Dagur - 20.11.1963, Blaðsíða 2

Dagur - 20.11.1963, Blaðsíða 2
Aflatrygging sjávar- útvegsins stórmál, sem athuga þarf í samráði við útvegsmenn og sjómenn í öllum landshlutum NYJA EYJAN STÆKKAR GÍSLI Guðmundsson, Ólafur Jóhannesson, Jón Skaftason, Helgi Bergs, Sigurvin Einars- son, Eysteinn Jónson flytja til- lögu til þingsályktunar um kosningu milliþinganefndar, til að endurskoöa lög um aflatrygg ingarsjóð sjávarútvegsins, og gera tillögur um breytingar á þeim, eftir því sem henni þyk- ir ástseða til. í starfi sínu skal nefndin hafa samráð við Fiski- félag íslands, Sjómannasam- band íslands, Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Landssamband íslenzkra útvegs manna og Félag íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda. Ennfremur skal hún sérstaklega gera sér far um að kynna sér skoðanir útvegsmanna og sjómanna í ein stökum landshlutum varðandi málið og reynslu þeirra af starf semi hlutatryggingarsjóðs og af latryggingarsj óðs. í greinargerð segir sv.o: Lög um tryggingasjóð báta- útvegsins voru sett árið 1949. í -stað þeirra voru sett lög um aflatryggingasj óð sj ávarútvegs- var Ófeigsstöðum 19. nóv. Þótt nú sé svalt í veðri og snjókoma dag hvern, notum ekki hið viðrinis- lega orðalag útvarpsins, sem kallar éljaganginn „snjógang“. Færðin er orðin hin verzta hér um sveit en snjóminna er fram í Bárðardal kemur. Á fremstu bæjum þar, mun vart vera far- ið að hýsa fé ennþá, en hér er féð,a fullri gjöf. Nýlega heimsóttu allt að 50 manns húsfreyju eina fertuga hér í grenndinni. Hún tilkynnti það í byrjun afmælisveizlunn- ar, að ékki yrði vín veitt. Verá má, að það hafi einhverjum þótt miður. En sjaldan hefi ég setið betri fagnað. Menn skemmtu sér við söng og dans lengi næt- ur og var þetta allt ævintýri líkast. Tveir synir húsfreyju Mikil f rost í Grímsey Grímsey 18. nóv. Hér er óvenju lega mikið frost og langvarandi. Snjórinn hefur ekki tollað hér, heldur jafnóðum fokið á haf út, nema smáskaflai’. Við héldum afmælisdag Wil- lard Fiske hátíðlegt að vanda hinn 11. nóvember. Séra Pétur Sigurgeirsson sóknarprestur var hjá okkur staddur þá. í fjölmennu samsæti skemmtu menn sér við ræðuhöld, skugga- myndasýningu og dans, og var það hin bezta skemmtun. Hér hefur ekki verið farið á sjó lengi, vegna stöðugra ó- gæfta. □ ins árið 1962. Þau höfðu í för með sér nokkrar breytingar á hinum eldri lagaákvæðum (um hlutatryggingasjóð), en aðal- ástæðan til hinnar nýju laga- setningar mun hafa verið sú, að veita þurfti togaraflotanum að- stoð og að þó þótti henta að veita hana að verulegu ley.ti sem aflatryggingu. Um heildar- endurskoðun laganna var hins vegar varla að ræða í það sinn á þann hátt, sem æskilegt hefði verið. Tekjur aflatryggingasjóðs eru nú samkvæmt lögunum lj/4% af fob-verði útfluttra sjávar- afurða (nema hval- og selaaf- urða) og framlag úr ríkissjóði, sem nemur helmingi útflutnings AÐ tilhlutun Barnaverndarfé* lags Akureyrar kemur Dr. Matt hías Jónasson, prófessor, hing- að til bæjarins og flytur fyrir- lestur í Oddeyra-rskólanum sungu dúett fyrir gestina og er annar þeirra aðeins 13 ára. Inn til innstu dala er þess vænst, að vel og giftusamlega takist samningar þeir, er nú eru hafnir um kaup og kjör fjöl- mennra launþegastétta. Úr því andstæðar og vopnaðar þjóðir geta komið sér saman, ættu bæði pólitiskir flokkar og hags- munahópar, sem allir eru í ein- um og sama bátnum, að geta komið sér saman. Q - Miklar smjörbirgðir (Framh. af bls. 1) Vegna síaukinnar mjólkur- framleiðslu er bygging nýrrar mjólkurstöðvar talin aðkallamji. Hvort byggingaframkvæmdir hefjast í vor veit blaðið ekki. En rætt hefur verið um nokkra staði fyrir væntanlega mjólkur- stöð, en engin ákvörðun