Dagur - 04.01.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 04.01.1964, Blaðsíða 8
8 Auka þarf framlög ti! ræktunar Rækta þarf 50 þúsmid BÆNDURNIR þrír í neðri deild Alþingis, þeir Hjörtur á Tjörn, Ágúst á Brúnastöðum og Björn á Löngumýri, fluttu rétt fyrir miðjan desember, með stuðn- ingi Framsóknarflokksins, frum varp um mikilvægar breytingar á.l. og 2. kafla jarðræktarlag- anna. Hjörtur átti þátt í undir- búningi þess og hafði um það framsögu í neðri deild 14. des. Flutti hann um það fyrstu ræðu sína á Alþingi. • Ein af afleiðingum viðreisnar- dýrtíðarinnar er sú, að kostn- aður við umbætur á jörðum hef- ur stórhækkað. Jafnframt var bannað að greiða vísitöluuppbót á jarðræktarframlag ríkisins. Skömmu eftir að þetta ástand skapaðist, hófst Búnaðarþing handa um endurskoðun laganna. Kom það á fót nefnd til að leysa það verk og skilaði hún áliti til lándbúnaðarráðherra. E k k i Tveim kúm stolið! TVEIM kúm, metgripum, var stolið úr Galtalækjarfjósi á að- fangadagskvöld. Þar var brot- izt inn. Bílslóð að og frá fjósi. Þannig hljóðaði fyrsta fréttin og var vel þess verð að hún væri krotuð á blað. En þegar leitað var eftir staðfestingu á þessari furðufrétt varð útkoman þessi: Tvær kvígur frá Galtalæk, sem lágu við opið hús, hurfu og fund ust í nágrenninu eftir nokkra daga, höfðu komizt í hús þar. Um innbrot var ekki að ræða eða stuld, og fréttin ekki sérlega merkileg að öðru leyti en því, að nautpeningur er látinn liggja við opið hús. Slíkt þekktist ekki fyrir fáum árum. Q hektara á næstu árum lagði ráðherra tillögur hennar fyrir Alþingi, en skipaði í þess stað nýja nefnd í málið. Sú nefnd mun einnig, fyrir nokkru, hafa skilað áliti til ráðherra, en ekkert hefur heyrst um það enn, hvernig því hefur reitt af í stjórnarráðinu. Ur þeim herbúð um hefur í vetur, sem kunnugt er, andað heldur köldu til land- búnaðarins, samanber hina frægu ræðu viðskiptamálaráð- herra um þessi efni. Að athug- uðu máli var því ákveðið í þing- flokki Framsóknarmanna, að láta ekki lengur dragast að leggja þær tillögur fram um hækkun framlags til jarðræktar framkvæmda, sem bændur inn- an Framsóknarflokksins höfðu samið. Jafnframt voru lagðar fram í efri deild af flokksins hálfu tillögur til breytinga á nokkrum atriðum í lögunum um stofnlánadeild, landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum, sem síðar verða rædd ar hér í blaðinu. Það er eitt af nýmælum þre- menninganna, að jarðræktar- framlag verði eftirleiðis tiltek- inn hundraðshluti af kostnaði, 25% út á jarðrækt, girðingar, áburðargeymslur og votheys- hlöður. 15% út á þurrheyshlöð- ur og garðávaxtageymslur. 40% út á súgþurrkunarkerfi með eða án blásara og 75% út á fram- ræslu. Hjörtur skýrði frá því í ræðu sinni, að framlag til rækt- unar væri komið niður fyrir 10%, en það er eins og framlag til annarra umbóta föst upphæð út á verkeiningu. Gert er ráð fyrir verulegri hækkun á ríkis- framlagi til héraðsráðunauta. Heildarhækkun á núverandi jarðræktarframlagi samkv. 