Dagur - 31.08.1963, Blaðsíða 4

Dagur - 31.08.1963, Blaðsíða 4
4 5 Stefnan mörkuð Á KJÖRDÆMISÞINGI Framsóknar- manna á Laugum í Reykjadal verða þjóðmál rædd í dag og á mergun. Og þar verður enn mótuð, í ályktunarformi, sú stefna í þessu kjödæmi, sem fulltrúar Framsóknarfélaganna í bæjum og byggð- um telja æskilegt að fara. Blaðið bendir ennþá einu sinni á hið mikla norðlenzka hlutverk einstaklinga og félagasamtaka, að hefja elztu og virðulegustu atvinnugrein þjóðarinnar, landbúnaðinn úr þeirri efnalegu niður- lægingu, sem hann nú er í. Fara hér á eftir nokkur svör Sigurðar bónda Jóns- sonar á Efra-Lóni á Langanesi, úr viðtali, sem blaðið átti nýlega við hann, þessu til áherzlu: Síðan um 1940 hafa 15 jarðir farið I eyði á Langanesi og tvær fara í eyði á þessu ári: þetta er meira en helmingur jarðanna, sem í byggð voru. Á Langanesi eru 3 nýbýli reist á árunum 1937—1943. Það vill svo til, að á þessum þrem nýbýl- um eru 3 af 4 stærstu búum sveitar- innar. Nýrækt var hér í sveit óvíða möguleg að neinu ráði nema framræsla kæmi til. Skurðgrafa vann hér á vegum Vélasjóðs 1956—1957. Nú er langt kom- ið að rækta það Iand, sem þá var ræst fram, og þyrfti að hefjast handa á ný. Hér er nóg Iand til framræslu, og svo sýndist Pálma landnámsstjóra, sem hér var á ferð. Jarðirnar eru stórar, gætu margar verið stórbýlisjarðir, og víðlend- ið veldur okkur, þessum fáu bændum nú, sérstökum erfiðleikum við fjársmöl- un, þegar smala þarf lönd eyðijarðanna, auk hinna stóru afrétta. Nettótekjur bænda voru um 44 þús. kr. á síðasta ári að meðaltali og í ná- grannasveitinni, Þistilfirði, voru þær álíka. Ég þekki aðallega hag bænda hér um slóðir, og þeir eru fyrst og fremt sauð- fjárbændur. Þessir sauðfjárbændur sýn- ast mér vera í hálfgerðri ánauð hjá þjóð- félaginu. Á sama tíma sem þjóðfélagið lætur líta svo út, að bóndi með vísitölu- bú fái 94—95 þús. kr. í árskaup, sem nettótekjur af atvinnu sinni, get ég nefnt dæmi um bónda, sem vantar að vísu, sem svarar einni kú, í vísitölubú (sem er 9,8 nautgripir og 137 kindur) en hafði ekki nema 35—36 þúsund kr. í nettó- tekjur af þessu búi, samkvæmt landbún- aðarskýrslu, og er þá eftir að reikna vexti af stofnfé búsins og viðhald fast- eigna. Afurðir af þessu búi voru ekki minni en gengur og gerist (20 kg. kjöti eftir vetrarfóðraða kind), en þetta gefur nokkra hugmynd um, hversu mjög út- gjöldin í verðlagsgrundvellinum eru vantalin. Á þessu búi nam vinna annarra en bóndans, aðkeypt og vinna skylduliðs, um 40 þús. kr., en er í verðlagsgrund- vellinum ekki talin nema 14 þús. kr. Áburðurinn er í verðlagsgrundvellinum talinn 16 þús. kr. en var hjá þessum bónda 31 þús. kr. Kjamfóður varð 32 þús. kr. í stað 21 þús. kr. Vélakostnaður er í grundvellinum tæp 17 þús. kr. en reyndist 31—32 þús. kr. „Annar rekst- urskostnaður“ er í grundvellinum áætl- aður 6 þús. kr. en reyndist 14—15 þús. kr. Ef svo eru reiknaðir þeir vextir af skuld- um og viðhaldi fasteigna, sem áætlað er í verðlagsgrundvellinum, eru þessar 35 þús. kr., sem bóndinn fékk í nettótekjur af búinu, famar. Afurðimar, sem námu 213 þús. kr. eða rúmlega vísitölubústekj- (Framh. á bls. 7) Vðldemar Júiíusson frá Felli NOKKUR MINNINGARORÐ OrlofsferS húsmæðra úr SuíuuÞingeyj