tekin. Þó mun naumast verða byggt á þeim stað, sem áður var á- kveðið að byggja á, þ. e. Gler- áreyrum. En skipulagsstjóri hef ur athugað nokkra aðra staði, sem til greina gætu komið, m. a. norðan Glerár, neðantil, norð ur við Lónsbrú, innan við bæ- inn og sunnan Glerár, nálægt „Möl og sandi“. Hver staðurinn verður valinn skal engu um spáð og enn aðrir gætu eflaust komið til greina. □ Dagub kemur næst út miðvikudaginn 27. nóvember. gjaldsins. Sjóðurinn skiptist í síldveiðideild, almenna deild bátaflotans, almenna deild tog- araflotans og jöfnunardeild, sem hefur það hlutverk að „veita hinum deildunum lán eða styrki, er svo stendur á“, eins og það er orðað í 3. gr. laganna. Samkvæmt lögunum ber að skipta landinu í bótasvæði, veiði skipum í flokka eftir stærð, veiðiútbúnaði o. fl. og árinu í bótatímabil. Reikna skal út með alveiðimagn í hverjum flokki skipa á hverju bótasvæði á hverju veiðitímabili. Ef afla- brestur verður, skal skip, sem aflar 84% eða minna af meðal- veiðimagni, fá bætur, sem nema 1—40% af því, sem á vantar, að það hafi meðalafla. Stjórn sjóðs ins skipa 5 menn: fiskimála- stjóri og 4 fulltrúar stéttasam- taka, og eru nú allir nema einn búsettir í Reykjavík og Hafnar- firði. Til að ákveða skiptingu í bótasvæði, skipaflokka og veiði- tímabil þarf samþykki ráðherra og stéttasamtakanna. Löggjöfin um þetta efni hef- (Framhald á blaðsíðu 5.) næstkomandi sunnudag 24. þ m. um. uppeldismál. Fyrirlest- urinn nefnir hann „Æska og á- byrgð“. Er hann einkum ætlað- ur foreldrum, kennurum og öðl um áhugamönnum um uppeldi. Jafnframt mun Dr. Matthús Jónasson sýna merkar, erlend- ar kvikmyndir um uppeldi barna og útskýra efni þeirra. Dr. Matthías Jónasson er þjóð kunnur sem uppeldisfræðingui og hefur ritað mikið um þau mál. Þá er. hann og upphafsmaðui barnaverndarhreyfingarinnar 1 landinu og á þar mjög merki- legt starf að baki. Hefur hann einkum beitt sér fyrir bættri að búð afbrigðilegra barna, bæði með sérmenntun starfsfólks og stofnun hæla fyrir þau. Frá upphafi hefur hann verið for- maður Landssambands barna- verndarfélaganna. Þess ’Br vænst að1 bæjafbúar! noti þetta einstæða tækifæri tií að hlusta á fyrirlesarann í Odd- eyrarskólanum á sunnudaginn kl. 4 síðdegis. □ Fá myrkrið í jólagjöf TJÖRNESINGAR höfðu fengið fyrirheit um rafmagn á þessu ári. Lína var lögð þar í sumar en spennustöðvar vanta. Frá Þórshöfn var lofað að leggja raflínu allt að Gunnars- stöðum á liðnu sumri. Efnið liggur á hafnarbakkanum og síð an í ágúst hefur vinnuflokkur verið sagður á næstu grösum, og loksins nýkominn norður. Það virðist tæplega unnt héð- an af, að uppfylla gefin heit í þessu efni. Fólk það, er hér á hlut að máli og treysti því í lengstu lög að rafmagnið færði því bæði Ijós og hita fyrir há- tíðir, óttast nú, að myrkrið verði jólagjöfin — í stað raf- magnsins. NÝJA EYJAN við Vestmanna- eyjar stækkar ört. Þar eru blá- leit leiftur um nætur í hinum 6—8 km háa gosmekki, svo að birtu slær á Vestmannaeyjar. Þrumur hafa heyrzt öðru hverju. Sjórinn nálægt gosstaðnum hitnar mjög lítið, enda er þarna dýpi mikið, eða um 130 metrar og straumar harðir og því ör sjóblöndun á þessum tíma árs. Ólafsfirði 18. nóv. Hann rauk upp með norðaustanátt á sunnu dagsnóttina og gerði nokkuð mikla kviku. Ármann rak á land og upp í sand. Hann er tal- inn óskemmdur og á að reyna að ná honum út á morgun. Hann er 30 tonna bátur. Einnig slitnaði trillubátur Sæmundar Jónssonar upp og fyllti hann af sjó. Báturinn brotnaði tölu- vert. Búið er að bjarga honum undan sjó. Nokkrir stærri Ól- afsfjarðarbátarnir flýðu til Ak- ureyrar. Hér er kominn mikill snjór og eru miklir erfiðleikar að koniast yfir jörðina, því að jafn óðum rennir í slóðirnar. Gæftir