2. kafla sagði hann myndi nema 55—60%. Sérstök áherzla er lögð á hækkun framlaga út á votheysgeymslur og súgþurrk- un. Um mikilvægi heyverkunar innar komst Hjörtur m. a. svo að orði: „Þrálátur illviðrakafli á miðju sumri, t. d. um norð- austanvert landið, getur bakað landinu gífurlegt tjón. Milljónir fóðureininga tapast á túnunum, og á miðunum gengur síldin úr greipum sjómannanna. Við hinu fyrra eru til úrræði, votheys- gerð og súgþurrkun heys, og hefur hvorttveggja sannað gildi sitt óumdeilanlega.“ Hjörtur sagði, að meðal tún- stærð í landinu væri nú um 15 ha., en markið þyrfti að vera a. m. k. 25 ha. Til þess að ná því marki þyrfti að rækta a. ,m. k. 50 þús. ha. í viðbót, jafnvel þótt bændum fækkaði eitthvað, eins og nú liti helzt út fyrir, og til þess þarf mörg hundruð milljón ir. En hér mætti ekki leggja ár- ar í bát. Búvöruframleiðslan þyrfti, vegna fólksfjölgunar, að aukast um nálega helming fram til næstu aldamóta til þess að (Framhald á blaðsíðu 2). Úr Rithöfundasjóði AÐ þessu sinni hlutu þeir Stefán Jónsson og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundar verð- laun úr Rithöfundasjóði Ríkis- útvarpsins, 20 þús. krónur hvor. L Místök ríkisstjórnarinnar 1961 í OKTÓBERMÁNUÐI 1958 var dagvinnukaup verkamanna í Reykjavík kr. 21.85 á klst. í marz 1959 var tímakaupið hins vegar kr. 20.67 og hélzt það óbreytt í rúmlega tvö ár. Með |>eim samningum við verkalýðslelögin, sem samvinnufélögin höfðu for- göngu um í júní 1961, hækkaði tímakaupið upp í kr. 22.74 á klst. Það var tæplega 4.1% hærra en það kaup, sem greitt var í október 1958. Þannig var kaupliækk- uninni, sem samið var um í júní 1961, mjög í hóf stillt. Og í þeim samningum var lagður grundvöllur að vinnufriði næstu árin. En þá skeði það stóra óhapp, eins og áður segir, að ríkisstjórnin rauk í að lækka gengið og eyðilagði þessa samninga. Síðan hefur dýr- tíðin aukizt með vaxandi hraða. □ Sðinsýning málara á Akureyri? MEÐ RÉTTU er því haldið fram og yfir því kvartað af sum um, að Akureyringar eigi þess sjaldan kost að njóta fagurra lista og miða þá gjarnan við Reykjavík. Sú viðmiðun leiðir í ljós mikinn aðstöðumun al- mennings í þessu efni og verð- ur trauðla jafnaður, þótt nefnd- ar hafi verið færar leiðir í sum- um greinum, svo sem einskonar útibú frá Listasafni ríkisins, farandsýningar og fl. En hér á Akureyri eru margir drátthagir menn og málarar, þótt engan beri hátt ,,á landsvísu“. Þeir gætu, á sama hátt og Akurnes- ingar, haft samsýningu á verk- um sínum á Akureyri. Myndi sú sýning áreiðanlega vel sótt af þakklátum bæjarbúum. Kynni þá einnig að koma í ljós, að hér væru til listamenn, sem vert væri að gefa meiri gaum en gert er. Sýning sú, sem Akur eyringur hélt nýlega hér í bæ á 50 myndum sínum og til var efnt af litlu yfirlæti, bendir til þess, að margt myndi þykja eft- irtektarvert á áðurnefndri sam- sýningu, og því er hugmynd þessari vai'pað hér fram til at- hugunar hinum mörgu og of lítt þekktu málurum bæjarins, og þeim, sem greiða vildu götu þeirra. Q Ævisaga Hannesar Hafsteins Annað bindi þessarar bókar kemur út í dag, 4. janúar, á afmælisdegi Hannesar Æðarfuglinn á ýmsa góðvini við smábátabryggjuna á Oddeyri, | og