arsýslu og Húsavík Vðlnsveifan í Góðvon í VesfribyggS ANDLÁTSFREGN hans kom ó- vænt — svo óvænt, að tóm og tregi varð með tvöfallt meiri þunga og mér fannst ég ekki átta mig á að þáttaskilin væru gengin yfir, fyrr en ég leit kistu hans á kveðjustund. En útför hans var gjörð frá Lögmanns- hlíðarkirkju þann 24. ágúst s.l. að viðstöddu fjölmenni. Allmörg hin síðari ár hafði Valdemar ekki gengið heill til skógar, en hann lét það í engu finnast, heldur stundaði störf sín heima og heiman, eins og ekkert hefði í skorizt, var hýr í viðmóti og hress í bragði, glað ur og reifur á góðri stund og allt af samur og jafn. í kring um hann var líf og hlýja, sem minnti á sólskin og gróanda og hinn svali haust- blær, sem heyrir til valdi Helj- ar, virtist víðs fjarri. En „fótmál dauðans fljótt er stigið“. Valdemar þurfti ekki að bíða komu hins þögla gests, bundinn við sjúkrabeð, fjarri ástvinum og arinhlýju. Fyrr en nokkurn varði féll tjaldið á sviði tímans og víðfeðmi eilífð- arinnar opnaðist. Og þáttaskil- in fóru fram heima í Felli — þeim stað, sem Valdemar var tengdur vígðum böndum og mun hafa unnað heitast. Valdemar í Felli var rétt sex- tugur að aldri. Þann 13. ágúst s.l. átti hann sextugsafmæli og gladdist þá af heilum hug með vinum og vandamönnum. Heið- Afmælisvísur til Karls frá Veisu Gróa melar mildast grjót mikil iðja er goldin. Gefur vöxt um væna rót Végeirsstaða moldin. Grímur. Leikur og syngur lög og ljóð léttur í spori glaður. Áttatíu árin góð eru að baki maður. Sigurður. Sendir kveðju þakklát þjóð þér á björtum heiðurs degi. Auðnu sólar geisla-glóð glitri skær á þínum vegi. Ingvar. Ég heilsa þér, Karl, með heið- ríkju í huga og hjartans óskir á vörum mér, að Elli Kerling þig ei megi buga, alvaldur Drottinn fylgi þér. Margrét. Ævisagan yrði fín ef hún væri skrifuð. Því áttatíu árin þín eru með heiðri lifuð. Einar. Þína hlýju og þíða lund þyrnar engir buga. Ungur ertu alla stund með eld í glöðum huga. Kristín. ríkja og hlýja mun hafa verið yfir þeirri hátíðarstund eins og yfir öllu lífi þessa sæmdar- manns. Sólskin var einnig daginn sem hann var kvaddur til fegurri heima, sólskin, þegar för hans var gerð heiman frá Felli og þegar komið var úr kirkjunni í Lögmannshlíð og gengið út í kirkjugarðinn, Ijómaði sólin,, þerraði tregatár ástvinanna, döggina af grænu grasinu og signdi mjúka mold hins hinzta hvílurúms. — Ástarkveðja guðs til lifenda og látinna. Það er alltaf Ijós yfir vegum sumra manna og vorylur í ná- lægðinni, hvernig sem tafli ör- laganna er annars háttað. Þegar ég minnist Valdemars í Felli, rúmast hugsun og álits- gerð í einni umsögn: hann var ágætismaður. Um það munu á einu máli allir, sem eitthvað þekktu hann. Trúrri mann og starfsglaðari var varla hægt að hugsa sér, enda vann hann um áratuga skeið hjá sama fyrir- tæki og naut þar trausts og vin- sælda allra — jafnt starfsfélaga sem yfirmanna. Heima var Valdemar æ hinn sami, styrkur og starfsfús, kyrr látur, hlýr og glaður og ævak- andi í umhyggjunni fyrir fjöl- skyldu sinni og heimilinu í heild. Vandamenn og nánir vinir hafa því mikils að sakna við brottför hans og auða rúmið hans er stórt. Áreiðanlega mun vera vand- fundið betra sambýli en það, sem var á milli þeii-ra bræðra, Valdemars