Dagur - 30.10.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 30.10.1963, Blaðsíða 1
" . ';;7 Málgagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Erlingur Davídsson' Skrifstofa í Hafnarstrætí 90 SiMAR: RlT.STJÓKt 1166. Auci.. OG aígr. 1167. Prentverk Oods PjORNSSCCrÁR H,F,, AkUREVRI Dagur XLVI. árg. — Akureyri, tniövikudaginn 30. október 1963. — 63. tbl. r~—7"—p||g—' r; \ AuCt.ÝSlNGÁSTjORt JÖN SÁM- ÚELSsbiN . A RCANGÚfttiNN KOSTAR -KR. 150.00. GjAÍDÓACl ER j. JUl.í BlAOIÐ KEMUR ÚT Á MÍDVIKUDÖC- . ÚM OG Á.tAXJGÁRDÖGUM; ÞFJCAR ÁSTJEÓ'A: Mi'KIR TIL ' ■’ -_________V • Skuldugur bíleigandi á flótfa Lögreglan á Akureyri tók bílinn í sína vörzlu ÞAÐ bar til tíðinda á SauSár- króki í gær, að þangað komu „sendimenn að sunnan“ til að kyrrsetja bifreið eina þar á staðnum vegna vanskilaskulda. Þegar ferðamenn höfðu liðk- að stirða limi sína og fengið sér miðdegisverð, tóku þeir að svipast um eftir farartækinu. Eigandi þess var þá á bak og ■burt. Fundum þessara manna bar þó saman litlu síðar utan kaupstaðarins og mæltu þeir sér mót á Sauðárkróki samdæg- urs. En bíleigandinn kom ekki á það stefnumót og ók til Akur- eyrar. Bæjarfógeti staðarins og sýslumaður Skagafjarðarsýslu, Jóhann Salberg, bað þá lögregl una á Akureyri að taka nefnd- an bíl í sína vörzlu, ef hann bæri þar að garði. Gerði hún það litlu síðar er bíllinn ók um götur bæjarins. Sýslumaður gerði þegar ráð- stafanir til að fá farartækið taf- arlaust sent vestur, en eigand- inn hélt til Reykjavíkur — flug- leiðis. Q Hið mikla yfirlæti ALDREI liefur nokkur ríkis- stjórn á íslandi verið mynduð með meira yfirlæti en núver- andi ríkisstjórn, sem kennir sig FÉKK 60 RjÚPUR Húsavík 29. okt. Nýjustu frétt- ir af Norðurlandsbornum eru þær, að til hans eru komin tæki þau, er gera kleyft að bora djúpt í jörðu. Er nú hætt við borun í Húsavíkurtúni en í þess stað verður dýpkuð borholan á Húsavíkurhöfða, sem áður var frá horfið. En þar var hitinn orð inn 100 stig, þótt ekki næðist til vatnsins. Rjúpnaskyttur eru enn á ferð. Sú heppnasta fékk G0 rjúpur á sunnudaginn. Litla „pennastrikið“ TALIÐ er, að ríkisstjómin hafi ætlað sér að koma á kaupbind- ingu til tveggja rnánaða. Þetta kom, að sögn, til um- ræðu á miðstjórnarfundi Al- þýðuflokksins í fyrrakvöld og þar reifaði Emil Jónsson ráð- herra málið. Ef marka má lausafregnir, náðist ekki samkomulag, þvi ýmsum þótti, sem nú væri mæl irinn fullur og hafnaöi mið- stjórnin tveggja mánaða „penna strikinu". □ við „viðreisn“. Engin stefnuskrá nokkurrar ríkisstjórnar hefur verið eins herfilega fótum troð- in og liennar stefnuskrá — og einkum af höfundum sínum —. Verðbólgan er glöggt dæmi um þetta. Verðhólgudraugurinn skyldi að velli lagður með mátt- ugum töfrasprota „viðreisnar- innar“. Ef ekki, færi Alþýðu- flokkurinn iir stjórninni sam- dægurs. Þetta sagði Alþýðu- blaðið. Oðaverðhólgudraugur- inn, sem nú grípur klónum um hvem þátt efnahagslífsins, og situr til horðs með hverri ein- ustu fjölskyldu í landinu, er á góðri leið með að skapa óvið- ráðanlega efnahagslega upp- lausn. Nú eru verðhækkanirn- ar svo tíðar og stórfelldar að furðu sætir. í kjölfar dýrtíðar- innar koma svo kröfurnar um liækkuð laun, sem enn sér ekki fyrir endann á. Ef sómatilfinningin ætti sér mikil ítök í brjóstum núverandi ráðherra, væru þeir upp staðn- ir vegna dýrtíðarmálsins, þótt ekkert annað hefði komið til. □ Kornskorfur í SÍÐUSTU VIKUR hafa verzlun arfulltrúar Sovétríkjanna keypt gífurlegt magn af kornvörum í Kanada og Ástralíu, en önnur OG ÁFENGI ÍSLENDINGAR keyptu á- fengi og tóbak fyrir 18% hærri upphæð fyrstu níu mán uði þesa árs en á sama tíma í fyrra. Frá þessu skýrði Áfeng- is- og tóbaksverzlun ríkisins. Fyrstu níu mánuði seldi verzlunin þessar munaðarvör- ur fyrir 200 millj. 425 þús. kr. samtals á öllu landinu. í fyrra fyrir 168 milli. 