trúi auðjöfra þessa lands. 1 skjóli þess
flokks þróaðist unglingahreyfingin með
hinar „hreinu hugsanir“, eins og það var
orðað af leiðandi manni flokksins á
valdatímum Hitlers. Þessi flokkur lofaði
þjóðinni fyrir síðustu kosningar að halda
dýrtíðiimi niðri, en eftir valdatökuna,
kom hann af stað óðadýrtíð. Hann lofaði
einnig að landhelgin, 12 mílur, sem við
höfðum yfirleitt fengið viðurkennda,
skyldi eigi skert. Eftir valdatökuna gerði
hann ásamt Aiþýðuflokknum, hinn ill-
ræmda samning við Breta. Hann stefnir
að því, að gera þá ríku ríkari og þá fá-
tæku fátækari, og hagar allri sinni stjóm-
arstefnu í samræmi við það. Nægir í því
sambandi að benda á skattalöggjöf flokks-
ins, sem afgreidd var á kjörtímabilinu.
Sú dýrtíðaralda sem flokkurinn hefur
magnað er nú þegar orðin svo geigvæn-
leg, að æska þessa lands, stendur ráð-
þrota. Heimilamyndun er nú orðin svo
kostnaðarsöm, að engar venjulegar launa-
tekjur nægja til að standa undir þeim
kostnaði, enda mun til þess ætlaSt að þeir
ríku byggi og að ahnenningur búi í leigu-
íbúðum.
Þjóðvamarflokkurinn hefur nú gengið
hinum austræna kommúnisma á hönd, og
þar með era dagar hans taldir.
Framsóknarflokkurinn er sá stjóm-
málaflokkur, sem borið hefur gæfu til að
verjast öfgunum til hægri og vinstri.
Hann er frjálslyndur þjóðlegur umbóta-
og framfaraflokkur, sem ber hag alþjóð-
ar fyrir brjósti, beitir sér fyrir auðjöfn-
un, og er í brjóstvöm samvinnuhreyfing-
arinnar, i baráttu hennar fyrir bætíri af-
komu fólksins, sem landið byggir. Þ
SVAVAR
OTTESEN,
prentari,
Akureyri.
Hvað er það einkum, sem þú
lætur ráða atkvæði þínu?
Þegar ég geng að kjörborðinu
9. júní n.k. mun ég m. a. hafa
í huga hverju stjórnarflokkamir
lofuðu fyrir síðustu kosningar,
og hvernig þeir hafa efnt loforð
sín. Þeir lofuðu að stöðva dýr-
tíðina, án nýrra skatta. Þeir lof-
uðu að skipta sér ekki af vinnu-
deilum. „Leiðin til bættra lífs-
kjara er að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn,“ var kjörorð stærsta
st j ómmálaf lokksins.
Hvemig eru svo efndirnar?
Dýrtíð hefur vaxið meira á ís-
landi en í nokkru öðru landi í
Evrópu. Við fengum óðaverð-
bólgu í stað stöðvunar. Allir
vita hvernig ríkisstjórnin hefur
hvað eftir annað gripið inn í
kjaramálin með gerðardómslög-
um og gengisfellingu. Nú hótar
hún nýrri gengisfellingu ef kaup
hækkanir verða á þessu sumri,
sem allt útlit er fyrir. Ekki er
vafi á að hún gerir alvöru úr
hótunum sínum, ef stjórnarflokk
arnir halda meirihluta sínum á
Alþingi eftir kosningar, en sem
betur fer er lítið útlit fyrir það.
Það er lítið minnzt á „leiðina
til bættra lífskjara“ um þessar
mundir í stjórnarblöðunum,
enda hafa lífskjör versnað, en
vinnuþrælkun og okurvextir
er það, sem komið hefur í stað
hennar. Þeir, sem létu blekkjast
í síðustu kosningum af hinum
fögru loforðum, eiga ekki að
láta blekkjast á ný. Það á ekki
að verðlauna þá menn, sefn
bregðast loforðum sínum með
því að kjósa þá aftur — heldur
velja nýja menn í þeirra stað.
