Dagur - 20.11.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 20.11.1963, Blaðsíða 1
. Málgaén Framsóknarmanna Ritstjórj: Erungur Davídsson Skrxfstofa í Hafnarstræti 90 Símar: Ritstjóri 1166. Auc.i- OO'APCR. 1167. pRENTVERK OdDS BJpRNSSONAR H.F., AkuREYKI lI-5 Á'ÚÍí-,. .g j -~A WwaíraSfoHWW .-..^Wr' - r •■H;jaiSM>N...; AROANt;ii^lNN' KPSTAR - :.'kk;; t.'W.OOv QjSU DOÁC!..ra '1'.#UI.Í • Bí, vuiji !» vi> i • Á MHmM'jim - u\i öc. Á i ajig-arix'k.um. •’ . , M fíARí ASKt’O \ í'VKÍk TÍt Skagfirðingur seldur fyrir 10.625 millj. kr. Sauðárkróki 18. nóv. í dag fór fram uppboð á 250 tonna tog- skipinu Skagfirðingi, eign hluta félags. Hluthafar eru: Fiskiðju- ver hf., sem á 60% hlutabréfa, Fiskiðja Sauðárkróks hf., sem á »------------------------ ^ MIKIÐ TJÓN AF ELDI í MIÐ-HVAMMI í AÐALDAL UM HÁDEGI sl. sunnudag varð eldur laus í vélageymslu Arin- björns bónda Kjartanssonar í Miðhvammi í Aðaldal. Þar log- aði á prímus og gekk bóndi frá stundarkorn. Er hann kom aft- ur var vélageymslan eitt eldhaf og varð þar engu bjargað. Eyði- lögðust þar bíll, traktor og hey- vinnuvélarnar. Allt var þarna óvátryggt, nema dráttarvélin var skyldutryggð. Er tjónið því mjög mikið og tilfinnanlegt. Þegar blaðið hafði tal af bónd aniim í gær, taldi hann að prí- musinn hefði sprungið og það valdið brunanum. □ 25% og bæjarsjóður, sem á 15%. Stjórn félagsins skipa: Árni Þorbjarnarson lögfr., Rögn valdur Finnbogason bæjarstj., Marteinn Friðriksson framkv,- stjóri, Guðjón Ingimundarson bæjarfulltrúi og Ingi Sveinsson vélsmiður. Uppboðið fór fram um borð í skipinu kl. 10 árdegis, eftir að sýslumaður, Jóhann Salberg Guðmundsson, hafði kynnt upp boðsskilmála og lýst hafði verið kröfum á hendur félagsins. En þær eru í stórum dráttum: Veð- kröfur upp á 9,7 milljónir kr., sjóveðskröfur o. fl. lögveðskröf- ur, sem ekki er búið að taka endanlega afstöðu til, en nema nokkrum hundruðum þúsunda. Hæsta boð átti Verzlunarfélag Skagfirðinga hf. 10.625 millj. kr. Næsta boð var frá Sigurði Óla- syni lögfr., Reykjavík f. h. Fisk veiðasjóðs vegna ríkissjóðs, 10,6 millj. kr. E. t. v. má segja, að ekki sé að fullu gengið frá sölunni, því uppboðshaldari áskildi sér sam- þykkisfrest í allt að 14 daga. I Nú er snjórinn kominn og niargir fagna honum, einkum hinir yngri. (Ljósm. E. D.) Miklar smjörbirgðir í landinu Athugaðir möguleikar á sölu til útlanda Á ÞESSN ÁRI hefur mjólkurframleiðslan í landinu aukizt nokk- uð, einkum á Norðurlandi. Á sama tíma hefur sauðfé víða fækk- að. Nú hafa smjörbirgðir mjög vaxið hjá mjólkursamlögunum og mun smjör það, sem nú er til í landinu svara til 7—8 mánaða neyzlu. Þess er þó skemmst að minnast, að kaupa þurfti smjör í Danmörku og flytja inn í landið. Heifl valn á 7 melra dýpi Borað á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði FYRIR um það bil hálfum mán- uði var jarðborun hafin á Stóru Tjörnum í Ljósavatnsskarði. Þar er laug, sem íbúðarhúsið er liitað með. En jarðborunin er framkvæmd vegna fyrirhugaðr- ar barnaskólabyggingar. Nú þegar hefur árangur náðzt, því að í 7 m dýpi komu um IV2 sek.lítrar af 50—60 stiga heitu vatni, og ætti það vatn að geta hitað upp mikil húsakynni. Systkinin á Stóru-Tjörnum hafa gefið lóð og vatnsréttindi væntanlegum heimavistarbarna skóla, og er það dýrmæt gjöf. Og heitar uppsprettur á skóla- stað verða naumast reiknaðar til fjár., svo mikils virði eru þær. Sá árangur, sem þegar