eru engar til sjósóknar. Sjónleikurinn „Þrír skálkar11 var sýndur hér fyrir nokkru við svo mikla aðsókn, að á frumsýningunni t. d. urðu marg JÓLAKORT ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkj- unnar í Hólastifti hefur gefið út ’mjög fögur jólakort til ágóða fyrir sumarbúðirnar við Vest- mannsvatn, og munu kor.tin seld víðsvegar um Nprðurland. Kortin eru með litprentaðri mynd af altari og kórbyggingu Akureyrarkirkju. Kortin voru boðin til sölu á Akureyri um fyrri helgi og seldust þegar upp. Síðan hefur verið spurt nokkuð eftir þeim, og þess vegna er nú verið að prenta við bótarupplag, sem senn niun koma í bókabúðir. Æ. S. K. þakkar öllum þeim, sem tóku vel á móti sölubörn- unum og studdu þannig gott málefni. Jafnframt hvetur það aðra til þess að líta á sumar- búðakortin áður en þeir velja kort til góðra vina. (Fréttatilkynning). Frá Búlandstindi MEÐAL heillaskeyta, sem Ei- ríkur Sigurðsson skólastjóri fékk á sextugsafmæli sínu ný- lega var eftirfarandi skeyti frá Ríkarði Jónssyni myndhöggv- ara. En Eiríkur átti heima í æsku á Borgargarði við Djúpa- vog í átthagabyggð Rikarðar og eru þar sérstaklega fagrar klettamyndanir. Hálsþinghá biður heilsa þér, hamraskreytingin ríka, Borgargarður og brim og sker og Búlandstindurinn líka. Unnsteinn Stefánsson haf- fræðingur álítur, að gosið hafi byrjað fyrr en hingað til liefur verið talið, einu dægri eða svo. Engu hefur enn verið slegið föstu um áhrif gossins á líf gróð urs og sjávardýra, en rannsókn- um verður fram haldið. Á gosinu er ekkert lát ennþá. Þúsundir manna hafa gosið dag- lega fyrir augum í góðu skyggni síðustu daga. □ ir frá að hverfa. Leikstjóri er Kristján Jónsson. Nú er búið að sýna leikinn fjórum sinnum og í ráði er að sýna hann í ná- grenninu á næstunni. Jafnvel er í ráði að skreppa til Akur- eyrar og sýna hann þar um næstu helgi. Þessi sjónleikur hefur hlotið ágæta dóma og er frammistaða leikstjóra og leik- enda þeim til mikils sóma. □ Af Fljótsdalshéraði Egilsstöðum 18. nóv. Æðimikill og jafnfallinn snjór er nú á Hér aði. Samgöngurnar eru orðnar erfiðar mjög. Allir fjallvegir hér eystra eru ófærir orðnir bifreið um. Yfir Fjarðarheiði og um Fagradal er reynt að fara á snjó bíl, en snjórinn er svo laus, að snjóbílum gengur erfiðlega. í byggð eru ýtur og veghefl- ar notaðir, en fljótt vill fenna í slóðir. í dag er sveljandi og mun erfiðlega ganga að flytja mjólkina til samlagsins hér í kauptúninu. Bændur eru dálítið uggandi vegna þess hvað veturinn geng- ur snemma í. garð og. heyforð- inn er ekki eins mikill og æskilegt væri, ef harður vetur er framundan. Allt fé er komið á fulla gjöf, enda alveg haglaust, meðfram vegna kerlingahláku, sem bleytti snjóinn dálítið, en síðan gerði storku yfir allt. Q ; & i t i ' r * > [t HAPPDRÆTTI H. í. Vinningar í 11. fl. (Ak.umboð). 10.000.00 kr. vinningar nr. 7143, 11192. 5.000.00 vinningar nr. 7019, 9236 9852, 12260, 13776, 17461, 17946, 26317, 28687, 51717, 52138. 1.000.00 kr. vinningar nr. 211, 1168, 1528, 3162, 3165, 3594, 3830 3850, 3960, 5020, 5656, 6007, 6894, 7022, 7141, 7142, 7270, 8276, 10642, 11186, 12180, 12269, 13217, 13229, 13901, 14260, 15250,16916, 17311, 17649, 18216, 18226, 18232, 19007, 19373,19440, 19920, 20423, 20521, 22226, 22413, 22736, 23012, 23230, 23583, 23867, 25585, 27210, 28857, 28865, 20502, 30558, 30569, 30573, 31106, 31107, 31147, 31158, 31188, 33180, 33427, 33440, 35075, 356Q0, 36489, 36490, 37012, 37Q23, 37027, 41155, 41777, 41785, 42608, 42814, 43087, 43308, 44598, 44616, 44811, 44816, 46984, 48293, 49105, 49171, 49271, 49289, 51710, 53221, 54739, 56214, 57900, 59600, 59764. (Birt án ábyrgðar).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.