Þetta allt og fleira hef ég í huga
áður en ég geng að kjörborðinu
hinn 9. júní n.k., og það munu
fMri gera. □
sem hefur gert þetta að ein-
hverju ráði og mælzt vel fyrir.
Mætti „Oskabam“ þjóðarinn-
ar taka það til fyrirmyndar.
Enda eigum við heimtingu á því
að vörunum sé komið hingað
beint, en ekki fluttar fyrst í
vöruhús við Skúlagötu eða Borg
artún, því oft vill svo „heppi-
lega“ til að vörur hingað norð-
ur lokast þar inni og tilviljana-
kennt hvenær þær losna.
Einnig skal á það bent, að
okkur vantar hér farþega og
flutningaskip fyrir Norðurland,
staðsett á Akureyri, sem einnig
myndi gegna því hlutverki að
tengja saman landsfjórðungana
sitt hvorum megin við okkur.
Má ég fullyrða að samgöngur á
sjó t. d. héðan og til Austfjarða
eru í megnustu óreiðu. Tel ég
að Skipaútgerð ríkisins sé sá
aðili, sem hér ætti að hlutast til
um og ráða bót á.
KARL
J ÖRUNDSSON
frá Hrísey.
Hvert er álit þitt á framtíð milli-
landasiglinga og strandferða
með tilliti til Norðurlands?
Mitt álit í stuttu máli er þetta:
Að Akureyri eigi sem fyrst að
verða umhleðsluhöfn fyrir Norð
urland. Þannig að þau skip sem
lesta vörur erlendis fyrir Norð-
urland, komi hingað og umskipi
hér ef þau eru of stór fyrir smá-
hafnirnar. Hér tækju síðan
minni skip við og kæmu vörun-
um á ákvörðunarstað. Skipa-
deild SÍS, er eina skipafélagið
KRISTINN H.
JÓHANNSS.,
verzlunarm.,
Þórshöfn.
Hvað finnst þér um þróun
efnahagsmála?
Sú þróun mála, sem orðið hef-
ur í landinu síðasta kjörtímabil
hefur valdið því, að kjör almenn
ings hafa versnað stórlega. Sér-
staklega hefur vaxtaokur, stór-
hækkaður byggingarkostnaður
og aðrar kjaraskerðingar komið
hart niður á unga fólkinu, sem
er að stofna heimili.
Viðreisnarálögurnar hafa einn
ig valdið því, að bilið milli
hinna ríku og fátæku hefur mik
ið breikkað, og á ég þar sérstak-
lega við afnám stóreignaskatts,
lækkun beinna skatta en hækk-
un óbeinna skatta.
Þrátt fyrir loforð stjórnar-
flokkanna um að afnema 3%
söluskattinn, sem á var lagður
á þessu kjörtímabili og átti að-
eins að standa í eitt ár, var
hann tekinn inn í verðtollinn
til frambúðar. Slíkar hafa efndir
núverandi stjórnarflokka verið
á þessu loforði, sem og reyndar
fleirum.
Við, unga fólkið, verðum að
sporna við þessari óheillastefnu.
Við mótmælum því ástandi í
kjaramálum almennings, að sá
alþýðumaður er vinnur 8 stund
ir á dag, eða þann tíma sem gert
er ráð fyrir hjá siðmenntuðum
þjóðum, verði „hungurmorða,“
svo að notuð séu orð annars
stjórnarmálgagnsins í Reykja-
vík. Við mótmælum því ástandi,
sem nú er ríkjandi í lánamálum
til íbúðabygginga.
Til að stöðva þessa öfugþróun
og tryggja okkur viðunandi lífs-
' kjör í frjálsu landi, þurfum við
að gera sigur Framsóknarflokks
ins sem stærstan í komandi kosn
ingum.
BJÖRN
TEITSSON,
stud. mag.,
Brún,
Reykjadal.
Hvers vegna styður þú Fram-
sóknarí I okkinn ?