hef- •—j----;--------------------\ FORSETIÍSLANDS í BRETLANDI Á MÁNUDAGINN fór forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son og frú, ásamt utanríkisráð- herra og öðru föruneyti, í op- inbera heimsókn til London. Flugvél forsetans lenti við Lon- don kl. 2 e. h. og var mikil við- höfn í sambandi við komuna. Þetta er í fyrsta sinn að ís- lenzkur þjóðhöfðingi heimsækir England. Brezk blöð rita þessa dagana mikið um ísland. ur náðzt með boruninni á Stóru Tjörnum, gefur mörg fyrirheit og möguleika, bæði í sambandi við skólamál og fleira. □ Smjörsalan virðist ekki hafa dregizt saman, að því er fróðir menn um þau mál telja. Og nið- Urgreiðslur smjörs og mjólkur eru þær sömu og áður. Þótt það sé neytendum góð trygging að nægilegt smjör sé til, eru smjör birgðirnar svo miklar, að nú eru athugaðir möguleikar á, að’ flytja eitthvað af því út, til sölu á erlendum mörkuðum. Jafnframt er í undirbúningi að selja meira úr landi af feit- um ostum. Mjólkuxbú Flóa- manna hóf framleiðslu á skorpu lausum osti og seldi til Þýzka- lands. Nú hefur Mjólkursamlag KEA á Akureyri einnig fram- leitt þessa skorpulausu 45% feitu og ljúffengu osta, sem hafa líkað mjög vel erlendis. Af leiða á annað hundrað tonn, en þessum osti er nú búið að fram- eitthvað af honum fer á innan- landsmarkað. En framleidd eru um 30 tonn á mánuði. Með lítils háttar útflutningi smjörs og feitra osta, mun jafnvægi fljótt nást á ný. Mjólkursamlag KEA tekur nú á móti 35—40 þúsund lítrum mjólkur á dag, en mjólkurfram- leiðslan mun nú fara að nálgast lágmarkið, svo sem vanalegt er í skammdeginu. í fyrra tók Sam lagið á móti rúml. 16 millj. lítra mjólkur og búizt er við, að aukningin verði meira en ein milljón á þessu ári. v (Framh. á bls. 2). KEYPTi 4 FLUGVELAR Þær eru væntanlegar til Akureyrar næsta vor „Mér þykir hann góður*‘ segir þessi unga og fallega stúlka og gríp- ur ostinn í liendi sér. (Ljósm. E. D.). TRYGGVI HELGASON flug- maður á Akureyri er nýlega kominn lieim úr mánaðarferð til Bandaríkjanna. En þangað fór liann, eins og fyrr var frá sagt í Degi, til að athuga um flugvélakaup. í gær sagði Tryggvi frétta- mönnum frá ferð sinni vestur. Hann keypti 4 flugvélar, notað- ar. Þær eru af greðinni Twin Beech C—45 H og framleiddar fyrir herinn árið 1954. Þær eru tveggja lireyfla, vega 4 tonn full hlaðnar, hafa allt að 8 klst. flug- þol, meðalflughraði 160 hnútar eða 300 km. á klukkustund. Hreyflar vélarinnar eru 450 hestafla. Flugvélar þessar eru nú innréttaðar fyrir 5 farþega. En liægt er að hafa þar sæti fyrir 10 farþega. Vélarnar nnmu, me.ð ýmsum lagfæringum, svo sem innrétt- ingum og fl. kosta um eina milljón kr. hver, en nýjar um G milljónir. Verðið er því mjög hagstætt. Flugvélamar munu verða notaðar til farþegaflutninga, vöruflutninga og sjúkraflugs, eftir því sem verkefnin verða á hverium tíma. Með fjölgun flugvéla á Akureyri er óhjá- kvæmilegt að byggja viðunandi flugvélaskýli. Það er mjög að- kallandi og er vonandi að flug- málastjóm taki málið til skiln- ingsríkrar athugunar. □ Leikflokkur kemur frá Ólafsfirði ÓLAFSFIRÐINGAR koma hingað um næstu helgi og sýna sjónleikinn „Þrír skálk- ar“ í Samkomuhúsinu, a. m. k. tvisvar. Leikstjóri er Krist- ján Jónsson. Leikurinn hefur verið sýndur í Ólafsfirði við ágæta aðsókn, og telja leikhús gestir meðferð leikara hina skemmtilegustu. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.