Dagur - 18.09.1963, Síða 8
s
Frá Dalvíkurhöfn. Nýi hafnargarðurinn til hægri með stálþili fremst.
(Ljósm. E. D.)
Veidur olíumölin bylfingu í vega- og gafnagerð?
Reynslan ein verður réttlátur dómari
Nokkur orS um vegina
UM MIÐJAN JANÚAR 1962
var nýung í gatna- og vegagerð
kynnt opinberlega í fyrsta sinn
hér á landi, á fundi á Akureyri.
Fundurinn var á vegum Félags
íslenzkra bifreiðaeiganda. Fund
arefnið var olíumöl, sem slitlag
á götum bæja og á þjóðvegum.
Fundur þessi og fréttir af
honum, sem m. a. birtust hér í
blaðinu, hafði þau áhrif auk
þess að margir eygðu þarna
nytsama nýung, að verkfræð-
ingar og vega- og gatnagerða-
menn skiptust í tvær fylkingar
— með olíumöl og á móti
henni. —
Nú er málið enn á dagskrá
og tilraunir hafa þegar verið
gerðar og aðrar tilraunir, svo
sem hér á Akureyri, á næsta
leiti. Því miður hafa sumar þær
tilraunir, sem þegar hafa verið
gerðar, ekki verið framkvæmd-
ar af nægri kunnáttu og hafa
því mjög takmarkað gildi.
Sannast mála er, að deilur um
olíumölina eru ekki nauðsyn-
legar lengur. Þær höfðu sitt
auglýsingagildi. Hér eftir verða
verkin látin tala. Olíubornir
vegir og götur, gerðir af þeirri
kunnáttu, sem nú er fyrir
hendi, munu á næstu árum
sýna kosti sína og galla svo ekki
verður um villst.
Fréttamenn á Akureyri áttu
þess kost sl. laugardag að hlýða
” *« m mw
á mál þeirra Arinbjörns Kol-
beinssonar formanns Félags ísl.
bifreiðaeiganda, Ólafs Einars-
sonar bæjarstjóra Garðahrepps,
Jóns Bergssonar bæjarverk-
fræðings í Hafnarfirði og Sveins
Guðmund Björek, vegaverk-
fræðingur.
Torfa Sveinssonar verkfræð-
ings, sem sumir eru fartiir að
kalla föður olíuborinna vega.
Sænski vegaverkfræðingur-
inn Guðmund Björck, sem
dvalið hefur í Reykjavík og
veitt upplýsingar um hina um-
töluðu nýung syðra, skrapp
hingað norður til að athuga
staðhætti og efni. En Stefán
Stefánsson bæjarverkfræðingur
á Akureyri dvaldi syðra um
skeið, og fylgdist með því,
hvernig olíumölin er blönduð
og lögð út.
f litlum bæ á Skáni, sem
Sjöbo heitir, hafa allar götur
verið lagðar olíumöl. Var það
gert fyrir 4 árum. Viðhalds-
kostnaður hefur enn ekki verið
neinn.. Áður voru þar eingöngu
viðhaldsfrekar malargötur.
Sparnaður í viðhaldskostnaði í
3 ár var jafnmikill og stofn-
kostnaður olíumalarinnar. f
þessum bæ, sem telur 4000 íbúa,
eru gangstéttir einnig lagðar
olíumöl og gefst vel.
Ríkissjóður hefur nú 3—400
millj. kr. tekjur af bifreiðum og
rekstrarvörum þeirra. En sú
fjárhæð, sem ríkissjóður leggur
til vega, nemur ekki einu sinni
helmingi þessarar upphæðar.
Hér þarf að verða breyting á.
Ef olíumölin reynist eins vel
hér á landi og formælendur
hennar ætla, er líklegt að hún
valdi byltingu í vega- og gatna-
gerð í náinni framtíð. □
FYRIR 70 árum var ákveðið í
vegalögum, að byggja 375 km.
af akfærum vegum og að við-
halda 1500 km. af reiðvegum.
Akvegirnir áttu að vera í þétt-
býlustu héruðum landsins.
Fjórtán árum síðar voru vegir
landsins flokkaðir í flutninga-
brautir, þjóðvegi, sýsluvegi og
hreppavegi og vegamálin sett
undir sameiginlega stjórn. En
vegalög þau, er nú gilda eru
frá 1947. En til garnans má geta
þess, að fyiúr 102 árum var sú
tilskipan gerð, að krefja vinnu-
færa karlmenn um vegarskatt
er varið skyldi til lagningar
þjóðvega.
Talið er, að þjóðvegir á ís-
landi séu nú 8300 km. langir,
sýsluvegir 2400 km. og hreppa-
vegir 1000 km. Um langt skeið
bættust um 200 km. akfærra
vega árlega við, en minna á
„viðreisnarárunum".
Þótt mönnum þyki vegir
vondir og margur farartálmi á
leiðum, er það mála sannast, að
íslenzku vegirnir, með öllum
sínum takmörkum, eru þrek-
virki svo fámennrar þjóðar í
jafn stóru og torfæru landi.
Jafnvel fyrir hinn eiginlega
tíma bifreiðanna hér á landi,
voru stórvirki gerð, svo sem í
brúarsmíði. Olversárbrú var
byggð 1890 og endurbyggð 1945,
hengibrú á Þjórsá 1895 og end-
urbyggð fyrir 14 árum. Blöndu-
brúin er 66 ára gömul. Þar
stendur smíði nýrrar brúar yfir.