íslenzka þjóðin hefur kosið að
reyna að standa ein og óstudd
og leitast við að nytja sjálf sitt
land og sín fiskimið. Á vilja okk-
ar í þessum efnum byggist sjálf-
stæð tilvist þjóðarinnar, því að
sé eitthvað gefið eftir, er hætt
við, að við glötum sjálfsvirðingu
okkar, og er þá vísast, að sjálf-
stæðið fylgi á eftir. Núverandi
stjórnarflokkar hafa í mörgu
sýnt undirlægjuhátt gagnvart
vestrænum stórveldum og sýna
enn, og á sama hátt hafa íslenzk-
ir kommúnistar hneigzt til dýrk-
unar á austrænum stjórnarhátt-
um. Eftir hinn endanlega dauð-
daga Þjóðvamarflokksins nú í
vor er Framsóknarflokkurinn
einn um að vilja, að við höfum
vinsamleg samskipti við allar
þjóðir, án þess þó að við látum
snefil af sjálfsforræði okkar af
höndum. Þá er það stefna flokks
ins í innanlandsmálum, að sem
jafnastri éfnahagslegri afkomu
fylgi sjálfstæði einstaklingsins í
þeim mæli, sem nú er heppileg-
ast talið í helztu lýðræðisríkjum
meðal nágranna okkar í Vestur-
Evrópu. Þetta eru í stuttu máli
helztu ástæðurnar fyrir því, að
ég styð Framsóknarflokkinn í
kosningunum nú í vor.
lög fólksins sjálfs, þannig er
hagur kaupfélaganna hagur
allra félagsmanna. Marga and-
stæðinga Framsóknarflokksins
hef ég heyrt segja, að það sé
hörmulegt og svívirða mikil
hvernig Framsóknarflokkurinn
misnoti samvinnufélögin í flokks
ins þágu. Þeir, sem tala svo, eru
ekki hollir samvinnufélagsskapn
um, því hvað sem þeim annars
er illa við Framsóknarflokkinn
verða þeir að kingja þeirri stað-
reynd, að hann er eini stjórn-
málaflokkurinn, sem á öllum
tímum hefur staðið vörð um
samvinnuhreyfinguna í landinu
og er það honum til mikils sóma.
Þeir æskumenn og konur,
sem vilja dreifbýlinu bjarta
framtíð svo og ungmennafélög-
unum og samvinnuhreyfing-
unni allt það bezta, geta óhikað
kosið Framsóknarflokkinn við
komandi kosningar. Sigur hans
er sigur okkar unga fólksins.
Hér og í oæsta blaði eru birt svör frá ungu fólki hér í kjördæminu,
við spurningum, sem Dagur befur beðið það að svara. Kosningaáhugi
ungs fólks er mikill og vaxandi, enda mun það gera sér ljóst hvað i
:húfi er - og þakkar blaðið svörin, sem eru skýr og skilmerkileg.
^^#######################################»##########################################4
AÐALSTEINN
KARLSSON,
Húsavík.
Hvað viltu segja uni dreifbýlið
og unga fólkið?
Óhætt er að fullyrða að aldrei
hefur íslenzkt æskufólk verið
jafn tápmikið og efnilegt eins og
það, sem nú er að alast upp.
Fullorðnu fólki vil ég því segja
það, að það á að taka höndum
saman til að hjálpa til og kenna
unga fólkinu að skemmta sér og
öðrum á heilbrigðan og góðan
hátt. Það getur það gert með
því að styðja ungmennafélögin
í sveitum og bæjum landsins. Sá
félagsskapur er afar þarfur og
mikilvægur og byggður upp á
mjög heilbrigðum grundvelli.
Öflugur ungmennafélagsskapur
á sinn ríka þátt í að halda jafn-
vægi í byggð landsins og sann-
arlega veitir ekki af að standa
þar vel á verði.
Annar er sá félagsskapur
dreifbýlisins, sem ungir og aldn-
ir verða einnig að styðja af
fremsta megni, það er samvinnu
félagsskapurinn. Öllum lands-
hlutum er það lífsnauðsyn að
hafa sín kaupfélög. Þau eru fé-
VALGERÐUR
JÓNSDÓTTIR,
stúdent,
Akureyri.
