Dagur - 30.10.1963, Blaðsíða 5
4
3
SVO FÓR UM SJÓ-
FERÐ ÞÁ
EITT af því, sem Gunnar Thorodd-
sen gerðist fjölorðastur um, þegar
liann kom í fjármálaráðuneytið fyrir
fjórum árum, var nefndakostnaður
ríkisins. Ráðherrann var ekkert
myrkur í máli um það, að hann
myndi án tafar leggja til atlögu við
„nefndafarganið" og hvergi af sér
draga, enda myndi þess j)á skammt
að bíða, að sú barátta bæri árangur,
sem um munaði.
Nú alveg nýlega var ríkisreikn-
I ijignum fyrir árið 1963 útbýtt á Al-
þingi. Þar kemur í ljós, að í „óviss-
um útgjöldum“ er fram talinn á því
ári kostnaður við 17 nefndir nafn-
greindar, en þær eru þessar: At-
vinnumálanefnd, Beitunefnd, Bún-
aðarfræðslunefnd, Jafnlaunanefnd,
Kauplagsnef nd, Lyf jaskrámefnd,
' Matsnefnd veitingahúsa, Nefnd sam-
kvæmt 25. gr. launalaga, Nefnd til
að úrskurða eftirgjöf aðflutnings-
flutningsgjalda af bifreiðum, Nefnd
samkv. lögum nr. 48, 1958, Samn-
inganefnd um kjaramál, Samstarfs-
nefnd ríkissj. og S. B. R. B. um launa
og kjaramál, Stóriðjunefnd, Vega-
laganefnd, Vinnumálanefnd Kefla-
víkurflugvallar, Vinnutímanefnd og
Orlofsnefnd. En það er meira blóð í
kúnni. I sömu sundurliðun óvissra
útgjalda, er þarna talinn kostnaður
við 9 „athuganir“, sem svo eru nefnd
ar. Það er nokkurn veginn víst, að
níu nefndir hafa verið þar að verki,
en það er eins og íáðherrann hafi
veigrað sér við að geta þess. Þetta
eru sem sé felunefndir, en sjást þó,
ef að er gáð.
En felunefndirnar eru fleiri í þess
um kafla ríkisreikningsins. Á einum
stað er tilgreindur kostnaður (nálega
1 millj. kr.) við „lagafrumvörp og
reglugerðir". Þama þykjast kunnug-
ir sjá glitta í nefndir og ekki fáar,
sem ríkisstjómin hefur skipað til að
vinna fyrír sig að undirbúningi
stjómarfrumvarpa og við að semja
reglugerðir um framkvæmd ýmissa
laga. Til þessa eru yfirleitt ráðnir
þingmenn úr stjórnarflokkunum og
stundum embættismenn þeim til að-
stoðar.
Það er sennilega ekki of í lagt, að
áætla samkvæmt þessu, að felunefnd-
irnar séu álíka margar og hinar,
sem nafngreindar eru í þessum kafla
ríkisreikningsins. Og þó er liér að-
eins um þær nefndir að ræða, sem
færðar eru á þá grein ríkisreikn-
ingsins, sem nefnist „óviss útgjöld".
í öðmm greinum reikningsins er til-
greindur kostnaður við fjölda fasta-
nefnda, sem starfa samkvæmt ýmsum
lögum og ekki verða taldar hér.
Dagur hefur ekki aðstöðu til að
dæma um það, hver nauðsyn hafi
borið til að skipa svo margar nefnd-
ir, eða hve gagnleg störf þær hafi
unnið. Og víst eru vel skipaðar nefnd
ir nokkur trygging fyrir því, að vel
sé að undirbúningi mála unnið. En
hitt er augljóst, að skrafi fjármála-
ráðherra um „nefndafargan“ hefur
lítil alvara fylgt á sínum tíma. Þar
var um ómengað lýðskrum að ræða.
