Dagur - 22.12.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 22.12.1963, Blaðsíða 8
8 FRÁ BÆJARSTJÖRN Norsk sveitakirkja. Ljósmynd: Bára Aðalsteinsdóttir, Flugfélagið keypti farþegavél Hún kemur til Reykjavíkur á morgun MILLILANDAFLUGFLOTA Flugfélags fslands bætist á næst unni nýr farkostur, Cloudmast- erflugvél, sem félagið hefur fest kaup á. Hin nýja flugvél er af sömu gerð og „Skýfaxi", sem Flugfé- lagið keypti fyrir tveim árum. Bóðar eru flugvélarnar keyptar af norræna flugfélaginu S. A. S. Endanleg ákvörðun um kaup- in á hinni nýju Cloudmaster- flugvél var tekin eftir víðtækar athuganir á flugvélategundum, sem til greina komu, en sem kunnugt er, takmarkast slíkt við flugvélar, sem nota flug- brautir í styttra lagi vegna tak- markaðra brautalengda Reykja- víkurflugvallar. Það voru því aðeins tvæv teg- undir, Viscount skrúfuþotur og Cloudmasterflugvélar, sem um var að velja án vegna mjög auk inna flutninga í millilandaflugi Flugfélags fslands hin síðari ór, var ðað ráði, að velja Cloud- masterflugvél, vegna þess hve miklu fleiri farþega hún getur flutt í hverri ferð. ■ - ....-.- BÆNDUR Á ÞINGI HJÖRTUR á Tjörn sat á Al- þingi nokkurn tíma í vetur vegna utanfarar Ingvars Gísla- sonar. Hann var þá fimmti bónd inn á þingi. Hinir eru: Ágúst Þoivaldsson á Brúnastöðum, Ásgeir Bjarnason í Ásgarði, Björn Pálsson á Löngumýri og Páll Þorsteinsson á Hnappavöll- um. Þá situr á þingi einn bú- andi embættismaður, séfa Gunn ar Gíslason í Glaumbæ. Bjartm- ar Guðmundsson á Sandi taldist bóndi til skamms tíma og Jónas Pétursson stýrði ríkisbúi á Skriðuklaustri, en er nú fluttur í verzlunarstað við Lagarfljóts- brú. Fyrir nokkrum áratugum var helmingur þingmanna úr bændastétt. □ Árið 1956, er Flugfélag fs- lands ákvað kaupin á Viscount- skrúfuþotunum, var farþega- fjöldinn milli landa 15.170, en árið 1962 voru farþegar í milli- landaflugi félagsins 35.892. Cloudmasterflugvélin sem Flugfélag íslands hefur nú keypt, verður afhent félaginu síðar í þesum mánuði og kem- ur væntanlega til landsins fyrir jól. Samningar um flugvélarkaup in fóru fram í Kaupmannahöfn, en þangað fóru þeir Jón N. Páls son yfirmaður Skoðunardeildar, Ásgeir Samúelsson flugvirki, Jóhann Gíslason deildarstjóri flugdeildar og Birgir Þórhalls- son deildarstjóri millilanda- flugs. — Flugvélin kemur til Reykjavíkur á morgun. □ MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON bæjarstjóri á Akureyri, er ný- lega kominn heim úr boðsferð til Bretlands. En þar var hann, ásamt tveim öðrum íslenzkum bæjarstjórum í boði brezka utanríkisráðuneytisins. Settur bæjarstjóri á meðan var Val- garður Baldvinsson bæjargjald- keri. Bæjarráð hafnaði forkaups- rétti á Gróðrastöðinni á Akur- eyri. Söluverð 1.5 millj. kr. Guðmundur Jóhannsson við- skiptafræðingur er ráðinn bæj- argjaldkeri á Akureyri frá 1. janúar 1964. Laun samkvæmt 22. launaflokki. Ellert Guðjóns- son, Haraldur Sigurgeirsson og Kjartan Jónsson höfðu einnig sótt um starfið. Samþykkt hefur verið, að þóknun til hvers bæjarfulltrúa skuli vera 350.00 krónur fyrir hvern fund í bæjarstjórn og bæjarráðsmenn fái 200.00 kr. á mánuði, en varamenn í bæjar- ráði 400.00 kr. fyrir hvern fund. Þóknun til annarra nefnda 200 til 350 krónur fyrir fund, eftir nánari ákvörðun bæjarráðs. Þóknun til endurskoðenda bæj- arreikninga kr. 18.000.00 á ári til hvers. Jón B. Rögnvaldsson var ráð- inn vatnsafhendingarmaður, en um það starf sóttu 8 manns. Hann annist einnig umsjón verkamannaskýlisins og fái eitt þús. kr. á mánuði fyrir auka- starfið (utan ræstingar). Núver Fékk í sig Ivö haglaskol á rjúpnaveiðum HJALTI Þorsteinsson málari á Akureyri og Páll Rist lögreglu- þjónn, fóru til rjúpna í Stór- hólsfjalli sl. fimmtudag. Þar skildu leiðir, en ekki var löng stund liðin áður en það atvik varð, er nú skal greina, sam- kvæmt samtali við Hjalta í dag: Hjalti kom að gili einu bröttu, hrasaði þar á hálku, sveiflaði byssunni, sem er tvíhleypa, og missti hennar. Kom hún niður litlu neðar í gilinu og stefndu byssuhlaupin í áttina til Hjalta. Skotin riðu af, og varð það skot manninum til lífs, að jarðveg bar á milli. Þó dundu höglin á Hjalta, bæði í andlit honum, brjóst, öxl og kálfa, ásamt grjóti, er höglin tættu upp á leið sinni. Hann sagði, að þetta hefði „ekki verið mjög vont.