Var þér sent ungmennablað
Sjálfstæðisflokksins „Æskan við
kjörborðin“?
Já, ég fékk þetta blað, en ég
:gferi ekki ráð fyrir að innihald
þess hafi mikil áhrif á val mitt
við kjörborðið í vor. Slíkt flug-
rit, ef svo mætti að orði komast,
er leiðinleg viðbót við allan
þann hrærigraut stjórnmála-
áróðurs, sem borinn er á borð
fyrir fólk nú fyrir kosningarnar.
Að mínum dómi er ungt fólk nú
á dögum svo sjálfstætt, að það
lætur ekki blekkjast af slíkum
frægðarverkaþulum um bætt
lífskjör, sem það veit að er væg-
ast sagt hæpinn sannleikur.
Þess vegna vona ég að þeir, sem
nú ganga til kosninga í fyrsta
sinn, láti ekki þetta innfjálga
áróðursávarp til æskunnar,
blekkja sig.
GÍSLI GUÐMUNDSSON,
alþingismaður:
ið á þessu breyting mikil og er
nú svo komið að þau anna ekki
eftirspurn yfir sumarmánuðina,
en starfsemin er bundin við þá.
Starfstíma hótelanna þarf að
lengja og það ætti að vera mögu-
legt, en til þess þurfa samgöng-
ur að verða öruggar lengri tíma
úr árinu.
Mörg verkefni eru enn óleyst
í sambandi við ferðamannamót-
tökuna, sem von er þar sem hún
er enn í bernsku, má þar til
nefna kynningarstarfsemi og
leiðbeiningar um þá staði, sem
menn hafa heyrt um og vilja
því sjá, og auðvitað einnig um
staði, sem minna eru þekktir,
en eru líka þess verðir að skoða
þá. Eftirtektarvert er það að
talsvert margt af erlendu fólki
kemur hér aftur og aftur, þeir
segja sjálfir um það „þegar ég
kom heim fannst mér ég hafa átt
svo margt óséð að ég varð að
fara aftur“.
Er það ekki skylda okkar, sem
höfum hlotið þá hamingju að fá
að lifa í Mývatnssveit, að gera
öðrum sem hægast að njóta
náttúruundra hennar og lífs
með okkur?
SNÆBJORN
PÉTURSSON,
kennari í
Reynihlíð.
Hvað viltu segja okkur um
framtíð Mývatnssveitar og
ferðamannastrauminn þangað?
Ég er mjög bjartsýnn á fram-
tíð Mývatnssveitar. Það fólk,
sem á hér heima vill ekki fara
og hér eru miklir atvinnumögu-
leikar ef menn bera gæfu til að
nota þá.
Þar sem ég er sérstaklega
spurður um ferðamál vil ég
reyna að gera örstutta grein
fyrir skoðun minni á þeim.
Hér eru starfandi tvö hótel,
þau höfðu of lítið að gera fyrstu
árin, en hin síðari ár hefur orð-
ÓTTAR
KETILSSON,
bóndi,
Árbæ,
Eyjafirði.
Hvað telur þú nauðsynlegast að
gera, til að létta undir með ungu
fólki, sem vill byrja að búa í
sveit?
Það, sem ég tel höfuðnauðsyn
er að það hafi aðgang að nægum
lánum til langs tíma, með til-
tölulega lágum vöxtum, til
jarða-, bústofns- og vélakaupa.
Eins og verið hefur er varla
hægt að segja að slík lánastofn-
un sé til. Þetta mun áreiðanlega
vera ein ástæðan fyrir því að
jarðir leggjast í eyði. Margir
eldri bændur sitja jarðir sínar
lengur en þeir eru færir um og
verða að síðustu að yfirgefa þær
án þess að geta selt þær og
koma nær allslausir eftir ára-
tuga búskap.
Það er oft hamrað á því að
ungt fólk vilji ekki hefja búskap
í sveit, en við vitum öll að það
er alltaf þó nokkuð af ungu
fólki, sem vill leggja þann at-
vinnuveg fyrir sig, en getur það
ekki vegna lánsfjárskorts. Eða
hvernig eiga ung hjón að kaupa
e. t. v. jörð á hálfa milljón og
bústofn og vélar á annað eins,
jafnvel þó þau eigi ofurlítið
handa milli? Nútímabúskapur
krefst mikils fjármagns og land-
búnaður er sú atvinnugrein,
sem er lengi að sýna arð. Og að
búa upp á gamla mátann verður
aldrei annað en hokur.