Síðasti bóndinn á Rangalóni
Rætt við Sigurð Haraldsson sjötugan
SIGURÐUR HARALDSSON,
Hafnarsti'æti 90 á Akureyri
varð sjötugur hinn 25. október
sl. Hann er nágranni Dags, býr
uppi á loftinu í gamla Kaupfé-
lagshúsinu, og er góður ná-
granni; hinn prúðasti maður í
allri umgengni og drengur hinn
bezti.
Sigurður er fæddur á Merki á
Jökuldal og' var þar til 5 ára
aldurs. En faðir hans, Haraldur
Sigurðsson og Aðalbjörg Hall-
grímsdóttir kona hans bjuggu á
ýmsum heiðabýlum austur þar,
svo sem á Rangalóni, Veturh.ús-
um og Háreksstöðum og á þeim
bæjum ólst Sigurður upp. En
árið 1912 gerðist hann kaupa-
maður Stefáns Einarssonar í
Möðrudal, en stundaði nám við
Gagnfræðaskólann á Akureyri
STOKUR
GUNNAR. S. Hafdal kvað eitt
nýliðið kvöld þessa vísu:
Sífrjór meiður lindar lifir,
lauf þótt deyði haustið svalt.
Nóttin breiðir blæju yfir
brúna heiði, fölið kalt.
Eitt sinn kom Karl Kristjáns-
son heim til Gunnars skálds í
Sörlatungu, og gerði vísu þessa
er hann kom upp á bæjarhól-
inn:
Fjöll með linda-fiðlum sungu
fossar tóku undir það.
En svo var skáld í Sörlatungu,
sem að miklu hærra kvað.
Hafdal svaraði og sagði:
Ljóðasmið er létt um vöku,
landsmálanna jarli.
Þakka eg þekka stöku
þingmanninum Karli.
Til Jóns í Pálmholti
NÝLEGA barst mér blað af
Degi með vísu til mín frá Jóni
í Pálmholti, sem ég skil ekki
fyllilega. Það skal fúslega játað,
að ég verðskulda skammavísu
frá Jóni, en ég vil helzt geta
skilið hana.
Atomskáldin óljóst kveða.
Almenningur leitar frétta:
Er það prentvillupúkinn eða
Pálmholts-Jón, sem yrkir þetta?
Steingrimur í Nesi.
Enn hafa menn sitthvað að
segja um Grundarmálið:
T. J. sendir þessa vísu:
Hæstiréttur hérna var
heiðri Grundar bjarga.
Sigur einn úr býtum bar,
barðist þó við marga.
Og S. sendir þessa:
Snæbjörn brjálar sjálfan sig,
sundrung mála skapar.
Fram á hálan fetar stig,
flytur mál og tapar.
S.
á vetrum og útskrifaðist þaðan
árið 1915. Þá gerðist hann far-
kennari tvo vetur á Jökuldal og
Hólsfjöllum, giftist 1917 Hróð-
nýju Stefánsdóttur frá Möðru-
dal og hóf búskap í Möðrudal
og bjó þar til ársins 1922 að
hann flutti í Rangalón. Þar bjó
hann í tvö ár. Þaðan fluttist
Sigurður að Stuðlafossi í Jök-
uldal og bjó þar til 1928.
Á Norðfirði dvaldi Sigurður
um skeið og stundaði þá barna-
kennslu og var umboðsmaður
Brunabótafélags íslands þar á
staðnum. Hingað til Akureyrar
lá leiðin 1930. Hér hefur Sigurð
ur lagt gjörva hönd á margt,
starfaði t. d. 14 ár við Nýja Bíó,"
lengi við bókband, sjö sumur
við brúarsmíði með Jónasi Snæ-
björnssyni og á Skattstofunni
á Akureyri um fjölda ára.
Ég hitti Sigurð Haraldsson að
máli litla stund á mánudaginn
og átti við hann eftirfarandi við
tal:
Hvað manstu eftir mörgum
byggðiun bæjum á Jökuldals-
heiði, Sigurður?
Fyrir og um aldamótin voru
17 býli á Jökuldalsheiði, sem
mér eru í minni og margt fólk
á ýmsum þeirra. Nú eru þau öll
komin í eyði. Hið siðasta þeirra
fór úr ábúð 1946, Heiðasel, sem
var syðsta byggð á heiðinni.