700 þús. kr. í júlí, ágúst og september seldi verzlunin þessar vörur fyrir saintals nær 77 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra nam sal- an rúmlega 66 milljónum kr. Hér ber þess að gæta, að fyrir nokkru var áfengi og tóbak hækkað lítið eitt í verði. □ Mörg skip eru enn í Akureyrarhöfn, en sum þeirra munu vera á förum til síldveiða við Suður- land. (Ljósm. E. D.). Akureyringar verða að leysa vöruskemmumálið í snatri tii þ ess að beinar ferðir Eimskip geti hafizt EINS og fyrr er frá sagt, ákvað Eimskipafélagið að gera tilraun með 3—4 umhleðsluhafnir hér á landi, til að greiða fyrir vöru- flutningum. Vöruflutningar eru þá skipulagðir á þann veg er- lendis, að vörurnar koma beint til ákvörðunarhafna, í stað þess að hafa hina óheppilegu við- komu í Reykjavík, svo sem nú er og hefur lengi verið, lands- hyggðinni til mikils tjóns. Akureyrarbæ var boðið, að þar skyldi höfð umhleðsluhöfn fyrir Norðurland. En til þess þarf nokkuð stóra vörugeymslu, helzt fast við höfnina, svo losna megi við notkun bifrei'ða við umlileðsluna. Því áætlunin er sú, auk þess að flytja Akureyr- Sovétríkjunum kommunistaríki leita eftir sams konar viðskiptum í Bandaríkj- unum. Einkum er það hveiti, sem hér um ræðir og gefa hin stórkostlegu kaup til kynna, að á þessu ári hafi orðið mjög alvar legur uppskerubrestur austan járntjalds, eða mistök í landbún aðarframleiðslunni. Það er að sjálfsögðu ánægju- legt fyrir þjóðir lýðræðislanda, að bægja hungri frá dyrum milljóna manna. Það er líka athyglisvert, hve lítið landbún- aðarstefna Sovétríkjanna, virð- ist hafa þokað framleiðslunni áleiðis, á sama tíma og flestum greinum landbúnaðar í vestræn um löndum hefur bókstaflega fleygt fram. □ arvörurnar beint, að losa hér einnig vöruslatta, minni en 25— 30 tonna, og fara eiga til ná- grannahafna. Að sjálfsögðu fagna Akureyr- ingar þessari tilraun og vona að vel takist, enda geta allir séð, hver breyting slíkt væri til bóta, frá því ástandi sem nú ríkir og allir þekkja. Síðastliðna tvo áratugi hafa flestar vörur, sem til landsins hafa komið, verið settar á land í Reykjavík, og guð og lukkan ráðið því, fremur en neytendur úti á landi eða Eimskipafélagið sjálft, hvenær þær komast á leiðarenda. Á sama tíma hafa umboð flestra vara færzt í hendur höf- uðborgarbúa. Og í Reykjavík, sem verið hefur ein allsherjar umhleðsluhöfn fyrir allt landið, hefur skapazt hreint öngþveiti hjá skipafélögunum, að Eim- skipafélaginu meðtöldu. Fyrir- huguð breyting ætti því að vera til margþættra bóta. En hversu tekst nú að leysa vöruskemmuvandamálið á Ak- ureyri, sem er skilyrði fyrir um hleðsluhöfn hér? Hafnarnefnd hefur haft þetta mál til meðferðar síðustu vik- ur. Líklegt er, að gamla slökkvi stöðin, sem nú geymir vélar og varahluti bæjarins, verði fyrir valinu til bráðabirgða. En svo er ástatt á Akureyri, að ekki er ákveðið skipulag við höfnina. Um marga kosti er að velja, en engin varanleg mann- virki verða reist á því svæði, sem eftir er að skipuleggja. Verður því vöruskemma, göm- ul eða ný, aðeins bráðabirgða- ráðstöfun. En engu að síður nauðsynleg. Vonandi hefjast hinar reglu- legu ferðir Eimskipafélagsins hingað í næsta mánuði. Q ÞEIR NOTUÐU HELGINA VEL FULLUR tugur ungra manna og vaskra úr Knattspymufélagi Akureyrar vann við endur- byggingu útihúsa á Barká í Hörgárdal um síðustu helgi. En þar varð stórkostlegt tjón í veðrinu mikla í síðustu viku. Þetta er þakkarvert framtak og lofsvert og vart munu þessir ungu menn liafa getaö notað lielgina betur. □ BARN FYRIR BÍL SÍÐDEGIS á sunnudaginn varð það slys framan við Hafnarstr. 25 á Akureyri, að 5 ára dreng- ur lenti fyrir bíl og hlaut höf- uðhögg. í gær var barnið taliS úr hættu, en það var nokkuð lengi meðvitundarlaust. f innbænum er gatan aðal- leikvöllum harnanna. □ ----------------------- Bændaklíibburinn FYRSTI fundur klúbbsins á þessum vetri verður að Hótel KEA mánudagskvöldið 4. nóv. og hefst kl. 9. Umræðuefni: Hagsýni við búrekstur. Málshefjandi verð- ur Halldór Pálsson búnaðar- málastjóri. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.