GUNNL. M.
JÓHANNSS.,
Tunguseli
á Langanesi.
Hvað hefur þú í huga, þegar
þú gengur að kjörborðinu?
Ég er einn úr þeim stóra hópi
íslendinga, sem á þess kost að
kjósa í fyrsta skipti til Alþingis
9. júní n. k. Ég er reiðubúinn að
styðja Framsóknarflokkinn og
greiða honum atkvæði mitt.
Ég er mjög á móti kjaraskerð-
ingarstefnu ríkisstjórnarinnar.
Á ég þar við stóru gengisfell-
inguna 1960, vaxtahækkunina
og gengisfellinguna sumarið
1961.
Allar þessar aðgerðir tel ég að
hafi verið harkalega árás á hið
vinnandi fólk, sem þarf nú að
vinna mun lengri vinnudag, til
þess að bera hlutfallslega jafn-
mikið úr býtum og áður, þrátt
fyrir kauphækkanir sem orðið
hafa í tíð núverandi ríkisstjórn-
ar. Ég tel að þessar gengislækk-
anir og þó einkum vaxtaokrið,
komi hvað harðast niður á unga
fólkinu, sem þarf að stofna heim
ili, byggja allt upp frá grunni
og skapa sér viðunandi lífsþæg-
indi. Þess vegna álít ég, að við,
ungir kjósendur, ættum að
standa saman um hagsmuni okk
ar og kjósa gegn kjaraskerðing-
arstefnu stjórnarflokkanna með
því að kjósa lista Framsóknar-
flokksins.
Ég kýs Framsóknarflokkinn
m. a. vegna þess, að ég er á móti
því, að ísland gerist aðili að
Efnahagsbandalagi Evrópu.
Framsóknarflokkurinn er sá
flokkur, sem mest og bezt hefur
barizt fyrir jafnvægi í byggð
landsins, uppbyggingu landbún-
aðarins og framtíð sveitanna.
Þess vegna geng ég öruggur
og ákveðinn í lið með Fram-
sóknarflokknum.
GUÐMUNDUR
ÞORSTEINSS.,
íþróttakennari.
Akureyri.
Hvernig telur þú að gerð íþrótta
mannvirkja miði áfram hér á
Akureyri?
Ég tel að gerð íþróttamann-
virkja hafi, í sumum tilfellum,
miðað vel, en í öðrum miður.
Þegar miðað er við hin miklu
vanefni, þ. e. fjárskort viðkom-
andi framkvæmdanefnda, þá
tel ég að vel hafi unnizt og
ber hlut Akureyrarkaupstaðar
þar hátt. Hins vegar mætti hlut-
TEKIÐ IOKUHNA
HÖND
ur ríkisins vera mun betri og
hefur íþróttasjóður staðið illa
við skuldbindingar sínar um
framlags til íþróttamannvirkja á
móti bæjarfélaginu, t. d. skuld-
ar íþróttasjóður enn í íþrótta-
húsi Akureyrar sem var lokið
við að byggja fyrir 17 árum. Og
nú í þessum margumtöluðum
góðærum ætti þing og stjórn að
efla íþróttasjóð og þar með
fylgja eftir yfirlýstri stefnu
sinni til hvers konar eflingar
íþróttamála. — Hitt er svo ann-
að mál, að betur hefði ýmislegt
mátt fara. Það ætti að vera bú-
ið fyrir 5 árum síðan að byggja
góðan malarvöll í fullkominni
stærð, 70x105 m., en vegna
skorts á malarvelli er grasvöll-
urinn okkar að verða stór-
skemmdur, en var upphaflega
talinn bezti grasvöllur landsins.