Það er mikil breyting og reynd-
ar ömurlegt til þess að hugsa
að þetta mikla og að sumu leyti
ágæta land, skuli nú vera með
öllu yfirgefið og engin byggð
þar lengur. Jökuldalsheiðin ól
þó upp marga vaska menn og
konur, að vísu í nokkuð hörð-
um skóla. En sannleikurinn var
sá, að á meðan búin voru lítil
eins og þá var títt, og allir
reyndu að komast af með sem
minnst, voru heiðabýlin nota-
drjúg. Þar voru kindur mjög
vænar, og á meðan fært var frá,
áttu heiðabúar löngum góðan
vetrarforða af afbragðsfæðu.
Þá munu ferðalög hafa verið
erfið?
Já, miðað við það, sem nú er.
Þá var farið á hestum hvert
sem farið var. Og þá kom þrek
og þol hestanna í góðar þarfir,
ennfremur ratvísi þeirra. Haust
ið 1909 gerði svo mikinn snjó í
sláturtíðinni, að bændur voru á
þriðju viku í ferðinni með slát-
urfénaðinn, til Vopnafjarðar og
heim aftur. Það tók 8 daga að
reka féð. Bændur á Jökuldal
fóru þá út allan Jökuldal og Jök
ulsárhlíð, út á Hellisheiði og
þaðan til Vopnafjarðar. Þetta
var engin smáræðisleið. Dæmi
um svipaðar ferðir eru margar.
Ungir menn trúa þessu varla
nú.
Er þér nokkur sérstök stórhríð
minnisstæð?
Ég man einna gleggst eftir
stórhríð um páskaleytið 1917.
Það var ofsaveður. Til allrar
hamingju var fé allt á húsi þá,
annars hefði illa farið. Fjárskað
ar urðu heldur ekki hjá ná-
grönnunum í það skipti, svo ég
muni. En oft misstum við fé.
Það fennti þó sjaldan, en hrakti
stundum í ár og læki í snöggum
áhlaupum. Það var tæplega
hægt að koma í veg .fyrjr
nokkra fjárskaða, eins og bú-
skap var þá háttað, og er enn,
á slíkum stöðum. Féð lifði mest
á útigangi, var t. d. tæplega
nokkur tíma tekið í hús fyrir
áramót.
Hvað félikstu þunga dilka á
liaustin?
Fyrstu búskaparár mín voru
fráfærur og þá var ekki um
dilka að ræða heldur fjalla-
lömb. Þessi lömb voru yfirleitt
sett á. Þá var útflutningur
sauða. En sauðasalan og fráfær-
urnar hættu jafnsnemma. Ég
held, að sauðir hafi ekki verið
á Jökuldal, eða ekki að neinu
ráði, eftir 1910. Hins vegar hélzt
gamli siðurinn lengur á Fjöll-
um. Þegai- lömbin fengu að
ganga undir ánum, voru dilk-
arnir vænir, allt upp i 20 kg.
kroppar. Svo var landgæðunum
fyrir að þakka. Fullorðið fé var
þó að sínu leyti vænna. Frá-
færuær mjólkuðu líka svo um
munaði í búið, á meðan fráfær-
ur hétu og voru. Þær fullorðnu
3 pela fyrst eftir fráfærur og
mjólkin var mjög feit og kosta-
mikil.
En vetrarferðir á hestum?
Lengstu vetrarferðirnar voru
kaupstaðarferðirnar á þorran-
um. Þá var farið með hesta og
sleða og voru jafnan margir
saman. Sjaldan fengum við gott
veður alla ferðina, en hrepptum
stundum hörkuveður. Þessar
ferðir voru sjálfsagðir þættir í
lífi fólksins, eins og öll önnur
ferðalög, t. d. við féð. Og alltaf
var hesturinn ómissandi. Án
hans var þetta allt fyrirfram
dauðadæmt.
Það er sagt, að silungur sé í
hverju vatni á Jökuldalsheiði?
Já, það er rétt. Vötnin á heið
inni eru óteljandi og silungur
er í þeim flejtum eða öllum og
einnig í síkjum og tjörnum.
