Dagur - 29.05.1963, Blaðsíða 6

Dagur - 29.05.1963, Blaðsíða 6
0 Frétfabréf úr Saurbæjarbreppi SÓLG ARÐI, 18. niaí. Tíðarfar er stirt um þessar mundir, norðan- kuldar og úrkomur. Oft gránar niður fyrir miðjar fjallahlíðar og stundum niður undir bæi. Samt eru tún að byrja að grænka. Vegna kuldans eiga menn í erfiðleikum með sauðburðinn. Fé er allt á gjöf og þrengsli svo mikil í fjárhúsum, að nærri iætur að vaka þurfti yfir ánum á næturnar, svo lömbin villist ekki undan þeim jafnóðum og þau fæðast. \ Mönnum bregður við tíð- arfarið frá í vetur. Þá sást varla snjór og vegir færir eins og um sumardag, enda var félagslíf með miklum blóma þá. Konur komu saman á saum- aklúbb hálfsmánaðarlega, skák- menn komu saman til að tefla vikulega og nokkrar innan- sveitarsamkomur voru haldnar í Sólgarði. Þá notuðu áhug- amenn í söng sér góðu tíðina og stofnuðu karlakór. Frú Sigríður Schiöth í Hólshúsum æfði raddir og stjórnaði kórnum. Fói’st henni það vel, eins og hennar var von og vísa. Að lokum hélt kórinn tvær söng- skemmtanir í Sólgarði og söng þar að auki einu sinn fyrir sjúklinga á Kristneshæli. Heimangönguskóli er í Sól- garði. Kennsla féll aldrei niður vegna ófærðar á vegum, en nokkurt hlé varð á kennslu vegna inflúensu um miðjan marz. Inflúensan barst hingað rétt eftir að fólk var sprautað við henni í fyrsta sinn og lék nokkur heimili í hreppnum illa. Mislingar stungu sér niður á nokkrum bæjum seinnipartinn í vetur og eru eitthvað viðurloða hér enn. Aðallega voru það börn, sem fengu mislingana, og nokkur töpuðu dálitlu úr skóla af þeirri ástæðu. Vegna þess, hve erfitt er að koma börnum að í framhalds- skólum, hefur komið til orða að starfrækja unglingadeild í Sólgarði næsta vetur. Þetta mun þó ekki fullráðið enn, enda margir erfiðleikar þar á. Mest- um erfiðleikum veldur þó hús- plássið. Sólgarður er fyrst og fremst byggður sem félags- heimili en ekki skóli. Þar vantar t.d. alla aðstöðu til handavinnu- kennslu. Það er m.a. hvergi pláss fyrir hefilbekk, og þó hefur verið kennd þar hand- avinna, sem er fyllilega sambær- ileg við handavinnu í öðrum barnaskólum. Stofnun ungling- adeildarinnar hvílir nú í hönd- um þeirra, sem fara með yfir- stjórn fræðslumála í landinu. F E R M í N G í Gnmdarjiiiiga- prestakalli Fermingarbörn á Munkaþverá á hvítasunnudag: Emilía Baldursdóttir, Syðra- Hóli. Benjamín Baldursson, Ytri- Tjömum. Jón Guðni Kristjánsson, Sigtún- um. Jón Ævar Ragnarsson, Bjargi. Kristján Helgi Theodórsson, Freyvangi.. Fermingarbörn á Grund annan hvítasunnudag: Valgerður Guðrún Schiöth, Hólshúsum. Þórdís Guðrún Ingvadóttir, Litladal. Ármann Gunnarsson, Tjörnum. Baldur Steingrímsson, Æsu- stöðum. Benjamín Hlífar Stefánsson, Hrísum. ITalldór Guðlaugsson, Hvammi. Halldór Jósefsson, Draflastöðum Haukur Tryggvason, Miðgerði. Hreiðar Hreiðarsson, Laugar- brekku. JónHreinn Eiríksson, Arnarfelli. Jón Ragnar Steingrímsson, Kroppi. Magnús Þór Tryggvason, Krón- ustöðum. Óskar Hlíðberg Kristjánsson, Grænuhlíð. Húsmæður athugið. NÝORPIN EGG kr. 40.00 kg. Sendum heim tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Hringið í síma 2064 milli kL 7 og 8 síðdegis. Gerizt fastir kaupendur. ALIFUGLABÚIÐ L Ó N S. F. TWISTBUXUR seldar með miklum AFSLÆTTI. Bama og fullorðins- stærðir. Dömusokkabuxur seldar á kr. 100.00. VERZL. ÁSBYRGI BÍLASALA HÖSKULDAR Úi-sal af bílum, svo sem: Volkswagen 1962, Consul 1962. — Erum kaupendur að ýmsum bílum með greiðsluskilmálum. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu 2, sími 1909 FORD FÓLKSBIFREIÐ árg. 1958, til sölu. Jón Davíðsson, B.S.O. BIFREIÐ TIL SÖLU Til sölu Volkswagen, árg. 1963, lítið keyrður, vel með farinn. Upplýsingar gefur Arngrímur Jónsson, Smáraveg 11, Dalvík. TIL SÖLU: Austin Gipsy 1962. Ekinn 12.000 km. Skipti á eldri bíl koma til greina. Grétar Ingvarsson, sími 1313. BÍLL TIL SÖLU Moskovitsch, árg. 1960. Upplýsingar gefur Jóhann Sigvaldason, sími 2235. VELA- OG RAFTÆEJASALAN H.F. AKUREYRI I 1 I I 1 I Ef ykkur vantar fljóta og góða af- greiðslu, þá komið með bílana ykk- ar að VEGANESTI við Hörgár- braut. Bara rétta hendiua út, þá kemur það, sem ykkur vantar, svo sem: Sælgæti, gosdrykkir, heitar pylsur, rjómaís, sígarettur, vindl- ar, lúðuriklingur, ávextir, sápur, kaffi og margt margt fleira. Þetta er verzlun, sem veitir 100% þjón- ustu. VEGANESTI við Hörgárbraut Sími 2880. I I Ákureyringar, íerðafólk! selur ykkur BENZÍN og OLÍUR á bílínn ykkar. Enn fremur: Fleiri tegundir af BÓNI og margt fleira. Enn fremur BÍLADEKK: CONTE- NANTAL (þýzk) og NITTO (japönsk). VEGANESTI VIÐ HORGARBRAUT. - SM 2880.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.