Þá er okkar ágæta sundhöll
vel úr garði gerð, en sá stóri
galli er, að innilaugin, sem ætl-
uð er til kennslu fyrir skólana
að vetrinum, er alltof lítil. Það
er t. d. illmögulegt að vera með
heila deild í einu í lauginni, þ.
e. a. s. 25—30 unglinga svo að
hver tími nýtist til fulls. Skíða-
hótelið hefur verið tæp 10 ár í
byggingu og er að verða lokið,
en ég tel að það verði ekki rek-
ið hallalaust og því fjárhags-
baggi á bænum nema sett
verði upp fullkomin skíðalyfta
í nágrenni þess. Þá getum við
boðið bæjarbúum og öðru ferða-
fólki m. a. upp á skíðasnjó í mið-
nætursól, en það þætti ekki svo
afleitt „númer“ erlendis.
Eitt af því sem svo mjög skort
ir er leikfimissalur, en þeir
tveir litlu salir, sem í eigu bæj-
arins eru (stærð: 16x8 m.)
nægja hvergi, t. d. er ekki orð-
ið hægt að framfylgja lögum um
næga leikfimi í skólum bæjar-
ins. Einnig veldur skortur á
áhorfendasvæði við leikfimissal
því, að margar íþróttagreinar
berjast í bökkum fjárhagslega
og kynning viðkomandi íþrótta
er miklu minni en ella. Sam-
kvæmt reglu margra Evrópu-
þjóða er talið að 0,1 m2 leikfim-
issalagólfa þurfi á hvern íbúa.
Akureyri er því talin þurfa
900 m2 í leikfimigólfum og vant-
ar nú því rúmlega 644 m2.
Enn fremur er vélfryst skauta
svell mjög æskilegt. Og er álitið
af mörgum er til þekkja, eitt af
þeim íþróttamannvirkjum, sem
gætu borið sig fjárhagslega.
###############################<
Þessi grein er skrifuð til að
taka í hönd á ókunnum manni,
sem ég veit ekki nafn á. Ég
þekki hann aðeins undir dul-
nefninu „Austri“, en undir
þessu dulnefni hefur hann skrif
að athyglisverða grein um merki
legt mál og fengið hana birta í
blaðinu Islendingi. íslendingur
er blað, sem ekki virðist hafa
miklar áhyggjur af þjóðmálum,
en þessi maður hefur þær, og ég
vonast eftir, að við eigum eftir
að kynnast nánar, eftir að ég
fæ að vita, hver hann er.
Maðurinn, sem kallar sig
„Austra“, gerir sér Ijóst, að ís-
lendingum ber að byggja land
sitt. Hann vill „skipa svo þjóð-
málum, að byggð dragist ekki
saman og að nátúruauðæfi lands
ins nýtist sem bezt til lands og
sjávar.“ Hann veit af því og læt-
ur sér ekki á sama standa um
það, „að í haust fluttu þeir 17
síðustu frá Grunnavík, Hesteyr-
arhreppur var áður eyddur og
sæmilegt útlit fyrir, að svo haldi
áfram á Vestfjörðum. — Kol-
beinsdalur kominn í eyði, hálf-
tíma lestarferð frá bændaskól-
anum á Hólum“ o. s. frv. Hann
sér enníremur alveg réttilega,
að hér er meira í húfi. Að það
er ekki aðeins hætta á, að ein-
stakar — stundum afskekktar
— jarðir eða fámennustu byggð-
ir fari í eyði, heldur vofir það
yfir fyrr en margan varir, að
heilir landshlutar tæmist að
meira eða minna leyti, og að
nauðsynlegt er að líta á viðfangs
efnin með það í huga. Hann ger-
ir sér grein fyrir, að sterkar at-
vinnulífs- og þéttbýlismiðstöðv-
ar í landshlutunum hafa skilyrði
til að hamla á móti þessari
hættu, og að þess vegna á lands-
byggðin mikið undir því, að þær
séu efldar svo fljótt, sem unnt
er.