Þetta er bleikja. Við stunduð-
um silungsveiðina allt árið. Sil-
ungurinn var hið ágætasta ný-
meti og mikil búbót. Hann var
alltaf veiddur í lagnet ert ekki
dregið fyrir eða veitt á stöng.
Bleikjurnar voru þetta tvö
pund. Við lögðum netin undir
ís á vetrum. Þetta var ákaflega
dýrmætt. Veiðin var talin mest
í Ánavatni. En það merkilega
hefur skeð, að á síðari árum
veiðist miklu stærri silungur í
þessum vötnum, allt að 5—8
punda bleikjur. Þetta þekktist
ekki áður. Sumir álíta, að vik-
urfall hafi skemmt gróður vatn
anna um langan tíma, en nú sé
orðin meiri grózka í vötnunum.
Jökuldalsheiðin er öll gróin að
heita má og þar er kjarnaland.
Víðáttan er mikil og þar er sum
arfagurt svo af ber.
Sigurður Haraldsson.
Það er fagurt ó Rangalóni?
Já, segir Sigurður, þar er dá-
samlegt útsýni á fögrum sum-
ardögum, þegar loft er tært. Þá
blasir Snæfell við, fyrir enda
Sænautavatns, séð frá Ranga-
lóni, auðvitað langt í burtu, en
svipmikið. Gróðurinn er bæði-
fagur og kjai'nmikill. Heiðin
angar í gróandanum, og hún
býr yfir töfrum.
En þar mun hafa verið erfiður
heyskapur?
Já, þegar ég bjó á Rangalóni,
þurfti ég að sækja heyskapinn
langan veg og binda heyið vota-
band. Við fórum svona þrjár
ferðir á dag. Þetta þætti sein-
legt nú. En sú var bót í máli,
að lítið þurfti að gefa fénu, og
það var látið bjarga sér, svo
sem það framast gat.
Syo flutlir þú að Stuðlafossi?
Ég flutti þangað eftir tveggja
ára búskap á Rangalóni. Sum-
arið 1923 fór að snjóa á Ranga-
lóni 18 vikur af sumri og al-
gerlega jarðlaust viku fyrir vet-
ur. Þá ákvað ég að flytja mig
næsta vor og gerði það.
Stuðlafoss er nærri lneindýra-
slóðuni?
Stuðlafoss á Fljótsdalsheiði
er rétt við heimkynni hreindýr-
anna á Vesturöræfum. Ég sá
þau oft, stundum í stórum hóp-
um. Þau eru falleg og kvik á
fæti. Þau komu næst byggð á
vorin. En aldrei skaut ég þau,
þótt ég færi nokkuð með byssu.
Atvikin höguðu því svo, að
mér fannst lífvænlegra fyrir
mig og mína, að skipta um at-
vinnu. Árin á milli 1920—1930
voru erfið ár til búskapar. Verð
fall á afurðunum og síðar pest-
ir í sauðfénu ýttu undir atvinnu
skipti mín. Þó hefur ekkert
starf veitt mér eins mikið yndi
og fjármennskan, segir Sigurð-
ur að lokum og þakka ég við-
talið.
Rangalón og Stuðlafoss, þessi
gömlu heiðabýli, þar sem hinn
sjötugi maður á Akureyri, Sig-
urður Haraldssqn, bjó á sínurn
tíma, eru bæði í.eyði, en graenir
blettir og veggjabrot segja veg
farendum sögubrot. Þar, og á
fjölda heiðabýla, var staðinn
vörður meðan stætt var og í
þeim hópi var Sigui'ður Haralds
son, barn heiðarinnar og fóstur-
sonur.
E.D.
LEIKFÉLAG AKUREYRAR:
Þretfándakvöld
LEIKFÉLAG Akureyrar hristi
af sér slenið og réðist í það stór
virki að velja til meðferðaí
Shakespeare-leikritið Þrettánda
kvöld, sem fyrsta verkefni leik-
ársins. En 400 ára afmælis lár-
viðai-skáldsins verður víða
minnzt á þessum vetri. Og LA
varð fyrst til þess, utan höfuð
borgarinnar, að setja Shake>
speare á svið.