liann kemur í kurtcisislicimsókn þegar trillurnar koma úr! róðri. (Ljósm. E. D.) ; í DAG, hinn 4. janúar, kemur út hjá Almenna bókafélaginu annað bindi af Ævisögu Iiannes ar Hafsteins og er þá þriðja bindið eftir, eða síðari hluti þess bindis, sem nú kemur út. Höf- undur er Kristján Albertsson. í hinu nýja bindi ævisögunn- ar segir frá fyrri ráðherratíð Hannesar Hafsteins, baráttu hans fyrir símanum, för alþingis til Danmerkur 1906, komu Friðriks VIII. til íslands árið eftir, bai'áttunni um frumvarp- ið 1908 og ósigri Hannesar Haf- Akureyrartogararnir SAMKVÆMT viðtali við Gísla Konráðsson í gær, var afli togar anna að undanförnu fremur tregur og ógæftir hömluðu stundum veiðum. Ak.togararn- ir veiða á heimamiðum eins og áður — fyrir erlendan markað. Kaldbakur er að fara á veiðar frá Reykjavík. Svalbakur er á veiðum, siglir svo með afla sinn. Harðbakur fór kl. 3 í dag áleiðis til Englands með tæp 100 tonn f fiski. Sléttbakur er á veiðum. Hrímbakur selur væntanlega á Englandi á mánudag, um 100 tonn. □ steins — svo og afleiðingum hans, fram til þings 1909. Fyrstu árin eftir að stjórnin fluttist inn í landið voru hin viðburðarík- (Fx-amhald á blaðsíðu 2). Kref jast kjarabóta í fréttatilkynningu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er fi'á því gi-eint að bandalagið ki-efjist 15% launahækkunar til handa opinberum stai'fsmönnum. Er krafan byggð á lögum frá 1962, þar sem segir, að ef verulegar og almennar kauphækkanir vei'ði, megi krefjast endui'skoð- unai' kjarasamningsins án upp- sagnar hans. En kjaradómur sker úr ef ági'einingur vei'ður. Sá úi'skurður má ekki di'agast lengur en 3 mánuði. Q Ungmennafélag Skriðuhr. 60 ára Þess var minnzt á Melum hinn 26. desember HINN 26. desember sl. var þess minnst í félagsheimilinu á Mel- um í Höi-gárdal að 60 ár voru liðin frá stofnun þess. í afmælishófinu var staddur einn þeirra, er viðstaddir voru félagsstofnunina og var það Bernharð Stefánsson fyrrv. al- þingism. Afmælishófinu stýi'ði Haukur Steindóxsson í Þríhyrn- ingi en Erling Einarsson í Staðartungu rifjaði upp sögu félagsins. Til máls tóku einnig; Bernharð Stefánsson og Þói'odd ur Jóhannsson form. U. M. S. E. Rósberg G. Snædal las upp og fjórar blómai'ósir sungu og léku á gítara. Jóhannes bóndi Jó- hannsson á N.-Vindheimum stjórnaði almennum söng. Samkvæmt frásögn Bei-nhai'ðs Stefánssonar var minningarhóf þetta til sóma fyrir Ungmenna- félag Skriðuhrepps og fór ánægjulega og prúðmannlega fram, án víns, en með öðrum veitingum í'ausnai'legum, auk þess er áður getur. Að síðustu var dansað. Fyx'r á árum höfðu Öxndælir og Hörgdælir eitt ungmenna- félag og stóðu framarlega í sveit norðlenzkra ungmenna- félaga. Félag þeiri-a var eitt þeiri'a, er á sínum tíma stóð að stofnun Ungmennafélags ís- lands. Q Jóliannes Snorrason beiðraður JÓHANNES SNORRASON yfir flugstjóri hjá Flugfélagi íslands var sl. laugardag heiðraður með riddai'akrossi Dannebrogsorð- unnar í danska sendiráðinu í Reykjavík fyi'ir bi'autryðjenda- starf í flugi til Grænlands og á Gi'ænlandi. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.