og Garðars í Felli og fjölskyldna þeirra. Af nánum kynnum mínum af Fellsheimil- inu um árabií er mér fært að fullyrða, að það var mjög til fyrirmyndar. Kom hér til sam- eiginlegur vilji allra og eins munu hinir mörgu aðilar heim- ilisins, hver um sig, hafa átt sinn virka þátt í, hversu þetta samband var hreint og ástúðlegt alla stimd. Það var mannbæt- andi að vera vitni að slíku. Á ég um þetta margar minningar, sem eru mér dýrmætar. Og nú, þegar einn skýrasti hlekkur í fjölskyldufesti Fellslieimilisins er brostinn, sendi ég þangað innilegustu samúðarkveðjur og flyt alúðarþakkir fyrir allt frá liðnum tíma. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. - Spellvirki framin? (Framhald af blaðsíðu 8). ummerki um þau. Báðir Ytri-Bægisárbændur og bóndinn í Staðartrmgu eiga land að Bægisárhyl, en hylur sá er kunnur stangveiðistaður. Nauðsyn ber til að hafa hend- ur í hári þeirra manna, sem hinn ljóta verknað hafa framið, ef sú skoðun er rétt, að hinn mikli silungsdauði sé af manna- völdum. Q Á VEGUM Orlofssjóðs hús- mæðra í Suður-Þingeyjarsýslu og Húsavíkur voru farnar tvær skemmtiferðir húsmæðra til Austurlands. Fyrri ferðin var farin 25. — 27. júní sl. og voru þátttakendur í henni 118 tals- ins. Fyrsta daginn var ekið til Seyðisfjarðar. Þar tóku hús- mæður úr kaupstaðnum á móti ferðakonunum með kaffisam- sæti. Meirihluta hópsins var vísað til gistingar á einkaheimilum, en hinn hlutinn gisti í svefn- pokum við ágæta aðstöðu í barnaskóla staðarins og í hús- næði, sem beið síldarstúlkna sumarsins. Að morgni annars dags ferðarinnar var fyrst borð aður morgunverður hjá hinum Seyðfirzku gestgjöfum. Því næst var gengið í kirkju bæjar- ins og að lokum litast um í kaupstaðnum. Þá var haldið um Reyðarfjörð og Eskifjörð til Neskaupstaðar og snæddur þar miðdegisverð- ur. Þá tóku á móti hópnum norðfirzkar konur og sýndu gestunum bæinn og buðu síðan til kaffidrykkju í félagsheimil- inu Egilsbúð. Síðan var haldið til Egilsstaða, en stanzað um stund á Eski- firði og bærinn skoðaður á leið- inni. Á Egilsstöðum tóku konur á móti hópnum og vísuðu til gistingar á heimilum í Egils staðaþorpi, á Eiðum og í Eiða- þinghá. Að loknum morgunverði á gististöðum var haldið að Hallormsstað, og húsmæðraskól inn skoðaður. Siðan ekið í Atla- vík, tekið þar til nestis og skoð- aður Guttormslundur, skóg- ræktarstöðin og skógurinn. Aftur var ekið að Egilsstöð- um og borðaður miðdegisverður í Ásbíói. Að því búnu var snú- ið heim á leið, komið í Mývatns sveit um miðnætti og drukkið skilnaðarkaffi í Hótel Reynililíð. Ferðin var að öllu leyti hin ánægjulegasta, veður og skyggni var ágætt og þátttak- endur róma allir framúrskar- andi móttökur austfirzkra kvenna og fegurð Austurlands. Umsóknir um ferð þessa voru svo margar, að ekki var talið gerlegt, að svo stór hópur ferð- aðist í einu. Var því efnt til ann- arrar ferðar með þeim konum, sem ekki komust að í fyrr- nefndu ferðalagi. í þessa seinni ferð var lagt af stað 2. júlí og voru þátttakendur 76. Fyrsta dag ferðarinnar var ekið að Skriðuklaustri og skoð- uð tilraunastöðin og byggðasafn ið. Síðan var haldið til gisting- ar að Hallormsstað. Annan dag var ekið um Reyð- arfjörð og Eskifjörð til Neskaup staðar og snæddur þar