Þrettándakvöld hefur verið
sýnt í fjölda leikhúsa víða um
lönd, en fyrst varð Konunglega
leikhúsið í Kaupmannahöfn til
að kynna þetta verk meðal
næstu nógrannaþjóða okkar,
Eln það sýndi leikinn fyrir meira
en öld. í Reykjavík tóku
menntaskólanemar leik þennan
til meðferðar árið 1959. En Leik
félag Reykjavíkur sýndi Þrctt
ándakvöld 1925—1926 í þýð
ingu Indriða Einarssonar. Þýð
ingu þá, sem nú er notuð, gerði .
Helgi Hálfdánarson lyfsali frá
Húsavík, sem getið hefur sér
frægðar fyrir þýðingar.
Það er raunar furðulegt, að
sjónleikur, sem orðinn er nokk-
urra alda gamall, skuli eiga er-
indi til okkar, sem nú sækjum
leikhús. En þótt ýmislegt fari
að sjálfsögðu fyrir ofan garð og
neðan hjá íslenzkum leikhús-
gestum af því, sem hinn aldni
andans jöfur skrifaði fyrir hart
nær fjórum öldum, er ástin sí-
ung, eins og sorgin og gleðin,
auður og fátækt, völd og um-
komuleysh • Og' þessum trúföstu
fylgikonum er hægt að lyfta í
æðra veldi með orðsins list. Það
gerði William Skakespeare á
þann hátt í þessum gamanleik,
að nægði til slíks langlífis.
Samkomuhúsið var þéttsetið
er frumsýningin fór fram, sl.
sunnudag.
Leikhúsgestir sáu hina ensku
og skrautlegu búninga, sem
Eðvarð Sigurgeirsson tók þessa mynd af leikfólki og starfsmönnuin Leikfélags Akurcyrar á síðustu æfingu Þrettándakvölds.
leikarar bæjarins báru með
sóma, margvísleg og vel gerð
leiktjöld Aðalsteins Vestmanns,
góð sviðsljós og „fundu“ hina
öruggu leikstjórn frá upphafi
leiksins til enda.
Ágúst Kvaran leikstjóri, sem
fyrr á árum var einn af fjölhæf
ustu leikurum þessa lands og
síðar kunnur leikstjóri, tók að
sér leikstjórnina hjá LA að
þessu sinni. Með þeirri ákvörð-
un var þungum áhyggjum velt
á hans breiða bak og í vitund
bæjarbúa var leiknum tryggður
mikill framgangur með ráðn-
ingu hans.
Leikstjórn Þrettándakvölds
var með ágætum. Stjórnsemi og
smekkvísi leikstjórans brást
hvergi. Jafnvel nýliðarnir voru
öruggir, líkt og þar færu sviðs-
vanir menn. Það, sem að mátti
finna, var það helzt, að mörg
snilliyrði og meitlaðar og stuðl-
aðar setningar heyrðust ekki
nægilega vel. Vera má, að úr
því megi bæta. Leikstjóranum
var fagnað ákaflega í leikslok-
in.
Ungfrú Þórhalla Þorsteins-
YFIRLYSING
frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga
STJÓRN Búnaðarsambands
Suður-Þingeyinga lýsir óánægju
sinni yfir nýföllnum úrskurði yf
irdóms á verðlagningu landbún-
aðarvara, fyrir verðlagsárið
1963—1964, sem getur enganveg
inn tryggt bændum fullt fram-
leiðslukostnaðarverð búvara,
sem lög ákveða, þrátt fyrir þá
viðurkenningu, sem nú hefur
fengizt á því, að laun bænda
hafi verið skert á undanförnum
árum með rangri vei'ðskrán-
ingu. Sérstaklega telur stjórnin
úrskurð yfirnefndar um tak-
mörkun á verðtilfærslu kjöts og
mjólkur, gegn einróma tillögum
baenda, algjörlega óviðunandi.
Hinsvegar lýsir stjórn B.S.S.