Fnjóskárbrúin er meira en
hálfraraldar gömul. Miðað við
verktækni fyrri tíma, voru allar
þessar gömlu brýr og ótal fleiri,
stórvirki síns tíma og endur-
bygging þeirra hin síðustu ár,
þykja miklar framkvæmdir.
Af þeim 8300 km. þjóðvegum,
sem spanna landið þvert og
endilangt er fjórði hlutinn rudd
ir vegir aðeins. Og mikið af
þessum vegi er ófært lengri eða
skemmri tíma úr árinu vegna
snjóa. Þar sem bændur fram-
leiða mikla mjólk er vegum
haldið opnum, eins lengi og
unnt er.
Vegagerð ríkisins ryður á eig-
in kostnað snjó af um það bil
sjöunda hluta þjóðveganna, á
meðan hún telur sér það fært,
og er það á aðalsamgönguleið-
um landsins, sem svo er kallað,
svo sem á leiðunum frá Reykja-
vík til Akureyrar, Víkur í Mýr-
dal og til Suðurnesja, frá Borg-
arnesi til Ólafsvíkur og Stykk-
ishólms og nokkrum styttri
vegarköflum. Annar snjómokst-
ur, t. d. í sambandi við mjólkur-
flutninga, er að helmingi greidd
ur af viðkomandi hreppum. En
þessi snjómokstur er þungur
baggi á mörgum hreppsfélög-
um, svo sem kunnugt er t. d.
hér á Norðurlandi. Er því mjög
(Framh. á bls. 2).
ÖLVUN VIÐ AKSTUR
UM SÍÐUSTU HELGI höfðu
um 400 ölvaðir ökumenn lent
í höndum lögreglunnar í
Reykjavík, það sem af er
þessu ári, en 40 á Akureyri.
Þetta eru „bæjamet“ á báðum
stöðum. □
##################•>#########4
Þretiándakvöld eftir Shakespeare
Væntanlega frumsýnt á Akureyri í næsta mán.
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
hefur valið fyrsta verkefni leik-
árs þess, sem nú fer í hönd.
Er það Þréttandakvöld eftir
William Shakespeare, sem sýnt
var í Reykjavík fyrir nær fjór-
Heimsókn Fóstbræðra þótti góð
Frá v. Sigtryggur Stefánsson, Jón Bergsson, Guðmund Björek,
Arinbjöm Kolbeinsson, Svein Torfi Sveinsson og ungur ferða-
maður. (Ljósm. E. D.)
KARLAKÓRINN Fóstbræður í
Reykjavík hélt söngskemmtun
í Samkomuhúsinu á Akureyri
sl. föstudag. Stjórnandi er
Ragnár Björnsson. Aðsókn var
meiri en húsið rúmaði og söngn
um, bæði innlendum lögum og
erlendum, svo og fjórum ein-
söngvurum, var mjög vel tekið.
Á laugardagskvöldið söng kór
inn í Skjólbrekku í Mývatns-
sveit og var þar troðfullt hús.
Næsta dag héldu Akureyrar-
kórarnir hinum sunnlenzku
gestum hóf í Sjálfstæðishús-
inu hér í bæ. Veizlustjóri var
Kári Jóhansen form. Geysis.
En áður höfðu bæjarkórarnir
boðið gestunum til kaffidrykkju
í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli.
Einsöngvarar Karlakórsins
Fóstbræðra voru: Erlingur Vig-
fússon, Gunnar Kristinsson,
Hjalti Guðmundsson og Krist-
inn Hallsson. Undirleikari var
Carl Billich.
Þeir Norðlendingar, sem áttu
þess kost að heyra söng Fóst-
bræðra svo og suhnanmenn, er
töldu 60 í þessum hóp, þar af
30 söngmenn — hafa góðra
stunda að minnast. — □
um áratugum. Þýðinguna gerði
Helgi Hálfdanarson.
Leikstjóri Leikfélagsins að
þessu sinni er Ágúst Kvaran.
Leikendur eru fast að tuttugu
talsins. Æfingar eru hafnar og
búist við, að frumsýningin verði
í næsta mánuði.
Sjónleikur þessi er gleðileik-
ur, lítið eitt rómantízkur.
Búningar munu fengnir frá
London. Jóhann Ögmundsson
var á aðalfundi L. A. í sumar
kosinn formaður félagsins.
Vonandi eiga bæjarbúar og
nærsveitamenn þess kost í vet-
ur, að sjá marga góða sjónleiki
í Samkomuhúsi Akureyrar á
næsta leikári. □
TRAUSTLEGUSTU vistarver-
urnar og þær, sem mannheld-
astar eru taldar á Akureyri, eru
fangaklefar lögreglunnar. Þar
vill enginn koma, en þar eru þó
ekki minni luisnæðisvandræði
en annarsstaðar í bænum.
Samkvæmt umsögn lögregl-
unnar fer drykkjuskapur tölu-
vert vaxandi síðustu vikur og
mánuði liér í bænum, svo að
oft eru hreinustu vandræði að
koma ölóðu fólki í sæmilega
trygga vörzlu. Áður mátti með
sanni segja, að fangaklefamir
stæðu ónotaðir langtímum sam-
an. Var það bæjarbúum góður
vitnisburður. □