miðdegis verður. Stanzað var í bæjum þessum á leiðinni og litast þar um. Aftur var svo ekið að kvöldi til Hallormsstaðar og gist þar. Áður var þó Hallormsstaða skógur skoðaður þá um kvöldið undir leiðsögn heimamanna. Að morgni þriðja dags var ekið til Seyðisfjarðar, og bær- inn skoðaður svo og kirkjan. Þá var snúið heim á leið með við- komu til miðdegisverðar í Ás- bíói á Egilsstöðum. Eins og í fyrri ferðinni var skilnaðarhóf í Hótel Reynihlíð. Sama var um þessa seinni ferð og þá fyrri, að veður var hið ákjósanlegasta og konurnar mjög ánægðar með ferðalagið og rómuðu góðan viðurgerning á Hallormsstað. Alþj óðaheilbrigðismálastofn- unin telur, að vægt reiknað láti árlega 40.000 manns lífið eftir höggormsbit, segir í tímariti stofnunarinnar, „World Health“. Flestir eða kringum 70 af hundr aði þeirra, sem þannig láti lífið, eiga heima í Asíu, en þar er að finna nálega allar tegundir af eiturnöðrum. Af þeim 2500 nöðrutegundum, sem til eru í heiminum, eru tælega 200 lífs- hættulegar mönnum. Ýmis lönd og landsvæði eru algerlega laus við eiturslöngur, t. d. Chile, Nýjá Sjáland, írland, Mada- gaskar og margar aðrar eyjar. í Afríku er mikið um höggorma. Þar hafa m. a. fundizt tvær teg- VEGABÆTUR — SJÓNVARP ÞETTA eru ólík orð. Þau hafa einnig mjög ólíkar merkingar. Bæði orðin, og það sem þau fela í sér, eru talin þjóðinni bráð- nauðsynleg. Formaður útvarps- ráðs og útvarpsstjóri róa þar annars vegar á borð, ásamt litlu broti þjóðarinnar, en á hitt borð ið meiri hluti fullvaxinna, hugs- andi manna þjóðarskútunnar. Fulltrúar þjóðarinnar á Al- þingi telja alltof litla fjárveit- ingu lagða fram til nýrra vega í landinu, og vegina, sem gerðir hafa verið til þessa, of endingar- litla. íslendingum sé brýn þörf á að koma vegakerfi landsins í mun betra horf, en nú er. En til þess að hægt verði að ráða bót á núverandi ástandi, þurfi að leggja fram mun meira fé, en hingað til hefur verið fáanlegt. Sem sagt, það er skortur á fjár- magni til að leggja fleiri vegi og vanda betur gerð þeirra. Þannig lítur þá út hjá því róðrarliðinu, sem rær stjórn- borðsmegin. Á bakborða damla svo þeir, sem sjá mestu fram- för þjóðarinnar í stofnsetningu sjónvarpsstöðvar á vegum ríkis- útvarpsins. Þar virðist ekki fjár vant, eftir öllum sólarmerkjum að dæma, þótt kosta þurfi til þess brambolts tugmilljónum ár hvert. Utvarpsstjórinn var ein- mitt í kvöld, á aldarárstíð Sig. sál. Thoroddsen, sem Einar Bílakostur ferðanna var frá Sleitustöðum í Skagafirði, og var hrifning þátttakenda af bíl- stjórum slík, að þeim bárust í stórum stíl við ferðalok hjart- næm þakkarávörp í bundnu máli. í fyrri ferðinni var aldur þátt- takenda frá 22 árum upp í 74 ár og við athugun reyndust þær eiga alls 460 börn. í seinni ferðinni voru konurn- ar yfirleitt yngri, sú yngsta tvítug en sú elzta 72 ára, og hafði þeim því ekki unnizt tími til að eignast eins mörg börn að meðaltali eins og þátttakendur fyrri ferðarinnar. □ undir af gleraugnaslöngu, sem spýta frá sér eitrinu. Þær geta báðar hæft mann í andlitið með eiturgusu í 3—4 metra fjarlægð. Nú orðið eru til góð lyf gegn höggormsbiti. Þegar búið er að ná eitri úr nöðrunum og gera það óvirkt, er því dælt í eitt- hvert dýr, t. d. hest, sem síðan vinnur úr því móteitur. Úr blóði þessa dýrs fá menn blóðvatn, sem notað er til að hjálpa mönn um og vernda þá. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin sendi slíkt blóðvatn til Burma, þegar lands mönnum var ógnað af höggorm um, sem leitað höfðu til hærri staða eftir mikil flóð í landinu. menntaskólakennari Magnús- son dáði vegna framkvæmda hans í vega- og brúamálum landsins á sínum tíma, og taldi hann brautryðjanda að, — að fræða útvarpshlustendur, í fréttaauka, um tilhögun á sam- tökum allmargra þjóða um út- varps- og sjónvarpsmál. Fyrir ólærðan mann var „auki“ þessi á stundum hálfgerð „gol- franska". Þó varð vitað, að ís- land og páfaríkið, Vatikanið, væru minnstu aðilar samtaka þessara, auk þess, sem samtök þessi væru mjög margbrotin og legðu þátttakendum þeirra á herðar margs konar vanda og lögfræðilega úrskurði. Að loknum fréttaaukanum, flaug um hugarhvelið: Gott áttu, ísland, að eiga þá fullhuga, sem vilja flækja þig sem mest í heimsmálefnum og hlaða á þig nýjum og nýjum byrðum, í stað þess að líta sér nær, og leggja fram stærri skerf til þjóðþrifa- mála. Hvernig sem ég velti því fyrir mér, tel ég, að með sjónvarpinu, komist það á, sé stefnt í öfuga átt við það, sem miðar að þjóð- arþrifum og farsæld einstakl- ingsins. Hafi íslenzka þjóðin efni á að stofna og starfrækja sjónvarp fyrir tugmilljónir króna árlega, til að svala nýjungagirni lítils hluta landsmanna, hversu EINU SINNI var íslenzkur pilt- ur að nafni Sigurður Breiðfjörð á Grænlandi fáein ár. Hann var að kenna Grænlendingum há- karlaveiðar, en starfaði jafn- framt sem beykir. Sigurður er nú viðurkenndur einn af skáld- snillingum 19. aldar (rímna- skáld). Hann orkti um Græn- land, en reit einnig bráð- skemmtilega bók um Grænland, er heitir „Frá Grænlandi“. Grænland á sterk ítök í brjóst- um ísl. þjóðarinnar. En ekki myndi „Frá Grænlandi“ gefa miklu fremur ætti hún þá ekki að sjá sóma sinn í að leggja á sig sams konar persónuskatt til að gera sitt eigið land betra og byggilegra? Mætti í því efni vitna til erlendra þjóða, sem hingað. til hefur ekki verið talin nein goðgá að vitna til, og steypa vegina fyrir þessa fyrir- huguðu stofn- og starfrækslu- fúlgu, sem búizt er við, að til sjónvarps þurfi. Auk þess mundu útlendir ferðalangar fagna batnandi vegum, en ekki sakna sjónvarpssýninga. Væri æskilegt, að fulltrúar þjóðarinnar, þegar þeir koma saman 10. október í haust, tækju málefni þessi til ræki- legrar athugunar, og gerðu þau mál upp við sig í fullri aivöru, hvort þessara mála væri ís- lenzku þjóðinni fremur til hags- bóta og velfarnaðar í þróunar- og þjóðhagssogu íslands. Orðin vega- eða samgöngu- bætur og sjónvarp eiga að verða prófsteinn á hagfræðilega stefnu þjóðarfulltrúanna fyrir land sitt og þjóð, sýna í hvaða átt framfaraviljinn stefnir. Verði sjónvarpið fyrir valinu, er ekki við æskuna um að sak- ast, heldur staðreynd þess, hvert hún hefir verið teymd undan- farna áratugi. 