Þ. stuðningi við stefnu stjórnar
Stéttarsambandsins í verðlags-
málum landbúnaðarins, en vill
leggja'áherzlu á hvoi't ekki sé
hægt að krefjast opinberrar
réttarrannsóknar á því hvort úr
skmður yfirdóms brjóti ekki í
bág við þau ákvæði Framleiðslu
ráðslaganna, er tryggja átti
bændum sambærileg laun við
aðrar Stéttir í landinu, þar sem
augljóst er að nokkrir kostnað-
arliðir, við búreksturinn, hafa
verið áætlaðir óeðlilega lágir.
Fari sú rannsókn fram og í Ijós
komi að kjör bænda hafi verið
skert með gerðardómi, verði
þess krafizt af ríkinu að það
bæti bændastéttinni að fullu
sannanlegt tjón.
Árnesi 15. okt. 1963.
Stjóm Búnaðarsambands Suð-
ur-Þingeyinga. — (Fréttatilk.).
AFLIER IIELÐUR
AÐ GLÆÐAST
Ólafsfirði 29. okt Nú er sumar-
auki og hin mesta veðurblíða.
Afli er heldur að glæðast síð-
ustu dagana.
Leikfélagið æfir sjónleik af
kappi, sem verður frumsýndur
innan skamms.
dóttir lék hina auðugu greif-
ynju Oliviu og gæddi hana
reisn og öryggi.
Frú Björg Baldvinsdóttir lék
tvíþætt hlutverk, bæði konu og
pilt af miklum þokka.
Ungfrú Brynhildur Stein-
grúnsdóttir fór með hlutverk
hinnar hrekkjóttu stallsystur
Oliviu af léttleika.
Guðmundur Gunnarsson lék
sjálfan Orsino hertoga á þann
veg, að báðum var sómi að.
Sigtryggur Stefánson lék Tobi-
as Búlki, svallara í hermanna-
stétt, á einkar skemmtilegan
hátt.
Haraldur Sigurðsson fór með
hlutverk Andrésar, svallbróður
Tobiasar, og gerði því hlutverki
eftirminnileg skil.
Jón Kristinsson lék bryta Oli-
viu Ef hægt er að tala um leik-
sigur einhvers að þessu sinni,
féll hann Jóni í skaut.
Jóhaim Ögmundsson og Páll
Halldórsson léku fíflið og Fa-
bian og koma báðir töluvert við
sögu, einkum sá fyrrnefndi og
gerði hami hlutverki sínu góð
skil, svo sem vænta mátti.
Ólafur Axelson lék ungan að-
alsmann, Sebastian.
Stefán Halldórsson lék Anto-
nioí gamlan skipstjóra.
Einar Haraldsson og Sveinn
H. Jónsson léku hirðmenn her-
togans.
Jón Ingimarsson fór með hlufc
verk skipstjóra og
Sæmundur Andersen lék
prest.
Leiksviðsstjórn annaðist Odd
ur Kristjánsson, ljósameistari
var Ingvi Hjörleifsson, hár-
greiðslu annaðist Ásta Kröyer
og Aðalsteinn Vestmann málaði
Jciktjöldin, eins og fyrr segir.
Hljóðfæraleik önnuðust Nanna
Jakobsdóttir, Guðm. Kr. Jó-
hannsson og Reynir Jónsson. Q
FIMM NYJAR FROÐABÆKUR
BLAÐINU hafa borizt 5 nýjar
bækur frá Bókaútgáfunni
Fróða í Reykjavík.
Tveggja heima sýn er önnur
bók Olafs Tryggvasonar á Ak-
ureyri. Hina gaf Kvöldvökuút-
gáfan út í fyrra og nefndist hún
Huglækningar, og vakti bókin
mikla athygli og umræður. Bók
in Tveggja heima sýn er á
þriðja hundrað blaðsíður og
skiptist í 20 kafla. Bókin fjall-
ar um dulræn efni, trú og víá-
índi og flytur fagran boðskap
um sambýli heimanna tveggja.