Honum er það jafnframt fylli-
lega Ijóst, að í þessu sambandi
er það mikilsvert úrræði að
dreifa áhrifa- og menningarmið-
stöðvum þjóðfélagsins um land-
ið, skipta þeim milli landshlut-
anna, og að ef það þyki „óráð og
óhæfa“, þá þýði ekki að vera
„að púkka upp á eitt né neitt
utan Reykjavíkur“. Þá liggi
ekki annað fyrir en að fara „á
mölina í Reykjavík með það allt
saman.“
Hann minnist þess með sárs-
auka, að ekki hafi þótt hæfa að
flytja menntastofnanir eins og
húsmæðrakennaraskóla og kenn
araskóla norður, af því að þær
yrðu að vera í Reykjavík. Ég
skil þetta vel, því að ég hef sjálf
ur á Alþingi og utan þess, Iiald-
ið því fram, að vel færi á því og
rétt væri, að flytja báða þessa
skóla úr liöfuðborginni. Og núna
í vor fluttum við Ingvar Gísla-
son tillögu imi, að Tækniskóli
fslands, sem nú hafa verið sett
lög um, yrði staðsettur á Akur-
eyri. Það fékkst ekki að sinni.
En með því að flytja þessa til-
lögu komum við því fram, að
lögfest var að hafa hluta af skól-
anum á Akureyri og að stefnt
skyldi að því að koma hér upp
sjálfstæðum tækniskóla. Vera
má að svipuð lausn fáist í kenn-
araskólamálinu og húsmæðra-
kennaraskólamálinu, eí afl er til
að fylgja því eftir.
Þegar Hermann Jónasson var
forstætisráðherra fyrir nokkr-
um árum, skipaði hann samkv.
ályktun Alþingis nefnd til að
gera tillögur um staðsetningu
ýmissa rikisstofnana. Svo vildi
til, að ég varð formaður í þess-
ari nefnd, en í henni voru einnig
fulltrúar frá fjórðungssambönd-
unum, — búsettir í íjórðungun-
um — og frá Sambandi ísl. sveit
arfélaga. Þessi nefnd hefur kom
ið saman öðru hverju undanfar-
in ár. Tillögur frá henni voru af
hentar ríkisstjórninni á árinu,
sem leið. Þar er m. a. lagt til,
að Akureyri fái sérstakan hús-
mæðf akennaraskóla, og að stofn
uð verði kennaradeild við
menntaskólann hér. Nú er, eins
og kunnugt er, búið að veita
Kennaraskólánum syðra rétt til
að útskrifa stúdenta. Kennara-
deild við menntaskólann á Norð
urlandi mjmdi þá verða hlið-
stæð menntastofnun. Ég hygg ó-
hætt að segja, að skólameistari
telji þessa leið æskilega.
Ég get sagt vini mínum
„Austra“ fleira í fréttum úr
þessari nefnd og tel mér það
fullkomlega heimilt, þar sein
eðlilegur launungartími slíkra
nefndarálita hjá ríkisstjórninni
er liðinn. í þessu nefndaráliti er
lagt til m. a., að athugaðir verði
möguleikar á því að koma upp
í fjórðungum eða landshlutuín
þjóðíræðimiðstöðvum, þar sefn
kunnáttumenn í þjóðlegum fræð
um fái aðstöðu til starfa og
fræði-iðkana í sambandi við hér
aðsbókasöfn, héraðsskjalasöfn
og byggðasöín og í sambandi við
ríkissöfnin og háskólann.
Er hér m. a. höfð hliðsjón af
tillögum Jóhanns Skaptasonar
sýslumanns á Húsavík og Fjórð-
ungssambands Norðurlands um
þetta og fleira.
Nefndin samdi og Iagði fvrir
ríkisstjórnina sérstakt frumvarp
um verkfræðiráðunauta ríkisins
á Norður-, Austur- og Vestur-
landi. í greinargerð þess frum-
varps segir svo:
„Frumvarp þetta er byggt á
þeirri skoðun, að æskilegt sé, að
opinberar framkvæmdir séu, eft
ir því sem við verður komið,
sjálfstæð starfsemi í hverjum
landsfjórðungi eða landshluta,
og þá jafnframt því áliti, að
sljórn þessara mála og sérþekk-
(Framhald á blaðsíðu 7).