16. júlí 1963. E. G. Ó. raunhæfa lýsingu á Grænlandi nú, nema að nokkru leyti. En alltaf verður hún sígild söguleg lýsing af Grænlandi og falleg mynd af manninum, sem hana reit. Grænland er nú í mjög hraðri framþróun, enda afhjúp- ast þar fleiri og stórfeldari náttúruauðæfi með hverju ár- inu sem líður. Atvinnuvegir Grænlendinga eru einnig í hraðri framþróun. Árið 1962 voru fluttir inn til Grænlands 55 mótorbátar frá Danmörku undir 50 tonna stærð, umfram það, sem smíðað var á skipa- smíðastöðvum á Grænlandi. Enn fleiri verða fluttir inn nú í ár (1963). Þar eru nú af kappi byggðar hafnir, hafskipabryggj- ur, fistiðjuver, niðursuðuverk- smiðjur og frystihús. Rækju- verksmiðjurnar hafa gefið mik- inn gróða, en ekki öll fiskiðju- verin. íslenzka sauðféð gengur þar sjálfala, og einnig hestarn- ir. Fjárríkustu Grænlendingar eiga nú um og yfir þúsund fjár. Og sláturhúsið með verksmiðj- um (í.Dýrnesi) gaf Grænlands- einokuninni % millj,- d. kr. í hreinan ágóða sl. ár, en ekkert fengu sauðfjáreigendumir af því, og þó kalla Danir græn- lenzku kaupþrælkunina „bezta samvinnufélag í heimi“. Góðvon stendur við mynnið á Rangafirði í Vestribyggð, og er höfuðstaður Grænlands. Þar er riýbúið að byggja hafskipa- bryggju í gömlu höfninni, og umfram er verið að bygga þar nýtízku fiskveiðihöfn. Við hana er einnig verið að reisa mikið fiskiðjuver, hið fyrsta í Góðvon. íbúatala bæjarins var 1955, 2360, en 1960 3181 (þar af 644 fæddir utan Grænlands, en Dan ir fæddir á Grænlandi og dönsk böm fædd þar, eru ekki þar í talin). Síðan hefir íbúum Góðvonar haldið áfram að hrað- fjölga, vegna mikilla fram- kvæmda í bænum, og í von um mikla atvinnu við fyrsta fisk- iðjuverið í Góðvon og hið mesta á Grænlandi, er það tekur til starfa á næsta ári við nýju fisk- veiðihöfnina. Fiskiðjuverið er hlutafélag. Hlutabréfin eiga danski ríkissjóðurinn, Færey- ingar og Grænlandsverzlunin fyrir hönd Grænlendinga. Græn \ land er að verða eins konar ný- lenda Færeyinga, er opið fyrir þeim, og mjólkar vel. Inni í Vestribyggð er hreindýrabú- skapur í örum vexti og gengur vel. Vatnið er ekki eins auðfengið allstaðar á Grænlandi og hér. Gerð nýrrar vatnsveitu er eitt af mörgu, sem menn hafa með höndum í Góðvon nú. Undir fyrirsögninni: „Ó venjulegt mannvirki11 segir Gunnar P. Rosendahl yfirverkfræðingur svo frá henni nýlega í aðalblaði Grænlands: Nýju verksmiðjurnar þurfa mikið vatn. Því verður að sækja það inn í stórt stöðuvatn inni í fjöllunum. Vatnsleiðsluna það- an verður að leggja um göng gegnum fjöllin. Það voru vandræði með vatn- ið í Góðvon kringum 1950. Það voru ekki í nágrenni bæjarins nein stöðuvötn eða ár, þangað sem hinir hraðfjölgandi bæjar- búar gætu sótt vátn. Því var ákveðið að stýfla upp vatn fyrir innan Góðvon. Þar var daldrag, sem hægt var að loka með stýflugarði í báða enda, og auk þess á 3. staðnum, þar sem dæld var í fjöllin. AFSTAÐA GÓÐVONAR OG VATNSVEITUNNAR, sjá mynd Hið þannig myndaða stýflu- vatn og vatnsleiðslan þaðan var tekin í notkun 1954, og um und- angengin 10 ár hefir fengist nægilegt vatn frá regni og snjó, er fallið liefir í fjöllin kringum stýfluvatnið. Að sumrinu hefir það þó verið nauðsynlegt, að pumpa vatni úr minna fjallvatni í grenndinni. Þegar fiskiðjuver- ið kemst af stað með fullum gangi á næsta ári, mun þörfin fyrir vatn aukast svo mjög, að það verður að útvega meira vatn í tilbúna stýfluvatnið. 