Brúin á Drinu eftir Ivo An-
drie í þýðingu séra Sveins Vík-
ings er stórbrotin bók, þjóðlífs-
lýsing, sem færði höfundi sín-
um bókmenntaverðlaun Nobels.
Brúin á Drinu er magnþrung
in skáldsaga frá Jugoslaviu,
þar sem gömul og traust brú á
Drinu er eins konar miðdepill.
Saga þessi er nær 350 bls. í
stóru broti, prentuð á góðan
pappír, svo sem hæfir merkri
bók.
Við ókum suður er sérkenni-
leg bók, eins konar ferðasaga í
léttum tón eftir kunnan blaða-
mann og bókmenntagagnrýn-
anda, danskan, Jens Kruuse að
nafni. Höfundurinn hefur kímni
gáfu í ríkum mæli og gerir ó-
spart grín að samferðafólkinu
og einnig sér og konu sinni. Bók
þessi kom nýlega út á dönsku
undir nafninu „Min kone sidder
paa kassen" og hlaut góðar við-
tökur. Andrés Kristjánsson rit-
stjóri þýddi bókina.
Hinn fullkonmi eiginmaður er
eftir Willy Breinholzt og í svip-
uðum dúr skrifuð og Vandinn
að vcra pabbi, sem út kom í
fyrra. Höfundur biður lesendur
að minnast þess, að hjónaband-
ið sé samskotabaukur. í hann
leggi konan dyggð sína, ást og
kökuuppskriftir, en maðurinn
frelsi sitt, sem sé að vísu meira
virði en allt hitt.
Palli og Pési er eftir Kára
Tryggvason, kunnan, þingeysk-
an barnabókahöfund, sem send
ir nú frá sér 16. bók sína, litla
bók fyrir yngstu lesendurna.
Þótt bók þessi sé ekki mikil
fyrirferðar, mun hún veita
mörgu ungmenni ósvikna gleði.
DÝRAVERNDARINN
NÝÚTKOMIÐ hefti Dýravernd
ai'ans, hins gamla og vinsæla
tímarits, hið fjórða þessa árs,
hefur verið sent skólum lands-
ins. Tilgangurinn er sá, að hafa
áhrif á að fræðsla um dýravernd
sé aukin, og er þetta því $ins
konar skólablað.
Heftið hefst með ávarpi til
námsstjóra, skólastjóra og kenn
ara, undirritað af mörgum mæt-
um mönnum í stjórn SDÍ. Þá er
þar grein um sinubrennur, sem
oft hafa verið til umræðu hér
á landi. En grein þessi er m. a.
byggð á erlendum rannsóknum
á þessu efni. Höfundur er Þor-
steinn Einarsson íþróttafulltrúi.
Þá er í ritinu myndskreytt grein
sem heitir: Til glöggvunar
handa uppalendum ,og fjallai?
um dýr og dýravernd, ennfrem-
ur eru íslenzk lög og reglugerð-
ir, sem varða dýrin. Þá má
nefna kvæðið Smali eftir Þor-
mund Erlingsson, Skin og skugg
ar, sem ætlað er yngstu lesend-
unum, enska ævintýrið . Lati-
Jón, þýtt kvæði o. fl.
Skólahefti Dýraverndarans ei’
efnisgott. Ritstjóri er Guðmund
ur Gíslason Hagalín.
íslenzkar ljósmæður
II. BINDI
KOMID er út hjá Kvöldvökuút-
gáfunni á Akureyri II. bindi a£
íslenzkar ljósmæður, sem séra
Sveinn Víkingur bjó til prent-
unar, eins og hið fyrra bindi,
sem út kom í fyrra og var vel
tekið.
í bók þeirri, er nú er út kom-
in, eru þættir af 29 ljósmæðr-
um, auk formálsorða höfundar.
íslenzkar ljósmæður hafa
margar dáðir drýgt og er vel
að þeirra sé minnzt.
Þættir þeir, sem hér koma fyr
ir almenningssjónir, eru ýmist
ritaðir af ljósmæðrunum sjálf-
um eða öðrum. Eru þeir því
margir, sem hönd hafa lagt að
þessari nýju bók. Q