“ Hann náði sambandi við félaga sinn og gengu þeir niður á þjóð- veginn og hröðuðu sér til Akur- eyrar. Eftir læknisaðgerð bar Hjalti 30 plástra en 12 högl eru enn eftir. Öll voru höglin út- flött, og ekkert þeirra gekk djúpt. Hjalti var hinn hressasti. Skemntlileg cg góð barnabók í fyrra vetur kom út barna- bókin Garðar og Glóblesi eftir Hjört Gíslason. Höfundur henn- ar færði mér hana heim og vildi vita um álit mitt á henni. Nú hafa örlögin skipast svo, að hann gat ekki fært mér fram hald sögunnar, Bardaginn við Brekku-Bleik og hef ég því náð í hana sjálfur og látið hana við Svarfaðardal 8. des. Hér hefur verið blítt veður og milt undan- farið. Snjó hefir leyst og vegir allir greiðfærir, sem á sumardag. Beitarjörð fyrir sauðfé er víða góð, og sumstaðar hefir jafnvel verið erfitt að ná fé í hús að. kvöldinu. Eins og getið hefir vei'ið um í Degi áður, hafa dvalið hér í hreppnum undanfarið þrír menn vestan af Ströndum til að kaupa hey og búa það til flutn- mgs. Er þessu nú lokið að öðru en því, að enn bíða flutnings vest- ur um 35 lestir. Er það geymt í vöruskemmu á Dalvík. Alls voru seldir 1086 hestar af töðu frá 12 bæjum. Á meðan ótíðin var í nóvem- ber gekk bindingur á heyinu mjög seint, og líka var örðugt að koma því á útskipunarstað. Varð að flytja sumt af því með jarðýtu. Frétiaritari. hlið hinnar í bókaskápinji. Þær eru þar til minningar um þenn- an snjalla barnabókahöfund. Þessi nýja bók ber sömu einkenni og sú fyrri. Létt frá- sögn, hraðir atburðir og djúp samúð með dýrunum. Hún lýsir sumri þeirra Glóblesa og-Hrím- faxa í stóðinu á heiðurii uþpi og hryggilegum örlagaatburði þar. Jafnframt lýsir hún námi Gai'ð- ars. Ásgrímur gamli erenn með í leiknum og heldur í hönd með drengnum. í fáum orðum sag't: Skemmti- leg barnabók og góð. Eiríkur Sigurðsson. andi umsjónarmanni skýlisins var sagt upp. Gígja Friðgeirsdóttir var ráð- in til skrifstofustafa á skrifstof- um bæjarins. Laun: 11. launa- flokkur. □ HROSS AMÁLIÐ f RANNSÓKN TVÆR greinar í Morgunblað- inu, 249. og 264. tbl. vöktu athygli hestamanna og bænda á Akureyri og í nágrenni. Fjöll- uðu þær um sóðalegar aðfarir við slátrun hrossa. Um þetta var smágrein í Fokdreifum Dags í gær, og þar krafist rannsóknir. Lögreglan brá við og hóf yfir- heyrzlur samdægurs. Er þeim ekki lokið, og niðurstöður því ekki fyrir hendi. Kristinn Björnsson bóndi á Kotá, sem minnst var á í annarri Mbl-grein inni hefur borið fram þá ákveðnu ósk við Dag, að hann birti niðurstöðu yfirstandandi rannsóknar. Mun blaðið að sjálf sögðu reyna að verða við þeirri ósk. □ BJÖRNSTJERNE norskt skáld. Björnson ætlaði einu sinni að ferðast til Parísar. Kona hans, Karólína, var dálítið smeyk við dvöl hans í þeirri glaðværu borg, og þegar ihann var að fara, sagði hún: „Eg ætla að láta þig vita það, Björnstjeme, að ef þú verður mér ótrúr, þá fyrirfer eg mér. Eg steypi mér út um glugg ann.“ Björnson hafði búizt við að vera um hálfan rriánuð í ferð- inni, en heimkoman drógst í sex vikur. Þegar hann kom inn í dyrnar heima hjá sér, leit hann alvarlega á konu sína og sagði: „Steyptu þér, Karólína.“ Þegar vinir Björnsons voru í heimsókn hjá honum og Karó- lína ætlaði að fara taka þátt í samræðum manns síns og þeirra, var Björnson vanur að snúa sér að henni og segja: „Þegiðu og haltu áfram að pi'jóna, Karólína.“ TVEIM MÖNNUM ÚTHÝST ÞAD hljómar ótrúlega, en mun þó satt, að tveim skipverjum af einum Akureyrartogara, sem leigt hafa hótelhei'bergi hér í bæ, vei'ði úthýst á jólunum. Andrés Pótursson fram- kvæmdastjóri skýrði blaðinu frá þessu í gær. Harin sagði, að öll þrjú hótelin hér á Akureyri hefðu neitað að hýsa menn þessa eða aðra yfir jólin og þaðan af síður viljað selja þeim eitthvað í svanginn. Þótti hon- um þjónustu hótelanna ábóta- vant. Hjálpræðisherinn hljóp hér undir bagga og skýtur skjóls- húsi yfir þessa sjómenn, sem eru svo óheppnir þessu sinni að vera fjarri heimilum sínum að jólum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.