3JA KÍLÓMETRA SUMAR- V ATN SLEIÐSL A Þetta gerðu menn sér ljóst fyrirfram, áður en byrjað var að gera vatnsveituna, og menn höfðu í raun og veru ekki búist við, að hægt yrði að bíða í heil- an áratug, áður en auka þyrfti vatnsveituna. Hið aukna vatn á að fá frá stöðuvatni, sem 40.000 manns deyja árlega effir höggormsbif Malenuvatn heitir, og er 3 kíló- metrum fjær. Frá Malenuvatni á að leggja 30 cm. gilda leiðslu út að stýfluvatninu. Þar sem Malenuvatn liggur 40 metrum hærra en stýfluvatnið, rennur vatnið sjálfkrafa, svo ekki þarf að pumpa. Ætlunin er, að vatnið renni aðeins á hinum frostlausu sum- armánuðum. Þegar vetur kem- ur, verður leiðslunni lokað, og hún tæmd af vatni. Þá er mein- ingin, að búið verði að safna nægilega miklu vatni í stýflu- vatnið, svo að það endist allan veturinn. Á þennan hátt er hægt að spara sér dýra einangr- un og rafmagnsupphitun á hinni löngu vatnsleiðslu frá Malenuvatni. MEÐ JARÐGÖNGUM OG VATNSLEIÐSLUM ER NÓG VATN TIL ÁRSINS 2000 Með þessari aðgerð munu menn fá þrefalt meira vatn en við höfuð nú. Við reiknum með því, að hægt verði að komast af með það til ársins 1970. Þegar þar að kemur, verður nauðsyn- legt að leggja leiðslu frá Malenu vatni inn að mjög stóru vatni. Það verður þá að leggja enn íiðra Jeiðslu frá IMalemivatni til stýfluvatnsins, og stýflugarðana verður að hækka, en þeir voru frá grunni byggðir með slíka hækkun fyrir augum. Þar með ætti öll þörf Góðvonar fyrir vatn að vera tryggð til ársins 2000. 600 METRA JARÐGÖNG Landið inn að Malenuvatni er nokkuð öldótt. Nokkur sam- hliða daldrög liggja þvert í gegn um það. Upphaflega var ætlun- in, að vatnsleiðslan lægi hátt, og áð henni yrði haldið uppi á hengibrúm yfir dýpstu gilin. Síðan var þessari áætlun breytt þannig, að vatnsleiðslan lægi lægra, svo að komast mætti af með minni brýr. í þess stað skyldi sprengja 2 göng gegnum hæstu fjöllin, þar sem þetta reyndist ódýrara en brúargerð- in. Enn fremur á að sprengja þriðju göngin inn að botni Malenuvatnsins. Við gerum okk ur von um, að þessi göng verði svo lekalaus, að ekki verði nauð synlegt að leggja pípur í þau, heldur verði hægt að láta vatn- ið renna eftir sjálfum göngun- um. Göngin verða 2 metrar á hæð og 1,25 metra breið, og alls 600 metra löng. VERKTAKARNIR HAFA GRAFIÐ JARÐGÖNG Á ÍS- LANDI OG í FÆREYJUM Framkvæmd svo sérstaks verks krefst auðvitað sérstakra ráðstafana og reynslu af verk- takanum. G. T. O. (Grönlands teknisk opleygning) hefir gert samning við verkfræðingafirm- að Pihl og Sön um þetta verk, þar sem þetta firma hefir mikla reynslu í að sprengja jarðgöng, og hefir áður leyst slík störf af hendi á íslandi og í Færeyjum. Flutningur hinna þungu vatns- leiðslupípna um fjöllin verður mjög erfiður. Þau verða flutt sjóveg inn í botninn á víkunum, og dregin þaðan upp eftir dal- drögunum. Fyrir 50—60 manns, sem eiga að vinna verkið, verða reistar sérstakar búðir í fjöllun- um, þar sem það myndi taka of mikinn tíma, að flytja þá fram og aftur til bæjarins dag hvern. Það var byrjað á verkinu 1963, og leiðslumar eiga að vera fullbúnar til starfrækslu vorið 1964. Vatnsveitan kostar, vegna hinnar erfiðu aðstæðna, 3(4 millj. danskra króna. Verkið er ráðgert (planlagt) fyrir G. T. O. af verkfræðinga- firmanu Nielsen og Rausehen- berger, sem einnig hefir ráðgertj (Framh. á bls. 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.